document
stringlengths
914
431k
uuid
stringlengths
36
36
metadata
dict
100/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli aliðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Á-kk-nf H-kk-nf, J-kk-nf S-kk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 12. janúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. janúar 2018 í málinu nr. R[…]/2018 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 23. janúar 2018 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
e367b4a8-8990-4441-81c0-c134c91e970a
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_100_2018", "publish_timestamp": "2018-01-16T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 113 }, { "offset": 305, "length": 560 }, { "offset": 867, "length": 54 }, { "offset": 923, "length": 68 }, { "offset": 993, "length": 13 }, { "offset": 1008, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 113 }, { "offset": 305, "length": 124 }, { "offset": 430, "length": 69 }, { "offset": 501, "length": 144 }, { "offset": 647, "length": 75 }, { "offset": 724, "length": 140 }, { "offset": 867, "length": 54 }, { "offset": 923, "length": 68 }, { "offset": 993, "length": 13 }, { "offset": 1008, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=451898a5-581e-43ab-9ae3-f975cfd08231&verdictid=00360e3f-6145-46c9-9a68-40bfa2179499" }
101/2018 Útdráttur R krafðist viðurkenningar á því að H væri óheimilt að reka gististað í séreign sinni í fjöleignahúsi án samþykkis allra eigenda hússins. H seldi séreignina meðan mál þeirra var rekið fyrir héraðsdómi, en upplýsti ekki um það fyrr en við aðalmeðferð málsins. Héraðsdómur taldi R ekki lengur eiga þá lögvörðu hagsmuni sem hann byggði málatilbúnað sinn á og sýknaði H af kröfum R, auk þess að dæma R til að greiða 1.000.000 króna í málskostnað. R áfrýjaði dómnum og krafðist staðfestingar hans um annað en málskostnað, auk þess sem hann krafðist málskostnaðar fyrir Landsrétti. H gagnáfrýjaði fyrir sitt leyti og krafðist málskostnaðar en henni var dæmdur í héraði, auk málskostnaðar fyrir Landsrétti. Landsréttur taldi rétt að málskostnaður fyrir héraðsdómi félli niður og að H greiddi R 350.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir K-kvk-nf S-kvk-nf, R-kvk-nf B-kvk-nf og V-kk-nf H. V-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Aðaláfrýjandi skaut málinu til Landsréttar með áfrýjunarstefnu 22. janúar 2018. Hann krefst staðfestingar héraðsdóms um annað en málskostnað. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Landsrétti. 2 Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 23. mars 2018. Hún krefst þess að aðaláfrýjanda verði gert að greiða sér 1.161.725 krónur í málskostnað. Þá krefst hún málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 3 Óumdeilt er í málinu að gagnáfrýjandi upplýsti aðaláfrýjanda ekki um að hún hefði sett íbúð sína að Álfhólsvegi 27 í Kópavogi á sölu snemma árs 2017, að kaupsamningur um íbúðina hefði verið undirritaður 18. apríl sama ár og afsal gefið út 8. september það ár. Þessar upplýsingar komu fyrst fram við aðalmeðferð málsins 20. september 2017. 4 Gagnáfrýjandi lagði fram ný skjöl, kaupsamning og afsal, að fyrrnefndri íbúð með greinargerð til Landsréttar. Þar kemur fram að söluyfirlit fasteignasala fyrir eignina hafi legið fyrir 6. mars 2017. Í kaupsamningnum segir: „Aðilar hafa fallið frá fyrirvörum þeim er finna mátti í kauptilboði dags 06.03.2017.“ Gagnáfrýjanda hefði því verið rétt að tilkynna aðaláfrýjanda um fyrirhugaða sölu íbúðarinnar eigi síðar en við undirritun kauptilboðsins en gagnáfrýjandi hafði þá frest til 29. mars 2017 til að skila greinargerð í dómsmáli aðila fyrir héraðsdómi. 5 Aðalmeðferð í málinu fór fram 20. september 2017 og var málið dæmt í héraðsdómi, meðal annars á grundvelli þeirra upplýsinga sem þá komu fram um að gagnáfrýjandi hefði selt íbúðina og aðaláfrýjandi ætti því ekki lengur þá lögvörðu hagsmuni sem hann byggði rétt sinn á og hugðist ná fram með málsókninni gegn gagnáfrýjanda. Þá var aðaláfrýjandi dæmdur til að greiða gagnáfrýjanda 1.000.000 króna í málskostnað. 6 Um leið og gagnáfrýjandi seldi og afhenti íbúðina, sem hún hafði fengið starfsleyfi til að reka í gistiþjónustu á eigin kennitölu, féll starfsleyfið niður samkvæmt eðli máls og reksturinn þar með. Gagnáfrýjandi upplýsti aðaláfrýjanda ekki um þessa breytingu en þá þegar var rekstur gagnáfrýjanda á gististaðnum óheimill. 7 Héraðsdómur byggði niðurstöðu sína fyrst og fremst á atvikum sem gagnáfrýjandi var valdur að en aðaláfrýjanda sannanlega ókunnugt um fyrr en eftir að málið var höfðað og fyrst við aðalmeðferð þess. Héraðsdómur dæmdi jafnframt aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað án tillits til ákvæða 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þannig olli leynd gagnáfrýjanda um þessa mikilvægu staðreynd, sölu fasteignarinnar, auknum kostnaði við rekstur málsins, sem ella hefði mátt semja um eða fella niður löngu fyrir aðalmeðferð. 8 Með vísan til 3. mgr. 130. greinar laga nr. 91/1991 er því rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af meðferð málsins fyrir héraðsdómi. 9 Þrátt fyrir að upplýsingar um söluna hefðu legið fyrir við aðalmeðferð tók héraðsdómur ekki tillit til þeirra og fyrrnefnds lagaákvæðis við ákvörðun málskostnaðar. Því þurfti aðaláfrýjandi að áfrýja málinu til Landsréttar og krefjast breytinga á dæmdum málskostnaði. 10 Samkvæmt niðurstöðu málsins fyrir Landsrétti sem fellst á aðalkröfu aðaláfrýjanda og með vísan til 1. mgr. 130 gr. laga 91/1991 verður gagnáfrýjandi dæmdur til að greiða aðaláfrýjanda 350.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað. Málskostnaður fyrir héraðsdómi fellur niður. Gagnáfrýjandi, H-kvk-nf S-kvk-nf, greiði aðaláfrýjanda, R-kk-þgf Þ-kk-þgf E-kk-þgf, 350.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.
97adce2b-587e-42ca-a0c0-948030d72498
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_101_2018", "publish_timestamp": "2018-06-15T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 832 }, { "offset": 855, "length": 17 }, { "offset": 874, "length": 96 }, { "offset": 972, "length": 30 }, { "offset": 1004, "length": 190 }, { "offset": 1196, "length": 203 }, { "offset": 1401, "length": 10 }, { "offset": 1413, "length": 340 }, { "offset": 1755, "length": 558 }, { "offset": 2315, "length": 411 }, { "offset": 2728, "length": 322 }, { "offset": 3052, "length": 550 }, { "offset": 3604, "length": 134 }, { "offset": 3740, "length": 268 }, { "offset": 4010, "length": 233 }, { "offset": 4245, "length": 8 }, { "offset": 4255, "length": 109 }, { "offset": 4366, "length": 130 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 136 }, { "offset": 158, "length": 119 }, { "offset": 279, "length": 182 }, { "offset": 463, "length": 131 }, { "offset": 596, "length": 122 }, { "offset": 720, "length": 132 }, { "offset": 855, "length": 17 }, { "offset": 874, "length": 96 }, { "offset": 972, "length": 30 }, { "offset": 1004, "length": 81 }, { "offset": 1086, "length": 60 }, { "offset": 1148, "length": 45 }, { "offset": 1196, "length": 67 }, { "offset": 1264, "length": 88 }, { "offset": 1354, "length": 44 }, { "offset": 1401, "length": 10 }, { "offset": 1413, "length": 261 }, { "offset": 1675, "length": 77 }, { "offset": 1755, "length": 111 }, { "offset": 1867, "length": 87 }, { "offset": 1956, "length": 109 }, { "offset": 2067, "length": 245 }, { "offset": 2315, "length": 324 }, { "offset": 2640, "length": 85 }, { "offset": 2728, "length": 198 }, { "offset": 2927, "length": 122 }, { "offset": 3052, "length": 199 }, { "offset": 3252, "length": 158 }, { "offset": 3412, "length": 189 }, { "offset": 3604, "length": 134 }, { "offset": 3740, "length": 165 }, { "offset": 3906, "length": 101 }, { "offset": 4010, "length": 233 }, { "offset": 4245, "length": 8 }, { "offset": 4255, "length": 64 }, { "offset": 4320, "length": 43 }, { "offset": 4366, "length": 130 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=fc633a0f-b354-496c-a0cc-1356130cd3b2&verdictid=81a14fd1-e36f-4ba0-b9a3-90447dcecdb9" }
105/2018 Útdráttur M höfðaði mál á hendur G til heimtu eftirstöðva kaupverðs samkvæmt kaupsamningi um nánar tilgreinda fasteign. G krafðist þess á hinn bóginn að viðurkenndur yrði réttur hennar til að rifta kaupsamningi um eignina og að M yrði dæmdur til að greiða henni nánar tiltekna fjárhæð sem hún hafði innt af hendi fyrir eignina. Fyrir lá að eignin stóð á spildu í eigu einkaaðila og að leigutími samkvæmt leigusamningi um spilduna var til 3. ágúst 2025. Í leigusamningnum var ekkert vikið að réttarstöðu leigutaka við lok umsamins leigutíma. Landsréttur tók fram að af því leiddi að ekki væri fyrir að fara samningsbundinni skyldu leigusala til að leysa til sín mannvirki á lóðinni kæmi þá til þess að afnotaréttur leigutaka félli niður. Þá hefði M ekki byggt á því að G væru við þessar aðstæður aðrar leiðir færar til að tryggja hagsmuni sína. G hefði átt skýlausan rétt til þess samkvæmt 26. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup að hún yrði upplýst um efnislegt inntak leigusamningsins og mögulega þýðingu framangreindra ákvæða hans fyrir fjárhagslega hagsmuni hennar. Ósannað væri að það hefði verið gert eða að G hefði með öðrum hætti haft um þetta vitneskju. Þá þótti G ekki hafa fyrirgert rétti sínum til riftunar sakir tómlætis. Var niðurstaða héraðsdóms um riftun kaupsamnings aðila og endurgreiðslu kaupverðsins því staðfest. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir A-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf S-kk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 17. janúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 16. janúar 2018 í málinu nr. E33/2017. að stefnda verði dæmd til að greiða honum 19.024.102 krónur með 2% samningsvöxtum frá 15. febrúar 2016 til 20. október sama ár, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags, gegn útgáfu afsals fyrir fasteigninni. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi greinir málsaðila á um það hvort uppfyllt séu skilyrði riftunar á samningi þeirra 25. nóvember 2015 um kaup stefndu á einbýlishúsinu að Vatnsendabletti 510 í Kópavogi ásamt tilheyrandi lóðarréttindum. Með dóminum var fallist á riftunarkröfu stefndu og kröfu hennar um endurgreiðslu á þeim hluta kaupverðs fasteignarinnar sem hún hefur staðið áfrýjanda skil á. Þar með var hafnað kröfu áfrýjanda um greiðslu eftirstöðva kaupverðsins. 5 Húsið stendur á spildu sem hefur verið í eigu einkaaðila allt frá því að það var byggt árið 1995. Var hún 1520 m² þegar samningur um leigu hennar til upphaflegs leigutaka var gerður 3. ágúst 1995 en stækkuð í 4502 m² með viðauka við hann 14. september 1999. 6 Leigutími samkvæmt samningnum er 30 ár, eða til 3. ágúst 2025. Í honum segir að landeigandi hafi forkaups og leigurétt að mannvirkjum á landinu en falli hann frá þeim rétti megi „leigutaki selja eða leigja landið öðrum með sömu réttindum og um getur í samningi þessum“. Þá er mælt fyrir um það að landeiganda sé heimilt að segja samningnum upp með eins árs fyrirvara, en skyldur sé hann til að kaupa hús og önnur mannvirki eftir mati óvilhallra manna sem Héraðsdómur Reykjaness tilnefni. Í samningnum er á hinn bóginn ekkert vikið að réttarstöðu leigutaka við lok umsamins leigutíma. Af því leiðir meðal annars að ekki er fyrir að fara samningsbundinni skyldu leigusala til að leysa til sín mannvirki á lóðinni komi þá til þess að afnotaréttur leigutaka falli niður. Þá hefur áfrýjandi ekki byggt á því að stefndu séu aðrar leiðir færar við þessar aðstæður til að tryggja hagsmuni sína. 7 Með vísan til þess sem að framan er rakið átti stefnda skýlausan rétt til þess samkvæmt 26. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup að hún yrði upplýst um efnislegt inntak leigusamningsins og mögulega þýðingu framangreindra ákvæða hans fyrir fjárhagslega hagsmuni hennar. Ósannað er að það hafi verið gert eða að stefnda hafi með öðrum hætti haft um þetta vitneskju í aðdraganda þess að kaupsamningur var gerður, en fyrir því ber áfrýjandi sönnunarbyrði. 8 Ekki þykja efni til að fallast á það með áfrýjanda að stefnda hafi fyrirgert rétti sínum til riftunar sakir tómlætis. 10 Áfrýjanda verður gert að greiða stefndu málskostnað fyrir Landsrétti svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, M-kk-nf Þ-kk-nf I-kk-nf, greiði stefndu, G-kvk-þgf G-kvk-þgf, 1.000.000 króna í málskostnað fyrir Landsrétti.
5f85aec6-e946-4398-b7ba-2c22105a9417
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_105_2018", "publish_timestamp": "2018-10-12T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 1324 }, { "offset": 1347, "length": 17 }, { "offset": 1366, "length": 99 }, { "offset": 1467, "length": 30 }, { "offset": 1499, "length": 476 }, { "offset": 1977, "length": 84 }, { "offset": 2063, "length": 10 }, { "offset": 2075, "length": 473 }, { "offset": 2550, "length": 259 }, { "offset": 2811, "length": 888 }, { "offset": 3701, "length": 454 }, { "offset": 4157, "length": 119 }, { "offset": 4278, "length": 99 }, { "offset": 4379, "length": 8 }, { "offset": 4389, "length": 40 }, { "offset": 4431, "length": 120 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 109 }, { "offset": 131, "length": 206 }, { "offset": 339, "length": 123 }, { "offset": 464, "length": 86 }, { "offset": 552, "length": 194 }, { "offset": 748, "length": 105 }, { "offset": 855, "length": 225 }, { "offset": 1082, "length": 91 }, { "offset": 1175, "length": 70 }, { "offset": 1247, "length": 97 }, { "offset": 1347, "length": 17 }, { "offset": 1366, "length": 99 }, { "offset": 1467, "length": 30 }, { "offset": 1499, "length": 57 }, { "offset": 1557, "length": 65 }, { "offset": 1624, "length": 8 }, { "offset": 1634, "length": 281 }, { "offset": 1917, "length": 57 }, { "offset": 1977, "length": 84 }, { "offset": 2063, "length": 10 }, { "offset": 2075, "length": 241 }, { "offset": 2317, "length": 157 }, { "offset": 2476, "length": 71 }, { "offset": 2550, "length": 99 }, { "offset": 2650, "length": 158 }, { "offset": 2811, "length": 64 }, { "offset": 2876, "length": 205 }, { "offset": 3083, "length": 216 }, { "offset": 3301, "length": 94 }, { "offset": 3397, "length": 181 }, { "offset": 3580, "length": 118 }, { "offset": 3701, "length": 271 }, { "offset": 3973, "length": 181 }, { "offset": 4157, "length": 119 }, { "offset": 4278, "length": 99 }, { "offset": 4379, "length": 8 }, { "offset": 4389, "length": 40 }, { "offset": 4431, "length": 120 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=8cfc7806-0b3e-4100-83b4-a044c978e70c&verdictid=f11f094c-5fae-40c2-960c-b65c867388ed" }
106/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem nauðungarvistun A var framlengd. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir K-kvk-nf S-kvk-nf, S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf og V-kk-nf H. V-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 17. janúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 3. janúar 2018, í málinu nr. L1/2018, þar sem nauðungarvistun sóknaraðila var framlengd í allt að tólf vikur frá og með 4. janúar 2018 að telja. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að nauðungarvistun verði markaður skemmri tími. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar að mati dómsins til handa skipuðum verjanda. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og að talsmanni verði dæmd þóknun úr ríkissjóði. Með vísan til þess sem rakið er í hinum kærða úrskurði, einkum læknisvottorðs B geðlæknis 28. desember 2017 og framburðar hans fyrir dómi, þykir ljóst að sóknaraðili er enn haldin alvarlegum geðsjúkdómi og í geðrofi og bráð nauðsyn að framlengja dvöl hennar á sjúkrahúsi svo unnt sé að veita henni þá meðferð sem hún þarfnast. Með hliðsjón af framangreindu og forsendum hins kærða úrskurðar að öðru leyti er hann staðfestur. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila vegna flutnings málsins fyrir Landsrétti úr ríkissjóði og er hún ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. Ekki verður séð að lögmaður varnaraðila hafi verið skipaður til að gegna hlutverki talsmanns hans og eru því ekki skilyrði til þess að ákvarða lögmanninum þóknun samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga. Því er hafnað kröfu varnaraðila um slíka þóknun úr ríkissjóði. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila, Þ-kvk-ef B. S-kvk-ef lögmanns, vegna flutnings málsins fyrir Landsrétti, 124.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
a28f97ce-cea7-4349-83e3-5baeeb60860b
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_106_2018", "publish_timestamp": "2018-01-29T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 76 }, { "offset": 99, "length": 21 }, { "offset": 122, "length": 118 }, { "offset": 242, "length": 370 }, { "offset": 614, "length": 224 }, { "offset": 840, "length": 113 }, { "offset": 955, "length": 424 }, { "offset": 1381, "length": 218 }, { "offset": 1601, "length": 263 }, { "offset": 1866, "length": 13 }, { "offset": 1881, "length": 35 }, { "offset": 1918, "length": 149 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 76 }, { "offset": 99, "length": 21 }, { "offset": 122, "length": 118 }, { "offset": 242, "length": 124 }, { "offset": 367, "length": 185 }, { "offset": 554, "length": 57 }, { "offset": 614, "length": 139 }, { "offset": 754, "length": 83 }, { "offset": 840, "length": 113 }, { "offset": 955, "length": 326 }, { "offset": 1282, "length": 96 }, { "offset": 1381, "length": 218 }, { "offset": 1601, "length": 200 }, { "offset": 1802, "length": 61 }, { "offset": 1866, "length": 13 }, { "offset": 1881, "length": 35 }, { "offset": 1918, "length": 149 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=262792fa-ae22-4b47-8719-685a4db071d8&verdictid=1b1a64da-768f-4c0f-9506-11cd42069f16" }
107/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli cliðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir J-kk-nf S-kk-nf, R-kvk-nf B-kvk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 18. janúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar 2018 í máli nr. R[…]/2018 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 15. febrúar 2018, klukkan 10. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að varnaraðila verði gert að sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds, en að því frágengnu að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess aðallega að máli þessu verði vísað frá Landsrétti, en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Kæra varnaraðila uppfyllir skilyrði 2. mgr. 193. laga nr. 88/2008 og eru því ekki efni til vísa málinu frá Landsrétti. Með dómi Hæstaréttar 27. desember 2017 í máli nr. 820/2017 var því slegið föstu að fullnægt væri skilyrðum til þess að varnaraðili skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli cliðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Ekkert er fram komið í málinu sem breytir því mati á skilyrðum gæsluvarðhalds yfir varnaraðila. Með vísan til þess verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
e55f5d6f-8f15-430f-aec1-3df85a05c774
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_107_2018", "publish_timestamp": "2018-01-23T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 115 }, { "offset": 307, "length": 386 }, { "offset": 695, "length": 224 }, { "offset": 921, "length": 128 }, { "offset": 1051, "length": 118 }, { "offset": 1171, "length": 366 }, { "offset": 1539, "length": 13 }, { "offset": 1554, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 115 }, { "offset": 307, "length": 124 }, { "offset": 432, "length": 68 }, { "offset": 502, "length": 113 }, { "offset": 617, "length": 75 }, { "offset": 695, "length": 224 }, { "offset": 921, "length": 128 }, { "offset": 1051, "length": 118 }, { "offset": 1171, "length": 211 }, { "offset": 1383, "length": 94 }, { "offset": 1479, "length": 57 }, { "offset": 1539, "length": 13 }, { "offset": 1554, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=fa0c27c0-1f9f-4eaf-9235-2b896ebb6167&verdictid=44faf233-eb6b-46f5-9ba2-53694da92abc" }
108/2018 Útdráttur F og R kröfðust þess að felldar yrðu úr gildi ákvarðanir sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, í aðfararmálum nr. 2017003797 og 2017003795, um að stöðva aðfarargerðir sóknaraðila á hendur varnaraðilum, P og B. Í úrskurði héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti með vísan til forsendna hans, kom fram að sýslumanni hefði verið rétt að stöðva aðfarargerð með vísan til 2. mgr. 27. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, þar sem ljóst hafi verið með hliðsjón af dómi í máli nr. E3157/2014 að sóknaraðilar ættu ekki frekari kröfur á hendur varnaraðilum. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf S-kk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðilar skutu málinu til Landsréttar með kæru 16. janúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. janúar 2018 í málinu nr. Y6/2017 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að felldar yrðu úr gildi ákvarðanir sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 14. mars 2017, í aðfararmálum nr. 2017003797 og 2017003795, um að stöðva aðfarargerðir sóknaraðila á hendur varnaraðilum. Kæruheimild er í 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. 2 Sóknaraðilar krefjast þess að framangreind krafa verði tekin til greina. Þá krefjast þau málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Niðurstaða Landsréttar 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Sóknaraðilum verður gert að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, F-kk-nf A-kk-nf J-kk-nf og R-kvk-nf J-kvk-nf, greiði óskipt varnaraðilum, P-kk-þgf P-kk-þgf og Bergi ehf., 300.000 krónur í kærumálskostnað.
4ebb811f-56ec-4061-b3bb-8ea5c50fcb89
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_108_2018", "publish_timestamp": "2018-02-27T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 537 }, { "offset": 560, "length": 21 }, { "offset": 583, "length": 115 }, { "offset": 700, "length": 30 }, { "offset": 732, "length": 499 }, { "offset": 1233, "length": 135 }, { "offset": 1370, "length": 80 }, { "offset": 1452, "length": 22 }, { "offset": 1476, "length": 70 }, { "offset": 1548, "length": 98 }, { "offset": 1648, "length": 13 }, { "offset": 1663, "length": 35 }, { "offset": 1700, "length": 154 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 462 }, { "offset": 484, "length": 73 }, { "offset": 560, "length": 21 }, { "offset": 583, "length": 115 }, { "offset": 700, "length": 30 }, { "offset": 732, "length": 127 }, { "offset": 860, "length": 69 }, { "offset": 931, "length": 239 }, { "offset": 1172, "length": 58 }, { "offset": 1233, "length": 74 }, { "offset": 1308, "length": 59 }, { "offset": 1370, "length": 80 }, { "offset": 1452, "length": 22 }, { "offset": 1476, "length": 70 }, { "offset": 1548, "length": 98 }, { "offset": 1648, "length": 13 }, { "offset": 1663, "length": 35 }, { "offset": 1700, "length": 154 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=79608b2a-7409-4101-9ea1-c6e62ffc2725&verdictid=67b54862-c422-4fce-a322-a235e01b01f8" }
10/2018 Útdráttur S var sakfelldur fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana og fíkniefna. S neitaði að hafa ekið bifreiðinni umrætt sinn en með vísan til framburðar tveggja lögreglumanna taldi Landsréttur sannað að hann hefði gert það. Að virtum sakaferli S og með því að hann rauf með brotum sínum skilyrði reynslulausnar var staðfest niðurstaða héraðsdóms um refsingu hans og sviptingu ökuréttar. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir A-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf S-kk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar Íslands 23. mars 2017 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Gögn málsins bárust Landsrétti 2. janúar 2018, en samkvæmt 1. mgr. 78. gr. laga nr. 49/2016, sbr. 76. gr. laga nr. 117/2016 og 4. gr. laga nr. 53/2017, hefur málið verið rekið fyrir Landsrétti frá þeim tíma. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness frá 2. mars 2017 í málinu nr. S348/2016. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur að því er varðar sakfellingu ákærða og sviptingu ökuréttar, en að refsing hans verði þyngd. Ákærði krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins, en til vara að refsing hans verði milduð. Í málinu er ákærða gefið að sök að hafa, laugardaginn 2. apríl 2016, ekið bifreið sviptur ökuréttindum og undir áhrifum ávana og fíkniefna. Byggir hann sýknukröfu sína á því að hann hafi ekki verið ökumaður bifreiðarinnar í umrætt sinn heldur eiginkona hans. Í hinum áfrýjaða dómi er sakfelling ákærða reist á framburði tveggja lögreglumanna sem báru á þann veg að þeir hefðu séð karlmann sitja undir stýri bifreiðarinnar þegar þeir mættu henni á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði. Þá hafi kona setið í farþegasæti við hlið ökumannsins. Að sögn annars lögreglumannanna bar hann strax kennsl á ákærða sem ökumann og kvaðst hafa vitað að hann væri sviptur ökuréttindum. Þá skýrðu lögreglumennirnir svo frá að þegar bifreiðin hafði verið stöðvuð í kjölfar þess að þeir veittu henni eftirför hefðu þeir séð ákærða stíga út úr bifreiðinni ökumannsmegin og ganga fram fyrir hana. Farþeginn, sem er eiginkona ákærða, hafi þá fært sig yfir í ökumannssætið. Í málinu hefur ekkert komið fram sem rýrir sönnunargildi vitnisburðar lögreglumannanna. Þannig hafa ákærði og eiginkona hans staðfest að þau hafi mætt lögreglubifreiðinni og orðið þess áskynja að þeim væri veitt eftirför, en í ljósi staðhæfingar þeirra um að eiginkona ákærða hafi verið ökumaður bifreiðarinnar hafa þau ekki gefið haldbæra skýringu á viðbrögðum sínum við eftirförinni. Samkvæmt þessu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða og heimfærslu brota hans til refsiákvæða. Sakaferill ákærða er réttilega rakinn í dómi héraðsdóms. Að honum virtum og með því að ákærði rauf með brotum sínum skilyrði reynslulausnar sem honum var veitt 12. mars 2016 verður niðurstaða héraðsdóms um refsingu hans staðfest. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um ökuréttarsviptingu og sakarkostnað eru staðfest. Dæma ber ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Landsrétti, sem verða ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti eins og segir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er staðfestur. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 383.126 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, S-kk-ef K-kk-ef K-kk-ef lögmanns, 372.000 krónur.
d7c0c043-491e-436f-b392-091165ea4b98
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_10_2018", "publish_timestamp": "2018-02-23T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 7 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 7 }, { "offset": 9, "length": 9 }, { "offset": 20, "length": 406 }, { "offset": 428, "length": 17 }, { "offset": 447, "length": 99 }, { "offset": 548, "length": 398 }, { "offset": 948, "length": 170 }, { "offset": 1120, "length": 117 }, { "offset": 1239, "length": 258 }, { "offset": 1499, "length": 685 }, { "offset": 2186, "length": 385 }, { "offset": 2573, "length": 166 }, { "offset": 2741, "length": 229 }, { "offset": 2972, "length": 77 }, { "offset": 3051, "length": 204 }, { "offset": 3257, "length": 8 }, { "offset": 3267, "length": 34 }, { "offset": 3303, "length": 155 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 7 }, { "offset": 9, "length": 9 }, { "offset": 20, "length": 97 }, { "offset": 118, "length": 144 }, { "offset": 264, "length": 161 }, { "offset": 428, "length": 17 }, { "offset": 447, "length": 99 }, { "offset": 548, "length": 111 }, { "offset": 660, "length": 206 }, { "offset": 868, "length": 66 }, { "offset": 936, "length": 9 }, { "offset": 948, "length": 170 }, { "offset": 1120, "length": 117 }, { "offset": 1239, "length": 139 }, { "offset": 1379, "length": 117 }, { "offset": 1499, "length": 218 }, { "offset": 1718, "length": 53 }, { "offset": 1773, "length": 129 }, { "offset": 1904, "length": 204 }, { "offset": 2110, "length": 73 }, { "offset": 2186, "length": 87 }, { "offset": 2274, "length": 296 }, { "offset": 2573, "length": 166 }, { "offset": 2741, "length": 56 }, { "offset": 2798, "length": 171 }, { "offset": 2972, "length": 77 }, { "offset": 3051, "length": 204 }, { "offset": 3257, "length": 8 }, { "offset": 3267, "length": 34 }, { "offset": 3303, "length": 155 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=7addacfb-2d6a-42ee-b8ac-bc35f9fde502&verdictid=93ca2e5a-cd72-498f-9522-e6833334a2fe" }
112/2018 Útdráttur B varð fyrir líkamstjóni í vinnuslysi í desember 2011 og aftur í umferðarslysi í febrúar 2012. Deildu aðilar um tekjuviðmiðun til ákvörðunar bóta fyrir varanlega örorku vegna síðara slyssins. Í matsgerð sem aflað var um afleiðingar beggja slysanna var varanleg örorka metin 30% vegna hins fyrra en 50% vegna þess síðara. Í dómi Landsréttar var talið að leggja yrði til grundvallar í málinu þá niðurstöðu matsgerðarinnar að geta B til að afla vinnutekna hafi verið varanlega skert þegar hann hafi orðið fyrir síðara slysinu. Því væru fyrir hendi óvenjulegar aðstæður í skilningi 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga og skyldi miða árslaun B til ákvörðunar bóta vegna varanlegrar örorku við 70% af tekjum hans síðustu þrjú almanaksárin. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir I-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf F-kk-nf og O-kvk-nf M-kvk-nf A-kvk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Aðaláfrýjendur skutu málinu til Landsréttar 23. janúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 27. október 2017 í málinu nr. E3734/2016. Aðaláfrýjendur krefjast sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. Til vara krefjast þeir þess að málskostnaður verði felldur niður. 2 Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 3. apríl 2018. Hann krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur með þeirri breytingu að honum verði dæmdur málskostnaður að skaðlausu í héraði óskipt úr hendi aðaláfrýjenda án tillits til gjafsóknar. Til vara krefst gagnáfrýjandi staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Í báðum 3 Málsatvikum er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar kemur fram slasaðist gagnáfrýjandi við vinnu 29. desember 2011 og hlaut aftur meiðsl er hann lenti í árekstri á bifreið sinni 9. febrúar 2012. Í máli þessu er deilt um bótauppgjör vegna síðara slyssins. Aðaláfrýjendur viðurkenna bótaskyldu. 4 Aðilar þessa máls, auk Reykjavíkurborgar sem greiddi gagnáfrýjanda bætur vegna fyrra atviksins, öfluðu matsgerðar læknis og lögfræðings um afleiðingar beggja slysanna. Í matsgerðinni var varanleg örorka gagnáfrýjanda samtals metin 80% vegna afleiðinga beggja slysanna, 30% vegna hins fyrra, en 50% vegna þess síðara. Aðilar náðu sátt um öll atriði skaðabótauppgjörs vegna síðara slyssins, þó ekki um tekjuviðmiðun til ákvörðunar bóta fyrir varanlega örorku. Hinn 13. apríl 2016 greiddi aðaláfrýjandi Vörður tryggingar hf. gagnáfrýjanda bætur í samræmi við tekjur hans á síðustu þremur almanaksárum fyrir slysdag, þó þannig að þær voru lækkaðar um 30% með vísan til þess að lækka bæri tekjuviðmiðun þar sem gagnáfrýjandi hefði hlotið varanlega örorku sem því nam í fyrra slysinu. 5 Í áðurnefndri matsgerð, sem aðilar vilja byggja á, segir að þar sem stuttur tími hafi liðið á milli slysanna verði fjallað um varanlega örorku í einu lagi. Er því lýst að starfsgeta gagnáfrýjanda hafi verið talsvert skert áður en hann lenti í síðara slysinu. Afleiðingar seinna slyssins hafi þó verið verri þar sem gagnáfrýjandi hafi ekki stundað neina launaða vinnu eftir það. Töldu matsmenn varanlega örorku gagnáfrýjanda vera 80% vegna beggja slysanna „sem skiptist þannig að 30% eru vegna fyrra slyssins 29.12.2011 og 50% vegna seinna slyssins 09.02.2012“. 6 Gagnáfrýjandi kom fyrir Landsrétt. Hann sagði að eftir slysið í desember 2011 hefði hann verið frá vinnu í einn mánuð. Þá hafi hann ákveðið að hann væri nógu hress til að mæta til vinnu. Hann hefði þó ekki verið búinn að ná sér og vinnan verið honum erfið. Hefði hann þurft að styðja sig við veggi og fundið fyrir verkjum. Allt að einu hefði hann sinnt starfi sínu að fullu og tekið allar vaktir fram að síðara slysinu 9. febrúar 2012. Kvaðst hann ekki hafa litið á sig sem öryrkja eftir fyrra óhappið. 7 Gagnáfrýjandi hóf meðferð hjá sjúkraþjálfara 1. febrúar 2012, skömmu fyrir síðara slysið. Í skýrslu sjúkraþjálfarans 24. nóvember 2013 segir: „Árangur meðferðar var mjög góður eftir vinnuslysið sem hann lenti í 29. desember 2011 og varð [gagnáfrýjandi] fljótt verkjaminni þó svo hann hafi ekki alveg verið verkjalaus og ekki vinnufær. Lendir svo í umferðarslysi 9. febrúar 2012. Við þann áverka snöggversnar hann í öllu baki og hálsi og varð allur mjög aumur í baki, hálsinum og út í herðar og fætur.‟ Aðilar byggja á sömu málsástæðum og lýst er í hinum áfrýjaða dómi. Aðaláfrýjendur byggja einkum á því að þar sem starfsorka gagnáfrýjanda hafi verið skert um 30% þegar hann varð fyrir því slysi sem fjallað er um í þessu máli, beri að lækka tekjuviðmiðun samkvæmt 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 um sama hlutfall. 9 Gagnáfrýjandi byggir aðallega á því að hann hafi getað haldið áfram fyrra starfi þrátt fyrir meiðsl þau er hann hlaut 29. desember 2011. Bendir hann á að hann hafi verið kominn aftur til starfa er slysið varð 9. febrúar 2012 og unnið fulla vinnu. Ekkert bendi til annars en að hann hefði haldið áfram í sama starfi. Því beri að reikna honum bætur í samræmi við tekjur hans síðustu þrjú ár fyrir slysið, sbr. 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Niðurstaða 10 Gagnáfrýjandi slasaðist illa í tvígang og hafði mat á varanlegum afleiðingum fyrra slyssins ekki farið fram er hann slasaðist á ný. Í áðurnefndri matsgerð er talið að hann hafi hlotið 30% varanlega örorku við fyrra slysið. Aðilar byggja mál sitt á þessari matsgerð og ekkert hefur verið lagt fram í málinu sem getur hnekkt matinu. Verður því að leggja til grundvallar að geta gagnáfrýjanda til að afla vinnutekna hafi verið varanlega skert sem þessu nemur er hann varð fyrir síðara slysinu 9. febrúar 2012. Verður því að fallast á það með aðaláfrýjendum að óvenjulegar aðstæður séu fyrir hendi í skilningi 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga þar sem reikna verði með því að tekjur gagnáfrýjanda hefðu skerst vegna fyrra slyssins og að fullar tekjur hans síðustu þrjú almanaksár fyrir fyrra slysið séu ekki réttur mælikvarði á líklegar framtíðartekjur hans. Verður að miða árslaun til ákvörðunar bóta vegna varanlegrar örorku gagnáfrýjanda við 70% af tekjum hans síðustu þrjú almanaksárin fyrir slysið. Ágreiningur er ekki um fjárhæðir. 11 Samkvæmt framansögðu hafa aðaláfrýjendur þegar bætt tjón gagnáfrýjanda að fullu og verða þeir sýknaðir af kröfum hans. 12 Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti fellur niður. Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnað er staðfest. Gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans 800.000 krónur. Dómsorð: Aðaláfrýjendur, Vörður tryggingar hf. og A, eru sýknaðir af kröfum gagnáfrýjanda, B. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti fellur niður. Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnað er staðfest. Gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans 800.000 krónur. I. Mál þetta sem höfðað var hinn 6. desember 2016, var dómtekið 4. október sl. Stefnandi er B til heimilis að […] í Reykjavík, en stefndu eru Vörður tryggingar hf., Borgartúni 25, Reykjavík og A, […], Reykjavík. Stefnandi krefst þess að stefndu verði dæmdir til að greiða honum óskipt 3.974.115 krónur með 4,5% vöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 af 3.974.115 krónum, frá 9. ágúst 2012 til 8. júlí 2015, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndu krefjast sýknu af öllum kröfum stefnanda, auk greiðslu málskostnaðar. II. Í máli þessu er deilt um hvaða árslaunaviðmið skuli leggja til grundvallar útreikningi skaðabóta vegna varanlegrar örorku sem stefnandi hlaut í umferðarslysi í febrúar árið 2012. Tildrög umferðarslyssins voru með þeim hætti að bifreiðinni […] var ekið inn í hlið bifreiðarinnar […] sem stefnandi ók. Í læknabréfi Slysadeildar eru sjúkdómsgreiningar vegna afleiðinga slyssins svofelldar: rifbrot, tognun, ofreynsla á brjósthrygg og tognun og ofreynsla á lendhrygg o.fl. Rúmum mánuði fyrir umferðarslysið eða hinn 29. desember 2011, hafði stefnandi lent í vinnuslysi. Var stefnandi frá störfum af þeim sökum til 20. janúar 2012. Hann mætti aftur til vinnu hinn 25. janúar sama mánaðar og hafði tekið aftur við sínu fyrra starfi á sambýli fyrir fatlaða þegar hann lendir í umferðarslysinu hinn 9. febrúar 2012. Stefnandi gekkst undir mat á afleiðingum beggja slysanna hjá þeim C lækni og D hrl. Stóðu stefnandi og stefndi Vörður tryggingar ehf. sameiginlega að öflun matsgerðarinnar vegna afleiðinga umferðarslyssins, en að matinu stóð einnig Reykjavíkurborg. Í niðurstöðum matsgerðarinnar, sem dags. er 22. maí 2015, var meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að varanlegur miski stefnanda vegna vinnuslyssins 29. desember 2011 væri 17 stig og varanleg örorka 30%. Samkomulag var um bótauppgjör vegna vinnuslyssins. Er það því ekki til frekari umfjöllunar í máli þessu. Niðurstaða matsins vegna umferðarslyssins 9. febrúar 2012, var sú að varanlegur miski stefnanda var talinn 20 stig og varanleg öroka 50%. Var það jafnframt niðurstaða matsmanna að stefnandi hefði ekki getað vænst frekari bata eftir 9. ágúst 2012. Málsaðilar voru sammála um að leggja matsgerðina til grundvallar uppgjöri bóta, en ágreiningur þeirra lýtur að því hvaða tekjuviðmið beri að leggja til grundvallar útreikningi á varanlegri örorku stefnanda. Á grundvelli matsgerðarinnar krafði stefnandi stefnda, Vörð tryggingar ehf., um greiðslu bóta miðað við tekjur hans á árunum 20092011. Stefndi, Vörður tryggingar ehf., hafnaði kröfu stefnanda og taldi að óvenjulegar aðstæður væru fyrir hendi í skilningi 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Segir nánar í tölvuskeyti tryggingafélagsins til stefnanda að þar sem stefnandi hafi lent í vinnuslysi á árinu fyrir umferðarslysið, telji félagið rétt að skerða viðmiðunarlaun hans um 30% sem svari til varanlegrar örorku hans eftir vinnuslysið hinn 29. desember 2011. Ekki náðist samkomulag um bótauppgjörið og fékk stefnandi greiddar bætur vegna afleiðinga umferðarslyssins úr lögboðinni ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar […] stefnda, Verði tryggingum ehf., þar sem viðmiðunarlaun voru færð niður um 30% vegna varanlegrar örorku. Stefnandi gaf skýrslu fyrir dóminum. Tók hann m.a. fram að hann hefði verið frá vinnu í kjölfar vinnuslyssins í um þrjár vikur. Í fyrra slysinu hafi hann tognað á baki og hafi það tekið hann um 23 vikur að komast á réttan kjöl. Hann hafi talið sig vinnufæran og hafi hann sinnt öllum sínum vinnuskyldum þegar hann kom aftur til starfa. Vinnuhlutfall hans hafi ekki verið skert þegar hann kom aftur til vinnu og það hafi heldur ekki staðið til í hans huga. Hann hafi ekki reiknaði með öðru eftir fyrra slysið en að hann yrði III. 1. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi telur að við útreikning bóta fyrir varanlega örorku sem hann hlaut í umferðarslysinu hinn 9. febrúar 2012, beri að styðjast við meginreglu 1. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993, þ.e. miða við meðaltekjur hans síðustu þrjú almanaksár fyrir slysdag að viðbættu 11,5% framlagi vinnuveitanda í lífeyrissjóð. Stefnandi hafnar því að óvenjulegar aðstæður í skilningi 2. mgr. 7. gr. laganna hafi verið fyrir hendi áður en hann lenti í umferðarslysinu. Stefnandi hafi markað sér ákveðinn starfsvettvang og að hann hafi haft fulla starfsorku fram að slysinu. Ekkert hafi bent til annars en að hann héldi starfi sínu áfram. Stuttur tími hafi liðið á milli slysanna eða rúmur mánuður og hafi hann verið byrjaður að vinna aftur eftir vinnuslysið þegar hann lenti í umferðarslysinu. Þannig hafi ekki verið útséð um að hann gæti haldið fullri starfsgetu þegar hann varð fyrir seinna slysinu. Telur stefnandi að ekki verði séð hvernig umrædd meðallaun gefi ekki rétta mynd af þeim framtíðartekjum sem hann hefði haft ef hann hefði ekki orðið fyrir slysinu. Stefnandi sundurliðar dómkröfu sínar svo: Varanleg örorka samkvæmt 5. gr. (50%) 13.247.045 krónur Árslaun 4.916.328x5,389x50% Eingreiðsluverðmæti örorkulífeyris (40%) 1.702.934 krónur Innborgun stefnda 7.569.996 krónur Heildarbætur 3.974.115 krónur Stefnandi gerir kröfu um greiðslu 4,5% vaxta samkvæmt 16. gr. laga nr. 50/1993 af 3.974.115 krónum frá batahvörfum 9. ágúst 2012 til 8. júlí 2015, eða mánuði eftir dagsetningu kröfubréfs, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. 2. Helstu málsástæður og lagarök stefndu Stefndu telja að stefnandi hafi fengið tjón sitt bætt vegna varanlegrar örorku úr hendi stefndu. Stefndu telja að sérstakar aðstæður séu fyrir hendi í skilningi 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993, þannig að viðmiðunartekjur stefnanda þremur árum fyrir umferðarslysið séu ekki réttur mælikvarði á framtíðartekjur hans. Stefndu taka fram að stefnandi hafi orðið fyrir vinnuslysi í desember árið 2011 og hafi verið metinn til 30% varanlegrar örorku vegna slyssins. Engin reynsla hafi verið komin á vinnugetu stefnanda eftir það slys, þegar hann lenti í umferðarslysi hinn 9. febrúar 2012. Því séu fyrir hendi óvenjulegar aðstæður á viðmiðunartímabilinu, þremur árum fyrir slysið, þar sem stefnandi hafi verið metinn til hárrar varanlegrar örorku vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir eftir að viðmiðunartímabilið var liðið. Telja stefndu að af þessum sökum geti stefnandi ekki krafist þess að full meðallaun hans þremur árum fyrir slysið verði lögð til grundvallar útreikningi á varnalegri örorku hans, þegar hann var með fulla og óskerta vinnugetu. Óvenjulegar aðstæður í lífi stefnanda vegna vinnuslyssins leiði til þess að þær viðmiðunartekjur séu ekki réttur mælikvarði á líklegar framtíðartekjur hans, þegar það liggi fyrir að stefnandi hafi aðeins verið með 70% vinnugetu þegar hann lenti í umferðarslysinu. Matsmenn hafi metið afleiðingar vinnuslyssins á heilsufar stefnanda til 30% varanlegrar örorku. Telja stefndu með vísan til þess að tekjur stefnanda eins og þær voru þremur árum fyrir slysið, að teknu tilliti til 30% skerðingar á viðmiðunartekjum vegna fyrra heilsufars hans, séu réttari mælikvarði á líklegar framtíðartekjur hans. Telja stefndu að verði fallist á túlkun stefnanda þá fái stefnandi tjón sitt vegna varanlegrar örorku tvíbætt, annars vegar úr hendi stefndu og hins vegar frá Reykjavíkurborg. Slík niðurstaða sé í andstöðu við sjónarmið skaðabótareglna um að gera tjónþola eins settan fjárhagslega og ef tjónið hefði ekki orðið, en ekki betur settan. 2015. Þá fyrst hafi legið fyrir upplýsingar sem þörf hafi verið á til að meta fjárhæð bóta í skilningi 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og beri því að miða upphafstíma dráttarvaxta í fyrsta lagi við 20. desember 2015, þegar mánuður var liðinn frá því að gögnin bárust stefnda. IV. Ágreiningsefni málsins lýtur að því hvaða árslaunaviðmið skuli leggja til grundvallar útreikningi skaðabóta vegna varanlegrar örorku sem stefnandi hlaut í umferðarslysi í febrúar árið 2012. Stefnandi telur að miða beri við árslaun hans óskert eins og þau voru þrjú síðustu almanaksárin fyrir þann dag er tjón varð, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993. Stefndu telja að lækka beri viðmiðunartekjur um 30%, vegna varanlegrar örorku sem stefnandi hlaut í kjölfar vinnuslyss sem hann varð fyrir í lok desember árið 2011, eða rúmum mánuði áður en hann varð fyrir umferðarslysinu, sbr. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993. Ágreiningur aðila snýst því um það hvort fyrra tjónsatvik, sem metið var til 30% varanlegrar örorku stefnanda, hafi haft slík áhrif á getu stefnanda til að afla launatekna í framtíðinni að skerða beri árslaun hans á viðmiðunartímabilinu um 30% vegna síðara slyssins. Fram er komið að stefnandi var kominn aftur til vinnu þegar hann lenti í síðara slysinu. Bar stefnandi, m.a. fyrir dóminum að hann hefði talið sig vinnufæran eftir fyrra slysið og að hann hefði sinnt öllum sínum vinnuskyldum þegar hann kom til baka úr veikindaleyfi. Vinnuhlutfall hans hafi með öðrum orðum ekki verið skert og það hafi heldur ekki staðið til í hans huga. Hann hafi ekki reiknaði með öðru en að hann yrði með tímanum hress eftir fyrra slysið. Eins og áður greinir styðst mat á varanlegri örorku stefnanda við matsgerð sem málsaðilar öfluðu sameiginlega. Á þeim tíma sem stefnandi lenti í umferðarslysinu lá ekki fyrir hvaða áhrif fyrra slysið hefði á tekjuöflunarmöguleika hans til framtíðar. Það lá þó ljóst fyrir að stefnandi hygðist halda áfram því starfi sem hann hafði gegnt um árabil og var kominn aftur til óskertrar vinnu þegar hann lenti í umferðarslysinu. Í ljósi þessa telur dómurinn ekki hægt að fullyrða og því sé ósannað að vinnuslys stefnanda í desember 2011 hafi skert atvinnutekjur hans til framtíðar um 30%. Að þessu virtu verður að telja að tekjur stefnanda síðustu þrjú ár fyrir slys gefi réttasta mynd af aflahæfi stefnanda á tjónsdegi. Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, skulu skaðabótakröfur bera dráttarvexti skv. 1. mgr. 6. gr. að liðnum mánuði frá þeim degi er kröfuhafi sannanlega lagði fram þær upplýsingar sem þörf var á til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta. Þann 20. nóvember 2015, sendi stefnandi stefndu upplýsingar um útreikning tryggingastærðfræðings á eingreiðsluverðmæti örorkulífeyris frá lífeyrissjóði, sem draga skyldi frá bótakröfunni. Með vísan til þess er kröfu stefnanda um upphafstíma dráttarvaxta hafnað. Samkvæmt framansögðu eru stefndu dæmdir til að greiða stefnanda óskipt 3.974.115 krónur með 4,5% vöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 af 3.974.115 krónum, frá 9. ágúst 2012 til 20. desember 2015, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá þeim degi til greiðsludags. Eftir atvikum þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af rekstri málsins, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Innanríkisráðuneytið veitti stefnanda gjafsóknarleyfi 22. nóvember 2016. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist því úr ríkissjóði, þ.m.t. þóknun lögmanns hans, 900.000 krónur. R-kvk-nf S-kvk-nf héraðsdómari kveður upp dóm þennan. DÓMSORÐ: Stefndu, Verði tryggingum hf. og A, ber að greiða stefnanda, B, óskipt 3.974.115 krónur með 4,5% vöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 af 3.974.115 krónum frá 9. ágúst 2012 til 20. desember 2015, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags.
ae54b440-9ab0-484b-8c73-536d443906bd
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_112_2018", "publish_timestamp": "2018-09-21T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 726 }, { "offset": 749, "length": 17 }, { "offset": 768, "length": 102 }, { "offset": 872, "length": 30 }, { "offset": 904, "length": 310 }, { "offset": 1216, "length": 341 }, { "offset": 1559, "length": 297 }, { "offset": 1858, "length": 780 }, { "offset": 2640, "length": 562 }, { "offset": 3204, "length": 504 }, { "offset": 3710, "length": 503 }, { "offset": 4215, "length": 321 }, { "offset": 4538, "length": 439 }, { "offset": 4979, "length": 10 }, { "offset": 4991, "length": 1031 }, { "offset": 6024, "length": 121 }, { "offset": 6147, "length": 248 }, { "offset": 6397, "length": 8 }, { "offset": 6407, "length": 84 }, { "offset": 6493, "length": 56 }, { "offset": 6551, "length": 192 }, { "offset": 6745, "length": 208 }, { "offset": 6955, "length": 374 }, { "offset": 7331, "length": 77 }, { "offset": 7410, "length": 3 }, { "offset": 7415, "length": 468 }, { "offset": 7885, "length": 338 }, { "offset": 8225, "length": 248 }, { "offset": 8475, "length": 312 }, { "offset": 8789, "length": 246 }, { "offset": 9037, "length": 206 }, { "offset": 9245, "length": 134 }, { "offset": 9381, "length": 429 }, { "offset": 9812, "length": 261 }, { "offset": 10075, "length": 523 }, { "offset": 10600, "length": 4 }, { "offset": 10606, "length": 350 }, { "offset": 10958, "length": 737 }, { "offset": 11697, "length": 41 }, { "offset": 11740, "length": 55 }, { "offset": 11797, "length": 27 }, { "offset": 11826, "length": 57 }, { "offset": 11885, "length": 34 }, { "offset": 11921, "length": 29 }, { "offset": 11952, "length": 331 }, { "offset": 12285, "length": 137 }, { "offset": 12424, "length": 217 }, { "offset": 12643, "length": 1951 }, { "offset": 14596, "length": 3 }, { "offset": 14601, "length": 613 }, { "offset": 15216, "length": 725 }, { "offset": 15943, "length": 714 }, { "offset": 16659, "length": 527 }, { "offset": 17188, "length": 343 }, { "offset": 17533, "length": 137 }, { "offset": 17672, "length": 175 }, { "offset": 17849, "length": 53 }, { "offset": 17904, "length": 8 }, { "offset": 17914, "length": 340 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 94 }, { "offset": 116, "length": 95 }, { "offset": 213, "length": 127 }, { "offset": 342, "length": 201 }, { "offset": 545, "length": 201 }, { "offset": 749, "length": 17 }, { "offset": 768, "length": 102 }, { "offset": 872, "length": 30 }, { "offset": 904, "length": 62 }, { "offset": 967, "length": 67 }, { "offset": 1036, "length": 10 }, { "offset": 1048, "length": 99 }, { "offset": 1149, "length": 64 }, { "offset": 1216, "length": 67 }, { "offset": 1284, "length": 200 }, { "offset": 1486, "length": 62 }, { "offset": 1550, "length": 6 }, { "offset": 1559, "length": 44 }, { "offset": 1604, "length": 153 }, { "offset": 1759, "length": 58 }, { "offset": 1819, "length": 36 }, { "offset": 1858, "length": 169 }, { "offset": 2028, "length": 147 }, { "offset": 2177, "length": 139 }, { "offset": 2318, "length": 319 }, { "offset": 2640, "length": 157 }, { "offset": 2798, "length": 101 }, { "offset": 2901, "length": 117 }, { "offset": 3020, "length": 181 }, { "offset": 3204, "length": 36 }, { "offset": 3241, "length": 82 }, { "offset": 3325, "length": 66 }, { "offset": 3393, "length": 68 }, { "offset": 3463, "length": 64 }, { "offset": 3529, "length": 111 }, { "offset": 3642, "length": 65 }, { "offset": 3710, "length": 91 }, { "offset": 3802, "length": 243 }, { "offset": 4047, "length": 42 }, { "offset": 4091, "length": 120 }, { "offset": 4213, "length": -1 }, { "offset": 4215, "length": 66 }, { "offset": 4282, "length": 253 }, { "offset": 4538, "length": 138 }, { "offset": 4677, "length": 108 }, { "offset": 4787, "length": 67 }, { "offset": 4856, "length": 120 }, { "offset": 4979, "length": 10 }, { "offset": 4991, "length": 134 }, { "offset": 5126, "length": 89 }, { "offset": 5217, "length": 106 }, { "offset": 5325, "length": 174 }, { "offset": 5501, "length": 341 }, { "offset": 5844, "length": 143 }, { "offset": 5989, "length": 32 }, { "offset": 6024, "length": 121 }, { "offset": 6147, "length": 59 }, { "offset": 6207, "length": 50 }, { "offset": 6259, "length": 135 }, { "offset": 6397, "length": 8 }, { "offset": 6407, "length": 84 }, { "offset": 6493, "length": 56 }, { "offset": 6551, "length": 51 }, { "offset": 6603, "length": 136 }, { "offset": 6741, "length": 1 }, { "offset": 6745, "length": 75 }, { "offset": 6821, "length": 131 }, { "offset": 6955, "length": 339 }, { "offset": 7295, "length": 33 }, { "offset": 7331, "length": 77 }, { "offset": 7410, "length": 3 }, { "offset": 7415, "length": 178 }, { "offset": 7594, "length": 119 }, { "offset": 7715, "length": 167 }, { "offset": 7885, "length": 96 }, { "offset": 7982, "length": 59 }, { "offset": 8043, "length": 179 }, { "offset": 8225, "length": 83 }, { "offset": 8309, "length": 163 }, { "offset": 8475, "length": 207 }, { "offset": 8683, "length": 49 }, { "offset": 8734, "length": 52 }, { "offset": 8789, "length": 137 }, { "offset": 8927, "length": 107 }, { "offset": 9037, "length": 206 }, { "offset": 9245, "length": 134 }, { "offset": 9381, "length": 160 }, { "offset": 9542, "length": 267 }, { "offset": 9812, "length": 261 }, { "offset": 10075, "length": 36 }, { "offset": 10112, "length": 89 }, { "offset": 10203, "length": 98 }, { "offset": 10303, "length": 106 }, { "offset": 10411, "length": 118 }, { "offset": 10531, "length": 66 }, { "offset": 10600, "length": 4 }, { "offset": 10606, "length": 2 }, { "offset": 10609, "length": 346 }, { "offset": 10958, "length": 140 }, { "offset": 11099, "length": 103 }, { "offset": 11204, "length": 62 }, { "offset": 11268, "length": 154 }, { "offset": 11424, "length": 106 }, { "offset": 11532, "length": 162 }, { "offset": 11697, "length": 41 }, { "offset": 11740, "length": 55 }, { "offset": 11797, "length": 27 }, { "offset": 11826, "length": 57 }, { "offset": 11885, "length": 34 }, { "offset": 11921, "length": 29 }, { "offset": 11952, "length": 331 }, { "offset": 12285, "length": 2 }, { "offset": 12288, "length": 133 }, { "offset": 12424, "length": 217 }, { "offset": 12643, "length": 143 }, { "offset": 12787, "length": 122 }, { "offset": 12911, "length": 232 }, { "offset": 13145, "length": 224 }, { "offset": 13371, "length": 262 }, { "offset": 13635, "length": 94 }, { "offset": 13731, "length": 234 }, { "offset": 13967, "length": 174 }, { "offset": 14143, "length": 156 }, { "offset": 14301, "length": 4 }, { "offset": 14307, "length": 286 }, { "offset": 14596, "length": 3 }, { "offset": 14601, "length": 189 }, { "offset": 14791, "length": 161 }, { "offset": 14954, "length": 259 }, { "offset": 15216, "length": 266 }, { "offset": 15483, "length": 87 }, { "offset": 15572, "length": 176 }, { "offset": 15750, "length": 103 }, { "offset": 15855, "length": 85 }, { "offset": 15943, "length": 110 }, { "offset": 16054, "length": 137 }, { "offset": 16193, "length": 171 }, { "offset": 16366, "length": 158 }, { "offset": 16526, "length": 130 }, { "offset": 16659, "length": 265 }, { "offset": 16925, "length": 186 }, { "offset": 17113, "length": 72 }, { "offset": 17188, "length": 343 }, { "offset": 17533, "length": 137 }, { "offset": 17672, "length": 72 }, { "offset": 17745, "length": 101 }, { "offset": 17849, "length": 53 }, { "offset": 17904, "length": 8 }, { "offset": 17914, "length": 340 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=1a662171-b303-4e5b-bbbe-9acfa6d2c63c&verdictid=77276fd8-a5e5-447c-9a1d-25cff418d9da" }
113/2018 Útdráttur Með vísan til forsendna héraðsdóms var staðfest niðurstaða hans um forsjá barna aðila og meðlag áfrýjanda. Með hliðsjón af niðurstöðu sérfræðilegrar matsgerðar, sem aflað var undir rekstri málsins fyrir Landsrétti, var ekki talið að umgengni barna aðila við áfrýjanda þyrfti að vera undir eftirliti. Með dómi Landsréttar var því kveðið á um umgengni barna aðila án sérstaks eftirlits. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir I-kvk-nf E-kvk-nf og J-kk-nf F-kk-nf og Þ-kk-nf M-kk-nf sálfræðingur. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Máli þessu var skotið til Landsréttar 23. janúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 20. desember 2017 í málinu nr. E[...]/2017. 2 Áfrýjandi krefst þess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá leið að forsjá barna aðila, C og D, verði sameiginleg og þau eigi lögheimili hjá stefndu. Þá krefst áfrýjandi „umgengni við börnin aðra hverja helgi frá fimmtudegi eftir skóla til mánudagsmorguns“. Jafnframt krefst áfrýjandi þess að „umgengni í sumarleyfi verði fjórar vikur og umgengni um hátíðar verði skipt milli aðila“. Loks krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Þá krefst hún málskostnaðar fyrir Landsrétti eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Málsatvik eru ítarlega rakin í héraðsdómi. aðila aðra hverja helgi auk ákveðinnar tilhögunar umgengni í sumarleyfi og um hátíðir. Börn aðila eiga lögheimili hjá stefndu. 6 Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi var G sálfræðingur dómkvaddur til að vinna matsgerð í málinu um forsjárhæfni aðila. Skilaði hann matsgerð sinni 28. október 2017. Þar sagði meðal annars að miklar breytingar hefðu orðið á aðstæðum áfrýjanda frá samvistarslitum við stefndu árið 2016, en hann byggi nú [...] ásamt núverandi sambýliskonu sinni og [...]. [...]. Bæði áfrýjandi og núverandi sambýliskona hans hafi glímt við langvarandi óstöðugleika í tilfinningalífi, [...]. Í viðtali matsmannsins við núverandi sambýliskonu áfrýjanda kom fram að hún hefði aldrei hitt börn hans. Jafnframt sagði í matsgerðinni að áfrýjandi byggi nú við framandi aðstæður í huga barnanna, [...]. Forsendur áfrýjanda til að skapa börnum sínum vernd og öryggi við þessar aðstæður virtust því engan veginn þjóna hagsmunum þeirra. Í niðurstöðu matsgerðarinnar kom fram að þegar tekið væri mið af hagsmunum barnanna bæri nauðsyn til að stöðugleiki ríkti í lífi þeirra og yrði hann best tryggður með því að lögheimili og forsjá barnanna yrði í höndum stefndu, sem hefði að mati matsmanns mun sterkari stöðu hvað forsjárhæfni varðaði. Jafnframt sagði í matsgerð hans að með tilliti til umgengni og tengsla barna við áfrýjanda væri áríðandi að þeim yrði viðhaldið með reglulegri umgengni þegar börnin hefðu náð tilfinningalegum stöðugleika. 7 Að beiðni áfrýjanda var F sálfræðingur dómkvödd til að vinna viðbótarmat, þar sem kannaður yrði aðbúnaður barnanna, hagir þeirra og líðan í umgengni við áfrýjanda. Jafnframt var henni falið að leggja mat á hvort nauðsyn bæri til að umgengni yrði undir eftirliti. Fylgdist matsmaður með umgengni annars vegar 4. júní 2018 og hins vegar 11. sama mánaðar á heimili móður áfrýjanda, en umgengni stóð yfir í 90 mínútur í hvort sinn. Í niðurstöðu matsgerðarinnar 16. júlí 2018 sagði að áfrýjandi hefði verið rólegur og sinnt börnunum á afslappaðan hátt. Börnin hafi verið nokkuð óörugg við upphaf umgengni sem átt hafi sér stað eftir langt hlé. Áberandi munur hafi verið á fyrri og seinni umgengni þar sem drengurinn, C, hafi slakað mun betur á og telpan, D, hafi nálgast áfrýjanda ákveðnar. Bæði börnin hafi sótt mikið í föður sinn allan þann tíma sem umgengni stóð yfir, þau hafi bæði viljað tala við hann og sótt í nálægð og nánd við hann. Var það niðurstaða matsmans að ekkert hafi komið fram sem hafi krafist afskipta af samskiptum áfrýjanda og barnanna og benti til þess að umgengni þeirra þyrfti að vera undir eftirliti. Staðfesti matsmaður matsgerð sína fyrir Landsrétti. Niðurstaða 8 Í ljósi niðurstöðu hinnar fyrri matsgerðar 28. október 2017 um að hagur barna aðila yrði best tryggður með því að forsjá þeirra yrði í höndum stefndu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um það atriði sem og um greiðslu áfrýjanda á meðlagi. nr. 76/2003 á barn rétt á að umgangast með reglubundnum hætti það foreldra sinna sem það býr ekki hjá enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. 10 Í ljósi þeirrar niðurstöðu matsgerðarinnar 28. október 2017 að mikilvægt sé að umgengni barnanna við áfrýjanda verði viðhaldið reglulega, þegar börnin hafa náð tilfinningalegum stöðugleika, og að virtri ályktun F sálfræðings samkvæmt matsgerð 16. júlí 2018, um að ekkert benti til þess að umgengni áfrýjanda við börnin þyrfti að vera undir eftirliti, verður ekki séð að hagsmunum þeirra sé stefnt í hættu með því að umgengni verði án sérstaks eftirlits. Með tilliti til þarfa og hagsmuna barnanna, sem ekki hafa hitt núverandi sambýliskonu áfrýjanda og með hliðsjón af niðurstöðu matsgerðar 28. október 2017, að áfrýjandi búi nú við framandi aðstæður í huga barnanna, verður ekki talið að umgengni á hinu nýja heimili áfrýjanda, í umhverfi sem börnin þekkja ekki, þjóni hagsmunum þeirra að svo stöddu, heldur beri að ákveða umgengni barnanna við áfrýjanda eins og verið hefur í sveitarfélagi þar sem börnin eiga lögheimili. Verður umgengni þeirra við áfrýjanda ákveðin tvisvar í mánuði, sólarhring í senn frá hádegi á laugardegi til hádegis á sunnudegi. 11 Umgengni barnanna við áfrýjanda hefur verið stopul undanfarin ár. Í því ljósi er farsælast fyrir börnin að ekki verði of geyst farið í byrjun reglulegrar umgengni og því ekki forsendur að svo komnu til að kveða á um umgengni í sumarleyfum og um hátíðir. 12 Málskostnaðarákvæði hins áfrýjaða dóms skal vera óraskað, sem og ákvæði hans um gjafsóknarkostnað. 13 Rétt er að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu fyrir Landsrétti en um gjafsóknarkostnað stefndu fer eins og í dómsorði greinir. Dómsorð Héraðsdómur skal vera óraskaður um forsjá barna aðila, þeirra C og D, og um greiðslu áfrýjanda, A, á meðlagi með börnunum. Börnin skulu hafa umgengni við áfrýjanda tvisvar í mánuði, sólarhring í senn frá hádegi á laugardegi til hádegis á sunnudegi, án eftirlits í sveitarfélagi þar sem börnin eiga lögheimili. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað eru staðfest. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefndu, B, fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði þar með talin þóknun lögmanns hennar, Ó-kk-ef A-kk-ef S-kk-ef lögmanns, 800.000 krónur. 2017, af A, […], […], áður til heimils að […], […], á hendur B, […],[…]. Kröfur aðila Endanleg kröfugerð stefnanda í málinu er að stefnandi og stefnda fari áfram sameiginlega með forsjá barnanna C, kt. […] og D, kt. […] og að börnin eigi áfram lögheimili hjá stefndu. Þá krefst stefnandi þess að með dómi verði kveðið á um inntak umgengnisréttar barnanna við stefnanda. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu að skaðlausu að mati réttarins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi að viðbættum virðisaukaskatti, eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál. Af hálfu stefndu er þess krafist að henni verði með dómi falin forsjá barna aðila, C, kt. […], og D, kt. […]. Til vara gerir stefnda þá kröfu að forsjá aðila verði áfram sameiginleg og að börnin verði áfram með lögheimili hjá stefndu. Þá krefst stefnda þess að stefnandi verði dæmdur til að greiða einfalt meðlag með börnunum báðum eins og það ákvarðist af Tryggingastofnun ríkisins hverju sinni, frá dómsuppsögu til fullnaðs 18 ára aldurs hvors um sig. Þá krefst stefnda þess að dómurinn ákveði inntak umgengni þess foreldris sem ekki fái forsjá eða lögheimili. Þá sé þess krafist að umgengni stefnanda við börnin fari tímabundið fram undir eftirliti en verði síðar endurskoðuð og mögulega rýmkuð. Þá sé gerð krafa um málskostnað úr hendi stefnanda að viðbættum virðisaukaskatti eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál. Atvik máls Aðilar máls þessa munu hafa hafið sambúð á árinu 2007. Þau eignuðust soninn C, […] og dótturina D, […]. Fyrir átti stefnandi synina E og F og eru þeir báðir búsettir hjá móður sinni í […]. Aðilar munu hafa búið í nokkra mánuði hjá móður stefnanda að […] í […] áður en þau festu kaup á íbúð í […] í […] á árinu 2007. Þann 29. október 2012 staðfestu aðilar samkomulag hjá sýslumanninun í Reykjavík um að þau færu áfram með sameiginlega forsjá barnanna, eftir að skráðri sambúð þeirra hefði lokið, 1. október 2012, að börnin skyldu eiga lögheimili hjá móður og faðir greiða með þeim einfalt meðlag frá 1. nóvember 2012 til 18 ára aldurs þeirra. Mun stefnda í framhaldi sambúðarslitanna hafa flutt með börnin til foreldra sinna, sem bjuggu í […]. Sumarið 2013 tóku aðilar aftur upp sambúð og settust að í […] í […], þar sem þau bjuggu til sumarsins 2015, er þau fluttu að […] í […] en þar bjuggu þau í óskráðri sambúð til 10. mars 2016. Þá flutti stefnda, vegna meints ofbeldis af hálfu stefnanda, út af heimilinu með börnin og fór í Kvennaathvarfið í Reykjavík. Þann 16. mars 2016 ákvað lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, vegna meintra hótana stefnanda í garð stefndu, að heimila henni að fá svonefndan neyðarhnapp frá Securitas. Stefnda gaf skýrslu hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, 21. mars 2016, þar sem hún kærði stefnanda fyrir ítrekuð ofbeldis og kynferðisbrot allt aftur til ársins 2007 eða 2008. Þá sakaði hún stefnanda um að hafa beitt börn þeirra ofbeldi. Þann 11. maí 2016 ákvað lögreglustjóri að stefnandi skyldi sæta nálgunarbanni í sex mánuði gagnvart stefndu. Var sú ákvörðun staðfest með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, 18. maí 2016, og dómi Hæstaréttar, 23. maí 2016. Hinn 27. maí 2016 fór stefnda fram á ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu varðandi umgengi stefnanda við börn þeirra. Með úrskurði sýslumanns uppkveðnum, 17. október 2016, var ákveðið að regluleg umgengni stefnanda við börnin skyldi vera einu sinni í viku, undir eftirliti sérfræðings í málefnum barna, í tvær klukkustundir í senn, í 46 skipti. Nánari útfærsla á fjölda skipta, stað og tímasetningum skyldi fara eftir ákvörðun sérfræðings sem sinnti eftirliti með umgengninni. Átti umgengnin sér stað alls sex sinnum á árinu 2016 þ.e. 22. nóvember, 29. nóvember, 6. desember, 13. desember, 20. desember og 30. desember. Þann 8. september 2016 gaf sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu út vottorð vegna árangurslausra sáttatilrauna vegna ágreinings stefnanda og stefndu um forsjá barnanna, lögheimili og umgengni. Var þeim ágreiningi vísað frá sýslumanni s.d. Með aðfararbeiðni, sem barst Héraðsdómi Reykjavíkur, 1. febrúar 2017, fór stefnda þess á leit að nánar tilteknir 207 lausafjármunir, sem hún ætti í vörslum stefnanda, yrðu teknir úr hans vörslum með beinni aðfarargerð. Var fallist á beiðnina með úrskurði, 22. mars 2017. Hinn 28. apríl 2017 vísaði sérfræðings í málefnum barna, í fjórar klukkustundir í senn. Nánari útfærsla á stað og tímasetningu skyldi fara eftir ákvörðun sérfræðingsins, sem sinnti eftirliti með umgengninni. Umgengni á grundvelli úrskurðarins mun hafa farið fram einu sinni þ.e. 20. október. 2017. Með bréfum, dags. 21. júní og 1. september 2017, tilkynnti lögreglustjórinn á suðurnesjum stefnanda að rannsóknir á meintum brotum hans á hendur stefndu hefðu verið felldar niður með vísan annars vegar til 4. mgr. 52. gr og hins vegar 145. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Undir rekstri málsins var G sálfræðingur dómkvaddur til að meta m.a. forsjárhæfi aðila. Skilaði hann matsgerð, 28. október 2017. Í máli þessu deila aðilar um forsjá barna sinna þeirra C og D og umgengi með börnunum. Málsástæður stefnanda og tilvísun til réttarheimilda Stefnandi hefur í stefnu, til stuðnings kröfugerð sinni í málinu, vísað til barnalaga nr. 76/2003, einkum 28. og 34. gr. sem og V. kafla laganna. Málið sé höfðað á heimilisvarnarþingi barnanna, sbr. 1. mgr. 37. gr. laga nr. 76/2003. Krafa um málskostnað byggi á XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 130. gr. Krafa um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun byggi á lögum nr. 60/1988, þar sem lögmönnum sé gert að innheimta virðisaukaskatt vegna þjónustu sinnar. Stefnandi máls þessa sé ekki virðisaukaskattsskyldur og sé honum því nauðsyn að fá skattinn tildæmdan úr hendi stefndu. Málsástæður stefndu og tilvísun til réttarheimilda Stefnda byggir á því að forsendur sameiginlegrar forsjár séu brostnar milli aðila og því nauðsynlegt að dómurinn feli öðru foreldrinu að fara með forsjá barnanna. Forsendur sameiginlegrar forsjár séu þær að foreldrar geti í samvinnu alið önn fyrir börnunum, en ofbeldi stefnanda í garð stefndu, léleg samskiptahæfni hans, veikindi og aðrir persónulegir þættir í fari hans komi í veg fyrir að þau geti saman staðið að ákvarðanatöku er varði börnin. Framkoma stefnanda gagnvart stefndu hafi verið svo yfirdrifin og alvarleg að hann hafi m.a. verið látinn sæta nálgunarbanni og stefndu gert að ganga með neyðarhnapp. Augljóst sé að áframhaldandi sameiginleg forsjá brjóti gróflega gegn hagsmunum barnanna. Krafa stefndu um óskipta forsjá byggi á því að það sé börnunum fyrir bestu að hún fari með forsjá þeirra. Börnin hafi notið umönnunar stefndu óslitið frá fæðingu og séu bæði vön henni og háð, auk þess að vera tengdari henni en öðrum. Þau búi við mikla festu og öryggi á heimili stefndu og þar séu þau örugg og þeim líði vel. Stefnda hafi í reynd farið með fulla forsjá barnanna frá upphafi auk þess að taka ein flestar ákvarðanir er börnin varði, stór sem smá. Hún hafi besta innsýn í þarfir þeirra og hjá henni líði þeim augljóslega best. Þessu til stuðnings megi nefna að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi óskað eftir upplýsingum frá Þjónustumiðstöð [...] um systkinin þann 9. júní 2016. Í svari þjónustumiðstöðvarinnar hafi komið fram að stefnda byggi með tvö ung börn sín í Kvennaathvarfinu og að þau sæktu hvorki skóla né leikskóla. Þrátt fyrir það hefðu þau engar áhyggjur af líðan, velferð né uppeldisaðstæðum barnanna í þáverandi aðstæðum. Hvað fyrri líðan barnanna varði hafi á sínum tíma komið fram hjá leikskólanum […] að drengurinn mætti seint á leikskólann og kæmi þá inn í miðja dagskrá, sem reyndist honum erfitt. Á þeim tíma hafi stefnandi aðallega komið með börnin í leikskólann. Þá hafði starfsfólk leikskólans haft áhyggjur af hegðun drengsins, reiði hans, hvatvísi, skapsveiflum og hversu stjórnsamur hann væri. Lagt hafi verið til að hann færi til barnasálfræðings. Í umsögn […] komi fram að allur aðbúnaður og umhirða drengsins sé til fyrirmyndar. Stefnda sé í miklu og reglulegu sambandi við skólann og öll samskipti við hana hafi verið jákvæð og hún sýnt skilning á skólaumhverfinu og þeim kröfum sem til drengsins séu gerðar. Þá staðfesti H umsjónakennari hans að hún hafi séð merkjanlegar breytingar á hegðun drengsins á meðan umgengni við föður undir eftirliti hafi staðið. Barnið hafi farið að eiga erfitt með einbeitingu, byrjað hafi að bera á [...], sem kennari hafi ekki séð áður, og ofbeldisfullri hegðun og blóti. Þá segi hún að eftir áramót halda börnunum utan við deilur sínar við bæði stefndu og fyrri barnsmóður sína. Stefnda sé auk þess líklegri til þess að viðhalda samskiptum barnanna við systkini sín og fjölskyldu stefnanda megin. Stefnandi hafi átt í slæmum samskiptum við stærstan hluta náfjölskyldu stefndu og samband hans við [...] og [...] verið stopult, óreglulegt og mjög erfitt. Af öllu framangreindu sögðu sé ljóst að hagsmunum barnanna sé best borgið hjá stefndu. Stefnda geri kröfu um að ákveðið verði með dómi hvernig umgengni barnanna verði við það foreldri sem ekki fari með forsjá, og vilji stefnda að börnin njóti reglulegrar umgengni við stefnanda, eins og þarfir þeirra og vilji standi til hverju sinni þannig að hagsmunum þeirra sé sannarlega best borgið. Krafa stefnanda um meðlag byggist á framfærsluskyldu beggja foreldra við börnin og sé fjárhæð kröfunnar miðuð við tekjur stefnda sem stefnandi telji fullnægjandi til greiðslu einfalds meðlags. Krafa stefndu um forsjá barnanna, lögheimili og umgengni sé byggð á barnalögum nr. 76/2003, einkum 34. gr., sbr. 28. gr. og 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013. Þá sé byggt á barnalögum í heild svo og meginreglum þeirra og undirstöðurökum. Stefnda byggi kröfur sínar um meðlag úr hendi stefnanda á 4. mgr. 34. gr. barnalaga sem og ákvæðum laganna um framfærsluskyldu foreldris, skv. 53. gr., sbr. 6. mgr. 57. gr. laganna. Krafa um málskostnað sé byggð á 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 og um virðisaukaskatt vísist til laga nr. 50/1988. Forsendur og niðurstaða Í máli þessu deila aðilar um forsjá barna sinna þeirra C, sem fæddur er […] og D, sem fædd er […]. Þá deila aðilar um umgengni við börnin. Aðilar hafa haft sameiginlega forsjá yfir börnunum frá frá fæðingu þeirra. Hafa börnin haft lögheimili hjá stefnda en umgengni við stefnanda, eftir sambúðarslit á árinu 2013. Þá hefur stefnandi greitt meðalmeðlag með þeim frá sambúðarslitunum. Við ágreining um forsjá barns skal dómari kveða á um hjá hvoru foreldra forsjá barns verði, eftir því sem barni er fyrir bestu, sbr. 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003. Í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til laganna er að finna leiðbeiningar um mat á því hvað barni sé fyrir bestu. Samkvæmt þeim ber einkum að líta til tengsla barns við hvort foreldri fyrir sig, atriða er varða daglega umönnun og umsjá, persónulegra eiginleika foreldra, aðstæðna hvors foreldris um sig og barnsins, óska barnsins, kyns og aldurs barns, sjónarmiða er lúta að tengslum barnsins við systkini, húsnæðismál, liðsinni vandamanna, breytinga á umhverfi og hvað séð verði um líkindi þess að það foreldri sem fái forsjá sé líklegt til að virða rétt barnsins til umgengni við hitt foreldrið. Undir rekstri málsins var G sálfræðingur, að beiðni stefnanda, dómkvaddur til að leggja mat á persónulega eiginleika og hagi aðila og barnanna, tengsl aðila við börnin, umgengni stefnanda við börnin og önnur þau atriði sem upp eru talin í athugasemdum með 34. gr. í frumvarpi til barnalaga og að framan eru rakin. Þá var þess óskað að við skoðun og mat á framangreindum atriðum yrðu eftir atvikum lögð fyrir aðila og börnin hefðbundin sálfræðileg próf. Hinn dómkvaddi matsmaður skilaði ítarlegri matsgerð, 28. október 2017. Í henni kemur fram sú skoðun matsmannsins að stefnda virðist hafa gott innsæi gagnvart þörfum barna sinna og færni, getu og vilja til að sýna þeim ást og umhyggju. Hún hafi fengið jákvæðar umsagnir bæði frá leikskóla og skóla barnanna fyrir að vera umhyggjusamt foreldri, jákvæð í samvinnu og tilbúin til að taka leiðsögn. Þá sé hún fær um að tjá nútímaleg viðhorf til uppeldis og sé áhugasöm um að afla sér frekari þekkingar til að styrkja sig í foreldrahlutverkinu. Fylgst hafi verið með umgengni á heimili stefndu og barnanna. Börnin sem og stefnda hafi verið yfirveguð og róleg og sýnlegt að tengslin séu trygg og byggð á ást og umhyggju. Stefnda virðist í dag hafa náð að búa börnum sínum öruggar uppeldisaðstæður þar sem vernd og öryggi séu til staðar. Hún hafi yfir að ráða rúmgóðu og öruggu húsnæði í barnvænu hverfi. Þá hafi hún fengið góða umsögn frá kennurum barnanna hvað varði viðeigandi aðbúnað klæðnað og þrif. Stefnda virðist hafa gott innsæi gagnvart þörfum barna sinna í dag og geri sér vel grein fyrir mismunandi þörfum þeirra sem ólíkra einstaklinga á mismunandi þroskastigum. Hún sé virk með börnunum, leiki við þau og fari með þau í sund agslega virkni og örvun barnanna. Ekki verði annað séð en stefnda leggi sig í dag fram við að vera börnunum góð fyrirmynd og hafi allar forsendur til að vera það áfram. Góður stöðugleiki hafi náðst í lífi stefndu og séu góðar forsendur til staðar til að byggja áfram upp góðan stöðugleika. Matsmanni hafi ekki gefist tækifæri til að fylgjast með umgengni stefnanda við börnin, þar sem umgengnin hafi verið takmörkuð allt yfirstandandi ár. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, þar sem fylgst hafi verið með umgengi af eftirlitsaðila komi hins vegar fram að faðir hafi átt jákvæð samskipti og tengsl við börnin og að þau séu hænd að honum. Það liggi hins vegar fyrir og komi fram hjá ólíkum aðilum, m.a. frá fagaðilum í Barnahúsi að börnin hafi verið hrædd og óörugg í kringum föður sinn. Sambærilegar upplýsingar hafi komið fram frá kennurum beggja barnanna, sem vitni um óöryggi barnanna gagnvart föður. Matsmaður sé ekki í nokkrum vafa um að faðir beri ástríkar og hlýjar tilfinningar til barna sinna og sé vafalítið tilfinningalega tengdur þeim. Í ljósi geðrænna einkenna, sem faðir hafi glímt við, einkenna sem lýsi sér m.a. með skertu streitu og álagsþoli, tilfinninganæmni og skertri tilfinningastjórn, þá hafi hann á álagstímum verið líklegur til að missa stjórn á skapi sínu og þar með haft neikvæð áhrif á samskipti við börnin. Stefnandi hafi ákveðnar skoðanir á aga og uppeldi og virðist hafa lagt sig fram um að skapa trygga ramma, sem virðist þó á köflum hafa verið of stífir og ósveigjanlegir. Hann geti tjáð sig af innsæi um viðurkenndar uppeldisaðferðir, þar sem áhersla sé lögð á umbun fyrir jákvæða og æskilega hegðun. Málsgögn bendi hins vegar til þess að eftirfylgni þessa hafa farið úr böndunum í framkvæmd og hafi skapað meira óöryggi hjá börnunum en öryggi. Með tilliti til verndar og öryggis barnanna, félags og tilfinningalegra þarfa þeirra verði ekki séð að faðir geti við núverandi aðstæður boðið börnum sínum upp á þann stöðugleika og aðhald, sem þau þurfi á að halda. Hann búi nú við mjög framandi aðstæður í huga barnanna en hann sé fluttur í annan landshluta með nýrri konu og þremur börnum hennar. Forsendur föður til að skapa börnum sínum vernd og öryggi við þessar aðstæður virðist því engan veginn þjóna hagsmunum þeirra. Hins vegar sé ekkert sem bendi til annars en að faðir sé fær um geta sinnt líkamlegri umönnun og atlæti barnanna með viðunandi heilsuvernd, matarræði og þrifum. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum frá skóla og meðferðaraðilum C þá sé hann viðkvæmur drengur, sem haft hafi þörf fyrir aðhald og stuðning og teljist enn í náms, félags og tilfinningalegri meðferðarþörf. Samkvæmt forsögu hafi stefnandi vafalítið reynt að gera sitt besta hvað hvatningu og örvun varði en fyrir liggi að hann hafi með afdrifaríkum hætti misst stjórn á sér og beitt drenginn líkamlegu ofbeldi með því að sparka í hann. Hafi það verið staðfest í Barnahúsi. Með tilliti til veikleika föður, skerts álags og streituþols, skap og persónuleikabresta sem og veikleika drengsins, sem teljist í áframhaldandi meðferðarþörf séu auknar líkur á að til slíkra átaka geti aftur komið. Teljist slíkt ekki til örvandi eða hvetjandi uppeldisskilyrða. Í viðtölum við stefnanda hafi komið fram að hann hafi mikinn metnað fyrir börn sín og hafi á tímum, þegar vel hafi gengið, verið bæði styðjandi og hvetjandi fyrir þau. Hins vegar liggi fyrir að stefnanda hafi gengið erfiðlega að vera börnum sínum góð fyrirmynd þar sem hann með endurteknum hætti hafi sýnt af sér ábyrgðarlausa og ógnandi hegðun, sem skapað hafi óöryggi hjá börnunum. Í niðurstöðu matsgerðarinnar segir m.a.: „Mál foreldra hefur verið til vinnslu hjá matsmanni í þrjá mánuði. Fyrirliggjandi er mikið magn málsgagna sem endurspeglar illvíga deilu foreldra. Þar kemur m.a. fram að foreldrar hafi átt í stormasömu sambandi á tíu ára tímabili, [...] og sakar móðir föður um gróft ofbeldi gagnvart sér sérstaklega og harðræði gagnvart börnunum sem sönnur hafa verið færðar á, m.a. í Barnahúsi. Móðir var sex mánuði í Kvennaathvarfinu eftir skilnað og lagði á því tímabili fram kærur á hendur föður aftur í tímann sem Héraðssaksóknari vísaði að hluta til frá vegna ónægjanlegra sönnunargagna. Faðir hefur alfarið vísað ásökunum um ofbeldi á bug og sakar móður um andlegt ofbeldi á sambúðartíma. Þá hefur hann hugleitt málsókn á hendur móður fyrir rangar sakargiftir. Mikið hefur gengið á í samskiptum foreldra eftir skilnað sem tíundað hefur verið í matsgerð en faðir hefur haft takmarkaða umgengni við börnin frá því þau slitu sambúð. Hann fer nú fram á forræði yfir börnunum. Það liggur fyrir að miklar breytingar hafa orðið á aðstæðum föður frá skilnaði sem lýst hefur verið en hann býr nú [...] ásamt núverandi sambýliskonu sinni og [...] og [...]. Þá liggur fyrir tilliti til hagsmuna barnanna í þessu samhengi er eindregið mælst til þess að áframhaldandi stöðugleika verði viðhaldið í lífi barnanna og að lögheimili og forsjá barnanna verði í höndum móður sem að mati matsmanns telst hafa mun sterkari stöðu hvað forsjárhæfni varðar. Með tilliti til umgengi og tengsla barna við föður er áríðandi að þeim sé viðhaldið en verði áfram undir eftirliti.“ Samkvæmt endanlegri kröfugerð stefnanda í máli þessu krefst hann þess að ákveðið verði að aðilar fari áfram með sameiginlega forsjá barna sinna þeirra C og D. Af hálfu stefndu er þess hins vegar krafist að henni verði einni dæmd forsjá barnanna. Ljóst er að veigamikil rök geta mælt með því að forsjá barna sé eftir sambúðarslit eða skilnað foreldra sameiginleg enda getur slíkt fyrirkomulag forsjár í reynd stuðlað að sameiginlegri ábyrgð foreldra á uppeldi barna og umönnum. Það er hins vegar jafnljóst að gott samstarf foreldra er alla jafna forsenda þess að vel takist til með sameiginlega forsjá foreldra, sem búa ekki saman, og að farsæl sameiginleg forsjá byggist, ef vel á að vera, á stöðugu samstarfi foreldra, sveigjanleika og gagnkvæmri virðingu og tillitssemi enda verða foreldrar að vera vera í stakk búnir til að hafa jákvæð og uppbyggileg samskipti til að takast á við aðstæður og breytilegar þarfir barns hverju sinni. Líkt og gögn málsins, þ.m.t. fyrirliggjandi matsgerð, bera glöggt með sér og undirstrikað var í skýrslum aðila við aðalmeðferð málsins var sambúð aðila lengst af afar stormasöm. Þá hafa samskipti þeirra eftir sambúðarslit einkennst af miklum átökum og ósamkomulagi. Nægir í þeim efnum að vísa til dvalar stefndu í Kvennaathvarfinu í framhaldi af sambúðarslitum hennar og stefnanda um sex mánaða skeið á árinu 2016, atviks sem varð í [...], 27. mars 2016, þegar stefnandi tók börnin úr vörslum stefndu með valdi, nálgunarbanns, sem stefnanda var gert að hlýta með dómi Hæstaréttar, 23. maí 2016, og lögreglukæru stefndu, 21. mars 2016. Það er mat dómsins að það þjóni engan veginn hagsmunum barnanna, með hliðsjón af samskiptasögu stefnanda og stefndu, að þau fari sameiginlega með forsjá þeirra enda megi telja að sameiginleg forsjá m.v. núverandi aðstæður sé líkleg til að skaða börnin og draga úr möguleikum þeirra á að alast upp við þroskavænleg skilyrði. Það er jafnframt mat dómsins að stefnda sé, að teknu tilliti til styrkleika hennar og aðstæðna, sem lýst er ítarlega í framangreindri matsgerð og tengsla barnanna við hana og hennar við þau, hæfari til að fara með forsjá barnanna. Aðilar eru sammála um að lögheimili barnanna skuli áfram vera hjá stefndu. Er það börnunum fyrir bestu að mati dómsins. Eins og áður hefur verið rakið var umgengni stefnanda við börnin á árinu 2016 undir eftirliti, sbr. úrskurð sýslumannsins í Reykjavík, 17. október 2016. Samkvæmt fyrirliggjandi skýrslum eftirlitsaðila gekk umgengnin vel. Á árinu 2017 hefur stefnandi einu sinni haft umgengi við börnin og þá einnig undir eftirliti, sbr. úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, 23. júní 2017. Í fyrirliggjandi gögnum kemur fram að faðir hafi til lengri tíma glímt við geðræna erfiðleika en hann var [...]. Fram kemur að sveiflukennd líðan föður hafi haft langvarandi og alvarleg áhrif á félagslega aðlögun og líðan og hefur hann nýlega fengið [...] vegna geðrænna erfiðleika. Í gögnum kemur fram að einkenni stefnanda hafi haft veruleg áhrif á [...] hans í gegnum tíðina. Eins og rakið hefur verið býr stefnandi nú ásamt sambýliskonu sinni og [...]. [...]. Eins og lýst er í fyrirliggjandi matsgerð hafa bæði stefnandi og sambýliskona hans glímt við langvarandi óstöðugleika í tilfinningalífi, [...]. Miklar breytingar hafa orðið á lífi föður síðustu misserin og lítil reynsla komin á núverandi aðstæður, aðstæður sem eru bæði álagsvaldandi og ýta undir óvissu. Við þessar aðstæður og að teknu tilliti til þess að verulegum erfiðleikum er bundið að umgengni stefnanda við jafn ung börn og hér um ræðir eigi sér stað [...], telur dómurinn rétt að mæla svo fyrir að stefnandi skuli eiga rétt á umgengni við börnin í fjórar klukkustundir í mánuði og að umgengni skuli fara fram í því sveitarfélagi, sem börnin barnanna C og D. Umgengi stefnanda með börnunum skal vera einu sinni í mánuði í fjórar klukkustundir í senn, í fyrsta sinn í janúar 2018. Um eftirlit með umgengninni skal fara samkvæmt úrskurði sýslumanns. Aðilar eru sammála um að lögheimili barnanna skuli áfram vera hjá stefndu. Með vísan til þess verður stefnandi dæmdur, að kröfu stefndu, til að greiða með þeim meðlag, eins og barnalífeyrir er á hverjum tíma, til 18 ára aldurs þeirra. Rétt þykir að málskostnaður milli aðila falli niður. Stefnandi hefur gjafsókn í máli þessu samkvæmt gjafsóknarleyfi, útg. 12. maí 2017. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda, þ.m.t. þóknun lögmanns hans, Þ-kvk-ef B-kvk-ef hæstaréttarlögmanns, 1.600.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Stefnda hefur gjafsókn í máli þessu samkvæmt gjafsóknarleyfi, útg. 21. mars 2017. Allur gjafsóknarkostnaður hennar, þ.m.t. þóknun lögmanns hennar, S-kvk-ef J-kvk-ef héraðsdómslögmanns, 2.000.000 króna, greiðist úr ríkissjóði og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dóm þennan kveða upp Þ-kk-nf S. G-kk-nf héraðsdómari og meðdómsmennirnir G-kvk-nf E-kvk-nf sálfræðingur og O-kk-nf E-kk-nf sálfræðingur. Dómsorð: Stefnda, B, skal hafa forsjá barnanna, C, kt. […], og D kt. […]. Stefnanda er heimil umgengni við börnin einu sinni í mánuði, í fyrsta sinn í janúar 2018, í fjórar klukkustundir í senn. Um eftirlit með umgengninni fer samkvæmt úrskurði sýslumanns. Stefnandi greiði meðlag með börnunum, eins og barnalífeyrir er ákveðinn á hverjum tíma, til 18 ára aldurs þeirra. Málskostnaður milli aðila fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda, þ.m.t. þóknun lögmanns hans, Þ-kvk-ef B-kvk-ef hæstaréttarlögmanns, 1.600.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Allur gjafsóknarkostnaður stefndu, þ.m.t. þóknun lögmanns hennar, S-kvk-ef J-kvk-ef héraðsdómslögmanns, 2.000.000 króna, greiðist úr ríkissjóði. Áfrýjun dóms þessa frestar ekki réttaráhrifum hans.
84da75a1-bea5-49ca-90ba-b35e19bd3b4f
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_113_2018", "publish_timestamp": "2018-10-12T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 384 }, { "offset": 407, "length": 17 }, { "offset": 426, "length": 106 }, { "offset": 534, "length": 30 }, { "offset": 566, "length": 139 }, { "offset": 707, "length": 460 }, { "offset": 1169, "length": 134 }, { "offset": 1305, "length": 27 }, { "offset": 1334, "length": 171 }, { "offset": 1507, "length": 1317 }, { "offset": 2826, "length": 1175 }, { "offset": 4003, "length": 10 }, { "offset": 4015, "length": 441 }, { "offset": 4458, "length": 1056 }, { "offset": 5516, "length": 256 }, { "offset": 5774, "length": 101 }, { "offset": 5877, "length": 133 }, { "offset": 6012, "length": 130 }, { "offset": 6144, "length": 186 }, { "offset": 6332, "length": 75 }, { "offset": 6409, "length": 44 }, { "offset": 6455, "length": 165 }, { "offset": 6622, "length": 72 }, { "offset": 6696, "length": 12 }, { "offset": 6710, "length": 486 }, { "offset": 7198, "length": 822 }, { "offset": 8022, "length": 10 }, { "offset": 8034, "length": 3128 }, { "offset": 11164, "length": 281 }, { "offset": 11447, "length": 128 }, { "offset": 11577, "length": 86 }, { "offset": 11665, "length": 652 }, { "offset": 12319, "length": 3664 }, { "offset": 15985, "length": 593 }, { "offset": 16580, "length": 23 }, { "offset": 16605, "length": 313 }, { "offset": 16920, "length": 68 }, { "offset": 16990, "length": 768 }, { "offset": 17760, "length": 452 }, { "offset": 18214, "length": 4812 }, { "offset": 23028, "length": 1541 }, { "offset": 24571, "length": 245 }, { "offset": 24818, "length": 688 }, { "offset": 25508, "length": 634 }, { "offset": 26144, "length": 323 }, { "offset": 26469, "length": 230 }, { "offset": 26701, "length": 119 }, { "offset": 26822, "length": 366 }, { "offset": 27190, "length": 378 }, { "offset": 27570, "length": 1175 }, { "offset": 28747, "length": 612 }, { "offset": 29361, "length": 136 }, { "offset": 29499, "length": 8 }, { "offset": 29509, "length": 745 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 106 }, { "offset": 128, "length": 191 }, { "offset": 321, "length": 83 }, { "offset": 407, "length": 17 }, { "offset": 426, "length": 106 }, { "offset": 534, "length": 30 }, { "offset": 566, "length": 56 }, { "offset": 623, "length": 68 }, { "offset": 693, "length": 11 }, { "offset": 707, "length": 165 }, { "offset": 873, "length": 106 }, { "offset": 981, "length": 124 }, { "offset": 1107, "length": 59 }, { "offset": 1169, "length": 50 }, { "offset": 1220, "length": 82 }, { "offset": 1305, "length": 27 }, { "offset": 1334, "length": 44 }, { "offset": 1379, "length": 85 }, { "offset": 1466, "length": 38 }, { "offset": 1507, "length": 123 }, { "offset": 1631, "length": 44 }, { "offset": 1677, "length": 192 }, { "offset": 1871, "length": -1 }, { "offset": 1872, "length": 110 }, { "offset": 1984, "length": 103 }, { "offset": 2089, "length": 97 }, { "offset": 2188, "length": 129 }, { "offset": 2319, "length": 299 }, { "offset": 2620, "length": 203 }, { "offset": 2826, "length": 165 }, { "offset": 2992, "length": 97 }, { "offset": 3091, "length": 163 }, { "offset": 3256, "length": 118 }, { "offset": 3376, "length": 89 }, { "offset": 3467, "length": 145 }, { "offset": 3614, "length": 149 }, { "offset": 3765, "length": 183 }, { "offset": 3950, "length": 50 }, { "offset": 4003, "length": 10 }, { "offset": 4015, "length": 297 }, { "offset": 4313, "length": 142 }, { "offset": 4458, "length": 456 }, { "offset": 4915, "length": 468 }, { "offset": 5385, "length": 128 }, { "offset": 5516, "length": 68 }, { "offset": 5585, "length": 186 }, { "offset": 5774, "length": 101 }, { "offset": 5877, "length": 133 }, { "offset": 6012, "length": 130 }, { "offset": 6144, "length": 186 }, { "offset": 6332, "length": 75 }, { "offset": 6409, "length": 44 }, { "offset": 6455, "length": 165 }, { "offset": 6622, "length": 72 }, { "offset": 6696, "length": 12 }, { "offset": 6710, "length": 181 }, { "offset": 6892, "length": 100 }, { "offset": 6994, "length": 201 }, { "offset": 7198, "length": 109 }, { "offset": 7308, "length": 123 }, { "offset": 7433, "length": 217 }, { "offset": 7652, "length": 107 }, { "offset": 7761, "length": 134 }, { "offset": 7897, "length": 122 }, { "offset": 8022, "length": 10 }, { "offset": 8034, "length": 54 }, { "offset": 8089, "length": 47 }, { "offset": 8138, "length": 83 }, { "offset": 8223, "length": 125 }, { "offset": 8350, "length": 324 }, { "offset": 8676, "length": 99 }, { "offset": 8777, "length": 188 }, { "offset": 8967, "length": 124 }, { "offset": 9093, "length": 170 }, { "offset": 9265, "length": 182 }, { "offset": 9449, "length": 60 }, { "offset": 9511, "length": 107 }, { "offset": 9620, "length": 109 }, { "offset": 9731, "length": 123 }, { "offset": 9856, "length": 225 }, { "offset": 10083, "length": 130 }, { "offset": 10215, "length": 141 }, { "offset": 10358, "length": 188 }, { "offset": 10548, "length": 44 }, { "offset": 10594, "length": 217 }, { "offset": 10813, "length": 50 }, { "offset": 10865, "length": 86 }, { "offset": 10953, "length": 118 }, { "offset": 11073, "length": 82 }, { "offset": 11157, "length": 4 }, { "offset": 11164, "length": 281 }, { "offset": 11447, "length": 87 }, { "offset": 11535, "length": 39 }, { "offset": 11577, "length": 86 }, { "offset": 11665, "length": 198 }, { "offset": 11864, "length": 85 }, { "offset": 11951, "length": 93 }, { "offset": 12046, "length": 150 }, { "offset": 12198, "length": 118 }, { "offset": 12319, "length": 213 }, { "offset": 12533, "length": 283 }, { "offset": 12818, "length": 164 }, { "offset": 12984, "length": 87 }, { "offset": 13073, "length": 104 }, { "offset": 13179, "length": 126 }, { "offset": 13307, "length": 89 }, { "offset": 13398, "length": 134 }, { "offset": 13534, "length": 77 }, { "offset": 13613, "length": 149 }, { "offset": 13764, "length": 146 }, { "offset": 13912, "length": 108 }, { "offset": 14022, "length": 179 }, { "offset": 14203, "length": 66 }, { "offset": 14271, "length": 133 }, { "offset": 14406, "length": 53 }, { "offset": 14461, "length": 81 }, { "offset": 14544, "length": 179 }, { "offset": 14725, "length": 148 }, { "offset": 14875, "length": 144 }, { "offset": 15021, "length": 106 }, { "offset": 15129, "length": 116 }, { "offset": 15247, "length": 154 }, { "offset": 15403, "length": 85 }, { "offset": 15490, "length": 299 }, { "offset": 15791, "length": 191 }, { "offset": 15985, "length": 202 }, { "offset": 16188, "length": 77 }, { "offset": 16267, "length": 180 }, { "offset": 16449, "length": 128 }, { "offset": 16580, "length": 23 }, { "offset": 16605, "length": 98 }, { "offset": 16704, "length": 38 }, { "offset": 16744, "length": 73 }, { "offset": 16819, "length": 98 }, { "offset": 16920, "length": 68 }, { "offset": 16990, "length": 171 }, { "offset": 17162, "length": 111 }, { "offset": 17275, "length": 482 }, { "offset": 17760, "length": 313 }, { "offset": 18074, "length": 137 }, { "offset": 18214, "length": 70 }, { "offset": 18285, "length": 162 }, { "offset": 18449, "length": 157 }, { "offset": 18608, "length": 143 }, { "offset": 18753, "length": 60 }, { "offset": 18815, "length": 111 }, { "offset": 18928, "length": 114 }, { "offset": 19044, "length": 65 }, { "offset": 19111, "length": 98 }, { "offset": 19211, "length": 169 }, { "offset": 19382, "length": 95 }, { "offset": 19479, "length": 133 }, { "offset": 19614, "length": 119 }, { "offset": 19735, "length": 147 }, { "offset": 19884, "length": 192 }, { "offset": 20078, "length": 147 }, { "offset": 20227, "length": 115 }, { "offset": 20344, "length": 142 }, { "offset": 20488, "length": 286 }, { "offset": 20776, "length": 168 }, { "offset": 20946, "length": 127 }, { "offset": 21075, "length": 142 }, { "offset": 21219, "length": 214 }, { "offset": 21435, "length": 131 }, { "offset": 21568, "length": 125 }, { "offset": 21695, "length": 159 }, { "offset": 21856, "length": 199 }, { "offset": 22057, "length": 227 }, { "offset": 22286, "length": 35 }, { "offset": 22323, "length": 214 }, { "offset": 22539, "length": 61 }, { "offset": 22602, "length": 166 }, { "offset": 22770, "length": 214 }, { "offset": 22986, "length": 39 }, { "offset": 23028, "length": 66 }, { "offset": 23095, "length": 78 }, { "offset": 23175, "length": 231 }, { "offset": 23408, "length": 196 }, { "offset": 23606, "length": 100 }, { "offset": 23708, "length": 70 }, { "offset": 23780, "length": 167 }, { "offset": 23949, "length": 40 }, { "offset": 23991, "length": 173 }, { "offset": 24166, "length": 285 }, { "offset": 24453, "length": 115 }, { "offset": 24571, "length": 245 }, { "offset": 24818, "length": 230 }, { "offset": 25049, "length": 456 }, { "offset": 25508, "length": 177 }, { "offset": 25686, "length": 86 }, { "offset": 25774, "length": 367 }, { "offset": 26144, "length": 323 }, { "offset": 26469, "length": 230 }, { "offset": 26701, "length": 74 }, { "offset": 26776, "length": 43 }, { "offset": 26822, "length": 152 }, { "offset": 26975, "length": 66 }, { "offset": 27043, "length": 144 }, { "offset": 27190, "length": 112 }, { "offset": 27303, "length": 168 }, { "offset": 27473, "length": 94 }, { "offset": 27570, "length": 83 }, { "offset": 27654, "length": -1 }, { "offset": 27655, "length": 142 }, { "offset": 27799, "length": 159 }, { "offset": 27960, "length": 481 }, { "offset": 28443, "length": 66 }, { "offset": 28511, "length": 73 }, { "offset": 28586, "length": 158 }, { "offset": 28747, "length": 52 }, { "offset": 28800, "length": 81 }, { "offset": 28883, "length": 197 }, { "offset": 29082, "length": 80 }, { "offset": 29164, "length": 194 }, { "offset": 29361, "length": 136 }, { "offset": 29499, "length": 8 }, { "offset": 29509, "length": 64 }, { "offset": 29574, "length": 119 }, { "offset": 29695, "length": 60 }, { "offset": 29757, "length": 112 }, { "offset": 29871, "length": 38 }, { "offset": 29911, "length": 145 }, { "offset": 30058, "length": 143 }, { "offset": 30203, "length": 50 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=9facd749-56f2-45cc-b08e-eacf353a6881&verdictid=074d00ff-43f7-4123-b3e0-c1ff1a321f4a" }
114/2018 Útdráttur H krafðist ómerkingar á nánar tilteknum ummælum sem birtust í fréttablaðinu Stundinni og í vefútgáfu sama blaðs í febrúar 2016 og að A, sem skráður höfundur fréttarinnar, yrði dæmd til að greiða honum miskabætur. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti með vísan til forsendna, voru rakin ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs. Til þess var vísað að ummælin sem höfð voru eftir E í fréttinni fælu í sér staðhæfingu um háttsemi H sem fæli í sér ásökun um kynferðisbrot. Ummælin hefðu komið fram í umfjöllun þar sem því væri haldið fram að yfirmaður hefði þurft að víkja úr starfi eftir að þrír undirmenn hans höfðu sakað hann um kynferðislega áreitni. Umfjöllun um slík málefni, þar á meðal lýsing á efni þeirra ásakana sem undirmennirnir báru á H, væri liður í þjóðfélagslegri umræðu og ætti erindi til almennings. Í fréttinni væri hvergi staðhæft að H hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ummælunum og haft væri eftir honum að hann vísaði því alfarið á bug. Þá lægi ekki annað fyrir en að A hefði fylgt eðlilegu verklagi í fréttamennsku við vinnslu fréttarinnar. Var talið að með hinum umstefndu ummælum hefði A ekki farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar í fjölmiðlum. Var A sýknuð af kröfum H. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir A-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf S-kk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar með áfrýjunarstefnu 23. janúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 6. nóvember 2017 í málinu nr. E141/2017. 2 Í málinu gerir áfrýjandi í fyrsta lagi kröfu um að eftirfarandi ummæli verði dæmd dauð og ómerk: Í öðru þeirra lýsir fyrrverandi samstarfskona H-kk-ef … alvarlegu atviki. Hún tekur einnig fram að hún hafi verið ofurölvi þegar atvikið átti sér stað. „Í grundvallaratriðum hélt hann áfram að snerta mig og hunsaði mig þegar ég sagði honum að þetta ætti ekki að gerast og að mér liði illa. Hann hlustaði ekki á mig.“ Þá krefst hann þess í öðru lagi að stefnda verði dæmd til að greiða honum miskabætur að fjárhæð 2.000.000 króna ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 22. mars 2016 til greiðsludags. Í þriðja lagi gerir áfrýjandi þá kröfu að forsendur og niðurstaða dóms í málinu verði birt í Stundinni eigi síðar en 15 dögum eftir dómsuppsögu. Loks krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 5 Áfrýjanda verður gert að greiða stefndu málskostnað fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, H-kk-nf S-kk-nf M-kk-nf, greiði stefndu, Á-kvk-þgf K-kvk-þgf J-kvk-þgf, 700.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.
ca3bcd8a-9a71-40e4-875a-9d6ab295d3a9
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_114_2018", "publish_timestamp": "2018-11-02T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 1238 }, { "offset": 1261, "length": 17 }, { "offset": 1280, "length": 99 }, { "offset": 1381, "length": 30 }, { "offset": 1413, "length": 157 }, { "offset": 1572, "length": 856 }, { "offset": 2430, "length": 84 }, { "offset": 2516, "length": 10 }, { "offset": 2528, "length": 68 }, { "offset": 2598, "length": 98 }, { "offset": 2698, "length": 8 }, { "offset": 2708, "length": 32 }, { "offset": 2742, "length": 129 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 212 }, { "offset": 234, "length": 143 }, { "offset": 379, "length": 139 }, { "offset": 520, "length": 180 }, { "offset": 702, "length": 162 }, { "offset": 866, "length": 151 }, { "offset": 1019, "length": 103 }, { "offset": 1124, "length": 108 }, { "offset": 1234, "length": 24 }, { "offset": 1261, "length": 17 }, { "offset": 1280, "length": 99 }, { "offset": 1381, "length": 30 }, { "offset": 1413, "length": 77 }, { "offset": 1491, "length": 67 }, { "offset": 1560, "length": 9 }, { "offset": 1572, "length": 172 }, { "offset": 1745, "length": 76 }, { "offset": 1823, "length": 136 }, { "offset": 1961, "length": 25 }, { "offset": 1988, "length": 233 }, { "offset": 2223, "length": 143 }, { "offset": 2368, "length": 59 }, { "offset": 2430, "length": 84 }, { "offset": 2516, "length": 10 }, { "offset": 2528, "length": 68 }, { "offset": 2598, "length": 98 }, { "offset": 2698, "length": 8 }, { "offset": 2708, "length": 32 }, { "offset": 2742, "length": 129 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=31e225d1-5555-4f8e-b131-552237db2850&verdictid=9bdc54eb-1c0d-4ab5-80a2-d8fdfc8207f9" }
115/2018 Útdráttur D var sakfelldur fyrir þjófnað og ítrekuð brot gegn umferðalögum og lögum um ávana og fíkniefni. Að sakaferli hans virtum, því að hann játaði brot sín skýlaust og að um var að ræða rof á skilorði reynslulausnar var refsing D ákveðin fangelsi í 12 mánuði. Þá var hann sviptur ökurétti ævilangt og gert að sæta upptöku fíkniefna. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, Á-kk-nf H-kk-nf og H-kvk-nf Þ-kvk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar með áfrýjunarstefnu 2. janúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 18. desember 2017 í málinu nr. S353/2017. 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd og að staðfest verði niðurstaða héraðsdóms um sviptingu ökuréttar og upptöku efna. Þá er þess krafist að ákærði greiði allan sakarkostnað málsins. 3 Ákærði krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að allur sakarkostnaður málsins verði felldur á ríkissjóð. Þá krefst hann málsvarnarlauna til handa skipuðum verjanda sínum. Niðurstaða 4 Ákærði hefur með brotum sínum sem tilgreind eru í ákæruliðum VII til XI rofið skilorð reynslulausnar sem honum var veitt til eins árs frá 3. desember 2015 á eftirstöðvum fangelsisvistar, 132 dögum. Ekki eru efni til annars en að taka reynslulausn ákærða upp og ákveða refsingu með hliðsjón af hinni óloknu refsivist samkvæmt 1. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016, um fullnustu refsinga, með sama hætti og um væri að ræða rof á skilorðsdómi, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að þessu virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er refsing ákærða hæfilega ákvörðuð 12 mánuðir. 5 Ákvæði héraðsdóms um ökuréttarsviptingu, upptöku efna og sakarkostnað eru staðfest. 6 Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, D-kk-nf G-kk-nf H-kk-nf, sæti fangelsi í 12 mánuði. Ákvæði héraðsdóms um ökuréttarsviptingu, upptöku efna og sakarkostnað skulu óröskuð. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað málsins, 212.748 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda, S-kk-ef K-kk-ef K-kk-ef lögmanns, 186.000 krónur.
b3e980b7-0fe9-4db8-ae4b-a618682ef5cd
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_115_2018", "publish_timestamp": "2018-12-07T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 327 }, { "offset": 350, "length": 17 }, { "offset": 369, "length": 94 }, { "offset": 465, "length": 30 }, { "offset": 497, "length": 163 }, { "offset": 662, "length": 202 }, { "offset": 866, "length": 188 }, { "offset": 1056, "length": 10 }, { "offset": 1068, "length": 609 }, { "offset": 1679, "length": 85 }, { "offset": 1766, "length": 197 }, { "offset": 1965, "length": 8 }, { "offset": 1975, "length": 59 }, { "offset": 2036, "length": 84 }, { "offset": 2122, "length": 152 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 96 }, { "offset": 118, "length": 156 }, { "offset": 276, "length": 71 }, { "offset": 350, "length": 17 }, { "offset": 369, "length": 94 }, { "offset": 465, "length": 30 }, { "offset": 497, "length": 82 }, { "offset": 580, "length": 68 }, { "offset": 650, "length": 9 }, { "offset": 662, "length": 138 }, { "offset": 801, "length": 62 }, { "offset": 866, "length": 122 }, { "offset": 989, "length": 64 }, { "offset": 1056, "length": 10 }, { "offset": 1068, "length": 199 }, { "offset": 1268, "length": 285 }, { "offset": 1555, "length": 121 }, { "offset": 1679, "length": 85 }, { "offset": 1766, "length": 197 }, { "offset": 1965, "length": 8 }, { "offset": 1975, "length": 59 }, { "offset": 2036, "length": 84 }, { "offset": 2122, "length": 152 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=e3044e51-75f2-471c-a293-b690e4bfe57c&verdictid=daff8f3c-a438-47df-9819-ab9b4199c3de" }
117/2018 Útdráttur H var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn A samkvæmt 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við A gegn hennar vilja, með því að stinga fingrum í leggöng hennar og hafa við hana samræði þar sem hún lá sofandi í sófa, og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Var refsing H ákveðin fangelsi í tvö ár auk þess sem honum var gert að greiða A 1.500.000 krónur í miskabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir K-kvk-nf S-kvk-nf, S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf og V-kk-nf H. V-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar Íslands 22. desember 2017 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Gögn málsins bárust Landsrétti 2. janúar 2018 en samkvæmt 1. mgr. 78. gr. laga nr. 49/2016, sbr. 76. gr. laga nr. 117/2016 og 4. gr. laga nr. 53/2017, hefur málið verið rekið fyrir Landsrétti frá þeim tíma. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra 11. desember 2017 í málinu nr. S[…]/2017. 2 Ákæruvaldið krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sakfellingu ákærða og að refsing hans verði þyngd. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins en til vara að refsing verði milduð. Einnig krefst hann þess að einkaréttarkröfu verði vísað frá héraðsdómi en til vara að fjárhæð hennar verði lækkuð. Loks er þess krafist að málsvarnarlaun verði greidd úr ríkissjóði. 4 Brotaþolinn, A, krefst þess að ákærði verði dæmdur til að greiða henni 1.800.000 krónur í miskabætur með nánar tilgreindum vöxtum og dráttarvöxtum. Til vara krefst hún þess að dómur héraðsdóms um greiðslu miskabóta að fjárhæð 1.500.000 krónur með vöxtum, eins og greinir í dómsorði, verði staðfestur. Loks er gerð krafa um greiðslu þóknunar til handa skipuðum réttargæslumanni. Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Málsatvikum og framburði ákærða og vitna er nægilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. 6 Við aðalmeðferð fyrir Landsrétti var spilaður útdráttur úr upptökum af framburði ákærða og brotaþola fyrir héraðsdómi. Ekki var óskað eftir munnlegri sönnunarfærslu fyrir Landsrétti af hálfu ákæruvalds og ákærða. Niðurstaða 7 Ákærða er í máli þessu gefið að sök að hafa að morgni sunnudagsins 23. október 2016, að […] á Akureyri, haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola gegn vilja hennar, með því að stinga fingrum í leggöng hennar og hafa við hana samræði, þar sem hún lá sofandi og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. 8 Í máli þessu lýsa ákærði og brotaþoli atvikum í sófa á heimili ákærða með ólíkum hætti. 9 Ákærði segir að hann hafi átt frumkvæðið að atlotum þeirra en brotaþoli hafi hallað sér að honum er vitnið B, sem einnig var gestkomandi hjá ákærða, fór úr sófanum og af heimili ákærða. Ákærði segist ekki vita hvort brotaþoli var vakandi er vitnið fór. Brotaþoli hafi tekið þátt í atlotunum, hún hafi sett rass sinn að honum og nuddað sér upp við hann, stunið og farið upp á fjórar fætur er hann hafði samræði við hana aftan frá. Brotaþoli hafi verið vakandi enda hafi atlotin byrjað í framhaldi af samræðum þeirra í milli. Hún hafi aldrei beðið hann um að hætta. 10 Brotaþoli segir að hún hafi verið sofandi er vitnið B fór af heimili ákærða, rétt rumskað er hann kvaddi og ekkert rætt við ákærða eftir að vitnið fór. Hún hafi svo vaknað við að ákærði setti fingur inn undir nærbuxur hennar, hún hafi „frosið eða hálflamast“, spurt hann hvað hann væri að gera en hann hafi engu svarað. Hann hafi tekið niður um hana buxur og nærbuxur og haft við hana samræði, fyrst á hlið og svo hafi hann velt henni á magann og haft við hana samræði um leggöng að aftan. Hún hafi sagt honum að hætta tvisvar sinnum. 11 Ákærði og brotaþoli bera bæði að enginn kynferðislegur samdráttur hafi verið með þeim fyrr um kvöldið, engir kossar hafi verið fyrir samræðið, ákærði hafi fært buxur og nærbuxur brotaþola niður án þess að brotaþoli hafi hjálpað til og að engin orð hafi farið þeim í milli eftir að samræðinu lauk. 12 Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, hvílir á ákæruvaldinu að færa sönnur á sekt ákærða. Það er dómenda að meta hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé komin fram um hvert það atriði er varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, sbr. 109. gr. laga nr. 88/2008. Tekur þetta mat meðal annars til þess hvaða sönnunargildi skýrsla ákærða eigi að hafa sem og skýrslur vitna. Í þessu sambandi geta skýrslur vitna, sem ekki hafa skynjað atvik af eigin raun, haft þýðingu, enda sé unnt að draga ályktanir um sakarefnið af slíkum framburði. 13 Brotaþoli hefur verið skýr í svörum sínum um atvik málsins, framburður hennar hefur verið stöðugur um helstu atvik allt frá því að hún gaf skýrslu hjá lögreglu 27. október 2016, fjórum dögum eftir atvikið. 14 Framburður ákærða hefur að sama skapi verið nokkuð stöðugur um helstu atvik frá því að hann gaf skýrslu hjá lögreglu 3. nóvember 2016 en ákærði leitaðist þó í framburði sínum fyrir héraðsdómi við að gera heldur meira úr þátttöku brotaþola í kynferðisathöfnunum en hann hafði borið um fyrir lögreglu. Frásögn ákærða af aðdraganda þess að hann hafði samræði við brotaþola er hins vegar með nokkrum ólíkindum. Ákærði, sem var kunnugur brotaþola, ber að sam ræðið hafi hafist án nokkurrar snertingar, blíðuatlota eða kynferðislegra athafna þeirra í milli þar á undan, svo sem kossa, utan þess að hann hafi sett hönd sína inn undir nærbuxur brotaþola og sett fingur í leggöng hennar. Það hafi hann gert í framhaldi af samtali þeirra um hv að á daga þeirra hefði drifið undanfarin ár og samræðið svo hafist í framhaldi af því. Samræðinu hafi svo lokið án þess að nokkuð hafi verið sagt . Brotaþoli hafi risið upp orðalaust og farið. 15 Þ ótt ákærði og brotaþoli séu ein til frásagnar um það, sem gerðist eftir brottför vitnisins B af heimili ákærða, liggur fyrir framburður vitnanna C , sem brotaþoli vakti fáum mínútum eftir að hún yfirgaf íbúðina, og D læknis, sem ræddi við hana og annaðist læknisskoðun á henni um hálftíma síðar. Báðir bera þeir að brotaþoli hafi verið í miklu áfalli. Vitnið D staðfesti jafnframt skýrslu, sem hann gerði í framhaldi af skoðun á brotaþola, þar sem fram kemur að ekki hafi fundist áverkar á brotaþola en þó verið roði í leggangaopi að aftan sem passi við frásögn brotaþola. Brotaþoli bar að hún hefði fundið til við samfarirnar og átt erfitt með að sitja á eftir vegna verkja. Sú frásögn brotaþola er og í samræmi við það sem vitnið C bar um að brotaþoli hefði átt erfitt með að setjast inn í bíl hans og kvartað undan miklum sársauka. Þá kannaðist vitnið B við framburð sinn hjá lögreglu um að ákærði og brotaþoli hafi eiginlega verið sofandi í sófanum þegar hann ákvað að fara heim. 16 Þá er til þess að líta að brotaþoli sendi ákærða svofelld skilaboð á samskiptamiðlinum Facebook mánudagskvöldið 24. október 2016: „Áttar þú þig á því hvað þú gerðir?“ Ákærði svarar brotaþola: „Veit ekki alveg hvað þú vilt að ég svari.“ Brotaþoli skrifar þá: „Bara sannleikann“ sem ákærði svarar með svofelldum hætti: „Fyrst að þú ert að spurja er ég skíthræddur um að hafa misskilið eitthvað, enda ekki í sérstöku ástandi.“ Brotaþoli skrifar þá: „Ég sé ekki alveg hvað er að misskilja þar sem ég var sofandi og vaknaði við þig og sagði hættu og nei.“ sem ákærði svarar með eftirfarandi hætti: „Ég er ekki á sömu blaðsíðu, það var boðið þér þrisvar að fara í taxa heim og allskonar, og þegar ég lagðist í sófann hallaðirðu þér frá B og yfir til mín, og hefði ég heyrt hættu hefði ég gert það, mér finnst alveg ömurlegt að heyra þetta og get lítið gert nema beðist innilegr ar afsökunar og finnst hundleiðinlegt að heyra þetta … er ónýtur að innan.“ Ákærði gaf þá skýringu á afsökunarbeiðni sinni fyrir héraðsdómi að hann hefði beðið brotaþola afsökunar til að enda samtalið og jafnframt að „[e]f henni leið illa þá leið [honum] illa líka“. 17 Eins og að framan greinir hefur framburður brotaþola um atvik málsins verið staðfastur og trúverðugur. Þá fær framburður hennar stuðning í framburði vitna er hittu hana skömmu eftir að atvik áttu sér stað. Með hliðsjón af framangreindu og með vísan til ólíkindalegs framburðar ákærða um aðdraganda þess að hann leitaði á brotaþola og hafði við hana samræði þykir ótrúverðug sú frásögn hans að samræðið við brotaþola hafi farið fram með vitund hennar og vilja. 18 Samkvæmt matsgerð rannsóknastofu í lyfja og eiturefnafræði við Háskóla Íslands frá 24. nóvember 2011 sýna niðurstöður blóð og þvagsýna, sem tekin voru úr brotaþola að morgni 23. október 2016, að hún var undir áhrifum áfengis þegar sýnin voru tekin. Jafnframt segir þar að etanólstyrkur í blóði hennar hafi verið um 1,1 ‰ klukkan sjö að morgni þann dag, að því gefnu að brotaþoli hafi hætt drykkju að mestu leyti upp úr klukkan sex þann morgun. Brotaþoli bar sjálf um að hún hefði hætt drykkju um klukkan fjögur. Ekki mældust önnur vímuefni í blóð eða þvagsýni. 19 Þótt brotaþoli verði samkvæmt þessum niðurstöðum ekki talin hafa verið mjög ölvuð að morgni 23. október 2016 þegar atvik áttu sér stað verður, með hliðsjón af framburði vitnisins B og brotaþola sjálfrar, lagt til grundvallar að áður en vitnið fór af heimili ákærða hafi mikil þreyta verið farin að sækja á brotaþola og hún sofnað. Með hliðsjón af framburði vitna verður lagt til grundvallar að klukkan hafi verið farin að nálgast hálfátta er vitnið B yfirgaf heimili ákærða. Með hliðsjón af framangreindu þykir ekki varhugavert að leggja til grundvallar að brotaþoli hafi sökum ölvunar og magnleysis, er hún vaknaði við að ákærði var með hönd sína inn undir nærbuxum hennar, ekki getað varist því að ákærði setti fingur í leggöng hennar og nær jafnskjótt dregið niður buxur og nærbuxur hennar og haft við hana samræði. 20 Samkvæmt þessu er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi stungið fingrum í leggöng brotaþola þar sem hún lá sofandi og hafi að því búnu haft samræði við brotaþola en brotaþoli hafi ekki, sökum ölvun ar og svefndrunga, getað spornað við þeim verknaði. Fellur sú háttsemi ákærða innan verknaðarlýsingar í ákæru. Verður ákærði af þessum sökum sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru en hún á undir 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, með síðari breytingum, sbr. 1. gr. laga nr. 16/2018. 21 Ákvæði héraðsdóms um refsingu ákærða og sakarkostnað verða staðfest. 22 Brot það sem ákærði er sakfelldur fyrir var til þess fallið að valda brotaþola miklum miska. Með hliðsjón af því og þeim gögnum sem fyrir liggja um þær andlegu afleiðingar sem brotaþoli hefur þurft að glíma við vegna brots ákærða verða ákvæði héraðsdóms um miskabætur staðfest. 23 Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins eins og greinir í dómsorði, þar meðtalin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 1.302.260 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, S-kk-ef A-kk-ef S-kk-ef lögmanns, 1.054.000 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Þ-kvk-ef S-kvk-ef lögmanns, 186.000 krónur.
290754d1-ea5b-4976-99f8-7ab4eb587b57
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_117_2018", "publish_timestamp": "2018-11-30T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 475 }, { "offset": 498, "length": 17 }, { "offset": 517, "length": 102 }, { "offset": 621, "length": 30 }, { "offset": 653, "length": 412 }, { "offset": 1067, "length": 119 }, { "offset": 1188, "length": 273 }, { "offset": 1463, "length": 379 }, { "offset": 1844, "length": 27 }, { "offset": 1873, "length": 82 }, { "offset": 1957, "length": 214 }, { "offset": 2173, "length": 10 }, { "offset": 2185, "length": 350 }, { "offset": 2537, "length": 89 }, { "offset": 2628, "length": 565 }, { "offset": 3195, "length": 537 }, { "offset": 3734, "length": 2 }, { "offset": 3738, "length": 296 }, { "offset": 4036, "length": 2 }, { "offset": 4040, "length": 160 }, { "offset": 4202, "length": 476 }, { "offset": 4680, "length": 2 }, { "offset": 4684, "length": 205 }, { "offset": 4891, "length": 2 }, { "offset": 4895, "length": 820 }, { "offset": 5717, "length": 105 }, { "offset": 5824, "length": 2 }, { "offset": 5828, "length": 148 }, { "offset": 5978, "length": 836 }, { "offset": 6816, "length": 2 }, { "offset": 6820, "length": 166 }, { "offset": 6988, "length": 256 }, { "offset": 7246, "length": 523 }, { "offset": 7771, "length": 190 }, { "offset": 7963, "length": 2 }, { "offset": 7967, "length": 459 }, { "offset": 8428, "length": 2 }, { "offset": 8432, "length": 248 }, { "offset": 8682, "length": 69 }, { "offset": 8753, "length": 241 }, { "offset": 8996, "length": 2 }, { "offset": 9000, "length": 818 }, { "offset": 9820, "length": 2 }, { "offset": 9824, "length": 516 }, { "offset": 10342, "length": 2 }, { "offset": 10346, "length": 68 }, { "offset": 10416, "length": 2 }, { "offset": 10420, "length": 277 }, { "offset": 10699, "length": 2 }, { "offset": 10703, "length": 238 }, { "offset": 10943, "length": 8 }, { "offset": 10953, "length": 32 }, { "offset": 10987, "length": 241 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 364 }, { "offset": 386, "length": 109 }, { "offset": 498, "length": 17 }, { "offset": 517, "length": 102 }, { "offset": 621, "length": 30 }, { "offset": 653, "length": 117 }, { "offset": 771, "length": 205 }, { "offset": 978, "length": 75 }, { "offset": 1055, "length": 9 }, { "offset": 1067, "length": 119 }, { "offset": 1188, "length": 91 }, { "offset": 1280, "length": 113 }, { "offset": 1395, "length": 65 }, { "offset": 1463, "length": 149 }, { "offset": 1613, "length": 151 }, { "offset": 1766, "length": 75 }, { "offset": 1844, "length": 27 }, { "offset": 1873, "length": 82 }, { "offset": 1957, "length": 120 }, { "offset": 2078, "length": 92 }, { "offset": 2173, "length": 10 }, { "offset": 2185, "length": 350 }, { "offset": 2537, "length": 89 }, { "offset": 2628, "length": 187 }, { "offset": 2816, "length": 65 }, { "offset": 2883, "length": 175 }, { "offset": 3060, "length": 92 }, { "offset": 3154, "length": 38 }, { "offset": 3195, "length": 154 }, { "offset": 3350, "length": 166 }, { "offset": 3518, "length": 168 }, { "offset": 3688, "length": 43 }, { "offset": 3734, "length": 2 }, { "offset": 3738, "length": 296 }, { "offset": 4036, "length": 2 }, { "offset": 4040, "length": 160 }, { "offset": 4202, "length": 205 }, { "offset": 4408, "length": 107 }, { "offset": 4517, "length": 160 }, { "offset": 4680, "length": 2 }, { "offset": 4684, "length": 205 }, { "offset": 4891, "length": 2 }, { "offset": 4895, "length": 299 }, { "offset": 5195, "length": 105 }, { "offset": 5302, "length": 270 }, { "offset": 5574, "length": 140 }, { "offset": 5717, "length": 60 }, { "offset": 5778, "length": 43 }, { "offset": 5824, "length": 2 }, { "offset": 5828, "length": 148 }, { "offset": 5978, "length": 148 }, { "offset": 6127, "length": 54 }, { "offset": 6183, "length": 219 }, { "offset": 6404, "length": 101 }, { "offset": 6507, "length": 157 }, { "offset": 6666, "length": 147 }, { "offset": 6816, "length": 2 }, { "offset": 6820, "length": 166 }, { "offset": 6988, "length": 68 }, { "offset": 7057, "length": 186 }, { "offset": 7246, "length": 126 }, { "offset": 7373, "length": 395 }, { "offset": 7771, "length": 190 }, { "offset": 7963, "length": 2 }, { "offset": 7967, "length": 102 }, { "offset": 8070, "length": 101 }, { "offset": 8173, "length": 252 }, { "offset": 8428, "length": 2 }, { "offset": 8432, "length": 248 }, { "offset": 8682, "length": 69 }, { "offset": 8753, "length": 124 }, { "offset": 8878, "length": 66 }, { "offset": 8946, "length": 47 }, { "offset": 8996, "length": 2 }, { "offset": 9000, "length": 330 }, { "offset": 9331, "length": 142 }, { "offset": 9475, "length": 342 }, { "offset": 9820, "length": 2 }, { "offset": 9824, "length": 255 }, { "offset": 10080, "length": 57 }, { "offset": 10139, "length": 200 }, { "offset": 10342, "length": 2 }, { "offset": 10346, "length": 68 }, { "offset": 10416, "length": 2 }, { "offset": 10420, "length": 92 }, { "offset": 10513, "length": 183 }, { "offset": 10699, "length": 2 }, { "offset": 10703, "length": 238 }, { "offset": 10943, "length": 8 }, { "offset": 10953, "length": 32 }, { "offset": 10987, "length": 241 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=fd066ee3-e878-4509-80d7-1c509485f6d3&verdictid=5690ca15-747b-4f86-ba0d-2191b014dfb8" }
118/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu X um að héraðsdómari viki sæti í máli Á gegn X. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf S-kk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 23. janúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. janúar 2018 í málinu nr. S […] þar sem S-kk-nf S-kk-nf héraðsdómari hafnaði kröfu varnaraðila um að hann viki sæti í máli sóknaraðila á hendur varnaraðila. Kæruheimild er í a lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að framangreind krafa hans verði tekin til greina. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur ekki sýnt fram á að fyrir hendi séu atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni héraðsdómarans með réttu í efa, sbr. g lið 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
70ed769d-ade0-4470-964f-67cd6d578fed
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_118_2018", "publish_timestamp": "2018-01-24T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 108 }, { "offset": 131, "length": 21 }, { "offset": 154, "length": 115 }, { "offset": 271, "length": 319 }, { "offset": 592, "length": 77 }, { "offset": 671, "length": 74 }, { "offset": 747, "length": 54 }, { "offset": 803, "length": 295 }, { "offset": 1100, "length": 13 }, { "offset": 1115, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 108 }, { "offset": 131, "length": 21 }, { "offset": 154, "length": 115 }, { "offset": 271, "length": 116 }, { "offset": 388, "length": 70 }, { "offset": 460, "length": 129 }, { "offset": 592, "length": 77 }, { "offset": 671, "length": 74 }, { "offset": 747, "length": 54 }, { "offset": 803, "length": 194 }, { "offset": 998, "length": 99 }, { "offset": 1100, "length": 13 }, { "offset": 1115, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=7ea798d3-f3fc-46ac-bda6-ec7c8dfeac55&verdictid=cc8f7f03-180d-4dae-92ef-a8b6cb4f5467" }
119/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu X um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTAdómstólsins um nánar tiltekin atriði í tengslum við rekstur máls ákæruvalds á hendur honum meðal annars vegna ætlaðra brota gegn ákvæðum laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Á-kk-nf H-kk-nf, K-kvk-nf S-kvk-nf og R-kvk-nf B-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 22. janúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. janúar 2018 í málinu nr. S705/2016 þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að leita ráðgefandi álits EFTAdómstólsins um nánar tiltekin atriði í tengslum við sakamál sóknaraðila á hendur honum. Kæruheimild er í 3. mgr. 1. gr. laga nr. 21/1994 um öflun álits EFTAdómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið. 2 Varnaraðili krefst þess að fyrrgreind krafa verði tekin til greina. 3 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 4 Með ákæru 19. september 2016 höfðaði sóknaraðili sakamál á hendur varnaraðila þar sem honum er meðal annars gefið að sök að hafa 6. ágúst 2008 selt 812.000 hluti í A, sem hann hafi keypt í eigin nafni sama dag, til einkahlutafélagsins A, sem hafi verið í eigu varnaraðila og lotið stjórn hans, þrátt fyrir að hafa þá búið yfir nánar tilgreindum innherjaupplýsingum um B banka hf. Er brotið talið varða við 1. tölulið 1. mgr. 123. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, sbr. 3. tölulið 1. mgr. 146. gr. sömu laga. 5 Í 1. tölulið 1. mgr. 123. gr. laga nr. 108/2007 er kveðið á um að innherja sé óheimilt að „afla eða ráðstafa fjármálagerningum með beinum eða óbeinum hætti, fyrir eigin reikning eða annarra, búi hann yfir innherjaupplýsingum“. Samkvæmt 2. mgr. 149. gr. laganna taka lögin meðal annars upp í innlendan rétt ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/6/EB um innherjasvik og markaðsmisnotkun. Í 1. mgr. 2. gr. tilskipunarinnar segir að aðildarríkin skuli „banna aðilum, sem um getur í annarri undirgrein, og sem hafa yfir innherjaupplýsingum að ráða, að nota þær upplýsingar“ á þann hátt sem nánar er tilgreindur í ákvæðinu. 6 Frá því að ákvæði um innherjaviðskipti var fyrst sett í íslensk lög hefur því verið breytt nokkuð, þar á meðal með lögum nr. 39/2002, um breytingu á eldri lögum um verðbréfaviðskipti nr. 13/1996, þegar fellt var brott úr verknaðarlýsingu þess að innherji þyrfti að hafa nýtt innherjaupplýsingar til öflunar eða ráðstöfunar verðbréfa. 7 Í hinum kærða úrskurði eru teknar orðrétt upp þær spurningar sem varnaraðili krefst að leitað verði ráðgefandi álits EFTAdómstólsins um. Tvær fyrstu spurningarnar lúta að skyldu aðildarríkja til að gæta lagasamræmingar við innleiðingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/6/EB í landsrétt. Spurningarnar varða því ekki beitingu 1. töluliðar 1. mgr. 123. gr. laga nr. 108/2007 í ljósi túlkunar á EESsamningnum heldur hvort aðildarríki samningsins hafi svigrúm til að leggja víðtækara bann við viðskiptum innherja en leiðir af ákvæðum tilskipunarinnar. Ekki verður séð að svör EFTAdómstólsins við fyrrgreindum spurningum geti haft áhrif við úrlausn sakamálsins á hendur varnaraðila, enda fer um refsiábyrgð hans eftir íslenskum lögum. Verður niðurstaða hins kærða úrskurðar hvað þær varðar því staðfest. 8 Spurningar þrjú og fjögur, sem varnaraðili krefst ráðgefandi álits um, lúta annars vegar að því hvort 1. mgr. 2. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/6/EB leggi bann við því að aðili, sem býr yfir innherjaupplýsingum, eigi viðskipti við annan aðila, sem býr yfir sömu upplýsingum og hins vegar hvort ákvæðið leggi bann við því að einstaklingur, sem býr yfir innherjaupplýsingum, selji eignarhaldsfélagi sem er alfarið í hans eigu hluti eða hlutafé í félagi sem hann keypti í eigin nafni. 9 Í dómi Evrópudómstólsins 23. desember 2009 í máli nr. C45/08 (Spector) segir meðal annars að við mat á því hvort brotið hafi verið gegn banni við innherjasvikum í skilningi 1. mgr. 2. gr. tilskipunarinnar skuli horfa til tilgangs tilskipunarinnar um að vernda trúverðugleika markaðarins og auka traust fjárfesta, sem einkum byggist á því að fjárfestar standi jafnfætis og njóti verndar gegn misnotkun innherjaupplýsinga. Í dómi Evrópudómstólsins 10. maí 2007 í máli nr. C391/04 (Georgakis), þar sem reyndi á skýringu á ákvæði um innherjasvik í eldri tilskipun ráðsins 89/592/EBE um samræmingu á reglum um innherjaviðskipti, var ekki talið að um innherjasvik í skilningi þess ákvæðis væri að ræða þar sem samningsaðilar hefðu búið yfir sömu innherjaupplýsingum. Þykja framangreindir dómar Evrópudómstólins veita fullnægjandi leiðsögn um túlkun þess ákvæðis tilskipunarinnar sem spurningar varnaraðila lúta að. 10 Af 34. gr. samnings milli EFTAríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 21/1994, leiðir að það er hlutverk EFTAdómstólsins að skýra EESsamninginn, en íslenskra dómstóla að fara með sönnunarfærslu um staðreyndir máls, skýringu innlends réttar og beitingu samningsins að íslenskum lögum. Þegar dómstóll beitir þeirri heimild að leita ráðgefandi álits ber eingöngu að líta til þess hvort slíks sé þörf við úrlausn málsins. Eins og mál þetta liggur fyrir samkvæmt framansögðu verður ekki séð að svar EFTAdómstólsins við spurningum þrjú og fjögur hafi sjálfstæða þýðingu við úrlausn málsins. Að framangreindu virtu verður því jafnframt staðfest sú niðurstaða hins kærða úrskurðar að hafna því að bera fyrrgreindar spurningar upp við EFTAdómstólinn. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
2b69d9fd-024c-4167-a225-7c626465480f
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_119_2018", "publish_timestamp": "2018-01-31T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 279 }, { "offset": 302, "length": 21 }, { "offset": 325, "length": 109 }, { "offset": 436, "length": 489 }, { "offset": 927, "length": 69 }, { "offset": 998, "length": 56 }, { "offset": 1056, "length": 520 }, { "offset": 1578, "length": 631 }, { "offset": 2211, "length": 335 }, { "offset": 2548, "length": 809 }, { "offset": 3359, "length": 499 }, { "offset": 3860, "length": 1696 }, { "offset": 5558, "length": 13 }, { "offset": 5573, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 279 }, { "offset": 302, "length": 21 }, { "offset": 325, "length": 109 }, { "offset": 436, "length": 120 }, { "offset": 557, "length": 70 }, { "offset": 629, "length": 166 }, { "offset": 797, "length": 127 }, { "offset": 927, "length": 69 }, { "offset": 998, "length": 56 }, { "offset": 1056, "length": 381 }, { "offset": 1438, "length": 137 }, { "offset": 1578, "length": 228 }, { "offset": 1807, "length": 169 }, { "offset": 1978, "length": 230 }, { "offset": 2211, "length": 335 }, { "offset": 2548, "length": 138 }, { "offset": 2687, "length": 157 }, { "offset": 2846, "length": 259 }, { "offset": 3107, "length": 180 }, { "offset": 3289, "length": 67 }, { "offset": 3359, "length": 499 }, { "offset": 3860, "length": 55 }, { "offset": 3916, "length": 365 }, { "offset": 4283, "length": 47 }, { "offset": 4332, "length": 289 }, { "offset": 4623, "length": 146 }, { "offset": 4771, "length": 326 }, { "offset": 5099, "length": 132 }, { "offset": 5233, "length": 165 }, { "offset": 5400, "length": 155 }, { "offset": 5558, "length": 13 }, { "offset": 5573, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=4a6cc18d-10ba-45af-ae46-0ae45a8a3ea4&verdictid=3d81e710-c91e-427b-8a48-a16c5adbfcaf" }
11/2018 Útdráttur Máli ákæruvaldsins gegn X var vísað frá héraðsdómi þar sem lögreglustjóra brast heimild að lögum til að gefa út ákæru í málinu fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga. Úrskurður Landsréttar Í máli þessu úrskurða landsréttardómararnir R-kvk-nf B-kvk-nf, S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf og V-kk-nf H. V-kk-nf. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar Íslands 21. desember 2016 af hálfu ákæruvaldsins að fengnu áfrýjunarleyfi 15. sama mánaðar. Málið var flutt til Landsréttar 1. janúar 2018 í samræmi við ákvæði 78. gr. laga nr. 49/2016 um breytingu á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála (millidómstig), sbr. 76. gr. laga nr. 117/2016 og 4. gr. laga nr. 53/2017. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að málinu verði vísað frá héraðsdómi. Ákærði krefst þess aðallega að frávísunarkröfu ákæruvaldsins verði hafnað, en til vara að hún verði aðeins tekin til greina að hluta. Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi var málið höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi vestra 25. apríl 2016 á hendur ákærða. Samkvæmt fyrri lið ákærunnar var ákærða gefið að sök umferðarlagabrot með því að hafa á tilteknum stað og tíma ekið tilgreindri bifreið án skráningarmerkja og án þess að hún væri tryggð lögboðinni ábyrgðartryggingu. Var háttsemin talin varða við 1. mgr. 63. gr. og 1. mgr. 93. gr., sbr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Samkvæmt síðari ákæruliðnum voru ákærða gefnar að sök hótanir með því hafa í samskiptum sínum við lögreglumann, sem hafði af honum afskipti vegna umferðarlagabrotsins, hótað lögreglumanninum lífláti. Var sú háttsemi talin varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í þinghaldi 24. maí 2016 játaði ákærði sök að því er fyrri ákæruliðinn varðaði og að því er hinn síðari varðaði í þinghaldi 12. september sama ár og var farið með málið eftir 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með hinum áfrýjaða dómi var ákærði sakfelldur samkvæmt ákæru og honum gert að greiða 100.000 króna sekt til ríkissjóðs að viðlagðri vararefsingu. Krafa ákæruvaldsins um vísun málsins frá héraðsdómi er reist á því að lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra fari ekki með ákæruvald vegna brota gegn 106. gr. almennra hegningarlaga. Í 1. mgr. 24. gr. laga nr. 88/2008 er lögreglustjórum falið að höfða önnur sakamál en þau sem ríkissaksóknari og héraðsaksóknari höfða samkvæmt ákvæðum laganna. Samkvæmt blið 1. mgr. 23. gr. laganna, sbr. lög nr. 47/2015, höfðar héraðssaksóknari sakamál vegna brota á ákvæðum XII.XIV. kafla almennra hegningarlaga, en ákvæði 106. gr. er í XII. kafla laganna. Brast lögreglustjórann á Norðurlandi vestra því heimild að lögum til að gefa út ákæru í máli þessu fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga. Í greinargerð sem ákæruvaldið skilaði til Hæstaréttar 21. ágúst 2017, í samræmi við þágildandi ákvæði 203. gr. laga nr. 88/2008, krafðist ákæruvaldið þess eingöngu að málinu yrði vísað frá héraðsdómi, en setti ekki fram varakröfu um refsingu ákærða, hvorki til staðfestingar né þyngingar. Við meðferð sakamála verða ekki dæmdar aðrar kröfur á hendur ákærða en ákæruvaldið gerir, en eðli málsins samkvæmt getur ákæruvaldið fallið frá eða dregið úr kröfum sem áður hafa verið gerðar. Með hliðsjón af framangreindu ber því að fallast á kröfu ákæruvaldsins um að vísa málinu frá héraðsdómi. Allur sakarkostnaður í héraði og áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir Landsrétti, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Allur sakarkostnaður í héraði og fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun verjanda ákærða í héraðsdómi, eins og hún var ákveðin í hinum áfrýjaða dómi, og málsvarnarlaun verjanda hans fyrir Landsrétti, S-kk-ef A-kk-ef S-kk-ef lögmanns, 248.000 krónur.
c012fd88-1eab-490b-b802-8a3ca6f1304b
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_11_2018", "publish_timestamp": "2018-02-16T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 7 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 7 }, { "offset": 9, "length": 9 }, { "offset": 20, "length": 175 }, { "offset": 197, "length": 21 }, { "offset": 220, "length": 109 }, { "offset": 331, "length": 375 }, { "offset": 708, "length": 76 }, { "offset": 786, "length": 133 }, { "offset": 921, "length": 1117 }, { "offset": 2040, "length": 688 }, { "offset": 2730, "length": 586 }, { "offset": 3318, "length": 235 }, { "offset": 3555, "length": 13 }, { "offset": 3570, "length": 35 }, { "offset": 3607, "length": 271 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 7 }, { "offset": 9, "length": 9 }, { "offset": 20, "length": 175 }, { "offset": 197, "length": 21 }, { "offset": 220, "length": 109 }, { "offset": 331, "length": 136 }, { "offset": 468, "length": 237 }, { "offset": 708, "length": 76 }, { "offset": 786, "length": 133 }, { "offset": 921, "length": 134 }, { "offset": 1056, "length": 214 }, { "offset": 1272, "length": 104 }, { "offset": 1378, "length": 198 }, { "offset": 1578, "length": 83 }, { "offset": 1663, "length": 228 }, { "offset": 1893, "length": 144 }, { "offset": 2040, "length": 181 }, { "offset": 2222, "length": 159 }, { "offset": 2383, "length": 196 }, { "offset": 2581, "length": 146 }, { "offset": 2730, "length": 288 }, { "offset": 3019, "length": 191 }, { "offset": 3212, "length": 103 }, { "offset": 3318, "length": 235 }, { "offset": 3555, "length": 13 }, { "offset": 3570, "length": 35 }, { "offset": 3607, "length": 271 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=c91f6092-9645-4ca1-ac69-ec2ef52adf71&verdictid=fbdb7a26-c011-4613-8207-ae0762dc9dda" }
120/2018 Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem kröfu BR, um að héraðsdómarinn K viki sæti í máli BRgegn A og B, var hafnað. Í úrskurði Landsréttar var vísað til orða sem héraðsdómarinn gekkst við að hafa látið falla í samtali sínu við lögmann sóknaraðila áður en þinghald var sett í málinu 14. desember 2017 og að lögmanni varnaraðila fjarstöddum. Taldi Landsréttur að orð héraðsdómarans væru hlutlægt séð til þess fallin að draga mætti óhlutdrægni hans í efa. Var K því gert að víkja sæti í málinu með vísan til g-liðar 1. mgr. 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf S-kk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 19. janúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. janúar 2018 í málinu nr. E- [...]/2017 þar sem K-kvk-nf K-kvk-nf héraðsdómari hafnaði kröfu sóknaraðila um að hún viki sæti í máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum. Kæruheimild er í a-lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að krafa hans um að héraðsdómari víki sæti verði tekin til greina. Varnaraðilar krefjast þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað. Þeir krefjast einnig kærumálskostnaðar. Í hinum kærða úrskurði tekur héraðsdómari fram að áður en þinghald var sett í málinu 14. desember 2017 og að lögmanni varnaraðila fjarstöddum hafi hann spurt lögmann sóknaraðila um málið, meðal annars hvar það væri unnið, af hvaða starfsmanni, hvaða aðstæður væru fyrir hendi og á hverju úrskurður sóknaraðila um forsjársviptingu byggðist. Krafa sóknaraðila væri á hinn bóginn byggð á því að dómarinn hefði beint þeirri spurningu til lögmanns hans hvort mark væri takandi á þeim starfsmönnum sóknaraðila sem hefðu haft aðkomu að málinu og jafnframt hvort sóknaraðili byggði málatilbúnað sinn á gögnum eða eingöngu fullyrðingum og hvort lögmaðurinn teldi úrskurð sóknaraðila vera réttan. Í tölvupósti til héraðsdómara sama dag og framangreint þinghald var háð lýsti lögmaður sóknaraðila yfir áhyggjum af hæfi dómarans í ljósi spurninganna. Í þinghaldi 8. janúar 2018 lagði sóknaraðili fram bókun í málinu þar sem hann krafðist þess að héraðsdómari viki sæti í því á grundvelli g-liðar 1. mgr. 5. gr. laga nr. 91/1991. Í skriflegum athugasemdum héraðsdómara, sem lagðar voru fram með kærumálsgögnum til Landsréttar, sagði að lýsing lögmanns sóknaraðila í kæru á samskiptum þeirra væri ekki nákvæm og að ummæli dómarans um starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur hefðu ekki verið með þeim neikvæðu formerkjum sem lýst var í kæru sóknaraðila. Þegar lögmaður sóknaraðila hafi ekki getað svarað því hver hefði unnið að málinu hafi dómarinn látið þau orð falla að það væri væntanlega starfsmaður sem lögmaðurinn teldi að mark væri á takandi. Til að taka af allan vafa áréttaði dómarinn í athugasemdunum að það væri ekki viðhorf hans að á starfsmönnum Barnaverndar Reykjavíkur væri almennt ekki mark takandi og féllst ekki á að af umræddum orðaskiptum við lögmann sóknaraðila mætti með réttu draga þá ályktun. Tilgangur hæfisreglna í réttarfarslögum er að tryggja að dómari sitji ekki í máli nema hann sé óhlutdrægur gagnvart bæði aðilum máls og efni þess, en einnig til að tryggja traust aðilanna til dómstóla með því að koma í veg fyrir að dómari standi að úrlausn máls í tilviki þar sem réttmæt tortryggni gæti risið um óhlutdrægni hans. Að virtum þeim orðum héraðsdómara sem rakin eru hér að framan og hann hefur gengist við að hafa látið falla í samtali sínu við lögmann sóknaraðila þykja þau hlutlægt séð til þess fallin að draga megi óhlutdrægni hans með réttu í efa, sbr. g-lið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 91/1991. Er því óhjákvæmilegt að fella hinn kærða úrskurð úr gildi og taka til greina kröfu sóknaraðila um að héraðsdómara verði gert að víkja sæti í málinu. Rétt er að kærumálskostnaður falli niður. Úrskurðarorð : K-kvk-nf K-kvk-nf héraðsdómari skal víkja sæti í máli þessu. Kærumálskostnaður fellur niður.
e807cb01-7d8b-4a68-9d83-2fe4df11cc92
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_120_2018", "publish_timestamp": "2018-02-09T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 567 }, { "offset": 590, "length": 21 }, { "offset": 613, "length": 115 }, { "offset": 730, "length": 416 }, { "offset": 1148, "length": 140 }, { "offset": 1290, "length": 101 }, { "offset": 1393, "length": 1016 }, { "offset": 2411, "length": 780 }, { "offset": 3193, "length": 757 }, { "offset": 3952, "length": 41 }, { "offset": 3995, "length": 14 }, { "offset": 4011, "length": 60 }, { "offset": 4073, "length": 31 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 116 }, { "offset": 138, "length": 222 }, { "offset": 362, "length": 111 }, { "offset": 475, "length": 112 }, { "offset": 590, "length": 21 }, { "offset": 613, "length": 115 }, { "offset": 730, "length": 124 }, { "offset": 855, "length": 70 }, { "offset": 927, "length": 139 }, { "offset": 1068, "length": 77 }, { "offset": 1148, "length": 140 }, { "offset": 1290, "length": 61 }, { "offset": 1352, "length": 38 }, { "offset": 1393, "length": 339 }, { "offset": 1733, "length": 345 }, { "offset": 2080, "length": 150 }, { "offset": 2232, "length": 176 }, { "offset": 2411, "length": 317 }, { "offset": 2729, "length": 194 }, { "offset": 2925, "length": 265 }, { "offset": 3193, "length": 330 }, { "offset": 3524, "length": 276 }, { "offset": 3802, "length": 147 }, { "offset": 3952, "length": 41 }, { "offset": 3995, "length": 14 }, { "offset": 4011, "length": 60 }, { "offset": 4073, "length": 31 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=bd4ad02d-ef99-47e9-a08b-d0e87199c2e1&verdictid=5da2dfc8-1a18-48ec-8e8f-ecd5245c06dc" }
121/2018 Útdráttur Aðilar deildu um landamerki jarðanna Stuðla í eigu F og Sléttu í eigu S. Í hinum áfrýjaða dómi, sem Landsréttur staðfesti með vísan til forsendna að því er varðaði ákvörðun landamerkja milli jarðanna frá Skessugjá í suðri að landamerkjum gagnvart Seljateigi í norðri, kom fram að lagt væri til grundvallar að landamerkjabréf jarðanna, sem undirrituð hefðu verið með liðlega mánaðarbili, væru samþýðanleg, enda rektu þau merkin eftir sömu kennileitum þótt það væri ekki gert eftir sömu stefnu. Landamerkjabréf Stuðla væri yngra og ívið ítarlegra og yrði lýsing þess bréfs lögð til grundvallar þar sem landamerkjabréf Sléttu væri ónákvæmara. Heildstætt mat á öllu því, sem fram væri komið í málinu, styddi eindregið þá niðurstöðu að landamerki jarðanna yrðu dregin eftir þeirri staðsetningu kennileita sem S byggði á. Varakröfulína S þótti samræmast betur lýsingu landamerkjabréfanna og var varakrafa hans því tekin til greina. Að því er varðaði mörk milli jarðanna ofan Skessugjár taldi Landsréttur að aðilar hefðu ekki gert nægilega grein fyrir því hvar þeir landamerkjapunktar væru sem þeir hvor um sig byggðu á að væru á vatnaskilum milli jarðanna. Kröfugerð aðila væri að þessu leyti ekki svo glögg sem verða mætti svo að unnt væri að leggja dóm á hana, sbr. dlið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Var þessum hluta kröfugerðar beggja málsaðila því vísað frá héraðsdómi. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir A-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf S-kk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Aðaláfrýjandi skaut málinu til Landsréttar með áfrýjunarstefnu 24. janúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Austurlands 25. október 2017 í málinu nr. E66/2016. 158204, verði sem hér segir: Frá vatnaskilum milli jarðanna Stuðla og Sléttu í punkt nr. 6, Skessugjá með hnit 722336,60 m og 509433,58 m, þaðan í punkt nr. 5, Skollaflöt með hnit 722133,08 m og 509893,32 m, þaðan í punkt nr. 4, Ystaforsgil með hnit 721841,96 m og 510218,59 m, þaðan í punkt nr. 3, vörðu með hnit 721798,96 m og 510357,64 m, þaðan í keldu í svokölluðum Bláarbakka með hnit 722060,69 m og 510994,52 m og þaðan í áframhaldandi beinni stefnu að landamerkjum gagnvart jörðinni Seljateigi. Til vara krefst hann þess að viðurkennd verði landamerki jarðanna eins og í aðalkröfu greinir að punkti nr. 3, en þaðan í punkt B samkvæmt samkomulagstillögu með hnit 721814,65 m og 510587,42 m, þaðan í punkt A með hnit 721980,06 m og 511022,04 m og þaðan áfram beina stefnu að landamerkjum gagnvart jörðinni Seljateigi. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 12. mars 2018. Hann krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms en til vara að viðurkennt verði að landamerki milli jarðanna Sléttu og Stuðla liggi frá vatnaskilum við Fáskrúðsfjörð um línu um hnitið LM7, 722191,0508712,0 í Skessugjá, í hnit LM6, 721768,3510459,1 í landamerkjavörðu neðan Ystafossgils og þaðan um línu sem liggur um hnit LM8, 721982,1955110201912, við skurðenda á Bláarbakka, og áfram í sömu stefnu að landamerkjum gagnvart Seljateigi. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 4 Dómendur fóru á vettvang 4. september 2018. Niðurstaða 5 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur að því er varðar ákvörðun landamerkja milli jarðanna Stuðla og Sléttu frá Skessugjá í suðri að landamerkjum gagnvart Seljateigi í norðri. 6 Að því er varðar mörk ofan Skessugjár er í kröfugerð aðaláfrýjanda, bæði í aðal og varakröfu, miðað við að landamerki séu þar dregin frá „vatnaskilum milli jarðanna Stuðla og Sléttu í punkt nr. 6, Skessugjá með hnit 722336,60m og 509433,58m“ og síðan í kennileiti um tiltekin hnit og punkta allt þar til kemur að landamerkjum gagnvart jörðinni Seljateigi. Gagnáfrýjandi krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms en til vara að miðað verði við að landamerkin „liggi frá vatnaskilum við Fáskrúðsfjörð um línu um hnitið LM7, 722191,0508712,0 í Skessugjá“ og síðan í kennileiti með tiltekin hnit og línu og loks í stefnu að landamerkjum gagnvart Seljateigi. Hvergi í kröfugerð aðila er því getið um þann upphafspunkt eða þau hnit á vatnaskilum sem mörk jarðanna eiga að miðast við. Hafa aðilar í dómkröfum sínum því ekki gert nægilega grein fyrir því hvar þeir landamerkjapunktar eru sem þeir hvor um sig byggja á að séu á vatnaskilum. Af þessu leiðir að útilokað er að staðsetja landamerkjalínu ofan Skessugjár á grundvelli kröfugerðar um legu hennar. Kröfugerð ekki hjá því komist að vísa þessum hluta kröfugerðar beggja málsaðila frá héraðsdómi án kröfu. 7 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað er staðfest. 8 Aðaláfrýjanda verður gert að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Dómkröfum aðaláfrýjanda, F-kvk-ef G-kvk-ef, og gagnáfrýjanda, S-kk-ef B-kk-ef, að því er varðar mörk ofan Skessugjár er vísað frá héraðsdómi. Að öðru leyti skal hinn áfrýjaði dómur vera óraskaður. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda 1.000.000 króna í málskostnað fyrir Landsrétti.
4fb4766b-bbce-4de9-a5b0-5bbebf8018e6
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_121_2018", "publish_timestamp": "2018-10-05T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 1394 }, { "offset": 1417, "length": 17 }, { "offset": 1436, "length": 99 }, { "offset": 1537, "length": 30 }, { "offset": 1569, "length": 1056 }, { "offset": 2627, "length": 583 }, { "offset": 3212, "length": 45 }, { "offset": 3259, "length": 10 }, { "offset": 3271, "length": 205 }, { "offset": 3478, "length": 1162 }, { "offset": 4642, "length": 55 }, { "offset": 4699, "length": 108 }, { "offset": 4809, "length": 8 }, { "offset": 4819, "length": 141 }, { "offset": 4962, "length": 54 }, { "offset": 5018, "length": 82 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 492 }, { "offset": 514, "length": 145 }, { "offset": 661, "length": 174 }, { "offset": 837, "length": 108 }, { "offset": 947, "length": 223 }, { "offset": 1172, "length": 170 }, { "offset": 1344, "length": 70 }, { "offset": 1417, "length": 17 }, { "offset": 1436, "length": 99 }, { "offset": 1537, "length": 30 }, { "offset": 1569, "length": 81 }, { "offset": 1651, "length": 67 }, { "offset": 1720, "length": 8 }, { "offset": 1730, "length": 500 }, { "offset": 2232, "length": 319 }, { "offset": 2553, "length": 71 }, { "offset": 2627, "length": 67 }, { "offset": 2695, "length": 441 }, { "offset": 3138, "length": 71 }, { "offset": 3212, "length": 45 }, { "offset": 3259, "length": 10 }, { "offset": 3271, "length": 205 }, { "offset": 3478, "length": 357 }, { "offset": 3836, "length": 303 }, { "offset": 4141, "length": 122 }, { "offset": 4265, "length": 152 }, { "offset": 4419, "length": 115 }, { "offset": 4536, "length": 103 }, { "offset": 4642, "length": 55 }, { "offset": 4699, "length": 108 }, { "offset": 4809, "length": 8 }, { "offset": 4819, "length": 141 }, { "offset": 4962, "length": 54 }, { "offset": 5018, "length": 82 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=b5247c94-95c1-4cff-bf56-8b2124756849&verdictid=f4ff60c5-f224-4a89-b6d5-7dc2137f8ac1" }
122/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir H-kvk-nf Þ-kvk-nf, I-kvk-nf E-kvk-nf og R-kvk-nf H-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 23. janúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. janúar 2018, í málinu nr. R74/2018, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 20. febrúar 2018 klukkan 15.30. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Samkvæmt gögnum málsins leikur sterkur grunur á að varnaraðili hafi átt veigamikinn hlut að innflutningi á miklu magni amfetamíns hingað til lands, sem getur varðað við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Er því fullnægt skilyrðum 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til að fallast á kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald yfir varnaraðila í þágu almannahagsmuna. Af þeim sökum verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
5495845e-5a73-4022-8748-62b25452bb2d
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_122_2018", "publish_timestamp": "2018-01-25T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 137 }, { "offset": 160, "length": 21 }, { "offset": 183, "length": 111 }, { "offset": 296, "length": 528 }, { "offset": 826, "length": 54 }, { "offset": 882, "length": 422 }, { "offset": 1306, "length": 13 }, { "offset": 1321, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 137 }, { "offset": 160, "length": 21 }, { "offset": 183, "length": 111 }, { "offset": 296, "length": 118 }, { "offset": 415, "length": 71 }, { "offset": 488, "length": 115 }, { "offset": 605, "length": 76 }, { "offset": 683, "length": 140 }, { "offset": 826, "length": 54 }, { "offset": 882, "length": 180 }, { "offset": 1063, "length": 34 }, { "offset": 1099, "length": 150 }, { "offset": 1251, "length": 52 }, { "offset": 1306, "length": 13 }, { "offset": 1321, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=1b8e1ec7-e760-4b48-aede-06fcd4c9a009&verdictid=7bc4d6e9-b97d-4926-99fc-98c878b1dcf8" }
123/2018 Útdráttur Aðilar deildu um hluta landamerkja jarðanna Hrólfsstaða og Sellands á Fljótdalshéraði, sem áður tilheyrðu jörðunum Fossvöllum og Hauksstöðum. Í málinu lágu fyrir fjögur þinglýst landamerkjabréf, hið elsta fyrir Hauksstaði frá 1883, næst fyrir Fossvelli frá 1884 og loks bréf fyrir hvora jörð frá 1921. Laut ágreiningurinn að því hvernig skýra bæri hin þinglýstu landamerkjabréf, nánar tiltekið hvaða þýðingu það hefði að Deildarfoss væri getið á merkjum jarðanna í landamerkjabréfi fyrir Hauksstaði frá 1883 en ekki í yngri landamerkjabréfum. Þá var deilt um þýðingu örnefnisins Illalækjaróss eða Illalækjargilsóss og staðsetningu þess, þ.e. hvort um væri að ræða farveg Illalækjar eða hvort örnefnið ós vísaði til upptaka lækjarins eða þess staðar þar sem lækurinn félli í Jökulsá. Í dómi Landsréttar kom fram að ekki yrði litið framhjá skýru orðalagi í þinglýstum landamerkjabréfum jarðanna Hauksstaða og Fossvalla frá 1921 um að merki milli jarðanna lægju úr Illalækjarósi eða Illalækjargilsósi „við Jökulsá“ auk þess sem vitnisburðir í málinu styddu þá niðurstöðu. Var því við það miðað að um væri að ræða þann stað sem Illilækur félli í Jökulsá enda væri sú skýring jafnframt í samræmi við almenna málnotkun. Hvað varðaði landamerki jarðanna kom fram að enga skýringu væri að finna í gögnum málsins á því að kennileitisins Deildarfoss væri ekki getið í merkjalýsingu í landamerkjabréfi Fossvalla frá 1884, sem hefði verið í bréfi Hauksstaða ári fyrr. Landamerkjabréf væri í eðli sínu samningur væri það samþykkt af eigendum eða umráðamönnum aðliggjandi jarða um þau atriði sem þeir hefðu forræði á að ráðstafa með löggerningi, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 547/2012. Síðari tíma heimildir sem B vísaði til í málinu til stuðnings því að Deildarfoss hefði legið á merkjum fengju ekki haggað því að samkvæmt þinglýstum landamerkjabréfum beggja jarða frá 1921 lægju merkin úr Illalækjarósi eða Illalækjargilsósi við Jökulsá í mitt Búrfell. Var lagt til grundvallar að eigi síðar en við undirritun landamerkjabréfa fyrir Fossvelli og Hauksstaði 1921 hafi tekist samningur á milli eigenda jarðanna um hvar mörk þeirra skyldu liggja. Var því talið ósannað að Deildarfoss lægi á merkjum jarðanna Sellands og Hrólfsstaða. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, H-kvk-nf Þ-kvk-nf og R-kvk-nf H-kvk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Aðaláfrýjandi, Bláfeldur ehf., skaut málinu til Landsréttar með áfrýjunarstefnu 25. janúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Austurlands 15. nóvember 2017 í málinu nr. E89/2016. Aðaláfrýjandi krefst þess að viðurkennt verði að landamerki milli jarðanna Hrólfsstaða og Sellands séu aðallega þessi: Frá Jökulsá á Dal þar sem Illagilslækur fellur í ána, hnit 702625 – 552558, hér eftir (L06), upp með Illagilslæk að hniti 702535,6 – 553014,9, hér eftir (L07), þaðan í beinni línu um Deildarfoss, hnit 702095,5 – 553156,1, hér eftir (L05), í mitt Búrfell við hnit 699801 – 553892, hér eftir (L03), þaðan í beina stefnu á Laxárdalshnjúk, hnit 695479 – 557509, hér eftir (L02), og þaðan í Beinavörðu, hnit 690158 – 562389, hér eftir (L01). Fyrsta varakrafa aðaláfrýjanda er að viðurkennt verði að landamerki framangreindra jarða séu eftirfarandi: Frá Jökulsá á Dal þar sem Illagilslækur fellur í ána (L06), upp með Illagilslæk að hniti (L07), þaðan í beinni línu í Deildarfoss (L05), þaðan ráði Deildarlækur að lækjarmótum við hnit 701353,7 – 553249,5, hér eftir (L04), þaðan í beina línu í mitt Búrfell (L03), þaðan í beina stefnu á Laxárdalshnjúk (L02) og þaðan í Beinavörðu (L01). Önnur varakrafa aðaláfrýjanda er að viðurkennt verði að landamerki framangreindra jarða séu eftirfarandi: Frá Jökulsá á Dal þar sem Illagilslækur fellur í ána (L06), í Deildarfoss (L05), þaðan ráði Deildarlækur að lækjarmótum (L04), þaðan í beina línu í mitt Búrfell (L03), þaðan í beina stefnu á Laxárdalshnjúk (L02) og þaðan í Beinavörðu (L01). Þriðja varakrafa aðaláfrýjanda er að viðurkennt verði að landamerki framangreindra jarða séu eftirfarandi: Frá Jökulsá á Dal þar sem Illagilslækur fellur í ána (L06), í beina línu í Deildarfoss (L05), þaðan í beina línu í mitt Búrfell (L03), þaðan í beina stefnu á Laxárdalshnjúk (L02) og þaðan í Beinavörðu (L01). Fjórða varakrafa aðaláfrýjanda er að viðurkennt verði að landamerki framangreindra jarða séu eftirfarandi: Frá Jökulsá á Dal þar sem Illagilslækur fellur í ána (L06), eftir girðingu neðan þjóðvegar í hnit 702597,387 – 552576,835, upp að hniti 702509,694 – 552698,808, og þaðan meðfram þjóðvegi í hnit 702597,387 – 552576,835, þar sem línan sker línu milli þess staðar þar sem Illagilslækur fellur í Jökulsá á Dal (L06) í mitt Búrfell (L03). Frá þeim stað liggi merki í mitt Búrfell (L03), þaðan í beina stefnu á Laxárdalshnjúk (L02) og í Beinavörðu (L01). Auk framangreinds krefst aðaláfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti úr hendi gagnáfrýjanda. Austurlands til Landsréttar fyrir sitt leyti 11. apríl 2018. Hún krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms um landamerki milli Hrólfsstaða og Sellands. Þá krefst hún þess að fjórðu varakröfu aðaláfrýjanda verði vísað frá dómi. Loks krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti úr hendi aðaláfrýjanda. 3 Dómendur í málinu gengu á vettvang 5. september 2018. Málsatvik og helstu ágreiningsefni 4 Málsatvikum er skilmerkilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar er rakið er í málinu deilt um hluta landamerkja jarðanna Sellands og Hrólfsstaða á Fljótsdalshéraði, sem áður tilheyrðu jörðunum Fossvöllum og Hauksstöðum. Um mörk jarðanna liggja fyrir fjögur þinglýst landamerkjabréf, hið elsta fyrir Hauksstaði frá 1883, næst fyrir Fossvelli frá 1884 og loks bréf fyrir hvora jörð frá 1921. Í þremur yngstu bréfunum eru merkin sögð liggja frá Illalækjarósi í mitt Búrfell, án þess að getið sé frekari kennileita á þeirri línu. Í elsta bréfinu, Hauksstaðabréfi frá 1883, er merkjum hins vegar lýst frá Illalækjarósi í Deildarfoss og þaðan í Búrfell. 5 Aðila greinir á um hvernig skýra beri hin þinglýstu landamerkjabréf, nánar tiltekið hvaða þýðingu það hafi að Deildarfoss sé getið í bréfinu fyrir Hauksstaði frá 1883 en ekki í síðari bréfum frá 1874 og 1921. Þá er deilt um þýðingu örnefnisins Illalækjaróss eða Illalækjargilsóss og staðsetningu hans. Niðurstaða 6 Um Illalækjarós eða Illalækjargilsós er af hálfu aðaláfrýjanda vísað til sóknarlýsingar sem Þ-kk-nf Á-kk-nf prestur í Hofteigi ritaði fyrir Hofteigssókn árið 1874. Þar er landamerkjum jarðanna Hauksstaða og Fossvalla á ágreiningssvæðinu lýst svo: „… þaðan suðvestur í Miklafell og Búrfell, þá beint til suðurs í Deildarfoss og sömu stefnu í Illalækjarós sem fellur í Jökulsá og skiptir landi milli Hauksstaða í Hofteigssókn og Fossvalla í Kirkjubæjarsókn.“ Er á því byggt að af þessu verði ráðið að örnefnið Illalækjarós hafi haft þá merkingu að vera farvegur Illalækjar eða Illagilslækjar, jafnvel lækurinn sjálfur. Þá hafi örnefnið ós vísað til upptaka lækjarins, en líklegt sé að kvísl hafi tekið sig út úr Deildarlæk nærri Deildarfossi. Aðalkrafa aðaláfrýjanda er við það miðuð að markalína á milli jarðanna verði dregin frá Jökulsá á Dal þar sem Illagilslækur fellur í ána, við hnit L06, upp með Illagilslæk að þeim stað þar sem Búrfell verði fyrst sýnilegt frá læknum, eða við hnit L07, þaðan í beinni línu yfir Deildarfoss, við hnit L05, í mitt Búrfell, við hnit L03. Fyrsta varakrafa aðaláfrýjanda er miðuð við að markalínan verði dregin með sama hætti frá Jökulsá að Deildarfossi, en fylgi síðan Deildarlæk að lækjarmótum, við hnit L04, og þaðan beina línu í mitt Búrfell. arósi eða Illalækjargilsósi „við Jökulsá“. Þá er Illalækjarós eða Illalækjargilsós ekki að finna í örnefnaskrám um mörk jarðanna, sem liggja fyrir í málinu og munu hafa verið unnar á öndverðum sjöunda áratug síðustu aldar. Þar eru á hinn bóginn tilgreind örnefnin Illilækur og Illalækjargil. Vitni sem gáfu skýrslu fyrir héraðsdómi könnuðust heldur ekki við þá orðskýringu að ós merki vatnsfall, utan P-kk-nf P-kk-nf sem taldi ós hafa getað merkt stutt rennsli eða stuttan læk að fornu. Spurð um örnefnið Illalækjarós lýstu vitni því ýmist sem þeim stað þar sem Illagilslækur fellur niður í Illagil eða þar sem lækurinn fellur í Jökulsá, það er við hnit L06. Verður við það miðað, enda er sú skýring jafnramt í samræmi við almenna málnotkun, eins og í héraðsdómi greinir. Samkvæmt framangreindu ber að sýkna gagnáfrýjanda af aðalkröfu og fyrstu varakröfu aðaláfrýjanda. 8 Víkur þá að því álitaefni hvort Deildarfoss liggi á merkjum. Í niðurstöðu héraðsdóms var til þess vísað að þrjú yngstu landamerkjabréfin væru samþýðanleg um merki milli Jökulsár á Dal og Búrfells og skyldu þau því ganga framar elsta bréfinu frá 1883. Því væri ósannað að Deildarfoss hefði verið á landamerkjum jarðanna, a.m.k. frá undirritun landamerkjabréfa Fossvalla og Hauksstaða árið 1921. 9 Af hálfu aðaláfrýjanda er á því byggt að héraðsdómari hafi ekki lagt heildstætt mat á misræmi í lýsingum landamerkjabréfanna. Ástæða þess að Deildarfoss sé getið sem merkis í landamerkjabréfi fyrir Hauksstaði frá 1883 en ekki í landamerkjabréfi fyrir Fossvelli frá 1884, og í síðari bréfum frá 1921, sé einfaldlega sú að lýsing landamerkja sé þar misnákvæm. Því til stuðnings er vísað til mismunandi orðalags og lýsingar kennileita í bréfunum að öðru leyti. Þá er vísað til ýmissa heimilda sem taldar eru styðja það að merki jarðanna hafi legið um Deildarfoss, svo sem fyrrnefndrar sóknarlýsingar Hofteigsprestakalls og örnefnalýsinga, umfjöllunar í ritinu Sveitir og jarðir í Múlaþingi 1974 og 1995, byggingarbréfa fyrir Selland 1984 og 1988, landakort sem einkum sýna hreppamörk og ýmis gögn um vinnu við skýringu hreppamarka um 1990. 10 Af þeim gögnum sem aðaláfrýjandi vísar til er helst að horfa til byggingarbréfa fyrir Selland sem þáverandi eigendur jarðarinnar, S-kk-nf G-kk-nf og S-kvk-nf S-kvk-nf, rituðu undir 1984 og 1985. Í bréfunum eru landamerki við Hauksstaði sögð vera: „Úr Illalækjarósi við Jökulsá, í Deildarfoss, þaðan í mitt Búrfell.“ Með síðara bréfinu var J-kk-þgf H-kk-þgf J-kk-þgf og Í-kvk-þgf D-kvk-þgf R-kvk-þgf heimiluð ábúð á jörðinni, en þau eignuðust síðan jörðina með afsali í apríl 1992. Í afsalinu, sem S-kk-nf og S-kvk-nf rita undir sem fyrr, er tilgreint að landamerki jarðarinnar séu svo sem segi í landamerkjaskrá NorðurMúlasýslu „og eru þau ágreiningslaus“. Þessar síðari tíma heimildir um mörk jarðanna eru því misvísandi. 11 Í hinum áfrýjaða dómi er rakið hverjir rituðu undir landamerkjabréfin fjögur fyrir jarðirnar Fossvelli og Hauksstaði. Eins og þar kemur fram voru bréfin undirrituð af Óumdeilt er að þessir menn voru til þess bærir að ráðstafa landi Hauksstaða. Eins og réttilega greinir í héraðsdómi hefur aðaláfrýjandi ekki heldur fært viðhlítandi rök fyrir því að í stöðu Fossvalla sem kristfjáreignar hafi falist að hreppnum hafi verið óheimilt að semja um mörk jarðarinnar. 12 Enga skýringu er að finna í gögnum málsins á því að kennileitisins Deildarfoss var ekki getið í merkjalýsingu í landamerkjabréfi Fossvalla frá 1884, sem verið hafði í bréfi fyrir Hauksstaði ári fyrr. Ekkert verður fullyrt um hvort um mistök hafi verið að ræða eða hvort ætlunin hafi verið að breyta merkjum jarðanna. Hins vegar verður að ætla að þeim sem rituðu undir landamerkjabréf fyrir jarðirnar árið 1921 hafi verið kunnugt um fyrri bréf og að þau væru misvísandi að þessu leyti. Er jafnframt til þess að líta að þegar síðari bréfin tvö voru undirrituð var skammt liðið frá gildistöku laga nr. 41/1919, um landamerki o.fl., en samkvæmt 1. mgr. 2. gr. þeirra laga skal eigandi lands eða fyrirsvarsmaður gera glöggva skrá um landamerki eins og hann veit þau réttust. Þá merkjalýsingu skal hann sýna hverjum þeim sem land á til móts við hann, eða fyrirsvarsmanni hans, og skulu þeir rita samþykki sitt á merkjaskrána nema þeir telji hana ranga, enda skal þess þá getið ef einhver þeirra vill ekki samþykkja hana. Að þessu loknu skal merkjaskrá afhent til þinglýsingar. 13 Eins og fram kemur í dómi Hæstaréttar 26. september 2013 í máli nr. 547/2012 er landamerkjabréf í eðli sínu samningur ef það er samþykkt af eigendum eða umráðamönnum aðliggjandi jarða um þau atriði sem þeir hafa forræði á að ráðstafa með löggerningi. Þau gögn sem aðaláfrýjandi vísar til í málinu til stuðnings því að Deildarfoss hafi legið á merkjum fá ekki haggað því að samkvæmt þinglýstum landamerkjabréfum frá 1921 liggja merkin úr Illalækjarósi eða Illalækjargilsósi við Jökulsá í mitt Búrfell. Ætla verður að það hefði verið tilgreint með skýrum hætti í bréfunum ef markalínan hefði átt að liggja í sveig frá Illalækjargilsósi norðvestur að Deildarfossi og þaðan í Búrfell, eins og aðaláfrýjandi heldur fram í málinu. Þá var tekið fram í niðurlagi bréfsins fyrir Hauksstaði að „allir aðiljar hafa undirskrifað landamerkin ágreiningslaus“. 14 Samkvæmt framangreindu, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, verður lagt til grundvallar að eigi síðar en við undirritun landamerkjabréfa fyrir Fossvelli og Hauksstaði 1921 hafi tekist samningur á milli eigenda jarðanna um hvar mörk þeirra skyldu liggja. Er því ósannað að Deildarfoss liggi á landamerkjum jarðanna Sellands og Hrólfsstaða. Ber því að sýkna gagnáfrýjanda af annarri og þriðju varakröfu aðaláfrýjanda. 15 Fjórða varakrafa aðaláfrýjanda er við það miðuð að hann hafi eignast fyrir hefð landsvæði frá Jökulsá á Dal við hnit L06 eftir girðingu sem reist var neðan þjóðvegar um 1974. Aðaláfrýjandi hafði ekki uppi dómkröfu í þessa veru við meðferð málsins í héraði, en byggði allt að einu á sömu röksemdum til stuðnings öðrum kröfum. Með 16 Samkvæmt öllu framangreindu er staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um landamerki jarðanna Sellands og Hrólfsstaða á Fljótsdalshéraði. Í því felst jafnframt að aðaláfrýjanda verður gert að fjarlægja girðingu í landi Sellands, eins og nánar greinir í dómsorði. 17 Staðfest er ákvæði héraðsdóms um málskostnað. Rétt þykir að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður um viðurkenningu landamerkja milli Sellands, landanúmer 156874, jarðar gagnafrýjanda R-kvk-ef R-kvk-ef, og Hrólfsstaða, landanúmer 156905, jarðar aðaláfrýjanda Bláfelds ehf. Aðaláfrýjandi skal fjarlægja girðingu sem reist hefur verið ofan þjóðvegar, innan landamerkja Sellands eins og þau eru viðurkennd, innan 90 daga frá uppkvaðningu dóms þessa, að viðlögðum 5.000 króna dagsektum. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað er staðfest. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður.
771fa0e8-66d6-45cd-9b9c-47bf28d0e3f0
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_123_2018", "publish_timestamp": "2018-10-05T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 2219 }, { "offset": 2242, "length": 17 }, { "offset": 2261, "length": 96 }, { "offset": 2359, "length": 30 }, { "offset": 2391, "length": 734 }, { "offset": 3127, "length": 443 }, { "offset": 3572, "length": 346 }, { "offset": 3920, "length": 314 }, { "offset": 4236, "length": 555 }, { "offset": 4793, "length": 413 }, { "offset": 5208, "length": 55 }, { "offset": 5265, "length": 34 }, { "offset": 5301, "length": 654 }, { "offset": 5957, "length": 303 }, { "offset": 6262, "length": 10 }, { "offset": 6274, "length": 2153 }, { "offset": 8429, "length": 395 }, { "offset": 8826, "length": 838 }, { "offset": 9666, "length": 725 }, { "offset": 10393, "length": 463 }, { "offset": 10858, "length": 1073 }, { "offset": 11933, "length": 848 }, { "offset": 12783, "length": 443 }, { "offset": 13228, "length": 331 }, { "offset": 13561, "length": 264 }, { "offset": 13827, "length": 106 }, { "offset": 13935, "length": 8 }, { "offset": 13945, "length": 205 }, { "offset": 14152, "length": 209 }, { "offset": 14363, "length": 45 }, { "offset": 14410, "length": 44 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 141 }, { "offset": 163, "length": 158 }, { "offset": 323, "length": 239 }, { "offset": 564, "length": 238 }, { "offset": 804, "length": 284 }, { "offset": 1090, "length": 143 }, { "offset": 1235, "length": 240 }, { "offset": 1477, "length": 216 }, { "offset": 1695, "length": 267 }, { "offset": 1964, "length": 189 }, { "offset": 2155, "length": 84 }, { "offset": 2242, "length": 17 }, { "offset": 2261, "length": 96 }, { "offset": 2359, "length": 30 }, { "offset": 2391, "length": 98 }, { "offset": 2490, "length": 68 }, { "offset": 2560, "length": 8 }, { "offset": 2570, "length": 554 }, { "offset": 3127, "length": 443 }, { "offset": 3572, "length": 346 }, { "offset": 3920, "length": 314 }, { "offset": 4236, "length": 440 }, { "offset": 4677, "length": 113 }, { "offset": 4793, "length": 105 }, { "offset": 4899, "length": 59 }, { "offset": 4960, "length": 87 }, { "offset": 5049, "length": 73 }, { "offset": 5124, "length": 81 }, { "offset": 5208, "length": 55 }, { "offset": 5265, "length": 34 }, { "offset": 5301, "length": 58 }, { "offset": 5360, "length": 166 }, { "offset": 5528, "length": 168 }, { "offset": 5698, "length": 134 }, { "offset": 5834, "length": 120 }, { "offset": 5957, "length": 210 }, { "offset": 6168, "length": 91 }, { "offset": 6262, "length": 10 }, { "offset": 6274, "length": 165 }, { "offset": 6440, "length": 291 }, { "offset": 6733, "length": 158 }, { "offset": 6893, "length": 122 }, { "offset": 7017, "length": 332 }, { "offset": 7351, "length": 205 }, { "offset": 7558, "length": 41 }, { "offset": 7601, "length": 178 }, { "offset": 7781, "length": 67 }, { "offset": 7850, "length": 193 }, { "offset": 8045, "length": 170 }, { "offset": 8217, "length": 111 }, { "offset": 8330, "length": 96 }, { "offset": 8429, "length": 62 }, { "offset": 8492, "length": 188 }, { "offset": 8682, "length": 141 }, { "offset": 8826, "length": 127 }, { "offset": 8954, "length": 230 }, { "offset": 9186, "length": 98 }, { "offset": 9286, "length": 377 }, { "offset": 9666, "length": 197 }, { "offset": 9864, "length": 119 }, { "offset": 9985, "length": 163 }, { "offset": 10150, "length": 174 }, { "offset": 10326, "length": 64 }, { "offset": 10393, "length": 120 }, { "offset": 10514, "length": 124 }, { "offset": 10640, "length": 215 }, { "offset": 10858, "length": 202 }, { "offset": 11061, "length": 115 }, { "offset": 11178, "length": 166 }, { "offset": 11346, "length": 283 }, { "offset": 11631, "length": 243 }, { "offset": 11876, "length": 54 }, { "offset": 11933, "length": 253 }, { "offset": 12187, "length": 248 }, { "offset": 12437, "length": 222 }, { "offset": 12661, "length": 119 }, { "offset": 12783, "length": 281 }, { "offset": 13065, "length": 83 }, { "offset": 13150, "length": 75 }, { "offset": 13228, "length": 177 }, { "offset": 13406, "length": 148 }, { "offset": 13556, "length": 2 }, { "offset": 13561, "length": 139 }, { "offset": 13701, "length": 123 }, { "offset": 13827, "length": 48 }, { "offset": 13876, "length": 56 }, { "offset": 13935, "length": 8 }, { "offset": 13945, "length": 205 }, { "offset": 14152, "length": 209 }, { "offset": 14363, "length": 45 }, { "offset": 14410, "length": 44 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=4c8fd2e5-e806-45ce-9c14-f46d3c051986&verdictid=f17be3c9-831f-4cb3-8a71-290e4cea75af" }
124/2018 Útdráttur A höfðaði mál á hendur H og S hf. til viðurkenningar á rétti sínum til skaðabóta úr ábyrgðartryggingu H hjá S hf. vegna líkamstjóns sem A varð fyrir þegar hún rann í anddyri leikskóla , sem rekinn var af H, með þeim afleiðingum að höfuð hennar skall á horni stálkassa utan um brunaslöngu á vegg . Í héraðsdómi, sem staðfestur var í Landsrétti með vísan t il forsendna hans, kom fram að A hefði ekki sýnt fram á að slysið yrði rakið til saknæmrar háttsemi H eða annarra atvika sem H bæri ábyrgð á. Voru H og S hf. því sýknuð af kröfum A. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir K-kvk-nf S-kvk-nf, O-kvk-nf M-kvk-nf A-kvk-nf og V-kk-nf H. V-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 17. janúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 17. október 2017 í málinu nr. E[…]/2016. 2 Áfrýjandi krefst þess að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda Hafnarfjarðarkaupstaðar vegna líkamstjóns sem áfrýjandi varð fyrir þegar hún rann í anddyri leikskólans […] í Hafnarfirði 13. desember 2012. Þá krefst áfrýjandi þess að viðurkenndur verði réttur hennar til skaðabóta úr ábyrgðartryggingu stefnda Hafnarfjarðarkaupstaðar hjá stefnda SjóváAlmennum tryggingum hf. vegna sama líkamstjóns. Loks krefst áfrýjandi málskostnaðar fyrir Landsrétti eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. 3 Stefndu krefjast staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 5 Rétt er að aðilarnir beri hver sinn kostnað af málinu fyrir Landsrétti en um gjafsóknarkostnað áfrýjanda hér fyrir dómi fer samkvæmt því sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, A, fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, S-kk-ef P-kk-ef, 933.750 krónur.
285cb632-2de2-4d95-bd31-f83968264cd8
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_124_2018", "publish_timestamp": "2018-10-26T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 496 }, { "offset": 519, "length": 39 }, { "offset": 560, "length": 17 }, { "offset": 579, "length": 105 }, { "offset": 686, "length": 30 }, { "offset": 718, "length": 136 }, { "offset": 856, "length": 493 }, { "offset": 1351, "length": 78 }, { "offset": 1431, "length": 10 }, { "offset": 1443, "length": 231 }, { "offset": 1676, "length": 8 }, { "offset": 1686, "length": 40 }, { "offset": 1728, "length": 44 }, { "offset": 1774, "length": 163 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 296 }, { "offset": 318, "length": 198 }, { "offset": 519, "length": 39 }, { "offset": 560, "length": 17 }, { "offset": 579, "length": 105 }, { "offset": 686, "length": 30 }, { "offset": 718, "length": 57 }, { "offset": 776, "length": 66 }, { "offset": 844, "length": 9 }, { "offset": 856, "length": 208 }, { "offset": 1065, "length": 191 }, { "offset": 1258, "length": 90 }, { "offset": 1351, "length": 78 }, { "offset": 1431, "length": 10 }, { "offset": 1443, "length": 68 }, { "offset": 1512, "length": 161 }, { "offset": 1676, "length": 8 }, { "offset": 1686, "length": 40 }, { "offset": 1728, "length": 44 }, { "offset": 1774, "length": 163 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=8b2dcf37-b0f1-4cad-aeac-3d993a556634&verdictid=71a33ed1-c538-4e61-8d50-958e03292f91" }
125/2018 Útdráttur A höfðaði mál gegn T hf. og krafðist bóta vegna líkamstjóns sem hún hlaut í umferðarslysi 2012. Var varanleg örorka hennar metin 5%. A stundaði grunnnám í viðskiptafræði þegar slysið varð og brautskráðist með BSpróf í greininni 2014. Ágreiningur aðila snerist um hvaða árslaun ætti að leggja til grundvallar útreikningi bóta samkvæmt 2. mgr. 7. gr. skaðbótalaga nr. 50/1993 fyrir varanlega örorku A. Með hliðsjón af dómaframkvæmd Hæstaréttar fellst Landsréttur ekki á það með T hf. að miða bæri útreikning bóta við byrjunarlaun fólks með BA eða BSpróf í viðskiptafræði. Þegar horft væri til þess að A var komin mjög langt á veg með grunnnám sitt í viðskiptafræði þegar slysið bar að höndum þætti réttari mælikvarði á líklegar framtíðartekjur hennar að leggja til grundvallar meðaltekjur fólks með BA og BSpróf árið 2012 samkvæmt kjarakönnun Félags viðskipta og hagfræðinga frá árinu 2015. Var því önnur varakrafa A tekin til greina. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir R-kvk-nf B-kvk-nf, S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf og V-kk-nf H. V-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 23. janúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur […] 2017 í máli nr. E[…]/2017. 2 Áfrýjandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér aðallega 6.502.118 krónur með 4,5% vöxtum af 506.600 krónum frá 15. júní 2012 til 16. september 2012, en af 6.502.118 krónum frá þeim degi til 24. júlí 2014. Til vara 6.161.138 krónur með 4,5% vöxtum af 506.600 krónum frá 15. júní 2012 til 16. september 2012, en af 6.161.138 krónum frá þeim degi til 24. júlí 2014. Að því frágengnu 5.104.149 krónur með 4,5% vöxtum af 506.600 krónum frá 15. júní 2012 til 16. september 2012, en af 5.104.149 krónum frá þeim degi til 24. júlí 2014. Í öllum tilvikum er krafist dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 24. júlí 21014 til greiðsludags, allt að frádregnum 4.672.458 krónum 8. október 2014. Þá er krafist málskostnaðar bæði í héraði og fyrir Landsrétti, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Áfrýjandi lenti í umferðarslysi 15. júní 2012 og var varanlegur miski hennar metinn til 5 stiga og varanleg örorka 5%, eins og nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi. Bótaskylda stefnda er óumdeild. Við uppgjör aðila 10. október 2014 var lagt til grundvallar að fyrir hendi væru aðstæður sem um getur í undantekningarreglu 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og miðað við miðgildi mánaðarlauna fólks með BA eða BSpróf með allt að tveggja ára starfsaldur samkvæmt kjarakönnun Félags viðskipta og hagfræðinga á árinu 2011. Í samræmi við framangreindar forsendur greiddi stefndi áfrýjanda 3.752.239 krónur í bætur vegna varanlegrar örorku. Áfrýjandi tók við greiðslunni með fyrirvara þar sem hún féllst ekki á að leggja áðurgreint tekjuviðmið til grundvallar bótum. 5 Ágreiningur málsaðila lýtur einvörðungu að því hvaða árslaun skuli lögð til grundvallar við útreikning bóta fyrir varanlega örorku áfrýjanda. Áfrýjandi reisir kröfur sínar á því að tekjuviðmið stefnda gefi ekki rétta mynd af áætluðum framtíðartekjum hennar. Hún hafi lokið 78% af námi sínu í viðskiptafræði þegar slysið varð og útskrifast með BSpróf í viðskiptafræði frá […] 2014. Fram hefur komið að […] 2014 lenti áfrýjandi í alvarlegu umferðarslysi […]. Í skýrslu sinni fyrir Landsrétti bar áfrýjandi að hún væri enn að ná sér af afleiðingum þess slyss og hefði búið við fulla örorku frá því það átti sér stað. Hún kvaðst þó stefna að því að komast aftur á vinnumarkaðinn og starfa sem viðskiptafræðingur. 6 Fyrir Landsrétti hefur áfrýjandi sett fram aðal, vara og þrautavarakröfu en fyrir héraðsdómi tefldi hún eingöngu fram aðalkröfunni. Aðalkrafan byggist áfram á því að miða beri við meðaltekjur þeirra sem störfuðu við sérfræðistörf í viðskiptagreinum á árinu 2012 samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands eða 747.000 krónur á mánuði. Varakrafan tekur mið af meðaltekjum viðskipta og hagfræðinga samkvæmt kjarakönnun Félags viðskipta og hagfræðinga árið 2011 eða 648.000 krónum á mánuði og önnur varakrafa tekur mið af meðaltekjum fólks með BA eða BSpróf árið 2012 samkvæmt kjarakönnun áðurgreinds félags frá árinu 2015 eða 600.000 krónum á mánuði. 7 Stefndi telur að við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku áfrýjanda beri að leggja til grundvallar byrjunarlaun fólks með BS eða BApróf eða 430.000 krónur á mánuði eins og gert hafi verið við uppgjör aðila og fallist hafi verið á í héraðsdómi. Stefndi hafi þegar greitt áfrýjanda bætur fyrir varanlega örorku á þeim grundvelli og eigi áfrýjandi því ekki frekari kröfur á hendur honum. Niðurstaða 8 Með hliðsjón af því að áfrýjandi stundaði grunnnám í viðskiptafræði þegar slysið varð er fallist á með stefnda að áfrýjandi hafi ekki sýnt fram á að það sé réttur mælikvarði á framtíðartekjur hennar að miða við sérfræðistörf í viðskiptagreinum, eins og gert er í aðalkröfu hennar, eða meðaltekjur viðskipta og hagfræðinga samkvæmt kjarakönnun Félags viðskipta og hagfræðinga, eins og gert er í varakröfu hennar, en þar er um að ræða meðaltekjur fólks með meiri menntun en áfrýjandi. Með hliðsjón af dómaframkvæmd verður hins vegar ekki fallist á með stefnda að miða beri útreikning bóta við byrjunarlaun fólks með BA eða BSpróf í viðskiptafræði, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 27. janúar 2005 í máli nr. 280/2004 og 9. október 2014 í máli nr. 149/2014. Þegar horft er til þess að áfrýjandi var komin mjög langt á veg með grunnnám sitt í viðskiptafræði þegar slysið bar að höndum þykir réttari mælikvarði á líklegar framtíðartekjur hennar að leggja til grundvallar meðaltekjur fólks með BA og BSpróf árið 2012, eins og gert er í annarri varakröfu áfrýjanda. 9 Samkvæmt framangreindu verður stefndi dæmdur til að greiða áfrýjanda 5.104.149 krónur með vöxtum eins og í dómsorði greinir, allt að frádregnum 4.672.458 krónum sem stefndi greiddi áfrýjanda 8. október 2014. 10 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað verða staðfest. 11 Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, sem ákveðst eins og í dómsorði greinir. Með vísan til 3. mgr. 130. gr., sbr. 166. gr. laga nr. 91/1991, verður stefnda gert að greiða hluta þess kostnaðar í ríkissjóð. Dómsorð: Stefndi, Tryggingamiðstöðin hf., greiði áfrýjanda, A, 5.104.149 krónur með 4,5% vöxtum af 506.600 krónum frá 15. júní 2012 til 16. september 2012, en af 5.104.149 krónum frá þeim degi til 24. júlí 2014, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 4.672.458 krónum 8. október 2014. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað skulu vera óröskuð. Stefndi greiði 400.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti sem renni í ríkissjóð. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, S-kk-ef G-kk-ef Þ-kk-ef, 800.000 krónur.
0054d82c-1091-4bec-8fd1-85a63ca83043
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_125_2018", "publish_timestamp": "2018-06-22T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 932 }, { "offset": 955, "length": 17 }, { "offset": 974, "length": 102 }, { "offset": 1078, "length": 30 }, { "offset": 1110, "length": 127 }, { "offset": 1239, "length": 847 }, { "offset": 2088, "length": 84 }, { "offset": 2174, "length": 27 }, { "offset": 2203, "length": 767 }, { "offset": 2972, "length": 710 }, { "offset": 3684, "length": 644 }, { "offset": 4330, "length": 397 }, { "offset": 4729, "length": 1064 }, { "offset": 5795, "length": 209 }, { "offset": 6006, "length": 80 }, { "offset": 6088, "length": 279 }, { "offset": 6369, "length": 8 }, { "offset": 6379, "length": 375 }, { "offset": 6756, "length": 73 }, { "offset": 6831, "length": 83 }, { "offset": 6916, "length": 155 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 95 }, { "offset": 117, "length": 35 }, { "offset": 154, "length": 99 }, { "offset": 255, "length": 334 }, { "offset": 591, "length": 317 }, { "offset": 910, "length": 42 }, { "offset": 955, "length": 17 }, { "offset": 974, "length": 102 }, { "offset": 1078, "length": 30 }, { "offset": 1110, "length": 57 }, { "offset": 1168, "length": 57 }, { "offset": 1227, "length": 9 }, { "offset": 1239, "length": 223 }, { "offset": 1463, "length": 156 }, { "offset": 1621, "length": 164 }, { "offset": 1787, "length": 196 }, { "offset": 1985, "length": 100 }, { "offset": 2088, "length": 84 }, { "offset": 2174, "length": 27 }, { "offset": 2203, "length": 166 }, { "offset": 2370, "length": 30 }, { "offset": 2402, "length": 325 }, { "offset": 2729, "length": 114 }, { "offset": 2845, "length": 124 }, { "offset": 2972, "length": 143 }, { "offset": 3116, "length": 114 }, { "offset": 3232, "length": 121 }, { "offset": 3355, "length": 74 }, { "offset": 3431, "length": 155 }, { "offset": 3588, "length": 93 }, { "offset": 3684, "length": 133 }, { "offset": 3818, "length": 195 }, { "offset": 4015, "length": 312 }, { "offset": 4330, "length": 245 }, { "offset": 4576, "length": 139 }, { "offset": 4717, "length": 9 }, { "offset": 4729, "length": 484 }, { "offset": 5214, "length": 274 }, { "offset": 5490, "length": 302 }, { "offset": 5795, "length": 209 }, { "offset": 6006, "length": 80 }, { "offset": 6088, "length": 151 }, { "offset": 6240, "length": 126 }, { "offset": 6369, "length": 8 }, { "offset": 6379, "length": 375 }, { "offset": 6756, "length": 73 }, { "offset": 6831, "length": 83 }, { "offset": 6916, "length": 155 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=9092c9a0-cb0f-4143-9966-168ef4da93c7&verdictid=a7238969-33e1-4003-9ed0-54b0e965d19c" }
126/2018 Útdráttur Máli A gegn B hf. var vísað frá Landsrétti þar sem A lagði ekki fram tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar innan þess frests sem honum var veittur til þess að setja hana. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kvk-nf E-kvk-nf, S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 23. janúar 2018. Hann krefst sýknu af kröfum stefnda en til vara að þær verði lækkaðar. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir héraðsdómi og Landsrétti. 2 Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. 3 Með bréfi 12. febrúar 2018 krafðist stefndi þess að áfrýjanda yrði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar fyrir Landsrétti með vísan til bliðar 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Áfrýjandi mótmælti kröfunni. Með úrskurði Landsréttar 30. maí 2018 var fallist á hana og áfrýjanda gert að setja tryggingu að fjárhæð 1.000.000 króna. Áfrýjanda var veittur frestur til 13. júní 2018 til að leggja trygginguna fram. Með kæru 8. júní 2018 skaut áfrýjandi úrskurðinum til Hæstaréttar sem staðfesti hann með dómi […] 2018 í máli nr. […]/2018. Í kjölfar dómsins veitti Landsréttur áfrýjanda viðbótarfrest til að leggja fram tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar til 27. júní 2018. Sú trygging hefur ekki verið sett og ber því samkvæmt 3. mgr. 133. gr., sbr. 166. gr. laga nr. 91/1991 að vísa málinu sjálfkrafa frá Landsrétti. 4 Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Landsrétti eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Landsrétti. Áfrýjandi, A, greiði stefnda, B hf., 300.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.
4780e468-78b4-4041-a11b-4ebf94e9558e
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_126_2018", "publish_timestamp": "2018-07-09T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 171 }, { "offset": 194, "length": 21 }, { "offset": 217, "length": 123 }, { "offset": 342, "length": 189 }, { "offset": 533, "length": 76 }, { "offset": 611, "length": 853 }, { "offset": 1466, "length": 103 }, { "offset": 1571, "length": 13 }, { "offset": 1586, "length": 35 }, { "offset": 1623, "length": 83 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 171 }, { "offset": 194, "length": 21 }, { "offset": 217, "length": 123 }, { "offset": 342, "length": 57 }, { "offset": 400, "length": 69 }, { "offset": 471, "length": 59 }, { "offset": 533, "length": 76 }, { "offset": 611, "length": 215 }, { "offset": 827, "length": 27 }, { "offset": 856, "length": 120 }, { "offset": 978, "length": 78 }, { "offset": 1058, "length": 122 }, { "offset": 1182, "length": 136 }, { "offset": 1320, "length": 143 }, { "offset": 1466, "length": 103 }, { "offset": 1571, "length": 13 }, { "offset": 1586, "length": 35 }, { "offset": 1623, "length": 83 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=1f6c3e50-7dae-4639-9eb9-ec567b70b072&verdictid=e0f1f7f9-def3-4d89-b450-08fc005e221a" }
127/2018 Útdráttur J ehf. krafði V hf., tryggingafélag félagsins, um greiðslu skaðabóta vegna tjóns sem J ehf. varð fyrir þegar vörubifreið með áföstum krana í hans eigu var ekið undir göngubrú á Vesturlandsvegi með kranann ófrágenginn og í svo hárri stöðu að hann rakst í brúna og tjón varð á bæði bifreiðinni og krananum. Laut ágreiningur málsaðila að því hvort ökumaður vörubifreiðarinnar hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og þá hvort V hf. væri heimilt á þeim grundvelli að lækka vátryggingarbætur J ehf. á grundvelli ákvæða um samsömun í skilmálum vátrygginga félagsins. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti með vísan til forsendna, kom fram að ökumaðurinn hefði vikið verulega frá þeirri háttsemi sem honum bar að viðhafa og að af háttseminni hefði stafað augljós hætta á umfangsmiklu tjóni. Hefði tjóninu því verið valdið af stórkostlegu gáleysi ökumanns. Héraðsdómur rakti því næst ákvæði 2. mgr. 27. gr., 3. mgr. 29. gr. og 1. mgr. 41. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga og tiltekin ákvæði vátryggingarskilmála V hf. og sló því föstu að félaginu hefði verið heimilt að bera fyrir sig stórkostlegt gáleysi ökumanns vörubifreiðarinnar. Var því talið að J ehf. hefði þegar fengið þær vátryggingarbætur sem félagið ætti rétt á. Var V hf. sýknað af kröfum J ehf. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir A-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf S-kk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar með áfrýjunarstefnu 25. janúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 14. nóvember 2017 í málinu nr. E1113/2017. 2 Áfrýjandi krefst þess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og stefndi verði dæmdur til að greiða honum 20.186.648 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 22. júlí 2016 til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum stefnda 22. september 2016 að fjárhæð 9.761.148 krónur og 23. nóvember 2016 að fjárhæð 3.205.838 krónur. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti en til vara að dómkröfur áfrýjanda verði lækkaðar verulega og málskostnaður fyrir Landsrétti felldur niður. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um annað en málskostnað. 5 Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti sem ákveðinn verður í einu lagi eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað. Áfrýjandi, Jakob Ragnarsson slf., greiði stefnda, Vátryggingafélagi Íslands hf., 700.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
04cd30f2-cc44-41a7-8476-834f2fbf9b38
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_127_2018", "publish_timestamp": "2018-11-02T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 1270 }, { "offset": 1293, "length": 17 }, { "offset": 1312, "length": 99 }, { "offset": 1413, "length": 30 }, { "offset": 1445, "length": 159 }, { "offset": 1606, "length": 438 }, { "offset": 2046, "length": 200 }, { "offset": 2248, "length": 10 }, { "offset": 2260, "length": 92 }, { "offset": 2354, "length": 148 }, { "offset": 2504, "length": 8 }, { "offset": 2514, "length": 64 }, { "offset": 2580, "length": 139 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 304 }, { "offset": 326, "length": 255 }, { "offset": 583, "length": 228 }, { "offset": 813, "length": 63 }, { "offset": 878, "length": 288 }, { "offset": 1168, "length": 88 }, { "offset": 1258, "length": 32 }, { "offset": 1293, "length": 17 }, { "offset": 1312, "length": 99 }, { "offset": 1413, "length": 30 }, { "offset": 1445, "length": 77 }, { "offset": 1523, "length": 68 }, { "offset": 1593, "length": 10 }, { "offset": 1606, "length": 379 }, { "offset": 1986, "length": 57 }, { "offset": 2046, "length": 200 }, { "offset": 2248, "length": 10 }, { "offset": 2260, "length": 92 }, { "offset": 2354, "length": 148 }, { "offset": 2504, "length": 8 }, { "offset": 2514, "length": 64 }, { "offset": 2580, "length": 139 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=aab48707-b27d-46cc-a487-f8f807a92858&verdictid=1432bc2d-3df9-4871-a29a-ea91f5a9a5e6" }
128/2018 Útdráttur E samþykkti að barnaverndarnefnd K tæki við forsjá dóttur hennar D og að hún yrði vistuð hjá B og C til 18 ára aldurs, sbr. 1. og 2. mgr. 25. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. A, faðir D, fór ekki með forsjá hennar og í málinu krafðist hann þess að fóstursamningnum yrði hnekkt. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að barnaverndarnefnd K hefði við meðferð málsins gætt að málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar og barnaverndarlaga. Í dómi Landsréttar kom fram að krafa um að fóstursamningi yrði hnekkt yrði aðeins tekin til greina að uppfylltum skilyrðum 3. mgr. 34. gr. barnaverndarlaga. Vísað var til þess að A hefði samþykkt ráðstöfunina og að af hans hálfu hefði ekki verið vísað til neinna breyttra aðstæðna sem gætu réttlætt að fyrirliggjandi fóstursamningi yrði hnekkt. Var því ekki talið að fullnægt væri skilyrðum 3. mgr. 34. gr. laganna. Voru barnaverndarnefnd K, B og C því sýknuð af kröfu A. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, H-kvk-nf Þ-kvk-nf og R-kvk-nf H-kvk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 25. janúar 2018 og gerir þá kröfu að fóstursamningi stefnda, barnaverndarnefndar Kópavogs, við stefndu, B og C, um fósturvistun dóttur hans, D, verði hnekkt. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti án tillits til gjafsóknar, sem honum hefur verið veitt. 2 Stefndu krefjast staðfestingar héraðsdóms. Stefndu, B og C, krefjast auk þess málskostnaðar án tillits til gjafsóknar, sem þeim hefur verið veitt. Niðurstaða 3 Atvik máls eru reifuð í héraðsdómi. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um að stefndi, barnaverndarnefnd Kópavogs, hafi við meðferð málsins gætt að málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar og barnaverndarlaga nr. 80/2002. 4 Samkvæmt 2. mgr. 34. gr. laga nr. 80/2002 getur foreldri gert kröfu fyrir dómi á hendur barnaverndarnefnd og fósturforeldrum um að fóstursamningi samkvæmt 25. gr. sömu laga verði hnekkt. Slík krafa verður á hinn bóginn aðeins tekin til greina að breyting þyki réttmæt vegna breyttra aðstæðna, raski ekki stöðugleika í uppeldi barns og taki mið af þörfum þess, sbr. 3. mgr. 34. gr. laganna. Af athugasemdum í frumvarpi sem varð að lögum nr. 80/2002 er ljóst að breyting af þessum toga komi eingöngu til álita með tilliti til hags barns og að fara verði varlega í slíkar breytingar þar sem barni sé að jafnaði fyrir bestu að sem minnstar breytingar séu gerðar á högum þess, dvalarstað og félagslegu umhverfi. Eru þessi sjónarmið í samræmi við þá grundvallarreglu í barnarétti að hagsmunir barns skuli vera í fyrirrúmi við allar ákvarðanir sem það snerta. 5 Fyrir liggur að áfrýjandi samþykkti, að höfðu samráði við barnsmóður, að barninu yrði ráðstafað í fóstur til stefndu, B og C. Í skýrslutöku fyrir héraðsdómi kom fram að hann hefði ekki haft aðstöðu til að taka við barninu á þeim tíma. Af hálfu áfrýjanda hefur ekki verið vísað til neinna breyttra aðstæðna í skilningi 3. mgr. 34. gr. laga nr. 80/2002 sem geta réttlætt að fyrirliggjandi fóstursamningi verði hnekkt. Stúlkan hefur verið í fóstri hjá stefndu B og C frá því að hún var tæplega ársgömul en hún er nú tæplega þriggja ára. Gögn málsins bera með sér að hún hafi tekið framförum eftir að hún fór í fóstur, henni líði vel og hafi tengst fósturforeldrum sterkum böndum. Eins og rakið er í héraðsdómi kom fram í skýrslu b-kvk-ef fyrir dómi að stúlkan dafnaði vel og blómstraði og að það væri vilji hennar að barnið yrði áfram hjá fósturforeldrunum. Í skýrslu áfrýjanda sjálfs fyrir héraðsdómi kom einnig fram að hann vissi ekki betur en að barninu liði vel hjá þeim. Samkvæmt því verður ekki fallist á að réttmætt sé að fallast á kröfu áfrýjanda um að fóstursamningi stefndu verði hnekkt, sbr. fyrrgreint ákvæði 3. mgr. 34. gr. laga nr. 80/2002. 6 Samkvæmt framangreindu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur. Rétt þykir að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður en um gjafsóknarkostnað áfrýjanda og stefndu, B og C, hér fyrir dómi fer samkvæmt því sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fellur niður fyrir Landsrétti. Allur gjafsóknarkostnaður stefndu, B og C, fyrir Landsrétti, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns þeirra, Þ-kvk-ef H-kvk-ef S-kvk-ef lögmanns, 1.000.000 króna. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Landsrétti, þar með talin þóknun lögmanns hans, G-kk-ef E-kk-ef lögmanns, 1.000.000 króna, greiðist úr ríkissjóði.
02681c57-3127-47b2-b910-9898b803189e
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_128_2018", "publish_timestamp": "2018-05-18T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 913 }, { "offset": 936, "length": 17 }, { "offset": 955, "length": 96 }, { "offset": 1053, "length": 30 }, { "offset": 1085, "length": 312 }, { "offset": 1399, "length": 148 }, { "offset": 1549, "length": 10 }, { "offset": 1561, "length": 259 }, { "offset": 1822, "length": 854 }, { "offset": 2678, "length": 1153 }, { "offset": 3833, "length": 230 }, { "offset": 4065, "length": 8 }, { "offset": 4075, "length": 40 }, { "offset": 4117, "length": 44 }, { "offset": 4163, "length": 176 }, { "offset": 4341, "length": 156 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 175 }, { "offset": 197, "length": 101 }, { "offset": 300, "length": 161 }, { "offset": 463, "length": 155 }, { "offset": 620, "length": 186 }, { "offset": 808, "length": 69 }, { "offset": 879, "length": 54 }, { "offset": 936, "length": 17 }, { "offset": 955, "length": 96 }, { "offset": 1053, "length": 30 }, { "offset": 1085, "length": 198 }, { "offset": 1284, "length": 112 }, { "offset": 1399, "length": 44 }, { "offset": 1444, "length": 102 }, { "offset": 1549, "length": 10 }, { "offset": 1561, "length": 37 }, { "offset": 1599, "length": 220 }, { "offset": 1822, "length": 188 }, { "offset": 2011, "length": 201 }, { "offset": 2214, "length": 315 }, { "offset": 2531, "length": 144 }, { "offset": 2678, "length": 127 }, { "offset": 2806, "length": 107 }, { "offset": 2915, "length": 179 }, { "offset": 3096, "length": 116 }, { "offset": 3214, "length": 141 }, { "offset": 3357, "length": 176 }, { "offset": 3535, "length": 116 }, { "offset": 3653, "length": 177 }, { "offset": 3833, "length": 63 }, { "offset": 3897, "length": 165 }, { "offset": 4065, "length": 8 }, { "offset": 4075, "length": 40 }, { "offset": 4117, "length": 44 }, { "offset": 4163, "length": 176 }, { "offset": 4341, "length": 156 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=52af9be0-e5d4-4415-963f-d6b53a90b7b1&verdictid=19681e3d-552b-4fd9-b3c0-744e9d186616" }
129/2018 Útdráttur: Í málinu kröfðust E ehf. og H ehf. þess að felld yrði úr gildi ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 22. desember 2016 þess efnis að hafna kröfum þeirra um að fresta því að taka ákvörðun um breytingu á frumvarpi til úthlutunar uppboðsandvirðis fasteignarinnar V upp í kröfu Í hf. og ákveða að úthlutun færi fram eins og kveðið væri á um í frumvarpinu. Með úrskurði héraðsdóms var sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu gert að fresta endanlegri ákvörðun um úthlutun söluandvirðis fasteignarinnar V upp í kröfu Í hf. þar til endanleg niðurstaða málsins nr. X90/2012, sem rekið væri fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eða eftir atvikum æðri réttar, lægi fyrir varðandi ágreining um það hvort krafa Í hf. hefði verið greidd með skuldajöfnuði. Í úrskurði Landsréttar kom fram að við úthlutun á söluverði fasteignarinnar yrði að líta svo á að krafa Í hf. væri umdeild, þar sem niðurstaða hefði ekki fengist um það hvort hún kynni að vera fallin niður í heild vegna skuldajafnaðar eða eftir atvikum að hluta og þá hversu miklum. Við þessar aðstæður bæri sýslumanni að gera ráð fyrir kröfunni í frumvarpi til úthlutunar með þeirri fjárhæð sem ætla megi að hún geti hæst numið, sbr. 7. mgr. 50. gr. laga nr. 90/1991, um nauðungarsölu. Í 3. mgr. 54. gr. sömu laga væri kveðið á um að sýslumanni bæri að leggja greiðslu umdeildrar kröfu samkvæmt úthlutunargerð á sérgreindan reikning við banka eða sparisjóð, þar sem féð væri varðveitt þar til ráðið væri um tilkall þess. Hins vegar væri ekki við það miðað að fresta bæri úthlutun í samræmi við frumvarpið. Var því ómerkt ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um úthlutun uppboðsandvirðis fasteignarinnar V upp í kröfu Í hf. og frumvarpinu. Ekki var fallist á með E ehf. og H ehf. að lækka bæri kröfu Í hf. um vexti og dráttarvexti með tilliti til 5. gr. laga nr. 75/1997 eins og hún gæti hæst orðið við úthlutun söluverðsins. Hins vegar var kröfu Í hf. um innheimtukostnað hafnað. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, Á-kk-nf H-kk-nf og R-kvk-nf H-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðilar skutu málinu til Landsréttar með kæru 22. janúar 2018. Kærumálsgögn bárust réttinum 5. febrúar sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. janúar 2018 í málinu nr. Z1/2017 þar sem sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu var gert að fresta ákvörðun um úthlutun á kröfu varnaraðila í uppboðsandvirði fasteignarinnar Vesturgötu 64 í Reykjavík þar til endanleg niðurstaða í máli, sem rekið er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem mál nr. X90/2012, eða eftir atvikum æðri réttar, lægi fyrir um þann ágreining hvort krafa varnaraðila hefði verið greidd með skuldajöfnuði. Varnaraðili kærði framangreindan úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur fyrir sitt leyti 23. janúar 2018. Kæruheimild er í 1. mgr. 79. gr. laga nr. 90/1991, um nauðungarsölu. 2 Sóknaraðilar krefjast þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og breytt á þá leið að fallist verði á aðalkröfu þeirra í héraði, þ.e. að felld verði úr gildi ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 22. desember 2016, þess efnis að hafna kröfum sóknaraðila um að fresta ákvörðun um úthlutun uppboðsandvirðis fasteignarinnar Vesturgötu 64 samkvæmt þriðja tölulið frumvarps og ákveða jafnframt að ákvörðun um úthlutun söluverðs áður nefndrar eignar til varnaraðila á 1. veðrétti skuli standa óbreytt. Enn fremur krefjast sóknaraðilar þess að sýslumanninum verði gert að breyta frumvarpinu á þann veg að hafnað verði kröfu varnaraðila um greiðslu samningsvaxta að fjárhæð 328.055.319 krónur, að dráttarvaxtakröfu varnaraðila verði hafnað að því marki sem hún er yfir árs dráttarvöxtum af samþykktum höfuðstól kröfu varnaraðila og að málskostnaðarkröfu varnaraðila verði hafnað. Samhliða krefjast sóknaraðilar þess að sýslumanni verði gert að fresta endanlegri ákvörðun um úthlutun höfuðstóls kröfu varnaraðila auk dráttarvaxta þar til endanleg niðurstaða dómsmáls þess sem rekið er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem mál nr. X90/2012, eða eftir atvikum æðri dóms, liggur fyrir varðandi ágreining um það hvort krafa varnaraðila hafi verið greidd með skuldajöfnuði. Til vara er gerð sú krafa að sýslumanni verði gert að fresta töku framangreindrar ákvörðunar. Þá krefjast sóknaraðilar þess að varnaraðila verði gert að greiða þeim málskostnað. 3 Varnaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og að þess í stað verði teknar til greina kröfur hans um að frumvarp sýslumanns að úthlutunargerð uppboðsandvirðis fasteignarinnar Vesturgötu 64 verði staðfest og að úthlutun samkvæmt þeirri úthlutunargerð fari fram þegar í stað. Jafnframt krefst varnaraðili kærumálskostnaðar. 4 Með úrskurði Landsréttar í málinu 15. mars 2018 var ómerkt ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 22. desember 2016 um að þriðji töluliður frumvarps til úthlutunar á söluverði umræddrar fasteignar skyldi standa óbreyttur. Þá var sýslumanninum gert að fresta endanlegri ákvörðun um úthlutun á söluverði fasteignarinnar upp í kröfu varnaraðila þar til endanleg niðurstaða lægi fyrir í dómsmáli, sem rekið væri fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem mál nr. X90/2012, eftir atvikum með úrlausn æðri réttar. Að öðru leyti var aðalkröfu sóknaraðila vísað frá héraðsdómi. 5 Sóknaraðilar skutu úrskurði Landsréttar til Hæstaréttar 26. mars 2018. Með dómi réttarins 7. júní 2018 í máli nr. 7/2018 var ákvæði úrskurðarins um frávísun málsins að hluta frá héraðsdómi fellt úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka að því leyti efnislega afstöðu til dómkrafna sóknaraðila. Í forsendum dómsins er sú ályktun dregin af 7. mgr. 50. gr. og 2. mgr. 54. gr. laga nr. 90/1991 að ekki sé rétt að fresta ákvörðun um úthlutun söluverðs fasteignar við þær aðstæður sem uppi eru, heldur beri að komast að niðurstöðu um hámarksfjárhæð sem hlutaðeigandi kröfuhafi geti átt rétt til. Er málið nú tekið fyrir að nýju í ljósi dóms Hæstaréttar. Málsatvik 6 Sóknaraðili, Héðinsreitur ehf., var þinglýstur eigandi fasteignarinnar Vesturgötu 64 í Reykjavík. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði hugðist félagið ráðast þar í umfangsmiklar byggingarframkvæmdir. Í því skyni gerði félagið fjármögnunarsamning við Byr sparisjóð 9. október 2007. Þeim samningi var rift af hálfu sparisjóðsins með bréfi 12. júní 2008. Með dómi Hæstaréttar Íslands 17. nóvember 2011 í málinu nr. 87/2011 var viðurkennd skaðabótaskylda sparisjóðsins á tjóni sóknaraðila, Héðinsreits ehf., er leiddi af riftuninni. 7 Áður en fjármögnunarsamningnum var rift lánaði sparisjóðurinn sóknaraðila, Héðinsreit ehf., 600 milljónir króna með lánssamningi 27. nóvember 2007. Helmingur höfuðstóls lánsfjárhæðarinnar skyldi miðast við nánar tilgreinda erlenda gjaldmiðla í ákveðnum hlutföllum. Gjalddagi höfuðstóls og vaxta var 5. janúar 2012 og skyldi endurgreiðsla vera „óskert, þ.e. án lækkunar hvort sem er vegna skattgreiðslna eða annarra greiðslna sem lánveitanda ber að greiða vegna lánsins, skuldajafnaðar eða gagnkrafna“. 8 Sama dag og lánssamningurinn var undirritaður gaf sóknaraðili, Héðinsreitur ehf., út 36 samhljóða tryggingarbréf, sem bundin voru vísitölu neysluverðs, til tryggingar á öllum skuldum félagsins við Byr sparisjóð, samtals að fjárhæð 720 milljónir króna auk vísitöluálags, dráttarvaxta og alls kostnaðar sem af vanskilum leiddi. Tryggingarbréfin hvíldu á 1. veðrétti fasteignarinnar sem að framan greinir, sem þá hét Ánanaust 1 og 3, en fékk síðar heitið Vesturgata 64. 9 Með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 22. apríl 2010 tók stofnunin yfir vald stofnfjáreigendafundar Byrs sparisjóðs og var öllum eignum og tryggingarréttindum sparisjóðsins ráðstafað til Byrs hf. nema nánar tilgreindum eignum. Sérstaklega var tekið fram í 13. tölulið ákvörðunarinnar að framsal kröfuréttinda svipti skuldara ekki rétti til skuldajöfnunar sem hann hafi átt gagnvart fyrri kröfuhafa eða þrotabúi hans. Ágreiningslaust er að með þessu yfirtók Byr hf. réttindi kröfuhafa samkvæmt lánssamningnum 27. nóvember 2007 sem og réttindi veðhafa samkvæmt framangreindum tryggingarbréfum. 10 Slitastjórn Byrs sparisjóðs birti innköllun í Lögbirtingablaði 13. júlí 2010 vegna krafna í slitabú sparisjóðsins. Sóknaraðili, Héðinsreitur ehf., lýsti kröfu að fjárhæð 3.060.000.000 króna í búið sem reist var á skaðabótaskyldu sparisjóðsins vegna ólögmætrar riftunar á fjármögnunarsamningnum 9. október 2007. Fram kom að kröfunni væri lýst sem kröfu til skuldajafnaðar sem nyti tryggingarréttinda á grundvelli 111. gr., sbr. 100. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., að því marki sem Byr sparisjóður ætti kröfu á hendur sóknaraðila. Að öðru leyti var kröfunni lýst sem almennri kröfu í búið. 11 Slitastjórn sparisjóðsins hafnaði framangreindum kröfum í fyrstu. Eftir að dómur Hæstaréttar í málinu nr. 87/2011 féll munu viðræður hafa átt sér stað milli slitastjórnarinnar og sóknaraðila, Héðinsreits ehf., um skaðabótakröfuna án þess að samkomulag næðist milli aðila. Þeim ágreiningi var vísað til Héraðsdóms Reykjavíkur og mun ágreiningsmálið enn vera þar til meðferðar í máli nr. X90/2012. Í málinu hefur verið lagt fram yfirmat þriggja dómkvaddra matsmanna 21. september 2016 þar sem lagt er mat á tjón sóknaraðila, Héðinsreits ehf., sem hlaust af riftun fjármögnunarsamningsins. 12 Hinn 29. nóvember 2011 mun varnaraðili, Íslandsbanki hf., hafa yfirtekið allar skyldur og öll réttindi Byrs hf., þar á meðal réttindi samkvæmt framangreindum lánssamningi 27. nóvember 2007 og þeim 36 tryggingarbréfum sem hvíldu á fasteigninni Vesturgötu 64. Varnaraðili höfðaði mál gegn sóknaraðila, Héðinsreit ehf., 10. maí 2012 fyrir Héraðsdómi Reykjaness, mál nr. E746/2012, til greiðslu skuldar samkvæmt lánssamningnum og nam stefnufjárhæðin 928.055.319 krónum. Enn fremur krafðist varnaraðili staðfestingar á veðrétti hans samkvæmt tryggingarbréfunum í fasteigninni að Vesturgötu 64. Sóknaraðili krafðist aðallega sýknu í málinu en til vara lækkunar á kröfunni með vísan til yfirlýsingar um skuldajöfnuð gagnvart slitastjórn Byrs sparisjóðs. Enn fremur fór sóknaraðili fram á viðurkenningu á rétti sínum til þess að skuldajafna bótakröfu hans að fjárhæð 3.060.000.000 króna á móti kröfu varnaraðila. 13 Sóknaraðili, Héðinsreitur ehf., fór fram á að frekari meðferð á framangreindu dómsmáli yrði frestað uns niðurstaða lægi fyrir í máli nr. X90/2012. Krafan var rökstudd með vísan til 3. mgr. 102. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 7. maí 2013 var fallist á kröfuna. Með dómi Hæstaréttar 7. júní 2013 í málinu nr. 365/2013 var úrskurðurinn staðfestur með vísan til forsendna hans. 14 Að beiðni Reykjavíkurborgar var krafist nauðungarsölu á fasteigninni Vesturgötu 64 og var beiðnin fyrst tekin fyrir af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 15. janúar 2015. Varnaraðili lýsti kröfu í söluandvirði fasteignarinnar annars vegar á grundvelli tryggingarbréfanna og hins vegar á grundvelli lánssamningsins 27. nóvember 2007. 15 Kröfulýsing á grundvelli tryggingarbréfanna nam samtals 1.290.871.247 krónum. Hún var sundurliðuð þannig að höfuðstóll nam 720 milljónum króna, vísitöluhækkun nam 373.333.278 krónum og dráttarvextir námu 139.855.651 krónu. Að auki var krafist „málskostnaðar“ að fjárhæð 46.248.591 króna, innheimtukostnaðar að fjárhæð samtals 126.700 krónur, vaxta af kostnaði að fjárhæð 232.949 krónur og virðisaukaskatts að fjárhæð 11.074.078 krónur. 16 Kröfulýsing varnaraðila á grundvelli lánssamningsins nam samtals 1.572.935.386 krónum. Auk höfuðstóls að fjárhæð 600 milljónir króna var þar krafist vaxta samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands til 5. janúar 2012 að fjárhæð 328.055.319 krónur, dráttarvaxta til 1. febrúar 2016 að fjárhæð 587.197.749 krónur og sömu fjárhæðar í „málskostnað“ og annan kostnað og í kröfulýsingu á grundvelli tryggingarbréfanna, samtals að fjárhæð 57.682.318 krónur. 17 Fasteignin að Vesturgötu 64 var seld nauðungarsölu 1. febrúar 2016. Veðhafi á öðrum veðrétti, Hróður ehf., átti hæsta boð í fasteignina, 1.297.000.000 króna. Hróður ehf. framseldi 2. maí 2016 sóknaraðila, Erli ehf., kröfu þá sem félagið hafði lýst í söluandvirði eignarinnar ásamt tryggingarbréfi. Samkvæmt kröfulýsingu nam sú krafa samtals 3.494.484.463 krónum. 18 Hinn 8. júlí 2016 lagði sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fram frumvarp til úthlutunar á söluverði fasteignarinnar. Samkvæmt þriðja lið frumvarpsins skyldi greiða varnaraðila 1.095.798.562 krónur á grundvelli tryggingarbréfanna sem hvíldu á 1. veðrétti fasteignarinnar, en sóknaraðila, Erli ehf., 186.298.873 krónur á grundvelli tryggingarbréfs á 2. veðrétti, sbr. fjórða lið frumvarpsins. 19 Sóknaraðili, Erill ehf., andmælti frumvarpinu með bréfi 28. júlí 2016. Þar var þess krafist að varnaraðili fengi ekkert greitt upp í kröfu sína þar sem krafan væri að fullu greidd með skuldajöfnuði samkvæmt yfirlýsingu sóknaraðila, Héðinsreits ehf., gagnvart Byr sparisjóði. Farið var fram á að sýslumaður frestaði ákvörðunum um breytingu frumvarpsins þar til niðurstaða lægi fyrir í málinu nr. X90/2012 og eftir atvikum dómur Hæstaréttar í því máli. Jafnframt var kröfulýsingu varnaraðila mótmælt að því leyti að vextir og dráttarvextir samkvæmt henni tækju ekki mið af þeim takmörkunum sem fælust í 5. gr. laga nr. 75/1997, um samningsveð. Að lokum var málskostnaðarkröfu varnaraðila mótmælt. 20 Með bréfi 28. júlí 2016 andmælti sóknaraðili, Héðinsreitur ehf., einnig frumvarpinu. Lutu athugasemdir félagsins að sömu atriðum og mótmæli sóknaraðila, Erils ehf. 21 Mótmæli sóknaraðila voru tekin fyrir á fundi hjá sýslumanni 1. nóvember 2016. Þar reifuðu aðilar sjónarmið sín um ágreiningsatriðin. Við fyrirtöku málsins 22. desember 2016 var hafnað kröfum sóknaraðila um að fresta úthlutun söluandvirðis fasteignarinnar. Sýslumaður ákvað enn fremur að úthlutun til varnaraðila samkvæmt frumvarpinu skyldi standa óbreytt. Sóknaraðilar lýstu því yfir við fyrirtökuna að þeir myndu leita úrlausnar héraðsdóms um þessar ákvarðanir sýslumanns. 22 Sem fyrr segir var með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur fallist á kröfu sóknaraðila um að sýslumanni væri rétt að fresta úthlutun uppboðsandvirðis fasteignarinnar að Vesturgötu 64. Öðrum kröfum sóknaraðila, er lutu að forgangsrétti vaxta, dráttarvaxta og málskostnaðar varnaraðila, var hafnað með þeim rökum að með þeim freistuðu sóknaraðilar þess að fá úrlausn dómsins um það hvort krafa varnaraðila væri greidd með skuldajöfnuði en ágreiningur um það væri til úrlausnar dómstóla. Málsástæður aðila Málsástæður sóknaraðila 23 Sóknaraðilar byggja á því að með hinum kærða úrskurði sé ranglega gengið út frá því að sóknaraðilar séu með aðalkröfu sinni að leita úrlausnar um það hvort krafa varnaraðila, sem deilt sé um í frumvarpi til úthlutunar á söluverði fasteignarinnar, hafi verið greidd með skuldajöfnuði. Þeir vísa til þess að aðalkrafa þeirra lúti þvert á móti að því að fá úrlausn um það hvort tilteknir þættir í kröfu varnaraðila njóti veðréttar í hinni seldu eign. Lækkunarkröfur þeirra varði því á engan hátt skaðabótakröfu sóknaraðila, Héðinsreits ehf. 24 Sóknaraðilar telja að fallast beri á þann hluta aðalkröfunnar sem varði vexti og málskostnað. Krafan sé á því reist að samningsvextir, sem fallið hafi í gjalddaga 5. janúar 2012, njóti ekki veðtryggingar með aðalkröfu, sbr. blið 5. gr. laga nr. 75/1997. Þá hafi með skírskotun til sömu greinar borið að hafna dráttarvaxtakröfu varnaraðila í söluandvirði fasteignarinnar að því leyti sem vextirnir séu eldri en frá 1. febrúar 2015, enda hafi varnaraðili lagt fram kröfulýsingu sína 1. febrúar 2016. Sóknaraðilar telja enn fremur að málskostnaðarkrafa eða innheimtuþóknun að fjárhæð u.þ.b. 58 milljónir króna með virðisaukaskatti sé vanreifuð, allt of há og úr öllu samhengi við atvik og þá vinnu sem lögð hafi verið í innheimtuna. Um það atriði vísa sóknaraðilar meðal annars til þess að krafan sé í andstöðu við 24. gr. laga nr. 77/1998, um lögmenn, og auglýsingu nr. 450/2013, sem sett hafi verið á grundvelli 3. mgr. ákvæðisins. 25 Sóknaraðilar telja að sýslumanni hafi enn fremur borið að fresta þeim hluta úthlutunar söluandvirðis fasteignarinnar sem ráðist getur af því hvort krafa varnaraðila teljist greidd með skuldajöfnuði uns skorið verði úr því ágreiningsefni í málum sem rekin séu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli nr. X90/2012 og í Héraðsdómi Reykjaness í máli nr. E746/2012. Vísað er til þess að sakarefni síðar greinda málsins varði sömu kröfu og sama skuldajöfnuð og deilt sé um í þessu máli. Þessu til stuðnings vísa sóknaraðilar einkum til litis pendens áhrifa við þingfestingu málanna sem hafi þau áhrif að ekki verði leyst úr sama ágreiningi í öðrum málum fyrir dómi, sbr. 4. mgr. 94. gr. laga nr. 91/1991. Sóknaraðilar vísa einnig til þess að frestunin sé jafnframt í samræmi við 1. mgr. 53. gr. laga nr. 90/1991. 26 Verði fallist á með varnaraðila að leysa beri í máli þessu úr ágreiningi aðila um skuldajafnaðarrétt sóknaraðila, Héðinsreits ehf., er á því byggt að yfirlýsing um skuldajöfnuð 13. október 2010 hafi verið sett fram með lögmætum hætti og að hún hafi bundið móttakanda þegar hún hafi verið komin til hans. Öllum skilyrðum skuldajafnaðar sé fullnægt. Þá mótmæla sóknaraðilar því að grein 2.4 í lánssamningi sóknaraðila, Héðinsreits ehf., við Byr sparisjóð komi í veg fyrir að krafan sé greidd með skuldajöfnuði, meðal annars með vísan til þess að um samrættar kröfur sé að ræða. Málsástæður varnaraðila 27 Varnaraðili byggir á því að skilyrðum 3. mgr. 102. gr. laga nr. 91/991, 4. mgr. 94. gr. sömu laga og 53. gr. laga nr. 90/1991 sé ekki fullnægt svo að fresta megi endanlegri ákvörðun um úthlutun á kröfu varnaraðila meðan beðið sé niðurstöðu í ágreiningsmáli milli sóknaraðila, Héðinsreits ehf., og slitastjórnar Byrs sparisjóðs. Virðist honum sem niðurstaða héraðsdóms byggist á misskilningi um aðild að málum nr. X90/2012 í Héraðsdómi Reykjavíkur og nr. E746/2012 í Héraðsdómi Reykjaness. Bendir varnaraðili á að hann eigi enga aðild að fyrrgreinda málinu og verði því ekki bundinn af niðurstöðu í því. Fjallað verði í málinu nr. E746/2012 um það að hvaða leyti varnaraðila, Héðinsreit ehf., kunni að verða heimilt að nýta bótakröfu sína á hendur Byr sparisjóði til skuldajöfnuðar á móti kröfu varnaraðila. Því máli hafi verið frestað ótiltekið. 28 Varnaraðili vísar til þess að veðandlagið hafi hins vegar verið selt nauðungarsölu. Ágreiningur sé um það hvort sýslumanni sé heimilt að úthluta varnaraðila stærstum hluta söluandvirðis þess. Sóknaraðilar hafi mótmælt því þar sem krafan sé greidd með skuldajöfnuði. Varnaraðili hafi byggt á því að ekki séu skilyrði til þess að skuldajafna og að óheimilt sé að greiða lánssamninginn með þeim hætti. 29 Varnaraðili byggir á því að þessi ágreiningur hafi fyrst komið til úrlausnar dómstóla í þessu máli. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að skera úr um hvort sóknaraðila sé heimilt að greiða kröfuna með skuldajöfnuði og að skilyrði séu til þess að láta kröfurnar mætast. Telur hann að ákvæði 4. mgr. 94. gr. laga nr. 91/1991 standi því ekki í vegi, enda eigi ákvæðið ekki við. Því til stuðnings vísar varnaraðili til þess að málsástæða um skuldajöfnuð sé aðeins höfð uppi til varnar í máli nr. E746/2012. 30 Varnaraðili mótmælir því alfarið að sóknaraðili, Héðinsreitur ehf., eigi lögvarða kröfu sem tæk sé til skuldajöfnuðar við kröfu varnaraðila. Telur hann ekkert liggja fyrir um að sóknaraðilinn eigi þá kröfu á hendur slitabúi Byrs sparisjóðs sem hann telur sig eiga. Kröfunni hafi verið hafnað af slitabúinu og hún sé ódæmd. Ætlað tjón sóknaraðilans sé ósannað og í raun ekki gert líklegt að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna riftunar fjármögnunarsamningsins. 31 Fjárkrafa varnaraðila sé aftur á móti óumdeild og gjalddagi hennar löngu liðinn. Í grein 2.4 í lánssamningnum sé kveðið á um hvernig eigi að greiða kröfuna. Þar komi skýrt fram að óheimilt sé að greiða hana með skuldajöfnuði. Byggir varnaraðili á því að samningsákvæðið komi í veg fyrir að krafan verði greidd með skuldajöfnuði. 32 Varnaraðili mótmælir þeim skilningi sem sóknaraðilar leggi í 5. gr. laga nr. 75/1997. Niðurstaða sýslumanns hafi verið að kröfur varnaraðila rúmist innan höfuðstóls tryggingarbréfanna 36 sem tekið hafi breytingum í samræmi við vísitölu, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 75/1997. Engir vextir hafi verið lagðir á þá fjárhæð utan dráttarvaxta í eitt ár. Hann vísar til þess að tryggingarbréfin veiti kröfuhafa forgang til þess að leita fullnustu fyrir kröfu sinni í veðandlaginu. Hafi ákvæði 5. gr. laganna verið sett til þess að tryggja hagsmuni síðari veðhafa sem að öðrum kosti gætu þurft að þola það að verða „rutt út af eignum“ með langvarandi vaxtauppsöfnun fremri veðhafa. Þar sem höfuðstóll tryggingarbréfanna, sem tryggi allar kröfur varnaraðila á hendur sóknaraðila, Héðinsreits ehf., safni ekki vöxtum, heldur taki breytingum í samræmi við breytingu á vísitölunni, hafi hann ekki slík ruðningsáhrif. Fjárkrafa varnaraðila á grundvelli lánssamningsins sé hins vegar ekki veðkrafa og falli ekki undir lög nr. 75/1997. Hún hafi hins vegar verið tryggð að því marki sem tryggingarbréfin hafi dugað til. 33 Varnaraðili kveður innheimtuþóknun sem krafist er vera í samræmi við gjaldskrá lögmannsstofunnar sem annist innheimtuna. Hún taki mið af fjárhæð kröfunnar í samræmi við áratuga hefð við úthlutun uppboðsandvirðis fasteigna. Samkvæmt alið 5. gr. laga nr. 75/1997 sé kostnaður sá sem veðhafi verði fyrir við innheimtu veðkröfu tryggður með aðalkröfu. Krafan sé því tryggð á grundvelli tryggingarbréfanna enda rúmist hún innan uppreiknaðs höfuðstóls þeirra. Þá vísar varnaraðili til þess að í lánssamningnum séu ítarleg ákvæði um skyldu lántaka til að greiða allan kostnað sem hljótist af vanskilum. Þá eigi innheimtulög nr. 95/2008 ekki við um kostnað af þessari innheimtu enda sé um löginnheimtu að ræða. Niðurstaða 34 Sóknaraðilar skutu ágreiningsmáli þessu til héraðsdóms á grundvelli heimildar í niðurlagi 1. mgr. 52. gr. laga nr. 90/1991 eftir að sýslumaður hafði hafnað kröfu þeirra um að fresta því að taka ákvörðun um breytingu á frumvarpi til úthlutunar söluverðs fasteignarinnar að Vesturgötu 64 og ákveðið að úthlutunin færi fram eins og kveðið væri á um í þriðja tölulið frumvarpsins. Leggja verður til grundvallar að með ákvörðun sýslumanns hafi röksemdum sóknaraðila verið hafnað um að krafan, sem varnaraðili hafði lýst í uppboðsandvirðið, væri greidd með skuldajöfnuði. 35 Í ágreiningsmálinu krefjast sóknaraðilar þess aðallega að framangreind ákvörðun verði felld úr gildi og að sýslumanni verði gert að gera nánar tilgreindar breytingar á þriðja tölulið frumvarpsins. Sú krafa er á því reist að krafa varnaraðila um samningsvexti og málskostnað njóti ekki veðréttar í fasteigninni þannig að lækka beri fjárhæð samkvæmt þeim lið í frumvarpinu sem nemur þeim kröfum auk þess sem farið er fram á að dráttarvaxtakrafan verði lækkuð að teknu tilliti til bliðar 5. gr. laga nr. 75/1997. Samhliða krefjast sóknaraðilar þess að endanleg ákvörðun um úthlutun söluandvirðis upp í kröfu varnaraðila verði frestað þar til leyst hefur verið úr ágreiningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í málinu nr. X90/2012 um skaðabótakröfu sóknaraðila, Héðinsreits ehf., í slitabú Byrs sparisjóðs. 36 Eins og rakið hefur verið er krafa varnaraðila, um að fá innta af hendi tiltekna hlutdeild af söluandvirði fasteignarinnar Vesturgötu 64 í samræmi við þriðja tölulið frumvarps sýslumanns, reist á lánssamningi sóknaraðila, Héðinsreits ehf., og Byrs sparisjóðs 27. nóvember 2007, auk veðréttinda samkvæmt 36 tryggingarbréfum sem hvíla á fyrsta veðrétti fasteignarinnar. Fjárkrafan er til úrlausnar í máli nr. E746/2012 auk varna sóknaraðilans um að krafan hafi þegar verið greidd með yfirlýsingu um skuldajöfnuð. Því máli var frestað á grundvelli heimildar í 3. mgr. 102. gr. laga nr. 91/1991 uns niðurstaða lægi fyrir í fyrrgreindu ágreiningsmáli nr. X90/2012. 37 Réttur varnaraðila til úthlutunar samkvæmt 3. tölulið frumvarps sýslumanns er samkvæmt þessu háður endanlegri niðurstöðu dómstóla um viðurkenningu á kröfu sóknaraðila, Héðinsreits ehf., við slit Byrs sparisjóðs, eins og vikið er að í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar 7. júní 2018. Standi hin umdeilda ákvörðun sýslumanns óbreytt yrði greiðslu söluandvirðis fasteignarinnar hagað í samræmi við frumvarp sýslumanns án tillits til niðurstöðu í því máli og fyrrgreindu máli nr. E746/2012. Það fær ekki staðist með vísan til meginreglu 4. mgr. 94. gr. laga nr. 91/1991, sem hér á við samkvæmt 2. mgr. 77. gr. laga nr. 90/1991, enda yrði þá leyst úr kröfu í þessu máli sem þegar er til umfjöllunar í öðru dómsmáli. 38 Af þessu leiðir að við úthlutun á söluverði fasteignarinnar Vesturgötu 64 verður að líta svo á að krafa varnaraðila sé umdeild, þar sem niðurstaða hefur ekki fengist um það hvort hún kunni að vera fallin niður í heild vegna skuldajafnaðar eða eftir atvikum að hluta og þá hversu miklum. Við þessar aðstæður ber sýslumanni að gera ráð fyrir kröfunni í frumvarpi til úthlutunar með þeirri fjárhæð sem má ætla að hún geti hæst numið, sbr. 7. mgr. 50. gr. laga nr. 90/1991. Í 3. mgr. 54. gr. laganna er jafnframt kveðið á um að sýslumanni beri að leggja greiðslu umdeildrar kröfu samkvæmt úthlutunargerð á sérgreindan reikning við banka eða sparisjóð, þar sem féð er varðveitt þar til ráðið er um tilkall til þess. Hins vegar er ekki við það miðað að fresta beri úthlutun í samræmi við frumvarpið, eins og sóknaraðilar hafa farið fram á. Samkvæmt þessu verður að ómerkja ákvörðun sýslumanns 22. desember 2016 og breyta frumvarpi hans í samræmi við framangreind lagafyrirmæli. 39 Veðréttindi varnaraðila í fasteigninni Vesturgötu 64 eru reist á 36 tryggingarbréfum útgefnum 27. nóvember 2007. Höfuðstóll veðtryggingar samkvæmt bréfunum nemur samtals 720 milljónum króna, eins og rakið hefur verið. Fjárhæð þessi er bundin hækkun samkvæmt vísitölu neysluverðs. Grunnvísitala samkvæmt bréfunum var 278,1. Af hálfu varnaraðila hefur komið fram að uppfærður höfuðstóll tryggingarbréfanna á söludegi fasteignarinnar, 1. febrúar 2016, hafi numið 993.333.278 krónum. Sóknaraðilar hafa ekki hreyft andmælum við þeim útreikningi. Í bréfunum er enn fremur kveðið á um að veðtryggingin taki til dráttarvaxta frá gjaldfellingu og alls kostnaðar sem af vanskilum kann að leiða og skuldara ber að greiða að skaðlausu. 40 Veðtrygging þessi tekur samkvæmt bréfunum til allra skulda veðsala við veðhafa allt að þeirri fjárhæð sem þar greinir. Eins og nánari grein er gerð fyrir í málsgrein 16 hér að framan krafðist varnaraðili greiðslu skuldar sóknaraðila, Héðinsreits ehf., af söluandvirði fasteignarinnar, samkvæmt lánssamningi 27. nóvember 2007, og nam skuldin samtals 1.572.935.386 krónum samkvæmt kröfulýsingu. Með því leitaðist hann við að koma fram greiðslu kröfunnar á grundvelli þess forgangsréttar sem hann átti til þess að leita fullnustu fyrir kröfu í veðinu. Fjárkrafa þessi er því veðkrafa í skilningi 1. mgr. 1. gr. og 5. gr. laga nr. 75/1997 að því marki sem greiðsla hennar er tryggð með veði samkvæmt tryggingarbréfunum. 41 Með frumvarpi sýslumanns féllst hann á að varnaraðili ætti tilkall til 1.095.798.562 króna af söluverði fasteignarinnar Vesturgötu 64. Ekki verður af gögnum málsins ráðið á hvern hátt fjárhæðin er reiknuð eða hvernig hún er sundurliðuð. Í greinargerð varnaraðila kemur þó fram að fjárkrafa hans hafi verið lækkuð í frumvarpinu þar sem sýslumaður hafi einungis fallist á kröfu um dráttarvexti í eitt ár fyrir söludag, sem hafi numið 118.713.743 krónum. Hafi innheimtuþóknun verið lækkuð til samræmis við það. Samþykkt fjárkrafa, 1.095.798.562 krónur, hafi rúmast vel innan uppreiknaðrar stöðu tryggingarbréfanna á söludegi, að teknu tilliti til vísitölutengingar, dráttarvaxta og kostnaðar. 42 Þessari lýsingu varnaraðila á tölulegum forsendum í frumvarpi sýslumanns hefur ekki verið mótmælt af hálfu sóknaraðila. Því ber að leggja til grundvallar að samþykkt hafi verið að úthluta varnaraðila hluta af söluverði fasteignarinnar upp í höfuðstól fjárkröfu hans að fjárhæð 600 milljónir króna sem og kröfu hans um vexti sem námu 328.055.319 krónum. Þá virðist sýslumaður hafa samþykkt að greiða hluta af dráttarvaxtakröfu varnaraðila að fjárhæð 118.713.743 krónur og 46.564.216 krónur upp í kröfu um málskostnað, innheimtukostnað, vexti af kostnaði og virðisaukaskatt. 43 Ákvæði 5. gr. laga nr. 75/1997 mælir fyrir um undantekningar frá meginreglu 4. gr. sömu laga um að það sé skilyrði réttarverndar veðréttinda að tilgreina þurfi fjárhæð veðkröfu eða hámark þeirrar kröfu sem veðið á að tryggja í skjali því sem stofnar til veðréttarins. Af ákvæðinu leiðir að fylgi umræddar kröfur tiltekinni aðalkröfu er það ekki skilyrði réttarverndar að tilgreina fjárhæð eða tiltekna hámarksfjárhæð þeirra í skjalinu. Markmið meginreglunnar er að stuðla að því að þeir sem taka veð í eign geti gert sér í hugarlund hversu háar veðskuldir hvíli á henni. Því markmiði var náð með efni tryggingarbréfanna um höfuðstól og vísitölutengingu fjárhæðar veðtryggingarinnar í samræmi við heimild í 3. mgr. 4. gr. laga nr. 75/1997. Höfuðstóll umræddrar fjárkröfu og umkrafðir vextir af láninu til gjalddaga þess 5. janúar 2012 voru innan uppreiknaðs höfuðstóls tryggingarbréfanna miðað við þá vísitölutengingu sem bréfin hljóðuðu um. Samkvæmt þessu ber að taka mið af þeim fjárhæðum, samtals 928.055.319 krónur, við úthlutun söluverðs fasteignarinnar upp í umdeilda kröfu varnaraðila. 44 Eins og áður er rakið tryggir veðið greiðslu dráttarvaxta eins og kveðið er á um í tryggingarbréfunum. Samkvæmt því sem að framan greinir verður að ganga út frá því að fjárhæð dráttarvaxtakröfunnar, eins og hún var samþykkt í frumvarpi sýslumanns, 118.713.743 krónur, hafi tekið mið af fyrirmælum bliðar 5. gr. laga nr. 75/1997. Ekki hafa verið færð viðhlítandi rök fyrir því að lækka beri þá kröfu eins og hún getur hæst numið við úthlutun söluverðsins. 45 Umrætt veð tryggir einnig greiðslu kostnaðar sem varnaraðili hefur af innheimtu veðkröfunnar, sbr. alið 5. gr. laga nr. 75/1997 og áskilnað í tryggingarbréfunum sjálfum. Engin gögn hafa verið lögð fram til stuðnings þeim kostnaði sem varnaraðili gerir kröfu um að greiddur verði af andvirði hinnar veðsettu fasteignar. Þá hafa ekki verið færð rök fyrir kröfunni að öðru leyti en með því að vísa til gjaldskrár sem ekki hefur verið lögð fram og venju sem ekki hafa verið færðar sönnur á. Loks fær heildarfjárhæð þeirrar kröfu engan veginn samrýmst 3. mgr. 24. gr. laga nr. 77/1998, sbr. 1. mgr. sömu greinar. Af þessum ástæðum kemur ekki til álita að fallast á þennan hluta kröfunnar. 46 Samkvæmt framansögðu getur umdeild krafa varnaraðila um greiðslu af söluverði fasteignarinnar Vesturgötu 64 hæst numið 1.046.769.062 krónum. Ekki er gerð sérstök krafa um breytingu á 4. lið frumvarpsins, er lýtur að úthlutun til sóknaraðila, Erils ehf., í samræmi við lækkun á 3. lið þess. 47 Staðfest er ákvæði úrskurðar héraðsdóms um að málskostnaður falli niður í héraði. Rétt þykir að kærumálskostnaður falli einnig niður. Úrskurðarorð: Ómerkt er ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 22. desember 2016 um að þriðji töluliður frumvarps til úthlutunar á söluverði fasteignarinnar Vesturgötu 64 í Reykjavík, fastanúmer 2000272, skuli standa óbreyttur. Frumvarpi sýslumannsins 8. júlí 2016 til úthlutunar á söluverði fasteignarinnar er breytt á þann veg að upp í umdeilda kröfu varnaraðila, Íslandsbanka hf., samkvæmt þriðja tölulið frumvarpsins, greiðist 1.046.769.062 krónur og skal fjárhæðin lögð inn á sérgreindan reikning við banka eða sparisjóð, þar sem féð skal varðveitt þar til ráðið er um tilkall til þess. Staðfest er atkvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað. Kærumálskostnaður fellur niður.
4f07060e-138f-4dcc-9117-447ee87df5d4
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_129_2018", "publish_timestamp": "2018-08-27T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 10 }, { "offset": 22, "length": 1923 }, { "offset": 1947, "length": 21 }, { "offset": 1970, "length": 110 }, { "offset": 2082, "length": 30 }, { "offset": 2114, "length": 750 }, { "offset": 2866, "length": 1443 }, { "offset": 4311, "length": 341 }, { "offset": 4654, "length": 566 }, { "offset": 5222, "length": 649 }, { "offset": 5873, "length": 9 }, { "offset": 5884, "length": 533 }, { "offset": 6419, "length": 503 }, { "offset": 6924, "length": 468 }, { "offset": 7394, "length": 589 }, { "offset": 7985, "length": 608 }, { "offset": 8595, "length": 589 }, { "offset": 9186, "length": 907 }, { "offset": 10095, "length": 760 }, { "offset": 10857, "length": 438 }, { "offset": 11297, "length": 447 }, { "offset": 11746, "length": 365 }, { "offset": 12113, "length": 393 }, { "offset": 12508, "length": 697 }, { "offset": 13207, "length": 643 }, { "offset": 13852, "length": 483 }, { "offset": 14337, "length": 17 }, { "offset": 14356, "length": 23 }, { "offset": 14381, "length": 540 }, { "offset": 14923, "length": 933 }, { "offset": 15858, "length": 805 }, { "offset": 16665, "length": 578 }, { "offset": 17245, "length": 23 }, { "offset": 17270, "length": 848 }, { "offset": 18120, "length": 401 }, { "offset": 18523, "length": 503 }, { "offset": 19028, "length": 792 }, { "offset": 19822, "length": 1106 }, { "offset": 20930, "length": 705 }, { "offset": 21637, "length": 10 }, { "offset": 21649, "length": 568 }, { "offset": 22219, "length": 800 }, { "offset": 23021, "length": 662 }, { "offset": 23685, "length": 708 }, { "offset": 24395, "length": 974 }, { "offset": 25371, "length": 726 }, { "offset": 26099, "length": 718 }, { "offset": 26819, "length": 692 }, { "offset": 27513, "length": 575 }, { "offset": 28090, "length": 1094 }, { "offset": 29186, "length": 457 }, { "offset": 29645, "length": 686 }, { "offset": 30333, "length": 292 }, { "offset": 30627, "length": 136 }, { "offset": 30765, "length": 13 }, { "offset": 30780, "length": 218 }, { "offset": 31000, "length": 363 }, { "offset": 31365, "length": 56 }, { "offset": 31423, "length": 31 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 10 }, { "offset": 22, "length": 357 }, { "offset": 380, "length": 376 }, { "offset": 758, "length": 281 }, { "offset": 1041, "length": 202 }, { "offset": 1245, "length": 233 }, { "offset": 1480, "length": 83 }, { "offset": 1565, "length": 138 }, { "offset": 1705, "length": 184 }, { "offset": 1891, "length": 53 }, { "offset": 1947, "length": 21 }, { "offset": 1970, "length": 110 }, { "offset": 2082, "length": 30 }, { "offset": 2114, "length": 69 }, { "offset": 2184, "length": 47 }, { "offset": 2233, "length": 70 }, { "offset": 2305, "length": 391 }, { "offset": 2698, "length": 96 }, { "offset": 2796, "length": 67 }, { "offset": 2866, "length": 505 }, { "offset": 3372, "length": 374 }, { "offset": 3748, "length": 382 }, { "offset": 4132, "length": 92 }, { "offset": 4226, "length": 82 }, { "offset": 4311, "length": 293 }, { "offset": 4605, "length": 46 }, { "offset": 4654, "length": 228 }, { "offset": 4883, "length": 274 }, { "offset": 5159, "length": 60 }, { "offset": 5222, "length": 72 }, { "offset": 5295, "length": 221 }, { "offset": 5518, "length": 294 }, { "offset": 5814, "length": 56 }, { "offset": 5873, "length": 9 }, { "offset": 5884, "length": 99 }, { "offset": 5984, "length": 103 }, { "offset": 6089, "length": 79 }, { "offset": 6170, "length": 69 }, { "offset": 6241, "length": 175 }, { "offset": 6419, "length": 149 }, { "offset": 6569, "length": 115 }, { "offset": 6686, "length": 235 }, { "offset": 6924, "length": 327 }, { "offset": 7252, "length": 139 }, { "offset": 7394, "length": 224 }, { "offset": 7619, "length": 188 }, { "offset": 7809, "length": 173 }, { "offset": 7985, "length": 117 }, { "offset": 8103, "length": 194 }, { "offset": 8299, "length": 234 }, { "offset": 8535, "length": 57 }, { "offset": 8595, "length": 68 }, { "offset": 8664, "length": 204 }, { "offset": 8870, "length": 122 }, { "offset": 8994, "length": 189 }, { "offset": 9186, "length": 260 }, { "offset": 9447, "length": 107 }, { "offset": 9556, "length": 97 }, { "offset": 9655, "length": 121 }, { "offset": 9778, "length": 156 }, { "offset": 9936, "length": 156 }, { "offset": 10095, "length": 149 }, { "offset": 10245, "length": 89 }, { "offset": 10336, "length": 68 }, { "offset": 10406, "length": 112 }, { "offset": 10520, "length": 172 }, { "offset": 10694, "length": 160 }, { "offset": 10857, "length": 80 }, { "offset": 10938, "length": 143 }, { "offset": 11083, "length": 211 }, { "offset": 11297, "length": 89 }, { "offset": 11387, "length": 356 }, { "offset": 11746, "length": 70 }, { "offset": 11817, "length": 88 }, { "offset": 11907, "length": 138 }, { "offset": 12047, "length": 63 }, { "offset": 12113, "length": 119 }, { "offset": 12233, "length": 272 }, { "offset": 12508, "length": 73 }, { "offset": 12582, "length": 202 }, { "offset": 12786, "length": 174 }, { "offset": 12962, "length": 189 }, { "offset": 13153, "length": 51 }, { "offset": 13207, "length": 87 }, { "offset": 13295, "length": 158 }, { "offset": 13455, "length": 53 }, { "offset": 13510, "length": 121 }, { "offset": 13633, "length": 98 }, { "offset": 13733, "length": 116 }, { "offset": 13852, "length": 182 }, { "offset": 14035, "length": 299 }, { "offset": 14337, "length": 17 }, { "offset": 14356, "length": 23 }, { "offset": 14381, "length": 286 }, { "offset": 14668, "length": 162 }, { "offset": 14832, "length": 88 }, { "offset": 14923, "length": 96 }, { "offset": 15020, "length": 158 }, { "offset": 15180, "length": 242 }, { "offset": 15424, "length": 230 }, { "offset": 15656, "length": 199 }, { "offset": 15858, "length": 348 }, { "offset": 16207, "length": 9 }, { "offset": 16218, "length": 118 }, { "offset": 16338, "length": 216 }, { "offset": 16556, "length": 106 }, { "offset": 16665, "length": 306 }, { "offset": 16972, "length": 42 }, { "offset": 17016, "length": 226 }, { "offset": 17245, "length": 23 }, { "offset": 17270, "length": 330 }, { "offset": 17601, "length": 124 }, { "offset": 17727, "length": 33 }, { "offset": 17762, "length": 112 }, { "offset": 17876, "length": 25 }, { "offset": 17903, "length": 175 }, { "offset": 18080, "length": 37 }, { "offset": 18120, "length": 86 }, { "offset": 18207, "length": 106 }, { "offset": 18315, "length": 72 }, { "offset": 18389, "length": 131 }, { "offset": 18523, "length": 102 }, { "offset": 18626, "length": 165 }, { "offset": 18793, "length": 104 }, { "offset": 18899, "length": 115 }, { "offset": 19016, "length": 9 }, { "offset": 19028, "length": 143 }, { "offset": 19172, "length": 122 }, { "offset": 19296, "length": 56 }, { "offset": 19354, "length": 133 }, { "offset": 19489, "length": 82 }, { "offset": 19573, "length": 74 }, { "offset": 19649, "length": 67 }, { "offset": 19718, "length": 101 }, { "offset": 19822, "length": 88 }, { "offset": 19911, "length": 187 }, { "offset": 20100, "length": 71 }, { "offset": 20173, "length": 124 }, { "offset": 20299, "length": 198 }, { "offset": 20499, "length": 229 }, { "offset": 20730, "length": 114 }, { "offset": 20846, "length": 81 }, { "offset": 20930, "length": 123 }, { "offset": 21054, "length": 100 }, { "offset": 21156, "length": 123 }, { "offset": 21281, "length": 104 }, { "offset": 21387, "length": 140 }, { "offset": 21529, "length": 105 }, { "offset": 21637, "length": 10 }, { "offset": 21649, "length": 379 }, { "offset": 22029, "length": 187 }, { "offset": 22219, "length": 199 }, { "offset": 22419, "length": 311 }, { "offset": 22732, "length": 286 }, { "offset": 23021, "length": 370 }, { "offset": 23392, "length": 37 }, { "offset": 23431, "length": 102 }, { "offset": 23535, "length": 147 }, { "offset": 23685, "length": 280 }, { "offset": 23966, "length": 191 }, { "offset": 24159, "length": 9 }, { "offset": 24170, "length": 222 }, { "offset": 24395, "length": 289 }, { "offset": 24685, "length": 181 }, { "offset": 24868, "length": 239 }, { "offset": 25109, "length": 121 }, { "offset": 25232, "length": 136 }, { "offset": 25371, "length": 115 }, { "offset": 25487, "length": 103 }, { "offset": 25592, "length": 60 }, { "offset": 25654, "length": 41 }, { "offset": 25697, "length": 155 }, { "offset": 25854, "length": 59 }, { "offset": 25915, "length": 181 }, { "offset": 26099, "length": 121 }, { "offset": 26221, "length": 272 }, { "offset": 26495, "length": 154 }, { "offset": 26651, "length": 165 }, { "offset": 26819, "length": 137 }, { "offset": 26957, "length": 100 }, { "offset": 27059, "length": 213 }, { "offset": 27274, "length": 54 }, { "offset": 27330, "length": 180 }, { "offset": 27513, "length": 122 }, { "offset": 27636, "length": 231 }, { "offset": 27869, "length": 218 }, { "offset": 28090, "length": 270 }, { "offset": 28361, "length": 166 }, { "offset": 28529, "length": 133 }, { "offset": 28664, "length": 166 }, { "offset": 28832, "length": 200 }, { "offset": 29034, "length": 149 }, { "offset": 29186, "length": 105 }, { "offset": 29292, "length": 224 }, { "offset": 29518, "length": 124 }, { "offset": 29645, "length": 172 }, { "offset": 29818, "length": 147 }, { "offset": 29967, "length": 166 }, { "offset": 30135, "length": 119 }, { "offset": 30256, "length": 74 }, { "offset": 30333, "length": 143 }, { "offset": 30477, "length": 147 }, { "offset": 30627, "length": 84 }, { "offset": 30712, "length": 50 }, { "offset": 30765, "length": 13 }, { "offset": 30780, "length": 218 }, { "offset": 31000, "length": 363 }, { "offset": 31365, "length": 56 }, { "offset": 31423, "length": 31 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=06bd7178-1e4a-4937-affb-15ec36b0cbaf&verdictid=323d15f8-a12d-46ee-a932-65696a15a053" }
130/2018 Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu G, um að ákvörðun sýslumanns um að ljúka fjárnámsgerð hjá G sem árangurslausri, yrði ógilt og gerðin var staðfest. Við aðfarargerðina krafðist Í hf. fjárnáms til tryggingar 350.000 króna málskostnaðarkröfu sinni á hendur G samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, auk vaxta og kostnaðar, en G lýsti því yfir að hann skuldajafnaði 650.000 króna málskostnaðarkröfu sinni á hendur Í hf. samkvæmt eldri dómi Hæstaréttar á móti kröfunni. Í úrskurði Landsréttar kom fram að þar sem málskostnaðarkrafa G hafði áður verið gerð upp þegar aðfarargerðin fór fram, hafi G ekki lengur átt gilda gagnkröfu á hendur Í hf. sem hann hafi getað notað til skuldajafnaðar. Því var hinn kærði úrskurður staðfestur. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir K-kvk-nf S-kvk-nf, O-kvk-nf M-kvk-nf A-kvk-nf og S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 24. janúar 2018, sem barst héraðsdómi þann dag, en kærumálsgögn bárust Landsrétti 7. þessa mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 10. janúar 2018 í málinu nr. Y1/2017, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila, um að ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 11. janúar 2017, um að ljúka fjárnámsgerð nr. […] hjá sóknaraðila sem árangurslausri, yrði ógilt og gerðin var staðfest. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og breytt á þá leið að fyrrgreind fjárnámsgerð verði felld úr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Við aðfarargerð þá sem kærumál þetta er sprottið af krafðist varnaraðili fjárnáms til tryggingar 350.000 króna málskostnaðarkröfu sinni á hendur sóknaraðila samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 21. apríl 2015 í máli nr. Y4/2014, auk vaxta og kostnaðar, eða samtals 424.354 króna. 5 Við aðfarargerðina lýsti sóknaraðili því yfir að hann skuldajafnaði 650.000 króna málskostnaðarkröfu sinni á hendur varnaraðila, samkvæmt dómi Hæstaréttar í málinu nr. 824/2014, á móti kröfu varnaraðila. Varnaraðili lagði þá fram gögn sem hann taldi staðfesta að umrædd málskostnaðarkrafa sóknaraðila hefði verið gerð upp með því að kröfu varnaraðila á hendur sóknaraðila og Mardröngum ehf., samkvæmt dómsátt milli þessara þriggja aðila, hefði verið skuldajafnað á móti umæddri málskostnaðarkröfu. Sýslumaður ákvað að gerðinni yrði fram haldið og lauk henni án árangurs. Málsástæður aðila Málsástæður sóknaraðila 6 Af hálfu sóknaraðila er byggt á sömu málsástæðum fyrir Landsrétti og í héraði. Fyrir Landsrétti heldur sóknaraðili því auk þess fram að varnaraðili hefði við aðfarargerðina lagt fram kvittanir vegna skuldar Mardranga ehf., en ekki sóknaraðila. Þar sem kröfurnar hefðu ekki verið á milli sömu aðila hefði skilyrðum skuldajafnaðar ekki verið uppfyllt. 7 Sóknaraðili heldur því jafnframt fram að með framlagningu dómsáttar, reikningsyfirlits og yfirlýsingar um sjálfskuldarábyrgð við meðferð málsins í héraði hafi varnaraðili verið að bæta úr annmörkum á málatilbúnaði sínum og bera fyrir sig nýjar málsástæður. Sóknaraðili telur að varnaraðila stoði ekki að bera fyrir sig nýjar málsástæður með vísan til gagna sem aflað hafi verið einhliða eftir á. 8 Sóknaraðili vísar til dóms Hæstaréttar í máli nr. 268/2013 því til stuðnings að yfirlýsing varnaraðila um sjálfskuldarábyrgð á yfirdráttarskuld Mardranga ehf. uppfylli ekki þann áskilnað að slík skuldbinding ábyrgðarmanns skuli koma fram í skuldaskjalinu sjálfu. Dómsátt sú sem varnaraðili hafi lagt fram leiði ekki til þess að hann öðlist betri rétt gagnvart sóknaraðila. Málsástæður varnaraðila 9 Varnaraðili mótmælir málsástæðum sem sóknaraðili byggir á fyrir Landsrétti og ekki komu fram í greinargerð hans í héraði sem röngum og of seint fram komnum. Þá mótmælir varnaraðili því að hann hafi borið fyrir sig nýjar málsástæður við meðferð málsins fyrir héraðsdómi. 10 Varnaraðili mótmælir því sérstaklega að ekki hafi verið skilyrði til að skuldajafna kröfu hans vegna dómsáttar við sóknaraðila og Mardranga ehf. við kröfu sóknaraðila vegna dæmds málskostnaðar í hæstaréttarmáli nr. 824/2014. Varnaraðili telur að kröfurnar hafi verið milli sömu aðila og að kvittanir vegna skuldajafnaðarins, þar sem höfuðstóll kröfunnar samkvæmt dómsáttinni hafi verið tilgreindur, hafi verið stílaðar á sóknaraðila og sendar lögmanni hans í tölvupósti. Sóknaraðila hafi því réttilega verið tilkynnt um skuldajöfnuðinn. Engar athugasemdir eða mótmæli hafi borist frá sóknaraðila fyrr en í máli þessu. Varnaraðili hafi því greitt sóknaraðila málskostnaðarkröfu hans með skuldajöfnuði og eigi sóknaraðili því ekki kröfu á hendur varnaraðila sem hann geti notað til skuldajafnaðar á móti kröfu þeirri sem aðfararbeiðni í málinu grundvallist á. Niðurstaða Landsréttar 11 Ágreiningur málsaðila við aðfarargerðina og við meðferð málsins fyrir héraðsdómi lýtur fyrst og fremst að því hvort sóknaraðili hafi með réttu getað notað kröfur sínar um greiðslu 300.000 króna málskostnaðar samkvæmt úrskurði 25. nóvember 2014 í máli nr. X84/2014 og um greiðslu 350.000 króna málskostnaðar samkvæmt dómi Hæstaréttar 7. janúar 2015 í máli nr. 824/2014, til skuldajafnaðar á móti málskostnaðarkröfu varnaraðila sem aðfararbeiðnin grundvallaðist á. 12 Varnaraðili hélt því fram fyrir héraðsdómi að skilyrði skuldajafnaðar hefðu ekki verið til staðar við aðfarargerðina þar sem málskostnaðarkröfur sóknaraðila hefðu þegar verið gerðar upp með skuldajöfnuði við hluta af kröfu varnaraðila á hendur sóknaraðila samkvæmt áðurnefndri dómsátt. Því hefði sóknaraðili ekki átt gilda gagnkröfu sem hann hefði getað notað til skuldajafnaðar. Sóknaraðili hélt því hins vegar fram við meðferð málsins fyrir héraðsdómi að öll skilyrði skuldajafnaðar hefðu verið til staðar þegar gerðin fór fram. Þá málsástæðu hefur hann rökstutt nánar við meðferð málsins fyrir Landsrétti og haldið því fram að krafa hans hafi ekki verið greidd þegar gerðin fór fram þar sem ekki hafi verið skilyrði til að skuldajafna kröfu varnaraðila samkvæmt dómsáttinni á móti málskostnaðarkröfu hans. Málatilbúnaður málsaðila fyrir Landsrétti hvað varðar skilyrði skuldajafnaðar í báðum tilvikum þykir ekki fela í sér nýjar málsástæður. 13 Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum gerðu sóknaraðili og Mardrangar ehf. aðfararhæfa dómsátt við varnaraðila fyrir Héraðsdómi Reykjaness 19. maí 2011 þess efnis að Mardrangar ehf. og sóknaraðili lofuðu að greiða varnaraðila samtals 7.600.000 krónur í tvennu lagi 5. október 2011 og 3. febrúar 2012. Sóknaraðili hefur ekki andmælt þeirri fullyrðingu varnaraðila að sáttin hafi ekki verið efnd. 14 Samkvæmt gögnum málsins var umrædd dómsátt til komin vegna yfirdráttarskuldar á tékkareikningi Mardranga ehf. sem sóknaraðili hafði gengist í sjálfskuldarábyrgð fyrir. Varnaraðili hefur hvorki byggt á þessari sjálfskuldarábyrgð né dómsátt sem aðfararheimild í aðfararmáli því sem mál þetta er sprottið af. Því verður ekki fallist á með sóknaraðila að dómur Hæstaréttar 30. apríl 2013 í máli nr. 268/2013 hafi þýðingu við úrlausn þessa máls. 15 Eftir að varnaraðila hafði með úrskurði héraðsdóms í málinu nr. X84/2014 verið gert að greiða sóknaraðila 300.000 króna málskostnað, skuldajafnaði varnaraðili 25. nóvember 2014 hluta af kröfu sinni samkvæmt fyrrnefndri dómsátt á móti hinum úrskurðaða málskostnaði og lækkaði krafa varnaraðila sem þeirri fjárhæð nam. Eftir að Hæstiréttur hafði 7. janúar 2015 dæmt varnaraðila til að greiða sóknaraðila 350.000 króna málskostnað í málinu nr. 824/2014 skuldajafnaði varnaraðili sama dag, á sama hátt og fyrr, hluta af kröfu sinni samkvæmt fyrrnefndri dómsátt á móti hinum dæmda málskostnaði og lækkaði krafa varnaraðila sem þeirri fjárhæð nam. Í málinu liggja fyrir tvær kvittanir stílaðar á sóknaraðila þar sem vísað var til þessa skuldajafnaðar en umræddar málskostnaðarfjárhæðir eru þar færðar til lækkunar á kröfu þeirri sem sóknaraðili skuldbatt sig til að greiða samkvæmt fyrrnefndri dómsátt. Þá liggur fyrir í málinu tölvupóstur lögmanns varnaraðila til lögmanns sóknaraðila frá 23. janúar 2015 þar sem fram kemur að hjálagðar séu kvittanir vegna skuldajafnaðar á málskostnaði í máli nr. 824/2014. Sóknaraðili hefur ekki borið brigður á að honum hafi borist umrædd gögn. Ekkert þykir fram komið í málinu sem bendir til annars en að varnaraðili hafi þannig skuldajafnað hluta af kröfu sem hann átti á hendur sóknaraðila og Mardröngum ehf., samkvæmt fyrrnefndri dómsátt, á móti málskostnaðarkröfum sóknaraðila. Líta verður svo á að í sendingu kvittananna og tölvupóstsins felist gild yfirlýsing varnaraðila um skuldajöfnuð. 16 Svo sem fyrr hefur verið lýst átti varnaraðili hærri gagnkröfu á hendur sóknaraðila samkvæmt fyrrnefndri dómsátt en nam aðalkröfu sóknaraðila um málskostnað. Samkvæmt öllu framangreindu var um gildar, gagnkvæmar, samkynja kröfur að ræða sem voru hæfar til að mætast. Öll skilyrði skuldajafnaðar voru því uppfyllt og skuldajöfnuði lýst yfir með réttum hætti. Þar sem málskostnaðarkröfur sóknaraðila höfðu þannig verið gerðar upp með skuldajöfnuði þegar aðfarargerðin fór fram átti sóknaraðili þá ekki lengur gilda gagnkröfu á hendur varnaraðila sem hann gat notað til skuldajafnaðar á móti þeirri málskostnaðarkröfu varnaraðila sem var grundvöllur aðfararbeiðninnar. 17 Samkvæmt öllu framangreindu og með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar að öðru leyti verður hann staðfestur. 18 Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, G-kk-nf Á-kk-nf, greiði varnaraðila, Íslandsbanka hf., 350.000 krónur í kærumálskostnað.
40e97625-21a6-482a-bb33-18e25fa4226b
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_130_2018", "publish_timestamp": "2018-02-28T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 751 }, { "offset": 774, "length": 21 }, { "offset": 797, "length": 126 }, { "offset": 925, "length": 30 }, { "offset": 957, "length": 500 }, { "offset": 1459, "length": 192 }, { "offset": 1653, "length": 105 }, { "offset": 1760, "length": 285 }, { "offset": 2047, "length": 572 }, { "offset": 2621, "length": 17 }, { "offset": 2640, "length": 23 }, { "offset": 2665, "length": 351 }, { "offset": 3018, "length": 397 }, { "offset": 3417, "length": 374 }, { "offset": 3793, "length": 23 }, { "offset": 3818, "length": 271 }, { "offset": 4091, "length": 860 }, { "offset": 4953, "length": 22 }, { "offset": 4977, "length": 465 }, { "offset": 5444, "length": 947 }, { "offset": 6393, "length": 390 }, { "offset": 6785, "length": 443 }, { "offset": 7230, "length": 1529 }, { "offset": 8761, "length": 668 }, { "offset": 9431, "length": 116 }, { "offset": 9549, "length": 97 }, { "offset": 9648, "length": 13 }, { "offset": 9663, "length": 35 }, { "offset": 9700, "length": 101 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 171 }, { "offset": 193, "length": 317 }, { "offset": 512, "length": 218 }, { "offset": 732, "length": 39 }, { "offset": 774, "length": 21 }, { "offset": 797, "length": 126 }, { "offset": 925, "length": 30 }, { "offset": 957, "length": 151 }, { "offset": 1109, "length": 69 }, { "offset": 1180, "length": 216 }, { "offset": 1398, "length": 58 }, { "offset": 1459, "length": 132 }, { "offset": 1592, "length": 58 }, { "offset": 1653, "length": 77 }, { "offset": 1731, "length": 26 }, { "offset": 1760, "length": 225 }, { "offset": 1986, "length": 58 }, { "offset": 2047, "length": 205 }, { "offset": 2253, "length": 292 }, { "offset": 2547, "length": 71 }, { "offset": 2621, "length": 17 }, { "offset": 2640, "length": 23 }, { "offset": 2665, "length": 80 }, { "offset": 2746, "length": 163 }, { "offset": 2911, "length": 104 }, { "offset": 3018, "length": 258 }, { "offset": 3277, "length": 137 }, { "offset": 3417, "length": 264 }, { "offset": 3682, "length": 108 }, { "offset": 3793, "length": 23 }, { "offset": 3818, "length": 158 }, { "offset": 3977, "length": 111 }, { "offset": 4091, "length": 227 }, { "offset": 4319, "length": 244 }, { "offset": 4565, "length": 64 }, { "offset": 4631, "length": 79 }, { "offset": 4712, "length": 238 }, { "offset": 4953, "length": 22 }, { "offset": 4977, "length": 465 }, { "offset": 5444, "length": 288 }, { "offset": 5733, "length": 92 }, { "offset": 5827, "length": 149 }, { "offset": 5978, "length": 276 }, { "offset": 6256, "length": 134 }, { "offset": 6393, "length": 296 }, { "offset": 6690, "length": 92 }, { "offset": 6785, "length": 170 }, { "offset": 6956, "length": 136 }, { "offset": 7094, "length": 133 }, { "offset": 7230, "length": 319 }, { "offset": 7550, "length": 323 }, { "offset": 7875, "length": 253 }, { "offset": 8130, "length": 204 }, { "offset": 8336, "length": 71 }, { "offset": 8409, "length": 236 }, { "offset": 8647, "length": 111 }, { "offset": 8761, "length": 160 }, { "offset": 8922, "length": 107 }, { "offset": 9031, "length": 89 }, { "offset": 9122, "length": 306 }, { "offset": 9431, "length": 116 }, { "offset": 9549, "length": 97 }, { "offset": 9648, "length": 13 }, { "offset": 9663, "length": 35 }, { "offset": 9700, "length": 101 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=b87dd687-efdb-4015-9786-3d42be2a842d&verdictid=3ac61c01-4e6c-41c8-a904-796ac737261f" }
132/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli b liðar 1. mgr. 115. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kvk-nf E-kvk-nf, V-kk-nf H. V-kk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 26. janúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 26. janúar 2018 í málinu nr. R82/2018 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 16. febrúar 2018 klukkan 16. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Samkvæmt 3. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 er ekki heimilt að úrskurða sakborning í gæsluvarðhald ef sýnt þykir að brot, sem hann er sakaður um, muni aðeins hafa í för með sér sektir eða skilorðsbundna fangelsisrefsingu miðað við aðstæður. Að virtum gögnum málsins og þeim brotum sem varnaraðila eru gefin að sök stendur ákvæðið því í vegi að honum verði gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli laganna. Krafa sóknaraðila um gæsluvarðhald yfir varnaraðila er jafnframt reist á blið 1. mgr. 115. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga. Er þar mælt fyrir um heimild til að handtaka útlending og færa í gæsluvarðhald ef hann sýnir af sér hegðun sem gefur til kynna að hann ógni allsherjarreglu eða almannahagsmunum. Auk þess að vera undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við hefur varnaraðili skýrt svo frá í skýrslutöku hjá lögreglu að á meðan hann fái ekki hjálp, vernd eða fjármuni muni hann halda áfram að fremja afbrot. Að þessu gættu þykir mega fallast á að skilyrði gæsluvarðhalds samkvæmt tilvitnuðu lagaákvæði séu uppfyllt. Þá er til þess að líta að ákvæði 2. mgr. 115. gr. laga nr. 80/2016 kemur ekki til álita svo sem atvikum er háttað og sú takmörkun á lengd gæsluvarðhalds sem kveðið er á um í 3. mgr. sömu greinar á hér ekki við. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
e837be61-9d2e-493c-93d8-f01b16672d76
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_132_2018", "publish_timestamp": "2018-02-01T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 140 }, { "offset": 163, "length": 21 }, { "offset": 186, "length": 118 }, { "offset": 306, "length": 384 }, { "offset": 692, "length": 132 }, { "offset": 826, "length": 54 }, { "offset": 882, "length": 403 }, { "offset": 1287, "length": 935 }, { "offset": 2224, "length": 13 }, { "offset": 2239, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 140 }, { "offset": 163, "length": 21 }, { "offset": 186, "length": 118 }, { "offset": 306, "length": 124 }, { "offset": 431, "length": 69 }, { "offset": 502, "length": 110 }, { "offset": 614, "length": 75 }, { "offset": 692, "length": 132 }, { "offset": 826, "length": 54 }, { "offset": 882, "length": 238 }, { "offset": 1121, "length": 163 }, { "offset": 1287, "length": 126 }, { "offset": 1414, "length": 176 }, { "offset": 1592, "length": 255 }, { "offset": 1849, "length": 106 }, { "offset": 1957, "length": 209 }, { "offset": 2168, "length": 53 }, { "offset": 2224, "length": 13 }, { "offset": 2239, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=5da71429-d771-4775-b7f4-b232bd0e15a9&verdictid=b7eda659-df28-4400-ade8-e75f5baae5c1" }
134/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, Á-kk-nf H-kk-nf og R-kvk-nf H-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 26. janúar 2018, sem barst réttinum 29. sama mánaðar. Kærumálsgögn bárust réttinum 30. janúar 2018. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. janúar 2018, í málinu nr. R[…]/2018, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 2. febrúar 2018 klukkan 14 og einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til þess sem fram hefur komið í skýrslu tökum hjá lögreglu er fallist á að varnaraðili sé undir rökstuddum grun um háttsemi sem varðað getur fangelsisrefsingu samkvæmt 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Jafnframt er fallist á að hann geti torveldað rannsókn málsins, til dæmis með þv í að hafa áhrif á aðra sakborninga eða vitni. Eru því uppfyllt skilyrði a liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi þann tíma sem krafist er og einangrun meðan á því stendur, sbr. 2. mgr. 98. gr. sömu laga. Samkvæmt því verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
940b2cb0-ecc4-45df-aade-846399322986
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_134_2018", "publish_timestamp": "2018-01-31T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 145 }, { "offset": 168, "length": 21 }, { "offset": 191, "length": 110 }, { "offset": 303, "length": 457 }, { "offset": 762, "length": 132 }, { "offset": 896, "length": 54 }, { "offset": 952, "length": 602 }, { "offset": 1556, "length": 13 }, { "offset": 1571, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 145 }, { "offset": 168, "length": 21 }, { "offset": 191, "length": 110 }, { "offset": 303, "length": 103 }, { "offset": 407, "length": 44 }, { "offset": 453, "length": 71 }, { "offset": 526, "length": 155 }, { "offset": 683, "length": 76 }, { "offset": 762, "length": 132 }, { "offset": 896, "length": 54 }, { "offset": 952, "length": 189 }, { "offset": 1142, "length": 34 }, { "offset": 1178, "length": 125 }, { "offset": 1305, "length": 195 }, { "offset": 1502, "length": 51 }, { "offset": 1556, "length": 13 }, { "offset": 1571, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=6a6cd99e-8dda-45d2-8bb9-9158c3c93737&verdictid=90d68c25-c144-42d8-a38a-cefcfc3c6400" }
135/2018 Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli Á og E gegn H ehf. og V ehf. til ógildingar og breytingar á ákvörðunum hluthafafundar var vísað frá dómi. Í úrskurði Landsréttar kom fram að grundvöllur allra kröfuliða í stefnu til héraðsdóms væri svo vanreifaður og óljós að óhjákvæmilegt væri að vísa málinu í heild frá héraðsdómi. Því var hinn kærði úrskurður staðfestur. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir R-kvk-nf B-kvk-nf, S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf og V-kk-nf H. V-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Dómkröfur aðila 1 Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefjast sóknaraðilar þess að úrskurðaður málskostnaður verði felldur niður. Að auki krefjast þeir kærumálskostnaðar. 2 Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Málsmeðferð 3 Sóknaraðilar skutu málinu til Landsréttar með kæru 26. janúar 2018 en kærumálsgögn bárust réttinum 31. sama mánaðar og 6. febrúar sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. janúar 2018 í málinu nr. E739/2017, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í jlið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsástæður aðila Málsástæður sóknaraðila 4 Sóknaraðilar telja að hluthafafundur í einkahlutafélagi hafi samkvæmt 4. mgr. 65. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög endanlegt úrskurðarvald um allar spurningar sem upp kunna að koma varðandi atkvæðisrétt einstakra hluthafa í félaginu. Enginn annar geti tekið ákvörðun um atkvæðisrétt einstakra hluthafa og heyri sú ákvörðun ekki undir fundarstjóra. 5 Sóknaraðilar byggja á því að ákvörðun um að þau fengju aðeins notið 1% atkvæðisréttar á hluthafafundi HH bygginga ehf. hafi verið undirbúin af meirihlutaeigendum og fundarstjóra á þeirra vegum í sameiningu og tekin á hluthafafundi. Með hliðsjón af því verði að líta svo á að um ákvörðun hluthafafundar hafi verið að ræða. 6 Þá byggja sóknaraðilar á því að í 1. mgr. 72. gr. einkahlutafélagalaga sé kveðið á um að tillaga um rannsókn á einkahlutafélagi teljist samþykkt ef hún hlýtur samþykki hluthafa sem ráði yfir minnst tíunda hluta hlutafjár í félagi. Ef fallist yrði á fyrstu dómkröfu sóknaraðila í héraði, og þannig viðurkennt að sóknaraðilar eigi alls 20% hlutafjár í varnaraðila HH byggingum ehf., væri ljóst að tillaga sóknaraðila um rannsókn á umræddu félagi kæmi til framkvæmda. Sóknaraðilar eigi því lögvarinna hagsmuna að gæta af því að fá efnisdóm um þriðja kröfulið dómkrafna sinna. Málsástæður varnaraðila 7 Af hálfu varnaraðila er byggt á því að óljóst sé af kröfugerð sóknaraðila hvað sé farið fram á. Ekki sé gerð krafa um viðurkenningu á eignarrétti sóknaraðila að umræddum hlutum í varnaraðila HH byggingum ehf. þótt kröfur um ógildingu ákvarðana aðalfundar félagsins virðist byggðar á því. 8 Varnaraðilar telja að ekki hafi verið sýnt fram á að ástæða hafi verið til að stjórn varnaraðila HH bygginga ehf. breytti hlutaskrá félagsins enda hafi ekki verið upplýst um breytingar á hlutafé eða hlutafjáreign einstakra eigenda félagsins aðrar en þær sem tilkynnt hafi verið um og hlutaskráin hafi verið byggð á. 9 Varnaraðilar hafna því að 4. mgr. 65. gr. einkahlutafélagalaga hafi þýðingu við úrlausn málsins. Í ákvæðinu sé fjallað um skrá yfir þá sem mættir séu á hluthafafund og atkvæðisrétt þeirra. Sú skrá hafi til að mynda þá þýðingu að fyrir liggi hversu hátt hlutfall hluthafa hafi mætt á hluthafafund. Þessi skrá sé hins vegar ekki hlutaskrá og hafi ekki gildi sem eignarheimild. Jafnvel þótt þessari skrá hefði verið breytt af hluthafafundinum sé ljóst að niðurstaða atkvæðagreiðslu hefði í öllum tilvikum orðið sú sama og varð á fundinum. 10 Um málsástæður aðila hvað þennan þátt málsins varðar vísast að öðru leyti til hins kærða úrskurðar. Niðurstaða Landsréttar 11 Í 1. mgr. 19. gr. einkahlutafélagalaga segir að þegar einkahlutafélag hafi verið stofnað skuli stjórn þess þegar í stað gera hlutaskrá og að stjórnin skuli gæta þess að hlutaskráin geymi réttar upplýsingar á hverjum tíma. Þá segir í 4. mgr. sömu greinar að sá sem eignast hafi hlut geti ekki beitt réttindum sínum sem hluthafi nema nafn hans hafi verið skráð í hlutaskrá eða hann hafi tilkynnt og fært sönnur á eign sína á hlutnum. 12 Í 25. gr. einkahlutafélagalaga er rakið hvað skuli koma fram í ákvörðun um hækkun hlutafjár með áskrift nýrra hluta en þar segir meðal annars í 6. tölul. 1. mgr. að taka skuli fram nafnverð hluta og gengi þeirra. 13 Um boðun til hluthafafundar segir í 2. mgr. 63. gr. einkahlutafélagalaga að boða skuli til funda með þeim hætti sem félagssamþykktir ákveða en þó skuli boðun vera skrifleg til allra þeirra hluthafa sem þess hafa óskað og skráðir eru í hlutaskrá. 14 Loks segir í 4. mgr. 65. gr. einkahlutafélagalaga að þegar hluthafafundur hafi verið settur skuli gerð skrá yfir hluthafa og umboðsmenn hluthafa er fund sækja til þess að ljóst sé hversu mörgum hlutum og atkvæðum hver þeirra ráði yfir. Skrá þessi skuli notuð þar til hluthafafundur breyti henni. 15 Sóknaraðilar orða fyrsta lið dómkrafna sinna í stefnu til héraðsdóms með þeim hætti að ákvörðun aðalfundar HH bygginga ehf., um að fulltrúar Vogalands ehf. skyldu fara með 99% atkvæða á aðalfundinum og stefnandi E-kvk-nf 1%, verði ógilt og að ákvörðuninni verði breytt á þann veg að fulltrúar Vogalands ehf. fari með 80% atkvæða en stefnendur alls 20%. 16 Málatilbúnaður sóknaraðila byggir á þeim grunni að þau eigi 20% eignarhlut í varnaraðila HH byggingum ehf. og samsvarandi atkvæðisrétt. Í málinu liggur fyrir samkomulag sóknaraðila og GGG Cosmetics ehf., sem nú heitir Vogaland ehf., 30. desember 2014, þess efnis að umrætt félag muni leggja HH byggingum ehf. til nýtt 40.000.000 króna hlutafé og að eignarhlutföll í félaginu eftir hlutafjáraukninguna verði þannig að GGG Cosmetics ehf. verði eigandi 80% hlutafjár en sóknaraðilar 20% hlutafjár. 17 Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði liggur fyrir í málinu hlutaskrá HH bygginga ehf. en samkvæmt henni á sóknaraðilinn E-kvk-nf 1% í félaginu en varnaraðilinn Vogaland ehf. 99%. Framlagðar samþykktir HH bygginga ehf., fundargerðir hluthafafunda, ársreikningar og hlutafjármiðar sóknaraðilans E-kvk-ef 2015 og 2016 samrýmast því að hún hafi eftir hækkun hlutafjár félagsins úr 400.000 krónum í 40.400.000 krónur, sem tilkynnt var til fyrirtækjaskrár 28. janúar 2015, verið eigandi 400.000 króna hlutafjár eða um 1% hlutafjár í félaginu. Flest þessara gagna eru yngri en fyrrnefnt samkomulag 30. desember 2014 og bera undirskrift sóknaraðila E-kvk-ef, þar á meðal fundargerð hluthafafundar í HH byggingum ehf. 21. janúar 2015 þar sem greint er frá því að lögð hafi verið fram staðfesting á því að GGG Cosmetics ehf. hafi þann dag greitt inn 40.000.000 króna hlutafjárloforð. Fyrrnefnt samkomulag virðist þannig ósamrýmanlegt öðrum gögnum málsins. 18 Í stefnu er ekki gerð tilraun til að skýra með hvaða hætti 400.000 króna hlutafjáreign sóknaraðilans E-kvk-ef í varnaraðila HH byggingum ehf. gat samsvarað samtals 20% eignarhluta sóknaraðila í félaginu eða veitt þeim samsvarandi atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins 4. ágúst 2016, eftir að hlutafé félagsins hafði verið hækkað í 40.400.000 krónur. Engin gögn hafa verið lögð fram um að hlutafé sóknaraðilans E-kvk-ef fylgi aukinn atkvæðisréttur, að sóknaraðilar hafi lagt félaginu til aukið hlutafé eða að við hækkun hlutafjár í ársbyrjun 2015 hafi nafnverð og gengi hluta verið ákveðið með öðrum hætti en fram kemur í gögnum málsins. Málatilbúnaður sóknaraðila í stefnu er að þessu leyti vanreifaður og verður ekki talið að úr þessum ágalla verði bætt undir rekstri málsins. 19 Af hálfu sóknaraðila virðist byggt á því að á grundvelli 4. mgr. 65. gr. einkahlutafélagalaga hafi það verið á valdi aðalfundar varnaraðilans HH bygginga ehf. að víkja hlutaskrá félagsins til hliðar. Af orðalagi þess ákvæðis verður ráðið að sú skrá sem þar um ræðir sé skrá yfir hluthafa og umboðsmenn þeirra sem sækja hluthafafund en ekki hlutaskrá félagsins sem stjórn félagsins ber ábyrgð á að hafi að geyma réttar upplýsingar, sbr. 1. mgr. 19. gr. laganna. Þótt í 4. mgr. 65. gr. laganna segi að skráin skuli gerð til þess að ljóst sé hversu mörgum hlutum og atkvæðum hver hluthafi ráði yfir og að skráin skuli notuð þar til hluthafafundur breyti henni þykja sóknaraðilar ekki hafa gert viðhlítandi grein fyrir því á hvaða grundvelli aðalfundur HH bygginga ehf. gat tekið ákvörðun um annað vægi atkvæða á fundinum en hlutaskrá félagsins sagði til um. 20 Samkvæmt framansögðu er grundvöllur allra kröfuliða í dómkröfum sóknaraðila í stefnu til héraðsdóms svo vanreifaður og óljós að óhjákvæmilegt er, með vísan til d og eliða 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, að vísa málinu í heild frá héraðsdómi. Verður niðurstaða héraðsdóms því staðfest, þar á meðal um málskostnað í héraði. 21 Sóknaraðilum verður gert að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, Á-kk-nf A-kk-nf og E-kvk-nf B-kvk-nf, greiði óskipt varnaraðilum, HH byggingum ehf. og Vogalandi ehf., sameiginlega 350.000 krónur í kærumálskostnað.
c128911a-a617-4340-aa6e-062b5cd4e94b
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_135_2018", "publish_timestamp": "2018-02-22T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 369 }, { "offset": 392, "length": 21 }, { "offset": 415, "length": 118 }, { "offset": 535, "length": 15 }, { "offset": 552, "length": 257 }, { "offset": 811, "length": 80 }, { "offset": 893, "length": 11 }, { "offset": 906, "length": 368 }, { "offset": 1276, "length": 17 }, { "offset": 1295, "length": 23 }, { "offset": 1320, "length": 357 }, { "offset": 1679, "length": 323 }, { "offset": 2004, "length": 574 }, { "offset": 2580, "length": 23 }, { "offset": 2605, "length": 289 }, { "offset": 2896, "length": 317 }, { "offset": 3215, "length": 537 }, { "offset": 3754, "length": 102 }, { "offset": 3858, "length": 22 }, { "offset": 3882, "length": 650 }, { "offset": 4534, "length": 248 }, { "offset": 4784, "length": 298 }, { "offset": 5084, "length": 355 }, { "offset": 5441, "length": 497 }, { "offset": 5940, "length": 951 }, { "offset": 6893, "length": 777 }, { "offset": 7672, "length": 857 }, { "offset": 8531, "length": 326 }, { "offset": 8859, "length": 99 }, { "offset": 8960, "length": 13 }, { "offset": 8975, "length": 35 }, { "offset": 9012, "length": 163 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 150 }, { "offset": 172, "length": 176 }, { "offset": 350, "length": 39 }, { "offset": 392, "length": 21 }, { "offset": 415, "length": 118 }, { "offset": 535, "length": 15 }, { "offset": 552, "length": 136 }, { "offset": 689, "length": 78 }, { "offset": 769, "length": 39 }, { "offset": 811, "length": 80 }, { "offset": 893, "length": 11 }, { "offset": 906, "length": 140 }, { "offset": 1047, "length": 70 }, { "offset": 1119, "length": 76 }, { "offset": 1197, "length": 76 }, { "offset": 1276, "length": 17 }, { "offset": 1295, "length": 23 }, { "offset": 1320, "length": 243 }, { "offset": 1564, "length": 112 }, { "offset": 1679, "length": 233 }, { "offset": 1913, "length": 88 }, { "offset": 2004, "length": 232 }, { "offset": 2237, "length": 232 }, { "offset": 2471, "length": 106 }, { "offset": 2580, "length": 23 }, { "offset": 2605, "length": 97 }, { "offset": 2703, "length": 190 }, { "offset": 2896, "length": 317 }, { "offset": 3215, "length": 98 }, { "offset": 3314, "length": 90 }, { "offset": 3406, "length": 106 }, { "offset": 3514, "length": 76 }, { "offset": 3592, "length": 159 }, { "offset": 3754, "length": 102 }, { "offset": 3858, "length": 22 }, { "offset": 3882, "length": 224 }, { "offset": 4107, "length": 208 }, { "offset": 4317, "length": 214 }, { "offset": 4534, "length": 248 }, { "offset": 4784, "length": 238 }, { "offset": 5023, "length": 58 }, { "offset": 5084, "length": 355 }, { "offset": 5441, "length": 138 }, { "offset": 5580, "length": 357 }, { "offset": 5940, "length": 184 }, { "offset": 6125, "length": 356 }, { "offset": 6483, "length": 335 }, { "offset": 6820, "length": 70 }, { "offset": 6893, "length": 349 }, { "offset": 7243, "length": 285 }, { "offset": 7530, "length": 139 }, { "offset": 7672, "length": 202 }, { "offset": 7875, "length": 259 }, { "offset": 8136, "length": 392 }, { "offset": 8531, "length": 246 }, { "offset": 8778, "length": 78 }, { "offset": 8859, "length": 99 }, { "offset": 8960, "length": 13 }, { "offset": 8975, "length": 35 }, { "offset": 9012, "length": 163 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=36cd819b-8658-41ec-a59e-e858248e857b&verdictid=0e6d6435-7eb6-4bc9-949d-f6fa238d169e" }
136/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem A var sviptur sjálfræði í 12 mánuði. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, H-kvk-nf Þ-kvk-nf og R-kvk-nf H-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 30. janúar 2018. Kærumálsgögn bárust réttinum 9. febrúar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. janúar 2018, í málinu nr. L[…]/2018, þar sem sóknaraðili var sviptur sjálfræði í 12 mánuði. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinum kærða úrskurði verði hrundið og beiðni um sjálfræðissviptingu hans hafnað, en til vara að sjálfræðissviptingu hans verði markaður skemmri tími. Þá krefst sóknaraðili þóknunar fyrir Landsrétti til handa skipuðum verjanda sínum. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði hefur sóknaraðili um árabil glímt við alvarlegan geðsjúkdóm og fíknivanda og hefur hann ítrekað verið sviptur sjálfræði í því skyni að hann fengi viðeigandi læknismeðferð. Samkvæmt því, og með vísan til þess sem fram kom í skýrslu geðlæknis við aðalmeðferð málsins, verður að telja vægari úrræði til aðstoðar vera fullreynd. Að þessi gættu, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar, verður hann staðfestur. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila vegna flutnings málsins fyrir Landsrétti úr ríkissjóði og er hún ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður skal vera óraskaður. Þóknun verjanda sóknaraðila, B-kk-ef E-kk-ef lögmanns, 148.800 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
bef0d229-0f2f-40d3-87ac-08c16f6764fe
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_136_2018", "publish_timestamp": "2018-02-20T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 80 }, { "offset": 103, "length": 21 }, { "offset": 126, "length": 112 }, { "offset": 240, "length": 305 }, { "offset": 547, "length": 268 }, { "offset": 817, "length": 65 }, { "offset": 884, "length": 467 }, { "offset": 1353, "length": 218 }, { "offset": 1573, "length": 13 }, { "offset": 1588, "length": 41 }, { "offset": 1631, "length": 94 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 80 }, { "offset": 103, "length": 21 }, { "offset": 126, "length": 112 }, { "offset": 240, "length": 66 }, { "offset": 307, "length": 39 }, { "offset": 348, "length": 137 }, { "offset": 487, "length": 57 }, { "offset": 547, "length": 185 }, { "offset": 733, "length": 81 }, { "offset": 817, "length": 65 }, { "offset": 884, "length": 211 }, { "offset": 1096, "length": 151 }, { "offset": 1249, "length": 101 }, { "offset": 1353, "length": 218 }, { "offset": 1573, "length": 13 }, { "offset": 1588, "length": 41 }, { "offset": 1631, "length": 94 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=94d49e6a-b5d1-435a-bf87-bca89ef8ddc5&verdictid=400e2907-aa51-4e28-aa4a-b9ed979c0f4b" }
137/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem A var sviptur sjálfræði í þrjú ár. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf S-kk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 26. janúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 31. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar 2018 í málinu nr. L[…]/2017, þar sem sóknaraðili var sviptur sjálfræði tímabundið í þrjú ár frá uppkvaðningu úrskurðarins að telja. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að sjálfræðissviptingunni verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann þóknunar til handa verjanda sínum fyrir Landsrétti. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs verjanda sem ákveðin verður að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun verjanda sóknaraðila, D-kvk-ef M-kvk-ef E-kvk-ef lögmanns, 148.800 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
2a422e7f-f338-4add-a1b2-34c19a931386
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_137_2018", "publish_timestamp": "2018-02-21T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 78 }, { "offset": 101, "length": 21 }, { "offset": 124, "length": 115 }, { "offset": 241, "length": 369 }, { "offset": 612, "length": 214 }, { "offset": 828, "length": 54 }, { "offset": 884, "length": 68 }, { "offset": 954, "length": 166 }, { "offset": 1122, "length": 13 }, { "offset": 1137, "length": 35 }, { "offset": 1174, "length": 105 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 78 }, { "offset": 101, "length": 21 }, { "offset": 124, "length": 115 }, { "offset": 241, "length": 124 }, { "offset": 366, "length": 184 }, { "offset": 552, "length": 57 }, { "offset": 612, "length": 147 }, { "offset": 760, "length": 65 }, { "offset": 828, "length": 54 }, { "offset": 884, "length": 68 }, { "offset": 954, "length": 166 }, { "offset": 1122, "length": 13 }, { "offset": 1137, "length": 35 }, { "offset": 1174, "length": 105 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=3872afd3-82e6-4b30-88f6-38a6f6f540f2&verdictid=3cc711e5-09db-438d-a93e-eac149657f78" }
138/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem tekin var til greina krafa S um að E ehf. yrði með beinni aðfarargerð borinn út með söluskála sinn af lóð S. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir I-kvk-nf E-kvk-nf, K-kvk-nf S-kvk-nf og O-kvk-nf M-kvk-nf A-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 29. janúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 31. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 17. janúar 2018 í málinu nr. A490/2017 þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að sóknaraðili yrði með beinni aðfarargerð borinn út með söluskála sinn af 50 fermetra lóð varnaraðila við Íþróttamiðstöð Seltjarnarness að Suðurströnd 10 á Seltjarnarnesi, ásamt öllu því sem söluskálanum og sóknaraðila tilheyrir. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. 2 Sóknaraðili krefst þess að framangreindri kröfu varnaraðila verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Málsatvik 4 Með samningi 22. september 1999 leigði varnaraðili tilgreindum aðila 50 fermetra lóð undir söluskála við Íþróttamiðstöð Seltjarnarness til 15 ára frá 1. október 1999. Í samningnum kom fram að bæjarsjóður gæti krafist þess að söluskálinn viki að þeim tíma liðnum án bóta. Þá kom þar fram að leigjandi hefði forgang til áframhaldandi leigu samþykkti bæjarstjórn að söluskálinn yrði áfram á þessum stað. 5 Sóknaraðili yfirtók samninginn 14. mars 2013 og eignaðist söluskála sem stóð á lóðinni. Áður en lóðarleigusamningurinn rann sitt skeið á enda, 1. október 2014, hafði sóknaraðili óskað eftir því með bréfi til varnaraðila 31. mars 2014 að samningurinn yrði framlengdur til 15 ára. Í fundargerð skipulags og umferðarnefndar varnaraðila 1. júlí sama ár kom fram að fyrrgreint bréf sóknaraðila hefði verið lagt fram og var í framhaldinu bókað að varnaraðili hygðist breyta gildandi deiliskipulagi á svæðinu þar sem umrædd lóð væri. Væri varnaraðili því ekki tilbúinn til að endurnýja umræddan lóðarleigusamning, en ef ósk kæmi fram um það væri varnaraðili tilbúinn til að framlengja samninginn um eitt ár í senn, enda yrði söluskáli sóknaraðila fjarlægður að þeim tíma liðnum. Bærist ekki slík beiðni fyrir 1. ágúst 2014 yrði litið svo á að ekki væri óskað eftir tímabundinni framlengingu. Mun þessi fundargerð hafa birst á heimasíðu varnaraðila. 6 Fyrir Landsrétti hefur verið lagt fram bréf varnaraðila 2. júlí 2014 til fyrirsvarsmanns sóknaraðila, þar sem gerð var grein fyrir framangreindri bókun á fundi varnaraðila 1. júlí 2014, en sóknaraðili hefur haldið því fram að bréfi hans 31. mars 2014 hafi ekki verið svarað. Af bréfi varnaraðila 20. október 2014, þar sem rakin var bókun á fundi bæjarráðs varnaraðila sama dag, verður ráðið að sóknaraðili hafi ítrekað fyrra erindi sitt um framlengingu lóðarleigusamnings með bréfi til varnaraðila 1. september 2014. Í svarbréfi varnaraðila til sóknaraðila komu fram sömu sjónarmið og í bréfinu 2. júlí 2014 og tekið fram að ef óskað yrði eftir framlengingu leigusamningsins skyldi skrifleg beiðni þar um berast varnaraðila ekki síðar en 1. desember 2014. Sóknaraðili hefur haldið því fram að hann hafi ekki fengið svarbréf varnaraðila en ágreiningslaust er að í kjölfar þessa innheimti varnaraðili lóðarleigu út árið 2015 úr hendi sóknaraðila, en ekki vegna áranna 2016 til 2017. 7 Með bréfi varnaraðila til sóknaraðila 8. mars 2017 voru rakin fyrri bréfaskipti aðila vegna óskar sóknaraðila um að lóðarleigusamningurinn yrði endurnýjaður frá 1. október 2014. Í niðurlagi bréfsins sagði að varnaraðili teldi ekki ástæðu til þess að endurskoða fyrri afstöðu bæjarráðs og færi fram á að söluskálinn yrði fjarlægður og að gengið yrði frá lóðinni með fullnægjandi hætti fyrir 1. júní 2017. Bréfi þessu svaraði sóknaraðili með bréfi 15. júní 2017 þar sem því var andmælt að söluskálinn yrði fjarlægður. Með aðfararbeiðni 8. ágúst 2017 krafðist varnaraðili útburðar á söluskála sóknaraðila af 50 fermetra lóð við Íþróttamiðstöð Seltjarnarness. Málsástæður aðila Málsástæður sóknaraðila 8 Af hálfu sóknaraðila er á því byggt að réttur varnaraðila til að krefjast útburðar samkvæmt 78. gr. laga nr. 90/1989, sé í ljósi athafna og athafnaleysis varnaraðila eftir lok lóðarleigusamningsins 1. október 2014 ekki nægilega skýr svo að fullnægt sé áskilnaði 1. mgr. 83. gr. sömu laga um sönnun fyrir réttmæti krafna varnaraðila. Þá telur sóknaraðili að krafa varnaraðila og eyðilegging verðmæta sem leiði af því að á kröfuna verði fallist, feli í sér brot gegn 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 og ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993, einkum 12. og 13. gr. þeirra. Málsástæður varnaraðila 9 Af hálfu varnaraðila er á því byggt að enginn vafi sé á því að hann eigi kröfu til þess að sóknaraðili fjarlægi ofangreindan söluskála af lóð sinni, þar sem lóðarleigusamningur aðila hafi runnið út 1. október 2014. Niðurstaða Landsréttar 10 Samningur aðila um leigu umræddrar lóðar rann sitt skeið á enda 1. október 2014. Fyrir það tímamark hafði varnaraðili tekið fyrir erindi sóknaraðila um framlengingu lóðarleigusamnings á fundi sínum 1. júlí 2014, en fundargerðir varnaraðila munu birtar á heimasíðu hans. Auk þess hefur verið lagt fyrir dóminn svarbréf varnaraðila 2. júlí 2014, þar sem erindi sóknaraðila var synjað. Enn fremur er meðal gagna málsins bréf varnaraðila til sóknaraðila 20. október 2014, þar sem vísað er til fundargerðar bæjarráðs varnaraðila sama dag, þar sem synjað var erindi sóknaraðila 1. september 2014 um framlengingu lóðarleigusamningsins. Hafi sóknaraðili talið að misfarist hafi af hálfu varnaraðila að erindi hans væri tekið fyrir eða að misbrestur hafi orðið á því að svarbréf varnaraðila bærust sér, var honum í lófa lagið að kanna afdrif erindis síns hjá varnaraðila. 11 Varnaraðili hefur samkvæmt framangreindu og í samræmi við ákvæði 1. mgr. 78. gr. laga nr. 90/1989 sýnt fram á að hann eigi tilkall til umræddrar lóðar á grundvelli eignarheimildar sinnar og að lóðarleigusamningur aðila hafi runnið sitt skeið á enda. Að liðnum leigutímanum náðist ekki samkomulag um áframhaldandi leigurétt sóknaraðila að lóðinni og breytir engu um réttindi varnaraðila til að krefjast útburðar á grundvelli 78. gr. laga nr. 90/1989 að sóknaraðili greiddi lóðarleigu fyrir árið 2015. 12 Úr kröfum sóknaraðila, reistum á því að varnaraðili hafi skapað eignarréttindi til handa sóknaraðila eftir lok leigusamnings aðila og að eyðilegging á söluskála sóknaraðila feli í sér brot gegn 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, verður ekki leyst í máli þessu, sbr. 3. mgr. 83. gr. laga nr. 90/1989. Þá verður ekki ráðið af málatilbúnaði sóknaraðila hverju ætluð brot varnaraðila á 12. og 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 varði fyrir réttindi varnaraðila til beinnar aðfarargerðar í máli þessu. 13 Samkvæmt öllu framangreindu hefur varnaraðili fært á það sönnur með gögnum sem lögð hafa verið fram í málinu að réttur hans til að sóknaraðili víki af lóðinni með söluskála sinn sé svo skýr og ótvíræður að hann verði knúinn fram með beinni aðfarargerð. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. 14 Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Eignarhaldsfélagið Ingólfstorg ehf., greiði varnaraðila, Seltjarnarnesbæ, 350.000 krónur í kærumálskostnað.
c9d1a1e9-9b91-4ce3-ab67-44e8d3b03026
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_138_2018", "publish_timestamp": "2018-02-21T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 152 }, { "offset": 175, "length": 21 }, { "offset": 198, "length": 120 }, { "offset": 320, "length": 30 }, { "offset": 352, "length": 542 }, { "offset": 896, "length": 135 }, { "offset": 1033, "length": 77 }, { "offset": 1112, "length": 9 }, { "offset": 1123, "length": 402 }, { "offset": 1527, "length": 943 }, { "offset": 2472, "length": 982 }, { "offset": 3456, "length": 657 }, { "offset": 4115, "length": 17 }, { "offset": 4134, "length": 23 }, { "offset": 4159, "length": 662 }, { "offset": 4823, "length": 216 }, { "offset": 5041, "length": 22 }, { "offset": 5065, "length": 865 }, { "offset": 5932, "length": 502 }, { "offset": 6436, "length": 568 }, { "offset": 7006, "length": 299 }, { "offset": 7307, "length": 97 }, { "offset": 7406, "length": 13 }, { "offset": 7421, "length": 156 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 152 }, { "offset": 175, "length": 21 }, { "offset": 198, "length": 120 }, { "offset": 320, "length": 30 }, { "offset": 352, "length": 126 }, { "offset": 479, "length": 70 }, { "offset": 551, "length": 282 }, { "offset": 835, "length": 58 }, { "offset": 896, "length": 75 }, { "offset": 972, "length": 58 }, { "offset": 1033, "length": 77 }, { "offset": 1112, "length": 9 }, { "offset": 1123, "length": 168 }, { "offset": 1292, "length": 102 }, { "offset": 1396, "length": 128 }, { "offset": 1527, "length": 89 }, { "offset": 1617, "length": 189 }, { "offset": 1808, "length": 246 }, { "offset": 2056, "length": 243 }, { "offset": 2301, "length": 111 }, { "offset": 2414, "length": 55 }, { "offset": 2472, "length": 276 }, { "offset": 2749, "length": 240 }, { "offset": 2991, "length": 237 }, { "offset": 3230, "length": 223 }, { "offset": 3456, "length": 179 }, { "offset": 3636, "length": 224 }, { "offset": 3862, "length": 110 }, { "offset": 3974, "length": 138 }, { "offset": 4115, "length": 17 }, { "offset": 4134, "length": 23 }, { "offset": 4159, "length": 334 }, { "offset": 4494, "length": 302 }, { "offset": 4798, "length": 22 }, { "offset": 4823, "length": 216 }, { "offset": 5041, "length": 22 }, { "offset": 5065, "length": 83 }, { "offset": 5149, "length": 187 }, { "offset": 5338, "length": 111 }, { "offset": 5451, "length": 244 }, { "offset": 5697, "length": 232 }, { "offset": 5932, "length": 252 }, { "offset": 6185, "length": 248 }, { "offset": 6436, "length": 370 }, { "offset": 6807, "length": 196 }, { "offset": 7006, "length": 255 }, { "offset": 7262, "length": 42 }, { "offset": 7307, "length": 97 }, { "offset": 7406, "length": 13 }, { "offset": 7421, "length": 35 }, { "offset": 7457, "length": 119 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=aa75ce91-2e57-4df9-9b0e-7fb7fd979313&verdictid=565542f6-f3ed-47ff-9c09-136745bfa1e5" }
139/2018 Útdráttur Þrotabú E ehf. krafðist riftunar á framsali EK ehf. til S ehf. á nánar tilgreindri endurkröfu á hendur íslenska ríkinu vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs. Í dómi Landsréttar var lagt til grundvallar að S ehf. hefði eignast kröfu á hendur EK ehf. sem nam fjárhæð hinna ofgreiddu gjalda og þegar af þeirri ástæðu hefði framsalið ekki getað talist gjafagerningur í skilningi 131. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. Á hinn bóginn var talið að um óvenjulegan greiðslueyri hefði verið að ræða samkvæmt 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 og að greiðslan hafi ekki virst venjuleg eftir atvikum. Var því fallist á kröfu þrotabús E ehf. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, Á-kk-nf H-kk-nf og J-kk-nf F-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Máli þessu var áfrýjað til Landsréttar 26. janúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 29. desember 2017 í málinu nr. E373/2017. Áfrýjandi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar en til vara að dómkröfur stefnda verði lækkaðar verulega og málskostnaður látinn niður falla. 2 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 3 Eins og nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi varðar ágreiningur máls það álitaefni hvort stefnda sé heimilt að rifta framsali Eggerts Kristjánssonar ehf. (síðar EK 1923 ehf.) til áfrýjanda 27. janúar 2016 á endurkröfu félagsins á hendur íslenska ríkinu vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs í tengslum við úthlutun á tollkvótum á árunum 2014 og 2015. Stefndi byggir í fyrsta lagi á því að honum sé heimilt að rifta framsalinu á grundvelli 131. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., í öðru lagi á grundvelli 134. gr., eins og fallist var á í hinum áfrýjaða dómi, en í þriðja lagi á grundvelli 141. gr. sömu laga. 4 Samkvæmt gögnum málsins annaðist EK 1923 ehf. innflutning og dreifingu á nánar tilgreindum vörum til áfrýjanda. Fyrir liggur að hin ofgreiddu gjöld sem EK 1923 ehf. hafði innt af hendi til íslenska ríkisins, og fyrrgreind endurgreiðslukrafa þess náði til, höfðu áður verið lögð á innkaupsverð til áfrýjanda. Samkvæmt því verður lagt til grundvallar að áfrýjandi hafi eignast kröfu á hendur EK 1923 ehf. sem nam fjárhæð hinna ofgreiddu gjalda er fyrir lá að innheimta gjaldanna reyndist hafa verið ólögmæt. Þegar af þeirri ástæðu verður sú niðurstaða héraðsdóms staðfest að fyrrgreint framsal EK 1923 ehf. til áfrýjanda 27. janúar 2016 geti ekki talist vera gjafagerningur í skilningi 131. gr. laga nr. 21/1991. 5 Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 6 Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Stjarnan ehf., greiði stefnda, þrotabúi EK 1923 ehf., 1.240.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.
754f4a50-df6f-400d-9bda-201f106120d7
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_139_2018", "publish_timestamp": "2018-12-07T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 642 }, { "offset": 665, "length": 17 }, { "offset": 684, "length": 92 }, { "offset": 778, "length": 30 }, { "offset": 810, "length": 305 }, { "offset": 1117, "length": 85 }, { "offset": 1204, "length": 10 }, { "offset": 1216, "length": 625 }, { "offset": 1843, "length": 712 }, { "offset": 2557, "length": 108 }, { "offset": 2667, "length": 104 }, { "offset": 2773, "length": 8 }, { "offset": 2783, "length": 32 }, { "offset": 2817, "length": 113 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 158 }, { "offset": 180, "length": 268 }, { "offset": 450, "length": 172 }, { "offset": 624, "length": 38 }, { "offset": 665, "length": 17 }, { "offset": 684, "length": 92 }, { "offset": 778, "length": 30 }, { "offset": 810, "length": 57 }, { "offset": 868, "length": 68 }, { "offset": 938, "length": 9 }, { "offset": 949, "length": 165 }, { "offset": 1117, "length": 85 }, { "offset": 1204, "length": 10 }, { "offset": 1216, "length": 353 }, { "offset": 1570, "length": 270 }, { "offset": 1843, "length": 113 }, { "offset": 1957, "length": 194 }, { "offset": 2153, "length": 196 }, { "offset": 2351, "length": 203 }, { "offset": 2557, "length": 108 }, { "offset": 2667, "length": 104 }, { "offset": 2773, "length": 8 }, { "offset": 2783, "length": 32 }, { "offset": 2817, "length": 113 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=23ad202a-6d89-42a9-8434-ffcb4fd76263&verdictid=69992081-c26e-4825-afbf-1ef03776cde9" }
13/2018 Útdráttur Þ var sakfelldur fyrir tvö þjófnaðarbrot og að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana og fíkniefna. Að virtum sakaferli Þ og með hliðsjón af 78. og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 var refsing hans ákveðin átta mánaða fangelsi auk þess sem hann var sviptur ökurétti ævilangt. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, H-kvk-nf Þ-kvk-nf og R-kvk-nf H-kvk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 25. apríl 2017 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun 7. apríl sama ár. Með vísan til 1. mgr. 78. gr. laga nr. 49/2016, um breytingu á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála (millidómstig), sbr. 4. gr. laga nr. 53/2017, um breytingu á lögum um dómstóla og fleira, er málið nú rekið fyrir Landsrétti. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 6. apríl 2017 í málinu nr. S193/2017. 2 Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur að því er varðar sakfellingu ákærða og sviptingu ökuréttar en að refsing ákærða verði þyngd. Þá er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða allan sakarkostnað í málinu. 3 Ákærði krefst aðallega ómerkingar hins áfrýjaða dóms. Til vara krefst hann þess að refsing verði milduð og bundin skilorði, að minnsta kosti að hluta. Þá krefst hann málsvarnarlauna til handa skipuðum verjanda sínum. Niðurstaða 4 Aðal og varakrafa ákærða eru á því reistar að héraðsdómur hafi ekki farið að fyrirmælum 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 við ákvörðun refsingar í máli hans. Brot ákærða sem hann var sakfelldur fyrir samkvæmt 1. ákærulið var framið 16. október 2015, en brot samkvæmt 3. og 4. ákærulið voru framin 13. og 17. október 2016. Ákærði heldur því fram að ákveða eigi honum refsingu vegna brotanna sem hegningarauka við dóm frá 6. október 2016. Dómurinn var birtur ákærða 18. október 2016 og telur hann að miða eigi við það tímamark. 5 Samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga skal dæma manni hegningarauka verði hann uppvís að því að hafa framið brot áður en dómur vegna eldra brots var kveðinn upp, sbr. einnig dóm Hæstaréttar í máli nr. 361/2011. Refsing ákærða vegna brots samkvæmt 1. ákærulið verður því ákveðin sem hegningarauki við framangreindan refsidóm. Að öðru leyti verður refsing ákveðin samkvæmt 77. gr. almennra hegningarlaga. Þá var þjófnaðarbrot ákærða samkvæmt 3. ákærulið ítrekað, sbr. 255. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt framangreindu verður refsing ákærða ákveðin fangelsi í átta mánuði. Staðfest er niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sviptingu ökuréttar og sakarkostnað. 6 Ákærða verður gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, Þ-kk-nf H-kk-nf A-kk-nf, sæti fangelsi í átta mánuði. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað og sviptingu ökuréttar skal vera óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 319.096 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, G-kk-ef S-kk-ef lögmanns, 300.000 krónur.
cac4345b-c64b-450b-9b46-f2a44079ea6b
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_13_2018", "publish_timestamp": "2018-02-16T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 7 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 7 }, { "offset": 9, "length": 9 }, { "offset": 20, "length": 304 }, { "offset": 326, "length": 17 }, { "offset": 345, "length": 96 }, { "offset": 443, "length": 30 }, { "offset": 475, "length": 465 }, { "offset": 942, "length": 258 }, { "offset": 1202, "length": 218 }, { "offset": 1422, "length": 10 }, { "offset": 1434, "length": 536 }, { "offset": 1972, "length": 661 }, { "offset": 2635, "length": 184 }, { "offset": 2821, "length": 8 }, { "offset": 2831, "length": 61 }, { "offset": 2894, "length": 75 }, { "offset": 2971, "length": 155 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 7 }, { "offset": 9, "length": 9 }, { "offset": 20, "length": 118 }, { "offset": 139, "length": 184 }, { "offset": 326, "length": 17 }, { "offset": 345, "length": 96 }, { "offset": 443, "length": 30 }, { "offset": 475, "length": 143 }, { "offset": 619, "length": 243 }, { "offset": 864, "length": 64 }, { "offset": 930, "length": 9 }, { "offset": 942, "length": 173 }, { "offset": 1116, "length": 83 }, { "offset": 1202, "length": 55 }, { "offset": 1258, "length": 95 }, { "offset": 1355, "length": 64 }, { "offset": 1422, "length": 10 }, { "offset": 1434, "length": 168 }, { "offset": 1603, "length": 162 }, { "offset": 1767, "length": 113 }, { "offset": 1882, "length": 87 }, { "offset": 1972, "length": 214 }, { "offset": 2187, "length": 112 }, { "offset": 2301, "length": 76 }, { "offset": 2379, "length": 94 }, { "offset": 2475, "length": 75 }, { "offset": 2552, "length": 80 }, { "offset": 2635, "length": 184 }, { "offset": 2821, "length": 8 }, { "offset": 2831, "length": 61 }, { "offset": 2894, "length": 75 }, { "offset": 2971, "length": 155 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=a077753a-467d-4ecd-93d0-233a53fb9807&verdictid=c287acf1-87eb-4078-a580-d1def8fa35a5" }
142/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli cliðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir K-kvk-nf S-kvk-nf, S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf og V-kk-nf H. V-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 31. janúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. þessa mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 31. janúar 2018, í málinu nr. R95/2018, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 28. febrúar 2018 klukkan 15. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Ef varnaraðili verður sakfelldur fyrir þau brot, sem hann er sakaður um, er sennilegt að hann verði dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi. Af þeim sökum stendur 3. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 því ekki í vegi að fallist verði á kröfuna. Með vísan til þess og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
a1d56497-1675-4191-96fe-5ee6413c42f7
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_142_2018", "publish_timestamp": "2018-02-06T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 150 }, { "offset": 173, "length": 21 }, { "offset": 196, "length": 118 }, { "offset": 316, "length": 501 }, { "offset": 819, "length": 54 }, { "offset": 875, "length": 334 }, { "offset": 1211, "length": 13 }, { "offset": 1226, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 150 }, { "offset": 173, "length": 21 }, { "offset": 196, "length": 118 }, { "offset": 316, "length": 124 }, { "offset": 441, "length": 70 }, { "offset": 513, "length": 113 }, { "offset": 628, "length": 55 }, { "offset": 685, "length": 131 }, { "offset": 819, "length": 54 }, { "offset": 875, "length": 134 }, { "offset": 1010, "length": 97 }, { "offset": 1109, "length": 99 }, { "offset": 1211, "length": 13 }, { "offset": 1226, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=1747bb2d-5a5a-4cf5-ad30-2c567fa353c8&verdictid=7e806268-c932-4ee6-8eeb-f33ac3c3d3da" }
143/2018 Útdráttur Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli aliðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var felldur úr gildi. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir I-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf F-kk-nf og O-kvk-nf M-kvk-nf A-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 2. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 2. febrúar 2018 í málinu nr. R[…]/2018 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 9. febrúar 2018 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Lögregla hefur til rannsóknar innbrot í gagnaver […] í […] aðfaranótt 16. janúar 2018 og þjófnað á munum þaðan. Jafnframt eru til rannsóknar tvö önnur innbrot í gagnaver 5. desember 2017 á […] og 15. sama mánaðar í […] og tilraun til innbrots í gagnaver 27. desember sama ár á […]. Eru brotin talin varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í gögnum málsins kemur fram að lögregla hafi aflað gagna um notkun farsíma tilgreinds manns, sem grunaður er um að eiga aðild að innbrotinu 16. janúar 2018. Sá hafi hringt í varnaraðila 8. janúar 2018 og varnaraðili hringt í hann degi síðar. Hvort símtal hafi verið rúm mínúta að lengd. Í rannsóknargögnum er ekkert annað að finna sem rennir stoðum undir aðkomu varnaraðila að framangreindum brotum, en því er ranglega lýst í hinum kærða úrskurði að hann sé eigandi þeirrar sendibifreiðar sem notuð mun hafa verið við innbrotið í gagnaverið í […]. Samkvæmt þessu er ekki fyrir hendi rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi átt aðild að þeim brotum sem til rannsóknar eru. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi.
4fea97de-1b69-4bd3-b165-a615b2c0991d
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_143_2018", "publish_timestamp": "2018-02-05T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 152 }, { "offset": 175, "length": 21 }, { "offset": 198, "length": 118 }, { "offset": 318, "length": 409 }, { "offset": 729, "length": 71 }, { "offset": 802, "length": 54 }, { "offset": 858, "length": 353 }, { "offset": 1213, "length": 722 }, { "offset": 1937, "length": 13 }, { "offset": 1952, "length": 41 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 152 }, { "offset": 175, "length": 21 }, { "offset": 198, "length": 118 }, { "offset": 318, "length": 116 }, { "offset": 435, "length": 69 }, { "offset": 506, "length": 143 }, { "offset": 651, "length": 75 }, { "offset": 729, "length": 71 }, { "offset": 802, "length": 54 }, { "offset": 858, "length": 111 }, { "offset": 970, "length": 168 }, { "offset": 1140, "length": 70 }, { "offset": 1213, "length": 156 }, { "offset": 1370, "length": 83 }, { "offset": 1455, "length": 43 }, { "offset": 1500, "length": 259 }, { "offset": 1761, "length": 123 }, { "offset": 1886, "length": 48 }, { "offset": 1937, "length": 13 }, { "offset": 1952, "length": 41 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=4785f89a-9e1d-45ea-b235-78d064a678a8&verdictid=89b68292-548d-4756-90c4-916bd9c238e6" }
144/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X yrði, meðan hann sætti farbanni, gert að hafa á sér búnað svo unnt væri að fylgjast með ferðum hans. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Á-kk-nf H-kk-nf, H-kvk-nf Þ-kvk-nf og R-kvk-nf H-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 1. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. janúar 2018, í málinu nr. R[…]/2018, þar sem varnaraðila var gert að bera staðsetningarbúnað í skilningi 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, meðan hann sætir farbanni. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður, að því er varðar skyldu hans til að bera staðsetningarbúnað, verði felldur úr gildi, en til vara að vægari þvingunarúrræðum verði beitt. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Landsrétti. Með vísan til þess sem fram kemur í hinum kærða úrskurði er fallist á að fullnægt sé skilyrðum 1. mgr. 100. gr., sbr. 3. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008, til að varnaraðila verði, meðan hann sætir farbanni, gert að hafa á sér búnað svo að unnt verði að fylgjast með ferðum hans. Verður úrskurðurinn því staðfestur á þann hátt sem í úrskurðarorði greinir. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur, sbr. 3. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurðarorð: Staðfest er niðurstaða hins kærða úrskurðar um að varnaraðila, X, verði, meðan hann sætir farbanni, gert að hafa á sér búnað svo að unnt verði að fylgjast með ferðum hans.
337140a8-6581-4106-8936-26b94b51b65f
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_144_2018", "publish_timestamp": "2018-02-05T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 109 }, { "offset": 301, "length": 410 }, { "offset": 713, "length": 228 }, { "offset": 943, "length": 65 }, { "offset": 1010, "length": 352 }, { "offset": 1364, "length": 77 }, { "offset": 1443, "length": 13 }, { "offset": 1458, "length": 171 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 109 }, { "offset": 301, "length": 118 }, { "offset": 420, "length": 71 }, { "offset": 493, "length": 160 }, { "offset": 655, "length": 55 }, { "offset": 713, "length": 194 }, { "offset": 908, "length": 32 }, { "offset": 943, "length": 65 }, { "offset": 1010, "length": 276 }, { "offset": 1287, "length": 74 }, { "offset": 1364, "length": 77 }, { "offset": 1443, "length": 13 }, { "offset": 1458, "length": 171 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=2e4726bf-a113-4857-a1ac-3185c14f2fb4&verdictid=13caf5ca-3d54-49cf-b92b-a1dc87c7fcc0" }
145/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli aliðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir I-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf F-kk-nf og O-kvk-nf M-kvk-nf A-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 2. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 2. febrúar 2018 í málinu nr. R[…]/2018 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 9. febrúar 2018 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
76bb842b-128c-4c92-b899-1e044b9c6d29
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_145_2018", "publish_timestamp": "2018-02-05T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 118 }, { "offset": 310, "length": 409 }, { "offset": 721, "length": 132 }, { "offset": 855, "length": 54 }, { "offset": 911, "length": 68 }, { "offset": 981, "length": 13 }, { "offset": 996, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 118 }, { "offset": 310, "length": 116 }, { "offset": 427, "length": 69 }, { "offset": 498, "length": 143 }, { "offset": 643, "length": 75 }, { "offset": 721, "length": 132 }, { "offset": 855, "length": 54 }, { "offset": 911, "length": 68 }, { "offset": 981, "length": 13 }, { "offset": 996, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=f5a5b83a-19e9-4673-b476-0ba6513c3859&verdictid=b5dc48f9-dc0c-46a1-9254-53dbe745950e" }
146/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir J-kk-nf S-kk-nf, V-kk-nf H. V-kk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 29. janúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. febrúar 2018. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. janúar 2018 í málinu nr. R[…]/2018 þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 20. apríl 2018 klukkan 16. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur […] janúar 2018 var varnaraðili sakfelldur fyrir brot gegn 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og dæmdur til að sæta fangelsi í fimm ár og sex mánuði. Við uppkvaðningu dómsins lýsti varnaraðili því yfir að hann tæki sér lögboðinn frest til að taka afstöðu til áfrýjunar. Samkvæmt gögnum málsins hefur varnaraðili sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 7. október 2017 og frá 11. sama mánaðar á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, síðast með úrskurði héraðsdóms 30. desember 2017 sem staðfestur var með úrskurði Landsréttar 4. janúar 2018 í málinu nr. 28/2018. Samkvæmt síðari málslið 3. mgr. 97. gr. laga nr. 88/2008 getur dómari, eftir kröfu ákæranda, úrskurðað að gæsluvarðhald skuli haldast meðan á áfrýjunarfresti eftir 199. gr. laganna stendur, svo og meðan mál er til meðferðar fyrir æðri dómi uns endanlegur dómur er upp kveðinn. Er ekkert því til fyrirstöðu að ákærandi geti krafist þess í einu lagi að sakborningur verði úrskurðaður í gæsluvarðhald meðan á áfrýjunarfresti stendur og meðan mál hans er til meðferðar fyrir æðri dómi, komi til þess að héraðsdómi verði áfrýjað í tæka tíð, sbr. dóm Hæstaréttar frá 24. febrúar 2017 í málinu nr. 131/2017. Að framangreindu virtu er fallist á með héraðsdómi að skilyrði séu uppfyllt til að varnaraðili sæti áfram gæsluvarðhaldi svo sem krafist er og nánar greinir í úrskurðarorði. Kærumálskostnaður verður ekki úrskurðaður, sbr. 3. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurðarorð: Varnaraðili, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 20. apríl 2018 klukkan 16.
f96a8d1e-7865-47cb-a9e5-53de25053fc8
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_146_2018", "publish_timestamp": "2018-02-06T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 143 }, { "offset": 166, "length": 21 }, { "offset": 189, "length": 116 }, { "offset": 307, "length": 389 }, { "offset": 698, "length": 175 }, { "offset": 875, "length": 54 }, { "offset": 931, "length": 621 }, { "offset": 1554, "length": 600 }, { "offset": 2156, "length": 173 }, { "offset": 2331, "length": 82 }, { "offset": 2415, "length": 13 }, { "offset": 2430, "length": 90 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 143 }, { "offset": 166, "length": 21 }, { "offset": 189, "length": 116 }, { "offset": 307, "length": 123 }, { "offset": 431, "length": 70 }, { "offset": 503, "length": 115 }, { "offset": 620, "length": 75 }, { "offset": 698, "length": 141 }, { "offset": 840, "length": 32 }, { "offset": 875, "length": 54 }, { "offset": 931, "length": 204 }, { "offset": 1136, "length": 118 }, { "offset": 1256, "length": 295 }, { "offset": 1554, "length": 276 }, { "offset": 1831, "length": 322 }, { "offset": 2156, "length": 173 }, { "offset": 2331, "length": 82 }, { "offset": 2415, "length": 13 }, { "offset": 2430, "length": 90 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=a74c0265-52cf-44f2-9775-8931246e701c&verdictid=112f4f17-b3fd-43a2-b9f3-cfd07b399e2a" }
147/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir K-kvk-nf S-kvk-nf, R-kvk-nf B-kvk-nf og S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 1. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 31. janúar 2018, í máli nr. R87/2018, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 28. febrúar 2018 klukkan 16. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Ákæra var gefin út á hendur varnaraðila 25. janúar 2018 þar sem honum er gefin að sök tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi. Varnaraðili fékk landvistarleyfi á Íslandi undir nafninu Y, kt. […], en rannsóknargögn benda til þess að rétt nafn hans sé X. Með dómi Hæstaréttar 12. desember 2017 í máli nr. 774/2017 og úrskurði Landsréttar 9. janúar 2018 í máli nr. 36/2018 var því slegið föstu að fullnægt væri skilyrðum til þess að varnaraðili, þá nefndur Y, skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Þar sem ekkert er fram komið í málinu sem fær haggað þeirri niðurstöðu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
5273934f-55fa-4bb6-825b-578dc19993ff
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_147_2018", "publish_timestamp": "2018-02-05T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 143 }, { "offset": 166, "length": 21 }, { "offset": 189, "length": 117 }, { "offset": 308, "length": 422 }, { "offset": 732, "length": 71 }, { "offset": 805, "length": 54 }, { "offset": 861, "length": 142 }, { "offset": 1005, "length": 514 }, { "offset": 1521, "length": 13 }, { "offset": 1536, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 143 }, { "offset": 166, "length": 21 }, { "offset": 189, "length": 117 }, { "offset": 308, "length": 123 }, { "offset": 432, "length": 69 }, { "offset": 503, "length": 169 }, { "offset": 674, "length": 55 }, { "offset": 732, "length": 71 }, { "offset": 805, "length": 54 }, { "offset": 861, "length": 142 }, { "offset": 1005, "length": 403 }, { "offset": 1409, "length": 109 }, { "offset": 1521, "length": 13 }, { "offset": 1536, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=36a66c22-2679-4108-93c5-1adf2b370910&verdictid=47f07f07-9dd8-447f-a664-b6f8f08e9822" }
148/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli c og d liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir I-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf F-kk-nf og O-kvk-nf M-kvk-nf A-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 4. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. febrúar 2018 í málinu nr. R88/2018 þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 1. mars 2018 klukkan 16. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að honum verði gert að sæta farbanni. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Samkvæmt gögnum málsins er fullnægt skilyrðum c og dliðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til að varnaraðila verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi eins og krafist er, sbr. úrskurð Landsréttar 8. janúar 2018 í máli nr. 33/2018. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Ekki verður fallist á kröfu um kærumálskostnað, sbr. 3. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
fcfc1221-f827-46ca-bb77-c7e2c0a42b64
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_148_2018", "publish_timestamp": "2018-02-06T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 151 }, { "offset": 174, "length": 21 }, { "offset": 197, "length": 118 }, { "offset": 317, "length": 382 }, { "offset": 701, "length": 155 }, { "offset": 858, "length": 54 }, { "offset": 914, "length": 273 }, { "offset": 1189, "length": 87 }, { "offset": 1278, "length": 13 }, { "offset": 1293, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 151 }, { "offset": 174, "length": 21 }, { "offset": 197, "length": 118 }, { "offset": 317, "length": 118 }, { "offset": 436, "length": 70 }, { "offset": 508, "length": 113 }, { "offset": 623, "length": 75 }, { "offset": 701, "length": 121 }, { "offset": 823, "length": 32 }, { "offset": 858, "length": 54 }, { "offset": 914, "length": 229 }, { "offset": 1144, "length": 42 }, { "offset": 1189, "length": 87 }, { "offset": 1278, "length": 13 }, { "offset": 1293, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=1fbc58d7-3353-49f5-ab16-8eb9a741dd78&verdictid=205bdf5d-05ab-4bbf-b269-ce0b31f89daf" }
14/2018 Útdráttur S, A, I og K voru gefin að sök brot gegn lögum um eftirlit með skipum, reglugerð um leyfi til farþegaflutninga með skipum, siglingalögum, lögum um lögskráningu sjómanna, reglugerð um lögskráningu sjómanna og lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, sem skipstjórar á hvalaskoðunarbátum G ehf. Með dómi Landsréttar voru þeir allir sakfelldir fyrir að hafa siglt með of marga farþega, en S jafnframt sakfelldur fyrir að bera ábyrgð á því sem fyrirsvarsmaður G. Á hinn bóginn voru S og K sýknaðir af þeim sakargiftum að hafa siglt án þess að lögskrá áhöfn áður en farið var á sjó. Auk þess var A sakfelldur fyrir að hafa siglt án skipskjala, en sýknaður af því að hafa ekki verið með vélavörð um borð. Þeim var öllum gerð sektarrefsing fyrir þá háttsemi sem þeir voru sakfelldir fyrir. Úrskurður Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir K-kvk-nf S-kvk-nf, S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf og V-kk-nf H. V-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 12. janúar 2017 í samræmi við yfirlýsingu ákærða S-kk-ef G-kk-ef um áfrýjun, en 25. apríl sama ár í samræmi við yfirlýsingar og að fengnum áfrýjunarleyfum vegna ákærðu A-kk-ef S-kk-ef, I-kk-ef E-kk-ef Ó-kk-ef og K-kk-ef Ó-kk-ef G-kk-ef. Málið barst Landsrétti 2. janúar 2018, en samkvæmt 1. mgr. 78. gr. laga nr. 49/2016, sbr. 76. gr. laga nr. 117/2016 og 4. gr. laga nr. 53/2017, hefur málið verið rekið fyrir Landsrétti frá þeim tíma. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra frá 14. desember 2016 í málinu nr. S54/2016. Málið var upphaflega höfðað með fjórum ákærum 26. febrúar 2016 en rekið sem eitt mál undir framangreindu málsnúmeri frá þingfestingu 7. apríl 2016. 2 Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur að því er varðar sakfellingu ákærðu og að ákærði S-kk-nf verði auk þess sakfelldur fyrir að hafa, sem framkvæmdastjóri útgerðarinnar Gentle Giants – Hvalaferða ehf., brotið gegn lögum nr. 35/2010 og reglugerð nr. 817/2010, hvorum tveggja um lögskráningu sjómanna, vegna ferðar farþegabátsins Ömmu Siggu ÞH7790 24. júlí 2015. Þá krefst ákæruvaldið þess að refsing ákærðu sem ákveðin var í hinum áfrýjaða dómi verði þyngd. 3 Ákærði S-kk-nf gerir aðallega kröfu um að dómi héraðsdóms verði hrundið og breytt á þann veg að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara að refsing hans verði felld niður eða lækkuð. 4 Ákærðu A-kk-nf, I-kk-nf E-kk-nf og K-kk-nf Ó-kk-nf krefjast þess aðallega að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara að refsing þeirra verði felld niður eða lækkuð. 5 Af hálfu málsaðila hafa ekki komið fram óskir um munnlega sönnunarfærslu fyrir Landsrétti eða spilun á upptökum af framburði í héraði og dómurinn hefur ekki talið að slík sönnunarfærsla hafi þýðingu við endurskoðun hins áfrýjaða dóms. Málsatvik og sönnunarfærsla 6 Svo sem greinir í hinum áfrýjaða dómi gerir félagið Gentle GiantsHvalaferðir ehf. út farþegabáta til hvalaskoðunarferða frá Húsavík. Ákærði S-kk-nf er framkvæmdastjóri félagsins. Farþegabátarnir Amma Sigga ÞH 7790 og Amma Kibba ÞH 7775 voru notaðir til slíkra hvalaskoðunarferða sumarið 2015. Um er að ræða opna farþegabáta og er annar þeirra hannaður til að flytja allt að 22 farþega en hinn allt að 24 farþega, auk tveggja manna áhafnar. Farnar voru allt að fimm ferðir daglega á hvorum báti og skipt um áhöfn innan dagsins. 7 Landhelgisgæsla Íslands hafði afskipti af ferðum farþegabátsins Ömmu Siggu 24., 27. og 28. júlí 2015. Landhelgisgæslan hlutaðist til um að lögreglan á Norðurlandi eystra tæki á móti bátnum þegar hann kæmi í höfn á Húsavík og kannaði hversu margir farþegar væru um borð og hverjir væru í áhöfn. Í ferðinni 24. júlí var ákærði K-kk-nf Ó-kk-nf skipstjóri en með honum í áhöfn var leiðsögumaður og reyndust 24 vera um borð. Í ferðinni 27. júlí var ákærði S-kk-nf skipstjóri og reyndust 20 vera um borð. Í ferðinni 28. júlí var ákærði S-kk-nf skipstjóri og með honum í áhöfn var háseti og reyndust 18 vera um borð. Í kæru Landhelgisgæslunnar 28. júlí 2015 vegna ferðanna 24. og 27. júlí og kæru 29. júlí 2015 vegna ferðarinnar 28. júlí, kom fram að við athugun á lögskráningu hefði komið í ljós að enginn væri lögskráður á bátinn í umrædd skipti og að fengist hafi staðfestingar á því frá Samgöngustofu. 8 Landhelgisgæslan hafði enn fremur afskipti af ferðum farþegabátsins Ömmu Siggu 20. september 2015 og fór starfsmaður hennar þá um borð til eftirlits. Í ferðinni var ákærði A-kk-nf skipstjóri en 13 farþegar reyndust vera um borð. Í kæru Landhelgisgæslunnar 21. september 2015 vegna ferðarinnar kemur fram að við athugun á atvinnuréttindum og lögskráningu hafi komið í ljós að enginn vélavörður var um borð og engin undanþága frá mönnunarnefnd. Einnig hafi komið í ljós að engin skipsskjöl voru um borð. 9 Landhelgisgæslan hafði afskipti af ferðum farþegabátsins Ömmu Kibbu 24. og 28. júlí 2015 og óskaði eftir því að lögregla tæki á móti bátnum þegar hann kæmi í höfn og kannaði hversu margir farþegar væru um borð og hverjir væru í áhöfn. Í ferðinni 24. júlí var ákærði I-kk-nf E-kk-nf skipstjóri og var hann ásamt háseta lögskráður á bátinn en 20 reyndust vera um borð. Í ferðinni 28. júlí var ákærði A-kk-nf skipstjóri og var hann ásamt háseta lögskráður á bátinn en 18 reyndust vera um borð. 10 Í málinu liggur fyrir haffærisskírteini vegna farþegabátsins Ömmu Siggu, útgefið af Samgöngustofu 31. júlí 2015, með gildistíma til 31. október 2015 og haffærisskírteini vegna farþegabátsins Ömmu Kibbu, útgefið af Samgöngustofu 14. apríl 2015, með gildistíma til 31. október 2015. Skírteinin fela bæði í sér leyfi til farþegaflutninga og kemur þar fram að hámarksfjöldi farþega sé 12. Þá kemur þar fram um öryggismönnun að ávallt þurfi að vera að minnsta kosti tveir menn í áhöfn. Í málinu liggur enn fremur fyrir útprentun úr skipaskrá með yfirskriftinni „Farþegaleyfi“ sem virðist sýna að farþegabáturinn Amma Sigga hafi á tímabilinu 3. júlí til 1. ágúst 2015 haft leyfi til að flytja að hámarki 12 farþega. 11 Í málinu liggja fyrir tölvupóstsamskipti ákærða S-kk-ef við starfsmenn Samgöngustofu frá því í ágúst og september 2015. Í tölvupósti 25. ágúst 2015 óskaði ákærði S-kk-nf eftir staðfestingu Samgöngustofu á því að farþegafjöldi í farþegabátum af sömu gerð og Amma Sigga og Amma Kibba miðaðist við borgandi farþega. Einnig að farþegar í einkaerindum á vegum útgerðarinnar teldust ekki falla undir skilgreiningu á farþegaleyfi og að björgunarleiðangrar lytu engum takmörkunum á farþegafjölda. Í svari lögfræðings hjá Samgöngustofu 18. september 2015 segir að reglugerðin fjalli um skip sem flytji farþega í atvinnuskyni. Þegar ekki væri um að ræða flutning í atvinnuskyni yrði því að ætla að reglugerðin ætti ekki við. Hafa bæri í huga að bátarnir væru notaðir í atvinnuskyni og skráðir þannig og stofnunin gengi út frá þeirri forsendu að þeir væru notaðir í atvinnuskyni. Þegar um væri að ræða einkaerindi eða björgunaraðgerðir yrði að ætla að reglugerðin ætti ekki við. Í tölvupósti 25. ágúst 2015 til Samgöngustofu óskaði ákærði S-kk-nf meðal annars eftir staðfestingu á því að lögskráningarkerfi sjómanna hefði ekki virkað sem skyldi og að kerfið væri í endurbótaferli. Í svari forstjóra Samgöngustofu sama dag kom fram að unnið væri að endurnýjun á skipaskrá og lögskráningarkerfi sjómanna. Forstjórinn kvað vitneskju vera hjá Samgöngustofu um einstaka hnökra í uppitíma lögskráningarkerfisins en í þeim tilvikum hefði boðum verið komið til stofnunarinnar. Hann kannaðist ekki við kvartanir um að lögskráning hefði ekki tekist þess vegna. 12 Meðal nýrra gagna sem lögð hafa verið fram fyrir Landsrétti eru tölvupóstar sem B lögreglumaður sendi Samgöngustofu vegna rannsóknar málsins. Í tölvupósti 2. desember 2015 var vísað til framburðar S-kk-ef G-kk-ef um að ekki hafi verið unnt að lögskrá bátana Ömmu Siggu og Ömmu Kibbu í lögskráningarkerfi Samgöngustofu dögum og vikum saman. Í tilefni af því óskaði lögreglumaðurinn eftir upplýsingum um hvort kerfi Samgöngustofu hefðu legið niðri 24., 27. og 28. júlí eða öðru sem gæti skýrt framburð ákærða S-kk-ef. Jafnframt var vísað til þess að A-kk-nf S-kk-nf hefði haldið því fram að hann hefði, í sjóferð á Ömmu Siggu 21. september 2015, haft undanþágu til að gegna vélavarðarstöðu en ekki hefði verið unnt að skrá sama manninn sem skipstjóra og vélavörð vegna tæknilegra örðugleika við lögskráningarkerfið. Lögreglumaðurinn beindi þeirri spurningu til Samgöngustofu hvort ákærði A-kk-nf hefði haft undanþágu til að gegna vélavarðarstöðu á bátnum Ömmu Siggu 21. september 2015. Í framburði lögreglumannsins fyrir dómi kom fram að ekki hefðu borist svör frá Samgöngustofu við fyrirspurnunum þrátt fyrir ítrekanir. 13 Meðal nýrra gagna fyrir Landsrétti er yfirlýsing fyrirsvarsmanna fjögurra hvalaskoðunarfyrirtækja frá því í október 2016 þar sem þeir lýsa því yfir að lögskráningarkerfi Samgöngustofu hafi verið haldið allnokkrum og mismunandi hnökrum undanfarin misseri, allt frá því að samþykkja ekki skráningu á starfsmönnum með fullgild réttindi og til þess að liggja niðri heilu dagana. Málsástæður aðila Málsástæður ákæruvaldsins 14 Af hálfu ákæruvaldsins er því haldið fram að ákærði S-kk-nf beri refsiábyrgð á vanrækslu á lögskráningu bæði sem skipstjóri og útgerðarmaður þar sem í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 35/2010 um lögskráningu sjómanna segi meðal annars að skipstjóri beri ábyrgð á því að lögskráning fari fram en honum sé heimilt að fela útgerðarmanni að annast lögskráninguna og hafi það verklag tíðkast í útgerð ákærða S-kk-ef. 15 Af ákæruvaldsins hálfu er sýknuástæðum ákærðu hafnað. Þá telur ákæruvaldið að ekki sé samræmi í hinum áfrýjaða dómi milli þess sem sakborningar séu sakfelldir fyrir og þeirrar refsingar sem þeim hafi verið gerð. Málsástæður ákærðu 16 Af hálfu allra ákærðu er því haldið fram að sú stjórnvaldsákvörðun Samgöngustofu að takmarka hámarksfjölda farþega um borð í bátunum Ömmu Siggu og Ömmu Kibbu við 12 hafi verið ólögmæt og markleysa þar sem hún hafi ekki verið undirbúin með fullnægjandi hætti og ekki átt stoð í lögum. Skýra lagastoð skorti fyrir því að takmarka farþegafjölda farþegabáts við helming þess fjölda sem hann sé hannaður og smíðaður til þess að flytja. Slík takmörkun sé íþyngjandi og skerðing á atvinnufrelsi. 17 Af hálfu allra ákærðu er því jafnframt haldið fram að með hámarksfjölda farþega, samkvæmt haffærisskírteini bátanna, sé átt við hámarksfjölda borgandi farþega, enda séu aðrir farþegar ekki fluttir í atvinnuskyni. Í umræddum sex ferðum hafi þeir farþegar sem voru umfram 12 ýmist verið boðsgestir eða starfsmenn útgerðar sem ekki hafi greitt fargjald og því ekki verið farþegar í skilningi 5. mgr. 1. gr. laga nr. 47/2003 um eftirlit með skipum eða reglugerðar nr. 463/1998 um leyfi til farþegaflutninga með skipum. 18 Af hálfu allra ákærðu er byggt á því að engri refsiverðri háttsemi sé lýst í þeim ákvæðum sem vísað sé til í ákærum hvað varðar farþegafjölda og því andstætt 69. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 1. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 að sakfella ákærðu á grundvelli þeirra ákvæða. 19 Af hálfu ákærðu S-kk-ef og K-kk-ef Ó-kk-ef er krafa um sýknu, að því er varðar meint brot á lögum og reglugerð um lögskráningu sjómanna, byggð á því að lögskráningarkerfi Samgöngustofu hafi verið í ólagi og legið niðri á þeim tíma sem umræddar ferðir voru farnar á farþegabátnum Ömmu Siggu 24., 27. og 28. júlí 2015. Því hafi ekki verið unnt að skrá áhafnir bátsins inn í kerfið. Af hálfu ákærða A-kk-ef er byggt á sömu varnarástæðu að því er varðar meint brot hans á lögum nr. 30/2007 um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa. Þá er því haldið fram af hans hálfu að skipsskjöl hafi verið um borð en hann ekki vitað hvar þau voru geymd. 20 Af hálfu ákærðu A-kk-ef og I-kk-ef E-kk-ef er byggt á því að samkvæmt forsendum héraðsdóms virðist sem þeir hafi verið sakfelldir og gerð refsing vegna brota gegn lögum nr. 35/2010 enda þótt þeim hafi ekki verið gefin slík brot að sök í ákærum. Niðurstaða Landsréttar 21 Í 5. mgr. 1. gr. laga nr. 47/2003 er kveðið á um að farþegaflutningar í atvinnuskyni með skipum sem lögin gilda um séu háðir leyfi Samgöngustofu, þar með taldar skoðunar og veiðiferðir ferðamanna. Slíkt leyfi skuli gefið út þegar í ljós er leitt að fullnægt sé ákvæðum laganna og reglugerða settra samkvæmt þeim. Enn fremur segir þar að ráðherra sé heimilt að setja reglugerð um útgáfu og skilyrði leyfis. Í 29. gr. laganna segir að brot gegn þeim eða reglum settum samkvæmt þeim varði sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Þegar lögin voru sett var í gildi reglugerð nr. 463/1998 um leyfi til farþegaflutninga með skipum sem sett var á grundvelli heimildar í eldri lögum um eftirlit með skipum nr. 35/1993. Í 1. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 463/1998 er kveðið á um að það sé hlutverk Siglingastofnunar Íslands að ákveða leyfilegan hámarksfjölda farþega á skipi og í 1. mgr. 3. gr. að farþegaflutningar í atvinnuskyni með skipum séu háðir slíku leyfi Siglingamálastofnunar Íslands. Þegar þau atvik áttu sér stað sem ákærur lúta að var reglugerð þessi enn í gildi og hafði ekki verið breytt þótt Samgöngustofa hefði tekið við framangreindu hlutverki Siglingamálastofnunar Íslands 1. júlí 2013 á grundvelli laga nr. 119/2012 um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála. Líta verður svo á að umrædd reglugerðarákvæði hafi átt næga stoð í lögum nr. 47/2003 á þeim tíma sem atvik málsins áttu sér stað. 22 Fyrir liggur að Samgöngustofu og útgerð farþegabátanna Ö-kvk-ef Siggu og Ö-kvk-ef K-kvk-þf greindi á um hver hámarksfjöldi farþega í bátunum ætti að vera. Ekki liggur hins vegar annað fyrir en að ákvarðanir um hámarksfjölda farþega í umræddum farþegabátum hafi verið teknar af bæru stjórnvaldi. Hámarksfjöldi farþega kom fram með skýrum hætti í þágildandi farþegaleyfum og óumdeilt er að ákærðu var kunnugt um þennan hámarksfjölda farþega. Þá voru ekki á ákvörðununum neinir formlegir eða efnislegir annmarkar sem heimiluðu ákærðu að virða að vettugi þær takmarkanir á hámarksfjölda farþega sem fram komu í leyfunum. 23 Af framangreindu ákvæði 5. mgr. 1. gr. laga nr. 47/2003 og öðrum ákvæðum laganna er ljóst að þeim er meðal annars ætlað að stuðla að öryggi skipverja og farþega. Með hliðsjón af því verður að telja að ákvæði 1. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 463/1998, sem miðar að því binda leyfi til farþegaflutninga við tiltekinn hámarksfjölda farþega, hafi stoð í 5. mgr. 1. gr. laga um eftirlit með skipum. Í 2. tölul. 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur fram með skýrum hætti að leyfilegur hámarksfjöldi farþega skuli koma fram í leyfisskírteini til farþegaflutninga. Umrædd lagaákvæði og reglugerðarákvæði setja þannig skýran ramma um þá tiltölulega einföldu og auðskildu hátternisreglu að farþegafjöldi í farþegaskipum takmarkist við þann fjölda sem fram kemur í farþegaleyfi útgefnu af Samgöngustofu. Þótt refsiákvæði 29. gr. laga nr. 47/2003 og 6. gr. reglugerðar nr. 463/1998 séu tiltölulega almennt orðuð þykja þau að þessu leyti fullnægja kröfum 69. gr. stjórnarskrár og 1. mgr. 1. gr. almennra hegningarlaga um skýrleika refsiheimilda. 24 Við úrlausn þess hverjir teljist farþegar í þessu tilliti er rétt að byggja á hugtakinu farþegi í reglugerð nr. 463/1998 en samkvæmt 1. mgr. 1. gr. hennar gildir hún um öll íslensk skip sem flytja farþega í atvinnuskyni, á sjó, ám eða vötnum án tillits til stærðar. Í 3. mgr. 1. gr. segir að með farþega í reglugerðinni sé átt við hvern mann, eins árs að aldri eða eldri, sem er á skipi og er ekki skipverji. Í ferðum sem á annað borð eru farnar með farþega í atvinnuskyni er þannig óhjákvæmilegt að líta svo á að allir um borð, eldri en eins árs, aðrir en áhöfn skipsins, teljist farþegar hvort sem um er að ræða borgandi farþega, boðsgesti eða aðra. Það að umræddir bátar voru hannaðir og búnir fyrir fleiri farþega en leyfi var fyrir fær þessu ekki breytt. Þá er ekki unnt að túlka svar lögfræðings Samgöngustofu 18. september 2015 við tölvupósti ákærða S-kk-ef eða framburð hans fyrir héraðsdómi með þeim hætti að takmarkanir á farþegafjölda í ferðum í atvinnuskyni tækju aðeins til borgandi farþega. 25 Í 29. gr. laga 47/2003 og 6. gr. reglugerðar nr. 463/1998 er ekki afmarkað hverjir geti borið refsiábyrgð á brotum sem þar er lögð refsing við. Kveðið er á um skyldur skipstjóra í III. kafla siglingalaga nr. 34/1985 og um ábyrgð skipstjóra á haffærni skips og fleiru í 9. gr. laga nr. 47/2003. Óumdeilt er að umræddar sex ferðir farþegabátanna Ö-kvk-ef S-kvk-ef og Ö-kvk-ef K-kvk-ef voru farnar með ferðamenn í atvinnuskyni. Ákærðu hafa ekki mótmælt niðurstöðum talningar lögreglu og Landhelgisgæslu á heildarfjölda farþega um borð í bátunum. Sem skipstjórum bar ákærðu að sjá til þess að ekki væru fleiri farþegar um borð en leyfi Samgöngustofu kvað á um. Undan þessari ábyrgð losnuðu ákærðu ekki þótt sala og afhending farmiða færi fram í landi á vegum útgerðar bátanna. Ákærðu báru því refsiábyrgð á því að í ferðunum voru fleiri farþegar en sá hámarksfjöldi sem farþegaleyfi Samgöngustofu kváðu á um. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður ákærði S-kk-nf einnig sakfelldur vegna fjölda farþega umfram hámarksfarþegafjölda í þeim ferðum sem hann var ekki skipstjóri. 26 Ákærða K-kk-þgf Ó-kk-þgf er gefið að sök að hafa siglt farþegabátnum Ömmu Siggu 24. júlí 2015 án þess að lögskrá áhöfnina áður en farið var á sjó. Ákærða S-kk-þgf er gefin að sök sama háttsemi í sjóferð 27. júlí 2015. Samkvæmt ákærum eru þeir taldir hafa sem skipstjórar brotið gegn lögum 35/2010 og reglugerð um sama efni en ákærða S-kk-þgf er auk þess í báðum tilvikum gefið að sök brot gegn þessum refsiákvæðum sem framkvæmdastjóri útgerðar farþegabátanna. 27 Í kærum Landhelgisgæslunnar vegna umræddra ferða segir það eitt að við athugun á lögskráningu hafi komið í ljós að enginn hafi verið lögskráður á bátana og hafi fengist staðfesting á því frá Samgöngustofu. Umræddar staðfestingar liggja ekki fyrir í málinu. Í málinu liggja heldur ekki fyrir neinar aðrar skjallegar upplýsingar um lögskráningu sjómanna á farþegabátunum Ömmu Siggu og Ömmu Kibbu frá því tímabili sem um ræðir, hvorki upplýsingar úr lögskráningarkerfi Samgöngustofu né yfirlýsingar stofnunarinnar. 28 Ákærðu hafa borið því við að hnökrar hafi verið á notkun lögskráningarkerfisins sem hafi valdið því að ekki var unnt að lögskrá beint í kerfið. Þessar varnir hafa nokkra stoð í tölvupósti forstjóra Samgöngustofu til ákærða S-kk-ef 25. ágúst 2015. Þá bar C, […] hjá Landhelgisgæslunni, fyrir héraðsdómi að starfsmenn hennar hefðu orðið varir við hnökra á lögskráningarkerfi Samgöngustofu og þá sérstaklega rafrænni skráningu um helgar. Þessir hnökrar virðast meðal annars hafa komið upp þegar skrá þurfti fleiri en eina áhöfn á sama bát sama daginn eða sömu skipverja á fleiri en einn bát sama daginn. Í framlögðum tölvupósti D, lögfræðings Samgöngustofu, 29. júní 2015 til ákærða S-kk-ef segir að lögskráningarkerfið ráði ekki við sérreglur á bátunum. Umbætur gangi ekki jafn hratt og æskilegt væri. Til að lögskrá megi áhafnarmeðlimi þurfi að færa inn undanþágu en það megi gera með því að hringja til Samgöngustofu eða senda inn lista yfir áhafnarmeðlimi. Í tölvupósti E, […] hjá Samgöngustofu, 25. október 2016 segir að lögskráningarkerfi sem nú sé í notkun hafi ekki verið hannað til lögskráningar á fleiri skip sama daginn. Samkvæmt framlögðum gögnum liggur fyrir að Samgöngustofa hafi síðar gert ráðstafanir til að bæta úr framangreindum annmörkum á kerfinu. 29 Í málinu liggur fyrir að þegar lögskráningarkerfi Samgöngustofu lá niðri eða hnökrar voru á skráningu í það hafi verið unnt að senda Samgöngustofu beiðni um lögskráningu, meðal annars í tölvupósti. Af hálfu ákærðu er látið að því liggja að sú leið hafi í einhverjum tilvikum verið farin af hálfu útgerðar Ö-kvk-ef S-kvk-ef og Ö-kvk-ef K-kvk-ef. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort það hafi verið reynt í umræddum tilvikum. 30 Samkvæmt framlögðum tölvupóstum 2. desember 2015 óskaði lögregla eftir því að Samgöngustofa upplýsti hvort kerfi hennar hefðu legið niðri 24., 27. og 28. júlí 2015. Upplýst þykir að fyrirspurninni var ekki svarað þrátt fyrir ítrekanir. Samkvæmt því hefur ekki verið gengið úr skugga um hvort hnökrar hafi verið á lögskráningarkerfinu þá daga sem um ræðir í máli þessu. 31 Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, á ákæruvaldinu. Með vísan til ófullkominna sönnunargagna um skort á lögskráningu í umræddum ferðum og skorts á svörum Samgöngustofu við fyrirspurnum lögreglu, þykir ákæruvaldinu ekki hafa tekist að færa fram nægilega sönnun, sem ekki verði véfengd með skynsamlegum rökum, um að ákærðu hafi gerst sekir um brot á lögum og reglugerð um lögskráningu. 32 Ákærða A-kk-þgf er meðal annars gefið að sök að hafa verið við skipstjórn á farþegabátnum Ömmu Siggu á Skjálfandaflóa 20. september 2015 án þess að vera með vélavörð. Af ákæruvaldsins hálfu er byggt á því að brotið varði við 1. og 3. mgr. 12. gr., sbr. 1. mgr. 15. gr. laga nr. 76/2001 um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa. Í 3. mgr. 12. gr. laganna segir að Samgöngustofa ákveði mönnun farþegaskipa, farþegabáta og flutningaskipa. Í þágildandi haffærisskírteini Ö-kvk-ef S-kvk-ef kemur fram um öryggismönnun að skipstjóri og smáskipavélavörður skuli vera um borð. Skipstjóri megi þó gegna báðum stöðunum hafi hann tilskilin réttindi í þær báðar. Háseta þurfi þá til viðbótar í áhöfn. 33 Í kæru Landhelgisgæslunnar 21. september 2015 kom fram að við athugun á réttindum og lögskráningu hafi komið í ljós að enginn vélavörður hafi verið um borð og engin undanþága verið frá mönnunarnefnd. 34 Í framburði ákærða S-kk-ef fyrir héraðsdómi kom fram að sótt hefði verið um undanþágu vegna ákærða A-kk-ef til vélgæslustarfa þar sem hann hefði ekki komist á námskeið í vélgæslu. Hann virtist þó ekki vita um afdrif þeirrar undanþágubeiðni. Ákærði A-kk-nf bar fyrir héraðsdómi að hann hefði, eftir því sem hann best vissi, verið með slíka undanþágu. Í greinargerð ákærða A-kk-ef til Landsréttar er því haldið fram að hann hafi verið með gilda undanþágu til þess að gegna starfi vélavarðar samhliða skipstjórastarfinu en vegna hnökra á lögskráningu virðist sú undanþága ekki hafa verið skráð. 35 Eins og áður hefur verið rakið virðast hafa verið hnökrar á skráningu í lögskráningarkerfi Samgöngustofu hvað varðar áhafnir farþegabáta af þeirri gerð sem hér um ræðir og lögskráningarkerfið ekki sniðið að þeim undanþágum sem heimilt var að veita vegna áhafna þessara báta. Samkvæmt framlögðum tölvupóstum 2. og 22. desember 2015 óskaði lögregla eftir því að Samgöngustofa upplýsti hvort ákærði A-kk-nf hefði haft gilda undanþágu sem vélavörður á bátnum Ömmu Siggu á þeim tíma sem um ræðir. Lögreglumaðurinn sem sendi fyrirspurnina bar fyrir héraðsdómi að fyrirspurninni hefði ekki verið svarað þrátt fyrir ítrekanir. 36 Í málinu liggja ekki fyrir nein skjalleg gögn sem styðja fullyrðingar í kæru Landhelgisgæslunnar um að ákærði A-kk-nf hafi ekki haft undanþágu til að gegna starfi vélavarðar samhliða starfi skipstjóra og Samgöngustofa hefur ekki svarað fyrirspurn lögreglu þar að lútandi. Með vísan til ófullkominna sönnunargagna þykir vera slíkur vafi um réttindamál ákærða A-kk-ef að óhjákvæmilegt er að sýkna hann af broti gegn ákvæðum laga nr. 76/2001. 37 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður niðurstaða hans staðfest hvað varðar brot ákærða A-kk-ef gegn 2. mgr. 8. gr., sbr. 233. gr. siglingalaga, enda þykir ákvæði 242. gr. laganna, sem mælir fyrir um skyldu til að tilkynna ráðuneyti um fyrirhugaða málshöfðun, ekki fela í sér málshöfðunarskilyrði. 38 Með vísan til framangreinds og forsendna hins áfrýjaða dóms að öðru leyti þykir refsing ákærðu ákveðin með eftirfarandi hætti. 39 Refsing ákærða S-kk-ef þykir hæfilega ákveðin 600.000 króna sekt, sem greiðist innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa að telja, en sæti ella 32 daga fangelsi. 40 Við refsingu ákærða A-kk-ef er tekið tillit til þess að hann er eingöngu sakfelldur fyrir að hafa flutt fleiri farþega en hámarksfjöldi samkvæmt farþegaleyfi Samgöngustofu mælti fyrir um og að hafa ekki skipsskjöl um borð. Refsing hans þykir hæfilega ákveðin 150.000 króna sekt, sem greiðist innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa að telja, en sæti ella 12 daga fangelsi. 41 Við refsingu ákærða I-kk-ef E-kk-ef er tekið tillit til þess að hann er eingöngu sakfelldur fyrir að hafa flutt fleiri farþega en hámarksfjöldi samkvæmt farþegaleyfi Samgöngustofu mælti fyrir um. Refsing hans þykir hæfilega ákveðin 120.000 króna sekt, sem greiðist innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa að telja, en sæti ella 10 daga fangelsi. 42 Refsing ákærða K-kk-ef Ó-kk-ef þykir hæfilega ákveðin 200.000 króna sekt, sem greiðist innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa að telja, en sæti ella 14 daga fangelsi. 43 Ákvæði héraðsdóms um málsvarnarlaun verjenda ákærðu og útlagðan kostnað þeirra verða staðfest. 44 Eftir þessum úrslitum verða ákærðu hver um sig dæmdir til að greiða helming sakarkostnaðar málsins á báðum dómstigum samkvæmt yfirliti ríkissaksóknara og ákvörðun Landsréttar um málsvarnarlaun skipaðra verjenda fyrir Landsrétti, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði S-kk-nf G-kk-nf greiði 600.000 krónur í sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins en sæti ella 32 daga fangelsi. Ákærði A-kk-nf S-kk-nf greiði 150.000 krónur í sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins en sæti ella 12 daga fangelsi. Ákærði I-kk-nf E-kk-nf Ó-kk-nf greiði 120.000 krónur í sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins en sæti ella 10 daga fangelsi. Ákærði K-kk-nf Ó-kk-nf G-kk-nf greiði 200.000 krónur í sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins en sæti ella 14 daga fangelsi. Ákvæði héraðsdóms um málsvarnarlaun verjenda ákærðu og útlagðan kostnað þeirra eru óröskuð. Ákærði S-kk-nf greiði helming málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns í héraði, D-kk-ef I-kk-ef Á-kk-ef lögmanns, 1.023.000 króna og útlagðs kostnaðar hans, 81.931 krónu, svo og helming málsvarnarlauna sama verjanda fyrir Landsrétti, 500.000 króna. Ákærði A-kk-nf greiði helming málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns í héraði, P-kk-ef R-kk-ef M. K-kk-ef lögmanns, 777.480 króna og útlagðs kostnaðar hans, 81.931 krónu, svo og helming málsvarnarlauna sama verjanda fyrir Landsrétti, 350.000 króna. Ákærði I-kk-nf E-kk-nf greiði helming málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns í héraði, S-kvk-ef D-kvk-ef G-kvk-ef lögmanns, 777.480 króna og útlagðs kostnaðar hennar, 81.931 krónu, svo og helming málsvarnarlauna verjanda síns fyrir Landsrétti, M-kk-ef H-kk-ef M-kk-ef lögmanns, 350.000 króna. Ákærði K-kk-nf Ó-kk-nf greiði helming málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns í héraði, B-kk-ef Þ-kk-ef S-kk-ef lögmanns, 777.480 króna og útlagðs kostnaðar hans, 81.931 krónu, svo og helming málsvarnarlauna sama verjanda fyrir Landsrétti, 350.000 króna. Ákærðu greiða óskipt helming annars sakarkostnaðar fyrir Landsrétti sem er 32.800 krónur. Sakarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði.
d720b6e8-1246-409f-bf8c-c64d3985ec8c
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_14_2018", "publish_timestamp": "2018-02-16T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 7 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 7 }, { "offset": 9, "length": 9 }, { "offset": 20, "length": 800 }, { "offset": 822, "length": 21 }, { "offset": 845, "length": 102 }, { "offset": 949, "length": 30 }, { "offset": 981, "length": 722 }, { "offset": 1705, "length": 501 }, { "offset": 2208, "length": 205 }, { "offset": 2415, "length": 188 }, { "offset": 2605, "length": 236 }, { "offset": 2843, "length": 27 }, { "offset": 2872, "length": 528 }, { "offset": 3402, "length": 900 }, { "offset": 4304, "length": 503 }, { "offset": 4809, "length": 492 }, { "offset": 5303, "length": 712 }, { "offset": 6017, "length": 1542 }, { "offset": 7561, "length": 1121 }, { "offset": 8684, "length": 377 }, { "offset": 9063, "length": 17 }, { "offset": 9082, "length": 25 }, { "offset": 9109, "length": 405 }, { "offset": 9516, "length": 214 }, { "offset": 9732, "length": 18 }, { "offset": 9752, "length": 491 }, { "offset": 10245, "length": 517 }, { "offset": 10764, "length": 287 }, { "offset": 11053, "length": 650 }, { "offset": 11705, "length": 247 }, { "offset": 11954, "length": 22 }, { "offset": 11978, "length": 1409 }, { "offset": 13389, "length": 619 }, { "offset": 14010, "length": 1034 }, { "offset": 15046, "length": 1007 }, { "offset": 16055, "length": 1083 }, { "offset": 17140, "length": 462 }, { "offset": 17604, "length": 514 }, { "offset": 18120, "length": 1267 }, { "offset": 19389, "length": 424 }, { "offset": 19815, "length": 371 }, { "offset": 20188, "length": 458 }, { "offset": 20648, "length": 702 }, { "offset": 21352, "length": 202 }, { "offset": 21556, "length": 594 }, { "offset": 22152, "length": 621 }, { "offset": 22775, "length": 442 }, { "offset": 23219, "length": 311 }, { "offset": 23532, "length": 129 }, { "offset": 23663, "length": 167 }, { "offset": 23832, "length": 380 }, { "offset": 24214, "length": 353 }, { "offset": 24569, "length": 175 }, { "offset": 24746, "length": 97 }, { "offset": 24845, "length": 313 }, { "offset": 25160, "length": 8 }, { "offset": 25170, "length": 140 }, { "offset": 25312, "length": 140 }, { "offset": 25454, "length": 148 }, { "offset": 25604, "length": 148 }, { "offset": 25754, "length": 91 }, { "offset": 25847, "length": 246 }, { "offset": 26095, "length": 247 }, { "offset": 26344, "length": 291 }, { "offset": 26637, "length": 252 }, { "offset": 26891, "length": 89 }, { "offset": 26982, "length": 52 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 7 }, { "offset": 9, "length": 9 }, { "offset": 20, "length": 310 }, { "offset": 331, "length": 283 }, { "offset": 616, "length": 119 }, { "offset": 737, "length": 82 }, { "offset": 822, "length": 21 }, { "offset": 845, "length": 102 }, { "offset": 949, "length": 30 }, { "offset": 981, "length": 283 }, { "offset": 1265, "length": 198 }, { "offset": 1465, "length": 79 }, { "offset": 1546, "length": 8 }, { "offset": 1556, "length": 146 }, { "offset": 1705, "length": 405 }, { "offset": 2111, "length": 94 }, { "offset": 2208, "length": 205 }, { "offset": 2415, "length": 188 }, { "offset": 2605, "length": 236 }, { "offset": 2843, "length": 27 }, { "offset": 2872, "length": 134 }, { "offset": 3007, "length": 44 }, { "offset": 3053, "length": 112 }, { "offset": 3167, "length": 145 }, { "offset": 3314, "length": 85 }, { "offset": 3402, "length": 103 }, { "offset": 3506, "length": 190 }, { "offset": 3698, "length": 124 }, { "offset": 3824, "length": 77 }, { "offset": 3903, "length": 109 }, { "offset": 4014, "length": 287 }, { "offset": 4304, "length": 151 }, { "offset": 4456, "length": 77 }, { "offset": 4535, "length": 212 }, { "offset": 4749, "length": 57 }, { "offset": 4809, "length": 236 }, { "offset": 5046, "length": 130 }, { "offset": 5178, "length": 122 }, { "offset": 5303, "length": 283 }, { "offset": 5587, "length": 102 }, { "offset": 5691, "length": 94 }, { "offset": 5787, "length": 227 }, { "offset": 6017, "length": 122 }, { "offset": 6140, "length": 191 }, { "offset": 6333, "length": 174 }, { "offset": 6509, "length": 126 }, { "offset": 6637, "length": 96 }, { "offset": 6735, "length": 152 }, { "offset": 6889, "length": 97 }, { "offset": 6988, "length": 200 }, { "offset": 7190, "length": 120 }, { "offset": 7312, "length": 164 }, { "offset": 7478, "length": 80 }, { "offset": 7561, "length": 144 }, { "offset": 7706, "length": 196 }, { "offset": 7904, "length": 174 }, { "offset": 8080, "length": 296 }, { "offset": 8378, "length": 168 }, { "offset": 8548, "length": 133 }, { "offset": 8684, "length": 377 }, { "offset": 9063, "length": 17 }, { "offset": 9082, "length": 25 }, { "offset": 9109, "length": 405 }, { "offset": 9516, "length": 56 }, { "offset": 9573, "length": 156 }, { "offset": 9732, "length": 18 }, { "offset": 9752, "length": 286 }, { "offset": 10039, "length": 145 }, { "offset": 10186, "length": 56 }, { "offset": 10245, "length": 215 }, { "offset": 10461, "length": 300 }, { "offset": 10764, "length": 287 }, { "offset": 11053, "length": 319 }, { "offset": 11373, "length": 61 }, { "offset": 11436, "length": 157 }, { "offset": 11595, "length": 107 }, { "offset": 11705, "length": 247 }, { "offset": 11954, "length": 22 }, { "offset": 11978, "length": 199 }, { "offset": 12178, "length": 114 }, { "offset": 12294, "length": 91 }, { "offset": 12387, "length": 120 }, { "offset": 12509, "length": 182 }, { "offset": 12693, "length": 271 }, { "offset": 12966, "length": 290 }, { "offset": 13258, "length": 128 }, { "offset": 13389, "length": 157 }, { "offset": 13547, "length": 138 }, { "offset": 13687, "length": 143 }, { "offset": 13832, "length": 175 }, { "offset": 14010, "length": 164 }, { "offset": 14175, "length": 228 }, { "offset": 14405, "length": 162 }, { "offset": 14569, "length": 234 }, { "offset": 14805, "length": 238 }, { "offset": 15046, "length": 268 }, { "offset": 15315, "length": 141 }, { "offset": 15458, "length": 241 }, { "offset": 15701, "length": 106 }, { "offset": 15809, "length": 243 }, { "offset": 16055, "length": 146 }, { "offset": 16202, "length": 148 }, { "offset": 16352, "length": 129 }, { "offset": 16483, "length": 116 }, { "offset": 16601, "length": 112 }, { "offset": 16715, "length": 114 }, { "offset": 16831, "length": 130 }, { "offset": 16963, "length": 174 }, { "offset": 17140, "length": 149 }, { "offset": 17290, "length": 69 }, { "offset": 17361, "length": 240 }, { "offset": 17604, "length": 208 }, { "offset": 17813, "length": 49 }, { "offset": 17864, "length": 253 }, { "offset": 18120, "length": 146 }, { "offset": 18267, "length": 101 }, { "offset": 18370, "length": 186 }, { "offset": 18558, "length": 164 }, { "offset": 18724, "length": 149 }, { "offset": 18875, "length": 46 }, { "offset": 18923, "length": 156 }, { "offset": 19081, "length": 169 }, { "offset": 19252, "length": 134 }, { "offset": 19389, "length": 200 }, { "offset": 19590, "length": 145 }, { "offset": 19737, "length": 75 }, { "offset": 19815, "length": 167 }, { "offset": 19983, "length": 69 }, { "offset": 20054, "length": 131 }, { "offset": 20188, "length": 126 }, { "offset": 20315, "length": 330 }, { "offset": 20648, "length": 169 }, { "offset": 20818, "length": 170 }, { "offset": 20990, "length": 106 }, { "offset": 21098, "length": 131 }, { "offset": 21231, "length": 80 }, { "offset": 21313, "length": 36 }, { "offset": 21352, "length": 202 }, { "offset": 21556, "length": 182 }, { "offset": 21739, "length": 59 }, { "offset": 21800, "length": 107 }, { "offset": 21909, "length": 240 }, { "offset": 22152, "length": 277 }, { "offset": 22430, "length": 215 }, { "offset": 22647, "length": 125 }, { "offset": 22775, "length": 274 }, { "offset": 23050, "length": 166 }, { "offset": 23219, "length": 311 }, { "offset": 23532, "length": 129 }, { "offset": 23663, "length": 167 }, { "offset": 23832, "length": 225 }, { "offset": 24058, "length": 153 }, { "offset": 24214, "length": 198 }, { "offset": 24413, "length": 153 }, { "offset": 24569, "length": 175 }, { "offset": 24746, "length": 97 }, { "offset": 24845, "length": 313 }, { "offset": 25160, "length": 8 }, { "offset": 25170, "length": 140 }, { "offset": 25312, "length": 140 }, { "offset": 25454, "length": 148 }, { "offset": 25604, "length": 148 }, { "offset": 25754, "length": 91 }, { "offset": 25847, "length": 246 }, { "offset": 26095, "length": 247 }, { "offset": 26344, "length": 291 }, { "offset": 26637, "length": 252 }, { "offset": 26891, "length": 89 }, { "offset": 26982, "length": 52 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=b9f7cce7-3338-4932-aa88-8b2c7836298b&verdictid=a947a7ca-7921-48a2-b69c-bbfdb3d0830d" }
151/2018 Útdráttur E var sakfelldur fyrir kynferðisbrot samkvæmt 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa haft önnur kynferðismök við A á þann hátt að hafa lagst ofan á hana, snert kynfæri hennar og sett fingur í leggöng hennar en hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar, máttleysis og slævðrar meðvitundar. Hann var auk þess sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. sömu laga með því að hafa notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart A, á þann hátt að færa brotaþola, sem var ein á ferð og ókunnug honum, inn í íbúð sína áður en hann kom þar fram vilja sínum við hana. Sú háttsemi hans var talin fela í sér ólögmæta nauðung. Refsing E var ákveðin fangelsi í tvö ár og sex mánuði, auk þess sem honum var gert að greiða A 1.500.000 krónur í miskabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir I-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf F-kk-nf og O-kvk-nf M-kvk-nf A-kvk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 15. janúar 2018 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Vesturlands 12. janúar 2018 í málinu nr. S53/2017. 2 Ákæruvaldið krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sakfellingu ákærða og að refsing hans verði þyngd. Jafnframt að ákærði verði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins en til vara að refsing verði milduð. Einnig krefst hann þess að einkaréttarkröfu verði vísað frá héraðsdómi en til vara að fjárhæð hennar verði lækkuð. Loks krefst ákærði þess að allur sakarkostnaður verði felldur á ríkissjóð. þess að henni verði dæmdar miskabætur að fjárhæð 2.500.000 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði. Þá er gerð krafa um greiðslu þóknunar skipaðs réttargæslumanns. Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Málsatvikum og framburði ákærða og vitna er nægilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. Það athugast að í niðurstöðukafla hins áfrýjaða dóms er framburður brotaþola fyrir dómi dreginn saman en framburður hennar hjá lögreglu var ekki eins ítarlegur og þar greinir. 6 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti voru spilaðar upptökur af framburði ákærða og brotaþola fyrir héraðsdómi. Niðurstaða 7 Í hinum áfrýjaða dómi var ekki talið sannað að ákærði hefði haft samræði við brotaþola og fellir ákæruvaldið sig við þá niðurstöðu. Ákærði hefur aftur á móti játað að hafa haft önnur kynferðismök við brotaþola með því að hafa lagst ofan á hana, snert kynfæri hennar og sett fingur í leggöng hennar, líkt og hann er ákærður fyrir. 8 Fallist er á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að framburður brotaþola um atvik málsins sé trúverðugur og að framburður ákærða um að hún hafi átt frumkvæði að og verið samþykk kynferðislegu samneyti við hann sé að sama skapi ótrúverðugur. Með því að ákærði notfærði sér að brotaþoli gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar, máttleysis og slævðrar meðvitundar telst háttsemi hans varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá færði hann brotaþola, sem var […] ára, ein á ferð og ókunnug honum, inn í íbúð sína áður en hann kom þar fram vilja sínum við hana. Með því notfærði hann sér yfirburðastöðu sína gagnvart henni og verður sú háttsemi hans talin fela í sér ólögmæta nauðung. Hefur hann því einnig gerst sekur um brot gegn 1. mgr. 194. gr. laganna. 9 Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 10 Ákærða verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærði, E-x-x S-x-x, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 1.037.592 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Landsrétti, S-kk-ef K-kk-ef K-kk-ef lögmanns, 744.000 krónur og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, E-kk-ef G-kk-ef S-kk-ef lögmanns, 372.000 krónur.
228dd146-adbf-40ef-8966-9ceaebf6342b
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_151_2018", "publish_timestamp": "2018-09-14T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 772 }, { "offset": 795, "length": 17 }, { "offset": 814, "length": 102 }, { "offset": 918, "length": 30 }, { "offset": 950, "length": 185 }, { "offset": 1137, "length": 210 }, { "offset": 1349, "length": 452 }, { "offset": 1803, "length": 27 }, { "offset": 1832, "length": 258 }, { "offset": 2092, "length": 116 }, { "offset": 2210, "length": 10 }, { "offset": 2222, "length": 331 }, { "offset": 2555, "length": 780 }, { "offset": 3337, "length": 109 }, { "offset": 3448, "length": 234 }, { "offset": 3684, "length": 8 }, { "offset": 3694, "length": 40 }, { "offset": 3736, "length": 291 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 326 }, { "offset": 348, "length": 262 }, { "offset": 612, "length": 54 }, { "offset": 668, "length": 124 }, { "offset": 795, "length": 17 }, { "offset": 814, "length": 102 }, { "offset": 918, "length": 30 }, { "offset": 950, "length": 107 }, { "offset": 1058, "length": 66 }, { "offset": 1126, "length": 8 }, { "offset": 1137, "length": 119 }, { "offset": 1257, "length": 89 }, { "offset": 1349, "length": 91 }, { "offset": 1441, "length": 113 }, { "offset": 1556, "length": 73 }, { "offset": 1631, "length": 105 }, { "offset": 1738, "length": 62 }, { "offset": 1803, "length": 27 }, { "offset": 1832, "length": 82 }, { "offset": 1915, "length": 174 }, { "offset": 2092, "length": 116 }, { "offset": 2210, "length": 10 }, { "offset": 2222, "length": 133 }, { "offset": 2356, "length": 196 }, { "offset": 2555, "length": 239 }, { "offset": 2795, "length": 208 }, { "offset": 3005, "length": 133 }, { "offset": 3140, "length": 121 }, { "offset": 3263, "length": 71 }, { "offset": 3337, "length": 109 }, { "offset": 3448, "length": 234 }, { "offset": 3684, "length": 8 }, { "offset": 3694, "length": 40 }, { "offset": 3736, "length": 291 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=cc7765c8-f9d0-46ee-abad-8ab50492faa1&verdictid=19c5fbbb-64f9-4d6f-a653-47866e5ede14" }
152/2018 Útdráttur S var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana A. Landsréttur taldi sannað, svo ekki yrði vefengt með skynsamlegum rökum, að S hefði haldið A í hálstaki og stöðu sem hefðu valdið þeim öndunarerfiðleikum sem voru nauðsynlegur þáttur í því að A lét lífið. Var S sakfelldur fyrir brot á 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga en ekki þótti hafa þýðingu í því sambandi þótt A hefði tekið inn efni sem áttu þátt í því að koma honum í æsingsóráðsástand. Var refsing S ákveðin sex ára fangelsi. Þá var S gert að greiða foreldrum A, B og C, sambýliskonu hans, E, og tveimur dætrum, D og F, bætur. Við ákvörðun miskabóta var horft til þess að B og E urðu vitni að líkamsárásinni og C kom á vettvang strax í kjölfar hennar. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, J-kk-nf S-kk-nf og V-kk-nf H. V-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 10. janúar 2018 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 18. desember 2017 í málinu nr. S[…]/2017. 2 Af hálfu ákæruvaldsins er gerð krafa um að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur að því er varðar sakfellingu ákærða en refsing hans verði þyngd. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu en til vara að refsing verði milduð. Þá krefst hann þess aðallega að einkaréttarkröfum á hendur sér verði vísað frá dómi en til vara að fjárhæðir þeirra verði lækkaðar. 4 B krefst þess aðallega að ákærða verði gert að greiða henni 5.000.000 króna með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði, en til vara að ákvæði héraðsdóms um einkaréttarkröfu hennar verði staðfest. Þá krefst hún þess að ákærða verði gert að greiða henni málskostnað fyrir Landsrétti. 5 C krefst þess aðallega að ákvæði héraðsdóms um bætur til handa honum vegna útfarakostnaðar verði staðfest auk þess að ákærða verði gert að greiða honum 4.000.000 króna með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði, en til vara að ákvæði héraðsdóms um einkaréttarkröfu hans verði staðfest. Þá krefst hann þess að ákærða verði gert að greiða honum málskostnað fyrir Landsrétti. 6 D krefst þess aðallega að ákærða verði gert að greiða henni 6.329.145 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði, en til vara að ákvæði héraðsdóms um einkaréttarkröfu hennar verði staðfest. Þá krefst hún þess að ákærða verði gert að greiða henni málskostnað fyrir Landsrétti. 7 E krefst þess aðallega að ákærða verði gert að greiða henni 21.759.535 krónur en til vara 19.271.453 krónur, í báðum tilvikum með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði, en að því frágengnu að ákvæði héraðsdóms um einkaréttarkröfu hennar verði staðfest. Þá krefst hún málskostnaðar fyrir Landsrétti. 8 F krefst þess aðallega að ákærða verði gert að greiða henni 18.342.664 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði, en til vara að ákvæði héraðsdóms um einkaréttarkröfu hennar verði staðfest. Þá krefst hún málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 9 Málsatvik eru reifuð í hinum áfrýjaða dómi. Þar er jafnframt gerð grein fyrir framburði ákærða og vitna við aðalmeðferð málsins í héraði. 10 Dómendur fóru á vettvang 1. október 2018. 11 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti gaf ákærði viðbótarskýrslu. Var útdráttur úr framburði hans fyrir héraðsdómi lesinn upp og staðfesti ákærði hann. Spurður um breytingar á framburði sínum að því er varðar þátt G í atburðarásinni kvaðst ákærði í upphafi hafa ákveðið að sleppa því að lýsa þætti G, sem hefði verið vinur hans, og talið að rannsókn lögreglu myndi leiða þátt G í ljós. Hann hefði ákveðið að segja frá þætti G þegar hann hefði séð hvaða áhrif þögn hans væri að hafa á málið. Um atburðina í heimreiðinni að […] kvaðst ákærði hafa séð þegar G hljóp á móti A með neyðarhamar á lofti. Hefði G slegið til A með hamrinum, með hægri hendi, og gripið í járnstöngina sem A hafði meðferðis, með vinstri hendi. G hefði því næst gripið í járnstöngina með sömu hendi og hann hélt á neyðarhamrinum í og sveiflað A til hægri. Þeir hefðu lent í jörðinni og stöngin hálfpartinn á milli þeirra, á bringu eða hálsi A, og loks endað við hlið þeirra. Slagsmálin hefðu síðan færst um einhverja tvo metra. Ákærði kvaðst hafa hringt í Neyðarlínuna til að tilkynna um árás A. Þá hefði honum fundist hann þurfa að gera sitt til að stöðva átökin og tryggja að allt væri öruggt þar og talið hann vera að reyna að koma A í svokallað „chokehold“ sem sé „svæfingartak“. Hann hafi þess vegna sagt við G „chokeaðu hann bara út, chokeaðu hann bara út“, sem heyrist í símtalinu við Neyðarlínuna. Kvaðst ákærði ekki hafa haft mikinn tíma til að hugsa og „vildi þá bara frekar að hann myndi bara svæfa hann“. G hefði ekki gert það heldur haldið „sama hálstakinu“ og ákærði þá sagt „ég skal taka við honum úr chokeinu“ og tekið við A af G. Ákærði lýsti því að A hefði gripið andann á lofti þegar G hefði sleppt taki á hálsinum á honum og gefið frá sér „óþægindahljóð“. Þegar hann heyrist segja í símtalinu við Neyðarlínuna „þetta er komið svona“ hefði hann verið kominn með hægri hendi hans. A hefði þá legið ofan á vinstri handlegg en hægri handleggur legið með síðu. Kvaðst ákærði hafa tekið hægri hönd A og sett í 90 gráður aftur fyrir bak. Hann hefði ekki náð taki á vinstri hendinni og því ýtt í síðu A, við nýrun, til að fá hann til að færa líkamann til og við það náð taki á vinstri olnboga. Kvaðst hann hafa hallað sér yfir A til að lyfta honum upp, í því skyni að ná hendinni undan honum, en ekki lagst ofan á hann. Þegar hann hefði náð vinstri hendi A hefði hann rétt úr sér og haldið báðum höndum A fyrir aftan bak allt þar til honum hefði orðið ljóst að eitthvað amaði að A. Kvaðst ákærði hafa setið ofan á rasskinnum A allan tímann og gætt að því að leggja ekki þunga á hann, sem hafi einskorðast við rasskinnar og læri A. Ákærði neitaði því að hafa tekið A hálstaki eða legið ofan á honum. Þá kvað hann A hafa verið orðinn blóðugur í framan þegar hann hefði komið að og neitaði að hafa nefbrotið hann. Ákærði lýsti því að G hefði strax farið að bíl sínum og komið skokkandi upp aftur stuttu síðar. Nánar spurður um snapchatmyndbönd og hvort þeir G hefðu ekki áttað sig á því á þeim tímapunkti að mikið amaði að A kvað ákærði A andartaki áður hafa snöggróast og sagt „ég er stopp“. Hann hafi þá haldið að A væri að segja að hann væri hættur að berjast um. Um ummælin „við tökum þig bara út“, sem ákærði heyrist segja í símtali við Neyðarlínuna, kvaðst ákærði „sennilega [verið] að hugsa um garðyrkjubransann“ en að hann hefði ekki verið að hugsa um hvað hann væri að segja heldur hvað hann væri að gera. 12 H, sérfræðingur í réttarlæknisfræði,gaf skýrslu við aðalmeðferð máls fyrir Landsrétti. Aðspurður kvaðst vitnið ekki hafa verið upplýstur um að A hefði átt í átökum við annan mann en ákærða en kvað auðvitað mögulegt að einhver annar en ákærði hefði haldið honum í hálstaki. Ef lagt yrði til grundvallar að áverkar á hálsi A væru tilkomnir í fyrri átökum ætti hann þó erfitt með að skýra hvernig andlát A hefði borið að þar sem mjög ólíklegt yrði að teljast að A hefði látist við það eitt að ákærði hefði setið neðarlega á baki hans. Sú stelling sem A hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, sé þekkt aðferð lögreglu og áhrif hennar á öndun vel rannsökuð. Niðurstaða þeirra rannsókna sé að slík handtök valdi ekki afgerandi öndunarerfiðleikum. Þær rannsóknir miði þó við þá tækni sem lögreglumenn beiti. 13 Spurður um snapchat myndbönd af stöðu ákærða ofan á A kvað vitnið ljóst af þeim myndböndum að ákærði hefði setið ofan á A og haldið höndum A fyrir aftan bak sem teygi á brjóstkassanum. Vitnið lýsti því að ef einstaklingi væri haldið niðri með því væri ofan á sama einstaklingi. Aflið væri á hinn bóginn það sama og því væri þrýstingur á snertiflötinn meiri. Draga megi þá ályktun að ólíklegt sé að ákærði hafi legið á A við hálstakið heldur líklegra að hann hafi stutt hnjánum á hann eða verið aðeins til hliðar við hinn látna. Nánar aðspurður kvað vitnið takmörkun á öndunargetu A hafa verið nauðsynlegan þátt í andláti hans. Hann kvað ekki hægt að segja til um hversu lengi hálstakið og þrýstingur á brjósthol A hefði staðið yfir en af símtalsgögnum í málinu megi ráða að átökin hafi staðið yfir í sjö mínútur. Tíminn hafi verið nægjanlegur til að geta skýrt andlát A. 14 Um áverka í andliti A kvað vitnið rispur hafa verið á því sem bendi til þess að andlit hans hafi snert ójafnt hart yfirborð. Þá hafi hann jafnframt verið með margúla sem komi til af höggum, annað hvort hnefahöggi eða vegna þess að hann hefði fallið í jörðina á andlitið eða því verið ýtt í jörðina af tilteknu afli. 15 Vitnið staðfesti að samlegðaráhrif væru með háum styrk bupropion og amfetamíns í blóði A, sem gætu komið af stað æsingsóráði. Hann kvað einstakling í því ástandi telja sig hafa meira úthald en ella. Eftir því sem átökin hafi dregist á langinn hafi æsingsóráð A aukist og sömuleiðis þörf hans fyrir súrefni. 16 Nánar verður vikið að skýrslugjöf vitnisins fyrir Landsrétti í niðurstöðukafla dómsins. 17 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti voru spilaðar hljóð og myndupptökur af framburði vitnanna E, I, J, K og G fyrir héraðsdómi og er framburður þeirra reifaður í hinum áfrýjaða dómi. Loks var spiluð upptaka úr svokölluðum „eyewitness“ eftirlitsbúnaði í bifreið lögreglu og snapchatskilaboð úr síma ákærða og G. Niðurstaða 18 Eins og nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi lúta varnir ákærða einkum að því að ekki sé sannað að hann hafi tekið A hálstaki og slegið hann eins og í ákæru greinir, sem og að orsakir andlátsins megi rekja til háttsemi ákærða. 19 Meðal gagna málsins liggja fyrir ýmis rauntímagögn sem varpa ljósi á þá atburðarás sem leiddi til dauða A. Er þar í fyrsta lagi um að ræða hljóðupptöku af símtali E, sambýliskonu A, sem stóð yfir allt frá upphafi þeirra átaka sem um ræðir þar til lögreglan kom á vettvang og tók yfir lífgunartilraunir á A. Í öðru lagi hljóðupptöku af tveimur símtölum ákærða og einu símtali G við Neyðarlínuna. Í þriðja lagi upptöku af símtali B, móður A, við Neyðarlínuna og loks í fjórða lagi símtal I við sama aðila. Þessu til viðbótar liggja fyrir snapchatupptökur úr símum ákærða og G af A. 20 Af tímasetningu á hljóðupptöku símtals E við lögregluna má ráða að átök hafi byrjað fyrir utan húsnæði hennar að […] skömmu fyrir klukkan 18:23:38 þann 7. júní 2017 er hún hringdi í Neyðarlínuna og var strax gefið samband við lögregluna. Af símtalinu má ráða að einhver átök hafi þá átt sér stað fyrir utan húsnæðið sem enduðu með því að ákærði og þeir sem voru með honum keyrðu í tveimur bifreiðum frá húsinu niður byrjað. Af tímasetningu hljóðupptöku af fyrra símtali ákærða við Neyðarlínuna má ráða að þetta hafi gerst klukkan 18:24:35, eða um það bil einni mínútu eftir að símtal E hófst. Í upphafi símtalsins greinir ákærði frá því að A hafi ráðist á hann og skemmt bílinn hans. Í símtali E kemur fram klukkan 18:25:06 að einn þeirra hefði einmitt þá verið „að hlaupa í áttina að honum [A] til að berja hann“. Um þetta segir hún orðrétt klukkan 18:25:12: „Þeir eru að ráðast hvor á annan akkúrat núna.“ Óumdeilt er að sá sem lenti fyrst í átökum við A á þessum tímapunkti atburðarásarinnar var G, en í framburði hans bæði hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi staðfesti hann að hefði mætt A fyrstur í brekkunni í heimreiðinni að […] og náð af honum járnvinkli sem hann var með í hendinni. Samkvæmt skýrslu G hrasaði A í beinu framhaldi af því og G þá náð taki á annarri hendi A þar sem hann lá á jörðinni og haldið honum föstum með „dyravarðataki“. Lýsti hann því nánar með þeim hætti að hann hefði haldið hendi A fyrir aftan bak, sveigt úlnliðinn og fest olnbogann. G hefur hins vegar frá upphafi neitað að hafa á þessum tíma eða síðar lamið A í andlitið eða tekið hann hálstaki. Fyrir liggur í gögnum málsins að ekki fundust merki um blóð A á höndum G eða á neyðarhamrinum. 21 Af símtali ákærða við Neyðarlínuna sem hófst klukkan 18:24:35 má ráða að hann hafi verið á ferðinni í áttina að G og A og þegar hann kom að þeim hafi hann hætt að tala í símann án þess að símtalið hafi slitnað strax. Klukkan 18:25:29 heyrist að ákærði ávarpaði A, en orðrétt segir hann: „A … núna fer lögreglan að koma á staðinn“. Í símtalinu má jafnframt heyra ákærða spyrja: „Á ég að taka við chokeinu?“, en þar virðist hann vera að tala við G. Í beinu framhaldi segir ákærði klukkan 18:25:39: „Þetta sleppur svona“, en samhliða heyrast stunur og hljóð að því er virðist frá A. Í hljóðupptöku af símtali E klukkan 18:26:16 kemur fram sú lýsing hennar að þá hafi A legið á miðjum veginum og tveir menn væru „ofan á honum“ en „allir hinir“ væru að tala við móður A. Skömmu síðar segir hún: „Bíddu ég heyri, hann er að kýla hann og kýla hann og kýla hann.“ Símtalið við ákærða slitnaði klukkan 18:26:51. Í framhaldi kemur fram í hljóðupptöku af símtali E að „þeir“ séu að berja A en klukkan 18:29:42 segir hún orðrétt: „Já og núna liggur maðurinn minn í jörðinni, á maganum og hreyfist ekki neitt og ég veit ekkert hvort hann sé með meðvitund eða hvað og einn situr klofvega yfir bakinu á honum.“ Á sama tíma, klukkan 18:29, tók ákærði upp snapchatmyndskot sem liggur fyrir í gögnum málsins þar sem sjá má A liggja hreyfingarlausan á maganum blóðugan í andliti, en í upptöku má heyra ákærða segja: „Ætlar þú að vera með kjaft núna?“ Tvö önnur myndskot liggja einnig fyrir úr síma ákærða sem voru tekin klukkan 18:30, en í öðru þeirra má sjá sams konar myndskot af A hreyfingarlausum þar sem heyra má ákærða segja: „Grjóthaltu kjafti, grjóthaltu kjafti.“ Í hinu beinir ákærði myndskoti að sjálfum sér. Einnig liggur fyrir snapchatmyndskot úr síma G sem tekið var klukkan 18:30 þar sem sjá má mynd af höfði A sem var blóðugt. Á myndskeiðinu má heyra G, sem var greinilega mjög móður, segja: „Svona kemur fyrir þegar þú ógnar okkur með vopni“. Í beinu framhaldi, eða klukkan og blása í hann. Skömmu síðar, eða klukkan 18:31:55, hringdi G í Neyðarlínuna og sagði að A væri hættur að anda. Ákærði hringdi sitt annað símtal í Neyðarlínuna klukkan 18:32:07 og sagði að A væri hættur að anda og að hann teldi hann látinn. Í myndavélabúnaði lögreglubifreiðar sem kom á vettvang klukkan 18:34:20 má sjá ákærða við lífgunartilraunir á A, en G stóð við hliðina á þeim. 22 Samkvæmt öllu framangreindu má ráða af rauntímagögnum sem liggja fyrir í málinu að átökin sem leiddu til dauða A stóðu yfir í nálægt fimm mínútur, eða frá því um það bil klukkan 18:25 þegar hann mætti G í heimreiðinni við […] til 18:30 þegar snapchatmyndskot sýna hann liggjandi hreyfingarlausan á maganum. Fyrir liggur samkvæmt framburði ákærða sjálfs að hann tók við A eftir að G hafði haldið honum niðri í kjölfar þess að hann náði af honum járnvinklinum. Um þetta segir hann orðrétt í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu: „Þegar hann [A] kom í jörðina þá tók ég við honum af G.“ Er þetta einnig í samræmi við framburð G í frumskýrslu hjá lögreglu sem hefur ekki tekið breytingum. Af símtalinu við ákærða sem hófst klukkan 18:24:35, og stóð yfir í tvær mínútur og sextán sekúndur, má ráða að þetta hafi gerst fljótlega eftir að það hófst. Er það í samræmi við frumskýrslu vitnisins I sem tekin var á vettvangi 7. júní 2017 af lögreglu, en samkvæmt honum réðst ákærði á A í beinu framhaldi af því að hann féll í jörðina. Vitnið hélt sig við þennan framburð í síðari skýrslutökum hjá lögreglu sem og við skýrslutöku fyrir héraðsdómi. Samkvæmt vitninu tók G ekki þátt í átökunum við A frá og með þeim tíma. Verður því lagt til grundvallar að sannað sé að ákærði hafi einn verið í átökum við A síðustu mínúturnar áður en hann lést. Ekki er ljóst hversu langur sá tími var nákvæmlega en af fyrrgreindu símtali ákærða og skýrslu I má ráða að A hafi verið lifandi þegar hann tók við honum og að hann hafi verið í átökum við ákærða. 23 Eins og rakið er í forsendum héraðsdóms breytti ákærði framburði sínum um þátttöku G í átökunum við A. Í síðari skýrslutökum hjá lögreglu og í skýrslutökum fyrir héraðsdómi og Landsrétti fullyrti ákærði að G hefði verið með A í hálstaki er hann tók við honum. Eina vísbendingin um að G hafi þá verið með A í hálstaki er fyrrgreind hljóðupptaka úr síma ákærða, þar sem hann heyrist spyrja hvort hann eigi að „taka við chokeinu“. Eins og fyrr er rakið bera rauntímagögn með sér að umrædd atburðarás hafi gengið hratt fyrir sig og að ákærði hafi tekið við A í beinu framhaldi af því að G hélt honum niðri eftir að hann féll í jörðina. Vitnið I sem horfði á þessa atburðarás kom ekki auga á að G hefði verið með A í hálstaki, heldur fullyrti þvert á móti í skýrslutöku hjá lögreglu á vettvangi að ákærði hafi verið sá eini sem hélt honum hálstaki. Hefur vitnið verið stöðugt í þeim framburði sínum við síðari skýrslugjöf hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi. Samkvæmt því verður að leggja til grundvallar að hafi G tekið A hálstaki hafi það verið í mjög skamman tíma þannig að ekki geti haft þýðingu fyrir mat á sök ákærða. sí réttarlæknisfræði, um dánarorsök A. Í niðurstöðu hans segir að líklegast sé að A hafi látist af völdum þvingaðrar stöðukæfingar „af völdum annars aðila með óeðlilegum hætti“. Kemur fram í niðurstöðu hans að mikil minnkun á öndunarhæfni hafi valdið banvænni stöðukæfingu og þar með dauða A. Í áliti vitnisins kemur fram að A hafi verið með mörg dæmigerð einkenni svokallaðs æsingsóráðs (excited delirium) og að telja megi það sem aðaláhrifaþátt í dauða hans. 25 Vitnið kvað í skýrslutöku fyrir Landsrétti ekki unnt að tala um að einn þáttur í atburðarásinni væri aðalþáttur í andlátinu samanborið við aðra. Dánarorsökin væri þvinguð stöðukæfing í samspili við aðra þætti í heildarmyndinni. Nánar tiltekið æsingsóráð, átök sem hafi gert hann örþreyttan og hin takmarkaða öndunargeta vegna átakanna. Allt hefðu þetta verið nauðsynlegar og samverkandi orsakir andláts A. Væri einhver þáttur tekinn úr atburðarásinni teldi hann ólíklegt að A hefði látist. Aðspurður kvað hann mögulegt að einstaklingur sem ekki væri haldinn æsingsóráði hefði lifað sams konar átök af en jafnframt ólíklegt að A hefði látið lífið ef ekki hefði komið til átakanna og þá sérstaklega hálstaksins. 26 Í skýrslutöku fyrir Landsrétti kvað vitnið greiningu á æsingsóráði A fyrst og fremst byggða á framburði vitna í lögregluskýrslum um hegðun A og blóðsýnum. A hefði verið með mikið magn af bupropion í blóði sem þekkt væri fyrir að geta valdið því ástandi og það sama ætti við um geðsjúkdóm sem A var haldinn. Vegna æsingsóráðsins hafi A þurft á aukinni inntöku súrefnis að halda. Því hefði minna þurft til að valda köfnun eða banvænum öndunarerfiðleikum A, nánar tiltekið að þá hefði hann misst meðvitund fyrr en ella. 27 Ákærði hefur frá upphafi neitað að hafa tekið A hálstaki og valdið honum þeim öndunarerfiðleikum sem að lokum leiddu til dauða hans. Sú staðhæfing ákærða stangast á við trúverðugan framburð vitnisins I sem fylgdist með fyrrgreindri atburðarás frá upphafi til enda, en hann fullyrti strax í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu á vettvangi að ákærði hefði tekið A hálstaki og haldið því stöðugt í „allavega 4 til 5 mínútur“. Kemur sú lýsing vitnisins heim og saman við þann tíma sem ráða má af rauntímagögnum að ákærði hafi verið í átökum við A. Samkvæmt skýrslu vitnisins H fyrir Landsrétti leiddi krufning á A í ljós brotin brjóskhorn sitt hvorum megin við skjaldkirtil A og blæðingar við hálsvöðva á báðum hliðum. Þeir áverkar gæfu til kynna að A hefði verið haldið í hálstaki og kvað hann töluvert átak hafa þurft til að valda þeim. Nánar spurður um hvort A hefði getað hlotið áverka á hálsi með því að fá högg á hálsinn kvað vitnið brjóskhornin sem brotnað hefðu vera staðsett sitt hvorum megin við skjaldkirtilinn á miðsvæði hálsins en þar sé sveigja. Vegna staðsetningar brjóskhornanna væru meiri líkur á að áverkarnir væru til komnir með sveigðum þrýstingi, svo sem með hendi eða hálstaki, en ólíklegra væri að þessir áverkar stöfuðu af höggi á miðjan háls. Almennt væri þó hægt að valda áverkanum með höggi. Afleiðingin af höggi yrði þó mjög líklega brot á þriðja brjóskinu á miðsvæði hálsins bólgur hefðu verið á barka A sem gætu hafa leitt til minnkandi öndunargetu. 28 Að framangreindu virtu verður talið sannað, gegn neitun ákærða, svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, að ákærði hafi haldið A, sem lá á grúfu á jörðinni, í hálstaki og stöðu þar sem ákærði notaði líkamsþunga sinn til að halda honum föstum. Þessi háttsemi hafi valdið þeim öndunarerfiðleikum sem voru samkvæmt framansögðu nauðsynlegur þáttur í því að A lét lífið. 29 Með framburði vitnanna I og E, sem fær stoð í hljóðupptöku símtals E við lögregluna, þykir enn fremur sannað að ákærði hafi í átökunum slegið A ítrekað í andlit og höfuð. Þeim áverkum sem A hlaut á andliti og líkama er lýst í réttarkrufningarskýrslu H. Með vísan til fyrrgreindra framburða þykir komin fram nægileg sönnun fyrir því að ákærði hafi valdið þeim áverkum á andliti og líkama A sem lýst er í ákæru. 30 Með vísan til framangreinds er staðfest niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu ákærða. Þá er fallist á þá niðurstöðu héraðsdóms að með háttsemi sinni hafi ákærði gerst sekur um brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ekki verður talið hafa þýðingu í því sambandi þótt þau efni sem A hafði tekið inn og mældust í blóði hans hafi átt þátt í að koma honum í hið svokallaða æsingsóráðsástand, því samkvæmt skýrslu vitnisins H leiddu átökin og þeir öndunarerfiðleikar sem þau höfðu í för með sér fyrir A jafnframt til dauða hans. Þótt ekki verði talið að ákærði hafi ætlað að ráða A bana má ráða af áverkavottorði og skýrslu vitnisins H, um afleiðingar árásarinnar, að hún hafi verið ofsafengin og harkaleg. Samkvæmt því verður lagt til grundvallar að ákærða hafi mátt vera ljóst að alvarlegt líkamstjón gæti hlotist af henni. 31 Staðfest er ákvæði héraðsdóms um skilorðsrof ákærða á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. júní 2014 þar sem ákærði var dæmdur fyrir brot gegn 1. mgr. 218. gr. og 217. gr. almennra hegningarlaga. Ber samkvæmt því að gera ákærða refsingu í einu lagi, sbr. 60. og 77. gr. almennra hegningarlaga. Með hliðsjón af 1. til 3. tölul. 1. mgr. 70. gr. sömu laga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin í hinum áfrýjaða dómi, fangelsi í sex ár. 32 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður ákvæði hans um miskabætur og aðrar fjárkröfur einkaréttarkröfuhafa staðfest, að öðru leyti en því að miskabætur til C skulu nema 2.000.000 króna en miskabætur til D og F skulu nema 1.500.000 krónum. Hefur þá verið tekið tillit til þess að B og E urðu vitni að líkamsárásinni en C kom á vettvang strax í kjölfar hennar. Verður ákærða samkvæmt því gert að greiða C 3.346.619 í miskabætur og bætur vegna útfararkostnaðar, D 2.829.145 krónur í miskabætur og bætur vegna missis framfæranda og F 8.342.664 krónur í miskabætur og bætur vegna missis framfæranda, í öllum tilvikum með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði. 34 Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Ákærði verður jafnframt dæmdur til að greiða einkaréttarkröfuhöfum málskostnað fyrir að halda kröfum sínum til haga fyrir Landsrétti, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður um annað en einkaréttarkröfur C, D og F. Ákærði, S-kk-nf G-kk-nf T-kk-nf, greiði C 3.346.619 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru héraði. Ákærði greiði D 2.829.145 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði. Ákærði greiði F 8.342.664 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 4.230.169 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, B-kk-ef J-kk-ef lögmanns, 3.900.000 krónur. Ákærði greiði C, B og D 250.000 krónur hverju um sig í málskostnað fyrir Landsrétti. Ákærði greiði E og F 300.000 krónur hvorri í málskostnað fyrir Landsrétti.
93064d81-3c56-4d24-8e35-cffc004c569a
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_152_2018", "publish_timestamp": "2018-10-19T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 729 }, { "offset": 752, "length": 17 }, { "offset": 771, "length": 95 }, { "offset": 868, "length": 30 }, { "offset": 900, "length": 188 }, { "offset": 1090, "length": 146 }, { "offset": 1238, "length": 199 }, { "offset": 1439, "length": 280 }, { "offset": 1721, "length": 371 }, { "offset": 2094, "length": 281 }, { "offset": 2377, "length": 298 }, { "offset": 2677, "length": 242 }, { "offset": 2921, "length": 27 }, { "offset": 2950, "length": 139 }, { "offset": 3091, "length": 44 }, { "offset": 3137, "length": 3400 }, { "offset": 6539, "length": 813 }, { "offset": 7354, "length": 873 }, { "offset": 8229, "length": 318 }, { "offset": 8549, "length": 309 }, { "offset": 8860, "length": 90 }, { "offset": 8952, "length": 318 }, { "offset": 9272, "length": 10 }, { "offset": 9284, "length": 229 }, { "offset": 9515, "length": 582 }, { "offset": 10099, "length": 1678 }, { "offset": 11779, "length": 2358 }, { "offset": 14139, "length": 1526 }, { "offset": 15667, "length": 1579 }, { "offset": 17248, "length": 712 }, { "offset": 17962, "length": 519 }, { "offset": 18483, "length": 1474 }, { "offset": 19959, "length": 374 }, { "offset": 20335, "length": 412 }, { "offset": 20749, "length": 845 }, { "offset": 21596, "length": 434 }, { "offset": 22032, "length": 1030 }, { "offset": 23064, "length": 8 }, { "offset": 23074, "length": 72 }, { "offset": 23148, "length": 97 }, { "offset": 23247, "length": 73 }, { "offset": 23322, "length": 73 }, { "offset": 23397, "length": 159 }, { "offset": 23558, "length": 84 }, { "offset": 23644, "length": 74 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 268 }, { "offset": 290, "length": 193 }, { "offset": 485, "length": 38 }, { "offset": 525, "length": 99 }, { "offset": 626, "length": 123 }, { "offset": 752, "length": 17 }, { "offset": 771, "length": 95 }, { "offset": 868, "length": 30 }, { "offset": 900, "length": 107 }, { "offset": 1008, "length": 68 }, { "offset": 1078, "length": 9 }, { "offset": 1090, "length": 146 }, { "offset": 1238, "length": 67 }, { "offset": 1306, "length": 130 }, { "offset": 1439, "length": 194 }, { "offset": 1634, "length": 84 }, { "offset": 1721, "length": 284 }, { "offset": 2006, "length": 85 }, { "offset": 2094, "length": 195 }, { "offset": 2290, "length": 84 }, { "offset": 2377, "length": 252 }, { "offset": 2630, "length": 44 }, { "offset": 2677, "length": 196 }, { "offset": 2874, "length": 44 }, { "offset": 2921, "length": 27 }, { "offset": 2950, "length": 45 }, { "offset": 2996, "length": 92 }, { "offset": 3091, "length": 44 }, { "offset": 3137, "length": 71 }, { "offset": 3209, "length": 84 }, { "offset": 3295, "length": 232 }, { "offset": 3529, "length": 103 }, { "offset": 3634, "length": 104 }, { "offset": 3740, "length": 117 }, { "offset": 3859, "length": 109 }, { "offset": 3970, "length": 117 }, { "offset": 4089, "length": 51 }, { "offset": 4142, "length": 254 }, { "offset": 4398, "length": 120 }, { "offset": 4520, "length": 109 }, { "offset": 4631, "length": 257 }, { "offset": 4890, "length": 121 }, { "offset": 5013, "length": 75 }, { "offset": 5090, "length": 73 }, { "offset": 5165, "length": 153 }, { "offset": 5320, "length": 124 }, { "offset": 5446, "length": 377 }, { "offset": 5825, "length": 110 }, { "offset": 5937, "length": 94 }, { "offset": 6033, "length": 181 }, { "offset": 6216, "length": 72 }, { "offset": 6290, "length": 246 }, { "offset": 6539, "length": 89 }, { "offset": 6629, "length": 184 }, { "offset": 6815, "length": 257 }, { "offset": 7074, "length": 129 }, { "offset": 7205, "length": 86 }, { "offset": 7293, "length": 58 }, { "offset": 7354, "length": 187 }, { "offset": 7542, "length": 91 }, { "offset": 7635, "length": 78 }, { "offset": 7715, "length": 168 }, { "offset": 7885, "length": 97 }, { "offset": 7984, "length": 184 }, { "offset": 8170, "length": 56 }, { "offset": 8229, "length": 127 }, { "offset": 8357, "length": 189 }, { "offset": 8549, "length": 128 }, { "offset": 8678, "length": 71 }, { "offset": 8751, "length": 106 }, { "offset": 8860, "length": 90 }, { "offset": 8952, "length": 190 }, { "offset": 9143, "length": 126 }, { "offset": 9272, "length": 10 }, { "offset": 9284, "length": 229 }, { "offset": 9515, "length": 397 }, { "offset": 9913, "length": 107 }, { "offset": 10022, "length": 74 }, { "offset": 10099, "length": 240 }, { "offset": 10340, "length": 184 }, { "offset": 10526, "length": 167 }, { "offset": 10695, "length": 89 }, { "offset": 10786, "length": 129 }, { "offset": 10917, "length": 91 }, { "offset": 11010, "length": 279 }, { "offset": 11291, "length": 158 }, { "offset": 11451, "length": 116 }, { "offset": 11569, "length": 112 }, { "offset": 11683, "length": 93 }, { "offset": 11779, "length": 219 }, { "offset": 11999, "length": 112 }, { "offset": 12113, "length": 73 }, { "offset": 12188, "length": 448 }, { "offset": 12638, "length": 45 }, { "offset": 12685, "length": 291 }, { "offset": 12978, "length": 234 }, { "offset": 13214, "length": 219 }, { "offset": 13435, "length": 45 }, { "offset": 13482, "length": 121 }, { "offset": 13605, "length": 115 }, { "offset": 13722, "length": 46 }, { "offset": 13770, "length": 94 }, { "offset": 13866, "length": 127 }, { "offset": 13995, "length": 141 }, { "offset": 14139, "length": 309 }, { "offset": 14449, "length": 150 }, { "offset": 14601, "length": 219 }, { "offset": 14822, "length": 156 }, { "offset": 14980, "length": 179 }, { "offset": 15161, "length": 110 }, { "offset": 15273, "length": 70 }, { "offset": 15345, "length": 122 }, { "offset": 15469, "length": 195 }, { "offset": 15667, "length": 262 }, { "offset": 15930, "length": 166 }, { "offset": 16098, "length": 202 }, { "offset": 16302, "length": 210 }, { "offset": 16514, "length": 105 }, { "offset": 16621, "length": 163 }, { "offset": 16786, "length": 176 }, { "offset": 16964, "length": 281 }, { "offset": 17248, "length": 147 }, { "offset": 17396, "length": 81 }, { "offset": 17479, "length": 106 }, { "offset": 17587, "length": 152 }, { "offset": 17741, "length": 218 }, { "offset": 17962, "length": 157 }, { "offset": 18120, "length": 150 }, { "offset": 18272, "length": 69 }, { "offset": 18343, "length": 137 }, { "offset": 18483, "length": 135 }, { "offset": 18619, "length": 284 }, { "offset": 18905, "length": 290 }, { "offset": 19197, "length": 118 }, { "offset": 19317, "length": 219 }, { "offset": 19538, "length": 206 }, { "offset": 19746, "length": 49 }, { "offset": 19797, "length": 159 }, { "offset": 19959, "length": 251 }, { "offset": 20211, "length": 121 }, { "offset": 20335, "length": 173 }, { "offset": 20509, "length": 237 }, { "offset": 20749, "length": 87 }, { "offset": 20837, "length": 151 }, { "offset": 20990, "length": 306 }, { "offset": 21298, "length": 176 }, { "offset": 21476, "length": 117 }, { "offset": 21596, "length": 197 }, { "offset": 21794, "length": 96 }, { "offset": 21892, "length": 137 }, { "offset": 22032, "length": 251 }, { "offset": 22284, "length": 118 }, { "offset": 22404, "length": 292 }, { "offset": 22698, "length": 195 }, { "offset": 22895, "length": 166 }, { "offset": 23064, "length": 8 }, { "offset": 23074, "length": 72 }, { "offset": 23148, "length": 97 }, { "offset": 23247, "length": 73 }, { "offset": 23322, "length": 73 }, { "offset": 23397, "length": 159 }, { "offset": 23558, "length": 84 }, { "offset": 23644, "length": 74 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=1de77289-3cf6-44db-be5a-fe6141e02ea9&verdictid=baa2f5b8-2c47-4165-b39e-4d91e97d5701" }
153/2018 Útdráttur O ehf. höfðaði mál gegn R til greiðslu skuldar vegna ógreiddra reikninga fyrir hagnýtingu á heitu vatni. Ágreiningur O ehf. og R laut að túlkun tiltekins samnings frá árinu 1985 og hvort R bæri að greiða fyrir hagnýtingu á heitu vatni á grundvelli samningsins. Málinu var vísað frá héraðsdómi á grundvelli eliðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála þar sem málatilbúnaður stefnda þótti svo óskýr að áfrýjanda væri af þeim sökum gert erfitt um vik að grípa til tölulegra varna í málinu. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir I-kvk-nf E-kvk-nf, O-kvk-nf M-kvk-nf A-kvk-nf og R-kvk-nf H-kvk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 5. febrúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 5. janúar 2018 í málinu nr. E1024/2017. 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi. Til vara krefst áfrýjandi þess að hún verði sýknuð af öllum kröfum stefnda. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar fyrir héraðsdómi og Landsrétti. 3 Stefndi krefst þess að kröfu áfrýjanda um frávísun málsins verði hafnað og að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Jafnframt krefst stefndi málskostnaðar fyrir Landsrétti. 4 Málið var flutt í einu lagi um formsatriði og efni, sbr. lokamálslið 2. mgr. 161. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 18. október 1985 gerði Landgræðsla ríkisins vegna jarðarinnar StóraKlofa samning við Ása, Djúpár, Holtamanna og Landmannahrepp þar sem hreppunum var veitt heimild til borunar og nýtingar á heitu vatni í Baðsheiði í landi StóraKlofa í þágu klakstöðvar sem hrepparnir voru að koma á fót. 6 Móðir áfrýjanda, H-kvk-nf K-kvk-nf, undirritaði samninginn sem ábúandi jarðarinnar StóraKlofa, en vatnsleiðslur lágu um ábúðarjörð hennar. Í 6. gr. samningsins sagði að hrepparnir væru tilbúnir að heimila eftir nánara samkomulagi tilgreindum bæjum, þar á meðal StóraKlofa, að tengja heimæðar við stofnlögnina að klakstöðinni til eigin þarfa vegna heimilis og búrekstrar, enda gæfi holan nægilegt vatnsmagn að lokinni tilraunadælingu. Í greininni sagði einnig að þessi notkun teldist hluti af heimiluðu orkumagni og gæti numið allt að 0,75 l/sek. vegna StóraKlofa, en þó hefði klakstöðin ákveðinn forgangsrétt að fyrstu 10 l/sek. Jafnframt sagði í 7. gr. samningsins að öll réttindi hreppanna til framkvæmda og til nýtingar á heitu vatni samkvæmt samningnum væru án endurgjalds eða annarra skuldbindinga af nokkru tagi, annarra en þeirra sem í samningnum greindi. Í samræmi við heimild samningsins var tengd heimæð við stofnlögnina og hún lögð að StóraKlofa. Munu ábúendur StóraKlofa hafa nýtt heitt vatn úr stofnlögninni án endurgjalds og munu engar athugasemdir hafa verið við það gerðar fyrr en áfrýjandi reisti sumarhús á jörðinni og lét tengja heitavatnslögn við heimæðina að StóraKlofa. Gerðu þá Holta og Landsveit, Ásahreppur og Djúpárhreppur, sem „handhafar virkjunar og nýtingarréttar á heitu vatni í landi StóraKlofa“, drög að samningi 22. maí 1998 þar sem fram kom að áfrýjanda, sem afnotahafa, væri heimilt að tengja hitaveituæð að sumarhúsi sínu við stofnlögn hreppanna til fiskeldisstöðvarinnar til eigin þarfa. Væri afnotahafa heimilt að nota orkumagn úr vatnsæðinni sem svaraði til 4 l/mín. af heitu vatni meðan nægilegt vatn fengist úr virkjaðri borholu. Í 2. gr. samningsdraganna sagði að afnotahafi greiddi allan stofn, viðhalds og rekstrarkostnað sem leiddi af framkvæmdum við að leggja heimæð frá stofnlögn að sumarbústað sínum og sæi um viðhald og allan rekstur heimæðarinnar undir eftirliti hreppanna. Áfrýjandi undirritaði ekki samninginn fyrir sitt leyti, en hún hélt áfram nýtingu vatns úr borholunni endurgjaldslaust. 7 Með kaupsamningi og afsali 15. nóvember 2005, seldi landbúnaðarráðherra fyrir hönd jarðadeildar landbúnaðarráðuneytisins heimaland jarðarinnar StóraKlofa til móður áfrýjanda. Með kaupsamningnum voru vatns og jarðhitaréttindi, umfram heimilisþarfir ábúanda jarðarinnar, ásamt nauðsynlegri aðstöðu til að hagnýta þau réttindi, undanskilin sölunni. Í samningnum var sérstaklega kveðið á um að kaupandi skyldi áfram fá heitt vatn til heimilis og búrekstrar á StóraKlofa í samræmi við ákvæði 6. gr. samningsins frá 18. október 1985. Áfrýjandi mun nú vera eigandi heimalandsins., á grundvelli laga nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nýtingarleyfi hjá Orkustofnun á heitu vatni úr borholunni á Baðsheiði. Orkuveita Landsveitar ehf., stefndi þessa máls, var stofnuð 17. september 2013 og var áfrýjandi meðal stofnenda. Framangreint nýtingarleyfi var framselt stefnda 18. desember 2013 sem rekur nú hitaveitu á svæðinu. 9 Með bréfi 18. desember 2013 var áfrýjanda tilkynnt um fyrirhugaða innheimtu gjalda vegna „dreifingar á heitu vatni“ frá hitaveitunni sem miðast ætti við 1. október sama ár. Í bréfi til notenda stefnda í desember sama ár kom jafnframt fram að hafin væri vinna við gerð gjaldskrár og ætti innheimta gjalda að fara fram mánaðarlega. Á aðalfundi stefnda 31. ágúst 2015 voru notendaskilmálar fyrir félagið samþykktir og greiddi áfrýjandi atkvæði á móti þeim. Jafnframt var rætt um gjaldskrá stefnda, en tillögur að gjaldskrá voru samþykktar á stjórnarfundi stefnda 21. ágúst 2015. Gjaldskrá tók gildi 1. september sama ár. 10 Í 3. gr. notendaskilmálanna greinir að stefndi innheimti gjöld af þeim aðilum sem tengist stofnæð veitunnar til að standa straum af kostnaði við rekstur veitunnar. Til kostnaðar teljist meðal annars dæling vatns frá borholum veitunnar, viðhald á bordælum og öðrum búnaði, endurbætur á búnaði, sem og kostnaður við viðhald nýtingarleyfa, tryggingar, reikningsgerð, bókhald og aðkeypta þjónustu. Jafnframt segir í 3. gr. að við ákvörðun gjaldskrár skuli þess gætt að gjaldtakan standi undir eðlilegum rekstrarkostnaði, afskriftum og fjármagnskostnaði veitunnar og gætt sé að eðlilegri hlutdeild þeirra sem tengist stofnæðum í þeim kostnaði sem til falli við rekstur veitunnar. 11 Í gjaldskrá stefnda segir meðal annars að í gjaldskrám orkuveitna sé ýmist byggt á föstu gjaldi auk notendatengds gjalds eða eingöngu á notendatengdu gjaldi.,,Hér [sé] gert ráð fyrir að vera bæði með fast gjald auk innheimtu eftir notkun“. Í gjaldskránni er fast árgjald vegna sumarhúss 30.000 krónur, fast gjald vegna lögbýlis án ábúðar 35.000 krónur, fast gjald vegna lögbýlis með ábúð 70.000 krónur og fast gjald vegna útihúss 10.000 krónur. 12 Áfrýjandi hefur mótmælt þeim reikningum sem kröfugerð stefnda er reist á og hafnað greiðsluskyldu með vísan til fyrrgreinds samnings frá 18. október 1985. Niðurstaða 13 Áfrýjandi krefst aðallega frávísunar málsins frá héraðsdómi á þeim grundvelli að stefna málsins sé vanreifuð og uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Héraðsdómari hafnaði þeirri kröfu með úrskurði 30. júní 2017, sbr. 3. málslið 3. mgr. 112. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt 1. og 2. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 sæta úrskurðir héraðsdómara um þau atriði sem þar eru talin kæru til Landsréttar. Þar á meðal er ekki að finna heimild til að kæra úrskurð um að hafna frávísunarkröfu. Var Í stefnu krefst stefndi greiðslu úr hendi áfrýjanda á 1.016.487 krónum með dráttarvöxtum. Engin grein er fyrir því gerð hver fyrirsvarsmaður stefnda er, sbr. blið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. 15 Í málsástæðukafla stefnunnar greinir að „um sundurliðun dómkröfu og frekari útlistun hennar vísast til yfirlitsskjals og útgefinna reikninga“, en í stefnunni sjálfri er enga slíka sundurliðun að finna. 16 Í yfirlitsskjalinu eru reikningarnir sem eru 25 talsins tilgreindir og þar getið höfuðstóls, virðisaukaskatts, eindaga og dráttarvaxta. Reikningarnir eru gefnir út á tímabilinu frá 18. febrúar 2014 til 25. nóvember 2016. Í öllum tilvikum er um tvo reikninga vegna sama tímabils að ræða, að undanskildum síðasta reikningnum, 25. nóvember 2016. Í flestum tilvikum eru reikningarnir annars vegar vegna sumarhúss og hins vegar vegna StóraKlofa. Í reikningum 5. desember 2014, 28. janúar 2016 og 12. maí 2016 er þó ekki tilgreind staðsetning þeirrar eignar sem innheimt er vegna. Í langflestum reikninganna er eina skýring þeirra tilgreind sem „heitt vatn“ fyrir tilgreint tímabil og ákveðin fjárhæð tilgreind, án sundurliðunar. Í öðrum tveggja reikninga 27. október 2015 segir að hann sé vegna sumarhúss „heitt vatn sept/okt Áætlun“. Í hinum er á sama hátt um StóraKlofa tilgreint að reikningurinn sé vegna heits vatns fyrir sama tímabil „Áætlun“. Reikningar 5. ágúst 2016 tilgreina að um sé að ræða annars vegar „fastagjald heitt vatn sumarhús“ og hins vegar „fastagjald heitt vatn StóriKlofi“ án tilgreiningar á tímabili. Í reikningi 25. nóvember 2016 er tilgreint að um sé að ræða annars vegar „fastagjald“ vegna sumarhúss, refahúss og íbúðarhúss og hins vegar „notkun“ vegna sömu fasteigna. 17 Um rökstuðning fyrir stefnukröfu vísar stefndi til notendaskilmála sem samþykktir voru á aðalfundi stefnda 31. ágúst 2015 og kveður þá skilmála taka til áfrýjanda. Beri áfrýjanda skylda til að greiða sína hlutdeild í rekstrarkostnaði hitaveitunnar. Þá greinir í stefnu að eftir 1. september 2015 byggist kröfur stefnda á gjaldskrá hans, sem flokki notendur í fjóra flokka eftir tegund húsnæðis og sé „fast gjald“ breytilegt eftir því hver tegund húsnæðisins sé. Einnig segir í stefnu að jafnvel þótt áfrýjanda sé endurgjaldslaus hlutdeild í sjálfu heita vatninu, sem nemi 0,75 l/ sek., beri henni skylda til greiðslu þess kostnaðar sem stefndi hafi af því að veita áfrýjanda heitt vatn. Enn fremur segir þar að aðstaða í máli þessu sé svipuð þeim kostnaði sem eigendur í fjölbýlishúsi beri af rekstri hússins, en lagaskylda hvíli á þeim samkvæmt 2. tölulið 13. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús til að greiða hlutdeild í sameiginlegum kostnaði. 18 Eins og rakið hefur verið spanna reikningar stefnda tímabilið frá 18. febrúar 2014 til 25. nóvember 2016. Þótt fram komi í stefnu að notendaskilmálar stefnda, sem samþykktir voru á aðalfundi hans 31. ágúst 2015, taki til áfrýjanda og að henni beri rekstrarkostnaði. Einungis er vísað til reikninganna og yfirlitsskjals, án frekari rökstuðnings fyrir því hvernig hlutdeild áfrýjanda í þeim kostnaði er reiknuð. Þá verður hvorki af stefnu ráðið né reikningum þeim sem lagðir eru fram hvort innheimta stefnda á hendur áfrýjanda lúti einungis að hlutdeild hennar í rekstrarkostnaði hitaveitunnar samkvæmt notendaskilmálum hennar eða hvort hún lúti einnig að notkun áfrýjanda á heitu vatni sem stefndi telur þó að henni beri endurgjaldslaus afnot af að 0,75 l/sek. samkvæmt samningnum 18. október 1985. Í öllum reikningunum er tilgreint að innheimt sé fyrir „heitt vatn“ og síðustu reikningar stefnda bera með sér að auk fastagjalds lúti innheimta að heitu vatni samkvæmt áætlun eða notkun. 19 Samkvæmt öllu framangreindu er málatilbúnaður stefnda svo óskýr að áfrýjanda er gert erfitt um vik að grípa til tölulegra varna í málinu. Þar sem stefna málsins fer að þessu leyti svo í bága við elið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 verður fallist á kröfu áfrýjanda um að vísa beri málinu frá héraðsdómi. 20 Í hinum áfrýjaða dómi er tekin orðrétt upp lýsing stefnanda á málsatvikum, í stað þess að semja hlutlæga lýsingu á málsatvikum í samræmi við dlið 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991. Er þetta aðfinnsluvert. 21 Með vísan til 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnda gert að greiða áfrýjanda málskostnað á báðum dómstigum, sem ákveðinn verður í einu lagi eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Stefndi, Orkuveita Landsveitar ehf., greiði áfrýjanda, R-kvk-þgf Á-kvk-þgf, 2.000.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
f28e15cc-ac02-4e05-b48f-73704d7a3413
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_153_2018", "publish_timestamp": "2018-09-28T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 503 }, { "offset": 526, "length": 17 }, { "offset": 545, "length": 104 }, { "offset": 651, "length": 30 }, { "offset": 683, "length": 136 }, { "offset": 821, "length": 206 }, { "offset": 1029, "length": 174 }, { "offset": 1205, "length": 126 }, { "offset": 1333, "length": 285 }, { "offset": 1620, "length": 2045 }, { "offset": 3667, "length": 935 }, { "offset": 4604, "length": 619 }, { "offset": 5225, "length": 677 }, { "offset": 5904, "length": 447 }, { "offset": 6353, "length": 157 }, { "offset": 6512, "length": 10 }, { "offset": 6524, "length": 702 }, { "offset": 7228, "length": 204 }, { "offset": 7434, "length": 1293 }, { "offset": 8729, "length": 951 }, { "offset": 9682, "length": 988 }, { "offset": 10672, "length": 307 }, { "offset": 10981, "length": 207 }, { "offset": 11190, "length": 187 }, { "offset": 11379, "length": 8 }, { "offset": 11389, "length": 35 }, { "offset": 11426, "length": 136 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 104 }, { "offset": 126, "length": 154 }, { "offset": 282, "length": 241 }, { "offset": 526, "length": 17 }, { "offset": 545, "length": 104 }, { "offset": 651, "length": 30 }, { "offset": 683, "length": 57 }, { "offset": 741, "length": 65 }, { "offset": 808, "length": 10 }, { "offset": 821, "length": 64 }, { "offset": 886, "length": 74 }, { "offset": 962, "length": 64 }, { "offset": 1029, "length": 117 }, { "offset": 1147, "length": 55 }, { "offset": 1205, "length": 126 }, { "offset": 1333, "length": 285 }, { "offset": 1620, "length": 140 }, { "offset": 1761, "length": 293 }, { "offset": 2056, "length": 193 }, { "offset": 2251, "length": 232 }, { "offset": 2485, "length": 93 }, { "offset": 2580, "length": 232 }, { "offset": 2814, "length": 331 }, { "offset": 3147, "length": 144 }, { "offset": 3293, "length": 251 }, { "offset": 3546, "length": 118 }, { "offset": 3667, "length": 176 }, { "offset": 3844, "length": 169 }, { "offset": 4015, "length": 180 }, { "offset": 4197, "length": 43 }, { "offset": 4242, "length": 146 }, { "offset": 4390, "length": 111 }, { "offset": 4503, "length": 98 }, { "offset": 4604, "length": 174 }, { "offset": 4779, "length": 155 }, { "offset": 4936, "length": 122 }, { "offset": 5060, "length": 120 }, { "offset": 5182, "length": 40 }, { "offset": 5225, "length": 166 }, { "offset": 5392, "length": 228 }, { "offset": 5622, "length": 279 }, { "offset": 5904, "length": 160 }, { "offset": 6065, "length": 80 }, { "offset": 6147, "length": 203 }, { "offset": 6353, "length": 157 }, { "offset": 6512, "length": 10 }, { "offset": 6524, "length": 171 }, { "offset": 6696, "length": 111 }, { "offset": 6809, "length": 129 }, { "offset": 6940, "length": 84 }, { "offset": 7026, "length": 92 }, { "offset": 7120, "length": 105 }, { "offset": 7228, "length": 204 }, { "offset": 7434, "length": 138 }, { "offset": 7573, "length": 83 }, { "offset": 7658, "length": 120 }, { "offset": 7780, "length": 96 }, { "offset": 7878, "length": 132 }, { "offset": 8012, "length": 147 }, { "offset": 8161, "length": 104 }, { "offset": 8267, "length": 112 }, { "offset": 8381, "length": 174 }, { "offset": 8557, "length": 169 }, { "offset": 8729, "length": 166 }, { "offset": 8896, "length": 83 }, { "offset": 8981, "length": 211 }, { "offset": 9194, "length": 223 }, { "offset": 9419, "length": 260 }, { "offset": 9682, "length": 108 }, { "offset": 9791, "length": 158 }, { "offset": 9951, "length": 142 }, { "offset": 10095, "length": 386 }, { "offset": 10483, "length": 186 }, { "offset": 10672, "length": 140 }, { "offset": 10813, "length": 165 }, { "offset": 10981, "length": 183 }, { "offset": 11165, "length": 22 }, { "offset": 11190, "length": 187 }, { "offset": 11379, "length": 8 }, { "offset": 11389, "length": 35 }, { "offset": 11426, "length": 136 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=73e6c738-c4cd-4cf0-a069-85cbe6f66fde&verdictid=645a2483-f5ce-4a4f-92c6-9bb6e9ca0c1d" }
154/2018 Útdráttur A lenti í umferðarslysum í apríl og maí 2006 og fékk vegna þeirra greiddar bætur í janúar 2008, annars vegar úr hendi S og hins vegar úr hendi T. Eftir þetta taldi A að afleiðingar slysanna hefðu orðið meiri en lagt var til grundvallar við bótauppgjörið. Fékk A dómkvaddan matsmann sem mat viðbótar varanlega örorku 5% og viðbótar varanlega miska 5 stig, vegna hvors slyss fyrir sig. Í málinu stefndi A S og T óskipt til greiðslu bóta sem svöruðu til 10% varanlegrar örorku og 10 miskastiga en til vara gerði A kröfu á hendur hvorum fyrir sig um helming fjárhæðarinnar. Í dómi Landsréttar kemur fram að þótt einungis mánuður hafi liðið milli slysanna tveggja væri ekki um samverkandi tjónsorsakir að ræða þannig að ekki væri unnt að greina milli tjóns af völdum hvorrar bifreiðar um sig. Stæðu því engin rök fyrir kröfu A um óskipta greiðslu úr hendi S og T vegna þeirra tveggja umferðarslysa sem hún varð fyrir. Voru S og T því sýknaðir af aðalkröfu A. Þá var varakröfu A vísað frá héraðsdómi þar sem ekki væru uppfyllt skilyrði 19. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála um samlagsaðild, enda væru kröfur A á hendur S og T ekki reistar á sama atviki, aðstöðu eða löggerningi. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir I-kvk-nf E-kvk-nf, O-kvk-nf M-kvk-nf A-kvk-nf og S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1. Aðaláfrýjandi, SjóváAlmennar tryggingar hf., skaut málinu til Landsréttar 30. janúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 5. janúar 2018 í málinu nr. E3331/2016. Þess er aðallega krafist að málinu verði vísað frá héraðsdómi en til vara er krafist sýknu af öllum kröfum gagnáfrýjanda. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 2. Aðaláfrýjandi, Tryggingamiðstöðin hf., áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 31. janúar 2018. Hann krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms um sýknu af aðalkröfu gagnáfrýjanda og að varakröfu gagnáfrýjanda í héraði, um að aðaláfrýjendur verði dæmdir hvor um sig til að greiða gagnáfrýjanda 2.732.610 krónur ásamt tilgreindum vöxtum, verði vísað frá héraðsdómi en til vara krefst hann sýknu af þeirri kröfu. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. Að því frágengnu krefst hann þess að kröfur gagnáfrýjanda verði lækkaðar og málskostnaður felldur niður. Að því marki sem bætur verði dæmdar er þess krafist að þær beri 4,5% ársvexti frá 28. október 2012 til dómsuppsögudags, en dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. 3. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 10. apríl 2018. Hún krefst þess aðallega að aðaláfrýjendum verði gert að greiða henni óskipt 5.465.219 krónur með dráttarvöxtum eins og dæmdir voru í héraði en til vara staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Þá krefst hún þess að frávísunarkröfum aðaláfrýjenda verði hafnað. Jafnframt krefst hún málskostnaðar fyrir Landsrétti án tillits til gjafsóknar, sem henni hefur verið veitt. Málsatvik og sönnunarfærsla 4. Mál þetta á rót að rekja til tveggja umferðarslysa sem gagnáfrýjandi varð fyrir 30. apríl 2006 og 30. maí sama ár, þegar hún var farþegi í bifreiðum sem ekið var á af bifreiðum sem annars vegar voru tryggðar ábyrgðartryggingu hjá aðaláfrýjanda Tryggingamiðstöðinni hf. og hins vegar hjá aðaláfrýjanda SjóváAlmennum tryggingum hf. Samkvæmt matsgerð tveggja lækna 19. desember 2007 sem aðilar öfluðu sameiginlega vegna beggja slysanna var varanlegur miski í heild,,metinn 10% og skiptist jafnt milli slysanna“. Varanleg örorka var,,í heild metin 10% og skiptist hún jafnt milli slysanna“. Gagnáfrýjanda voru greiddar bætur úr hendi aðaláfrýjenda 25. janúar 2008 á grundvelli þessa mats og greiddi hvor um sig bætur sem svöruðu til 5 stiga varanlegs miska og 5% varanlegrar örorku. 5. Gagnáfrýjandi óskaði eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur 24. febrúar 2016 að dómkvaddur yrði matsmaður til að meta hvort komið hefðu fram frekari læknisfræðilegar afleiðingar af slysunum og ef svo væri hver væri varanlegur miski og varanleg örorka af völdum slysanna og hvernig miski og varanleg örorka skiptist milli þeirra. Í matsbeiðninni er gerð sú grein fyrir málavöxtum að með beiðninni sé þess ekki freistað að fá ályktanir fyrri matsgerðar endurskoðaðar, heldur að vita,,hvort fram hafi komið frekari afleiðingar af slysunum en þá voru þekktar“. 6. Í matsgerð B geðlæknis 27. september 2016, sem dómkvaddur var til starfans 22. apríl 2016, eru raktar upplýsingar úr sjúkraskrá gagnáfrýjanda. Þar er meðal annars vitnað í […]. Grundvallað á þessu og ítarlegri yfirferð gagna yrði að horfa til þess að þegar gagnáfrýjandi hafi lent í slysunum í apríl og maí 2006 hafi hún verið einkar viðkvæm og þegar verkir hafi ekki látið undan með tímanum hafi þunglyndis og kvíðaeinkenni ágerst. Samhliða því hafi líkamleg einkenni tengd kvíða og depurð ágerst. Þessi auknu kvíða og depurðareinkenni hjá viðkvæmum einstaklingi yfir árabil, sem sé með stoðkerfiseinkenni með verkjum og hreyfiskerðingu, séu vel þekkt. Er tekið fram í matsgerðinni að um óvænta versnun sé að ræða, sem þó hefði mátt vænta í ljósi þess hversu viðkvæm gagnáfrýjandi var fyrir. Hafi þannig komið fram frekari læknisfræðilegar afleiðingar af slysum sem matsbeiðandi varð fyrir 30. apríl 2006 og 30. maí sama ár sem sannanlega verði rakin til slysanna. 7. Samkvæmt matsgerðinni var varanlegur miski gagnáfrýjanda, umfram það sem legið hafi fyrir í matsgerð 19. desember 2007, talinn felast í mjög versnandi geðheilsu með verulegum sállíkamlegum einkennum, en vefjagigtarheilkenni falli þar undir. Var viðbótarmiski metinn 10 stig og var þá tillit tekið til óviðkomandi áfallastreituröskunar 2013 og fyrri heilsufarssögu gagnáfrýjanda. Skiptist hann að álitum jafnt á milli slysanna, eða 5 stig vegna slyssins 30. apríl 2006 og 5 stig vegna slyssins 30. maí sama ár. 8. Um varanlega örorku sagði í matsgerðinni að horfa þyrfti til þess að vegna fyrri og annarrar heilsufarssögu gagnáfrýjanda, sem væru slysunum alls óviðkomandi, væri,,viðbúið að [hún] búi einnig við nokkra skerðingu“. Þannig megi ákvarða viðbótarörorku vegna ófyrirséðrar versnunar á geðheilsu með versnun sállíkamlegra einkenna 10% vegna slysanna árið 2006. Skiptist hún jafnt að álitum, 5% vegna slyssins 30. apríl 2006 og 5% vegna slyssins 30. maí sama ár. 9. Matsmaðurinn gaf skýrslu fyrir héraðsdómi. Hann kvað slysin tvö nokkuð sambærileg og að það sama ætti við um umfang áverka. Gagnáfrýjandi hafi ekki verið búin að ná jafnvægi eftir fyrri atburðinn er sá síðari varð og út frá sjónarmiði lækninga væri unnt að líta á þá sem eitt atvik. Í því ljósi væri mjög erfitt að skipta miska og örorku á milli slysanna tveggja og það því gert að álitum. Spurður um hvort sennilegt væri að viðbótarafleiðingarnar hefðu komið fram ef aðeins hefði verið fyrir annað slysið kvað hann það vera,,samtala þessara atburða sem […] sé lykilhugtakið fyrir […] þróun heilsu konunnar, en ekki annað slysið frekar en hitt“. Nánar spurður kvað hinn dómkvaddi matsmaður að gagnáfrýjandi hefði orðið fyrir frekara heilsutjóni við síðara slysið. Hún hefði haft ákveðin einkenni eftir fyrra slysið og fengið síðan ný einkenni eftir það síðara og þá hafi heilsufar hennar versnað. 10. Í héraði kröfðust aðaláfrýjendur þess að málinu yrði vísað frá héraðsdómi þar sem ekki væru uppfyllt skilyrði 19. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Með úrskurði héraðsdóms 31. mars 2017 var kröfunni hafnað. Með hinum áfrýjaða dómi voru aðaláfrýjendur sýknaðir af aðalkröfu gagnáfrýjanda, en fallist á varakröfu hennar um að hvorum aðalfrýjenda bæri að greiða henni 2.732.610 krónur með tilgreindum vöxtum. Málsástæður aðila Málsástæður aðaláfrýjanda, SjóvárAlmennra trygginga hf. 11. Aðaláfrýjandi SjóváAlmennar tryggingar hf. reisir kröfu sína um frávísun málsins frá héraðsdómi á því að málatilbúnaður í stefnu sé óskýr og ruglingslegur. Varðandi varakröfu gagnáfrýjanda í héraði er bent á að ekki hafi verið uppfyllt skilyrði 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 til samlagsaðildar aðaláfrýjenda í héraði. 12. Sýknukrafa aðaláfrýjanda SjóvárAlmennra trygginga hf. er reist á því að bótakrafa gagnáfrýjanda hafi verið fallin niður fyrir fyrningu en að öðrum kosti að skilyrði endurupptöku bótaákvörðunar samkvæmt 11. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 séu ekki uppfyllt þar sem hvorki sé um að ræða ófyrirsjáanlegar breytingar á heilsu gagnáfrýjanda né að þær auknu afleiðingar sem rekja megi til tjónsatburðar sem hann beri ábyrgð á, 5 stiga varanlegur miski og 5% varanleg örorka, geti talist verulegar. Að því er aðalkröfu gagnáfrýjanda í héraði varðar byggir hann að auki á því að þeir tjónsatburðir sem tjón gagnáfrýjanda sé að rekja til séu aðskildir og sjálfstæðir og enginn lagagrundvöllur fyrir óskiptri ábyrgð aðaláfrýjenda. Þá hafnar hann því að skilyrði séu til að víkja samningi aðila um fullnaðaruppgjör til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Málsástæður aðaláfrýjanda, Tryggingamiðstöðvarinnar hf. 13. Aðaláfrýjandi Tryggingamiðstöðin hf. reisir kröfu sína um frávísun varakröfu gagnáfrýjanda í héraði frá dómi á því að ekki hafi verið uppfyllt skilyrði 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 til samlagsaðildar aðaláfrýjenda. Kröfu um sýknu af varakröfu í héraði byggir hann á því að 5 stiga varanlegur miski og 5% varanleg örorka geti ekki talist veruleg hækkun í skilningi 11. gr. skaðabótalaga og því séu ekki skilyrði fyrir endurupptöku bótauppgjörs. Engin heimild sé til að líta á hinar auknu afleiðingar vegna beggja tjónsatburðanna sem eina heild þegar afstaða sé tekin til þess hvort skilyrðum til endurupptöku sé fullnægt vegna hvors slyss fyrir sig. Kröfu um að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sýknu af aðalkröfu gagnáfrýjanda í héraði reisir hann á því að aðaláfrýjendur geti ekki borið óskipta ábyrgð á líkamstjóni gagnáfrýjanda. Þá hafnar hann því að skilyrði séu til að víkja samningi aðila um fullnaðaruppgjör til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936. 14. Kröfu um lækkun á kröfu gagnáfrýjanda kveður aðaláfrýjandi Tryggingamiðstöðin hf. byggða á því að gagnáfrýjandi felli ranglega 4,5% vexti á tímabilinu 27. október 2012 til 27. október 2016 inn í dómkröfu sína. Málsástæður gagnáfrýjanda 15. Gagnáfrýjandi mótmælir frávísunarkröfum aðaláfrýjenda og byggir á því að ábyrgð aðaláfrýjenda sé óskipt en ella að skilyrðum samlagsaðildar samkvæmt 19. gr. laga nr. 91/1991 sé fullnægt þar sem kröfur hans séu til komnar vegna sömu aðstöðu. Hún bendir á að jafnvel þótt talið verði að um tvo óskylda atburði sé að ræða sé nándin á milli þeirra í tíma slík að ekki verði skilið á milli þeirra, einkum og sér í lagi afleiðinga hvors um sig. 16. Gagnáfrýjandi byggir á því að skilyrði 11. gr. skaðabótalaga séu uppfyllt til endurupptöku þar sem ófyrirsjáanlegar breytingar hafi orðið á heilsu hennar þannig að ætla megi að miskastig eða örorkustig sé verulega hærra en áður var talið, eða 10 miskastig og 10% hærri örorka. Gagnáfrýjandi byggir á því að aðaláfrýjendur beri sameiginlega og óskipta skaðabótaábyrgð á tjóni hennar á grundvelli samverkandi tjónsorsaka. Þær breytingar sem hafi orðið á heilsu hennar séu til komnar vegna langvarandi verkjaástands í kjölfar slysanna þar sem hvort þeirra fyrir sig sé nauðsynleg orsök tjónsins. Niðurstaða matsmanns hafi verið að um sé að ræða óvænta versnun. Verði ekki á framangreint fallist byggir gagnáfrýjandi á því að víkja beri samningi aðila um fullnaðaruppgjör til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936. Gagnáfrýjandi hafnar því enn fremur að dómkröfur hennar séu fallnar niður fyrir fyrningu. Þá hafnar hún því að ekki sé um að ræða verulegar breytingar á heilsufari hennar jafnvel þótt ekki yrði fallist á að um sé að ræða samverkandi tjónsorsakir. Byggir hún það einkum á því að í málinu sé verið að meta aðra áverka en þá sem metnir voru í fyrra mati, ólíkt atvikum í dómum Hæstaréttar 30. september 2010 í máli nr. 516/2009 og 27. febrúar 2002 í máli nr. 411/2002, þar sem miðað var við að 5 stiga hækkun á miska og 5% hækkun á örorkustigi teldist ekki veruleg hækkun í skilningi 11. gr. skaðabótalaga. Þá byggir hún á því að meta skuli hækkun hlutfallslega en ekki í stigum talið. Loks hafnar hún kröfum aðaláfrýjanda Tryggingamiðstöðvarinnar hf. um lækkun kröfu hennar og upphafstíma dráttarvaxta. Niðurstaða 17. Gagnáfrýjandi hefur í málatilbúnaði sínum í héraði ýmist vísað til 18. eða 19. gr. laga nr. 91/1991 varðandi sameiginlega aðild tryggingafélaganna tveggja til varnar. Þótt fallist sé á með aðaláfrýjanda SjóváAlmennum tryggingum hf. að málatilbúnaður gagnáfrýjanda sé ekki svo skýr sem skyldi eru ekki þeir annmarkar á honum að varðað geti frávísun málsins í heild frá héraðsdómi. Er þeirri kröfu aðaláfrýjanda, SjóvárAlmennra trygginga hf. hafnað. 18. Samkvæmt 11. gr. skaðabótalaga er að kröfu tjónþola heimilt að taka upp að nýju ákvörðun um bætur fyrir varanlegan miska eða örorkubætur, að því tilskildu að ófyrirsjáanlegar breytingar hafi orðið á heilsu tjónþola þannig að ætla megi að miskastig eða örorkustig sé verulega hærra en áður var talið. Samkvæmt dómafordæmum Hæstaréttar, meðal annars samkvæmt dómum réttarins 2 2. maí 2002 í máli nr. 514/2002 og 4. desember 2003 í máli nr. 199/2003 , hefur 11. gr. laganna verið skýrð svo að hækkun á miska um 5 stig og 5% hækkun örorku sé minni en svo að líta megi þannig á að miskastig og örorkustig sé verulega hærra en áður var talið . Þá hefur verið lagt til grundvallar að meta skuli hækkun miska og örorku í stigum talið en ekki hlutfallslega miðað við fyrra mat, sbr. dóm Hæstaréttar 18. september 2008 í máli nr. 614/2007 . Gagnáfrýjandi telur að uppfyllt sé það skilyrði 11. gr. skaðabótalaga að um verulega breytingu á heilsu hennar sé að ræða frá því að afleiðingar slysanna voru metnar með fyrri matsgerð og er fjárhæð aðalkröfu hennar fundin með því að leggja saman annars vegar viðbótarmiskastig vegna beggja slysa og hins vegar viðbótarörorku vegna þeirra beggja. 19. Eins og rakið hefur verið varð gagnáfrýjandi fyrir því, 30. apríl 2006 og aftur 30. maí sama ár, að ekið var aftan á bifreið sem hún var farþegi í með þeim afleiðingum að hún hlaut hálstognunaráverka í fyrra slysinu og hálstognun og baktognun í því síðara. Bifreiðir þær, sem óku aftan á bifreiðina sem gagnáfrýjandi var farþegi í, voru annars vegar tryggðar ábyrgðartryggingu hjá aðaláfrýjanda SjóváAlmennum tryggingum hf. og hins vegar aðaláfrýjanda Tryggingamiðstöðinni hf. 20. Þótt einungis mánuður hafi liðið milli slysanna tveggja er sú staða ekki uppi í máli þessu að um samverkandi tjónsorsakir sé að ræða þannig að ekki sé unnt að greina milli tjóns af völdum hvorrar bifreiðar um sig og því heimilt að krefjast óskiptrar bótaábyrgðar aðaláfrýjenda, líkt og kann að gerast þegar tjón verður samtímis af völdum tveggja bifreiða. Matsgerð 19. desember 2007 staðfestir að unnt var að greina milli afleiðinga hvors slyss um sig og matsgerð 27. september 2016, sem aflað var til að fá úr því skorið hvort fram hefðu komið frekari læknisfræðilegar afleiðingar af slysunum, rennir einnig stoðum undir að um tvær sjálfstæðar tjónsorsakir var að ræða, aðgreindar í tíma, þar sem afleiðingar tjóns sem gagnáfrýjandi hlaut í hvoru slysi voru sérstaklega metnar. Að þessu virtu breytir engu sá framburður matsmanns fyrir héraðsdómi að unnt sé að líta á tjónsatburðina tvo sem eitt atvik út frá sjónarmiði lækninga. 21. Samkvæmt öllu framangreindu standa engin rök til kröfu gagnáfrýjanda um greiðslu að fjárhæð 5.465.219 krónur óskipt úr hendi aðaláfrýjenda vegna þeirra tveggja slysa sem gagnáfrýjandi varð fyrir. 22. Þá er ekki fallist á að skilyrði séu til þess að víkja samningi aðila um uppgjör bóta til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936, enda getur það hvorki talist ósanngjarnt né andstætt góðri viðskiptavenju að aðaláfrýjendur beri þennan samning fyrir sig, sem ekki verður haggað eftir reglum 11. gr. skaðabótalaga. Niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sýknu aðaláfrýjenda af aðalkröfu gagnáfrýjanda verður því staðfest. 23. Um aðild til varnar vegna varakröfu sinnar í héraði hefur gagnáfrýjandi vísað til 19. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt þeirri grein er fleiri en einum heimilt að sækja mál í félagi ef dómkröfur þeirra eiga rætur að rekja til sama atviks, aðstöðu eða löggernings. Með sömu skilyrðum má sækja fleiri en einn í sama máli en ella skal vísa máli frá dómi að kröfu varnaraðila, að því er hann varðar. 24. Varakröfu gagnáfrýjanda í héraði er að rekja til tveggja sjálfstæðra tjónsatburða sem urðu með mánaðar millibili. Afleiðingar hvors slyss um sig hafa hins vegar verið metnar hvor um sig til miska og örorku með tveimur sameiginlegum matsgerðum. Jafnvel þótt lagt hafi verið mat á afleiðingar hvors þeirra samhliða er ljóst að kröfur gagnáfrýjanda á hendur aðaláfrýjendum eiga sér ekki sameiginlegan uppruna, en þær eru hvorki reistar á sama atviki, aðstöðu né löggerningi. Samkvæmt því og með vísan til þess sem að framan er rakið um aðalkröfu gagnáfrýjanda er ekki fullnægt skilyrðum 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 til að hafa uppi framangreindar dómkröfur í sama máli, sbr. dóm Hæstaréttar 26. mars 2007 í máli nr. 156/2007. Að kröfu aðaláfrýjenda verður varakröfu gagnáfrýjanda samkvæmt þessu vísað frá héraðsdómi. 25. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti fellur niður. Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnað gagnáfrýjanda er staðfest en um þann kostnað hér fyrir dómi fer samkvæmt því sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Aðaláfrýjendur, SjóváAlmennar tryggingar hf. og Tryggingamiðstöðin hf., eru sýknir af aðalkröfu gagnáfrýjanda, A. Varakröfu gagnáfrýjanda í héraði, um að aðaláfrýjendur verði hvor um sig dæmdur til að greiða henni 2.732.610 krónur ásamt nánar tilgreindum vöxtum, er vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti fellur niður. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um gjafsóknarkostnað gagnáfrýjanda skal vera óraskað. Allur gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, E-kk-ef G-kk-ef S-kk-ef, 1.000.000 króna.
7a797743-92f2-4d40-bb0d-6abfa6c21686
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_154_2018", "publish_timestamp": "2018-12-07T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 1180 }, { "offset": 1203, "length": 17 }, { "offset": 1222, "length": 110 }, { "offset": 1334, "length": 30 }, { "offset": 1366, "length": 367 }, { "offset": 1735, "length": 820 }, { "offset": 2557, "length": 431 }, { "offset": 2990, "length": 27 }, { "offset": 3019, "length": 781 }, { "offset": 3802, "length": 1525 }, { "offset": 5329, "length": 512 }, { "offset": 5843, "length": 460 }, { "offset": 6305, "length": 899 }, { "offset": 7206, "length": 418 }, { "offset": 7626, "length": 17 }, { "offset": 7645, "length": 55 }, { "offset": 7702, "length": 324 }, { "offset": 8028, "length": 899 }, { "offset": 8929, "length": 55 }, { "offset": 8986, "length": 978 }, { "offset": 9966, "length": 213 }, { "offset": 10181, "length": 25 }, { "offset": 10208, "length": 442 }, { "offset": 10652, "length": 1621 }, { "offset": 12275, "length": 10 }, { "offset": 12287, "length": 451 }, { "offset": 12740, "length": 3 }, { "offset": 12745, "length": 299 }, { "offset": 13046, "length": 74 }, { "offset": 13122, "length": 71 }, { "offset": 13195, "length": 190 }, { "offset": 13387, "length": 192 }, { "offset": 13581, "length": 346 }, { "offset": 13929, "length": 480 }, { "offset": 14411, "length": 934 }, { "offset": 15347, "length": 199 }, { "offset": 15548, "length": 421 }, { "offset": 15971, "length": 396 }, { "offset": 16369, "length": 822 }, { "offset": 17193, "length": 200 }, { "offset": 17395, "length": 8 }, { "offset": 17405, "length": 113 }, { "offset": 17520, "length": 173 }, { "offset": 17695, "length": 56 }, { "offset": 17753, "length": 79 }, { "offset": 17834, "length": 160 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 254 }, { "offset": 276, "length": 127 }, { "offset": 405, "length": 184 }, { "offset": 591, "length": 216 }, { "offset": 809, "length": 123 }, { "offset": 934, "length": 266 }, { "offset": 1203, "length": 17 }, { "offset": 1222, "length": 110 }, { "offset": 1334, "length": 30 }, { "offset": 1366, "length": 2 }, { "offset": 1369, "length": 89 }, { "offset": 1460, "length": 65 }, { "offset": 1527, "length": 10 }, { "offset": 1539, "length": 120 }, { "offset": 1661, "length": 71 }, { "offset": 1735, "length": 2 }, { "offset": 1738, "length": 91 }, { "offset": 1831, "length": 310 }, { "offset": 2143, "length": 71 }, { "offset": 2216, "length": 103 }, { "offset": 2321, "length": 233 }, { "offset": 2557, "length": 2 }, { "offset": 2560, "length": 65 }, { "offset": 2627, "length": 185 }, { "offset": 2814, "length": 65 }, { "offset": 2881, "length": 106 }, { "offset": 2990, "length": 27 }, { "offset": 3019, "length": 2 }, { "offset": 3022, "length": 328 }, { "offset": 3352, "length": 177 }, { "offset": 3531, "length": 76 }, { "offset": 3609, "length": 190 }, { "offset": 3802, "length": 2 }, { "offset": 3805, "length": 324 }, { "offset": 4131, "length": 226 }, { "offset": 4359, "length": 1 }, { "offset": 4362, "length": 141 }, { "offset": 4505, "length": 32 }, { "offset": 4539, "length": 254 }, { "offset": 4795, "length": 64 }, { "offset": 4861, "length": 153 }, { "offset": 5016, "length": 137 }, { "offset": 5155, "length": 171 }, { "offset": 5329, "length": 2 }, { "offset": 5332, "length": 239 }, { "offset": 5573, "length": 136 }, { "offset": 5711, "length": 129 }, { "offset": 5843, "length": 2 }, { "offset": 5846, "length": 214 }, { "offset": 6062, "length": 139 }, { "offset": 6203, "length": 99 }, { "offset": 6305, "length": 2 }, { "offset": 6308, "length": 41 }, { "offset": 6351, "length": 79 }, { "offset": 6432, "length": 157 }, { "offset": 6591, "length": 105 }, { "offset": 6698, "length": 254 }, { "offset": 6954, "length": 116 }, { "offset": 7072, "length": 131 }, { "offset": 7206, "length": 3 }, { "offset": 7210, "length": 155 }, { "offset": 7367, "length": 57 }, { "offset": 7426, "length": 197 }, { "offset": 7626, "length": 17 }, { "offset": 7645, "length": 55 }, { "offset": 7702, "length": 3 }, { "offset": 7706, "length": 154 }, { "offset": 7862, "length": 163 }, { "offset": 8028, "length": 3 }, { "offset": 8032, "length": 488 }, { "offset": 8522, "length": 227 }, { "offset": 8751, "length": 175 }, { "offset": 8929, "length": 55 }, { "offset": 8986, "length": 3 }, { "offset": 8990, "length": 217 }, { "offset": 9209, "length": 227 }, { "offset": 9438, "length": 203 }, { "offset": 9643, "length": 188 }, { "offset": 9833, "length": 130 }, { "offset": 9966, "length": 3 }, { "offset": 9970, "length": 208 }, { "offset": 10181, "length": 25 }, { "offset": 10208, "length": 3 }, { "offset": 10212, "length": 239 }, { "offset": 10453, "length": 196 }, { "offset": 10652, "length": 3 }, { "offset": 10656, "length": 275 }, { "offset": 10933, "length": 141 }, { "offset": 11076, "length": 171 }, { "offset": 11249, "length": 63 }, { "offset": 11314, "length": 157 }, { "offset": 11473, "length": 88 }, { "offset": 11563, "length": 155 }, { "offset": 11720, "length": 355 }, { "offset": 12077, "length": 77 }, { "offset": 12156, "length": 116 }, { "offset": 12275, "length": 10 }, { "offset": 12287, "length": 3 }, { "offset": 12291, "length": 165 }, { "offset": 12458, "length": 211 }, { "offset": 12671, "length": 66 }, { "offset": 12740, "length": 3 }, { "offset": 12745, "length": 299 }, { "offset": 13046, "length": 74 }, { "offset": 13122, "length": 71 }, { "offset": 13195, "length": 190 }, { "offset": 13387, "length": 192 }, { "offset": 13581, "length": 346 }, { "offset": 13929, "length": 3 }, { "offset": 13933, "length": 255 }, { "offset": 14190, "length": 218 }, { "offset": 14411, "length": 3 }, { "offset": 14415, "length": 354 }, { "offset": 14771, "length": 421 }, { "offset": 15194, "length": 150 }, { "offset": 15347, "length": 3 }, { "offset": 15351, "length": 194 }, { "offset": 15548, "length": 3 }, { "offset": 15552, "length": 315 }, { "offset": 15869, "length": 99 }, { "offset": 15971, "length": 3 }, { "offset": 15975, "length": 106 }, { "offset": 16083, "length": 151 }, { "offset": 16236, "length": 130 }, { "offset": 16369, "length": 3 }, { "offset": 16373, "length": 112 }, { "offset": 16487, "length": 128 }, { "offset": 16617, "length": 226 }, { "offset": 16845, "length": 254 }, { "offset": 17101, "length": 89 }, { "offset": 17193, "length": 3 }, { "offset": 17197, "length": 55 }, { "offset": 17254, "length": 138 }, { "offset": 17395, "length": 8 }, { "offset": 17405, "length": 113 }, { "offset": 17520, "length": 173 }, { "offset": 17695, "length": 56 }, { "offset": 17753, "length": 79 }, { "offset": 17834, "length": 160 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=d13aea36-efd6-40f1-a5c6-f313ba30ba24&verdictid=65b63086-06d6-492c-b3bf-a4b6aafe4d4a" }
155/2018 Útdráttur Þrotabú E ehf. krafði SGS um skaðabætur vegna tjóns sem þrotabúið hefði orðið fyrir vegna greiðslu E ehf. á skuld við E Ltd. Var byggt á því að SGS hefði sem eigandi E ehf. gefið fyrirmæli um greiðslu skuldarinnar þrátt fyrir að hafa þá verið grandsamur um ógjaldfærni félagsins. Í dómi Landsréttar var rakið að SGS hefði átt alla eignarhluti í félaginu L ehf. en það félag hafi verið eigandi allra hluta í E ehf. og S ehf. Þá hefði E ehf. annast innflutning og dreifingu hráefnis til S ehf., meðal annars frá E Ltd. Af gögnum málsins hefði mátt ráða að SGS hefði lagt áherslu á að skuldin við E Ltd. yrði greidd og hann hefði haft augljósa viðskiptalega hagsmuni af því uppgjöri í ljósi eignarhalds síns á S ehf. í gegnum L ehf. Var lagt til grundvallar að SGS hefði í skjóli eignarhalds síns í E ehf. í gegnum L ehf., með beinum eða óbeinum hætti gefið fyrirmæli um að skuldin við E Ltd. yrði greidd, og að á þeim tíma sem hann hefði gefið fyrirmæli um greiðslu skuldarinnar hefði hann búið yfir upplýsingum um að E ehf. hefði verið ógjaldfært. Hefði SGS því með saknæmum og ólögmætum hætti valdið E ehf. tjóni sem nam fjárhæð greiðslu skuldarinnar. Var því fallist á skaðabótakröfu E ehf. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, Á-kk-nf H-kk-nf og J-kk-nf F-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 2. febrúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Suðurlands 15. janúar 2018 í málinu nr. E143/2017. Áfrýjandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða honum 2.226.793 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 11. ágúst 2016 til birtingar stefnu 14. júní 2017 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir héraðsdómi og Landsrétti. 2 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 3 Ágreiningur máls varðar það álitaefni hvort stefndi beri skaðabótaábyrgð á tjóni áfrýjanda vegna greiðslu EK 1923 ehf. 11. ágúst 2016 á skuld við Evron Foods Ltd. að jafnvirði 2.227.593 krónur. Byggir áfrýjandi á því að stefndi hafi sem endanlegur eigandi EK 1923 ehf. gefið fyrirmæli um greiðslu reikningsins þrátt fyrir að hafa þá verið grandsamur um ógjaldfærni félagsins. Hann beri af þeim sökum skaðabótaábyrgð á tjóni sem áfrýjandi hafi orðið fyrir vegna greiðslu reikningsins. 4 Stefndi byggir sýknukröfu sína einkum á því að hann hafi engin fyrirmæli gefið um greiðslu reikningsins auk þess sem hann hafi ekki verið í neinni aðstöðu til að gefa slík fyrirmæli. Hann geti því ekki borið skaðabótaábyrgð á ætluðu tjóni áfrýjanda vegna greiðslu hans. 5 Bú áfrýjanda var tekið til gjaldþrotaskipta 7. september 2016. Frestdagur við gjaldþrotaskiptin var 9. maí sama ár en krafa um gjaldþrotaskipti hafði verið móttekin þann dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Árangurslaust fjárnám hafði verið gert hjá EK 1923 ehf. 2. maí 2016. 6 Óumdeilt er að stefndi hefur frá árinu 2015 átt alla eignarhluti í Leiti eignarhaldsfélagi ehf. en það félag er eigandi allra hluta í EK 1923 ehf. og Stjörnunni ehf. 7 Samkvæmt gögnum máls er Stjarnan ehf. rekstraraðili Subway á Íslandi en EK 1923 ehf. annaðist frá ársbyrjun 2014 innflutning og dreifingu hráefnis til þess félags. 8 Einn af þeim birgjum sem EK 1923 ehf. annaðist innflutning frá fyrir Stjörnuna ehf. var Evron Foods Ltd. en ágreiningur máls þessa á sem fyrr segir rætur að rekja til greiðslu EK 1923 ehf. á skuld við það félag. Evron Foods Ltd. framleiðir brauðdeig sem Stjarnan ehf. notar í veitingarekstri Subway á Íslandi. 9 Samkvæmt hreyfingalista sem liggur fyrir í gögnum málsins nam skuldin við Evron Foods Ltd. 14.448 breskum sterlingspundum en hún var greidd með millifærslu 11. ágúst 2016 af bankareikningi EK 1923 ehf. í íslenskum krónum að fjárhæð 2.227.593 krónur. 10 Fyrir liggur að F-kk-nf F-kk-nf hafði milligöngu um greiðslu fyrrgreindrar skuldar. F-kk-nf hafði frá miðjum desember 2015 verið í hlutverki rekstrarráðgjafa hjá EK 1923 ehf. en samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra hafði hann prókúruumboð fyrir félagið frá 20. maí 2016. F-kk-nf hafði samkvæmt gögnum máls verið ráðinn sem verktaki til félagsins en var hvorki stjórnarmaður né framkvæmdastjóri. 11 Samkvæmt skýrslu F-kk-ef fyrir héraðsdómi var það stefndi sem óskaði eftir því um miðjan desember 2015 að hann tæki að sér ráðgjöf vegna rekstrarerfiðleika EK 1923 ehf. Tilraunir til að selja rekstur félagsins í ársbyrjun 2016 gengu að hans sögn ekki eftir en frá og með 1. apríl 2016 hefði Parlogis ehf. tekið við innflutningi og dreifingu hráefnis fyrir Subway veitingarekstur Stjörnunnar ehf. frá EK 1923 ehf. Mun Parlogis ehf. þá hafa keypt vörubirgðir af EK 1923 ehf. og greitt fyrir þær rúmlega 32 milljónir króna. Af þeirri fjárhæð munu um það bil 15 milljónir króna hafa verið greiddar til Íslandsbanka hf., sem veðréttarhafa í vörubirgðunum, en rúmlega 17 milljónir króna verið nýttar til að gera upp skuldir við birgja félagsins. Fyrir liggur að sú fjárhæð dugði ekki til að gera upp skuldir við alla vörubirgja, þar með talið fyrrgreinda skuld við Evron Foods Ltd. sem ágreiningur máls þessa varðar. 12 Fyrir Landsrétt voru lögð fram afrit af ýmsum tölvupóstsamskiptum sem varða aðdraganda uppgjörs á framangreindri skuld við Evron Foods Ltd. Af þeim má ráða að stefndi hafi byrjað að spyrjast fyrir um uppgjör gagnvart vörubirgjum 22. júlí 2016 er hann óskaði eftir upplýsingum um uppgjörið frá F-kk-þgf F-kk-þgf. Sama dag hafi stefndi sent samstarfsmanni sínum, G-kk-þgf H-kk-þgf, tölvupóst þar sem hann spurði hvort ekki væri búið „að gera upp allar skuldir við alla erlenda birgja Subway“. Í tölvupósti 1. ágúst 2016 frá framkvæmdastjóra markaðssviðs Evron Foods Ltd. til stefnda er vísað til fundar þeirra í Chicago þar sem óuppgerð skuld EK 1923 ehf. við félagið hefði meðal annars verið rædd. Í póstinum var óskað eftir aðstoð stefnda við að leysa málið. Af gögnum máls má ráða að stefndi framsendi þennan tölvupóst til F-kk-ef F-kk-ef daginn eftir, 2. ágúst 2016, með þeim skilaboðum að hann hefði aldrei móttekið það sem hann hefði áður beðið um. Í póstinum óskaði hann eftir því að honum yrði sent það samdægurs. Síðar sama dag sendi F-kk-nf tölvupóst til G-kk-ef H-kk-ef, með afriti á stefnda, þar sem farið var yfir stöðu mála gagnvart meðal annars Evron Foods Ltd. Í póstinum kemur meðal annars fram að Evron Foods Ltd. ætti að geta „sótt sitt“ í gegnum „process nauðasamninga og séð til með hvað fæst upp í kröfuna þar“. Þar kom jafnframt fram að í félaginu væru til um 10 milljónir króna í lausafé, en stjórn félagsins þyrfti taka ákvörðun um hvernig þeim fjármunum yrði ráðstafað. 13 Í tölvupósti 5. ágúst 2016 til F-kk-ef F-kk-ef óskaði S-kk-nf B-kk-nf, stjórnarmaður EK 1923 ehf., eftir því að gengið yrði frá greiðslu á meðal annars umræddri skuld við Evron Foods Ltd. Í framhaldi af því hafði F-kk-nf milligöngu um að gengið var frá greiðslu skuldarinnar 11. ágúst sama ár. 14 Í skýrslutöku fyrir héraðsdómi kom fram hjá F-kk-þgf F-kk-þgf að G-kk-nf H-kk-nf hefði óskað eftir því munnlega við sig að reikningurinn frá Evron Foods Ltd. yrði greiddur en að hann hefði ákveðið að kalla eftir formlegri staðfestingu á heimild til greiðslunnar frá S-kk-þgf B-kk-þgf sem stjórnarmanni félagsins. Í skýrslu F-kk-ef kemur fram að þótt engin bein fyrirmæli hefðu komið frá stefnda til sín hefði hann talið ljóst að reikningurinn hefði verið greiddur „að tilhlutan og að ósk stefnda S-kk-ef“ þar sem hann „náttúrlega réði fyrirtækinu, það var eiginlega enginn annar sem gat … gefið fyrirmælin um það“. F-kk-nf bar á sama veg hjá skiptastjóra við skýrslutöku 21. september 2017. 15 G-kk-nf H-kk-nf neitaði í skýrslutöku fyrir héraðsdómi að hafa gefið framangreind fyrirmæli. Í skýrslu hans kom fram að F-kk-nf hefði verið mjög sjálfstæður í störfum og að hann hefði haft prókúruumboð fyrir félagið og þar með heimild til að gera upp við einstaka kröfuhafa. G-kk-nf kannaðist ekki við að hafa gefið nein slík fyrirmæli. 16 Í skýrslutöku fyrir héraðsdómi kvaðst stefndi ekki muna eftir því að hafa gefið nein „bein fyrirmæli“ um uppgjör við birgja EK 1923 ehf. Kom fram í skýrslu hans að við fyrrgreinda sölu vörubirgðanna hefði verið útfrá því gengið að skuldir við birgja yrðu gerðar upp og hefði verið lögð áhersla á það. 17 S-kk-nf B-kk-nf var einn stjórnarmaður EK 1923 ehf. á þeim tíma sem skuldin við Evron Foods Ltd. var greidd 11. ágúst 2016. Samkvæmt tilkynningu sem barst fyrirtækjaskrá 9. maí 2016 tók hann við sem stjórnarmaður í félaginu af stefnda 3. maí sama ár, sem var daginn eftir að gert hafði verið árangurslaust fjárnám hjá því. Í skýrslutöku hjá skiptastjóra 25. október 2016 kom fram að hann hefði tekið að sér stjórnarmennskuna sem „greiða“ fyrir stefnda. Í skýrslutökunni staðfesti S-kk-nf að á þeim tíma sem hann hefði verið stjórnarmaður í félaginu hefði hann „ekkert verið inni í rekstri félagsins“. Greindi hann frá því að F-kk-nf F-kk-nf hefði „séð um reksturinn alfarið“ en hann hefði átt „einhver lítilsháttar samskipti við hann“, nánar tiltekið í gegnum eitt eða tvö tölvuskeyti. Sagðist hann hins vegar ekki hafa verið í neinum samskiptum við stefnda vegna starfa sinna sem stjórnarmaður. Í skýrslutöku hjá skiptastjóra 8. febrúar 2018 sagðist hann ekkert þekkja til samninga félagsins við Parlogis ehf. og að hann hefði ekki þekkt neitt til skuldar félagsins við Evron Foods Ltd. eða aðra vörubirgja. Kvaðst hann ekki muna eftir því hvort hann hefði beðið um að sá reikningur yrði greiddur. Þá kvaðst hann heldur ekki muna eftir tölvupósti 5. ágúst 2016 sem bar með sér að vera frá honum til F-kk-ef F-kk-ef, þar sem óskað hefði verið eftir því að reikningurinn við Evron Foods Ltd. yrði greiddur. Hann kvað hins vegar ljóst að pósturinn hefði verið sendur af honum þótt hann myndi ekki eftir honum. Bókað var sérstaklega eftir honum í skýrslu skiptastjóra 8. febrúar 2018 að hann hlyti að hafa „fengið sérstakar leiðbeiningar um það að það yrði að greiða þessar kröfur E-x-x og S-x-x“, þar sem „hann hafi ekkert vitað um þessar kröfur“. 18 S-kk-nf gaf skýrslu fyrir Landsrétti þar sem hann staðfesti undirritun sína á fyrrgreindar skýrslur hjá skiptastjóra annars vegar 25. október 2016 og hins vegar 8. febrúar 2018. Spurður um samskipti sín við F-kk-þf F-kk-þf sagðist hann lítið muna eftir þeim en staðfesti að hann hefði sent honum tölvupóst 5. ágúst 2016 þar sem hann hefði óskað eftir því að gengið yrði frá greiðslum til meðal annars Evron Foods Ltd. Aðspurður kvaðst hann ekki muna hvernig það hefði komið til að hann bað F-kk-þf um að greiða þessa reikninga í ljósi fyrri skýrslu hans hjá skiptastjóra um að hann hefði hvorki séð þá né verið neitt inn í rekstri félagsins. Kvað hann mögulegt að F-kk-nf F-kk-nf hefði beðið hann um að senda þennan tölvupóst. 19 Með bréfi 31. október 2016 lýsti áfrýjandi yfir riftun á umræddri greiðslu EK 1923 ehf. til Evron Foods Ltd. og krafðist endurgreiðslu. Með bréfi 2. maí 2017 var riftuninni og endurgreiðslukröfunni mótmælt af hálfu Evron Foods Ltd. með vísan til þess að fyrirsvarsmenn félagsins hefðu hvorki vitað né mátt vita af gjaldþrotabeiðni félagsins, sbr. skilyrði 1. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. Í kjölfarið var sú ákvörðun tekin af hálfu áfrýjanda að fylgja málinu ekki eftir gagnvart Evron Foods Ltd. en beina í þess stað skaðabótakröfu að stefnda. Niðurstaða 20 Eins og rakið er í lýsingu á málsatvikum kvaðst S-kk-nf B-kk-nf hafa tekið að sér að vera stjórnarmaður í EK 1923 ehf. í stað stefnda í greiðaskyni við hann. Hann kvaðst ekkert hafa verið inni í rekstri félagsins þann tíma sem hann sat sem stjórnarmaður og ekkert hafa þekkt til skulda félagsins við Evron Foods Ltd. eða aðra vörubirgja. Þrátt fyrir það liggur fyrir að hann sendi tölvupóst til F-kk-ef F-kk-ef 5. ágúst 2016 þar sem hann óskaði sérstaklega eftir því að skuldin við Evron Foods Ltd. yrði gerð upp. Í skýrslu skiptastjóra 8. febrúar 2018 var eins og fyrr greinir bókað sérstaklega eftir S-kk-þgf að hann hljóti að hafa „fengið sérstakar leiðbeiningar um það að það yrði að greiða þessar kröfur E-x-x og S-x-x“, þar sem „hann hafi ekkert vitað um þessar kröfur“. 21 Af milliliðalausum samskiptum stefnda við F-kk-þf F-kk-þf og samskiptum hans við framkvæmdastjóra markaðssviðs Evron Foods Ltd., sem nánar er lýst í 12 málsgrein, má ráða að hann lagði áherslu á að skuldin við Evron Foods Ltd. yrði greidd. Hafði hann augljósa viðskiptalega hagsmuni af því uppgjöri í ljósi eignarhalds síns á Stjörnunni ehf. í gegnum Leiti eignarhaldsfélag ehf. 22 Fyrir liggur að F-kk-nf F-kk-nf, sem hafði milligöngu um uppgjör skuldarinnar, leit svo á að stefndi hefði í reynd gefið fyrirmæli um greiðslu skuldarinnar þótt tölvupóstur með beiðni um greiðsluna hafi borist frá S-kk-þgf B-kk-þgf stjórnarmanni sem hafði fram að því engin afskipti haft af rekstri félagsins. 23 Með hliðsjón af framangreindu og málsatvikum eins og þeim er lýst hér að framan í heild verður lagt til grundvallar að stefndi hafi í skjóli eignarhalds síns í EK 1923 ehf., í gegnum Leiti eignarhaldsfélag ehf., með beinum eða óbeinum hætti gefið fyrirmæli í ágúst 2016 um að skuldin við Evron Foods Ltd. yrði greidd. Þótt stefndi hafi ekki verið stjórnarmaður í EK 1923 ehf. þegar fyrirmælin voru gefin liggur fyrir að stjórnarmaður félagsins sótti umboð sitt til hans sem eina eiganda félagsins. Samkvæmt því var hann í aðstöðu í skjóli eignarhalds síns til að hafa fyrrgreind áhrif á ákvarðanatöku innan félagsins. 24 Á þeim tíma sem stefndi gaf fyrirmæli um greiðslu skuldarinnar bjó hann yfir upplýsingum um að EK 1923 ehf. væri ógjaldfært en hann staðfesti í skýrslutöku hjá skiptastjóra 11. nóvember 2016 að hann hefði vitað af árangurslausu fjárnámi sem gert var hjá félaginu 2. maí 2016 og að lögð hefði verið fram krafa um gjaldþrotaskipti á félaginu 9. maí sama ár. 25 Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að stefndi hafi með saknæmum og ólögmætum hætti valdið áfrýjanda tjóni sem nam fjárhæð millifærslunnar 2.227.593 krónum. Tjónið varð við framkvæmd millifærslunnar en fyrir liggur að Evron Foods Ltd. hefur neitað endurgreiðslu á þeim grundvelli að fyrirsvarsmenn félagsins hafi hvorki vitað né mátt vita um ógjaldfærni félagsins á þeim tíma sem greiðslan átti sér stað, sbr. skilyrði 1. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991. Í þessu ljósi verður fallist á skaðabótakröfu áfrýjanda eins og hún er fram sett. 26 Eftir úrslitum máls verður stefnda gert að greiða áfrýjanda málskostnað vegna meðferðar máls í héraði og fyrir Landsrétti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Stefndi, S-kk-nf G-kk-nf S-kk-nf, greiði áfrýjanda, þrotabúi EK 1923 ehf., 2.226.793 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 11. ágúst 2016 til 14. júní 2017 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði áfrýjanda 2.200.000 krónur í málskostnað fyrir héraði og Landsrétti.
2e1e601b-3acf-4e67-b77e-b8749ff8de48
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_155_2018", "publish_timestamp": "2018-12-14T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 1191 }, { "offset": 1214, "length": 17 }, { "offset": 1233, "length": 92 }, { "offset": 1327, "length": 30 }, { "offset": 1359, "length": 490 }, { "offset": 1851, "length": 113 }, { "offset": 1966, "length": 485 }, { "offset": 2453, "length": 271 }, { "offset": 2726, "length": 270 }, { "offset": 2998, "length": 167 }, { "offset": 3167, "length": 165 }, { "offset": 3334, "length": 311 }, { "offset": 3647, "length": 251 }, { "offset": 3900, "length": 418 }, { "offset": 4320, "length": 913 }, { "offset": 5235, "length": 1496 }, { "offset": 6733, "length": 296 }, { "offset": 7031, "length": 693 }, { "offset": 7726, "length": 339 }, { "offset": 8067, "length": 303 }, { "offset": 8372, "length": 1748 }, { "offset": 10122, "length": 729 }, { "offset": 10853, "length": 574 }, { "offset": 11429, "length": 10 }, { "offset": 11441, "length": 779 }, { "offset": 12222, "length": 381 }, { "offset": 12605, "length": 312 }, { "offset": 12919, "length": 620 }, { "offset": 13541, "length": 358 }, { "offset": 13901, "length": 553 }, { "offset": 14456, "length": 158 }, { "offset": 14616, "length": 8 }, { "offset": 14626, "length": 302 }, { "offset": 14930, "length": 83 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 124 }, { "offset": 146, "length": 153 }, { "offset": 301, "length": 142 }, { "offset": 445, "length": 91 }, { "offset": 538, "length": 211 }, { "offset": 751, "length": 315 }, { "offset": 1068, "length": 103 }, { "offset": 1173, "length": 38 }, { "offset": 1214, "length": 17 }, { "offset": 1233, "length": 92 }, { "offset": 1327, "length": 30 }, { "offset": 1359, "length": 57 }, { "offset": 1417, "length": 65 }, { "offset": 1484, "length": 9 }, { "offset": 1495, "length": 292 }, { "offset": 1789, "length": 59 }, { "offset": 1851, "length": 85 }, { "offset": 1937, "length": 26 }, { "offset": 1966, "length": 195 }, { "offset": 2162, "length": 180 }, { "offset": 2344, "length": 106 }, { "offset": 2453, "length": 184 }, { "offset": 2638, "length": 85 }, { "offset": 2726, "length": 64 }, { "offset": 2791, "length": 135 }, { "offset": 2928, "length": 67 }, { "offset": 2998, "length": 167 }, { "offset": 3167, "length": 165 }, { "offset": 3334, "length": 213 }, { "offset": 3548, "length": 96 }, { "offset": 3647, "length": 251 }, { "offset": 3900, "length": 86 }, { "offset": 3987, "length": 206 }, { "offset": 4195, "length": 122 }, { "offset": 4320, "length": 171 }, { "offset": 4492, "length": 242 }, { "offset": 4736, "length": 106 }, { "offset": 4844, "length": 217 }, { "offset": 5063, "length": 169 }, { "offset": 5235, "length": 142 }, { "offset": 5378, "length": 170 }, { "offset": 5550, "length": 177 }, { "offset": 5729, "length": 204 }, { "offset": 5935, "length": 60 }, { "offset": 5997, "length": 192 }, { "offset": 6191, "length": 65 }, { "offset": 6258, "length": 153 }, { "offset": 6413, "length": 155 }, { "offset": 6570, "length": 160 }, { "offset": 6733, "length": 190 }, { "offset": 6924, "length": 104 }, { "offset": 7031, "length": 315 }, { "offset": 7347, "length": 300 }, { "offset": 7649, "length": 74 }, { "offset": 7726, "length": 95 }, { "offset": 7822, "length": 180 }, { "offset": 8004, "length": 60 }, { "offset": 8067, "length": 139 }, { "offset": 8207, "length": 162 }, { "offset": 8372, "length": 126 }, { "offset": 8499, "length": 197 }, { "offset": 8698, "length": 128 }, { "offset": 8828, "length": 146 }, { "offset": 8976, "length": 183 }, { "offset": 9161, "length": 108 }, { "offset": 9271, "length": 211 }, { "offset": 9484, "length": 88 }, { "offset": 9574, "length": 205 }, { "offset": 9781, "length": 100 }, { "offset": 9883, "length": 236 }, { "offset": 10122, "length": 180 }, { "offset": 10303, "length": 238 }, { "offset": 10543, "length": 222 }, { "offset": 10767, "length": 83 }, { "offset": 10853, "length": 138 }, { "offset": 10992, "length": 279 }, { "offset": 11273, "length": 153 }, { "offset": 11429, "length": 10 }, { "offset": 11441, "length": 160 }, { "offset": 11602, "length": 178 }, { "offset": 11782, "length": 174 }, { "offset": 11958, "length": 261 }, { "offset": 12222, "length": 242 }, { "offset": 12465, "length": 137 }, { "offset": 12605, "length": 312 }, { "offset": 12919, "length": 320 }, { "offset": 13240, "length": 178 }, { "offset": 13420, "length": 118 }, { "offset": 13541, "length": 358 }, { "offset": 13901, "length": 174 }, { "offset": 14076, "length": 295 }, { "offset": 14373, "length": 80 }, { "offset": 14456, "length": 158 }, { "offset": 14616, "length": 8 }, { "offset": 14626, "length": 302 }, { "offset": 14930, "length": 83 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=c2ebd9af-6112-4159-a78c-fdd6c6411b84&verdictid=0d83416e-8be2-463d-9142-3884dc24925f" }
157/2018 Útdráttur A höfðaði mál gegn Í til að fá felldan úr gildi úrskurð Úrskurðarnefndar um sanngirnisbætur, auk þess sem hún gerði kröfu um dráttarvexti á slíkar bætur og málskostnað. Í úrskurði sínum vísaði Landsréttur til þess að kröfur A fyrir héraðsdómi hefðu verið settar fram á þann hátt að ekki hefði verið krafist greiðslu á tilteknum höfuðstól auk dráttarvaxta, heldur hefði einungis verið sett fram krafa um greiðslu dráttarvaxta af höfuðstólnum, eins og hann hefði verið á hverjum tíma, að frádregnum innborgunum. Slík kröfugerð hefði óhjákvæmilega í för með sér að A fengi einungis lítinn hluta dráttarvaxtanna greiddan ef dómur félli í samræmi við dómkröfur hennar. Dómkröfur A væru þannig ekki til þess fallnar að skila henni þeim árangri sem málatilbúnaður hennar lyti að. Því væri slíkt ósamræmi milli kröfugerðar hennar og málsástæðna að óhjákvæmilegt væri að vísa málinu í heild frá héraðsdómi með vísan til eliðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Þá var fundið að því að í héraðsdómi hefði ekki verið tekin afstaða til krafna aðila um málskostnað, gjafsóknarþóknun lögmanns A var ekki ákveðin og ekki var tilgreint í dómsorði við hvaða lagaákvæði dæmdir dráttarvextir styddust. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir K-kvk-nf S-kvk-nf, R-kvk-nf B-kvk-nf og S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Aðaláfrýjandi skaut málinu til Landsréttar með áfrýjunarstefnu 5. febrúar 2018. Hann krefst þess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá lund að hann verði sýknaður af kröfum gagnáfrýjanda og að gagnáfrýjanda verði gert að greiða aðaláfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. 2 Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 23. apríl 2018. Hún krefst þess að aðallega að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá leið að kröfur hennar í héraði verði teknar til greina en þó að frádreginni síðari innborgun aðaláfrýjanda 8. janúar 2018 að fjárhæð 629.317 krónur. Til vara krefst hún staðfestingar héraðsdóms. Þá krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar úr hendi aðaláfrýjanda í héraði og fyrir Landsrétti eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Niðurstaða 3 Málatilbúnaður gagnáfrýjanda, eins og hann er settur fram í stefnu til héraðsdóms og málflutningsskjölum fyrir Landsrétti, miðar að því að gagnáfrýjandi fái úr hendi aðaláfrýjanda greidda dráttarvexti til viðbótar þeim sanngirnisbótum sem aðaláfrýjandi hefur þegar greitt henni með 2.000.000 króna greiðslu 11. júlí 2016 og 629.317 króna greiðslu 8. janúar 2018. 4 Dómkröfur gagnáfrýjanda fyrir héraðsdómi voru þannig fram settar að ekki var gerð krafa um greiðslu tiltekins höfuðstóls auk dráttarvaxta heldur einungis um greiðslu dráttarvaxta af 2.000.000 króna frá 13. júní 2011 til 13. desember 2012 en af 2.612.008 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni 2.000.000 króna innborgun aðaláfrýjanda 11. júlí 2016. Gagnáfrýjandi breytti kröfugerð sinni fyrir Landsrétti aðaláfrýjanda til hagsbóta þannig að til frádráttar dómkröfunum komi einnig 629.317 króna greiðsla aðaláfrýjanda 8. janúar 2018. 5 Það að gagnáfrýjandi gerir ekki kröfu um greiðslu á höfuðstól sanngirnisbótanna en dregur engu að síður báðar innborganir aðaláfrýjanda, sem nema höfuðstól bótanna, frá dráttarvaxtakröfum sínum hefur óhjákvæmilega í för með sér að hún gæti einungis fengið lítinn hluta dráttarvaxtanna greiddan þótt dómur félli í samræmi við dómkröfur hennar. Dómkröfurnar eru þannig ekki til þess fallnar að skila gagnáfrýjanda þeim árangri sem málatilbúnaður hennar lýtur að. 6 Að þessu gættu þykir slíkt ósamræmi vera milli kröfugerðar gagnáfrýjanda og málsástæðna hennar að óhjákvæmilegt er með vísan til eliðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að vísa málinu í heild frá héraðsdómi. 7 Það athugist að gagnáfrýjanda var með bréfi innanríkisráðuneytisins 21. desember 2016 veitt gjafsókn í héraði. Fyrir héraðsdómi krafðist hún málskostnaðar úr hendi aðaláfrýjanda án tillits til gjafsóknarinnar svo sem áskilið var í gjafsóknarleyfinu, sbr. og 2. mgr. 128. gr. laga nr. 91/1991. Aðaláfrýjandi krafðist þess jafnframt í héraði að gagnáfrýjanda yrði gert að greiða sér málskostnað. Í hinum áfrýjaða dómi var engin afstaða tekin til þessara krafna sem aðilarnir gerðu hvor á hendur hinum um málskostnað. Þá var þóknun lögmanns gjafsóknarhafa fyrir flutning málsins ekki undanskilin gjafsókn samkvæmt gjafsóknarleyfinu og bar því samkvæmt 2. mgr. 127. gr. laga nr. 91/1991 að ákveða þóknun til hans í dómi. Þessa var ekki gætt í hinum áfrýjaða dómi. Loks var ekki tilgreint í dómsorði hins áfrýjaða dóms við hvaða lagaákvæði dæmdir dráttarvextir studdust, sbr. áskilnað 1. mgr. 11. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Eru þetta alvarlegir annmarkar á dóminum. 8 Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af rekstri málsins í héraði og fyrir Landsrétti. 9 Um gjafsóknarkostnað gagnáfrýjanda í héraði og fyrir Landsrétti, sbr. 5. mgr. 127. gr. laga nr. 91/1991, fer samkvæmt því sem í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður í héraði og Landsrétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda, A, í héraði og fyrir Landsrétti, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar í héraði, 700.000 krónur, og fyrir Landsrétti, 200.000 krónur.
6e26d2f5-baf1-48e2-94d8-f7927de6ffb2
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_157_2018", "publish_timestamp": "2018-10-12T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 1182 }, { "offset": 1205, "length": 21 }, { "offset": 1228, "length": 117 }, { "offset": 1347, "length": 30 }, { "offset": 1379, "length": 772 }, { "offset": 2153, "length": 10 }, { "offset": 2165, "length": 364 }, { "offset": 2531, "length": 553 }, { "offset": 3086, "length": 462 }, { "offset": 3550, "length": 230 }, { "offset": 3782, "length": 983 }, { "offset": 4767, "length": 94 }, { "offset": 4863, "length": 152 }, { "offset": 5017, "length": 13 }, { "offset": 5032, "length": 35 }, { "offset": 5069, "length": 50 }, { "offset": 5121, "length": 209 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 168 }, { "offset": 190, "length": 339 }, { "offset": 531, "length": 152 }, { "offset": 685, "length": 107 }, { "offset": 794, "length": 177 }, { "offset": 973, "length": 229 }, { "offset": 1205, "length": 21 }, { "offset": 1228, "length": 117 }, { "offset": 1347, "length": 30 }, { "offset": 1379, "length": 81 }, { "offset": 1461, "length": 216 }, { "offset": 1679, "length": 67 }, { "offset": 1748, "length": 227 }, { "offset": 1977, "length": 44 }, { "offset": 2023, "length": 127 }, { "offset": 2153, "length": 10 }, { "offset": 2165, "length": 364 }, { "offset": 2531, "length": 369 }, { "offset": 2901, "length": 182 }, { "offset": 3086, "length": 344 }, { "offset": 3431, "length": 116 }, { "offset": 3550, "length": 230 }, { "offset": 3782, "length": 112 }, { "offset": 3895, "length": 180 }, { "offset": 4077, "length": 99 }, { "offset": 4178, "length": 119 }, { "offset": 4299, "length": 200 }, { "offset": 4501, "length": 41 }, { "offset": 4544, "length": 178 }, { "offset": 4724, "length": 40 }, { "offset": 4767, "length": 94 }, { "offset": 4863, "length": 152 }, { "offset": 5017, "length": 13 }, { "offset": 5032, "length": 35 }, { "offset": 5069, "length": 50 }, { "offset": 5121, "length": 209 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=0a8a4330-8414-433b-b601-a7473e6115de&verdictid=5f79f27a-922d-4656-b680-3158719e91c9" }
158/2018 Útdráttur Þ var skipaður lögreglufulltrúi við embætti Lögregluskóla ríkisins 2002 og gegndi þeirri stöðu þar til embætti hans var lagt niður frá 1. ágúst 2015 að telja. Í bréfi skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, þar sem ákvörðunin var tilkynnt, var ástæða niðurlagningarinnar sögð vera rekstrarleg og hagræðing í starfsemi skólans. Þ höfðaði mál gegn Í og krafðist bóta vegna niðurlagningar stöðunnar og eftir andlát hans tók eiginkona hans við rekstri málsins. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að ekki hefði verið sérstakt ákvæði um það í lögreglulögum nr. 90/1996 hver færi með vald til að skipa lögreglufulltrúa við Lögregluskólann á þeim tíma þegar embætti Þ var lagt niður. Hins vegar voru fyrirmæli um það í reglugerð að slíkt vald væri í höndum skólastjóra og var talið að reglugerðin hefði haft næga stoð í 39. gr. lögreglulaga. Samkvæmt þessu og þar sem ekki naut við sérstakra lagafyrirmæla um annað var talið að ráðherra hefði verið heimilt að kveða á um það í reglugerð að skólastjóri skipaði í embætti lögreglumanna við skólann. Af því og 31. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, þótti jafnframt leiða að frá og með gildistöku reglugerðar nr. 445/2015 hinn 11. maí 2015 hafi ákvörðun um að veita lögreglumanni við skólann lausn frá störfum verið í höndum skólastjóra. Ekki var fallist á það með Þ að brotið hefði verið gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga, að brotið hafi verið gegn meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga, að borið hefði að leita sérstaklega eftir afstöðu Þ til uppsagnarinnar áður en hún tók gildi eða að starf Þ hefði ekki verið lagt niður. Þá var fallist á með héraðsdómi að hafna öðrum málsástæðum Þ. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um sýknu Í. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir A-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf S-kk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar með áfrýjunarstefnu 6. febrúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 10. janúar 2018 í málinu nr. E2059/2016. 2 Áfrýjandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða henni 6.052.474 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af 5.000.000 króna frá 1. ágúst 2015 til 28. júní 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna af sömu fjárhæð frá þeim degi til 1. september sama ár, en af 5.671.792 krónum frá þeim degi til 1. október sama ár, en af 6.052.474 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, fer það eftir ákvæðum laga hvaða stjórnvald veitir starf. Þá segir í 2. mgr. sömu greinar að séu ekki fyrirmæli um það í lögum skuli sá ráðherra sem stofnun lýtur skipa forstöðumann stofnunar og, eftir atvikum aðra embættismenn sem þar starfa, en forstöðumaður ræður í önnur störf hjá henni. Samkvæmt 7. tölulið 22. gr. laganna teljast lögreglumenn til embættismanna. Þá segir í 31. gr. laganna að stjórnvald, sem skipar mann í embætti, veiti jafnframt lausn frá því, nema öðruvísi sé sérstaklega fyrir mælt í lögum. 5 Svo sem rakið er í niðurstöðukafla hins áfrýjaða dóms var ekki sérstakt ákvæði um það í lögreglulögum nr. 90/1996 hver færi með vald til að skipa lögreglufulltrúa við Lögregluskóla ríkisins þegar tekin var ákvörðun um að leggja niður embætti Þ-kk-ef N-kk-ef I-kk-ef frá 1. ágúst 2015 að telja og starfslok hans af þeim sökum. Samkvæmt 2. mgr. 37. gr. laganna, sbr. 9. gr. laga nr. 51/2014, var það á hinn bóginn í höndum ríkislögreglustjóra að skipa í störf yfirlögregluþjóns og aðstoðaryfirlögregluþjóns við skólann. Í reglugerð nr. 445/2015, um breyting á reglugerð nr. 490/1997, um Lögregluskóla ríkisins, sem tók gildi 11. maí 2015, var mælt fyrir um að skólastjóri skyldi skipa lögreglumenn innan skólans og ráða kennara og aðra starfsmenn. Um lagastoð fyrir reglugerð nr. 445/2015 var vísað til 39. gr. lögreglulaga. Með lagaákvæðinu var ráðherra meðal annars veitt heimild til að setja í reglugerð nánari fyrirmæli um stjórn skólans og starfslið hans. Samkvæmt þessu og þar sem ekki naut við sérstakra lagafyrirmæla um annað var ráðherra heimilt að kveða á um í reglugerð að það væri í höndum skólastjóra að skipa í embætti lögreglumanna við skólann annarra en yfirlögregluþjóns og aðstoðaryfirlögregluþjóns. Af því og 31. gr. laga nr. 70/1996 leiðir jafnframt að frá og með gildistöku reglugerðarinnar var ákvörðun um að veita lögreglumanni við skólann lausn frá störfum í höndum skólastjóra. Með þessari skipan var hvorki brotið gegn 5. gr. laga nr. 70/1996 né lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins. 6 Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 7 Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu fyrir Landsrétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður.
98d21c3d-4399-4801-853c-7939d5210118
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_158_2018", "publish_timestamp": "2018-11-02T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 1719 }, { "offset": 1742, "length": 17 }, { "offset": 1761, "length": 99 }, { "offset": 1862, "length": 30 }, { "offset": 1894, "length": 157 }, { "offset": 2053, "length": 504 }, { "offset": 2559, "length": 84 }, { "offset": 2645, "length": 10 }, { "offset": 2657, "length": 605 }, { "offset": 3264, "length": 1608 }, { "offset": 4874, "length": 73 }, { "offset": 4949, "length": 8 }, { "offset": 4959, "length": 40 }, { "offset": 5001, "length": 44 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 158 }, { "offset": 180, "length": 162 }, { "offset": 344, "length": 128 }, { "offset": 474, "length": 220 }, { "offset": 696, "length": 156 }, { "offset": 854, "length": 203 }, { "offset": 1059, "length": 267 }, { "offset": 1328, "length": 298 }, { "offset": 1628, "length": 111 }, { "offset": 1742, "length": 17 }, { "offset": 1761, "length": 99 }, { "offset": 1862, "length": 30 }, { "offset": 1894, "length": 77 }, { "offset": 1972, "length": 66 }, { "offset": 2040, "length": 10 }, { "offset": 2053, "length": 446 }, { "offset": 2500, "length": 56 }, { "offset": 2559, "length": 84 }, { "offset": 2645, "length": 10 }, { "offset": 2657, "length": 146 }, { "offset": 2804, "length": 232 }, { "offset": 3038, "length": 74 }, { "offset": 3114, "length": 147 }, { "offset": 3264, "length": 327 }, { "offset": 3592, "length": 190 }, { "offset": 3784, "length": 226 }, { "offset": 4012, "length": 75 }, { "offset": 4089, "length": 134 }, { "offset": 4225, "length": 255 }, { "offset": 4482, "length": 183 }, { "offset": 4667, "length": 103 }, { "offset": 4772, "length": 99 }, { "offset": 4874, "length": 73 }, { "offset": 4949, "length": 8 }, { "offset": 4959, "length": 40 }, { "offset": 5001, "length": 44 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=8057f112-0ac4-4a47-90a5-f8a5a4b9ac28&verdictid=6620d8b3-fe60-4097-8f1f-f46ce0bbd2f7" }
159/2018 Útdráttur E var skipuð lögreglufulltrúi við embætti Lögregluskóla ríkisins árið 2014 og gegndi þeirri stöðu þar til embætti hennar var lagt niður 1. ágúst 2015. Í bréfi skólastjóra Lögregluskólans, þar sem ákvörðunin var tilkynnt, var ástæða niðurlagningarinnar sögð vera rekstrarleg og hagræðing í starfsemi skólans. E höfðaði mál gegn Í og krafðist bóta vegna niðurlagningar stöðunnar. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að ekki hefði verið sérstakt ákvæði um það í lögreglulögum nr. 90/1996 hver færi með vald til að skipa lögreglufulltrúa við Lögregluskólann á þeim tíma þegar embætti E var lagt niður. Hins vegar voru fyrirmæli um það í reglugerð að slíkt vald væri í höndum skólastjóra og var talið að reglugerðin hefði haft næga stoð í 39. gr. lögreglulaga. Samkvæmt þessu og þar sem ekki naut við sérstakra lagafyrirmæla um annað var talið að ráðherra hefði verið heimilt að kveða á um það í reglugerð að skólastjóri skipaði í embætti lögreglumanna við skólann. Af því og 31. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, þótti jafnframt leiða að frá og með gildistöku reglugerðar nr. 445/2015 hinn 11. maí 2015 hafi ákvörðun um að veita lögreglumanni við skólann lausn frá störfum verið í höndum skólastjóra. Ekki var fallist á það með E að brotið hefði verið gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga, að brotið hafi verið gegn meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga, að borið hefði að leita sérstaklega eftir afstöðu E til uppsagnarinnar áður en hún tók gildi eða að starf E hefði ekki verið lagt niður. Þá var fallist á með héraðsdómi að hafna öðrum málsástæðum E. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um sýknu Í. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir A-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf S-kk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar með áfrýjunarstefnu 6. febrúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 10. janúar 2018 í málinu nr. E2060/2016. 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða henni 147.311.927 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 1. ágúst 2015 til 28. júní 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags, til vara að stefndi verði dæmdur til að greiða áfrýjanda 26.319.576 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. ágúst 2015 til 28. júní 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags, en að því frágengnu að stefndi verði dæmdur til að greiða áfrýjanda 6.447.324 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. ágúst 2015 til 28. júní 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, fer það eftir ákvæðum laga hvaða stjórnvald veitir starf. Þá segir í 2. mgr. sömu greinar að séu ekki fyrirmæli um það í lögum skuli sá ráðherra sem stofnun lýtur skipa forstöðumann stofnunar og, eftir atvikum aðra embættismenn sem þar starfa, en forstöðumaður ræður í önnur störf hjá henni. Samkvæmt 7. tölulið 22. gr. laganna teljast lögreglumenn til embættismanna. Þá segir í 31. gr. laganna að stjórnvald, sem skipar mann í embætti, veiti jafnframt lausn frá því, nema öðruvísi sé sérstaklega fyrir mælt í lögum. 5 Svo sem rakið er í niðurstöðukafla hins áfrýjaða dóms var ekki sérstakt ákvæði um það í lögreglulögum nr. 90/1996 hver færi með vald til að skipa lögreglufulltrúa við Lögregluskóla ríkisins þegar tekin var ákvörðun um að leggja niður embætti áfrýjanda frá 1. ágúst 2015 að telja og starfslok hennar af þeim sökum. Samkvæmt 2. mgr. 37. gr. laganna, sbr. 9. gr. laga nr. 51/2014, var það á hinn bóginn í höndum ríkislögreglustjóra að skipa í störf yfirlögregluþjóns og aðstoðaryfirlögregluþjóns við skólann. Í reglugerð nr. 445/2015, um breyting á reglugerð nr. 490/1997, um Lögregluskóla ríkisins, sem tók gildi 11. maí 2015, var mælt fyrir um að skólastjóri skyldi skipa lögreglumenn innan skólans og ráða kennara og aðra starfsmenn. Um lagastoð fyrir reglugerð nr. 445/2015 var vísað til 39. gr. lögreglulaga. Með lagaákvæðinu var ráðherra meðal annars veitt heimild til að setja í reglugerð nánari fyrirmæli um stjórn skólans og starfslið hans. Samkvæmt þessu og þar sem ekki naut við sérstakra lagafyrirmæla um annað var ráðherra heimilt að kveða á um í reglugerð að það væri í höndum skólastjóra að skipa í embætti lögreglumanna við skólann annarra en yfirlögregluþjóns og aðstoðaryfirlögregluþjóns. Af því og 31. gr. laga nr. 70/1996 leiðir jafnframt að frá og með gildistöku reglugerðarinnar var ákvörðun um að veita lögreglumanni við skólann lausn frá störfum í höndum skólastjóra. Með þessari skipan var hvorki brotið gegn 5. gr. laga nr. 70/1996 né lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins. 6 Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 7 Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu fyrir Landsrétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður.
9b0e8d67-1171-408b-b5e3-5bc90806126f
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_159_2018", "publish_timestamp": "2018-11-02T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 1644 }, { "offset": 1667, "length": 17 }, { "offset": 1686, "length": 99 }, { "offset": 1787, "length": 30 }, { "offset": 1819, "length": 1051 }, { "offset": 2872, "length": 84 }, { "offset": 2958, "length": 10 }, { "offset": 2970, "length": 605 }, { "offset": 3577, "length": 1596 }, { "offset": 5175, "length": 73 }, { "offset": 5250, "length": 8 }, { "offset": 5260, "length": 40 }, { "offset": 5302, "length": 44 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 150 }, { "offset": 172, "length": 155 }, { "offset": 329, "length": 68 }, { "offset": 399, "length": 220 }, { "offset": 621, "length": 156 }, { "offset": 779, "length": 203 }, { "offset": 984, "length": 267 }, { "offset": 1253, "length": 298 }, { "offset": 1553, "length": 111 }, { "offset": 1667, "length": 17 }, { "offset": 1686, "length": 99 }, { "offset": 1787, "length": 30 }, { "offset": 1819, "length": 77 }, { "offset": 1897, "length": 66 }, { "offset": 1965, "length": 10 }, { "offset": 1977, "length": 834 }, { "offset": 2813, "length": 56 }, { "offset": 2872, "length": 84 }, { "offset": 2958, "length": 10 }, { "offset": 2970, "length": 146 }, { "offset": 3117, "length": 232 }, { "offset": 3351, "length": 74 }, { "offset": 3427, "length": 147 }, { "offset": 3577, "length": 315 }, { "offset": 3893, "length": 190 }, { "offset": 4085, "length": 226 }, { "offset": 4313, "length": 75 }, { "offset": 4390, "length": 134 }, { "offset": 4526, "length": 255 }, { "offset": 4783, "length": 183 }, { "offset": 4968, "length": 103 }, { "offset": 5073, "length": 99 }, { "offset": 5175, "length": 73 }, { "offset": 5250, "length": 8 }, { "offset": 5260, "length": 40 }, { "offset": 5302, "length": 44 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=c6446784-6ca2-4d73-b522-c4a1178156cc&verdictid=26c10875-93c1-42a5-ba34-4bb0b87d8049" }
15/2018 Útdráttur X var sakfelldur fyrir að hafa, þar sem hann sat í ökumannssæti kyrrstæðrar bifreiðar, tekið A, sem stóð við bifreiðina og hélt í stýri hennar, hálstaki, sparkað í líkama hennar og ýtt henni upp að þaki bifreiðarinnar, ekið bifreiðinni af stað á meðan A var til hálfs út úr henni og meðan á akstrinum stóð slegið A í andlit og reynt að losa tak hennar af stýrinu. Var háttsemin heimfærð undir 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 4. mgr. 220. gr. sömu laga. Þá var X jafnframt sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 257. gr. sömu laga með því að hafa eyðilagt farsíma A. Refsing X var ákveðin fangelsi í fjóra mánuði en fullnustu hennar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þá var X gert að greiða A 629.280 krónur í skaða og miskabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir I-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf F-kk-nf og O-kvk-nf M-kvk-nf A-kvk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar Íslands 23. febrúar 2017 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Gögn málsins bárust Landsrétti 2. janúar 2018 en samkvæmt 1. mgr. 78. gr. laga nr. 49/2016, sbr. 76. gr. laga nr. 117/2016 og 4. gr. laga nr. 53/2017, hefur málið verið rekið fyrir Landsrétti frá þeim tíma. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 12. janúar 2017 í málinu nr. S 524/2016. 2 Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að refsing ákærða verði þyngd. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu „utan þess að ákærði játar brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga að því er 1. ákærulið varðar þ.e. að hafa slegið brotaþola tvívegis með flötum lófa í vinstri kinn og þá háttsemi er í 2. ákærulið greinir“, og að ákvörðun refsingar verði frestað skilorðsbundið, hún látin niður falla eða honum gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Ákærði krefst þess til vara að brot samkvæmt 1. ákærulið verði einungis heimfært til 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 auk 1. mgr. 217. gr. sömu laga og að refsing verði milduð. Þá krefst hann þess að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi, en til vara að fjárhæð hennar verði lækkuð. 4 Brotaþoli, A, krefst þess að ákvæði héraðsdóms um einkaréttarkröfu verði staðfest. Þá krefst hún málskostnaðar fyrir Landsrétti. 5 Við aðalmeðferð málsins var lesinn útdráttur úr framburði ákærða fyrir héraðsdómi og gaf hann einnig skýrslu fyrir Landsrétti. Þá var spiluð hljóðupptaka af framburði vitnisins A og gaf hún jafnframt skýrslu fyrir réttinum. Einnig var spilaður hluti af upptöku framburðar vitnanna D, B og C. Málsatvik og sönnunarfærsla 6 Samkvæmt ákæru er ákærða í málinu gefin að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás og stórfelldar ærumeiðingar, en til vara líkamsárás, hættubrot og stórfelldar ærumeiðingar, með því að hafa, þar sem hann sat í ökumannssæti bifreiðar, sem þá var kyrrstæð, sparkað í líkama brotaþola sem stóð við bifreiðina og hélt í stýri hennar, tekið hana hálstaki og ýtt henni upp að þaki bifreiðarinnar, hafa síðan ekið bifreiðinni af stað, á meðan brotaþoli var til hálfs út úr bifreiðinni, með þeim afleiðingum að hún hafi dregist með henni nokkra vegalengd. Þá er ákærða gefið að sök að hafa, meðan á akstrinum stóð, sparkað í líkama brotaþola, slegið hana í andlit og líkama, reynt að losa tak hennar af stýrinu og reynt að loka bílhurðinni á hana. Einnig eru ákærða gefin að sök eignaspjöll eins og greinir í 2. tölulið ákæru. 7 Ákærði neitar sök í málinu, að öðru leyti en því að hann hefur játað eignaspjöll og að hafa slegið brotaþola tvisvar með flötum lófa í vinstri kinn. Ákærði neitar því einnig að hafa verið valdur að þeim áverkum brotaþola sem lýst er í ákæru. 8 Í hinum áfrýjaða dómi var metinn trúverðugur sá framburður brotaþola að dyr bifreiðar ákærða hafi verið opnar og að hann hafi þá slegið brotaþola í andlit og líkama, tekið hana hálstaki og ýtt henni upp undir þak bifreiðarinnar. Á hinn bóginn var ekki talið sannað að áverkar sem lýst er í ákæru sem skrapsárum á mjaðmakömbum og hnjám yrðu raktir til háttsemi ákærða. Þá var ekki talið sannað að brotaþoli hefði dregist með bifreiðinni. Að öðru leyti var hann sakfelldur fyrir að hafa veist að brotaþola með líkamlegu ofbeldi eins og lýst var í ákæru með þeim afleiðingum sem þar greindi. 9 Voru brot ákærða talin varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga og heimfærsla til refsiákvæðis á því byggð að brot ákærða hefði verið sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar sem hann beitti. 10 Ákærði var sýknaður af því að hafa gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar, sbr. 233. gr. b almennra hegningarlaga. 11 Framburður ákærða fyrir Landsrétti samrýmdist þeim framburði sem hann gaf fyrir héraðsdómi. Hann játaði að hafa slegið brotaþola tvívegis í andlitið er hann ók bifreið sinni með brotaþola til hálfs út úr bifreiðinni. Hann kvað brotaþola hafa náð taki á hári sínu og hafi hann verið að reyna að losa um takið. Þá kvað hann framburð sinn fyrir héraðsdómi um að hann hefði í eitt skipti reynt að losa tak brotaþola á stýri bifreiðarinnar vera réttan. Að öðru leyti neitaði hann þeirri háttsemi sem hann var sakfelldur fyrir með hinum áfrýjaða dómi. 12 Framburður brotaþola fyrir héraðsdómi var óljós um það hvort sú háttsemi sem ákærða er gefin að sök átti sér öll stað áður en bifreiðinni var ekið af stað, eða meðan á akstri bifreiðarinnar stóð, eða hvort hluti háttseminnar átti sér stað áður og hluti hennar eftir að bifreiðinni var ekið af stað, eins og í ákæru greinir. Fyrir Landsrétti lýsti brotaþoli því að dyrnar á bifreið ákærða hefðu verið opnar ökumannsmegin, þegar hann ók bifreiðinni þá vegalengd sem í ákæru greinir. Hann hefði reynt að loka dyrunum á hana en að öðru leyti hefði það ofbeldi sem ákærði er sakaður um í ákæru átt sér stað áður en bifreiðinni var ekið af stað. Á þeim tíma hefði ákærði slegið hana í andlitið, sparkað í líkama hennar, tekið hana hálstaki og ýtt upp að þaki bifreiðarinnar. 13 Vitnið B bar fyrir héraðsdómi að dyrnar á bifreið ákærða hefðu ekki verið opnar á meðan á akstri ákærða stóð og kvað það misskilning sem hefði verið haft eftir sér í skýrslu fyrir lögreglu að þær hafi verið opnar. Vitnið D bar á sama veg að dyrnar á bifreiðinni hefðu ekki verið opnar meðan á akstri bifreiðarinnar stóð. Vitnið C bar á hinn bóginn fyrir héraðsdómi að dyrnar á bifreiðinni hefðu verið opnar ökumannsmegin. Framburður ákærða hefur frá því að hann gaf fyrst skýrslu fyrir lögreglu verið á þann veg að dyr bifreiðarinnar hefðu ekki verið opnar meðan á akstri stóð, en brotaþoli hefði haldið um stýrið inn um opinn glugga bifreiðarinnar. Niðurstaða 14 Áverkar brotaþola sem lýst er í vottorði læknisins F koma heim og saman við frásögn brotaþola um háttsemi ákærða samkvæmt ákæru, áður en hann ók bifreið sinni af stað. Verður framburður hennar fyrir Landsrétti, sem að mati dómsins var trúverðugur, lagður til grundvallar um líkamsmeiðingar ákærða og hann sakfelldur fyrir að hafa, er bifreið hans var kyrrstæð, sparkað í líkama hennar, tekið hana hálstaki og ýtt henni upp að þaki bifreiðarinnar með þeim afleiðingum sem í ákæru greinir, að þeim afleiðingum frátöldum sem héraðsdómur taldi ósannað að raktar yrðu til háttsemi hans. 15 Þá hefur ákærði játað að hafa meðan á akstri bifreiðarinnar stóð reynt að losa tak brotaþola á stýri bifreiðarinnar og slegið hana tvívegis í andlit. Orð brotaþola standa móti orðum ákærða um það hvort dyrnar á bifreið ákærða hafi verið opnar meðan á akstri stóð, en að virtum framburði vitnanna B og D er varhugavert að telja sannað að þær hafi verið opnar. Verður ákærði sýknaður af því að hafa reynt að loka hurð bifreiðar sinnar á brotaþola. 16 Brotaþoli bar fyrir Landsrétti að ákærði hefði ekki sparkað í hana meðan á akstrinum stóð eins og í ákæru greinir og hann var sakfelldur fyrir með hinum áfrýjaða dómi. Verður hann því, auk þeirrar háttsemi sem átti sér stað áður en akstur bifreiðarinnar hófst, einungis sakfelldur fyrir að hafa meðan á akstrinum stóð slegið brotaþola í andlit og reynt að losa tak hennar á stýri bifreiðarinnar á meðan hún hékk til hálfs út úr bifreiðinni. 17 Verður háttsemi ákærða heimfærð til 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga og 4. mgr. 220. gr. sömu laga, en ákærði stofnaði á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu brotaþola í augljósan háska. Ákærði hefur játað þá háttsemi sem greinir í 2. ákærulið og er hún heimfærð til 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga. 18 Ákærði hefur samkvæmt því sem að framan er rakið verið sýknaður af hluta þeirrar háttsemi sem hann var fundinn sekur um með hinum áfrýjaða dómi. Að því virtu verður refsing hans ákveðin fangelsi í fjóra mánuði, en rétt er að hún verði bundin skilorði eins og í dómsorði greinir. Er refsing ákærða ákveðin með hliðsjón af 1. og 3. tölulið 1. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga. 19 Af hálfu brotaþola er krafist,,skaðabóta“ úr hendi ákærða að fjárhæð 750.000 krónur auk vaxta og dráttarvaxta. Í sundurliðun kröfu hennar kemur fram að krafist sé 750.000 króna miskabóta auk bóta vegna munatjóns. Með hinum áfrýjaða dómi var fallist á kröfu vegna bóta fyrir Iphone síma brotaþola, að fjárhæð 129.280 krónur, og verður sú niðurstaða dómsins staðfest þar sem viðhlítandi gögn hafa verið lögð fram um verðmæti svipaðs síma og þess sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir að hafa eyðilagt. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga og 4. mgr. 220. gr. sömu laga. Ber því að fallast á kröfu brotaþola um miskabætur samkvæmt alið 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og eru bætur til handa henni hæfilega ákveðnar 500.000 krónur, með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði. Fjárhæð dæmdra miskabóta tekur mið af kröfugerð brotaþola um skaðabætur og því að ákærði hefur verið sýknaður af hluta þeirra brota sem hann var sakfelldur fyrir í héraði. 20 Þá verður ákærða með vísan til 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála gert að greiða brotaþola 150.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. 21 Samkvæmt framangreindri niðurstöðu um sýknu ákærða af hluta sakargifta og með vísan til 1. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008 verður ákærði dæmdur til að greiða helming sakarkostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti, þar með talinn helming málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns á báðum dómstigum, sem ákveðin eru í einu lagi að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður úr ríkissjóði. Dómsorð: Ákærði, X, sæti fangelsi í fjóra mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði brotaþola, A, 629.280 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði. Þá greiði ákærði brotaþola 150.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Ákærði greiði helming sakarkostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti, sem alls er 1.935.600 krónur, en þar af eru málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða í héraði og fyrir Landsrétti, B-kk-ef J-kk-ef lögmanns, samtals 1.253.020 krónur. Sakarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði.
075860b3-f4d5-4f29-b1e6-9d65ce400a6e
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_15_2018", "publish_timestamp": "2018-05-18T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 7 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 7 }, { "offset": 9, "length": 9 }, { "offset": 20, "length": 747 }, { "offset": 769, "length": 17 }, { "offset": 788, "length": 102 }, { "offset": 892, "length": 30 }, { "offset": 924, "length": 403 }, { "offset": 1329, "length": 71 }, { "offset": 1402, "length": 673 }, { "offset": 2077, "length": 130 }, { "offset": 2209, "length": 293 }, { "offset": 2504, "length": 27 }, { "offset": 2533, "length": 817 }, { "offset": 3352, "length": 243 }, { "offset": 3597, "length": 590 }, { "offset": 4189, "length": 325 }, { "offset": 4516, "length": 548 }, { "offset": 5066, "length": 771 }, { "offset": 5839, "length": 652 }, { "offset": 6493, "length": 10 }, { "offset": 6505, "length": 584 }, { "offset": 7091, "length": 448 }, { "offset": 7541, "length": 443 }, { "offset": 7986, "length": 314 }, { "offset": 8302, "length": 391 }, { "offset": 8695, "length": 996 }, { "offset": 9693, "length": 159 }, { "offset": 9854, "length": 437 }, { "offset": 10293, "length": 8 }, { "offset": 10303, "length": 253 }, { "offset": 10558, "length": 157 }, { "offset": 10717, "length": 231 }, { "offset": 10950, "length": 52 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 7 }, { "offset": 9, "length": 9 }, { "offset": 20, "length": 363 }, { "offset": 384, "length": 110 }, { "offset": 496, "length": 206 }, { "offset": 704, "length": 62 }, { "offset": 769, "length": 17 }, { "offset": 788, "length": 102 }, { "offset": 892, "length": 30 }, { "offset": 924, "length": 116 }, { "offset": 1041, "length": 205 }, { "offset": 1248, "length": 66 }, { "offset": 1316, "length": 10 }, { "offset": 1329, "length": 71 }, { "offset": 1402, "length": 371 }, { "offset": 1774, "length": 194 }, { "offset": 1970, "length": 104 }, { "offset": 2077, "length": 84 }, { "offset": 2162, "length": 44 }, { "offset": 2209, "length": 128 }, { "offset": 2338, "length": 95 }, { "offset": 2435, "length": 66 }, { "offset": 2504, "length": 27 }, { "offset": 2533, "length": 546 }, { "offset": 3080, "length": 190 }, { "offset": 3272, "length": 77 }, { "offset": 3352, "length": 150 }, { "offset": 3503, "length": 91 }, { "offset": 3597, "length": 230 }, { "offset": 3828, "length": 137 }, { "offset": 3967, "length": 67 }, { "offset": 4036, "length": 150 }, { "offset": 4189, "length": 206 }, { "offset": 4396, "length": 117 }, { "offset": 4516, "length": 94 }, { "offset": 4611, "length": 123 }, { "offset": 4736, "length": 90 }, { "offset": 4828, "length": 137 }, { "offset": 4967, "length": 96 }, { "offset": 5066, "length": 326 }, { "offset": 5393, "length": 155 }, { "offset": 5550, "length": 157 }, { "offset": 5709, "length": 127 }, { "offset": 5839, "length": 216 }, { "offset": 6056, "length": 105 }, { "offset": 6163, "length": 99 }, { "offset": 6264, "length": 226 }, { "offset": 6493, "length": 10 }, { "offset": 6505, "length": 170 }, { "offset": 6676, "length": 412 }, { "offset": 7091, "length": 152 }, { "offset": 7244, "length": 207 }, { "offset": 7453, "length": 85 }, { "offset": 7541, "length": 170 }, { "offset": 7712, "length": 271 }, { "offset": 7986, "length": 193 }, { "offset": 8180, "length": 119 }, { "offset": 8302, "length": 147 }, { "offset": 8450, "length": 132 }, { "offset": 8584, "length": 108 }, { "offset": 8695, "length": 113 }, { "offset": 8809, "length": 100 }, { "offset": 8911, "length": 287 }, { "offset": 9200, "length": 115 }, { "offset": 9317, "length": 201 }, { "offset": 9520, "length": 170 }, { "offset": 9693, "length": 159 }, { "offset": 9854, "length": 384 }, { "offset": 10239, "length": 51 }, { "offset": 10293, "length": 8 }, { "offset": 10303, "length": 253 }, { "offset": 10558, "length": 83 }, { "offset": 10642, "length": 72 }, { "offset": 10717, "length": 231 }, { "offset": 10950, "length": 52 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=e778d501-be00-44da-a3a8-63e5de0c4f90&verdictid=44cb863a-6af2-4a19-911b-8c80152f787e" }
162/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta áfram farbanni á grundvelli 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. blið 1. mgr. 95. gr. sömu laga. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, Á-kk-nf H-kk-nf og R-kvk-nf H-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 5. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 5. febrúar 2018, í málinu nr. R105/2018, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram farbanni meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum, þó eigi lengur en til mánudagsins 5. mars 2018 klukkan 16. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili sætir ákæru fyrir brot gegn 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem getur varðað allt að sex ára fangelsi. Aðalmeðferð í máli hans fór fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness 7. og 11. desember 2017 er málið var dómtekið. Boðað hefur verið til endurflutnings í málinu 23. febrúar næstkomandi og mun uppkvaðning dóms í málinu hafa verið boðuð í beinu framhaldi af honum. Í hinum kærða úrskurði er varnarðila gert að sæta farbanni þar til dómur fellur í máli hans, þó ekki lengur en til 5. mars klukkan 16. Varnaraðili er nígerískur ríkisborgari með engin tengsl við landið. Með vísan til þess er fallist á niðurstöðu héraðsdóms að fullnægt sé skilyrði bliðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 1. mgr. 100. gr. laganna til að varnaraðili sæti áfram farbanni. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
feed46ec-7998-47cb-8ef7-6d4245569179
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_162_2018", "publish_timestamp": "2018-02-07T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 182 }, { "offset": 205, "length": 21 }, { "offset": 228, "length": 110 }, { "offset": 340, "length": 511 }, { "offset": 853, "length": 54 }, { "offset": 909, "length": 526 }, { "offset": 1437, "length": 300 }, { "offset": 1739, "length": 13 }, { "offset": 1754, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 182 }, { "offset": 205, "length": 21 }, { "offset": 228, "length": 110 }, { "offset": 340, "length": 118 }, { "offset": 459, "length": 70 }, { "offset": 531, "length": 169 }, { "offset": 702, "length": 76 }, { "offset": 780, "length": 70 }, { "offset": 853, "length": 54 }, { "offset": 909, "length": 135 }, { "offset": 1045, "length": 106 }, { "offset": 1153, "length": 146 }, { "offset": 1301, "length": 133 }, { "offset": 1437, "length": 67 }, { "offset": 1505, "length": 187 }, { "offset": 1694, "length": 42 }, { "offset": 1739, "length": 13 }, { "offset": 1754, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=7199981e-877b-4856-a0c5-3636a8a72372&verdictid=fcfd624c-091a-4c53-a56c-4e273f2c9b3e" }
163/2018 Útdráttur X voru gefnar að sök tvær líkamsárásir samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í fyrra tilvikinu gegn stjúpsyni sínum A, en sú háttsemi var einnig talin varða við 1. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, en í síðara tilvikinu gegn eiginkonu sinni B. Héraðsdómur sakfelldi X í báðum tilvikum og dæmdi hann til greiðslu miskabóta. X áfrýjaði málinu í kjölfarið til endurskoðunar á ætluðu broti hans gegn eiginkonu hans B. Landsréttur sýknaði X af þeim sakargiftum þar sem slíkur vafi þótti leika á um að atvik hefðu verið með þeim hætti sem í ákæru greindi að ósannað væri, í skilningi 1. mgr. 109. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, að X hefði brotið gegn B. Jafnframt var miskabótakröfu B vísað frá dómi. Með hliðsjón af sakfellingu héraðsdóms fyrir brot X gegn A og atvikum öllum var refsing hans ákveðin fangelsi í 30 daga og var sú refsing bundin skilorði til eins árs. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir R-kvk-nf B-kvk-nf, S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf og V-kk-nf H. V-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 18. janúar 2018 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Suðurlands 29. desember 2017 í málinu nr. S[…]/2017. 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af ákærulið II en til vara að honum verði „vægasta refsing dæmd“. Þá krefst hann þess að skaðabótakröfu verði vísað frá dómi en til vara að hún verði lækkuð. 4 Brotaþolarnir A og B krefjast þess aðallega að ákærði verði dæmdur til að greiða hvoru þeirra 500.000 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði en til vara að Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um einkaréttarkröfurnar og vexti af þeim. Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Málsatvik eru rakin í hinum áfrýjaða dómi. Þar er jafnframt gerð grein fyrir framburði ákærða, brotaþola og vitna við aðalmeðferð málsins í héraði. Við meðferð málsins fyrir Landsrétti gáfu viðbótarskýrslur ákærði, brotaþoli og vitnið M lögreglumaður. 6 Í bréfi lögreglustjórans […] 19. júní 2018, sem lagt var fram við meðferð málsins fyrir Landsrétti ásamt fylgigögnum, er staðfest að myndir af áverkum brotaþola hafi verið teknar klukkan 1.56 aðfaranótt föstudagsins 22. janúar 2016. Myndatakan hafi farið fram eftir að brotaþoli greindi stuttlega frá atvikum á lögreglustöð en þangað hafi hún leitað strax í kjölfar árásarinnar. 7 Af hálfu ákæruvalds hefur verið lögð fram þýðing O, löggilts skjalaþýðanda og dómtúlks, á hluta af framburði brotaþola fyrir héraðsdómi. Niðurstaða 8 Málinu var áfrýjað til endurskoðunar á niðurstöðu héraðsdóms að því er varðar II. lið ákæru. Samkvæmt þeim ákærulið er ákærða gefin að sök líkamsárás með því að hafa veist að eiginkonu sinni, brotaþola í málinu, á heimili þeirra aðfaranótt föstudagsins 22. janúar 2016, tekið fast um axlir hennar og haldið henni með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á axlir með sjáanlegu handafari. 9 Óumdeilt er að á þeim tíma er umrætt atvik á að hafa átt sér stað stóð skilnaður ákærða og brotaþola fyrir dyrum og deila var uppi um forsjá barns þeirra og eignaskipti. Þá er óumdeilt að ákærði og brotaþoli bjuggu enn saman en deildu þó ekki svefnherbergi. Einnig hefur komið fram að á heimilinu dvöldu einnig bróðir ákærða og eiginkona hans ásamt barni sínu. 10 Ákærði hefur frá upphafi rannsóknar greint frá atvikum á sama veg. Hann hafi í umrætt sinn verið genginn til náða og í fastasvefni þegar hann hafi vaknað við að eitthvað datt á gólfið. Brotaþoli hafi þá verið komin inn í herbergið og hafi hún staðið og horft á hann. Hann hafi spurt hana hvað hún væri að gera en hún hafi ekki svarað honum heldur snúist á hæl og yfirgefið herbergið. Í þann mund hafi bróðir hans komið upp stigann og spurt hvað gengi á. Fyrir Landsrétti sagði ákærði að hann hefði fyrst rumskað við að eitthvað datt á gólfið en um hefði verið að ræða skrautmun vafinn úr vírum. Skömmu síðar hefði vasi úr gleri, sem staðið hefði á kommóðu í herberginu, dottið í gólfið og brotnað og við það hefði hann vaknað betur upp og opnað augun. Hann hefði þá séð brotaþola inni í herberginu og í fyrstu haldið að hún væri enn og aftur að halda fyrir sér vöku en það hefði hún gert undangengnar nætur. Kvaðst ákærði hafa legið í rúminu og ekki verið búinn að reisa sig upp þegar hann hefði spurt brotaþola hvað hún væri að gera. Þegar bróðir hans hafi komið upp til hans hefði hann verið sestur upp í rúminu, enn hálfsofandi, og átt í vandræðum með að vakna vegna þess hversu vansvefta hann var. Hann hafi hringt í lögreglu að áeggjan bróður síns sem hafi haft af því áhyggjur að eitthvað amaði að brotaþola og hún kynni að fara sér að voða. 11 Vitnin, K og H, báru um það, bæði hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi, að brotaþoli hefði verið róleg þegar hún yfirgaf íbúðina og að þau hafi ekki getað merkt það á henni að hún hefði orðið fyrir áfalli. Þá hefur vitnið K borið um að þegar hann kom upp í svefnherbergið til ákærða hafi hann setið á rúminu eins og hann væri nývaknaður. Þegar hann hefði spurt ákærða hvað hefði gerst hefði ákærði svarað því til að hann vissi það ekki því hann hefði verið sofandi. Við mat á framburði vitna þessara ber að líta til þess að þau eru nátengd ákærða. Á hinn bóginn liggur fyrir að þau gáfu bæði skýrslu hjá lögreglu áður en ákærða var sleppt úr haldi daginn eftir. Fær framburður ákærða stuðning í framburði þeirra. 12 Nokkurt ósamræmi er í framburði brotaþola hjá lögreglu, fyrir héraðsdómi og fyrir Landsrétti, auk þess sem frásögn hennar er bæði óskýr og ónákvæm. Brotaþoli hefur borið um að hafa farið til vinafólks síns um kvöldið og skilið símann sinn eftir á upptöku á meðan. Þegar hún hafi komið til baka hafi hún hlustað á upptökuna og heyrt samtal ákærða, bróður hans og mágkonu á meðan hún var í burtu. Þar hafi komið fram frásögn af áformum ákærða varðandi skilnaðinn og af samskiptum hans við son hennar. 13 Í skýrslu sinni hjá lögreglu 27. janúar 2016 sagðist brotaþoli hafa farið inn í svefnherbergi ákærða til að ná í hleðslutæki fyrir símann sinn. Hún hafi kveikt ljós í herberginu og þegar hún hafi verið að leita að hleðslutækinu hafi hún ekki getað stillt sig um að segja ákærða að hún vissi allt. Fyrir héraðsdómi og Landsrétti minntist brotaþoli ekki á að hún hefði farið inn í herbergið til að ná í hleðslutækið en sagðist hafa farið þar inn til að segja ákærða að hún vissi allt eftir að hafa hlustað á upptökuna. Fyrir Landsrétti sagðist brotaþoli hafa verið í slíku uppnámi að hún hefði fyrst orðið að fara inn á baðherbergið til að skvetta framan í sig köldu vatni áður en hún fór inn til ákærða. Lýsing brotaþola á því sem fram hafi komið í áðurgreindri upptöku hefur stigmagnast við meðferð málsins en fyrir Landsrétti greindi hún meðal annars frá því að þar hefði komið fram að ákærði hataði ungan son hennar og hygðist beita hann mjög alvarlegum líkamsmeiðingum. Brotaþoli kvaðst hafa látið lögreglu í té umrædda upptöku en upptakan eða þýðing á því sem þar á að hafa komið fram hefur ekki verið lögð fram í málinu. 14 Lýsing brotaþola á árás ákærða er bæði óskýr og ónákvæm. Í skýrslu sinni hjá lögreglu sagði brotaþoli að ákærði hefði orðið mjög reiður þegar hún hefði tjáð honum að hún vissi allt. Verður ekki annað ráðið af framburði hennar þar en að ákærði hafi staðið upp úr rúminu. Hafi ákærði tekið um axlir hennar og kallað hana skrímsli. Brotaþoli sagði að ákærði hefði tekið svo fast á henni að hún hefði haldið að hann myndi brjóta hana. Í sama mund hefði hún slæmt hendinni í vasann sem dottið hefði á gólfið og brotnað. Fyrir héraðsdómi sagði brotaþoli í fyrstu að ákærði hefði stokkið upp úr rúminu og ráðist á sig, en leiðrétti það síðar og sagði: „Hann stóð ekki upp en svona fór úr rúminu.“ Í framburði brotaþola í héraði kom ekki skýrt fram hvar ákærði tók á henni en af lýsingu brotaþola má þó ráða að ákærði hafi tekið svo fast á henni að hún hafi ekki getað staðið almennilega í fæturna. Þá hafi ákærði hrist hana. Ákærði hafi sleppt takinu þegar þau heyrðu bróður ákærða koma upp stigann eftir að vasinn datt á gólfið og brotnaði. Fyrst sagði brotaþoli að ákærði hefði haldið henni í nokkrar mínútur en nánar aðspurð sagði hún að um hefði verið að ræða „svona eina mínútu“. Þegar brotaþoli gaf skýrslu fyrir Landsrétti var lögð fyrir hana ljósmynd af vettvangi sem fylgdi frumskýrslu lögreglu. Sagði brotaþoli að ákærði hefði legið í hjónarúminu, nær glugganum og fjær sér, og verið að skoða eitthvað í spjaldtölvunni sinni þegar hún kom inn í svefnherbergið. Á ljósmyndinni má sjá að við fótagafl hjónarúmsins stóð kommóða og kvaðst brotaþoli hafa staðið við annað horn hennar, fjær glugganum. Bilið á milli kommóðunnar og rúmsins hafi verið það þröngt að þar hefðu ekki getað staðið tvær manneskjur. Brotaþoli sagði að ákærði hefði ekki farið fram úr rúminu heldur reist sig upp í því og gripið svo fast í hana að hún hefði haldið að hann myndi brjóta eitthvað í henni. Nánar aðspurð sagði brotaþoli að ákærði hefði líklega farið upp á hnén í rúminu. Síðar greindi brotaþoli frá því að ákærði hefði reist sig upp í rúminu og verið í einhvers konar sitjandi stöðu þegar hann greip í hana. Sjálf hefði hún verið í losti og ekki getað hreyft sig og því ekki hörfað undan árás ákærða. Ákærði hefði verið mjög reiður og þetta hefði gerst mjög hratt. Tók brotaþoli fram að hún myndi ekki í smáatriðum hvernig þetta gerðist. Aðspurð sýndi brotaþoli með látbragði hvernig ákærði greip í hana og var það um axlir hennar ofanverðar og yfir viðbeinin. 15 Samkvæmt áverkavottorði sáust við skoðun á brotaþola umrædda nótt handaför með „imprinting“ putta á öxlum sem þóttu samræmast því að haldið hefði verið fast um axlir hennar. Eins og greinir í héraðsdómi var að kröfu ákærða kvaddur til matsmaður í málinu til að leggja mat á áverka brotaþola samkvæmt ljósmyndum sem lögregla tók af brotaþola skömmu eftir komu á lögreglustöð. Í matsgerð hins dómkvadda matsmanns, F réttarmeinafræðings, kemur fram að fast handtak eða grip geti skilið eftir sig klasa af hringlaga marblettum, mögulega með fari eftir þumalfingur á gagnstæðri hlið og séu slíkir áverkar skilgreindir sem svokallaðir „gripáverkar“. Miðað við staðsetningu og mynstur á áverkum brotaþola geti þeir hafa orsakast af föstu taki á báðum upphandleggjum/öxlum. Þar sem myndirnar sýni ekki framhlið brotaþola sé ekki hægt að greina mögulega gripáverka framan á henni. Þá séu áverkarnir varla sýnilegir á myndunum. Af þessum sökum sé læknisfræðilega ekki unnt að skilgreina áverkana með áreiðanlegum hætti sem dæmigerða „gripáverka“. Áverkarnir gætu einnig hafa myndast við það að brotaþola hefði verið þrýst upp að einhverju hörðu með óreglulegu mynstri, til dæmis af afli niður í gólf í láréttri stöðu. Tvær samhliða rákir eða línulega marblettir aftan á vinstri öxl væru eftir snertingu við hart eða teygjanlegt, mjótt og langt yfirborð og væru dæmigerðir áverkar eftir högg með priki eða ef slegið hefur verið með opnum lófa. Af litnum á áverkunum að dæma, en í þeim hafi verið farinn að koma fram blámi, taldi matsmaðurinn að marblettirnir gætu hafa myndast á bilinu frá því innan við klukkustund og allt að 18 til 24 klukkustundum áður en ljósmyndirnar voru teknar. Marblettirnir gætu ekki hafa myndast á fimm til tíu mínútum, það væri of skammur tími. Ekki færi að örla á bláma í marblettum fyrr en eftir 20 til 30 mínútur. Í niðurstöðu matsgerðarinnar tekur matsmaðurinn fram að vegna þess hversu óskýrar ljósmyndirnar séu og með hliðsjón af því að ekki sjáist framan á brotaþola á myndunum sé ekki hægt að greina á milli þess hvort áverkarnir væru eftir fast handtak eða eftir snertingu við hart yfirborð. Þá er tekið fram í niðurstöðu matsgerðarinnar að af staðsetningu, formgerð og mynstri áverkanna að dæma sé ekki um dæmigerða sjálfsáverka að ræða. Í skýrslu sinni fyrir dómi sagði matsmaðurinn að til þess að hægt væri að kveða upp úr um það með vissu hvort um sjálfsáverka væri að ræða eða ekki yrði að ganga úr skugga um hvort brotaþoli næði til þessara staða en það færi eftir því hversu liðug hún væri. 16 Fyrir liggur að brotaþoli fór rakleiðis á lögreglustöð eftir að hún fór af heimilinu og var komin þangað um fimm mínútum síðar. Samkvæmt framburði L lögreglumanns fyrir héraðsdómi var brotaþoli með marbletti aftan á öxlum strax við komu á lögreglustöð og kvaðst hann ekki muna eftir að marblettirnir hefðu breyst sjáanlega á þeim tíma sem brotaþoli var þar. Hann sagði að myndirnar hefðu verið teknar eftir skýrslutöku af brotaþola. Með hliðsjón af framburði lögreglumannsins og niðurstöðu matsgerðarinnar leikur verulegur vafi á því hvenær umræddir áverkar mynduðust og með hvaða hætti. 17 Á meðal gagna málsins eru hljóðupptökur sem ákærði lét lögreglu í té við rannsókn málsins. Hefur brotaþoli staðfest að á upptökunum heyrist hún ræða við foreldra sína á netinu 18. og 19. janúar 2016. Liggur fyrir þýðing löggilts skjalaþýðanda á því sem þar kemur fram. Hinn 18. janúar 2016 ræddi brotaþoli við foreldra sína meðal annars um yfirvofandi skilnað sinn við ákærða og um ágreining þeirra vegna eignaskipta. Hefur brotaþoli eftir P, vinkonu sinni, að ákærði ætti eftir að koma sér í klandur. Ekki væri hægt að senda hann úr landi þar sem hann væri með vegabréf en hann yrði rekinn úr íbúðinni enda ætti hann það skilið. Síðan sagði brotaþoli orðrétt: „Bara eitt orð frá mér, bara tilkynna marblett til lögreglunnar. Og svo búið! Ég ætla að gera þetta. Ég kæri hann. Helvítis skepna!“ Daginn eftir sagði hún foreldrum sínum frá því að hún væri með frábæran lögmann og að ætlunin væri að taka húsið upp í miskabætur. Þá sagði hún að þetta hefði verið erfitt í byrjun þar sem hún hefði ekki þekkt kerfið og ekki kunnað tungumálið. Nú væri hún ekki hrædd við neitt. Hún kynni að tala, ætti marga vini, kynni á kerfið, hvert ætti að sækja og hvað skyldi gera. 18 Brotaþoli hefur ekki gefið trúverðugar skýringar á framangreindum orðaskiptum sínum við foreldra sína. Verður ekki annað ráðið af upptökunum en að brotaþoli hafi lagt á ráðin um að kæra ákærða fyrir líkamsárás og fella á hann sök. Með hliðsjón af því, óstöðugum framburði hennar og óljósum lýsingum hennar á árásinni þykir framburður hennar ótrúverðugur. Er þá einnig litið til þess að hvorki er hægt að slá því föstu að áverkar brotaþola séu eftir fast handtak um axlir hennar né að þeir hafi myndast skömmu áður en brotaþoli leitaði til lögreglu og ljósmyndir af áverkunum voru teknar. Framburður ákærða þykir á hinn bóginn trúverðugur. Eins og greinir í 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, á ákæruvaldinu. Eins og atvikum er háttað leikur slíkur vafi á um að atvik hafi verið með þeim hætti sem í ákærulið II greinir að ósannað er í skilningi 1. mgr. 109. gr. sömu laga að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæruliðnum greinir. Ber því að sýkna ákærða af því broti sem honum er þar gefið að sök. 19 Ákærði var í héraðsdómi sakfelldur fyrir brot það sem greinir í ákærulið I og sætir sú niðurstaða ekki endurskoðun Landsréttar. Með hliðsjón af því og atvikum öllum er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnu einu ári frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 20 Með hliðsjón af niðurstöðu málsins að því er varðar ákærulið II og með vísan til 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 verður bótakröfu brotaþola, B, vísað frá dómi. 21 Eins og áður greinir var dómi héraðsdóms áfrýjað eingöngu til endurskoðunar á niðurstöðu hans að því er varðar sekt ákærða og bótakröfu samkvæmt ákærulið II. Kemur einkaréttarkrafa samkvæmt ákærulið I því ekki til skoðunar í málinu. Engu að síður var H-kk-nf B-kk-nf lögmaður skipaður réttargæslumaður beggja brotaþola við meðferð málsins fyrir Landsrétti og lagði hann fram greinargerð af hálfu þeirra beggja. Ber að taka tillit til þess við ákvörðun þóknunar hans. 22 Ákvæði héraðsdóms um málsvarnarlaun og útlagðan kostnað skipaðra verjenda ákærða og þóknun réttargæslumanns brotaþola við meðferð málsins fyrir héraði verða staðfest. Ákærði greiði 1/3 hluta alls sakarkostnaðar eins og hann var ákveðinn í héraði eða 973.376 krónur. Annar sakakostnaður í héraði og allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða og réttargæslumanns brotaþola, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti, allt eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, X, sæti fangelsi í 30 daga, en fullnustu refsingar er frestað og skal hún falla niður að liðnu einu ári frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Bótakröfu brotaþola, B, er vísað frá dómi. Ákvæði héraðsdóms um málsvarnarlaun og útlagðan kostnað skipaðra verjenda og þóknun skipaðs réttargæslumanns vegna meðferðar málsins fyrir héraðsdómi eru staðfest. Ákærði greiði 1/3 hluta alls sakarkostnaðar eins og hann var ákveðinn í héraði eða 973.376 krónur. Annar sakarkostnaður í héraði og allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, A-kvk-ef B-kvk-ef J-kvk-ef lögmanns, 868.000 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, H-kk-ef B-kk-ef lögmanns, 295.120 krónur, ásamt ferðakostnaði hans, 67.700 krónur.
5c8476f9-ba3a-403f-ae1f-21e76a1f6a51
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_163_2018", "publish_timestamp": "2018-11-30T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 906 }, { "offset": 929, "length": 17 }, { "offset": 948, "length": 102 }, { "offset": 1052, "length": 30 }, { "offset": 1084, "length": 187 }, { "offset": 1273, "length": 56 }, { "offset": 1331, "length": 188 }, { "offset": 1521, "length": 251 }, { "offset": 1774, "length": 27 }, { "offset": 1803, "length": 253 }, { "offset": 2058, "length": 380 }, { "offset": 2440, "length": 138 }, { "offset": 2580, "length": 10 }, { "offset": 2592, "length": 385 }, { "offset": 2979, "length": 362 }, { "offset": 3343, "length": 1350 }, { "offset": 4695, "length": 711 }, { "offset": 5408, "length": 501 }, { "offset": 5911, "length": 1128 }, { "offset": 7041, "length": 2449 }, { "offset": 9492, "length": 2526 }, { "offset": 12020, "length": 590 }, { "offset": 12612, "length": 1167 }, { "offset": 13781, "length": 1095 }, { "offset": 14878, "length": 410 }, { "offset": 15290, "length": 164 }, { "offset": 15456, "length": 469 }, { "offset": 15927, "length": 529 }, { "offset": 16458, "length": 8 }, { "offset": 16468, "length": 218 }, { "offset": 16688, "length": 42 }, { "offset": 16732, "length": 163 }, { "offset": 16897, "length": 424 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 100 }, { "offset": 122, "length": 253 }, { "offset": 377, "length": 381 }, { "offset": 760, "length": 166 }, { "offset": 929, "length": 17 }, { "offset": 948, "length": 102 }, { "offset": 1052, "length": 30 }, { "offset": 1084, "length": 107 }, { "offset": 1192, "length": 67 }, { "offset": 1261, "length": 9 }, { "offset": 1273, "length": 56 }, { "offset": 1331, "length": 96 }, { "offset": 1428, "length": 90 }, { "offset": 1521, "length": 251 }, { "offset": 1774, "length": 27 }, { "offset": 1803, "length": 44 }, { "offset": 1848, "length": 103 }, { "offset": 1953, "length": 102 }, { "offset": 2058, "length": 234 }, { "offset": 2293, "length": 144 }, { "offset": 2440, "length": 138 }, { "offset": 2580, "length": 10 }, { "offset": 2592, "length": 94 }, { "offset": 2687, "length": 289 }, { "offset": 2979, "length": 171 }, { "offset": 3151, "length": 86 }, { "offset": 3239, "length": 101 }, { "offset": 3343, "length": 69 }, { "offset": 3413, "length": 116 }, { "offset": 3531, "length": 80 }, { "offset": 3613, "length": 115 }, { "offset": 3730, "length": 68 }, { "offset": 3800, "length": 139 }, { "offset": 3941, "length": 155 }, { "offset": 4098, "length": 154 }, { "offset": 4254, "length": 125 }, { "offset": 4381, "length": 165 }, { "offset": 4548, "length": 144 }, { "offset": 4695, "length": 204 }, { "offset": 4900, "length": 130 }, { "offset": 5032, "length": 126 }, { "offset": 5160, "length": 80 }, { "offset": 5242, "length": 112 }, { "offset": 5356, "length": 49 }, { "offset": 5408, "length": 150 }, { "offset": 5559, "length": 114 }, { "offset": 5675, "length": 129 }, { "offset": 5806, "length": 102 }, { "offset": 5911, "length": 146 }, { "offset": 6058, "length": 151 }, { "offset": 6211, "length": 218 }, { "offset": 6431, "length": 184 }, { "offset": 6617, "length": 268 }, { "offset": 6887, "length": 151 }, { "offset": 7041, "length": 59 }, { "offset": 7101, "length": 123 }, { "offset": 7226, "length": 86 }, { "offset": 7314, "length": 57 }, { "offset": 7373, "length": 100 }, { "offset": 7475, "length": 82 }, { "offset": 7559, "length": 173 }, { "offset": 7734, "length": 199 }, { "offset": 7935, "length": 25 }, { "offset": 7962, "length": 115 }, { "offset": 8079, "length": 141 }, { "offset": 8222, "length": 118 }, { "offset": 8342, "length": 164 }, { "offset": 8508, "length": 133 }, { "offset": 8643, "length": 105 }, { "offset": 8750, "length": 168 }, { "offset": 8920, "length": 79 }, { "offset": 9001, "length": 135 }, { "offset": 9138, "length": 91 }, { "offset": 9231, "length": 62 }, { "offset": 9295, "length": 71 }, { "offset": 9368, "length": 121 }, { "offset": 9492, "length": 176 }, { "offset": 9669, "length": 199 }, { "offset": 9870, "length": 267 }, { "offset": 10139, "length": 120 }, { "offset": 10261, "length": 104 }, { "offset": 10367, "length": 44 }, { "offset": 10413, "length": 117 }, { "offset": 10532, "length": 169 }, { "offset": 10703, "length": 223 }, { "offset": 10928, "length": 240 }, { "offset": 11170, "length": 85 }, { "offset": 11257, "length": 70 }, { "offset": 11329, "length": 282 }, { "offset": 11613, "length": 145 }, { "offset": 11760, "length": 257 }, { "offset": 12020, "length": 130 }, { "offset": 12151, "length": 228 }, { "offset": 12381, "length": 73 }, { "offset": 12456, "length": 153 }, { "offset": 12612, "length": 93 }, { "offset": 12706, "length": 107 }, { "offset": 12815, "length": 67 }, { "offset": 12884, "length": 147 }, { "offset": 13033, "length": 82 }, { "offset": 13117, "length": 126 }, { "offset": 13245, "length": 94 }, { "offset": 13341, "length": 11 }, { "offset": 13354, "length": 21 }, { "offset": 13377, "length": 12 }, { "offset": 13391, "length": 16 }, { "offset": 13409, "length": 129 }, { "offset": 13540, "length": 111 }, { "offset": 13653, "length": 32 }, { "offset": 13687, "length": 91 }, { "offset": 13781, "length": 105 }, { "offset": 13887, "length": 126 }, { "offset": 14015, "length": 122 }, { "offset": 14139, "length": 231 }, { "offset": 14372, "length": 49 }, { "offset": 14423, "length": 151 }, { "offset": 14576, "length": 231 }, { "offset": 14809, "length": 66 }, { "offset": 14878, "length": 130 }, { "offset": 15009, "length": 278 }, { "offset": 15290, "length": 164 }, { "offset": 15456, "length": 160 }, { "offset": 15617, "length": 73 }, { "offset": 15692, "length": 176 }, { "offset": 15870, "length": 54 }, { "offset": 15927, "length": 169 }, { "offset": 16097, "length": 97 }, { "offset": 16196, "length": 259 }, { "offset": 16458, "length": 8 }, { "offset": 16468, "length": 218 }, { "offset": 16688, "length": 42 }, { "offset": 16732, "length": 163 }, { "offset": 16897, "length": 98 }, { "offset": 16996, "length": 324 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=ad469511-aa70-4f56-af04-7d9d384d804c&verdictid=8a13f63c-9116-45bd-873e-8120eab5fd0c" }
164/2018 Útdráttur P var sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa slegið A í höfuðið með nánar tilgreindum afleiðingum. Ekki var fallist á að viðbrögð hans hafi helgast af neyðarvörn samkvæmt 1. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga eða að atvik hafi verið með þeim hætti sem lýst er í 2. mgr. sömu greinar. Með hliðsjón af sakaferli ákærða þótti refsing hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga en fullnustu refsingarinnar skyldi frestað skilorðsbundið. Þá var P gert að greiða A 153.000 krónur í skaða og miskabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Á-kk-nf H-kk-nf, H-kvk-nf Þ-kvk-nf og R-kvk-nf H-kvk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar með áfrýjunarstefnu 24. janúar 2018 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Suðurlands 18. desember 2017 í málinu nr. S4/2017. 2 Ákæruvaldið krefst staðfestingar á sakfellingu ákærða og að refsing hans verði þyngd. Þá er þess krafist að ákærði greiði allan sakarkostnað málsins. 3 Ákærði krefst sýknu en til vara að refsing verði felld niður eða milduð. Þá krefst hann þess að einkaréttarkröfu á hendur sér verði vísað frá dómi en til vara að fjárhæð hennar verði lækkuð. Loks krefst hann málsvarnarlauna til handa skipuðum verjanda sínum og að þau ásamt öðrum sakarkostnaði málsins greiðist úr ríkissjóði. 4 Brotaþoli, A, hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Landsrétti og verður því litið svo á að hann krefjist staðfestingar á einkaréttarkröfu sinni, sbr. 1. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Niðurstaða 5 Ákæruatriðum, málavöxtum og framburði ákærða, brotaþola og vitna eru gerð skil í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar greinir kom til átaka milli ákærða og brotaþola í tjaldi á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum aðfaranótt laugardagsins 1. ágúst 2015. Af framburði þeirra sem komu fyrir héraðsdóm verður ráðið að þar hafi brotaþoli tekið í ákærða til að koma honum út úr tjaldinu eftir að brotaþoli, ásamt öðru fólki sem var með honum í för, kom að ákærða þar sem hann ætlaði að kasta af sér þvagi inni í tjaldinu. Ákærði bar fyrir d ómi að hafa brugðist við með því að ýta við þeim sem veittust þannig að honum. Að sögn ákærða datt annar þeirra sem það gerðu á tjaldgólfið og lýsti hann því að þeir hefðu slegist í kjölfarið. Ljóst er að þar er átt við brotaþola. Kveðst ákærði hafa legið ofan á honum og reynt að kýla hann. Þegar litið er til þessa framburðar ákærða og annars sem fyrir liggur í málinu verður ekki á það fallist að viðbrögð hans hafi helgast af neyðarvörn samkvæmt 1. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga eða að atvik hafi verið með þeim hætti sem lýst er í 2. mgr. sömu greinar. 6 Með framburði vitnanna B og C, og með hliðsjón af framlögðu læknisvottorði um áverka brotaþola og framburði læknis fyrir dómi, er sannað að ákærði hafi í framangreindum átökum við brotaþola slegið hann í höfuðið með þeim afleiðingum sem í ákæru greinir. Samkvæmt því ber að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærða. 7 Með vísan til þess sem rakið hefur verið um framburð ákærða og að teknu tilliti til þess sem fyrir liggur um aðdraganda átakanna milli ákærða og brotaþola er ekki efni til þess að þau atriði sem greinir í 4. tölulið 1. mgr. 74. gr., 75. gr. eða 3. mgr. 218. gr. c, áður 3. mgr. 218. gr. b í almennum hegningarlögum, hafi áhrif við ákvörðun refsingar. 8 Í hinum áfrýjaða dómi segir að viðurlagaákvörðun 8. júlí 2015 hafi ítrekunaráhrif við ákvörðun refsingar ákærða, sbr. 1. mgr. 218. gr. c í almennum hegningarlögum, áður 1. mgr. 218. gr. b í sömu lögum. Ákæruvaldið hefur lagt fyrir Landsrétt upplýsingar um að ákærði hafi verið 17 ára þegar hann framdi það brot sem lá til grundvallar þeirri viðurlagaákvörðun. Samkvæmt 1. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga hefur hún því ekki ítrekunaráhrif. 9 Eftir að héraðsdómur gekk hefur ákærði verið sakfelldur fyrir þrjú umferðarlagabrot og fyrir brot gegn 218. gr. b í almennum hegningarlögum, sbr. dóm Héraðsdóms Reykjavíkur 14. nóvember 2018. Síðast greinda brotið var framið 3. febrúar 2018, um einum og hálfum mánuði eftir að hinn áfrýjaði dómur gekk. Ákærða var þar gert að sæta fangelsi í sex mánuði en refsing fyrir umferðarlagabrotin var ákveðin sem hegningarauki, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Að þessu gættu og með hliðsjón af sakaferli ákærða, sbr. 5. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, er refsing ákærða hæfilega ákveðin í hinum áfrýjaða dómi. 10 Ákvæði héraðsdóms um einkaréttarkröfu og um sakarkostnað í héraði eru staðfest. 11 Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærði, P-kk-nf A-kk-nf J-kk-nf, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 583.200 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, S-kk-ef A-kk-ef S-kk-ef lögmanns, 558.000 krónur.
02aa9c26-79ac-4832-a89a-f35a396a4e8d
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_164_2018", "publish_timestamp": "2018-11-23T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 546 }, { "offset": 569, "length": 17 }, { "offset": 588, "length": 93 }, { "offset": 683, "length": 30 }, { "offset": 715, "length": 205 }, { "offset": 922, "length": 151 }, { "offset": 1075, "length": 327 }, { "offset": 1404, "length": 212 }, { "offset": 1618, "length": 10 }, { "offset": 1630, "length": 981 }, { "offset": 2613, "length": 105 }, { "offset": 2720, "length": 338 }, { "offset": 3060, "length": 352 }, { "offset": 3414, "length": 444 }, { "offset": 3860, "length": 707 }, { "offset": 4569, "length": 176 }, { "offset": 4747, "length": 8 }, { "offset": 4757, "length": 40 }, { "offset": 4799, "length": 189 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 154 }, { "offset": 176, "length": 184 }, { "offset": 362, "length": 140 }, { "offset": 504, "length": 62 }, { "offset": 569, "length": 17 }, { "offset": 588, "length": 93 }, { "offset": 683, "length": 30 }, { "offset": 715, "length": 127 }, { "offset": 843, "length": 67 }, { "offset": 912, "length": 7 }, { "offset": 922, "length": 87 }, { "offset": 1010, "length": 62 }, { "offset": 1075, "length": 74 }, { "offset": 1150, "length": 116 }, { "offset": 1268, "length": 133 }, { "offset": 1404, "length": 212 }, { "offset": 1618, "length": 10 }, { "offset": 1630, "length": 103 }, { "offset": 1734, "length": 136 }, { "offset": 1872, "length": 261 }, { "offset": 2135, "length": 96 }, { "offset": 2233, "length": 112 }, { "offset": 2347, "length": 36 }, { "offset": 2385, "length": 59 }, { "offset": 2446, "length": 164 }, { "offset": 2613, "length": 105 }, { "offset": 2720, "length": 255 }, { "offset": 2976, "length": 81 }, { "offset": 3060, "length": 352 }, { "offset": 3414, "length": 203 }, { "offset": 3618, "length": 156 }, { "offset": 3776, "length": 81 }, { "offset": 3860, "length": 193 }, { "offset": 4054, "length": 109 }, { "offset": 4165, "length": 152 }, { "offset": 4319, "length": 164 }, { "offset": 4485, "length": 81 }, { "offset": 4569, "length": 176 }, { "offset": 4747, "length": 8 }, { "offset": 4757, "length": 40 }, { "offset": 4799, "length": 189 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=fb609912-e834-458f-b9a8-9b4e5ad280c6&verdictid=403abaa1-fd39-4a1d-80b6-6f5838cb091d" }
165/2018 Útdráttur X var sakfelldur fyrir kynferðisbrot með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við A sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Var brot X talið varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar var litið til 1., 2., 4. og 5. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga og var refsing X ákveðin fangelsi í 18 mánuði. Með vísan til dráttar sem orðið hefði á meðferð málsins, og að teknu tilliti til ungs aldurs X þegar hann braut af sér og þess að hann hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi, þótti rétt að fresta að öllu leyti fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið. Þá var X gert að greiða A 1.300.000 krónur í miskabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, Á-kk-nf H-kk-nf og H-kvk-nf Þ-kvk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar með áfrýjunarstefnu 15. janúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 19. desember 2017 í málinu nr. S[…]/2017. 2 Ákæruvaldið krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærða. Þá er þess krafist að refsing ákærða verði þyngd og að hann verði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar í málinu. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins og að einkaréttarkröfu verði vísað frá héraðsdómi. Til vara krefst hann þess að refsing hans verði milduð og skilorðsbundin að öllu leyti og að fjárhæð einkaréttarkröfu verði lækkuð verulega. Loks krefst hann málsvarnarlauna til handa skipuðum verjanda sínum. 4 Brotaþoli, A, krefst þess aðallega að ákærða verði gert að greiða sér 1.500.000 krónur en til vara að niðurstaða héraðsdóms verði staðfest, í báðum tilvikum með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði. Þá krefst hún greiðslu þóknunar réttargæslumanns. Niðurstaða 5 Um ákæru, málavexti og framburð ákærða og vitna fyrir héraðsdómi er vísað til hins áfrýjaða dóms. Upptökur af framburði ákærða og brotaþola í héraði voru spilaðar við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti. 6 Ranghermt er í niðurstöðukafla héraðsdóms að ákærði hafi komið á lögreglustöð viku eftir að atvik málsins urðu til þess að gangast við kynferðisbroti. Hið rétta er að það gerði hann 7. apríl 2015, eins og greinir í málsatvikalýsingu héraðsdóms, eða rúmum tveimur mánuðum eftir að þau atvik áttu sér stað sem ákæran lýtur að. Í málinu liggur fyrir lögregluskýrsla, sem dagsett er 24. september 2015, um framburð ákærða í það sinn. Þar kemur fram að ákærði hafi ekki viljað „lögmann að svo stöddu“ eftir að leiðbeint hafði verið um rétt hans til þess að honum yrði tilnefndur verjandi sem og um að honum væri óskylt að tjá sig um ætlað brot sitt. Lögreglu bar að tilkynna barnaverndarnefnd um skýrslugjöfina samkvæmt 1. mgr. 61. gr. laga nr. 88/2008 og gefa fulltrúa hennar færi á að vera viðstaddur. Ekki var heldur fylgt fyrirmælum 2. og 3. mgr. 66. gr. sömu laga við skýrslutökuna. Engar skýringar hafa verið færðar fram í málinu hvers vegna lögregla sá ekki ástæðu til þess að fylgja framangreindum lagafyrirmælum og er það aðfinnsluvert. Eins og greinir í héraðsdómi var við þá skýrslugjöf haft eftir ákærða að brotaþoli hefði virst vera sofandi í umrætt sinn og hann þá káfað á kynfærum hennar í smá stund. 7 Ákærði gaf að nýju skýrslu hjá lögreglu 16. apríl 2015 að viðstöddum verjanda og fulltrúa barnaverndarnefndar. Framan af skýrslugjöfinni kvaðst hann einungis hafa kysst brotaþola á munninn og faðmað hana og neitaði að hafa snert hana meira. Hafi kossinn verið „svona franskur koss“ þar sem tungan hafi farið upp í munn brotaþola. Eigi afsökunarbeiðnin í smáskilaboðum 11. febrúar 2015 rætur að rekja til hans. Þegar upplýsingar um það sem lögregla hafði eftir ákærða 7. apríl 2015 voru bornar undir hann gekkst hann þó einnig við því að hafa strokið brotaþola utanklæða við nárann nálægt kynfærum. Í framburði hans hjá lögreglu og síðar fyrir dómi kom ekkert fram sem gaf til kynna að hann dragi í efa að lýsingin á því sem hann hafði greint lögreglu frá 7. apríl 2015 væri rétt. Í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi bar ákærði að hafa strokið brotaþola yfir brjóst og kynfæri utanklæða og kysst hana á munninn „mömmukossi“ – „engin tunga eða neitt svoleiðis“. Hann hafi síðan hætt um leið og hann gerði sér grein fyrir því að brotaþoli svaraði ekki atlotum hans. 8 Samkvæmt framansögðu hefur ákærði verið nokkuð óstöðugur um veigamikil atriði í lýsingu sinni á atvikum. Ber að líta til þess við mat á trúverðugleika framburðar hans fyrir dómi, sbr. 115. gr. laga nr. 88/2008. 9 Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða og heimfærslu brotsins til 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. 10 Að teknu tilliti til þeirra sjónarmiða sem vísað er til í 1., 2., 4. og 5. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin í hinum áfrýjaða dómi. 11 Tilkynnt var um brot ákærða til lögreglu með bréfi félagsráðgjafa 27. febrúar 2015. Móðir brotaþola gaf kæruskýrslu fyrir hennar hönd 3. mars sama ár, en þá var brotaþoli 17 ára. Brotaþoli gaf skýrslu hjá lögreglu 6. mars sama ár. Mánuði síðar gaf ákærði skýrslu hjá lögreglu eins og rakið hefur verið. Rannsókn málsins virðist hafa lokið í septemberlok 2015 en þá voru teknar skýrslur af vitnum. Afstaða ákærða til bótakröfu lá fyrir 2. október sama ár. Ákæra var hins vegar ekki gefin út fyrr en 26. maí 2017. Þá voru tæplega 27 mánuðir liðnir frá því að brotið var kært og tæpir 20 mánuðir frá lokum rannsóknar. Ekki hafa komið fram neinar skýringar á þessum drætti á rekstri málsins. Í þessu ljósi og að teknu tilliti til þess að ákærði var ungur að árum þegar hann braut af sér og hefur aldrei áður verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi verður fullnustu refsingar hans frestað skilorðsbundið að öllu leyti samkvæmt 57. gr. almennra hegningarlaga eins og í dómsorði greinir. 12 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður ákvæði hans um einkaréttarkröfu brotaþola staðfest sem og um sakarkostnað. 13 Ákærði verður dæmdur til þess að greiða áfrýjunarkostnað málsins eins og í dómsorði greinir, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun skipaðra réttargæslumanna brotaþola, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður að öðru leyti en því að fresta skal fullnustu refsingar ákærða, X, og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákvæði héraðsdóms um einkaréttarkröfu brotaþola og sakarkostnað eru staðfest. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 1.480.651 krónu, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, L-kk-ef A-kk-ef S-kk-ef lögmanns, 1.054.000 krónur, og þóknun réttargæslumanna brotaþola, lögmannanna H-kk-ef B-kk-ef og G-kvk-ef B-kvk-ef B-kvk-ef, 186.000 krónur til hvors þeirra. Sératkvæði A-kk-ef E. J-kk-ef 1 Ég er ósammála niðurstöðu meirihluta dómenda Landsréttar. 2 Eins og rakið er í atkvæði meirihlutans stangast framburðir ákærða og brotaþola á í verulegum atriðum. Þótt ég fallist á að nokkurs óstöðugleika gæti í lýsingu ákærða á atvikum er til þess að líta að þegar fyrsta skýrsla var tekin af honum hjá lögreglu 7. apríl 2015 var hann 17 ára. Skýrslan er ekki undirrituð af ákærða og ber með sér að hafa verið rituð af lögreglumanni ríflega fimm og hálfum mánuði síðar, eða 24. september sama ár. Samkvæmt 2. mgr. 27. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, kemur lögráðamaður fram sem fyrirsvarsmaður er sakborningur er ólögráða, eftir því sem þörf krefur. Samkvæmt ákvæðinu tekur lögráðamaður ákvarðanir fyrir hönd hins ólögráða sem hann verður ekki talinn „bera skynbragð á eða fær um að taka“. Í lögskýringargögnum með þessu ákvæði kemur meðal annars fram að eftir að sakborningur er orðinn sakhæfur, við 15 ára aldur, komi lögráðamaður aðeins fram fyrir hans hönd í undantekningartilvikum við meðferð sakamáls, og er þar nefnt í dæmaskyni „ef sakborningur er ófær um að taka ákvörðun, sem málið varðar, eða ber ekki skynbragð á þýðingu hennar vegna andlegrar vanheilsu sinnar“. Fyrir liggur samkvæmt gögnum máls að ákærði varð fyrir aðkasti í skólanum sínum í kjölfar þeirra atvika sem ákæran lýtur að og að honum hafi liðið illa þegar hann kom sjálfviljugur til að gefa fyrrgreinda skýrslu hjá lögreglu 7. apríl 2015 klukkan 05:18 í kjölfar símtals við Neyðarlínuna. Sökum ungs aldurs ákærða og alvarleika þeirrar háttsemi sem hann hafði í hyggju að játa mátti að fyrra bragði ætla að andleg líðan hans kynni að vera slík að hann bæri ekki skynbragð á þýðingu þeirrar ákvörðunar að hafna aðstoð lögmanns, og af þeirri ástæðu hafi verið nauðsynlegt að gera lögráðamanni hans viðvart. 3 Af skýrslu lögreglu 7. apríl 2015 er ekki að sjá að gætt hafi verið að framangreindu ákvæði 2. mgr. 27. gr. laga nr. 88/2008 er ákærði lýsti því yfir að hann teldi sig ekki hafa þörf fyrir lögmann sér til aðstoðar við skýrslutökuna. Samkvæmt öðrum málslið 1. mgr. 61. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 2. mgr. 18. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, skal auk þess tilkynna barnaverndarnefnd ef til stendur að taka skýrslu af sakborningi yngri en 18 ára vegna ætlaðs brots gegn almennum hegningarlögum eða brots gegn öðrum lögum, sem varðað getur þyngri refsingu en tveggja ára fangelsi. Getur barnaverndarnefnd við slíkar aðstæður sent fulltrúa sinn til að vera við skýrslutökuna. Í ljósi þess að ákærði hafnaði því að fá sér skipaðan verjanda, án þess að sjáanlega hefði verið haft nokkurt samráð við lögráðamann hans, var sérstaklega brýnt að barnaverndarnefnd væri tilkynnt um hina fyrirhuguðu skýrslutöku svo unnt væri að meta hvort hagsmunir hans kölluðu á að hann fengi viðeigandi aðstoð. 4 Samkvæmt 2. mgr. 66. gr. laga nr. 88/2008 skal það sem kemur fram við skýrslutöku af sakborningi hljóðritað, tekið upp á myndband eða mynddisk, ef því verður við komið, en annars ritað af þeim sem skýrslu tekur eftir nánari ákvörðun hans. Ef framburður er ekki hljóðritaður eða tekinn upp á annan hátt skal leitast við að skrá orðrétt eftir skýrslugjafa. Samkvæmt 3. mgr. sama lagaákvæðis skal sá sem tekur skýrslu, skýrslugjafi og aðrir sem viðstaddir eru rita nafn sitt undir sérstakt eyðublað um skýrslutökuna. Ef framburður skýrslugjafa hefur verið skráður skal hann jafnframt rita nafn sitt undir þá skýrslu. Af gögnum máls verður ekki ráðið að gætt hafi verið að framangreindu. 5 Vanræksla lögreglu á að gæta að fyrrgreindu ákvæði 2. mgr. 27. gr. laga nr. 88/2008, ákvæði 2. málsliðar 1. mgr. 61. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 2. mgr. 18. gr. barnaverndarlaga, og 2.3. mgr. 66. gr. laga nr. 88/2008 hefur að mínu mati óhjákvæmilega í för með sér eins og atvikum máls er háttað að ekki sé fært að horfa til skýrslunnar við mat á sekt ákærða. Til þess er þá jafnframt að líta að skýrslan hafði áhrif á framburð hans við síðari skýrslugjöf hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi, þar sem vísað var til hennar og hann meðal annars krafinn skýringa á því sem þar var eftir honum haft. Í forsendum hins áfrýjaða dóms er sérstaklega vísað til þessarar skýrslu og lagt til grundvallar að hún styðji fremur framburð brotaþola sem var lagður til grundvallar dómsniðurstöðu um sekt ákærða. Sé horft til atvika máls í heild tel ég að skýrslan hafi haft slík áhrif á framburð ákærða við meðferð máls, bæði á rannsóknarstigi og fyrir dómi, að ekki verði á honum byggt við mat á sekt hans eins og gert var í hinum áfrýjaða dómi, sbr. 1. málslið 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 og 1. málslið 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð fyrir dómi, sbr. lög nr. 62/1994. 6 Ekki er til að dreifa framburði annarra en ákærða og brotaþola af því atviki sem ákæra lýtur að. Skýrslur vitna hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi fólu í öllum tilvikum í sér endursögn brotaþola á atvikum. Þótt af SMSskilaboðum ákærða til brotaþola megi ráða eftirsjá vegna samskipta sem hann hafi átt við brotaþola, er þar ekki að finna nánari tilgreiningu á því í hverju þau samskipti hafi verið fólgin en við mat á sönnunargildi þeirra verður þá jafnframt að mínu mati að horfa til þess að þau voru send í kjölfar þess að ákærði hafði orðið fyrir aðkasti í skólanum frá vinkonum brotaþola. Þótt framburður brotaþola hafi verið stöðugur liggja engin gögn fyrir sem eru að mínu mati þess eðlis að hægt sé að leggja til grundvallar, gegn neitun ákærða, að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákæru. 7 Af því sem að framan er rakið tel ég að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna sekt ákærða, sbr. 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 og því beri að sýkna hann af kröfum ákæruvaldsins og vísa einkaréttarkröfu brotaþola frá héraðsdómi, sbr. 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. Þá tel ég að sakarkostnaður eins og hann var ákveðinn í héraðsdómi skuli allur felldur á ríkissjóð sem og allur áfrýjunarkostnaður málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða og þóknun skipaðra réttargæslumanna.
c578f058-c2c3-48b0-b4e0-0dd68786c19e
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_165_2018", "publish_timestamp": "2018-11-16T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 710 }, { "offset": 733, "length": 17 }, { "offset": 752, "length": 94 }, { "offset": 848, "length": 30 }, { "offset": 880, "length": 163 }, { "offset": 1045, "length": 192 }, { "offset": 1239, "length": 570 }, { "offset": 1811, "length": 10 }, { "offset": 1823, "length": 206 }, { "offset": 2031, "length": 1212 }, { "offset": 3245, "length": 1061 }, { "offset": 4308, "length": 451 }, { "offset": 4761, "length": 185 }, { "offset": 4948, "length": 986 }, { "offset": 5936, "length": 127 }, { "offset": 6065, "length": 242 }, { "offset": 6309, "length": 8 }, { "offset": 6319, "length": 249 }, { "offset": 6570, "length": 77 }, { "offset": 6649, "length": 296 }, { "offset": 6947, "length": 10 }, { "offset": 6959, "length": 18 }, { "offset": 6979, "length": 1794 }, { "offset": 8775, "length": 987 }, { "offset": 9764, "length": 685 }, { "offset": 10451, "length": 1204 }, { "offset": 11657, "length": 848 }, { "offset": 12507, "length": 515 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 160 }, { "offset": 182, "length": 78 }, { "offset": 262, "length": 148 }, { "offset": 412, "length": 261 }, { "offset": 675, "length": 55 }, { "offset": 733, "length": 17 }, { "offset": 752, "length": 94 }, { "offset": 848, "length": 30 }, { "offset": 880, "length": 83 }, { "offset": 964, "length": 67 }, { "offset": 1033, "length": 9 }, { "offset": 1045, "length": 76 }, { "offset": 1122, "length": 114 }, { "offset": 1239, "length": 111 }, { "offset": 1351, "length": 139 }, { "offset": 1492, "length": 66 }, { "offset": 1560, "length": 198 }, { "offset": 1760, "length": 48 }, { "offset": 1811, "length": 10 }, { "offset": 1823, "length": 99 }, { "offset": 1923, "length": 105 }, { "offset": 2031, "length": 152 }, { "offset": 2184, "length": 172 }, { "offset": 2358, "length": 103 }, { "offset": 2463, "length": 213 }, { "offset": 2678, "length": 152 }, { "offset": 2832, "length": 82 }, { "offset": 2916, "length": 156 }, { "offset": 3074, "length": 168 }, { "offset": 3245, "length": 112 }, { "offset": 3358, "length": 128 }, { "offset": 3488, "length": 87 }, { "offset": 3577, "length": 78 }, { "offset": 3657, "length": 186 }, { "offset": 3845, "length": 180 }, { "offset": 4027, "length": 175 }, { "offset": 4204, "length": 101 }, { "offset": 4308, "length": 106 }, { "offset": 4415, "length": 104 }, { "offset": 4521, "length": 237 }, { "offset": 4761, "length": 185 }, { "offset": 4948, "length": 86 }, { "offset": 5035, "length": 93 }, { "offset": 5130, "length": 50 }, { "offset": 5182, "length": 70 }, { "offset": 5254, "length": 92 }, { "offset": 5348, "length": 56 }, { "offset": 5406, "length": 55 }, { "offset": 5463, "length": 101 }, { "offset": 5566, "length": 71 }, { "offset": 5639, "length": 294 }, { "offset": 5936, "length": 127 }, { "offset": 6065, "length": 242 }, { "offset": 6309, "length": 8 }, { "offset": 6319, "length": 249 }, { "offset": 6570, "length": 77 }, { "offset": 6649, "length": 296 }, { "offset": 6947, "length": 10 }, { "offset": 6959, "length": 18 }, { "offset": 6979, "length": 59 }, { "offset": 7039, "length": 103 }, { "offset": 7144, "length": 179 }, { "offset": 7325, "length": 152 }, { "offset": 7479, "length": 162 }, { "offset": 7643, "length": 138 }, { "offset": 7783, "length": 383 }, { "offset": 8168, "length": 288 }, { "offset": 8458, "length": 314 }, { "offset": 8775, "length": 234 }, { "offset": 9010, "length": 343 }, { "offset": 9355, "length": 92 }, { "offset": 9449, "length": 312 }, { "offset": 9764, "length": 240 }, { "offset": 10005, "length": 114 }, { "offset": 10121, "length": 157 }, { "offset": 10280, "length": 98 }, { "offset": 10380, "length": 68 }, { "offset": 10451, "length": 359 }, { "offset": 10811, "length": 231 }, { "offset": 11044, "length": 197 }, { "offset": 11243, "length": 411 }, { "offset": 11657, "length": 98 }, { "offset": 11756, "length": 105 }, { "offset": 11863, "length": 385 }, { "offset": 12250, "length": 254 }, { "offset": 12507, "length": 285 }, { "offset": 12793, "length": 228 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=8aa2394e-de21-45a7-9d1c-ae4b1207a303&verdictid=2bc24013-85d3-4ed1-98ea-d6019c252f9a" }
167/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir I-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf F-kk-nf og O-kvk-nf M-kvk-nf A-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 6. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. febrúar 2018. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. febrúar 2018, í málinu nr. R99/2018, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 5. mars 2018 klukkan 16. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að honum verði gert að sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds, en að því frágengnu að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 25. ágúst 2017, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna, sbr. a lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, en með stoð í 2. mgr. sömu lagagreinar frá 22. september 2017. Ákæra á hendur varnaraðila var gefin út 16. nóvember 2017 þar sem varnaraðila ásamt þremur öðrum er gefið að sök stórfellt fíkniefnalagabrot sem talið er varða við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa staðið saman að innflutningi á 1.328 ml af vökva sem innihélt amfetamínbasa, sem hafði 49% styrkleika, ætlaðan til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni, o g tilraun til sams konar brots með því að hafa ætlað sér að flytja inn allt að 3.912 ml af sams konar vökva til viðbótar framangreindu magni. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð […] . mars 2018. Með dómum Hæstaréttar 26. september 2017 í máli nr. 606/2017 o g 22. nóvember 2017 í máli nr. 726/2017 var því slegið föstu að fullnægt væri skilyrðum til þess að varnaraðili sætti gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Fallist er á með héraðsdómi að ekkert sé fram komið sem haggar þeirri niðurs töðu. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
104c4895-6296-4135-8346-ff9c971ca3ab
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_167_2018", "publish_timestamp": "2018-02-09T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 137 }, { "offset": 160, "length": 21 }, { "offset": 183, "length": 118 }, { "offset": 303, "length": 387 }, { "offset": 692, "length": 218 }, { "offset": 912, "length": 54 }, { "offset": 968, "length": 407 }, { "offset": 1377, "length": 375 }, { "offset": 1754, "length": 369 }, { "offset": 2125, "length": 13 }, { "offset": 2140, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 137 }, { "offset": 160, "length": 21 }, { "offset": 183, "length": 118 }, { "offset": 303, "length": 123 }, { "offset": 427, "length": 71 }, { "offset": 500, "length": 112 }, { "offset": 614, "length": 75 }, { "offset": 692, "length": 218 }, { "offset": 912, "length": 54 }, { "offset": 968, "length": 204 }, { "offset": 1173, "length": 174 }, { "offset": 1349, "length": 25 }, { "offset": 1377, "length": 323 }, { "offset": 1701, "length": 39 }, { "offset": 1742, "length": 9 }, { "offset": 1754, "length": 242 }, { "offset": 1997, "length": 81 }, { "offset": 2080, "length": 42 }, { "offset": 2125, "length": 13 }, { "offset": 2140, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=6f8788fc-feeb-4973-b962-62f9f3bb07dd&verdictid=25764f8a-ac24-4c70-b4fb-c785ba359421" }
168/2018 Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli B á hendur G og H var vísað frá dómi. Í málinu krafðist B riftunar nánar tilgreindra ráðstafana og að G og H yrði gert að endurgreiða þrotabúi S og HE þá fjármuni sem þrotabúið varð af vegna sömu ráðstafana. Í úrskurði Landsréttar var rakið að B hefði ekki lengur lögvarða hagsmuni af því að krefjast riftunar veðréttar, sem G og H fengu í fasteign S og HE samkvæmt tryggingarbréfi, þar sem veðinu hafði þegar verið aflýst. Var þeirri kröfu B því vísað frá héraðsdómi. Að öðru leyti var óskýrleiki málsins ekki talinn slíkur að færi á milli mála hvert sakarefni málsins væri svo varnaraðilum væri gert erfitt um vik að taka til efnisvarna í málinu. Var sá hluti hins kærða úrskurðar því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka þá þætti málsins til efnismeðferðar. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, Á-kk-nf H-kk-nf og R-kvk-nf H-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 8. febrúar 2018 en kærumálsgögn bárust réttinum 20. febrúar sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 26. janúar 2018, í málinu nr. E900/2017, þar sem máli sóknaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í jlið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að lagt verði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Málsástæður aðila Málsástæður sóknaraðila 4 Sóknaraðili reisir kröfu sína á því að héraðsdómari hafi ranglega vísað máli þessu frá dómi á þeim grunni að stefna uppfylli ekki skilyrði d og eliða 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Hún kveðst vera ósammála því mati héraðsdómara að málið sé vanreifað og kröfugerð óskýr. Jafnframt hafnar hún þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið sýnt fram á að hún hafi lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um þrautavarakröfu í stefnu. Loks hafnar sóknaraðili kröfu varnaraðila um að vísa skuli málinu frá héraðsdómi þar sem hún hafi ekki umboð til að reka málið fyrir dómstólum. Málsástæður varnaraðila 5 Varnaraðilar telja að slíkir annmarkar séu á kröfugerð og málatilbúnaði sóknaraðila að ekki fái samrýmst áskilnaði d og eliða 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Þá byggja varnaraðilar á því að sóknaraðili hafi ekki umboð til að reka málið fyrir dómstólum, en í niðurstöðu héraðsdómara hafi ekki verið vikið að þeirri röksemd fyrir frávísun málsins. Samkvæmt framangreindu beri að staðfesta niðurstöðu hins kærða úrskurðar um að vísa máli þessu frá dómi. Niðurstaða Landsréttar 6 Á skiptafundi í þrotabúum H-kvk-ef E-kvk-ef og S-kk-ef G-kk-ef 20. janúar 2015 var bókað að skiptastjóri veitti sóknaraðila heimild til að höfða, í eigin nafni en til hagsbóta búinu, dómsmál til riftunar á tilteknum ráðstöfunum þrotamanna, meðal annars mál á hendur varnaraðilum til þess að krefjast riftunar á kaupsamningi/afsali fasteignar þrotamanna að Háaleitisbraut 103 í Reykjavík. Á skiptafundi 11. júlí 2017 bókaði skiptastjóri um lok skipta í þrotabúunum með þeim fyrirvara, sbr. 157. gr. og 164. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., „að hann muni taka skipti búsins upp að nýju ef dómsmál skiptabeiðanda á hendur þrotamönnum og/eða lögreglurannsókn vegna kæru skiptabeiðanda og tilkynningar skiptastjóra mun gefa tilefni til“. Samkvæmt framangreindu verður talið að sóknaraðili hafi umboð til að halda uppi hagsmunum þrotabúanna í máli þessu, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 21/1991. 7 Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði mun tryggingarbréfi, sem hvíldi á 2. veðrétti fasteignarinnar, að fjárhæð 5.000.000 króna, hafa verið aflýst 9. nóvember 2015, og veðrétturinn þar með fallið niður. Hefur sóknaraðili því ekki lengur lögvarða hagsmuni af því að krefjast riftunar þeirra réttinda. Þegar af þeirri ástæðu ber að vísa þrautavarakröfu sóknaraðila, sem höfð er uppi í stefnu, frá héraðsdómi. 8 Af stefnu og gögnum málsins þykir að öðru leyti verða ráðið hverjar málsástæður sóknaraðila eru og sá grundvöllur sem málsóknin byggist á, þótt fallast megi á það með varnaraðilum að málatilbúnaður sóknaraðila sé ekki svo skýr sem skyldi. Þannig virðist krafa sóknaraðila um að varnaraðilar endurgreiði þrotabúum þrotamanna hvoru um sig tilgreinda fjárhæð byggð á því að þrotamenn hafi endurgreitt varnaraðilum fjármuni sem hafi verið varið til greiðslu skuldar þeirra við sóknaraðilann G-kk-þf. Þykir óskýrleiki í málatilbúnaði sóknaraðila ekki vera slíkur að fari á milli mála hvert sakarefni málsins er svo að varnaraðilum sé gert erfitt um vik að taka til efnisvarna í málinu. Samkvæmt framangreindu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi að því er varðar aðal, vara og þrautaþrautavarakröfu sóknaraðila og lagt fyrir héraðsdóm að taka þá þætti málsins til efnismeðferðar. 9 Rétt þykir að kærumálskostnaður falli niður. Úrskurðarorð: Staðfest er niðurstaða hins kærða úrskurðar um að vísa beri frá dómi þrautavarakröfu sóknaraðila, B-kvk-ef S-kvk-ef. Hinn kærði úrskurður er að öðru leyti felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka aðal, vara og þrautaþrautavarakröfu sóknaraðila til efnismeðferðar. Kærumálskostnaður fellur niður.
535bde44-bbce-4b66-8dc3-2d380ea6eede
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_168_2018", "publish_timestamp": "2018-03-07T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 817 }, { "offset": 840, "length": 21 }, { "offset": 863, "length": 110 }, { "offset": 975, "length": 30 }, { "offset": 1007, "length": 327 }, { "offset": 1336, "length": 173 }, { "offset": 1511, "length": 80 }, { "offset": 1593, "length": 17 }, { "offset": 1612, "length": 23 }, { "offset": 1637, "length": 564 }, { "offset": 2203, "length": 23 }, { "offset": 2228, "length": 454 }, { "offset": 2684, "length": 22 }, { "offset": 2708, "length": 906 }, { "offset": 3616, "length": 410 }, { "offset": 4028, "length": 884 }, { "offset": 4914, "length": 46 }, { "offset": 4962, "length": 13 }, { "offset": 4977, "length": 116 }, { "offset": 5095, "length": 157 }, { "offset": 5254, "length": 31 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 82 }, { "offset": 104, "length": 168 }, { "offset": 274, "length": 214 }, { "offset": 490, "length": 43 }, { "offset": 535, "length": 178 }, { "offset": 715, "length": 122 }, { "offset": 840, "length": 21 }, { "offset": 863, "length": 110 }, { "offset": 975, "length": 30 }, { "offset": 1007, "length": 120 }, { "offset": 1128, "length": 70 }, { "offset": 1200, "length": 54 }, { "offset": 1256, "length": 77 }, { "offset": 1336, "length": 139 }, { "offset": 1476, "length": 32 }, { "offset": 1511, "length": 80 }, { "offset": 1593, "length": 17 }, { "offset": 1612, "length": 23 }, { "offset": 1637, "length": 185 }, { "offset": 1823, "length": 87 }, { "offset": 1912, "length": 144 }, { "offset": 2058, "length": 142 }, { "offset": 2203, "length": 23 }, { "offset": 2228, "length": 161 }, { "offset": 2390, "length": 186 }, { "offset": 2578, "length": 103 }, { "offset": 2684, "length": 22 }, { "offset": 2708, "length": 389 }, { "offset": 3098, "length": 359 }, { "offset": 3459, "length": 154 }, { "offset": 3616, "length": 206 }, { "offset": 3823, "length": 95 }, { "offset": 3920, "length": 105 }, { "offset": 4028, "length": 240 }, { "offset": 4269, "length": 255 }, { "offset": 4526, "length": 183 }, { "offset": 4711, "length": 200 }, { "offset": 4914, "length": 46 }, { "offset": 4962, "length": 13 }, { "offset": 4977, "length": 116 }, { "offset": 5095, "length": 157 }, { "offset": 5254, "length": 31 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=bbc5fb55-bd15-42f8-a1c8-99ad106e5c83&verdictid=abd5f6ac-e40d-4e12-8eb7-69acecb83edc" }
169/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að afplána eftirstöðvar fangelsisrefsingar. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Á-kk-nf H-kk-nf, H-kvk-nf Þ-kvk-nf og R-kvk-nf H-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 8. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. febrúar 2018, í málinu nr. R[…]/2018, þar sem varnaraðila var gert að sæta afplánun á 220 daga eftirstöðvum refsingar samkvæmt dómum Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. júní 2016 og 14. febrúar 2017, sem honum var veitt reynslulausn á með ákvörðun Fangelsismálastofnunar 29. júní 2017. Kæruheimild er í 2. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016, um fullnustu refsinga, sbr. XXX. kafla laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Í kæru varnaraðila er gerð sú athugasemd við meðferð málsins í héraði að dómari hafi verið búinn að semja hinn kærða úrskurð áður en þinghaldið fór fram, en úrskurðurinn hafi verið „afhentur“ strax að loknum málflutningi. Hvorki úrskurðurinn, sem uppfyllir kröfur 3. og 4. mgr. 181. gr., sbr. 107. gr. laga nr. 88/2008, né þingbók málsins gefur til kynna að dómarinn hafi ekki hlýtt á röksemdir aðila fyrir kröfum sínum við meðferð málsins áður en hann tók endanlega afstöðu til þeirra. Ekki er því efni til athugasemda við meðferð málsins í héraði. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði var varnaraðila veitt reynslulausn á 220 daga eftirstöðvum fangelsisrefsingar sem hann hlaut með tveimur dómum Héraðsdóms Reykjavíkur 30. júní 2016 og 14. febrúar 2017. Reynslutíminn var ákveðinn tvö ár frá 4. ágúst 2017. Samkvæmt 2. mgr. 81. gr. laga nr. 15/2016 er það almennt skilyrði reynslulausnar að viðkomandi gerist ekki sekur um nýtt brot á reynslutíma. Samkvæmt 2. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 getur dómstóll úrskurðað að maður, sem hlotið hefur reynslulausn, skuli afplána eftirstöðvar refsingar ef hann á reynslutíma rýfur gróflega almennt skilyrði reynslulausnar, enda liggi fyrir sterkur grunur um að hann hafi framið nýtt brot sem varðað getur sex ára fangelsi eða að brotið varði við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Í ljósi rannsóknargagna málsins verður á það fallist að varnaraðili sé undir sterkum grun um tilraun til þjófnaðar í geymslu fjölbýlishúss í úthverfi Reykjavíkur 20. september 2017, en hann var handtekinn á vettvangi ásamt öðrum manni, sem hefur borið að hafa staðið á verði fyrir varnaraðila meðan hann hafi brotist inn í geymsluna. Þjófnaður varðar allt að sex ára fangelsi samkvæmt 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt 20. gr. sömu laga varðar tilraun almennt sömu refsingu og fullframið brot. Þá bera framlögð rannsóknargögn með sér að varnaraðili sé enn fremur undir sterkum grun um þrjú fíkniefnabrot á reynslutíma, en þau varða allt að sex ára fangelsi, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, um ávana og fíkniefni. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er á það fallist að fullnægt sé því skilyrði 2. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 að varnaraðili sé undir sterkum grun um að hafa framið nýtt brot á reynslutíma sem varðað getur sex ára fangelsi. Með vísan til þess sem fyrir liggur um framangreind brot er enn fremur á það fallist að með þeim hafi varnaraðili rofið gróflega á reynslutíma almennt skilyrði reynslulausnar sem honum var veitt frá 4. ágúst 2017. Með þessum rökum verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
052e6ff6-cc82-4c7a-9534-aa9cac71a0d0
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_169_2018", "publish_timestamp": "2018-02-12T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 99 }, { "offset": 122, "length": 21 }, { "offset": 145, "length": 109 }, { "offset": 256, "length": 646 }, { "offset": 904, "length": 54 }, { "offset": 960, "length": 549 }, { "offset": 1511, "length": 402 }, { "offset": 1915, "length": 378 }, { "offset": 2295, "length": 738 }, { "offset": 3035, "length": 516 }, { "offset": 3553, "length": 13 }, { "offset": 3568, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 99 }, { "offset": 122, "length": 21 }, { "offset": 145, "length": 109 }, { "offset": 256, "length": 118 }, { "offset": 375, "length": 71 }, { "offset": 448, "length": 252 }, { "offset": 702, "length": 127 }, { "offset": 831, "length": 70 }, { "offset": 904, "length": 54 }, { "offset": 960, "length": 221 }, { "offset": 1182, "length": 263 }, { "offset": 1447, "length": 61 }, { "offset": 1511, "length": 208 }, { "offset": 1720, "length": 51 }, { "offset": 1773, "length": 139 }, { "offset": 1915, "length": 378 }, { "offset": 2295, "length": 333 }, { "offset": 2629, "length": 94 }, { "offset": 2725, "length": 82 }, { "offset": 2809, "length": 223 }, { "offset": 3035, "length": 236 }, { "offset": 3272, "length": 212 }, { "offset": 3486, "length": 64 }, { "offset": 3553, "length": 13 }, { "offset": 3568, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=d63302dd-3938-4b1f-a583-28dcd8c943fe&verdictid=f0c642e6-045a-4df0-9e62-e0e7c1e314fc" }
16/2018 Útdráttur AG var sakfelld fyrir brot gegn 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa veist að A og sparkað í andlit hans. Þá var AG einnig sakfelld fyrir brot á lögum um ávana og fíkniefni. Við ákvörðun refsingar var litið til 60. gr., sbr. 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt því og með hliðsjón af 1. – 3. tölulið 1. mgr. 70. gr. sömu laga var refsing AG ákveðin fangelsi í 10 mánuði en fullnustu refsingar frestað skilorðsbundið í þrjú ár. Þá var staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um skaðabætur til handa A og upptöku fíkniefna. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Á-kk-nf H-kk-nf, H-kvk-nf Þ-kvk-nf og R-kvk-nf H-kvk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 26. maí 2017 í samræmi við yfirlýsingu ákærðu um áfrýjun. Með vísan til 1. mgr. 78. gr. laga nr. 49/2016, um breytingu á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála (millidómstig), sbr. 4. gr. laga nr. 53/2017, um breytingu á lögum um dómstóla og fleira, er málið nú rekið fyrir Landsrétti. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 3. maí 2017 í málinu nr. S11/2017. 2 Ákæruvaldið krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærðu, að refsing ákærðu verði þyngd og að staðfest verði niðurstaða héraðsdóms um upptöku ávana og fíkniefna. Þá er þess krafist að ákærða greiði allan sakarkostnað á báðum dómstigum. 3 Ákærða krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins er varða líkamsárás en að öðru leyti að hún verði dæmd til vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst hún sýknu af einkaréttarkröfu, til vara að henni verði vísað frá dómi, en að því frágengnu að bætur verði stórlega lækkaðar. Þá krefst hún þess að allur sakarkostnaður verði felldur á ríkissjóð. 4 Brotaþoli krefst þess aðallega að ákærðu verði gert að greiða sér 2.820.741 krónu með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði, en til vara að ákvæði héraðsdóms um einkaréttarkröfu hans verði staðfest. Þá krefst hann málskostnaðar vegna reksturs málsins fyrir Landsrétti. Niðurstaða 5 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærðu og heimfærslu brota til refsiákvæða. 6 Refsing ákærðu verður ákveðin samkvæmt ákvæðum 60. gr., sbr. 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt því og með hliðsjón af 1. til 3. tölulið 1. mgr. 70. gr. sömu laga verður staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um refsingu ákærðu þar með talið skilorðsbindingu hennar þó þannig að fullnustu refsingar verði frestað skilorðsbundið í þrjú ár. 7 Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað, einkaréttarkröfu og upptöku á 3,12 g af marijúana, eru staðfest. 8 Ákærða verður dæmd til að greiða brotaþola 200.000 krónur í málskostnað við að halda kröfu sinni fram fyrir Landsrétti, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. 9 Ákærða greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, sem ákveðinn verður eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður að öðru leyti en því að refsing ákærðu skal bundin skilorði í þrjú ár. Ákærða, A-kvk-nf G-kvk-nf A-kvk-nf, greiði brotaþola, A, 200.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Ákærða greiði áfrýjunarkostnað málsins, 414.616 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, G-kk-ef E-kk-ef lögmanns, 400.000 krónur.
d17fccc1-e545-40c7-bea1-1c49408e57af
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_16_2018", "publish_timestamp": "2018-05-04T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 7 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 7 }, { "offset": 9, "length": 9 }, { "offset": 20, "length": 551 }, { "offset": 573, "length": 17 }, { "offset": 592, "length": 93 }, { "offset": 687, "length": 30 }, { "offset": 719, "length": 443 }, { "offset": 1164, "length": 606 }, { "offset": 1772, "length": 268 }, { "offset": 2042, "length": 10 }, { "offset": 2054, "length": 131 }, { "offset": 2187, "length": 365 }, { "offset": 2554, "length": 101 }, { "offset": 2657, "length": 182 }, { "offset": 2841, "length": 147 }, { "offset": 2990, "length": 8 }, { "offset": 3000, "length": 110 }, { "offset": 3112, "length": 103 }, { "offset": 3217, "length": 149 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 7 }, { "offset": 9, "length": 9 }, { "offset": 20, "length": 124 }, { "offset": 145, "length": 66 }, { "offset": 213, "length": 88 }, { "offset": 303, "length": 173 }, { "offset": 478, "length": 92 }, { "offset": 573, "length": 17 }, { "offset": 592, "length": 93 }, { "offset": 687, "length": 30 }, { "offset": 719, "length": 124 }, { "offset": 844, "length": 243 }, { "offset": 1089, "length": 62 }, { "offset": 1153, "length": 8 }, { "offset": 1164, "length": 180 }, { "offset": 1345, "length": 72 }, { "offset": 1419, "length": 145 }, { "offset": 1566, "length": 133 }, { "offset": 1701, "length": 68 }, { "offset": 1772, "length": 198 }, { "offset": 1971, "length": 68 }, { "offset": 2042, "length": 10 }, { "offset": 2054, "length": 131 }, { "offset": 2187, "length": 113 }, { "offset": 2301, "length": 250 }, { "offset": 2554, "length": 101 }, { "offset": 2657, "length": 182 }, { "offset": 2841, "length": 147 }, { "offset": 2990, "length": 8 }, { "offset": 3000, "length": 110 }, { "offset": 3112, "length": 103 }, { "offset": 3217, "length": 149 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=ff996e95-10e9-45e4-8e10-e520a0f46af0&verdictid=7e8c4fd2-f4c7-404e-be98-a6fc4d0fd0ca" }
170/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli aliðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, J-kk-nf F-kk-nf og O-kvk-nf M-kvk-nf A-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 9. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 9. febrúar 2018 í málinu nr. R[…]/2018 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 16. febrúar 2018 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Komið hefur í ljós við rannsókn að varnaraðili greiddi fyrir bílaleigubíl sem talið er að hafi verið notaður við innbrotið í gagnaverið 16. janúar 2018. Þá hefur verið bent á varnaraðila við myndsakbendingu sem einn þeirra sem tengjast málinu. Með vísan til þessa og forsendna hins kærða úrskurðar að öðru leyti verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
b6d516e2-5151-49d1-ac7d-ef6873429ec0
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_170_2018", "publish_timestamp": "2018-02-13T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 119 }, { "offset": 311, "length": 418 }, { "offset": 731, "length": 132 }, { "offset": 865, "length": 54 }, { "offset": 921, "length": 335 }, { "offset": 1258, "length": 13 }, { "offset": 1273, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 119 }, { "offset": 311, "length": 124 }, { "offset": 436, "length": 69 }, { "offset": 507, "length": 144 }, { "offset": 653, "length": 75 }, { "offset": 731, "length": 132 }, { "offset": 865, "length": 54 }, { "offset": 921, "length": 152 }, { "offset": 1074, "length": 89 }, { "offset": 1165, "length": 90 }, { "offset": 1258, "length": 13 }, { "offset": 1273, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=e5bc0fe6-46cf-4b72-a2cb-3bea198724ef&verdictid=d3ed34a2-a281-4d5d-ac06-6c435dd1d2ce" }
171/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli aliðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf S-kk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 9. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. febrúar 2018. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. febrúar 2018 í málinu nr. R[…]/2018 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 16. febrúar 2018 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími og að honum verði ekki gert að sæta einangrun meðan á því stendur. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili er undir rökstuddum grun um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Þá eru vegna rannsóknarhagsmuna uppfyllt skilyrði aliðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til að varnaraðili sæti áfram gæsluvarðhaldi þann tíma sem krafist er og einangrun meðan á því stendur, sbr. 2. mgr. 98. gr. sömu laga. Samkvæmt því verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
3225aedd-494d-4c94-996e-0d90cd8ee5db
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_171_2018", "publish_timestamp": "2018-02-13T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 115 }, { "offset": 307, "length": 419 }, { "offset": 728, "length": 207 }, { "offset": 937, "length": 54 }, { "offset": 993, "length": 361 }, { "offset": 1356, "length": 13 }, { "offset": 1371, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 115 }, { "offset": 307, "length": 124 }, { "offset": 432, "length": 70 }, { "offset": 504, "length": 144 }, { "offset": 650, "length": 75 }, { "offset": 728, "length": 207 }, { "offset": 937, "length": 54 }, { "offset": 993, "length": 82 }, { "offset": 1076, "length": 224 }, { "offset": 1302, "length": 51 }, { "offset": 1356, "length": 13 }, { "offset": 1371, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=13ff1dd5-63e8-4735-9fab-3a72a28d5425&verdictid=36d8f229-d99e-4c3a-887b-e2db5684b45b" }
172/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli aliðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf S-kk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 12. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. febrúar 2018 í málinu nr. R[…]/2018 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 16. febrúar 2018 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími og að honum verði ekki gert að sæta einangrun meðan á því stendur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili er undir rökstuddum grun um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Þá eru vegna rannsóknarhagsmuna uppfyllt skilyrði aliðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til að varnaraðili sæti áfram gæsluvarðhaldi þann tíma sem krafist er og einangrun meðan á því stendur, sbr. 2. mgr. 98. gr. sömu laga. Samkvæmt því verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur, sbr. 3. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
0b4606f4-cefa-46b5-af87-3b026fc9507b
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_172_2018", "publish_timestamp": "2018-02-13T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 115 }, { "offset": 307, "length": 412 }, { "offset": 721, "length": 241 }, { "offset": 964, "length": 54 }, { "offset": 1020, "length": 361 }, { "offset": 1383, "length": 77 }, { "offset": 1462, "length": 13 }, { "offset": 1477, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 115 }, { "offset": 307, "length": 117 }, { "offset": 425, "length": 70 }, { "offset": 497, "length": 144 }, { "offset": 643, "length": 75 }, { "offset": 721, "length": 207 }, { "offset": 929, "length": 32 }, { "offset": 964, "length": 54 }, { "offset": 1020, "length": 82 }, { "offset": 1103, "length": 224 }, { "offset": 1329, "length": 51 }, { "offset": 1383, "length": 77 }, { "offset": 1462, "length": 13 }, { "offset": 1477, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=c9664df5-5675-47f1-86d9-44ca6039ddd8&verdictid=bce93008-3d08-4992-935c-408ecc72e80a" }
174/2018 Útdráttur SV yngri, ÁV og NV og SV eldri gerðu með sér hluthafasamkomulag 1. mars 2010 um meðferð hlutafjáreignar sinnar í V ehf. í því skyni að standa vörð um sameiginlega hagsmuni þeirra í félaginu. Í árslok 2013 framseldi SV eldri rúmlega þriðjungs hlut sinn í félaginu til N Ltd., sem var í sameiginlegri eigu hans og barna hans SV yngri, ÁV og NV. Um ári síðar var hluturinn framseldur til DS Ltd. sem var að öllu leyti í eigu SV eldri. Með bréfi 23. ágúst 2016 lýsti SV yngri yfir riftun á hluthafasamkomulaginu, í aðalatriðum á þeim grundvelli að samkomulagið hefði verið vanefnt í verulegum atriðum, að forsendur þess væru brostnar og að einstök ákvæði þess væru ógildanleg og óskuldbindandi fyrir hann. Í kjölfarið höfðuðu SV eldri, ÁV, NV og DS Ltd. mál gegn SV yngri til ógildingar á riftuninni. Landsréttur féllst ekki á að SV eldri hefði brotið gegn samkomulaginu með framsali til N Ltd. og síðar til DS Ltd. í trássi við ákvæði þess þar sem SV yngri hefði samþykkt framsalið með beinum og óbeinum hætti og aðilar þess litið svo á að DS Ltd., líkt og forveri þess N Ltd., væri bundið af ákvæðum samkomulagsins ásamt SV eldri. Þá þótti ósannað að ákvæðum samkomulagsins hefði ekki verið fylgt eftir í framkvæmd og yrði riftun ekki á því byggð. Á hinn bóginn þótti samkomulagið ganga í berhögg við ýmis ófrávíkjanleg ákvæði laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög og samþykktir V ehf. Með hliðsjón af því og hversu víðtækar og ótímabundnar hömlur ákvæði samkomulagsins lagði á ákvörðunarvald og ráðstöfunarrétt stefnda yfir hlutafjáreign sinni í félaginu, þeim mikla vanda sem ríkti í samskiptum málsaðila og þeim djúpstæða og langvarandi ágreiningi sem uppi hefði verið um rekstur og stjórn þess, yrði að telja að þær forsendur sem lágu til grundvallar hluthafasamkomulaginu hefðu brostið í svo verulegum atriðum að SV yngri hefði verið rétt að líta svo á að hann væri óbundinn af ákvæðum þess. Var riftun samkomulagsins því talin réttmæt og niðurstaða héraðsdóms um sýknu SV yngri af kröfum SV eldri, ÁV, NV og DS Ltd. staðfest. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir R-kvk-nf B-kvk-nf, S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf og V-kk-nf H. V-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjendur skutu málinu til Landsréttar 13. febrúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 22. janúar 2018 í málinu nr. E[…]/2017. 2 Áfrýjendur krefjast þess að ógilt verði með dómi riftun stefnda 23. ágúst 2016 á hluthafasamkomulagi hans, N-kvk-ef H-kvk-ef V-kvk-ef, Á-kk-ef V-kk-ef og S-kk-ef V-kk-ef frá 1. mars 2010. Þá krefjast áfrýjendur málskostnaðar fyrir héraðsdómi og Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik 4 Málsatvik eru rakin að nokkru leyti í hinum áfrýjaða dómi. Þar kemur fram að áfrýjandinn S-kk-nf ráðstafaði hlutum í Vesturgarði ehf. til barna sinna, áfrýjendanna Á-kk-ef og N-kvk-ef H-kvk-ef og stefnda S-kk-ef án endurgjalds og verður ráðið af skýrslum aðila í héraði að sú ráðstöfun hafi átt sér stað á fyrsta áratug þessarar aldar. Eftir þann gerning átti áfrýjandinn S-kk-nf 34,5% í félaginu og börn hans 5,166% hvert eða samtals 50% hlutafjár. Bróðir áfrýjandans S-kk-ef, Á-kk-nf og börn hans Á-kk-nf yngri, H-kvk-nf og J-kk-nf, áttu hinn helming hlutafjárins. 5 Hinn 4. júlí 2008 rituðu allir hluthafar í Vesturgarði ehf. undir samkomulag um að falla frá forkaupsrétti við framsal áfrýjandans S-kk-ef á eignarhlutum sínum í félaginu til félagsins Neutrino Ltd. en það félag hafði hann stofnað á eyjunni Mön nokkrum árum fyrr. Þá hefur komið fram í málinu að um þær mundir gerði áfrýjandinn S-kk-nf börn sín að hluthöfum í Neutrino Ltd. og nam eignarhlutur hvers þeirra 4,9%. 6 Hinn 1. júní 2009 veitti stefndi S-kk-nf föður sínum umboð, sem nánar er lýst í hinum áfrýjaða dómi, til að koma fram fyrir sína hönd í öllum málum er vörðuðu Vesturgarð ehf. Hinn 1. mars 2010 rituðu áfrýjendurnir S-kk-nf, Á-kk-nf og N-kvk-nf H-kvk-nf og stefndi S-kk-nf undir hlutahafasamkomulag það sem um er deilt í málinu og lýst er í hinum áfrýjaða dómi. 7 Hinn 27. desember 2013 tilkynnti áfrýjandinn S-kk-nf um framsal á 34,5% hlut sínum í Vesturgarði ehf. til félags síns Neutrino Ltd. Það félag var tilgreint sem hluthafi í Vesturgarði ehf. í ársreikningi þess 2014. 8 Samþykktum Vesturgarðs ehf. var 20. maí 2014 breytt með þeim hætti að kveðið var á um að við framsal hluthafa á eignarhlutum sínum til maka, barna eða systkina yrði forkaupsréttur annarra hluthafa ekki virkur. Hið sama ætti við um framsal hluthafa á eignarhlutum til lögaðila sem væri alfarið í eigu sömu aðila og um framsal þess lögaðila til annars lögaðila sem einnig væri alfarið í eigu sömu aðila. 9 Hinn 15. desember 2014 framseldi Neutrino Ltd. 34,5% eignarhlut sinn í Vesturgarði ehf. til kanadíska félagsins Damocles Services Ltd. en síðarnefnda félagið var að öllu leyti í eigu áfrýjandans S-kk-ef. Damocles Services Ltd. var tilgreint sem hluthafi í Vesturgarði ehf. í ársreikningum félagsins 2015 og 2016. Í lok árs 2015 var félaginu Neutrino Ltd. slitið og eignarhlutur stefnda S-kk-ef og áfrýjendanna, Á-kk-ef og N-kvk-ef H-kvk-ef, greiddur út. 10 Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi sat stefndi S-kk-nf hjá við atkvæðagreiðslu á aðalfundi félagsins 17. júlí 2015 og greiddi því ekki atkvæði á sama hátt og aðrir aðilar hluthafasamkomulagsins frá 1. mars 2010. Þegar leið að aðalfundi árið eftir, eða 10. ágúst 2016, boðaði áfrýjandinn S-kk-nf börn sín til fundar 24. sama mánaðar í samræmi við ákvæði fyrrgreinds hluthafasamkomulags. Daginn fyrir fundinn, eða 23. ágúst 2016, lýsti stefndi S-kk-nf yfir riftun á hluthafasamkomulaginu. Niðurstaða 11 Riftun stefnda S-kk-ef byggðist á því að hluthafasamkomulagið hefði verið vanefnt í verulegum atriðum og forsendur þess væru brostnar. Þá væru einstök ákvæði þess ógildanleg og óskuldbindandi fyrir stefnda. 12 Í fyrsta lagi byggði stefndi á því að faðir hans hefði brotið gegn samkomulaginu þegar hann framseldi hlut sinn í Vesturgarði ehf. til félagsins Damocles Services Ltd. án samþykkis annarra aðila hluthafasamkomulagsins, sbr. 1. mgr. 6. gr. þess. Þá hefði hinn nýi hluthafi ekki undirgengist hluthafasamkomulagið eins og áskilið væri í 2. mgr. 6. gr. Faðir hans væri því ekki lengur aðili að samkomulaginu, hvorki persónulega né í gegnum félagið Damocles Services Ltd., og leiddi það til þess að forsendur hluthafasamkomulagsins væru brostnar. 13 Eins og að framan greinir framseldi áfrýjandinn S-kk-nf 34,5% eignarhlut sinn í Vesturgarði ehf. til félagsins Neutrino Ltd. í lok árs 2013. Rúmum fimm árum fyrr eða 4. júlí 2008 höfðu hluthafar í Vesturgarði ehf. samþykkt að falla frá forkaupsrétti við framsal á eignarhlut hans til Neutrino Ltd. Sambærileg heimild var veitt bróður áfrýjandans S-kk-ef, Á-kk-þgf V-kk-þgf og börnum hans 20. maí 2014 auk þess sem samþykktum Vesturgarðs ehf. var breytt í þessu skyni á hluthafafundi sama dag. Má af þessu ráða að í nokkurn tíma hafi átt sér stað umræða innan hluthafahóps Vesturgarðs ehf. um að heimila hluthöfum að færa eignarhluti sína úr persónulegri eign sinni í félög í þeirra eigu. Var Neutrino Ltd. tilgreint sem eigandi 34,5% hlutafjár í Vesturgarði ehf. með skýrum hætti í ársreikningi félagsins 2014. Samkvæmt þessu hlaut stefnda S-kk-þgf að hafa verið ljóst eigi síðar en frá árinu 2014 að faðir hans hefði framselt 34,5% eignarhlut sinn í Vesturgarði ehf. til félags síns Neutrino Ltd., sem stefndi sjálfur og áfrýjendurnir Á-kk-nf og N-kvk-nf H-kvk-nf áttu jafnframt hlut í. Ekki er að sjá af gögnum málsins að stefndi S-kk-nf hafi hreyft andmælum við áðurgreindu framsali föður síns til Neutrino Ltd. eða haldið því fram að með framsalinu hefði hann brotið gegn hluthafasamkomulagi fjölskyldunnar frá 1. mars 2009. Lýsti stefndi þannig hvorki yfir riftun hluthafasamkomulagsins né krafðist þess að faðir hans gerði honum bindandi kauptilboð í hans hlut á grundvelli 3. mgr. 6. gr. samkomulagsins. Verður því að leggja til grundvallar að stefndi hafi samþykkt framsalið til Neutrino Ltd. með bæði beinum og óbeinum hætti. 14 Stefndi hefur ekki haldið því fram í málinu að í kjölfar framsalsins til Neutrino Ltd. hafi orðið breyting á framkvæmd hluthafasamkomulags fjölskyldunnar. Ekki verður annað ráðið af gögnum málsins en að aðilar þess hafi áfram tekið ákvarðanir í samræmi við ákvæði og markmið þess. Verður því ekki annað séð en að stefndi og aðrir aðilar hluthafasamkomulagsins hafi litið svo á að lögaðilinn Neutrino Ltd. væri bundinn af samkomulaginu á sama hátt og áfrýjandinn S-kk-nf, sbr. 2. mgr. 6. gr. samkomulagsins. 15 Eins og áður greinir var félagið Neutrino Ltd. að nokkru leyti í eigu stefnda sjálfs og var eignarhlutur hans í félaginu greiddur út til hans við slit þess í lok árs 2015. Ári áður, eða í desember 2014, hafði eignarhlutur Neutrino Ltd. í Vesturgarði ehf. verið framseldur til Damocles Services Ltd. og verður ekki annað ráðið af málsgögnum en að slit Neutrino Ltd. hafi verið í beinum tengslum við það framsal. 16 Óumdeilt er að Damocles Services Ltd. er að öllu leyti í eigu áfrýjandans S-kk-ef og lýtur ákvörðunarvaldi hans sem eina hluthafans í félaginu. Ljóst er að framsal Neutrino Ltd. á eignarhlutnum í Vesturgarði ehf. til Damocles Services Ltd. átti sér stað með heimild í samþykktum Vesturgarðs ehf. eftir breytingar sem á þeim voru gerðar í maí 2014. Enginn eðlismunur var því á eignarhaldi þessara tveggja félaga á eignarhlutnum í Vesturgarði ehf. Samkvæmt gögnum málsins mætti stefndi á aðalfund Vesturgarðs ehf. 17. júlí 2015 þar sem ársreikningur félagsins var samþykktur án athugasemda. Í honum var félagið Damocles Services Ltd. tilgreint með skýrum hætti sem eigandi 34,5% hlutafjár. Frá aðalfundinum í júlí 2015 og þar til stefndi lýsti yfir riftun hluthafasamkomulagsins í lok ágúst 2016 leið rúmt ár án þess að stefndi hreyfði nokkrum andmælum við framsalinu á milli félaganna tveggja eða beitti þeim úrræðum sem ætla má að honum hafi verið tæk á grundvelli hluthafasamkomulagsins eða almennra réttarreglna teldi hann framsalið brjóta gegn ákvæðum hluthafasamkomulagsins. Með hliðsjón af þessu og því sem áður greinir um framsalið til Neutrino Ltd. verður að leggja til grundvallar í málinu að stefndi hafi í orði og verki samþykkt framsal á eignarhlutnum í Vesturgarði ehf. til félagsins Damocles Services Ltd. í skilningi hluthafasamkomulagsins. Með sömu rökum verður að telja að stefndi og aðrir aðilar hluthafasamkomulagsins hafi litið svo á að eftir framsalið til Damocles Services Ltd. væri það félag, líkt og forveri þess, bundið af ákvæðum samkomulagsins ásamt áfrýjandanum S-kk-þgf, sbr. 2. mgr. 6. gr. þess. Varð riftun hluthafasamkomulagsins því ekki byggð á þeim grundvelli að áfrýjandinn S-kk-nf hefði vanrækt skyldur sínar til að afla samþykkis stefnda áður en framsalið á milli félaganna tveggja átti sér stað. 17 Með hliðsjón af framangreindu verður að telja að áfrýjandinn S-kk-nf og félag hans Damocles Services Ltd. hafi lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn málsins og verða því báðir réttilega taldir eiga aðild að málinu. 18 Í annan stað byggði stefndi riftun sína á því að ákvæðum hluthafasamkomulagsins hafi aldrei verið fylgt eftir í framkvæmd þar sem aðilar þess hafi aldrei verið kallaðir saman á fund til að ræða málefni fjölskyldunnar, sbr. 3. gr. samkomulagsins. Fram kom í skýrslu áfrýjenda fyrir héraðsdómi að áfrýjandinn S-kk-nf hefði í gegnum tíðina verið í reglulegum samskiptum við börn sín og upplýst þau um atriði sem hluthafasamkomulagið tók til. Samskipti þessi hafi verið óformleg enda á milli fjölskyldumeðlima og oft átt sér stað í gegnum síma. Í þessu sambandi ber og að líta til þess að stefndi S-kk-nf var um tíma búsettur erlendis og veitti föður sínum á árinu 2009 víðtækt umboð til að koma fram fyrir sína hönd í öllum málum er vörðuðu Vesturgarð ehf. Verður að líta svo á það hafi einnig tekið til málefna félagsins á grundvelli hluthafasamkomulagsins. Samkvæmt umboðinu var það ótímabundið og varð aðeins afturkallað með bréfi til stjórnar félagsins. Stefndi afturkallaði ekki umboðið fyrr en 6. september 2016. Þá er ljóst að umboðið var mun víðtækara en þau umboð sem um er fjallað í 2. mgr. 56. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Með hliðsjón af framangreindu og 5. mgr. 3. gr. hluthafasamkomulagsins, sem kveður á um að fundir samkvæmt 3. gr. geti farið fram í gegnum síma, er gegn mótmælum áfrýjenda ósannað að ákvæðum hluthafasamkomulagsins hafi ekki verið fylgt eftir í framkvæmd. Verður því ekki fallist á riftun hluthafasamkomulagsins á þeim grundvelli. 19 Þá byggði stefndi riftun sína á því að einstök ákvæði hluthafasamkomulagsins væru í andstöðu við ófrávíkjanlegar reglur laga nr. 138/1994. Af ákvæðum hluthafasamkomulagsins leiddi að áfrýjandinn S-kk-nf, sem ætti 34,5% hlutafjárins, færi í raun með atkvæðisrétt 50% hlutafjár í Vesturgarði ehf. Stefndi og systkini hans væru því með öllu áhrifalaus við ákvarðanatöku í málefnum félagsins. Í málinu hefur stefndi auk þess haldið því fram að um algjöran trúnaðarbrest sé að ræða milli hans og áfrýjenda vegna starfa áfrýjendanna S-kk-ef og Á-kk-ef fyrir Vesturgarð ehf. Meginforsendur hluthafasamkomulagsins um samvinnu, samráð og sameiginlega hagsmunagæslu hafi því brostið. 20 Í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi staðfesti áfrýjandinn S-kk-nf að samkvæmt ákvæðum hluthafasamkomulagsins færi hann með atkvæðisrétt tæplega 70% þess hlutafjár sem hann og börn hans réðu yfir í Vesturgarði ehf. Samkvæmt 4. gr. samkomulagsins skuldbundu aðilar þess sig til að taka sameiginlegar ákvarðanir um málefni félagsins og beitingu atkvæðisréttar í félaginu. Einnig skyldu aðilar þess ákveða í sameiningu hvaða fulltrúa þeir kysu í stjórn félagsins og skyldu þeir stjórnarmenn fara í einu og öllu eftir ákvörðunum sem teknar hefðu verið innan fjölskyldunnar á grundvelli hluthafasamkomulagsins. Gilti þá einu hvort um væri að ræða framgöngu á stjórnarfundum, á öðrum vettvangi félagsins eða hvar sem reyndi á sameiginlega hagsmuni fjölskyldunnar í félaginu. Loks kom fram í 7. gr. þess að samkomulagið væri ótímabundið og yrði því aðeins breytt eða það fellt úr gildi með sameiginlegri ákvörðun aðila þess í samræmi við 4. gr. samkomulagsins. Samkvæmt þessu er ljóst að áfrýjandinn S-kk-nf var í raun einráður þegar kom að ákvörðunum um málefni fjölskyldunnar á grundvelli hluthafasamkomulagsins og ætlunin var að það fyrirkomulag skyldi gilda meðan hann og eiginkona hans lifðu og væru fær um að taka ákvarðanir um málefni félagsins. 21 Af gögnum málsins má ráða að djúpstæður og langvarandi ágreiningur hefur verið á milli hluthafa í Vesturgarði ehf. um rekstur félagsins og stjórnarhætti. Þá má ráða af gögnum málsins að stefndi hefur haft efasemdir um tiltekin atriði í rekstri félagsins og stjórnarhætti. Í þessum deilum hefur stefndi tekið afstöðu með Á-kk-þgf föðurbróður sínum og börnum hans. Þá liggur fyrir að mikill samskiptavandi hefur verið á milli stefnda annars vegar og föður hans og systkina hins vegar og verður ekki annað ráðið af gögnum málsins og skýrslum aðila og vitna fyrir héraðsdómi en að í nokkur ár hafi lítil sem engin samskipti verið á milli þeirra. 22 Samkvæmt 1. gr. hluthafasamkomulagsins var markmið þess að tryggja að fjölskyldan, áfrýjendurnir S-kk-nf, Á-kk-nf og N-kvk-nf H-kvk-nf og stefndi S-kk-nf, ynnu saman sem ein heild að málefnum félagsins og gættu í hvívetna sameiginlegra hagsmuna sinna í félaginu. Þá voru aðilar þess skuldbundnir til að taka allar ákvarðanir sameiginlega og beita atkvæðisrétti sínum í samræmi við slíkar ákvarðanir svo sem um stjórnarkjör, meðferð og ráðstöfun hluta, beitingu forkaupsréttar, þátttöku í hækkun eða lækkun hlutafjár, arðgreiðslur til hluthafa, ráðningu framkvæmdastjóra og breytingar á samþykktum félagsins. 23 Ljóst er að framangreint fyrirkomulag gengur í berhögg við ýmis ófrávíkjanleg ákvæði laga nr. 138/1994 og samþykktir Vesturgarðs ehf. svo sem um kosningu í stjórn og aðra atkvæðagreiðslu á hluthafafundi, um jafnan rétt hluta miðað við fjárhæð þeirra og um að stjórnarmenn megi ekki gera ráðstafanir sem eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins. Er ljóst að hluthafasamkomulagið leggur víðtækar og ótímabundnar hömlur á ákvörðunarvald og ráðstöfunarrétt stefnda yfir hlutafjáreign sinni í félaginu. Í því sambandi ber einnig að horfa til 8. gr. hluthafasamkomulagsins þar sem kveðið er á um að samkomulagið gildi „að því marki sem samrýmist samþykktum félagsins og lögum um einkahlutafélög nr. 138/1994“. Með hliðsjón af framangreindu, efni hluthafasamkomulagsins og eðli þess, þeim mikla vanda sem ríkt hefur í samskiptum málsaðila og þeim djúpstæða og langvarandi ágreiningi sem uppi hefur verið um rekstur og stjórn félagsins, meðal annars á milli stefnda og fjölskyldu hans, verður að telja að þær forsendur sem lágu til grundvallar hluthafasamkomulaginu hafi brostið í svo verulegum atriðum að stefnda hafi verið rétt að líta svo á að hann væri óbundinn af ákvæðum þess. Ber því að fallast á með stefnda að honum hafi á þeim grundvelli verið rétt að lýsa yfir riftun hluthafasamkomulagsins. 24 Með hliðsjón af öllu framangreindu ber að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um sýknu stefnda. Þá er ákvæði héraðsdóms um málskostnað í héraði staðfest. 25 Áfrýjendum verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Landsrétti eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjendur, S-kk-nf V-kk-nf, Damocles Services Ltd., Á-kk-nf V-kk-ef og N-kvk-nf H-kvk-nf V-kvk-ef, greiði stefnda, S-kk-þgf V-kk-þgf, óskipt 2.500.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.
9ed352d0-0cfb-4b3b-b597-74c23a586cd1
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_174_2018", "publish_timestamp": "2018-11-02T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 2028 }, { "offset": 2051, "length": 17 }, { "offset": 2070, "length": 102 }, { "offset": 2174, "length": 30 }, { "offset": 2206, "length": 138 }, { "offset": 2346, "length": 258 }, { "offset": 2606, "length": 97 }, { "offset": 2705, "length": 9 }, { "offset": 2716, "length": 568 }, { "offset": 3286, "length": 414 }, { "offset": 3702, "length": 361 }, { "offset": 4065, "length": 215 }, { "offset": 4282, "length": 403 }, { "offset": 4687, "length": 455 }, { "offset": 5144, "length": 493 }, { "offset": 5639, "length": 10 }, { "offset": 5651, "length": 209 }, { "offset": 5862, "length": 544 }, { "offset": 6408, "length": 1637 }, { "offset": 8047, "length": 509 }, { "offset": 8558, "length": 413 }, { "offset": 8973, "length": 1835 }, { "offset": 10810, "length": 218 }, { "offset": 11030, "length": 441 }, { "offset": 11473, "length": 1034 }, { "offset": 12509, "length": 676 }, { "offset": 13187, "length": 1244 }, { "offset": 14433, "length": 644 }, { "offset": 15079, "length": 610 }, { "offset": 15691, "length": 1369 }, { "offset": 17062, "length": 152 }, { "offset": 17216, "length": 100 }, { "offset": 17318, "length": 8 }, { "offset": 17328, "length": 40 }, { "offset": 17370, "length": 190 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 190 }, { "offset": 212, "length": 150 }, { "offset": 364, "length": 87 }, { "offset": 453, "length": 268 }, { "offset": 723, "length": 93 }, { "offset": 818, "length": 330 }, { "offset": 1150, "length": 115 }, { "offset": 1267, "length": 135 }, { "offset": 1404, "length": 509 }, { "offset": 1915, "length": 133 }, { "offset": 2051, "length": 17 }, { "offset": 2070, "length": 102 }, { "offset": 2174, "length": 30 }, { "offset": 2206, "length": 59 }, { "offset": 2266, "length": 66 }, { "offset": 2334, "length": 9 }, { "offset": 2346, "length": 189 }, { "offset": 2536, "length": 67 }, { "offset": 2606, "length": 50 }, { "offset": 2657, "length": 45 }, { "offset": 2705, "length": 9 }, { "offset": 2716, "length": 60 }, { "offset": 2777, "length": 275 }, { "offset": 3054, "length": 112 }, { "offset": 3168, "length": 115 }, { "offset": 3286, "length": 265 }, { "offset": 3552, "length": 147 }, { "offset": 3702, "length": 176 }, { "offset": 3879, "length": 183 }, { "offset": 4065, "length": 133 }, { "offset": 4199, "length": 80 }, { "offset": 4282, "length": 211 }, { "offset": 4494, "length": 190 }, { "offset": 4687, "length": 205 }, { "offset": 4893, "length": 107 }, { "offset": 5002, "length": 139 }, { "offset": 5144, "length": 218 }, { "offset": 5363, "length": 172 }, { "offset": 5537, "length": 99 }, { "offset": 5639, "length": 10 }, { "offset": 5651, "length": 137 }, { "offset": 5789, "length": 70 }, { "offset": 5862, "length": 247 }, { "offset": 6110, "length": 102 }, { "offset": 6214, "length": 191 }, { "offset": 6408, "length": 143 }, { "offset": 6552, "length": 155 }, { "offset": 6709, "length": 193 }, { "offset": 6904, "length": 193 }, { "offset": 7099, "length": 121 }, { "offset": 7222, "length": 275 }, { "offset": 7499, "length": 239 }, { "offset": 7740, "length": 180 }, { "offset": 7922, "length": 122 }, { "offset": 8047, "length": 157 }, { "offset": 8205, "length": 124 }, { "offset": 8331, "length": 224 }, { "offset": 8558, "length": 174 }, { "offset": 8733, "length": 237 }, { "offset": 8973, "length": 146 }, { "offset": 9120, "length": 202 }, { "offset": 9324, "length": 96 }, { "offset": 9422, "length": 141 }, { "offset": 9565, "length": 97 }, { "offset": 9664, "length": 389 }, { "offset": 10055, "length": 274 }, { "offset": 10331, "length": 268 }, { "offset": 10601, "length": 206 }, { "offset": 10810, "length": 218 }, { "offset": 11030, "length": 248 }, { "offset": 11279, "length": 191 }, { "offset": 11473, "length": 101 }, { "offset": 11575, "length": 211 }, { "offset": 11788, "length": 100 }, { "offset": 11890, "length": 97 }, { "offset": 11989, "length": 59 }, { "offset": 12050, "length": 126 }, { "offset": 12178, "length": 253 }, { "offset": 12433, "length": 73 }, { "offset": 12509, "length": 141 }, { "offset": 12651, "length": 154 }, { "offset": 12807, "length": 92 }, { "offset": 12901, "length": 177 }, { "offset": 13080, "length": 104 }, { "offset": 13187, "length": 213 }, { "offset": 13401, "length": 153 }, { "offset": 13556, "length": 234 }, { "offset": 13792, "length": 161 }, { "offset": 13955, "length": 183 }, { "offset": 14140, "length": 290 }, { "offset": 14433, "length": 156 }, { "offset": 14590, "length": 116 }, { "offset": 14708, "length": 89 }, { "offset": 14799, "length": 277 }, { "offset": 15079, "length": 265 }, { "offset": 15345, "length": 343 }, { "offset": 15691, "length": 419 }, { "offset": 16111, "length": 151 }, { "offset": 16264, "length": 204 }, { "offset": 16470, "length": 469 }, { "offset": 16941, "length": 118 }, { "offset": 17062, "length": 94 }, { "offset": 17157, "length": 56 }, { "offset": 17216, "length": 100 }, { "offset": 17318, "length": 8 }, { "offset": 17328, "length": 40 }, { "offset": 17370, "length": 190 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=cb767e35-1b4a-4505-b87c-8464a932ab31&verdictid=ecbfa014-9568-4578-90fa-2e97804f7f67" }
177/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli aliðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, Á-kk-nf H-kk-nf og H-kvk-nf Þ-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 13. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 10. febrúar 2018, í málinu nr. R[…]/2018, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til laugardagsins 17. febrúar 2018 klukkan 15. Þá var varnaraðila gert að sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur og rannsóknarhagsmunir krefjast. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að varnaraðili sæti farbanni eða sambærilegum úrræðum samkvæmt 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Í ljósi framburðar brotaþola og vitna hjá lögreglu og með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er á það fallist að varnaraðili sé undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem fangelsisrefsing liggur við. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki úrskurðaður, sbr. 3. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
cdd7144e-cd81-4c30-a111-94e648f759fa
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_177_2018", "publish_timestamp": "2018-02-15T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 110 }, { "offset": 302, "length": 505 }, { "offset": 809, "length": 224 }, { "offset": 1035, "length": 54 }, { "offset": 1091, "length": 325 }, { "offset": 1418, "length": 82 }, { "offset": 1502, "length": 13 }, { "offset": 1517, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 110 }, { "offset": 302, "length": 125 }, { "offset": 428, "length": 79 }, { "offset": 509, "length": 113 }, { "offset": 624, "length": 104 }, { "offset": 730, "length": 76 }, { "offset": 809, "length": 190 }, { "offset": 1000, "length": 32 }, { "offset": 1035, "length": 54 }, { "offset": 1091, "length": 211 }, { "offset": 1303, "length": 112 }, { "offset": 1418, "length": 82 }, { "offset": 1502, "length": 13 }, { "offset": 1517, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=2980a794-33af-4094-91ae-9dad30751b30&verdictid=ae2017d8-c188-4d23-8e64-7cd232205079" }
178/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli aliðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, Á-kk-nf H-kk-nf og H-kvk-nf Þ-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 13. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 10. febrúar 2018, í málinu nr. R[…]/2018, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til laugardagsins 17. febrúar 2018 klukkan 15. Þá var varnaraðila gert að sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur og rannsóknarhagsmunir krefjast. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að varnaraðili sæti farbanni eða sambærilegum úrræðum samkvæmt 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Í ljósi framburðar brotaþola og vitna hjá lögreglu og með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er á það fallist að varnaraðili sé undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem fangelsisrefsing liggur við. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki úrskurðaður, sbr. 3. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
51927c6d-35ca-4ea5-9841-348a4bf514d7
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_178_2018", "publish_timestamp": "2018-02-15T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 110 }, { "offset": 302, "length": 505 }, { "offset": 809, "length": 224 }, { "offset": 1035, "length": 54 }, { "offset": 1091, "length": 325 }, { "offset": 1418, "length": 82 }, { "offset": 1502, "length": 13 }, { "offset": 1517, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 110 }, { "offset": 302, "length": 125 }, { "offset": 428, "length": 79 }, { "offset": 509, "length": 113 }, { "offset": 624, "length": 104 }, { "offset": 730, "length": 76 }, { "offset": 809, "length": 190 }, { "offset": 1000, "length": 32 }, { "offset": 1035, "length": 54 }, { "offset": 1091, "length": 211 }, { "offset": 1303, "length": 112 }, { "offset": 1418, "length": 82 }, { "offset": 1502, "length": 13 }, { "offset": 1517, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=52df9f76-a896-4ef9-b2be-6fbf49a13774&verdictid=c27e858e-058a-41d6-9994-f937c527056b" }
17/2018 Útdráttur H var sakfelld fyrir brot gegn 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og ýmsum ákvæðum umferðarlaga nr. 50/1987 með því að hafa ekið bifreið án nægilegrar aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður þar sem vegur var háll. Missti H stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún lenti á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt og slösuðust ökumaður og farþegi hennar. H og X, skráður eigandi bifreiðarinnar, voru sýknuð af brotum gegn 59. gr. umferðarlaga fyrir að hafa ekki gætt þess að bifreiðin væri í lögmæltu ástandi. Refsing H var ákveðin 150.000 króna sekt í ríkissjóð. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir I-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf F-kk-nf og O-kvk-nf M-kvk-nf A-kvk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar Íslands 19. maí 2017 í samræmi við yfirlýsingu ákærðu um áfrýjun og að fengnu áfrýjunarleyfi. Gögn málsins bárust Landsrétti 2. janúar 2018 en samkvæmt 1. mgr. 78. gr. laga nr. 49/2016, sbr. 76. gr. laga nr. 117/2016 og 4. gr. laga nr. 53/2017, hefur málið verið rekið fyrir Landsrétti frá þeim tíma. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Suðurlands 5. desember 2016 í málinu nr. S429/2015. 2 Ákærðu krefjast aðallega sýknu, til vara að ákvörðun refsingar verði frestað en til þrautavara að þau verði dæmd til vægustu refsingar sem lög leyfa. 3 Ákæruvaldið krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sakfellingu beggja ákærðu, en refsing þeirra þyngd. Þá er þess krafist að ákærða H-kvk-nf B-kvk-nf verði svipt ökurétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Atvikum er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Ákærði X var ekki farþegi í bifreiðinni umrætt sinn, heldur var ákærða H-kvk-nf B-kvk-nf ein á ferð. Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti var hlýtt á upptöku af framburði vitnisins E bifvélavirkjameistara, fyrir héraðsdómi. Þá var sýnd upptaka af atvikinu sem var tekin með upptökuvél í bifreið ákærðu. Ákærðu gáfu ekki skýrslu fyrir Landsrétti og engin vitni voru leidd. 5 Í ákæru er bifreið ákærðu talin hafa verið vanbúin til aksturs vegna mismunandi gerðar hjólbarða á fram og afturás, ósambærilegs mynsturs á slitflötum hjólbarðanna á afturás sökum misslits og þar sem hjólbarðar á afturás hafi verið án vetrarmynsturs sem veitt gæti fullnægjandi viðnám. Í hinum áfrýjaða dómi voru ákærðu talin hafa brotið gegn fyrsta lið greinar 16.01 í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 með síðari breytingum með því að mynstur afturhjólbarða hafi ekki verið sambærilegt þar sem þeir voru misjafnlega mikið slitnir. Þá voru ákærðu talin hafa brotið gegn fyrsta lið greinar 16.02 sömu reglugerðar þar sem ekki hafi verið vetrarhjólbarðar á afturás. Krefst ákæruvald staðfestingar á niðurstöðu héraðsdóms um þessi ákæruatriði, en unir niðurstöðu héraðsdóms um sýknu af þeirri háttsemi að hafa bifreiðina vanbúna til aksturs vegna mismunandi gerðar hjólbarða á fram og afturás. Niðurstaða 6 Samkvæmt 1. tölulið greinar 16.01 reglugerðar nr. 822/2004 skulu á hjólum á sama ási vera hjólbarðar af sömu stærð og gerð og með sambærilegu mynstri. Afturhjólbarðar á bifreið ákærðu voru sömu tegundar og keyptir á sama tíma, um ári áður en atvik áttu sér stað. Ekki hefur verið sýnt fram á að mynstur þeirra hafi verið svo misjafnlega slitið að unnt sé að kalla það ósambærilegt í skilningi greinar 16.01 áðurnefndrar reglugerðar. 7 Í fyrsta lið greinar 16.02 reglugerðarinnar segir að þegar snjór eða ísing sé á vegi skuli hafa snjókeðjur á hjólum „eða eftir akstursaðstæðum annan búnað, t.d. grófmynstraða hjólbarða (vetrarmynstur), með eða án nagla …“. Hjólbarðar á afturási bifreiðar ákærðu munu hafa verið svonefndir heilsárshjólbarðar, en þeir voru merktir með stöfunum M og S, sem táknar leðja og snjór. Í dómi Hæstaréttar 1. júní 2017 í máli nr. 636/2016 var talið að slíkir hjólbarðar væru með vetrarmynstri í skilningi greinar 16.02. Verður því að miða við að hjólbarðar á afturási bifreiðar ákærðu hafi fullnægt kröfum greinar 16.02 reglugerðar nr. 822/2004. 8 Samkvæmt framansögðu verður ákærða H-kvk-nf B-kvk-nf ekki sakfelld fyrir brot gegn 1. mgr., sbr. 3. mgr. 59. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. framangreind ákvæði reglugerðar nr. 822/2014. Af því leiðir og að ákærði X verður sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í málinu. 9 Samkvæmt framburði ákærðu H-kvk-ef B-kvk-ef fyrir héraðsdómi var blautur snjór og krapi á Suðurlandsvegi, er hún afréð að aka fram úr bifreiðinni […]. Á sömu lund báru vitni er komu fyrir héraðsdóm og leið áttu um Suðurlandsveg á þeim tíma er árekstur varð með bifreið ákærðu og bifreiðinni […], sem kom úr gagnstæðri átt. Af myndbandsupptöku sem sýnd var við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti verður ráðið að hún ók of hratt miðað við aðstæður og missti því vald á bifreiðinni með þeim afleiðingum að árekstur varð. Verður áreksturinn rakinn til gáleysis ákærðu en við þessar aðstæður var framúrakstur hennar háskalegur. Verður samkvæmt framangreindu staðfest niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu ákærðu fyrir gáleysislegan akstur en brot hennar varða viða og dliði 2. mgr. 20. gr. og 1. mgr., sbr. hlið 2. mgr. 36. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga. 10 Gögnum um áverka sem þau A og B hlutu við áreksturinn er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Bæði hafa orðið fyrir tjóni á líkama í skilningi 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. Verður staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærðu H-kvk-ef B-kvk-ef fyrir brot gegn 219. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 5. gr. laga nr. 83/2005. 11 Þótt ekki sé sakfellt fyrir öll þau brot sem sakfellt var fyrir í hinum áfrýjaða dómi verður ákvörðun um refsingu ákærðu H-kvk-ef B-kvk-ef staðfest, en brot gegn 219. gr. almennra hegningarlaga vegur hér þyngst. 12 Ákæruvaldið krefst þess að ákærða H-kvk-nf B-kvk-nf verði svipt ökurétti. Þessi kröfugerð fyrir Landsrétti er ákæruvaldinu heimil samkvæmt 4. mgr. 199. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákvæði 5. mgr. 199. gr. breytir þessu ekki. Með vísan til rökstuðnings í hinum áfrýjaða dómi verður hafnað kröfu ákæruvalds um að ákærða verði svipt ökurétti. 13 Ákærða hefur verið sýknuð af þeirri háttsemi sem í ákæru greinir og varðar við 1., sbr. 3. mgr. 59. gr. umferðarlaga, en staðfest er niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu hennar að öðru leyti. Eru brot ákærðu heimfærð til þeirra refsiákvæða sem að framan eru rakin. Ákærði X hefur verið sýknaður af þeirri háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og greiðist sakarkostnaður vegna hans þáttar úr ríkissjóði. Eftir framangreindri niðurstöðu og samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 verður ákærðu H-kvk-þgf B-kvk-þgf gert að greiða helming sakarkostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um fjárhæð sakarkostnaðar er staðfest. Sakarkostnaður fyrir Landsrétti nemur samtals 671.306 krónum en þar af nema málsvarnarlaun 620.000 krónum að meðtöldum virðisaukaskatti. Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður úr ríkissjóði. Dómsorð: Ákærði, X, skal vera sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um refsingu ákærðu, H-kvk-ef B-kvk-ef M-kvk-ef, er staðfest. Ákvæði héraðsdóms um sýknu ákærðu af kröfu ákæruvalds um ökuréttarsviptingu er staðfest. Ákærða greiði helming sakarkostnaðar í héraði eins og hann var ákveðinn í hinum áfrýjaða dómi en að öðru leyti greiðist hann úr ríkissjóði. Þá greiði hún helming áfrýjunarkostnaðar, sem er samtals 671.306 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda fyrir Landsrétti, H-kk-ef A-kk-ef H-kk-ef lögmanns, 620.000 krónur, en að öðru leyti greiðist áfrýjunarkostnaður úr ríkissjóði.
853ee8a6-0deb-4730-89fd-1f2fa006e927
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_17_2018", "publish_timestamp": "2018-04-20T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 7 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 7 }, { "offset": 9, "length": 9 }, { "offset": 20, "length": 572 }, { "offset": 594, "length": 17 }, { "offset": 613, "length": 102 }, { "offset": 717, "length": 30 }, { "offset": 749, "length": 426 }, { "offset": 1177, "length": 151 }, { "offset": 1330, "length": 217 }, { "offset": 1549, "length": 416 }, { "offset": 1967, "length": 908 }, { "offset": 2877, "length": 10 }, { "offset": 2889, "length": 434 }, { "offset": 3325, "length": 638 }, { "offset": 3965, "length": 270 }, { "offset": 4237, "length": 862 }, { "offset": 5101, "length": 385 }, { "offset": 5488, "length": 214 }, { "offset": 5704, "length": 355 }, { "offset": 6061, "length": 845 }, { "offset": 6908, "length": 8 }, { "offset": 6918, "length": 50 }, { "offset": 6970, "length": 175 }, { "offset": 7147, "length": 386 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 7 }, { "offset": 9, "length": 9 }, { "offset": 20, "length": 222 }, { "offset": 243, "length": 139 }, { "offset": 384, "length": 153 }, { "offset": 539, "length": 52 }, { "offset": 594, "length": 17 }, { "offset": 613, "length": 102 }, { "offset": 717, "length": 30 }, { "offset": 749, "length": 140 }, { "offset": 890, "length": 205 }, { "offset": 1097, "length": 66 }, { "offset": 1165, "length": 9 }, { "offset": 1177, "length": 151 }, { "offset": 1330, "length": 120 }, { "offset": 1451, "length": 67 }, { "offset": 1520, "length": 26 }, { "offset": 1549, "length": 40 }, { "offset": 1590, "length": 99 }, { "offset": 1691, "length": 125 }, { "offset": 1818, "length": 77 }, { "offset": 1897, "length": 67 }, { "offset": 1967, "length": 287 }, { "offset": 2255, "length": 260 }, { "offset": 2517, "length": 130 }, { "offset": 2649, "length": 225 }, { "offset": 2877, "length": 10 }, { "offset": 2889, "length": 152 }, { "offset": 3042, "length": 110 }, { "offset": 3154, "length": 168 }, { "offset": 3325, "length": 224 }, { "offset": 3550, "length": 153 }, { "offset": 3705, "length": 131 }, { "offset": 3838, "length": 124 }, { "offset": 3965, "length": 191 }, { "offset": 4157, "length": 77 }, { "offset": 4237, "length": 152 }, { "offset": 4390, "length": 170 }, { "offset": 4562, "length": 195 }, { "offset": 4759, "length": 103 }, { "offset": 4864, "length": 234 }, { "offset": 5101, "length": 87 }, { "offset": 5189, "length": 131 }, { "offset": 5322, "length": 163 }, { "offset": 5488, "length": 214 }, { "offset": 5704, "length": 76 }, { "offset": 5781, "length": 118 }, { "offset": 5901, "length": 42 }, { "offset": 5945, "length": 113 }, { "offset": 6061, "length": 194 }, { "offset": 6256, "length": 71 }, { "offset": 6329, "length": 141 }, { "offset": 6472, "length": 178 }, { "offset": 6652, "length": 63 }, { "offset": 6717, "length": 135 }, { "offset": 6854, "length": 51 }, { "offset": 6908, "length": 8 }, { "offset": 6918, "length": 50 }, { "offset": 6970, "length": 86 }, { "offset": 7057, "length": 87 }, { "offset": 7147, "length": 139 }, { "offset": 7287, "length": 245 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=390af580-c2c6-4727-bd61-a1f34e9ad077&verdictid=6af6f7b8-6f4e-4638-b64f-145485e2f79c" }
180/2018 Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli B o.fl. á hendur Þ ehf. var vísað frá dómi. Í málinu kröfðust B. o.fl. þess aðallega að Þ ehf. yrði gert að yfirtaka tilteknar ábyrgðir þeirra við danska fjármálafyrirtækið J en til vara að honum yrði gert að yfirtaka tiltekið hlutfall af sömu ábyrgðum. Landsréttur taldi að þótt fallist yrði á aðal eða varakröfu B o.fl. væri það undir öðrum en Þ ehf. komið hvort hann gæti fullnægt þeirri skyldu sem á hann yrði lögð. Þá yrði engu slegið föstu um það hvort kröfugerð B o.fl. gæti þrátt fyrir þetta þjónað því markmiði sem málsókn þeirra miðaði að. Var talið að slíkir ágallar væru á kröfugerð B o.fl. að dómur yrði ekki lagður á málið, sbr. dlið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf S-kk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðilar skutu málinu til Landsréttar með kæru 13. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 31. janúar 2018, í málinu nr. E498/2017, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í jlið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að lagt verði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefjast sóknaraðilar aðallega málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar, en til vara að málskostnaður verði felldur niður. Í kæru sóknaraðila er fallið frá þrautavarakröfu sem gerð var í héraði. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Málsatvik 4 Málavextir eru ítarlega raktir í hinum kærða úrskurði. Bergplast ehf. stofnaði félagið Bjergplast ApS í Danmörku 2014 í gegnum dótturfélag sitt, Óskaup ehf., en bæði félögin sérhæfðu sig í umbúðaframleiðslu. Á þessum tíma voru hluthafar Bergplasts ehf. sóknaraðili M-kk-nf P-kk-nf með 36,38% hlut og Berghella ehf. með 63,62% hlut. Sóknaraðilarnir B-kvk-nf, S-kk-nf og S-kk-nf eru hluthafar í Berghellu ehf. Sóknaraðilar gengust í sjálfskuldarábyrgð gagnvart Jyske Finans A/S vegna þriggja fjármögnunarleigusamninga sem Bjergplast ApS hafði gert til fjármögnunar á vélakaupum. Samningarnir voru gefnir út 5. mars og 11. júní 2014. Fjármögnunarleigusamningarnir voru nr. 2204696, 2205195 og 2205200. Á hluthafafundi í Bergplasti ehf. 10. apríl 2015 var ákveðið að hækka hlutafé félagsins um 26.301.370 krónur að nafnvirði og skyldi hlutaféð selt á genginu 8,48. Í fundargerð hluthafafundarins kemur fram að áskrift hafi fengist að allri hækkuninni. Við þessa hækkun hlutafjár eignaðist varnaraðili 49,59% hlut í Bergplasti ehf. 5 Í bréfi til hluthafa Bergplasts ehf. 25. ágúst 2015, sem allir aðilar málsins undirrita, er meðal annars fjallað um fjárþörf félagsins og persónulegar ábyrgðir sóknaraðila vegna vélakaupa í Danmörku. Jafnframt segir í bréfinu: „Eftir að hafa farið yfir með hluthöfum var það að samkomulagi við hluthafa að allir hluthafar samþykkja að gangast við ábyrgð í Danmörku í hlutfalli við sína hlutafjáreign í Bergplasti ehf. þangað til Arion banki afgreiðir ábyrgð til Jyske bank.“ 6 Samkvæmt fundargerð hluthafafundar í Bergplasti ehf. 29. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað vegna sjálfskuldarábyrgða: „Liður 2 – samþykkt. En lagður er til eftirfarandi vegna sjálfskuldarábyrgða: M-kk-nf P-kk-nf K-kk-nf, S-kk-nf S-kk-nf, S-kk-nf S-kk-nf og B-kvk-nf G-kvk-nf eru í persónulegum ábyrgðum í Jyske bank í Danmörku fyrir Bjergplast ApS. Unnið verður að því að koma þessum ábyrgðum yfir á félagið sjálft sem fyrst. Ef ekki verður búið að koma ábyrgðunum af M-kk-þgf, S-kk-þgf, S-kk-þgf og B-kvk-þgf 6 mánuðum eftir undirritun þessa samkomulags, skuldbinda stærri hluthafar sig til þess að leggja fram ábyrgðir svo unnt verði að aflétta þeim af M-kk-þgf, S-kk-þgf, S-kk-þgf og B-kvk-þgf.“ Fundargerðin var undirrituð af sóknaraðilum og fyrirsvarsmönnum varnaraðila. 7 Með stefnu 15. júní 2017 höfðaði Jyske Finans A/S dómsmál í Danmörku á hendur sóknaraðilum og krafðist þess að þau yrðu skylduð með óskiptri ábyrgð til að greiða honum 3.052.102,10 DKK að viðbættum dráttarvöxtum frá málshöfðun til greiðsludags. Í stefnunni kemur fram að dómkrafan byggist á sjálfskuldarábyrgðum sóknaraðila gagnvart Jyske Finans A/S vegna fjármögnunarleigusamninga Bjergplast ApS nr. 2204696, 2205195 og 2205200. Þá er þess getið að bú Bjergplast ApS hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta 26. janúar 2017. Niðurstaða 8 Aðal og varakrafa sóknaraðila fyrir héraðsdómi lúta báðar að því að varnaraðila verði gert að yfirtaka sjálfskuldarábyrgðir sem sóknaraðilar gengust undir gagnvart Jyske Finans A/S vegna fjármögnunarleigusamninga Bjergplast ApS. Vísað er til skuldbindingar varnaraðila gagnvart sóknaraðilum, sem sóknaraðilar telja annars vegar koma fram í fundargerð hluthafafundar Bergplasts ehf. 29. febrúar 2016 og hins vegar í samkomulagi þeirra 25. ágúst 2015. 9 Samkvæmt fundargerð hluthafafundar Bergplasts ehf. 29. febrúar 2016 skuldbundu stærri hluthafar í félaginu sig til þess að „leggja fram ábyrgðir“ svo að unnt yrði að aflétta af sóknaraðilum persónulegum ábyrgðum þeirra gagnvart Jyske bank fyrir Bjergplast ApS. Þá segir í samkomulaginu 25. ágúst 2015 að allir hluthafar í Bergplasti ehf. samþykki að „gangast við“ ábyrgð í Danmörku í hlutfalli við hlutafjáreign sína í félaginu þangað til Arion banki afgreiði ábyrgð til hins danska banka. 10 Í kröfugerð sóknaraðila fyrir héraðsdómi felst að þeir verði leystir undan tilteknum fjárskuldbindingum með því að varnaraðila verði, í heild eða að hluta, gert að yfirtaka þær. Ljóst má vera að til þess getur því aðeins komið að Jyske Finans A/S sem kröfuhafi veiti samþykki sitt fyrir skuldaraskiptum. Ekkert slíkt samþykki liggur fyrir. Af þessu leiðir að yrði fallist á aðal eða varakröfu sóknaraðila væri það undir öðrum en varnaraðila komið hvort hann gæti fullnægt þeirri skyldu sem á hann væri lögð og fælist í slíkri dómsniðurstöðu. Þá verður engu slegið föstu um það hvort kröfugerð sóknaraðila geti þrátt fyrir þetta þjónað því markmiði sem málsókn þeirra miðar að og þannig leitt ágreining málsaðila til lykta. Samkvæmt þessu eru slíkir ágallar á kröfugerð sóknaraðila að dómur verður ekki lagður á málið, sbr. dlið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Þegar af þessum ástæðum verður hinn kærði úrskurður staðfestur. 11 Rétt þykir að kærumálskostnaður falli niður. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður.
5d7ff31a-fc8b-419f-97fb-93db959ddec6
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_180_2018", "publish_timestamp": "2018-04-13T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 788 }, { "offset": 811, "length": 21 }, { "offset": 834, "length": 115 }, { "offset": 951, "length": 30 }, { "offset": 983, "length": 352 }, { "offset": 1337, "length": 343 }, { "offset": 1682, "length": 77 }, { "offset": 1761, "length": 9 }, { "offset": 1772, "length": 1028 }, { "offset": 2802, "length": 476 }, { "offset": 3280, "length": 779 }, { "offset": 4061, "length": 524 }, { "offset": 4587, "length": 10 }, { "offset": 4599, "length": 451 }, { "offset": 5052, "length": 491 }, { "offset": 5545, "length": 928 }, { "offset": 6475, "length": 47 }, { "offset": 6524, "length": 13 }, { "offset": 6539, "length": 35 }, { "offset": 6576, "length": 31 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 88 }, { "offset": 110, "length": 208 }, { "offset": 320, "length": 164 }, { "offset": 486, "length": 128 }, { "offset": 616, "length": 151 }, { "offset": 769, "length": 39 }, { "offset": 811, "length": 21 }, { "offset": 834, "length": 115 }, { "offset": 951, "length": 30 }, { "offset": 983, "length": 128 }, { "offset": 1112, "length": 70 }, { "offset": 1184, "length": 71 }, { "offset": 1257, "length": 77 }, { "offset": 1337, "length": 142 }, { "offset": 1480, "length": 127 }, { "offset": 1609, "length": 70 }, { "offset": 1682, "length": 77 }, { "offset": 1761, "length": 9 }, { "offset": 1772, "length": 56 }, { "offset": 1829, "length": 151 }, { "offset": 1982, "length": 122 }, { "offset": 2106, "length": 74 }, { "offset": 2182, "length": 167 }, { "offset": 2351, "length": 52 }, { "offset": 2405, "length": 66 }, { "offset": 2473, "length": 160 }, { "offset": 2635, "length": 85 }, { "offset": 2722, "length": 77 }, { "offset": 2802, "length": 201 }, { "offset": 3004, "length": 273 }, { "offset": 3280, "length": 142 }, { "offset": 3423, "length": 208 }, { "offset": 3633, "length": 75 }, { "offset": 3710, "length": 271 }, { "offset": 3983, "length": 75 }, { "offset": 4061, "length": 246 }, { "offset": 4308, "length": 183 }, { "offset": 4493, "length": 91 }, { "offset": 4587, "length": 10 }, { "offset": 4599, "length": 230 }, { "offset": 4830, "length": 219 }, { "offset": 5052, "length": 262 }, { "offset": 5315, "length": 227 }, { "offset": 5545, "length": 180 }, { "offset": 5726, "length": 124 }, { "offset": 5852, "length": 34 }, { "offset": 5888, "length": 200 }, { "offset": 6090, "length": 179 }, { "offset": 6271, "length": 137 }, { "offset": 6410, "length": 62 }, { "offset": 6475, "length": 47 }, { "offset": 6524, "length": 13 }, { "offset": 6539, "length": 35 }, { "offset": 6576, "length": 31 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=756e0314-e15c-4701-9ba5-520aad73ff4b&verdictid=7df6454f-414b-4c39-b328-90b1f496217b" }
181/2018 Útdráttur Þb. L ehf. höfðaði mál gegn T ehf. og krafðist riftunar á tilteknum ráðstöfunum L ehf. til T ehf. Í málinu lá fyrir að T ehf. var eigandi 92,46% hlutafjár í L ehf. og var T ehf. því nákominn félaginu í skilningi 5. töluliðar 3. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti. Krafa þb. L ehf. beindist annars vegar að riftun á þeirri ráðstöfun L ehf. að kaupa tiltekið lausafé af T ehf. 29. febrúar 2012 og 30. október 2014 ásamt riftun á peningagreiðslum L ehf. til T ehf. 31. desember 2012 til 1. september 2015 á grundvelli 141. gr. laga nr. 21/1991. Talið var að þessar greiðslur hefðu verið til hagsbóta T ehf. á ótilhlýðilegan hátt á kostnað annarra kröfuhafa og leitt til þess að eignir L ehf. hefðu ekki verið til reiðu til fullnustu kröfuhöfum. Þá hefði félagið verið ógjaldfært á þessum tíma. Í ljósi tengsla T ehf. og L ehf. hefði T ehf. vitað eða mátt vita um ógjaldfærni félagsins og þær aðstæður sem leiddu til þess að þessar ráðstafanir væru ótilhlýðilegar. Var krafa þb. L ehf. um riftun þessara ráðstafana því tekin til greina. Krafa þb. L ehf. beindist hins vegar að riftun á greiðslu L ehf. til T ehf. á grundvelli tiltekins samkomulags frá 6. maí 2015 og greiðslu L ehf. á tveimur reikningum til T ehf. 1. júní 2015 á grundvelli 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Talið var að greiðslurnar hefðu verið inntar af hendi með óvenjulegum greiðslueyri innan sex mánaða fyrir frestdag og að þær hefðu skert greiðslugetu L ehf. verulega. Þá hefði T ehf. ekki sannað að greiðslurnar hefðu virst venjulegar eftir atvikum. Var krafa þb. L ehf. um riftun þessara greiðslna því tekin til greina og T ehf. dæmt til að greiða þb. L ehf. skaðabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir D-kk-nf Þ-kk-nf B-kk-nf, K-kvk-nf S-kvk-nf og V-kk-nf H. V-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar með áfrýjunarstefnu 13. febrúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 14. nóvember 2017 í málinu nr. E2998/2016. Áfrýjandi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnda en til vara að kröfurnar verði lækkaðar. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir héraði og fyrir Landsrétti. 2 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 3 Áfrýjandi byggir á því að kaup stefnda á áhöldum, tækjum og innréttingum 29. febrúar 2012, hafi verið eðlileg kaup á lausafé, sem nauðsynlegt var í starfsemi stefnda. Jafnframt hefur áfrýjandi haldið því fram að hluti þessa búnaðar hafi síðar verið seldur til annarra aðila og að andvirði þess hlutar hafi numið rúmlega 38.000.000 króna. Þá hafi mánaðarlegar greiðslur stefnda til áfrýjanda að fjárhæð 150.000 krónur ásamt virðisaukaskatti verið endurgjald stefnda fyrir þjónustu, sem áfrýjandi veitti stefnda. Þetta fyrirkomulag hafi verið við lýði frá árinu 2004. Um lága fjárhæð hafi verið að ræða og greiðslurnar því eðlilegt og venjulegt endurgjald fyrir þjónustu, sem stefnda var nauðsynleg þar sem stefndi hafi ekki haft neina starfsmenn í þjónustu sinni. 4 Áfrýjandi hefur engin gögn lagt fram um framangreinda sölu búnaðarins. Þá bar fyrrum framkvæmdastjóri VB Vörumeðhöndlunar ehf. fyrir héraðsdómi að félagið hefði leigt þau tæki, sem notuð voru á verkstæðum félagsins og voru meðal annars andlag viðskiptanna 29. febrúar 2012. Sú tilhögun hafi gilt bæði fyrir og eftir viðskiptin 29. febrúar 2012. Á hinn bóginn liggja engin gögn fyrir í málinu um að áfrýjandi hafi haft tekjur af leigu tækja til VB Vörumeðhöndlunar ehf. þrátt fyrir að hafa fest kaup á þeim eins og rakið hefur verið. Þá hefur áfrýjandi ekki lagt fram nein gögn því til sönnunar að hinar mánaðarlegu greiðslur stefnda til áfrýjanda hafi tíðkast frá árinu 2004. 5 Áfrýjandi hefur lagt fram ný gögn fyrir Landsrétti til sönnunar því að hraðtengi og tvær skóflur, sem stefndi keypti af áfrýjanda 30. október 2014, hafi fylgt tveimur nánar tilgreindum vinnuvélum, sem hafi verið seldar á árinu 2014 og 2015. 6 Framlagðir reikningar eru ýmist gefnir út á árunum 2012 og 2013, tveimur til þremur árum fyrir nefnd viðskipti eða eru ekki gefnir út af stefnda. Þeir geta því enga þýðingu haft í málinu. 7 Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur. 8 Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Tá ehf., greiði stefnda, þrotabúi Leiguvéla ehf., 750.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.
ef25e4c9-4bca-428a-80da-85295b055a6e
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_181_2018", "publish_timestamp": "2018-11-09T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 1648 }, { "offset": 1671, "length": 17 }, { "offset": 1690, "length": 102 }, { "offset": 1794, "length": 30 }, { "offset": 1826, "length": 320 }, { "offset": 2148, "length": 84 }, { "offset": 2234, "length": 10 }, { "offset": 2246, "length": 764 }, { "offset": 3012, "length": 677 }, { "offset": 3691, "length": 242 }, { "offset": 3935, "length": 189 }, { "offset": 4126, "length": 92 }, { "offset": 4220, "length": 87 }, { "offset": 4309, "length": 8 }, { "offset": 4319, "length": 148 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 3 }, { "offset": 25, "length": 92 }, { "offset": 119, "length": 170 }, { "offset": 291, "length": 8 }, { "offset": 301, "length": 266 }, { "offset": 569, "length": 198 }, { "offset": 769, "length": 47 }, { "offset": 818, "length": 168 }, { "offset": 988, "length": 12 }, { "offset": 1002, "length": 56 }, { "offset": 1060, "length": 8 }, { "offset": 1070, "length": 227 }, { "offset": 1299, "length": 165 }, { "offset": 1466, "length": 80 }, { "offset": 1548, "length": 12 }, { "offset": 1562, "length": 87 }, { "offset": 1651, "length": 17 }, { "offset": 1671, "length": 17 }, { "offset": 1690, "length": 102 }, { "offset": 1794, "length": 30 }, { "offset": 1826, "length": 78 }, { "offset": 1905, "length": 68 }, { "offset": 1975, "length": 10 }, { "offset": 1987, "length": 95 }, { "offset": 2084, "length": 61 }, { "offset": 2148, "length": 84 }, { "offset": 2234, "length": 10 }, { "offset": 2246, "length": 168 }, { "offset": 2415, "length": 169 }, { "offset": 2586, "length": 171 }, { "offset": 2759, "length": 53 }, { "offset": 2814, "length": 195 }, { "offset": 3012, "length": 72 }, { "offset": 3085, "length": 201 }, { "offset": 3288, "length": 69 }, { "offset": 3359, "length": 186 }, { "offset": 3547, "length": 141 }, { "offset": 3691, "length": 242 }, { "offset": 3935, "length": 147 }, { "offset": 4083, "length": 40 }, { "offset": 4126, "length": 92 }, { "offset": 4220, "length": 87 }, { "offset": 4309, "length": 8 }, { "offset": 4319, "length": 40 }, { "offset": 4360, "length": 106 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=2052c468-71a9-4e7d-8a1b-7a9e5b786194&verdictid=a0823405-8de7-4d07-8948-c339b71f5c9d" }
183/2018 Útdráttur BAN var annars vegar ákærður fyrir brot gegn útlendingalögum nr. 80/2016 með því að hafa skipulagt og aðstoðað írakska fjölskyldu, A, B, C og D með nánar tilgreindum hætti, við að koma ólöglega hingað til lands í september 2017. Hins vegar var hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni samkvæmt 108. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa hótað A með nánar tilgreindum hætti í þeim tilgangi að A og B breyttu framburði sínum í tengslum við fyrrgreindar sakargiftir. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu BAN fyrir brot gegn flið 2. mgr. 116. gr. útlendingalaga, en taldi á hinn bóginn ósannað að BAN hefði viðhaft síðargreindu háttsemina. Refsing hans var ákveðin fangelsi í fimm mánuði en fullnustu tveggja mánaða af refsingunni var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir K-kvk-nf S-kvk-nf, R-kvk-nf B-kvk-nf og S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 1. febrúar 2018 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 19. janúar 2018 í málinu nr. S[…]/2017. 2 Ákæruvaldið krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sakfellingu ákærða en að refsing hans verði þyngd. Jafnframt að ákærði verði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar á báðum dómstigum. 3 Ákærði krefst sýknu af báðum ákærum en til vara að refsing hans verði milduð og að gæsluvarðhald, sem hann sætti frá 24. október 2017 til 8. desember sama ár, komi til frádráttar tildæmdri refsingu. Loks krefst ákærði þess að sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, greiðist úr ríkissjóði. Niðurstaða 4 Að því er varðar ákæru, útgefna 13. október 2017, er fallist á með héraðsdómi að framburður vitnanna A og B sé trúverðugur um aðdraganda þess að þau komu hingað til lands með ákærða. Framburður ákærða hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi er að sama skapi ótrúverðugur en hann varð tvísaga um flest atvik málsins, svo sem um það hvernig hann komst í kynni við A og B og dætur þeirra og hvar hann hitti fjölskylduna áður en ferðin hófst, hver hefði óskað eftir því að hann bókaði flug fyrir fjölskylduna, hver hefði endurgreitt honum útlagðan kostnað við farmiðakaupin og um fyrirhugaðan dvalartíma sinn á Íslandi. Að þessu gættu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um sakfellingu ákærða að því er varðar brot gegn flið 2. mgr. 116. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga. 5 Með ákæru, útgefinni 8. nóvember 2017, er ákærða einnig gefið að sök brot gegn 108. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa laugardaginn 21. október 2017, í strætisvagni á leið 14, sem ekið var frá Hlemmi í Reykjavík, hótað A með því að segja við A að hann og eiginkona hans, B, yrðu að breyta framburði sínum um aðstoð hans og skipulagningu á komu þeirra til landsins. Ákærði væri á leið í fangelsi í sex ár vegna þeirra, þau yrðu send til Þýskalands þar sem samtökin væru stór og að A þyrfti því að hugsa um sig og fjölskyldu sína. 6 Í hinum áfrýjaða dómi er lýst framburði ákærða og vitnanna A og B um samskipti ákærða og A í strætisvagninum. Af framburði B, sem sat tveimur sætaröðum framar en ákærði og A, verður ekki ráðið að ákærði hafi haft í hótunum við A þótt hún hafi heyrt ákærða segja að hann ætti von á sex ára fangelsisdómi vegna framburðar þeirra og að þau ættu að bera um að þau þekktu ekki ákærða. Meðal gagna málsins liggur fyrir myndupptaka úr strætisvagninum sem sýnir ákærða koma inn í vagninn, þar sem fyrir voru A, B og dætur þeirra tvær og fá sér sæti í sömu sætaröð og A, hinum megin við ganginn. B situr eins og áður sagði tveimur sætaröðum framar en A. Samferðamaður ákærða, E, sést sömuleiðis koma inn í vagninn og ganga aftur í hann og setjast nokkrum sætaröðum aftar en ákærði og A. Hjá lögreglu bar E að hann hefði ekki tekið þátt í samræðunum milli ákærða og A. Hann hefði setið aðeins fyrir aftan þá og ofar og heyrt hvert orð sem fór á milli þeirra. Hann sagðist ekki hafa heyrt ákærða hóta A og sagði samtalið hafa farið frekar vinsamlega fram. E gaf ekki skýrslu fyrir dómi en honum hafði verið vísað úr landi skömmu áður en aðalmeðferð í héraði fór fram. Skýrsla vitnisins hjá lögreglu rennir ekki stoðum undir að ákærði hafi haft í frammi þá háttsemi sem í ákæru greinir. 7 Ekki verður annað ráðið af gögnum málsins en að ákærði og fyrrnefnd fjölskylda hafi ferðast fyrir tilviljun í sama strætisvagni í umrætt sinn. Fyrrnefnd myndupptaka sýnir að ákærði og A áttu tæplega sex mínútna langt samtal þar sem ákærði virðist hafa haft orðið megnið af tímanum. Sést ákærði ekki sýna af sér ógnandi tilburði og viðbrögð A og B sýna ekki ótta, hvorki meðan á samtalinu stendur né eftir að ákærði hafði yfirgefið strætisvagninn. Að öllu framangreindu virtu er ekki unnt að líta svo á að ákæruvaldið hafi gegn neitun ákærða fullnægt þeirri sönnunarbyrði sem á því hvílir um sekt ákærða samkvæmt 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Verður ákærði því sýknaður af þeirri háttsemi sem honum er gefið að sök samkvæmt ákæru útgefinni 8. nóvember 2017. 8 Með vísan til framangreinds þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fimm mánuði en fresta skal fullnustu tveggja mánaða af refsingunni skilorðsbundið í tvö ár. Til frádráttar henni kemur gæsluvarðhald er hann sætti frá 24. október 2017 til 8. desember sama ár. 9 Ákvæði héraðsdóms um málsvarnarlaun verjenda ákærða og útlagðan kostnað þeirra verða staðfest. 10 Eftir þessum úrslitum verður ákærði dæmdur til að greiða helming sakarkostnaðar málsins á báðum dómstigum samkvæmt dómsorði hins áfrýjaða dóms, yfirliti ríkissaksóknara og ákvörðun Landsréttar um málsvarnarlaun skipaðs verjanda fyrir Landsrétti, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, B-x-x A-x-x N-x-x, sæti fangelsi í fimm mánuði en fresta skal fullnustu tveggja mánaða af refsingunni og falli sá hluti hennar niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Gæsluvarðhald ákærða frá 24. október til 8. desember 2017 kemur til frádráttar refsingu. Ákvæði héraðsdóms um málsvarnarlaun verjenda ákærðu og útlagðan kostnað þeirra eru óröskuð. Ákærði greiði helming málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns í héraði, S-kk-ef K-kk-ef K-kk-ef, 548.080 krónur. Ákærði greiði einnig helming þóknunar verjenda sinna á fyrri stigum málsins, J-kk-ef A-kk-ef K-kk-ef, 231.880 krónur og H-kk-ef H-kk-ef H-kk-ef, 442.680 krónur. Ákærði greiði jafnframt helming útlagðs ferðakostnaðar J-kk-ef A-kk-ef, 20.570 krónur og H-kk-ef H-kk-ef, 11.000 krónur. Enn fremur greiði ákærði helming áfrýjunarkostnaðar málsins, sem nemur alls 453.495 krónum, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Landsrétti, K-kk-ef S-kk-ef, 421.600 krónur. Sakarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði.
9443258c-bde5-4abb-945f-bde2c67c706e
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_183_2018", "publish_timestamp": "2018-10-26T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 805 }, { "offset": 828, "length": 17 }, { "offset": 847, "length": 101 }, { "offset": 950, "length": 30 }, { "offset": 982, "length": 185 }, { "offset": 1169, "length": 204 }, { "offset": 1375, "length": 297 }, { "offset": 1674, "length": 10 }, { "offset": 1686, "length": 811 }, { "offset": 2499, "length": 550 }, { "offset": 3051, "length": 381 }, { "offset": 3434, "length": 894 }, { "offset": 4330, "length": 633 }, { "offset": 4965, "length": 161 }, { "offset": 5128, "length": 271 }, { "offset": 5401, "length": 96 }, { "offset": 5499, "length": 330 }, { "offset": 5831, "length": 8 }, { "offset": 5841, "length": 363 }, { "offset": 6206, "length": 91 }, { "offset": 6299, "length": 586 }, { "offset": 6887, "length": 52 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 228 }, { "offset": 250, "length": 253 }, { "offset": 505, "length": 192 }, { "offset": 699, "length": 126 }, { "offset": 828, "length": 17 }, { "offset": 847, "length": 101 }, { "offset": 950, "length": 30 }, { "offset": 982, "length": 107 }, { "offset": 1090, "length": 65 }, { "offset": 1157, "length": 9 }, { "offset": 1169, "length": 119 }, { "offset": 1289, "length": 83 }, { "offset": 1375, "length": 200 }, { "offset": 1576, "length": 95 }, { "offset": 1674, "length": 10 }, { "offset": 1686, "length": 184 }, { "offset": 1871, "length": 424 }, { "offset": 2297, "length": 199 }, { "offset": 2499, "length": 386 }, { "offset": 2886, "length": 162 }, { "offset": 3051, "length": 111 }, { "offset": 3163, "length": 268 }, { "offset": 3434, "length": 206 }, { "offset": 3641, "length": 360 }, { "offset": 4003, "length": 94 }, { "offset": 4099, "length": 110 }, { "offset": 4211, "length": 116 }, { "offset": 4330, "length": 144 }, { "offset": 4475, "length": 137 }, { "offset": 4614, "length": 163 }, { "offset": 4779, "length": 183 }, { "offset": 4965, "length": 46 }, { "offset": 5012, "length": 113 }, { "offset": 5128, "length": 170 }, { "offset": 5299, "length": 99 }, { "offset": 5401, "length": 96 }, { "offset": 5499, "length": 330 }, { "offset": 5831, "length": 8 }, { "offset": 5841, "length": 274 }, { "offset": 6116, "length": 87 }, { "offset": 6206, "length": 91 }, { "offset": 6299, "length": 110 }, { "offset": 6410, "length": 159 }, { "offset": 6571, "length": 119 }, { "offset": 6692, "length": 192 }, { "offset": 6887, "length": 52 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=da5ea016-6862-477e-879b-e12f5551d5aa&verdictid=6531e293-7d14-4801-8a1c-f6b8df20527c" }
185/2018 Útdráttur Ágreiningur A og S hf. snérist um það hvort A hefði fengið laun sín greidd að fullu í samræmi við ráðningarsamning þeirra og kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Samiðnar vegna vinnu A hjá S hf. á tilgreindu tímabili. Eftir starfslok A höfðaði hann mál og krafði S hf. um greiðslu vegna kjarasamningsbundins frítökuréttar og réttar til vikulegs frídags. Í dómi Landsréttar kom fram að S hf. hefði borið ábyrgð á því að gætt væri að vikulegum frídegi A og að hann fengi þá lágmarkshvíld sem í kjarasamningi greindi. Gæti S hf. ekki borið fyrir sig ákvæði ráðningarsamnings sem væru í andstöðu við kjarasamning, sbr. 7. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Var S hf. því gert að greiða A umkrafða fjárhæð. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir I-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf F-kk-nf og O-kvk-nf M-kvk-nf A-kvk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 18. febrúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 19. janúar 2018 í máli nr. E183/2017. 2 Áfrýjandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér 1.074.385 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 19. febrúar 2016 til greiðsludags. Til vara krefst áfrýjandi þess að,,viðurkennd verði skylda stefnda til að greiða áfrýjanda fyrir frítökurétt vegna skerts hvíldartíma og fyrir skert réttindi til vikulegs frídags vegna starfa áfrýjanda fyrir stefnda á tímabilinu frá og með 19. maí 2014 til og með 17. júní 2016“. Loks krefst áfrýjandi málskostnaðar fyrir héraðsdómi og Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Landsrétti. Málsatvik 4 Áfrýjandi hóf störf hjá stefnda í byrjun árs 2014 en fyrst var gerður skriflegur ráðningarsamningur við hann 13. ágúst 2015. Ekki mun vera ágreiningur um að kjör hans hafi frá upphafi verið þau sömu og kveðið er á um í hinum skriflega ráðningarsamningi. Í 1. gr. samningsins kom fram að starfsmaður færi á jafnaðarkaup samkvæmt tilgreindum taxta, 2.388 krónur fyrir hvern unninn tíma, en í því fælist að starfsmaður fengi ekki greiddan hvíldartíma og væri það á ábyrgð starfsmannsins sjálfs að virða hvíldartímann. Tæki jafnaðarkaupið sömu breytingum og yrðu á kaupgjaldi samkvæmt kjarasamningum milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Samiðnar sambands iðnfélaga f.h. aðildarfélaga í málmiðnaði, byggingariðnaði og skrúðgarðyrkju hins vegar. Í kjarasamningnum, sem gilti frá 1. janúar 2014 er í grein 2.8.1 kveðið svo á um að vinnutíma skuli haga þannig að á hverjum sólarhring, reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmaður að minnsta kosti 11 klukkustunda samfellda hvíld. Um frávik og frítökurétt sagði í grein 2.8.2 að ef starfsmaður fengi ekki 11 klukkustunda hvíld á sólarhring miðað við venjubundið upphaf vinnudags, skyldi veita uppbótarhvíld sem næmi einni og hálfri klukkustund fyrir hverja klukkustund sem hvíldin skertist, ef starfsmaður væri sérstaklega beðinn um að mæta til vinnu áður en 11 klukkustunda hvíld væri náð. Einnig sagði þar að heimilt væri að greiða út hálfa klukkustund af frítökuréttinum. Jafnframt sagði þar að framangreind ákvæði ættu þó ekki við á skipulegum vaktaskiptum en þá væri heimilt að stytta hvíldartíma í allt að átta klukkustundir. Þá sagði einnig að uppsafnaður frítökuréttur skyldi koma fram á launaseðli og veittur í hálfum og heilum dögum utan annatíma í starfsemi fyrirtækis í samráði við starfsmenn. Við starfslok skyldi ónýttur frítökuréttur starfsmanns gerður upp og teljast hluti ráðningartíma. Í grein 2.8.3 sagði um hvíld undir átta klukkustundum að ef starfsmaður fengi ekki átta klukkustunda hvíld á vinnusólarhringnum skyldi hann, auk frítökuréttar samkvæmt grein 2.8.2 fá greidda eina klukkustund í yfirvinnu fyrir hverja klukkustund sem hvíldin færi niður fyrir átta klukkustundir. Um vikulegan frídag er fjallað í grein 2.8.4 í kjarasamningnum. Þar segir að á hverju sjö daga tímabili skuli starfsmaður hafa að minnsta kosti einn vikulegan frídag sem tengist beint daglegum hvíldartíma og skuli við það miðað að vikan hefjist á mánudegi. Í kjarasamningi milli sömu aðila sem gilti frá 1. maí 2015 eru ákvæði samhljóða þeim sem gerð hefur verið grein fyrir. 5 Meðal gagna málsins eru tímaskýrslur áfrýjanda, sem bera yfirskriftina,,VinnuyfirlitBakvörður“ og yfirlitsblað sem unnið er upp úr tímaskýrslum. Í málflutningi lögmanns stefnda fyrir Landsrétti kom fram að ágreiningslaust væri að tölur unnar upp úr tímaskýrslum, varðandi ætlaða skerðingu á hvíldartíma áfrýjanda, sem og samtölur sem fram kæmu á yfirlitsblaðinu þar að lútandi væru réttar, að því frátöldu að tímaskráning vegna 16. og 17. júní 2015 væri tvítekin á yfirlitsblaði. Þá væri ætluð skerðing vikulegra frídaga einungis fimm dagar en ekki níu og væri það breyting frá því sem komið hafi fram í greinargerð hans, þar sem því var haldið fram að ætluð skerðing vikulegra frídaga næmi að hámarki sex dögum. Ágreiningslaust væri að tímabil sem á yfirlitsblaði er tilgreint frá 26. maí 2016 til 17. júní sama ár, ætti í raun við um árið 2015 vegna sömu daga. Lögmaður áfrýjanda lækkaði kröfu sína vegna ætlaðrar skerðingar á vikulegum frídegi úr níu frídögum í sex frídaga. 6 Ágreiningur málsins lýtur að því hvort í þeim fjölda tíma sem fram kemur í vinnuyfirliti stefnda séu taldir tímar sem átt hafi að bæta fyrir svokallaðan frítökurétt samkvæmt kjarasamningi vegna skerts hvíldartíma og fyrir skert réttindi til vikulegs frídags. Ágreiningslaust er að meginfjöldi tímanna er vegna vinnu áfrýjanda um borð í skipinu Málmey á tímabilinu frá 21. febrúar 2015 til 16. júní sama ár. Skýrslutökur fyrir héraðsdómi 7 Launafulltrúi stefnda, E-kk-nf K. J-kk-nf, kom fyrir héraðsdóm. Hann kvaðst hafa annast launaútreikning fyrir stefnda. Spurður um hvernig tímaskráningu væri háttað þegar ekki væri unnið eftir stimpilklukku, til dæmis þegar menn væru úti á sjó, kvaðst hann skrá niður tíma þess starfsmanns sem í hlut ætti, á grundvelli upplýsinga starfsmannsins um þá tíma sem hann teldi sig eiga að fá greidda. Starfsmenn væru ekki rengdir með tímafjölda, en tímafjöldi segði þó ekkert um unnar vinnustundir þeirra. Vitnið kvað að fyrir hefði komið að tímar hafi verið skráðir á daga án þess að vinna væri þar að baki en það væri gert í þeim tilvikum þegar aukatímar væru það margir að þeir kæmust ekki fyrir innan sama sólarhringsins. Hafi þá tímarnir verið færðir milli daga og kerfið „blöffað“ með þeim hætti. 8 Í skýrslu I-kk-ef Á-kk-ef, framkvæmdastjóra stefnda, fyrir héraðsdómi kom fram að gert hefði verið ráð fyrir 12 tíma vinnu um borð en samkomulag hefði verið um að greiddir væru 16 tímar á sólarhring fyrir hvern dag á sjó. Áfrýjandi hafi á hinn bóginn fengið mun fleiri tíma greidda en þá sem fólust í samkomulaginu. Hann kvað þetta samkomulag hafa verið við lýði í um 20 ár. 9 Einnig kom fyrir héraðsdóm Á-kk-nf B-kk-nf, fyrrverandi starfsmaður stefnda. Hann kvað það hafa komið fyrir að hann fengi ekki lögbundinn hvíldartíma milli vinnutarna, en kvað ekkert fyrirkomulag hafa verið um að það skyldi bætt upp með því að hann skráði sjálfur aukatíma vegna þess á tímaskráningarskýrslu. Þá hafi komið fyrir að hann fengi ekki vikulegan frídag en slíkt hafi heldur ekki verið bætt með því að skrá aukatíma á tímaskráningarskýrslu. 10 Í skýrslu H-kk-ef J-kk-ef, fyrrverandi rekstrarstjóra stefnda, kom fram að tímaskráningar eftir á hafi verið tilkomnar til að bæta starfsmönnum upp tapaða hvíld og væri ætlast til þess að tímaskráningin endurspeglaði fullnaðargreiðslu til starfsmanns hverju sinni. Er hann var inntur eftir því hvernig starfsmönnum væri bætt það upp að geta ekki nýtt sér sinn hvíldartíma kvað hann að unnt væri að færa til hvíldardaga í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Síðar við skýrslugjöfina sagði hann að starfsmaður sem ekki fengi sína lágmarkshvíld skilaði inn tímaskýrslu þar sem bætt væri við tímum vegna tapaðrar lágmarkshvíldar. 11 Í skýrslu V-kk-ef S-kk-ef A-kk-ef, aðalbókara stefnda, kom fram að stefndi hefði gefið launafulltrúa upp ákveðinn tímafjölda og inni í þeim fjölda hafi átt að vera greiðsla fyrir skertan hvíldartíma. Ef aukatímar væru svo margir að ekki hafi verið hægt að skrá þá alla á sama sólarhringinn, hafi verið gripið til þess ráðs að skrá þá á laugardag eða sunnudag og fyrir vikið liti það út í skráningunni eins og hvíldardagur hefði verið skertur, sem ekki hafi verið raunin. Launafulltrúi stefnda hafi skráð aukatímana til þess að ná upp frítökuréttinum, en starfsmenn gefi launafulltrúanum upp sína tíma. 12 Í skýrslu Á-kk-ef I-kk-ef kom fram að hann hefði unnið með áfrýjanda um borð í Málmey á tímabilinu frá febrúar til mars 2015 í þremur ferðum. Hann kvað samkomulag hafa verið um að starfsmenn skiluðu 12 tíma vinnu en fengju 16 tíma greidda auk dagpeninga. Starfsmenn hafi séð um að koma upplýsingum um tímafjölda til launafulltrúa. Á-kk-nf er sonur I-kk-ef Á-kk-ef, framkvæmdastjóra stefnda. 13 Áfrýjandi bar fyrir héraðsdómi að tímaskráningarkerfið endurspeglaði þá vinnu sem hann hefði innt af hendi og kvaðst ekki hafa bætt tímum við raunverulega unnar vinnustundir til þess að bæta sér upp tapaða hvíld. Málsástæður aðila Málsástæður áfrýjanda 14 Af hálfu áfrýjanda er á það bent að þann tíma sem hann hafi starfað hjá stefnda hafi hann verið á jafnaðarkaupi og ekki fengið greitt sérstaklega þegar hvíldartími hans hafi verið skertur. Hann kveður ákvæði 1. gr. ráðningarsamnings síns fara í bága við réttindi sem fram komi í kjarasamningum og varði hvíldartíma starfsmanna. Hafi stefndi hvorki veitt áfrýjanda frítökurétt vegna skerts hvíldartíma né uppbót vegna skerðingar á rétti hans til vikulegs frídags. Hafi stefndi þannig brotið gegn skyldu sinni til þess að tryggja að laun áfrýjanda væru í samræmi við kjarasamning og lög. Ákvæði ráðningarsamnings sem í bága fari við kjarasamninga og lög séu ógild. Vísar áfrýjandi um lagarök til 53. gr. og 54. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Enn fremur vísar áfrýjandi til 7. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda en samkvæmt þeim ákvæðum sé óheimilt að skerða réttindi áfrýjanda samkvæmt kjarasamningi. Málsástæður stefnda 15 Stefndi kveðst hafa lagt tímaskýrslur áfrýjanda til grundvallar útreikningi launa hans og hafa oft greitt honum allt að 20 klukkustundir á sólarhring auk dagpeninga þrátt fyrir að vinna hans hafi aldrei farið yfir 12 klukkustundir á sólarhring. Áfrýjandi hafi aldrei kvartað yfir skertri hvíld eða gert athugasemdir við launaseðla. Í þessu sambandi er bent á að áfrýjandi hafi verið trúnaðarmaður á vinnustaðnum og fullkunnugt um kjarasamningsbundin réttindi sín. Kröfur vegna skertrar hvíldar hafi verið settar fram eftir að áfrýjanda var sagt upp störfum. Áréttar stefndi að áfrýjandi hafi fengið skerta hvíld bætta í formi greiðslu á að minnsta kosti 186 aukatímum á tímabilinu frá 21. febrúar 2015 til 16. júní sama ár. Kveður stefndi að áfrýjandi hafi tekið saman vinnustundir sínar og hafi hann bætt við aukatímum sem jafngilt hafi greiðslum vegna skertrar hvíldar og skilað þeim upplýsingum á skrifstofu stefnda, sem hafi lagt þær til grundvallar útreikningi launa. Með skráningu þessara aukatíma í tímaskráningarkerfi stefnda hafi áfrýjanda verið bætt upp skert hvíld í formi launagreiðslna en áhrif tímaskráningarinnar hafi verið þau að viðverutími áfrýjanda lengdist sem hafi haft þau afleiddu áhrif að hvíldartími virtist hafa verið skertur enn frekar. Niðurstaða 16 Við munnlegan málflutning fyrir Landsrétti byggði stefndi á því að tilvísun til ákvæðis 2.8.2 í kjarasamningi Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins um 11 tíma hvíld ætti ekki við um lögskipti aðila, þar sem skipuleg vaktaskipti hafi átt sér stað meðal starfsmanna stefnda um borð í skipinu Málmey. Einnig var á því byggt að áfrýjandi hafi starfað sjálfstætt og ekki lotið boðvaldi annarra starfsmanna stefnda og um það vísað til 3. töluliðar 1. mgr. 52. gr. a laga nr. 46/1980. Þá var vísað til 3. mgr. 53. gr. sömu laga um að heimilt væri að víkja frá ákvæði 1. mgr. 53. gr. um 11 klukkustunda hvíldartíma við sérstakar aðstæður. Hvorki var í greinargerð stefnda fyrir Landsrétti né undir rekstri málsins í héraði byggt á framangreindum málsástæðum. Standa því ekki lagaskilyrði til þess samkvæmt 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að þessar málsástæður komist að fyrir Landsrétti. 17 Eins og fram hefur komið var sá háttur hafður á tímaskráningu áfrýjanda, vegna þess tímabils sem mál þetta tekur til, að hann skilaði inn ákveðnum tímafjölda til launafulltrúa stefnda, sem færði þá inn í vinnuyfirlit stefnda og greiddi út laun í samræmi við það. Á þeirri skráningu byggir krafa áfrýjanda en hann hefur mótmælt því að þeir tímar sem hann gaf upp og færðir voru inn í tímaskráningarkerfið séu ekki allir vegna vinnu sem hann hafi innt af hendi. 18 Í 1. gr. ráðningarsamnings aðila 13. ágúst 2015 er skýrt kveðið á um að starfsmaður fái ekki greiddan hvíldartíma en sem fyrr segir er ekki ágreiningur um að sömu kjör hafi gilt frá upphafi ráðningarsambands aðila. Engra skriflegra gagna nýtur við í málinu um að skráning tímafjölda hafi ekki endurspeglað unnar vinnustundir áfrýjanda og að hann hafi bætt við tímum til þess að gera upp skerðingu á hvíldartíma sínum. Á stefnda hvílir sönnunarbyrði um hið gagnstæða en framburð vitna sem báru á annan veg fyrir héraðsdómi verður að meta í ljósi þeirrar stöðu sem þau gegna hjá stefnda eða hafa gegnt, sbr. 59. gr. laga nr. 91/1991. Hefur stefnda ekki tekist sönnun þess að skráning tíma í yfirlit um unna tíma áfrýjanda hafi ekki verið í samræmi við unnar vinnustundir hans. 19 Samkvæmt 2. mgr. greinar 2.8.2 í kjarasamningi þeim sem gilti um kjör áfrýjanda ber starfsmanni uppbótarhvíld sem nemur einni og hálfri klukkustund fyrir hverja klukkustund (dagvinna) sem skerðist. Þá á starfsmaður samkvæmt grein 2.8.3 rétt á að fá, auk frítökuréttar samkvæmt grein 2.8.2, greidda eina klukkustund í yfirvinnu fyrir hverja klukkustund sem hvíldin fer niður fyrir átta klukkustundir. Samkvæmt 5. mgr. greinar 2.8.2 skal gera upp ónýttan frítökurétt við starfslok. 20 Stefndi bar ábyrgð á því að áfrýjandi fengi þá lágmarkshvíld sem í kjarasamningnum greinir og getur ekki borið fyrir sig ákvæði ráðningarsamnings aðila sem eru í andstöðu við kjarasamninginn, sbr. 7. gr. laga nr. 80/1938 og 1. gr. laga nr. 55/1980. Stefndi hefur ekki andmælt útreikningi á tímafjölda vegna skerðingar á hvíldartíma, að öðru leyti en því að hann telur að tímar vegna daganna 16. og 17. júní 2015 séu tvítaldir á yfirliti því sem lagt hefur verið fram um ætlaða skerðingu á hvíldartíma. Af tímaskýrslu stefnda verður ráðið að 15. júní 2015 er stefndi sagður fara úr vinnu klukkan 23.39 og koma í vinnu 16. júní klukkan 7.15. Að kvöldi þess dags er áfrýjandi sagður fara úr vinnu klukkan 23.39 og koma í vinnu næsta dag klukkan 7.15. Er það í samræmi við yfirlit sem lagt hefur verið fram um tímaskráningu áfrýjanda. Samkvæmt framangreindu verður þessi kröfuliður áfrýjanda tekinn til greina að fullu þannig að skertur hvíldartími miðað við 11 klukkustunda hvíld nemi 172,92 klukkustundum. Sá tímafjöldi er margfaldaður með 1,5 í samræmi við 2. mgr. greinar 2.8.2 í kjarasamningi og nemur því samtals 259,38 klukkustundum, sem stefnda ber að greiða miðað við jafnaðarkaup áfrýjanda, sem nam 2.540 krónum á klukkustund. Þá nemur samanlagður frítökuréttur vegna skerðingar á átta klukkustunda hvíldartíma 52,57 klukkustundum. 21 Krafa áfrýjanda um greiðslu vegna vikulegs frídags er reist á ákvæði 2.8.4 í kjarasamningi. Það var á ábyrgð stefnda að haga vinnu áfrýjanda á þann hátt að gætt væri að vikulegum frídegi og er honum ekki stoð í að bera fyrir sig ákvæði ráðningarsamnings aðila, sem eru í andstöðu við fyrrgreind ákvæði kjarasamningsins, eins og rakið hefur verið varðandi skerðingu á lágmarkshvíld. Tölulegum útreikningi kröfu áfrýjanda vegna þessa kröfuliðar hefur stefndi mótmælt, að því gefnu að rétturinn fallist á að áfrýjanda beri greiðsla vegna hans, á þeim grundvelli að réttur til vikulegs frídags hafi einungis verið skertur í fimm tilvikum en ekki níu. Áfrýjandi lækkaði kröfu sína við flutning málsins fyrir Landsrétti sem nam þremur dögum og byggir á því að vikulegur frídagur hans hafi verið skertur í sex tilvikum. 22 Þar sem ekki er fallist á að skráning í vinnuyfirlit stefnda hafi ekki gefið rétta mynd af unnum vinnustundum áfrýjanda verður fallist á að vikulegur frídagur áfrýjanda hafi verið skertur í sex tilvikum. Verður kröfuliður þessi því tekinn til greina að virtri framangreindri lækkun áfrýjanda þannig að 48 klukkustundir bætast við þær stundir sem bæta eiga áfrýjanda skerðingu á hvíldartíma, sem nema þá samtals 359,95 klukkustundum. 23 Samkvæmt öllu framangreindu verður stefndi dæmdur til að greiða áfrýjanda 914.273 krónur að viðbættu 10,17% orlofi, samtals 1.007.255 krónur. 24 Í stefnu er krafist dráttarvaxta frá 19. febrúar 2016 til greiðsludags. Hefur stefndi mótmælt þeirri kröfu. Áfrýjandi kveðst miða upphaf dráttarvaxta við mánuð frá þingfestingardegi stefnu. Stefna málsins var þingfest 19. janúar 2017. Samkvæmt þessu verður fallist á að krafa áfrýjanda beri dráttarvexti frá 19. febrúar 2017 eins og nánar greinir í dómsorði. 25 Eftir þessum úrslitum og samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnda gert að greiða áfrýjanda málskostnað á báðum dómstigum, sem ákveðinn er í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð Stefndi, Skaginn hf., greiði áfrýjanda, A-kk-þgf G-kk-þgf, 1.007.255 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 19. febrúar 2017 til greiðsludags og 1.000.000 króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
5295582c-bdcf-40bd-ada4-fed39ae486b0
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_185_2018", "publish_timestamp": "2018-10-12T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 809 }, { "offset": 832, "length": 17 }, { "offset": 851, "length": 102 }, { "offset": 955, "length": 30 }, { "offset": 987, "length": 135 }, { "offset": 1124, "length": 548 }, { "offset": 1674, "length": 103 }, { "offset": 1779, "length": 9 }, { "offset": 1790, "length": 2525 }, { "offset": 4317, "length": 979 }, { "offset": 5298, "length": 408 }, { "offset": 5708, "length": 29 }, { "offset": 5739, "length": 798 }, { "offset": 6539, "length": 376 }, { "offset": 6917, "length": 453 }, { "offset": 7372, "length": 626 }, { "offset": 8000, "length": 604 }, { "offset": 8606, "length": 393 }, { "offset": 9001, "length": 215 }, { "offset": 9218, "length": 17 }, { "offset": 9237, "length": 21 }, { "offset": 9260, "length": 1047 }, { "offset": 10309, "length": 19 }, { "offset": 10330, "length": 1266 }, { "offset": 11598, "length": 10 }, { "offset": 11610, "length": 902 }, { "offset": 12514, "length": 462 }, { "offset": 12978, "length": 1260 }, { "offset": 14240, "length": 1340 }, { "offset": 15582, "length": 815 }, { "offset": 16399, "length": 580 }, { "offset": 16981, "length": 361 }, { "offset": 17344, "length": 197 }, { "offset": 17543, "length": 7 }, { "offset": 17552, "length": 261 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 219 }, { "offset": 241, "length": 134 }, { "offset": 377, "length": 159 }, { "offset": 538, "length": 242 }, { "offset": 782, "length": 47 }, { "offset": 832, "length": 17 }, { "offset": 851, "length": 102 }, { "offset": 955, "length": 30 }, { "offset": 987, "length": 58 }, { "offset": 1046, "length": 64 }, { "offset": 1112, "length": 9 }, { "offset": 1124, "length": 200 }, { "offset": 1325, "length": 278 }, { "offset": 1605, "length": 66 }, { "offset": 1674, "length": 103 }, { "offset": 1779, "length": 9 }, { "offset": 1790, "length": 126 }, { "offset": 1917, "length": 127 }, { "offset": 2046, "length": 259 }, { "offset": 2307, "length": 231 }, { "offset": 2540, "length": 231 }, { "offset": 2773, "length": 358 }, { "offset": 3133, "length": 82 }, { "offset": 3217, "length": 155 }, { "offset": 3374, "length": 172 }, { "offset": 3548, "length": 96 }, { "offset": 3646, "length": 292 }, { "offset": 3940, "length": 62 }, { "offset": 4004, "length": 191 }, { "offset": 4197, "length": 117 }, { "offset": 4317, "length": 146 }, { "offset": 4464, "length": 333 }, { "offset": 4799, "length": 231 }, { "offset": 5032, "length": 148 }, { "offset": 5182, "length": 113 }, { "offset": 5298, "length": 260 }, { "offset": 5559, "length": 146 }, { "offset": 5708, "length": 29 }, { "offset": 5739, "length": 65 }, { "offset": 5805, "length": 53 }, { "offset": 5860, "length": 274 }, { "offset": 6136, "length": 103 }, { "offset": 6241, "length": 218 }, { "offset": 6461, "length": 75 }, { "offset": 6539, "length": 223 }, { "offset": 6763, "length": 92 }, { "offset": 6857, "length": 57 }, { "offset": 6917, "length": 78 }, { "offset": 6996, "length": 230 }, { "offset": 7228, "length": 141 }, { "offset": 7372, "length": 267 }, { "offset": 7640, "length": 188 }, { "offset": 7830, "length": 167 }, { "offset": 8000, "length": 202 }, { "offset": 8203, "length": 269 }, { "offset": 8474, "length": 129 }, { "offset": 8606, "length": 144 }, { "offset": 8751, "length": 111 }, { "offset": 8864, "length": 74 }, { "offset": 8940, "length": 58 }, { "offset": 9001, "length": 215 }, { "offset": 9218, "length": 17 }, { "offset": 9237, "length": 21 }, { "offset": 9260, "length": 191 }, { "offset": 9452, "length": 137 }, { "offset": 9591, "length": 133 }, { "offset": 9726, "length": 121 }, { "offset": 9849, "length": 75 }, { "offset": 9926, "length": 116 }, { "offset": 10044, "length": 262 }, { "offset": 10309, "length": 19 }, { "offset": 10330, "length": 247 }, { "offset": 10578, "length": 85 }, { "offset": 10665, "length": 130 }, { "offset": 10797, "length": 92 }, { "offset": 10891, "length": 164 }, { "offset": 11057, "length": 247 }, { "offset": 11306, "length": 289 }, { "offset": 11598, "length": 10 }, { "offset": 11610, "length": 297 }, { "offset": 11908, "length": 178 }, { "offset": 12088, "length": 151 }, { "offset": 12241, "length": 118 }, { "offset": 12361, "length": 150 }, { "offset": 12514, "length": 265 }, { "offset": 12780, "length": 195 }, { "offset": 12978, "length": 217 }, { "offset": 13196, "length": 201 }, { "offset": 13399, "length": 212 }, { "offset": 13613, "length": 141 }, { "offset": 13756, "length": 199 }, { "offset": 13957, "length": 200 }, { "offset": 14159, "length": 78 }, { "offset": 14240, "length": 251 }, { "offset": 14492, "length": 251 }, { "offset": 14745, "length": 136 }, { "offset": 14883, "length": 106 }, { "offset": 14991, "length": 81 }, { "offset": 15074, "length": 171 }, { "offset": 15247, "length": 227 }, { "offset": 15476, "length": 103 }, { "offset": 15582, "length": 94 }, { "offset": 15677, "length": 288 }, { "offset": 15967, "length": 263 }, { "offset": 16232, "length": 164 }, { "offset": 16399, "length": 206 }, { "offset": 16606, "length": 227 }, { "offset": 16835, "length": 143 }, { "offset": 16981, "length": 74 }, { "offset": 17056, "length": 34 }, { "offset": 17092, "length": 80 }, { "offset": 17174, "length": 43 }, { "offset": 17219, "length": 122 }, { "offset": 17344, "length": 197 }, { "offset": 17543, "length": 7 }, { "offset": 17552, "length": 261 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=d3857315-c05a-454f-a145-2e06140dd3fb&verdictid=50cd448a-a508-4975-9f1d-bfb20c6753d2" }
186/2018 Útdráttur J keypti fokhelda fasteign af B ehf. á árinu 2007, en F var byggingastjóri fasteignarinnar frá upphafi og fram yfir afhendingu hennar. J höfðaði mál gegn B ehf. og F til heimtu skaðabóta vegna galla á fasteigninni, meðal annars ófullnægjandi útfærslu á þakhalla. Við meðferð málsins í héraði lá fyrir matsgerð þar sem meðal annars var talið að þakplata fasteignarinnar væri misþykk og sigin. Með dómi héraðsdóms var B ehf. sýknað af kröfum J um skaðabætur en F sem byggingastjóri fasteignarinnar talinn bera ábyrgð á tjóni vegna of lítils þakhalla. F áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar og aflaði undir rekstri málsins fyrir réttinum matsgerðar, annars vegar um vatnshalla á þaki fasteignarinnar og hins vegar um kostnað við að lagfæra ófullnægjandi vatnshalla. Samkvæmt matsgerðinni uppfyllti þakhalli fasteignarinnar ekki kröfur byggingarreglugerðar óháð því hvort platan hefði sigið eða ekki. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um bótaábyrgð F á tjóni J en lagði niðurstöðu síðari matsgerðarinnar í aðalatriðum til grundvallar fjárhæð bóta. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf og V-kk-nf H. V-kk-nf og S-kk-nf S-kk-nf byggingaverkfræðingur. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar með áfrýjunarstefnu 19. febrúar 2018. Hann krefst þess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og áfrýjandi sýknaður af öllum kröfum stefnda. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir héraðsdómi og Landsrétti. 2 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 3 Með hinum áfrýjaða dómi var áfrýjanda, sem byggingarstjóra við byggingu fasteignar að Valsheiði 23 í Hveragerði, gert að greiða stefnda skaðabætur vegna tjóns stefnda i áfrýjað málinu fyrir sitt leyti er dómurinn aðeins til endurskoðunar hvað varðar bótaábyrgð vegna útfærslu á þakhalla. 4 Af hálfu áfrýjanda er því haldið fram að ekki verði ráðið af málatilbúnaði stefnda í héraði hvort á því sé byggt að þakhalli hafi verið ófullnægjandi í upphafi eða hafi orðið það eftir að þakplatan hafði sigið. Þetta skipti máli þar sem héraðsdómur hafi ekki talið áfrýjanda bera ábyrgð á sigi plötunnar. Þá er því haldið fram af hálfu áfrýjanda að matsgerð sú sem stefndi grundvallaði málatilbúnað sinn á í héraði staðfesti ekki að þakhallinn hafi verið ófullnægjandi í upphafi og hafi ekki svarað þeirri spurningu hvort einhver vandamál hefðu verið til staðar ef þakplatan hefði ekki sigið. Þá hafi ekki í stefnu verið gerð grein fyrir því hvernig áfrýjandi hefði átt að hegða sér öðruvísi en hann gerði og hafi héraðsdómur tekið afstöðu til þess að eigin frumkvæði og lagt til grundvallar niðurstöðu sinni í málinu. 5 Í stefnu til héraðsdóms var byggt á þeirri niðurstöðu dómkvadds matsmanns, sem var H-kk-nf S-kk-nf byggingatæknifræðingur og húsasmíðameistari, að í upphafi hafi þak virst átt að vera einhalla og að þakhallinn hefði verið meira en helmingi minni en svo að hann uppfyllti lágmarkskröfu samkvæmt byggingarreglugerð. Þá var talið að áfrýjandi væri ábyrgur fyrir sigi á þakplötu þar sem hann hefði fylgt athugasemdalaust röngum og gölluðum hönnunargögnum og vísað til þess að byggingarstjóri gæti ekki athugasemdalaust leyft byggingarframkvæmdir eftir uppdráttum án tillits til þess hvort meiri eða minni háttar galla væri að finna á þeim, enda hafi áfrýjanda verið skylt að tryggja að byggt væri í samræmi við lög og reglugerðir. Fallist er á þær forsendur héraðsdóms að áfrýjandi hafi átt þess kost að gæta hagsmuna sinna við framkvæmd matsins. 6 Þegar málsástæður stefnda eru skoðaðar í samhengi þykir felast í þeim ráðagerð um að áfrýjandi beri skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ágalla sem reyndust vera á þakplötu, þar á meðal tjóni sem rekja megi til þess að þakhalli var ekki útfærður með þeim hætti að hann stæðist ákvæði byggingarreglugerðar. 7 Áfrýjandi aflaði matsgerðar R-kk-ef K-kk-ef byggingaverkfræðings, sem var dómkvaddur í Landsrétti eftir uppkvaðningu héraðsdóms. Matsgerðin barst Landsrétti 14. maí 2018 en sameiginlegur gagnaöflunarfrestur málsaðila rann út 16. sama mánaðar. Matsspurningar lutu annars vegar að vatnshalla á þakinu og hins vegar kostnaði við að lagfæra ófullnægjandi vatnshalla. Matsmaður svaraði þeirri matsspurningu hvort líklegt væri að vatnshalli þaksins hefði verið fullnægjandi í upphafi með þeim hætti að samkvæmt mælingum matsmanns hefði platan verið steypt í byrjun með halla 1:123 til 1:152 og að matsmaður teldi þann halla ekki fullnægjandi nema sérstakar lausnir hefðu verið valdar fyrir vatnsþéttinguna. Hallinn hefði ekki uppfyllt kröfur byggingarreglugerðar. Matsmaður svaraði neitandi þeirri hefði sigið með eðlilegum hætti. Þá svaraði matsmaður einnig neitandi þeirri matsspurningu hvort vatnshalli plötu hefði verið í samræmi við kröfur reglugerðar ef platan hefði ekki sigið. Matsmaður taldi spurninguna einungis fræðilegs eðlis þar sem platan hefði alltaf sigið eitthvað. Jafnvel þótt platan hefði ekkert sigið eða verið með yfirhæð til að vinna á móti sigi hefði halli hennar verið undir kröfum reglugerðarinnar. 8 Framlagningu matsgerðarinnar var ekki mótmælt af hálfu stefnda og ekki vefengt að hún stafaði frá hinum dómkvadda matsmanni. Matsgerðin rennir frekari stoðum undir þá forsendu sem byggt var á í hinum áfrýjaða dómi að þakhalli á fasteigninni hafi frá upphafi verið minni en 1:50, sem var lágmarksþakhalli samkvæmt 136. gr. þágildandi byggingarreglugerðar nr. 441/1998, með síðari breytingum, og þakhallinn því ófullnægjandi án tillits til þess hvort þakið hefði sigið eða ekki. 9 Áfrýjandi var byggingarstjóri við byggingu fasteignarinnar frá upphafi og fram yfir afhendingu hennar til stefnda. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms telst áfrýjandi bera bótaábyrgð á tjóni stefnda sem rakið verður til þess að þakhalli var ekki útfærður í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. 10 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms telst bótakrafa stefnda ekki fallin niður fyrir fyrningu eða tómlæti. 11 Sem fyrr segir liggja tvær undirmatsgerðir dómkvaddra matsmanna fyrir um tjón stefnda. Fyrri matsgerðarinnar var aflað af stefnda fyrir höfðun málsins. Niðurstaða fyrra matsins var sú að heildarkostnaður við nauðsynlegar úrbætur á loftaplötu og hlöðnum vegg í fasteigninni að Valsheiði 23 í Hveragerði væri 7.571.000 krónur miðað við verðlag á undirskriftardegi matsgerðarinnar 28. janúar 2016. Sem fyrr segir komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að áfrýjandi bæri aðeins ábyrgð á því að útfærsla á þakhalla hefði ekki verið í samræmi við byggingarreglugerð en ekki ábyrgð á því að platan seig meira en eðlilegt var. Matsgerðin miðaði ekki sérstaklega að því að meta kostnað við úrbætur á þakhalla sem eingöngu mætti rekja til þess að þakhallinn var ekki útfærður í samræmi við byggingarreglugerð. Héraðsdómur beitti þeirri aðferð til að komast að niðurstöðu um kostnað við að lagfæra of lítinn þakhalla að leggja saman kostnað við þá verkliði, samkvæmt matsgerð H-kk-ef S-kk-ef, sem lutu að lagfæringum á ytra byrði þaksins. Niðurstaða héraðsdóms var að samtala þessara kostnaðarliða væri 3.380.000 krónur en að frádregnum 60% af virðisaukaskatti af vinnu á byggingarstað, sem fengist endurgreiddur, næmi kostnaður við lagfæringarnar alls 3.214.516 krónum. Þessi aðferð var ekki að öllu leyti í samræmi við þær forsendur sem héraðsdómur byggði á um skaðabótaábyrgð áfrýjanda þar sem það kostnaðarmat matsmanns sem héraðsdómur studdist við tók mið af þakplötunni eins og hún var í raun eftir hið óeðlilega mikla sig sem áfrýjandi var ekki talinn bera bótaábyrgð á. áfrýjanda annars vegar metinn kostnaður við að lagfæra þakhallann miðað við að platan hefði ekki sigið. Það taldi matsmaður hins vegar óraunhæft þar sem ekki væri fræðilega mögulegt að steypt plata sigi ekkert. Hins vegar var matsmaðurinn í tveimur matsspurningum beðinn um að leggja mat á kostnað við að lagfæra þakhallann miðað við að þakið hefði sigið eðlilega þannig að þakhallinn væri fullnægjandi og í samræmi við kröfur reglugerða. Matsmaður gerði þann fyrirvara við viðgerðarlýsingu og mat á kostnaði við úrbætur að matið byggðist á því að matsgerðin fjallaði ekkert um styrkingu á plötunni og horft framhjá því að platan væri of þunn. Það mætti þó ekki skilja svo að horfa mætti framhjá þessum atriðum heldur væru þau ekki viðfangsefni matsins. Viðgerðarlýsingin væri einungis sett fram til að reikna kostnað í samræmi við matsspurningar. Í svari við umræddum tveimur matsspurningum væri miðað við að þakið hefði ekki sigið meira en reglugerðin gerði ráð fyrir en þakið hefði í raun sigið mun meira. Niðurstaða matsmannsins var sú að kostnaður við úrbætur, í samræmi við framangreindar forsendur, væri 2.422.798 krónur miðað við verðlag 1. apríl 2018. Í matsgerð kom fram að matið innihéldi allan þann kostnað sem þyrfti til verksins, vinnu, efni og tæki en einnig allar tryggingar og skatta. Tekið var tillit til þess að 60% af virðisaukaskatti af vinnu á verkstað fæst endurgreiddur. 13 Það sem greinir niðurstöður fyrri og síðari matsgerðarinnar einkum að er að í síðari matsgerðinni er gert ráð fyrir 266.000 króna minni kostnaði við að fjarlægja möl af þaki en í fyrri matsgerðinni. Þá er í fyrri matsgerðinni gert ráð fyrir að réttum þakhalla verði náð með því að leggja sérsniðna frauðplasteinangrun á þak til að móta þakhalla að niðurföllum og leggja stífa 10 sm steinull þar yfir og er kostnaður við þennan verklið metinn 1.042.000 krónur. Í síðari matsgerðinni er hins vegar gert ráð fyrir að þétt steinullareinangrun verði skorin til og lögð á þakið til að ná endanlegum þakhalla og vinna á móti sigi. Kostnaður við þennan verklið metinn 364.500 krónur. 14 Samkvæmt framansögðu þykja forsendur þær sem lágu að baki niðurstöðum matsgerðar R-kk-ef K-kk-ef byggingaverkfræðings um kostnað við úrbætur á þakhalla í samræmi við þær forsendur sem niðurstaða héraðsdóms byggði á, og Landsréttur hefur fallist á. Þar sem mati á kostnaði við einstaka verkliði samkvæmt síðari matsgerðinni var ekki mótmælt sérstaklega af hálfu stefnda og niðurstöðurnar eru rökstuddar með fullnægjandi hætti og skilmerkilega sundurliðaðar, þykir rétt að leggja síðari matsgerðina til grundvallar niðurstöðu um tjón áfrýjanda að öðru leyti en því að byggt verður á niðurstöðu fyrri matsgerðarinnar hvað varðar kostnað við að fjarlægja malarfarg af þaki og aka á losunarstað. Sá kostnaður var sem fyrr segir metinn 266.000 krónum hærri í fyrri matsgerðinni en þeirri síðari en þar var gengið út frá því að moka mætti mölinni til á þakinu. 15 Með skírskotun til framangreinds verður áfrýjanda gert að greiða stefnda 2.688.798 krónur (2.422.798+266.000). Með vísan til 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og Með hliðsjón af úrslitum málsins verður áfrýjanda gert að greiða stefnda samtals 3.000.000 króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti og er þá tekið nokkurt tillit til þess árangurs sem áfrýjun málsins og öflun matsgerðar af hálfu áfrýjanda skilaði honum. Dómsorð: Áfrýjandi, F-kk-nf S-kk-nf, greiði stefnda, J-kk-þgf H-kk-þgf, 2.688.798 krónur, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14. maí 2018 til greiðsludags. Áfrýjandi greiði stefnda samtals 3.000.000 króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
0070e5e4-aa12-4afd-90d5-bae1e13ed6dd
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_186_2018", "publish_timestamp": "2018-09-28T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 1057 }, { "offset": 1080, "length": 17 }, { "offset": 1099, "length": 124 }, { "offset": 1225, "length": 30 }, { "offset": 1257, "length": 240 }, { "offset": 1499, "length": 97 }, { "offset": 1598, "length": 10 }, { "offset": 1610, "length": 289 }, { "offset": 1901, "length": 820 }, { "offset": 2723, "length": 844 }, { "offset": 3569, "length": 300 }, { "offset": 3871, "length": 1219 }, { "offset": 5092, "length": 478 }, { "offset": 5572, "length": 306 }, { "offset": 5880, "length": 115 }, { "offset": 5997, "length": 2964 }, { "offset": 8963, "length": 678 }, { "offset": 9643, "length": 856 }, { "offset": 10501, "length": 433 }, { "offset": 10936, "length": 8 }, { "offset": 10946, "length": 200 }, { "offset": 11148, "length": 92 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 134 }, { "offset": 156, "length": 126 }, { "offset": 284, "length": 127 }, { "offset": 413, "length": 155 }, { "offset": 570, "length": 216 }, { "offset": 788, "length": 132 }, { "offset": 922, "length": 155 }, { "offset": 1080, "length": 17 }, { "offset": 1099, "length": 124 }, { "offset": 1225, "length": 30 }, { "offset": 1257, "length": 78 }, { "offset": 1336, "length": 99 }, { "offset": 1437, "length": 59 }, { "offset": 1499, "length": 50 }, { "offset": 1550, "length": 45 }, { "offset": 1598, "length": 10 }, { "offset": 1610, "length": 289 }, { "offset": 1901, "length": 212 }, { "offset": 2114, "length": 92 }, { "offset": 2208, "length": 286 }, { "offset": 2496, "length": 224 }, { "offset": 2723, "length": 315 }, { "offset": 3039, "length": 411 }, { "offset": 3452, "length": 114 }, { "offset": 3569, "length": 300 }, { "offset": 3871, "length": 130 }, { "offset": 4002, "length": 112 }, { "offset": 4116, "length": 118 }, { "offset": 4236, "length": 336 }, { "offset": 4574, "length": 55 }, { "offset": 4631, "length": 65 }, { "offset": 4698, "length": 152 }, { "offset": 4852, "length": 95 }, { "offset": 4949, "length": 140 }, { "offset": 5092, "length": 126 }, { "offset": 5219, "length": 350 }, { "offset": 5572, "length": 116 }, { "offset": 5689, "length": 188 }, { "offset": 5880, "length": 115 }, { "offset": 5997, "length": 89 }, { "offset": 6087, "length": 63 }, { "offset": 6152, "length": 241 }, { "offset": 6395, "length": 222 }, { "offset": 6619, "length": 179 }, { "offset": 6800, "length": 226 }, { "offset": 7028, "length": 230 }, { "offset": 7260, "length": 305 }, { "offset": 7567, "length": 102 }, { "offset": 7671, "length": 105 }, { "offset": 7778, "length": 226 }, { "offset": 8006, "length": 203 }, { "offset": 8211, "length": 108 }, { "offset": 8321, "length": 92 }, { "offset": 8415, "length": 159 }, { "offset": 8576, "length": 150 }, { "offset": 8728, "length": 139 }, { "offset": 8869, "length": 91 }, { "offset": 8963, "length": 201 }, { "offset": 9165, "length": 259 }, { "offset": 9426, "length": 162 }, { "offset": 9590, "length": 50 }, { "offset": 9643, "length": 250 }, { "offset": 9894, "length": 441 }, { "offset": 10337, "length": 161 }, { "offset": 10501, "length": 113 }, { "offset": 10615, "length": 318 }, { "offset": 10936, "length": 8 }, { "offset": 10946, "length": 200 }, { "offset": 11148, "length": 92 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=47acb73c-fd32-4027-a0a0-1121dca70a44&verdictid=45bfb632-e9bc-4b4b-8500-68293bc9041e" }
187/2018 Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli H hf. á hendur S ehf. og K ehf. var vísað frá dómi. Í málinu krafðist H hf. þess að viðurkenndur yrði með dómi forkaupsréttur hans að hluta fasteignarinnar B sem hann hafði á leigu, að varnaraðilanum S ehf. yrði gert að gefa út afsal til sín fyrir sama hluta fasteignarinnar gegn greiðslu tiltekinnar fjárhæðar aðallega en gegn greiðslu annarrar tiltekinnar fjárhæðar til vara, að til frádráttar þeirri greiðslu kæmu leigugreiðslur að tiltekinni fjárhæð og að K ehf. yrði gert að þola dóm samkvæmt þessum dómkröfum. Landsréttur taldi tilgreiningu á andlagi forkaupsréttar, eins og hún kom fram í fasteignaskrá, vera nægilega skýra í kröfu H hf. Þá vísaði Landsréttur til þess að samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laga nr. 26/1994, um fjöleignarhús, gæti fasteign verið í eigu fleiri en eins aðila þótt ekki lægi fyrir eignaskiptayfirlýsing. Skortur á slíkri yfirlýsingu gæti ekki staðið því í vegi að aðili fengi notið forkaupsréttar að hluta fasteignar sem væri afmarkaður í fasteignaskrá. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir H-kvk-nf Þ-kvk-nf, J-kk-nf S-kk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 9. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. janúar 2018 í málinu nr. E2970/2017 þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í jlið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Málsatvik 4 Í málinu er deilt um það hvort forkaupsréttur að nánar tilgreindum eignarhlut í fasteigninni Blikastaðavegi 28 í Reykjavík hafi orðið virkur þegar Stekkjarbrekkur ehf., sem síðar var sameinað varnaraðila SMI ehf., seldi hana varnaraðila Korputorgi ehf. 17. desember 2013 og hvort sóknaraðili eigi rétt á að fá eignarhlutanum afsalað til sín. 5 Sóknaraðili gerði leigusamning við varnaraðila SMI ehf. 1. september 2007 um verslunareiningu í verslunarmiðstöðinni að Blikastaðavegi 28 í Reykjavík. Þegar samningurinn var gerður var fasteignin í byggingu. Fram kemur í grein 2.01 í leigusamningnum að sóknaraðili taki á leigu að lágmarki 2.200 fermetra einingu sem auðkennd er með rauðum lit á aðalteikningu með samningnum sem merkt er fylgiskjal B. Sóknaraðili hefur upplýst að hann hafi fylgiskjalið ekki undir höndum og varnaraðilar hafi ekki lagt það fram þrátt fyrir áskoranir hans. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði kemur fram í grein 13.04 í leigusamningnum að sóknaraðili skuli hafa forkaupsrétt að hinu leigða. 6 Í málinu gerir sóknaraðili svohljóðandi dómkröfu: „Að viðurkennt verði með dómi að forkaupsréttur stefnanda að verslunareiningu sem stefnandi hafði á leigu samkvæmt leigusamningi, dags. 1. september 2007, í fasteigninni Blikastaðavegi 28, 112 Reykjavík, skráð í landskrá fasteigna með fastanr. 2297084, landnúmer 204782, rými 0111, sérmetin eining nr. 2312223, 2.254,5 fermetrar að stærð, hafi orðið virkur þegar bindandi kaupsamningur komst á milli Stekkjarbrekkna ehf., kt. 7012052510 og Korputorgs ehf., kt. 5810110400, hinn 17. desember 2013, en til vara að viðurkennt verði með dómi [að] forkaupsréttur stefnanda að 2200 fermetrum af sömu eign hafi orðið virkur frá sama tímamarki“. 7 Í málinu liggur fyrir skráningartafla fyrir fasteignina Blikastaðaveg 28 sem samþykkt var af byggingarfulltrúa 12. október 2010. Samkvæmt skráningartöflunni er rými 0111 sérstakur matshluti sem tilgreindur er sem verslunarrými H að botnfleti 2.254,5 fermetrar. Reiknitala skiptarúmmáls er 9,55 og skiptarúmmál 20.806,035 rúmmetrar. Þá liggur frammi í málinu aðaluppdráttur af grunnmynd fyrstu hæðar hússins sem samþykktur var af byggingarfulltrúa 19. febrúar 2008 þar sem hið leigða er afmarkað. 8 Óumdeilt er í málinu að fasteignin að Blikastaðavegi 28 er óskipt séreign, skráð á eitt fastanúmer og að eignin er skráð í eigu eins aðila. Niðurstaða 9 Sóknaraðili byggir kröfu sína á því að tilgreining á hinu leigða verslunarhúsnæði í kröfugerð hans sé í samræmi við upplýsingar úr fasteignaskrá, samþykktar teikningar og skráningartöflu. Um sé að ræða sérmetna einingu að tilgreindri stærð og með skráningarnúmer sem skráð sé sérstaklega á grundvelli dliðar 2. mgr. 3. gr. laga nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna, sbr. 21. gr. laga nr. 83/2008. Þá byggir sóknaraðili á því að það sé ekki skilyrði forkaupsréttar að andlag hans sé séreign samkvæmt lögum nr. 26/1994, um fjöleignarhús. 10 Varnaraðilar hafa ekki gert athugasemdir við að hinn tilgreindi eignarhluti samkvæmt skráningu í fasteignaskrá sé hið leigða verslunarhúsnæði. Þeir byggja frávísunarkröfu sína einkum á því að fasteignin að Blikastaðavegi 28 sé óskipt séreign en ekki fjöleignarhús, sbr. lög nr. 26/1994. 11 Að framan er rakið að kröfugerð sóknaraðila um forkaupsrétt vísar til hluta af hinni óskiptu fasteign sem tilgreind er sem sérstök eind í fasteignaskrá samkvæmt dlið 2. mgr. 3. gr. laga nr. 6/2001. Til grundvallar þeirri skráningu liggja skráningartafla og teikningar sem staðfestar eru af byggingarfulltrúa. Sú tilgreining afmarkar með nægilega skýrum hætti andlag forkaupsréttarins og uppfyllir kröfugerð sóknaraðila því skilyrði dliðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um skýrleika. 12 Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laga nr. 26/1994 skal gera eignaskiptayfirlýsingu um fjöleignarhús ef ekki liggur fyrir þinglýstur fullnægjandi og glöggur skiptasamningur. Af ákvæðinu er ljóst að fasteign getur samkvæmt lögum verið í eigu fleiri en eins aðila þótt ekki liggi fyrir eignaskiptayfirlýsing. Í 4. mgr. 18. gr. laganna er mælt fyrir um að eigendur hluta fasteignar geti fengið dómkvadda matsmenn til að endurreikna eða endurákvarða hlutfallstölur í húsi. Þá getur eigandi sótt rétt sinn til eignaskipta með höfðun dómsmáls, sbr. 5. mgr. 18. gr. sömu laga. 13 Samkvæmt framansögðu er það ekki skilyrði eignarréttar að hluta fasteignar að honum hafi verið skipt út með eignaskiptayfirlýsingu. Af þessum sökum getur skortur á slíkri yfirlýsingu ekki staðið því í vegi að aðili fái notið forkaupsréttar að hluta fasteignar sem er afmarkaður í fasteignaskrá. 14 Með vísan til þess sem að framan greinir er hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Rétt er að ákvörðun málskostnaðar í héraði vegna þessa þáttar bíði efnisdóms en varnaraðilar greiði sóknaraðila kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðilar, SMI ehf. og Korputorg ehf., greiði óskipt sóknaraðila, Högum hf., 300.000 krónur í kærumálskostnað.
2595cd02-901d-4b1f-94ae-cb3679c93697
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_187_2018", "publish_timestamp": "2018-03-22T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 1130 }, { "offset": 1153, "length": 21 }, { "offset": 1176, "length": 115 }, { "offset": 1293, "length": 30 }, { "offset": 1325, "length": 485 }, { "offset": 1812, "length": 80 }, { "offset": 1894, "length": 9 }, { "offset": 1905, "length": 343 }, { "offset": 2250, "length": 679 }, { "offset": 2931, "length": 689 }, { "offset": 3622, "length": 497 }, { "offset": 4121, "length": 141 }, { "offset": 4264, "length": 10 }, { "offset": 4276, "length": 542 }, { "offset": 4820, "length": 289 }, { "offset": 5111, "length": 488 }, { "offset": 5601, "length": 563 }, { "offset": 6166, "length": 297 }, { "offset": 6465, "length": 303 }, { "offset": 6770, "length": 13 }, { "offset": 6785, "length": 98 }, { "offset": 6885, "length": 113 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 96 }, { "offset": 118, "length": 462 }, { "offset": 582, "length": 127 }, { "offset": 711, "length": 185 }, { "offset": 898, "length": 148 }, { "offset": 1048, "length": 102 }, { "offset": 1153, "length": 21 }, { "offset": 1176, "length": 115 }, { "offset": 1293, "length": 30 }, { "offset": 1325, "length": 126 }, { "offset": 1452, "length": 70 }, { "offset": 1524, "length": 72 }, { "offset": 1598, "length": 77 }, { "offset": 1677, "length": 72 }, { "offset": 1751, "length": 58 }, { "offset": 1812, "length": 80 }, { "offset": 1894, "length": 9 }, { "offset": 1905, "length": 343 }, { "offset": 2250, "length": 152 }, { "offset": 2403, "length": 55 }, { "offset": 2460, "length": 330 }, { "offset": 2792, "length": 136 }, { "offset": 2931, "length": 295 }, { "offset": 3227, "length": 392 }, { "offset": 3622, "length": 130 }, { "offset": 3753, "length": 130 }, { "offset": 3885, "length": 69 }, { "offset": 3956, "length": 162 }, { "offset": 4121, "length": 141 }, { "offset": 4264, "length": 10 }, { "offset": 4276, "length": 189 }, { "offset": 4466, "length": 212 }, { "offset": 4680, "length": 137 }, { "offset": 4820, "length": 145 }, { "offset": 4966, "length": 142 }, { "offset": 5111, "length": 200 }, { "offset": 5312, "length": 109 }, { "offset": 5423, "length": 175 }, { "offset": 5601, "length": 167 }, { "offset": 5769, "length": 131 }, { "offset": 5902, "length": 160 }, { "offset": 6064, "length": 99 }, { "offset": 6166, "length": 134 }, { "offset": 6301, "length": 161 }, { "offset": 6465, "length": 142 }, { "offset": 6608, "length": 159 }, { "offset": 6770, "length": 13 }, { "offset": 6785, "length": 98 }, { "offset": 6885, "length": 113 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=573b07d3-14b2-464f-b1ed-62201a5b2be3&verdictid=17b31c0a-753e-4b1d-98db-0273151e4719" }
188/2018 Útdráttur G ehf., sem hélt úti almennri bankastarfsemi til ársins 2008 undir nafninu GB hf., krafðist þess aðallega að staðfest yrði lögbann sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði við því að Ú ehf., sem gefur út dagblaðið Stundina og heldur úti vefsíðunni www.stundin.is, og R ehf., sem heldur úti vefsíðunni www.rme.is, birtu fréttir eða aðra umfjöllun sem byggð væri á eða unnin upp úr gögnum úr fórum eða kerfum G ehf. sem undirorpin væru trúnaði samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þá krafðist G ehf. jafnframt viðurkenningar á því að Ú ehf. og R ehf. væri óheimilt að birta og/eða fá birtar fréttir eða aðra umfjöllun sem byggð væri á eða unnin upp úr slíkum gögnum og að Ú ehf. og R ehf. yrði gert að afhenda G ehf. öll gögn og afrit af þeim sem þeir hefðu í fórum sínum sem kæmu úr fórum eða kerfum G ehf. Til vara gerði G ehf. sömu dómkröfur að því er varðaði alls 1.013 tilgreind skjöl. Héraðsdómur hafnaði því að annmarkar á meðferð sýslumanns á beiðni G ehf. um lögbann hefðu leitt til réttarspjalla og að lögbannið yrði talið ólögmætt. Héraðsdómur leit svo á að G ehf. hefði lögvarða hagsmuni af því að trúnaðar væri gætt um upplýsingar sem frá honum stöfuðu og sem undirorpnar væru trúnaði samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002. Ákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002, 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindsáttmála Evrópu voru talin fullnægja þeirri kröfu 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar að skerðing ætti sér stoð í lögum. Þá var litið svo á að sú skerðing á tjáningarfrelsi Ú ehf. og R ehf. sem fólst í lögbanninu hafi miðað að því lögmæta markmiði að vernda réttindi annarra og koma í veg fyrir uppljóstrun trúnaðarmála. Taka yrði afstöðu til þess hvort ætti að ganga framar, frelsi R ehf. og Ú ehf. til að fjalla um þau málefni sem urðu tilefni lögbannsins eða réttur viðskiptamanna G ehf. til friðhelgi einkalífs. Við þetta mat yrði að taka mið af efni umfjöllunar stefnda Ú ehf. Ljóst væri að umfjöllun um viðskiptaleg umsvif þáverandi forsætisráðherra og annarra væri þáttur í umfjöllun fjölmiðla um afleiðingar útlánastefnu íslenskra fréttaefninu í heild að ekki yrði greint á milli. Þá yrðu ekki dregnar þær ályktanir af umfjöllun Ú ehf. að ætlunin væri að fjalla um málefni handahófskenndra einstaklinga sem ekki ættu erindi til almennings. Var það niðurstaða héraðsdóms að umfjöllun Ú ehf. hefði ekki gengið nær einkalífi umræddra einstaklinga en óhjákvæmilegt hefði verið í opinberri umræðu í lýðræðissamfélagi um málefni sem varði almenning. Því væri ekki fullnægt áskilnaði 24. gr. laga nr. 31/1990. Var kröfu G ehf. um staðfestingu lögbanns því hafnað. Með sömu röksemdum voru Ú ehf. og R ehf. sýknaðir af varakröfum G ehf. Fyrir Landsrétti óskaði G ehf. endurskoðunar á úrskurðum héraðsdóms um að hafna því að þremur tilteknum vitnum yrði gert að svara tilteknum spurningum. Landsréttur sló því föstu að G ehf. gæti leitað endurskoðunar á úrskurðunum með vísan til 1. mgr. 151. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála en staðfesti þá og hafnaði kröfu áfrýjanda um ómerkingu hins áfrýjaða dóms. Rétturinn féllst á þær forsendur héraðsdóms að umfjöllun Ú ehf. hefði í megindráttum beinst að viðskiptaháttum í einum af stóru viðskiptabönkunum fyrir fall þeirra 2008 og viðskiptaumsvifum þáverandi forsætisráðherra og lögaðila og einstaklinga sem tengdust honum fjölskylduböndum og/eða í gegnum viðskipti sem jafnframt tengdust eða voru fjármögnuð af umræddum banka. Umfjöllunin hefði að stærstum hluta átt erindi til almennings á þeim tíma sem hún var sett fram í aðdraganda þingkosninga. Þá var fallist á að ekki yrðu dregnar þær ályktanir af umfjölluninni að ætlunin hefði verið að nýta þau bankagögn sem stefndu höfðu undir höndum og njóta verndar samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002 til þess að fjalla um fjárhagsmálefni einstaklinga sem ekki ættu erindi til almennings. Með vísan til þessa og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms var ekki fallist á varakröfur G ehf. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir K-kvk-nf S-kvk-nf, R-kvk-nf B-kvk-nf og S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 15. febrúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. febrúar 2018 í máli nr. E3434/2017 og í tengslum við áfrýjunina óskað endurskoðunar á þremur úrskurðum í málinu frá 5. janúar 2018. 2 Áfrýjandi krefst þess í fyrsta lagi að úrskurðir héraðsdóms í málinu, um að hafna þeim kröfum áfrýjanda að vitnunum I-kvk-þgf D-kvk-þgf K-kvk-þgf, I-kk-þgf F-kk-þgf V-kk-þgf og J-kk-þgf P-kk-þgf J-kk-þgf verði gert að svara tilteknum spurningum, verði felldir úr gildi og lagt fyrir vitnin að svara umræddum spurningum í heild eða að hluta. Í öðru lagi krefst áfrýjandi þess aðallega að dómur héraðsdóms verði staðfest verði lögbann sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði 16. október 2017 við því að hvor stefndu um sig birti fréttir, eða aðra umfjöllun, sem byggðar eru á eða unnar upp úr gögnum eða kerfum áfrýjanda, sem undirorpnar eru trúnaði samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Jafnframt að viðurkennt verði að stefndu sé hvorum um sig óheimilt að birta og/eða fá birtar fréttir, eða aðra umfjöllun, sem byggðar eru á eða unnar upp úr gögnum úr fórum eða kerfum áfrýjanda og undirorpnar eru trúnaði samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002. Að því frágengnu krefst áfrýjandi þess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá leið að staðfest verði lögbann sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði 16. október 2017 við því að hvor stefndu um sig birti fréttir, eða aðra umfjöllun, sem byggðar eru á eða unnar upp úr gögnum eða kerfum áfrýjanda, sem undirorpnar eru trúnaði samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002, að því er varðar nánar tilgreind gögn í 1013 tölvuskrám sem taldar eru upp í áfrýjunarstefnu með skráarheitum. Jafnframt að viðurkennt verði að stefndu sé hvorum um sig óheimilt að birta og/eða fá birtar fréttir, eða aðra umfjöllun, sem byggðar eru á eða unnar upp úr gögnum úr fórum eða kerfum áfrýjanda í nánar tilgreindum 1013 tölvuskrám sem taldar eru upp í áfrýjunarstefnu með skráarheitum. Loks er krafist málskostnaðar fyrir héraði og Landsrétti. 3 Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Með hinum áfrýjaða dómi vísaði héraðsdómur frá dómi kröfum áfrýjanda um að stefndu yrði gert að afhenda áfrýjanda öll gögn og afrit af þeim, sem stefndu hefðu í fórum sínum, hvort sem þau væru á rafrænu eða öðru formi, sem kæmu úr kerfum áfrýjanda. Jafnframt vísaði héraðsdómur frá dómi varakröfu áfrýjanda um að stefndu yrði gert að afhenda alls 1013 skjöl úr fórum eða kerfum áfrýjanda, sem tilgreind voru í bókun sem lögð var fram í héraði 18. desember 2017, hvort sem þau væru á rafrænu eða öðru formi. Áfrýjandi kærði frávísunarákvæði dómsins til Landsréttar sem staðfesti hin kærðu ákvæði með úrskurði 16. mars 2018 í máli nr. 189/2018. 5 Krafa áfrýjanda um að úrskurðir héraðsdóms í málinu, um að hafna þeim kröfum áfrýjanda að vitnunum I-kvk-þgf D-kvk-þgf K-kvk-þgf, I-kk-þgf F-kk-þgf V-kk-þgf og J-kk-þgf P-kk-þgf J-kk-þgf yrði gert að svara tilteknum spurningum, verði felldir úr gildi og að lagt verði fyrir vitnin að svara umræddum spurningum í heild eða að hluta, er studd þeim rökum að ákvæði 25. gr. laga nr. 38/2011 um fjölmiðla eigi ekki við um þær spurningar sem krafist var að vitnin svöruðu. Nánar tiltekið hafi engin raunhæf hætta verið á því að með svörum við þeim yrði afhjúpað hver eða hverjir hefðu verið heimildarmenn stefndu eða með hvaða leiðum gögnin hefðu komið til stefndu. Spurningarnar hafi eingöngu lotið að því hvaða gögn stefndu hefðu undir höndum, hvert efni þeirra væri, hvers konar upplýsingar þau hefðu að geyma um viðskiptamenn áfrýjanda og að hvað miklu leyti væri búið að vinna úr gögnunum. Þótt játa verði 6 Áfrýjandi byggir jafnframt á því að ekki liggi fyrir að 25. gr. laga nr. 38/2011 eigi við þar sem gildissvið hennar takmarkist við það að heimildarmaður hafi óskað nafnleyndar. Kveðið sé á um í 5. mgr. 56. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að vitni, sem telur sér óskylt að gefa skýrslu eða svara einstökum spurningum eða heldur fram heimildarskorti, beri að leiða líkur að staðreyndum sem veltur á í þeim efnum. Það hafi aðilar og vitni ekki gert enda hafi þau neitað að svara spurningum um hvort heimildarmaðurinn hafi óskað nafnleyndar. Svar við spurningu um hvort heimildarmaður hafi óskað nafnleyndar geti hins vegar augljóslega ekki veitt upplýsingar um hver heimildarmaðurinn sé í tilteknu tilviki og 25. gr. laganna geti því ekki verið grundvöllur heimildar til þess að neita að svara umræddri spurningu. Það að vitnin hafi neitað að svara spurningunni og vísað til 25. gr. laga nr. 38/2011 verði heldur ekki talið fela í sér það svar að heimildarmaður hafi óskað nafnleyndar. 7 Með vísan til framangreinds telur áfrýjandi að verða eigi við kröfum hans um að vitnunum þremur verði gert að svara spurningum þeim er greinir í kröfugerð, annaðhvort í endurtekinni aðalmeðferð í héraði í samræmi við aðalkröfu áfrýjanda eða í endurtekinni skýrslutöku fyrir Landsrétti. 8 Áfrýjandi telur stefndu hafa fengið þær heimildir sem þeir byggðu umfjöllun sína á hjá J-x-x H-x-x, blaðamanni breska blaðsins Guardian. Þetta komi fram í yfirlýsingu hans sem Stundin hafi birt sama dag og héraðsdómur í málinu hafi verið kveðinn upp. Hann teljist því heimildarmaður stefndu og virðist ekki hafa óskað nafnleyndar. Af yfirlýsingunni megi ekki ráða að stefndu hafi haft nokkur bein samskipti við þann aðila sem J-x-x eða Guardian hafi fengið gögnin frá. 9 Af hálfu stefndu er tekið undir þær röksemdir héraðsdóms að vernd heimildarmanna sé víðtæk og að játa þurfi blaðamönnum rúmt svigrúm til að meta hvað sé til þess fallið að varpa ljósi á hverjir heimildarmenn séu. Því hafi vitnunum ekki borið skylda til að svara spurningum áfrýjanda. Því er hafnað að J-x-x H-x-x hafi verið heimildarmaður stefndu enda verði blaðamaður ekki heimildarmaður að frétt þótt hann vinni frétt með öðrum fjölmiðlum og hafi þannig milligöngu um að miðla upplýsingum á viðeigandi stað. Heimildarmaður hafi óskað nafnleyndar og blaðamenn stefndu hafi fengið upplýsingar eða gögn á grundvelli þess trúnaðar. Þeim hafi því verið óheimilt að greina frá nokkru sem kynni að varpa ljósi á heimildarmann. 10 Af hálfu stefndu er því jafnframt haldið fram að það að vitni hafi neitað að svara spurningu um hvort heimildarmaður hafi óskað nafnleyndar með því að vísa til 25. gr. laga nr. 38/2011 verði að túlka á þann veg að svo hafi verið, enda komi fram í 1. mgr. Krafa áfrýjanda um ómerkingu hins áfrýjaða dóms og heimvísun málsins er einkum byggð á því að það að áfrýjanda hafi ranglega verið meinað að neita lögboðinna úrræða til að færa sönnur á umdeild málsatvik hafi haft úrslitaáhrif á niðurstöðu um aðalkröfu áfrýjanda í héraði og það eitt og sér eigi að leiða til þess að ómerkja beri dóm héraðsdóms og fyrirskipa endurtekna löglega meðferð málsins. 12 Jafnframt því að hafa uppi framangreindar kröfur um endurskoðun á úrskurðum héraðsdóms 5. janúar 2018 og ómerkingu héraðsdóms óskaði áfrýjandi eftir því að fyrrnefnd þrjú vitni gæfu skýrslu við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti til að svara þeim spurningum sem héraðsdómur hafði ekki talið þeim skylt að svara. Með ákvörðun 21. júní 2018 hafnaði Landsréttur þeirri ósk áfrýjanda. Byggðist sú ákvörðun á því að niðurstaða umræddra úrskurða héraðsdóms hefði haft grundvallarþýðingu fyrir efnislega úrlausn málsins í héraði og því væri réttara að láta reyna á hvort niðurstaða endurskoðunar á þeim myndi leiða til ómerkingar hins áfrýjaða dóms fremur en að Landsréttur þyrfti, áður en á það reyndi, að skera úr um það við skýrslugjöf vitnanna fyrir réttinum hvort þeim væri skylt að svara sömu spurningum og lagðar voru fyrir þau í héraði. Niðurstaða 13 Málsaðila greinir á um hvort Landsréttur geti endurskoðað úrskurði héraðsdóms í málinu um að hafna því að þremur tilteknum vitnum yrði gert að svara tilteknum spurningum. Úrskurðirnir voru kveðnir upp 5. janúar 2018, eftir að aðalmeðferð máls hófst. Þar sem áfrýjandi átti þess ekki kost samkvæmt alið 2. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 að kæra úrskurðina til Landsréttar getur hann, með vísan til síðari málsliðar 1. mgr. 151. gr. sömu laga, leitað endurskoðunar á þeim við áfrýjun málsins. 14 Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laga nr. 38/2011 er starfsmönnum fjölmiðlaveitu, sem hlotið hafa leyfi eða skráningu hjá fjölmiðlanefnd, óheimilt að upplýsa hver sé heimildarmaður að grein, riti, frásögn, tilkynningu eða öðru efni, hvort sem það hefur birst eða ekki, hafi heimildarmaður eða höfundur óskað nafnleyndar. Samkvæmt 2. mgr. er starfsmönnum fjölmiðlaveitu jafnframt óheimilt í slíkum tilvikum að láta af hendi gögn sem hafa að geyma upplýsingar um heimildarmann eða höfund. Samkvæmt 3. mgr. verður heimildarvernd samkvæmt 1. og 2. mgr. einungis aflétt með samþykki viðkomandi heimildarmanns eða á grundvelli 119. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 15 Samkvæmt endurritum af framburði vitnanna I-kk-ef F-kk-ef V-kk-ef og J-kk-ef P-kk-ef J-kk-ef fyrir héraðsdómi voru þeir ekki spurðir að því hvort heimildarmaður Stundarinnar hefði óskað nafnleyndar. Kemur því ekki til álita hvort þeim hefði verið skylt að svara slíkri spurningu. Slíkri spurningu var hins vegar beint til vitnisins I-kvk-ef D-kvk-ef K-kvk-ef, ritstjóra og blaðamanns. Hún svaraði 16 Með hliðsjón af atvikum máls þessa, öðrum spurningum um heimildarmenn og gögn sem lagðar voru fyrir I-kvk-þf D-kvk-þf svo og með vísan til inntaks 25. gr. laga nr. 38/2011 verður fallist á með stefndu að svar hennar við umræddri spurningu verði að túlka með þeim hætti að hún hafi talið sér óheimilt með vísan til 25. gr. laga nr. 38/2011 að svara spurningum um heimildarmann af þeirri ástæðu að höfundur hefði óskað nafnleyndar. 17 Ekki verður fallist á með áfrýjanda að upplýst hafi verið að J-x-x H-x-x teljist hafa verið heimildarmaður stefndu í skilningi 25. gr. laga nr. 38/2011 og að þar sem hann hafi ekki óskað nafnleyndar hafi vitnin ekki getað borið fyrir sig vernd heimildarmanna samkvæmt fyrrnefndu ákvæði og alið 2. mgr. 53. gr. laga nr. 91/1991. 18 Með skírskotun til framangreinds og að öðru leyti með vísan til forsendna í úrskurðum héraðsdóms 5. janúar 2018, þar sem hafnað var kröfum áfrýjanda um að vitnin I-kvk-nf D-kvk-nf K-x-x, I-kk-nf F-kk-nf V-kk-nf og J-kk-nf P-kk-nf J-kk-nf svöruðu nánar tilgreindum spurningum, eru úrskurðirnir staðfestir. 19 Með vísan til framangreindrar niðurstöðu verður aðalkröfu áfrýjanda um ómerkingu á hinum áfrýjaða dómi og heimvísun málsins hafnað. 20 Eins og fram kemur í forsendum héraðsdóms vegast á í máli þessu tvenns konar mikilvæg mannréttindi sem njóta verndar stjórnarskrárinnar, annars vegar tjáningarfrelsi stefndu sem nýtur verndar 2. mgr., sbr. 3. mgr. 73. gr. og hins vegar réttur viðskiptamanna áfrýjanda til friðhelgis einkalífs sem nýtur verndar 1. mgr., sbr. 3. mgr. 71. gr. 21 Með vísan til gagna málsins er fallist á þær forsendur héraðsdóms að umfjöllun Stundarinnar hafi í megindráttum beinst að viðskiptaháttum í einum af stóru viðskiptabönkunum fyrir fall þeirra 2008 og viðskiptaumsvifum þáverandi forsætisráðherra og lögaðila og einstaklinga sem tengdust honum fjölskylduböndum og/eða í gegnum viðskipti sem jafnframt tengdust eða voru fjármögnuð af umræddum banka. Enda þótt komið hafi fram í umfjöllun þessa stefnda upplýsingar um einstaklinga og lögaðila, svo sem kennitölur og heimilisföng, sem rétt hefði verið að afmá, verður ekki dregið í efa að umfjöllunin átti að stærstum hluta erindi til almennings á þeim tíma sem hún var sett fram í aðdraganda þingkosninga. Með vísan til forsendna héraðsdóms er fallist á að ekki verði dregnar þær ályktanir af umfjölluninni að ætlunin hafi verið að nýta þau bankagögn sem stefndu höfðu undir höndum og njóta verndar samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002 til þess að fjalla um fjárhagsmálefni einstaklinga sem ekki eiga erindi til almennings. Landsrétti og verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms um þær staðfest eins og nánar greinir í dómsorði. 23 Niðurstaða hins áfrýjaða dóms um málskostnað í héraði verður staðfest. 24 Áfrýjanda verður gert að greiða stefndu málskostnað fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um þær kröfur sem dæmdar voru að efni til í héraði svo og um málskostnað. Áfrýjandi, Glitnir HoldCo ehf. greiði stefndu, Útgáfufélaginu Stundinni ehf. og Reykjavík Media ehf., hvorum um sig 1.200.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.
c6d2317e-ea5d-45e1-a52e-73a182c02a59
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_188_2018", "publish_timestamp": "2018-10-05T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 913 }, { "offset": 936, "length": 1759 }, { "offset": 2697, "length": 1267 }, { "offset": 3966, "length": 17 }, { "offset": 3985, "length": 101 }, { "offset": 4088, "length": 30 }, { "offset": 4120, "length": 232 }, { "offset": 4354, "length": 1800 }, { "offset": 6156, "length": 86 }, { "offset": 6244, "length": 27 }, { "offset": 6273, "length": 644 }, { "offset": 6919, "length": 906 }, { "offset": 7827, "length": 994 }, { "offset": 8823, "length": 287 }, { "offset": 9112, "length": 470 }, { "offset": 9584, "length": 723 }, { "offset": 10309, "length": 652 }, { "offset": 10963, "length": 842 }, { "offset": 11807, "length": 10 }, { "offset": 11819, "length": 493 }, { "offset": 12314, "length": 662 }, { "offset": 12978, "length": 399 }, { "offset": 13379, "length": 432 }, { "offset": 13813, "length": 330 }, { "offset": 14145, "length": 307 }, { "offset": 14454, "length": 134 }, { "offset": 14590, "length": 343 }, { "offset": 14935, "length": 1120 }, { "offset": 16057, "length": 73 }, { "offset": 16132, "length": 99 }, { "offset": 16233, "length": 8 }, { "offset": 16243, "length": 113 }, { "offset": 16358, "length": 164 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 503 }, { "offset": 525, "length": 325 }, { "offset": 852, "length": 81 }, { "offset": 936, "length": 151 }, { "offset": 1088, "length": 189 }, { "offset": 1279, "length": 200 }, { "offset": 1481, "length": 198 }, { "offset": 1681, "length": 193 }, { "offset": 1876, "length": 64 }, { "offset": 1942, "length": 205 }, { "offset": 2149, "length": 157 }, { "offset": 2308, "length": 202 }, { "offset": 2512, "length": 57 }, { "offset": 2571, "length": 52 }, { "offset": 2625, "length": 69 }, { "offset": 2697, "length": 151 }, { "offset": 2849, "length": 220 }, { "offset": 3071, "length": 367 }, { "offset": 3440, "length": 121 }, { "offset": 3563, "length": 283 }, { "offset": 3848, "length": 115 }, { "offset": 3966, "length": 17 }, { "offset": 3985, "length": 101 }, { "offset": 4088, "length": 30 }, { "offset": 4120, "length": 58 }, { "offset": 4179, "length": 64 }, { "offset": 4245, "length": 106 }, { "offset": 4354, "length": 342 }, { "offset": 4697, "length": 367 }, { "offset": 5066, "length": 255 }, { "offset": 5323, "length": 487 }, { "offset": 5812, "length": 283 }, { "offset": 6097, "length": 56 }, { "offset": 6156, "length": 86 }, { "offset": 6244, "length": 27 }, { "offset": 6273, "length": 250 }, { "offset": 6524, "length": 256 }, { "offset": 6782, "length": 134 }, { "offset": 6919, "length": 468 }, { "offset": 7388, "length": 191 }, { "offset": 7581, "length": 227 }, { "offset": 7810, "length": 14 }, { "offset": 7827, "length": 178 }, { "offset": 8006, "length": 242 }, { "offset": 8250, "length": 125 }, { "offset": 8377, "length": 271 }, { "offset": 8650, "length": 170 }, { "offset": 8823, "length": 287 }, { "offset": 9112, "length": 138 }, { "offset": 9251, "length": 112 }, { "offset": 9365, "length": 78 }, { "offset": 9445, "length": 136 }, { "offset": 9584, "length": 214 }, { "offset": 9799, "length": 69 }, { "offset": 9870, "length": 224 }, { "offset": 10096, "length": 118 }, { "offset": 10216, "length": 90 }, { "offset": 10309, "length": 257 }, { "offset": 10567, "length": 393 }, { "offset": 10963, "length": 316 }, { "offset": 11280, "length": 67 }, { "offset": 11349, "length": 455 }, { "offset": 11807, "length": 10 }, { "offset": 11819, "length": 173 }, { "offset": 11993, "length": 77 }, { "offset": 12072, "length": 239 }, { "offset": 12314, "length": 315 }, { "offset": 12630, "length": 164 }, { "offset": 12796, "length": 179 }, { "offset": 12978, "length": 201 }, { "offset": 13180, "length": 79 }, { "offset": 13261, "length": 103 }, { "offset": 13366, "length": 10 }, { "offset": 13379, "length": 432 }, { "offset": 13813, "length": 330 }, { "offset": 14145, "length": 307 }, { "offset": 14454, "length": 134 }, { "offset": 14590, "length": 343 }, { "offset": 14935, "length": 398 }, { "offset": 15334, "length": 303 }, { "offset": 15639, "length": 314 }, { "offset": 15955, "length": 99 }, { "offset": 16057, "length": 73 }, { "offset": 16132, "length": 99 }, { "offset": 16233, "length": 8 }, { "offset": 16243, "length": 113 }, { "offset": 16358, "length": 164 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=000ea530-ccc2-47fe-855f-c1dd27f96359&verdictid=8a387a0d-7b0e-45a2-8569-73014dcbdfa4" }
189/2018 Útdráttur Kærð voru ákvæði í dómi héraðsdóms þar sem vísað var frá dómi kröfu G um að Ú og R yrði gert að afhenda tilgreind gögn sem ættu uppruna sinn í kerfum G. Landsréttur taldi að kröfugerð G fullnægði ekki áskilnaði dliðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Tekið var fram að fyrirmæli ákvæðisins væru ófrávíkjanleg og skipti þá ekki máli þótt vandasamt kynni að vera að setja fram kröfu sem væri nægilega skýr og afdráttarlaus og stefnandi hafi leitað þeirra leiða sem lög nr. 91/1991 bjóða til að ljá kröfugerð sinni eins skýrt inntak og unnt væri. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Á-kk-nf H-kk-nf, R-kvk-nf B-kvk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 15. febrúar 2018 en kærumálsgögn bárust réttinum 1. mars sama ár. Kærð eru ákvæði í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. febrúar 2018 þar sem vísað var frá dómi nánar tilgreindum aðalkröfum og varakröfum sóknaraðila á hendur hvorum varnaraðila. Þar er annars vegar um að ræða kröfur sóknaraðila um að varnaraðilum verði hvorum um sig gert að afhenda sóknaraðila öll gögn og afrit af þeim sem varnaraðilar hafa í fórum sínum, hvort sem þau eru á rafrænu formi eða öðru formi, og koma úr fórum eða kerfum sóknaraðila. Hins vegar er um að ræða varakröfur sóknaraðila um að varnaraðilum verði hvorum um sig gert að afhenda alls 1.013 skjöl og afrit af þeim sem varnaraðilar hafa í fórum sínum, hvort sem þau eru á rafrænu formi eða öðru formi, og tilgreind eru í bókun sem lögð var fyrir héraðsdóm 18. desember 2017. Kæruheimild er í clið 2. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að framangreind ákvæði í dóminum verði felld úr gildi og að lagt verði fyrir héraðsdóm að taka kröfurnar til efnismeðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðilar krefjast staðfestingar á ákvæðum héraðsdóms um frávísun krafnanna og að sóknaraðila verði gert að greiða sér kærumálskostnað. Niðurstaða Landsréttar 4 Með þeim kröfum sem héraðsdómur vísaði frá dómi er farið fram á dómsúrlausn um skyldu varnaraðila til að afhenda tilgreind gögn sem fullnægja megi með aðför samkvæmt 73. gr. laga nr. 90/1989, um aðför. Þess háttar kröfur verður samkvæmt dlið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 að gera þannig úr garði að skýrt sé hvað beri að afhenda. Yrði fallist á aðalkröfu sóknaraðila á hendur varnaraðilum um að afhenda öll gögn og afrit þeirra sem varnaraðilar hafa í vörslum sínum, sem komið hafi „úr fórum eða kerfum“ sóknaraðila, væri engan veginn nægilega úr því skorið hvað varnaraðilum bæri að afhenda. Kröfugerðin fullnægir að þessu leyti ekki framangreindum áskilnaði dliðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. 5 Með varakröfum sínum hefur sóknaraðili afmarkað kröfur sínar um afhendingu gagnanna við nánar tilgreind 1.013 gögn sem sóknaraðili telur að varnaraðilar hafi undir höndum en eigi uppruna sinn hjá sóknaraðila. Í breyttri kröfugerð, sem lögð var fram með bókun við fyrirtöku málsins í héraði 18. desember 2017, eru þessi gögn talin upp með stafrænum skráarheitum. Hefst sú lýsing á skjali sem ber heitið „1 engeyingar.pdf“ en lýkur með orðunum „1013 Samantekt um fjárfestingar og hæfi dómara – nefnd um dómarastörf.docx“. 6 Eins og nánar er rakið í bókuninni mun sakamálarannsókn hafa beinst að umræddum 1.013 gögnum sem héraðssaksóknari telur upplýst að eigi uppruna sinn í kerfum sóknaraðila. Eins og fram kemur í bréfi hans 1. mars 2018, sem lagt hefur verið fyrir Landsrétt, var minnislykill, sem innihélt „gögn sem talið er að hafi verið miðlað með ólögmætum hætti m.a. til fjölmiðla“, rannsakaður sérstaklega. Þar segir að skjölin á lyklinum hafi verið rúmlega 1.000 og verður að ætla að þar sé vísað til sömu gagna og talin eru upp í varakröfum sóknaraðila. 7 Ekki liggur fyrir að þau 1.013 gögn sem sóknaraðili krefst til vara að varnaraðilar afhendi sér séu sömu gögnin og fram hefur komið í fréttaflutningi varnaraðila, Útgáfufélagsins Stundarinnar ehf., að félagið hafi undir höndum og hafi unnið með í samvinnu við varnaraðila, Reykjavik Media ehf., og breska blaðið The Guardian. Enn síður er upplýst að þau gögn séu varðveitt með sömu skráarheitum og varakröfurnar vísa til. Þær eru því háðar sömu annmörkum og aðalkröfurnar sem áður hefur verið fjallað um og fara því einnig í bága við áskilnað dliðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um skýra og afdráttarlausa kröfugerð. 8 Fyrirmæli dliðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 eru ófrávíkjanleg. Skiptir þá ekki máli þótt vandasamt kunni að vera að setja fram kröfu sem er nægilega skýr og afdráttarlaus og stefnandi hafi leitað þeirra leiða sem lög nr. 91/1991 bjóða til að ljá kröfugerð sinni eins skýrt inntak og unnt er. Sá annmarki sem er á kröfugerð sóknaraðila leiðir til frávísunar á þeim kröfum sem um ræðir. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið ber að staðfesta ákvæði héraðsdóms þar sem kröfunum er vísað frá héraðsdómi. 9 Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. 10 Eftir að frestur sóknaraðila samkvæmt 3. mgr. 147. gr. laga nr. 91/1991 var liðinn lagði hann fram yfirlit með tilvísunum til dóma og fræðirita. Þar er að finna umfjöllun með viðbótarröksemdum fyrir málatilbúnaði sóknaraðila. Er það í andstöðu við framangreint lagaákvæði. Úrskurðarorð: Hin kærðu ákvæði héraðsdóms um að vísa frá dómi aðalkröfum og varakröfum sóknaraðila, Glitnis HoldCo ehf., á hendur varnaraðilum, Útgáfufélaginu Stundinni ehf. og Reykjavik Media ehf., um afhendingu gagna, eru staðfest. Sóknaraðili greiði varnaraðilum hvorum fyrir sig 250.000 krónur í kærumálskostnað.
2ec69062-ac4e-445c-924c-b279b59bed6f
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_189_2018", "publish_timestamp": "2018-03-16T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 585 }, { "offset": 608, "length": 21 }, { "offset": 631, "length": 115 }, { "offset": 748, "length": 30 }, { "offset": 780, "length": 1122 }, { "offset": 1904, "length": 140 }, { "offset": 2046, "length": 22 }, { "offset": 2070, "length": 705 }, { "offset": 2777, "length": 521 }, { "offset": 3300, "length": 542 }, { "offset": 3844, "length": 622 }, { "offset": 4468, "length": 514 }, { "offset": 4984, "length": 97 }, { "offset": 5083, "length": 275 }, { "offset": 5360, "length": 13 }, { "offset": 5375, "length": 219 }, { "offset": 5596, "length": 82 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 251 }, { "offset": 273, "length": 291 }, { "offset": 566, "length": 39 }, { "offset": 608, "length": 21 }, { "offset": 631, "length": 115 }, { "offset": 748, "length": 30 }, { "offset": 780, "length": 117 }, { "offset": 898, "length": 171 }, { "offset": 1071, "length": 269 }, { "offset": 1342, "length": 295 }, { "offset": 1639, "length": 77 }, { "offset": 1718, "length": 149 }, { "offset": 1869, "length": 32 }, { "offset": 1904, "length": 140 }, { "offset": 2046, "length": 22 }, { "offset": 2070, "length": 203 }, { "offset": 2274, "length": 129 }, { "offset": 2405, "length": 261 }, { "offset": 2668, "length": 106 }, { "offset": 2777, "length": 210 }, { "offset": 2988, "length": 151 }, { "offset": 3141, "length": 156 }, { "offset": 3300, "length": 172 }, { "offset": 3473, "length": 219 }, { "offset": 3694, "length": 147 }, { "offset": 3844, "length": 327 }, { "offset": 4172, "length": 94 }, { "offset": 4268, "length": 197 }, { "offset": 4468, "length": 70 }, { "offset": 4539, "length": 227 }, { "offset": 4768, "length": 91 }, { "offset": 4861, "length": 120 }, { "offset": 4984, "length": 97 }, { "offset": 5083, "length": 147 }, { "offset": 5231, "length": 79 }, { "offset": 5312, "length": 45 }, { "offset": 5360, "length": 13 }, { "offset": 5375, "length": 219 }, { "offset": 5596, "length": 82 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=07c773d6-9a11-4643-805d-97cb26e90649&verdictid=f62445bf-45a6-41aa-91aa-f686fe19df75" }
190/2018 Útdráttur Staðfest var ákvörðun L um að X skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart A á grundvelli laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Ekki var fallist á að X skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart tveimur sonum X og A. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir I-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf F-kk-nf og R-kvk-nf B-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 16. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. febrúar 2018. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 14. febrúar 2018 í málinu nr. R124/2018 þar sem staðfest var að hluta ákvörðun sóknaraðila 6. sama mánaðar um að varnaraðili skuli sæta nálgunarbanni, eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði. Kæruheimild er í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Varnaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hnekkt að því er varðar börn hennar og að nálgunarbanni gagnvart A verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess aðallega að staðfest verði ákvörðun hans 6. febrúar 2018 um að varnaraðili sæti nánar tilgreindu nálgunarbanni í sex mánuði, en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Aðalkrafa sóknaraðila er sama efnis og sú krafa sem hann hafði uppi í héraði. Þessi kröfugerð fyrir Landsrétti er sóknaraðila heimil samkvæmt 4. mgr. 199. gr., sbr. 4. mgr. 195. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Samkvæmt alið 4. gr. laga nr. 85/2011 er heimilt að beita nálgunarbanni ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsivert brot. Varnaraðili er undir rökstuddum grun um að hafa 4. febrúar 2018 á heimili brotaþola framið brot sem varðar refsingu samkvæmt 231. gr. og 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Er framangreindu lagaskilyrði því fullnægt. Samkvæmt gögnum málsins er uppi rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi áður sýnt ógnandi og ofbeldisfulla hegðun í samskiptum við brotaþolann A á heimili hans. Að virtum þeim atvikum og gögnum málsins að öðru leyti þykir hætta á að varnaraðili brjóti á ný gegn brotaþolanum A eða raski friði hans á annan hátt. Ekki þykir sennilegt að friðhelgi hans verði vernduð með öðrum og vægari hætti en með nálgunarbanni. Er því fallist á að fyrir hendi séu skilyrði a og bliðar 4. gr. laga nr. 85/2011 til að beita nálgunarbanni eins og kveðið er á um í ákvörðun lögreglustjóra frá 6. febrúar 2018 að því er brotaþolann A varðar. Á hinn bóginn virðist röskun varnaraðila á friði drengjanna B og C einkum hafa verið í því fólgin að þeir urðu vitni að háttsemi varnaraðila gagnvart brotaþolanum A á heimili hans 4. febrúar 2018, en þar eru drengirnir vistaðir til 11. mars á vegum barnaverndaryfirvalda. Ekkert liggur fyrir um það í málinu að varnaraðili hafi við aðrar aðstæður eða í annan tíma brotið gegn eða raskað friði drengjanna í skilningi 4. gr. laga nr. 85/2011. Varnaraðili og brotaþolinn A munu fara sameiginlega með forsjá drengjanna og eiga þeir lögheimili hjá varnaraðila. Einnig kemur fram í gögnum málsins að barnaverndaryfirvöld ráðgeri að varnaraðili fái að umgangast drengina, en undir eftirliti barnaverndarstarfsmanna og að því tilskildu að hún haldi sig frá neyslu fíkniefna. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 85/2011 verður nálgunarbanni aðeins beitt þegar ekki þykir sennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti og skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Að þessu virtu og með hliðsjón af því að fallist hefur verið á að banna varnaraðila að koma á eða í námunda við heimili brotaþolans A, að veita honum eftirför og nálgast hann á almannafæri, þykir friðhelgi drengjanna nægilega vernduð með þeim hætti. Verður því ekki fallist á að varnaraðila verði gert að sæta nálgunarbanni gagnvart sonum sínum, þeim B og C. Að öðru leyti verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Þóknun verjanda varnaraðila fyrir Landsrétti, sem ákveðin verður að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði segir, greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 3. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 14. gr. laga nr. 85/2011. Úrskurðarorð: Staðfest er ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 6. febrúar 2018 um að varnaraðili, X, sæti nálgunarbanni í sex mánuði þannig að lagt sé bann við því að hún komi á eða í námunda við heimili A að […] í Hafnarfirði, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus frá miðju hússins. Jafnframt er lagt bann við því að varnaraðili veiti A eftirför, nálgist hann á almannafæri eða setji sig í samband við hann með öðrum hætti. Þóknun verjanda varnaraðila fyrir Landsrétti, J-kk-ef B-kk-ef J-kk-ef lögmanns, 248.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
67cfffbe-37c7-4c74-ad2f-d44c96f1af2f
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_190_2018", "publish_timestamp": "2018-02-21T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 221 }, { "offset": 244, "length": 21 }, { "offset": 267, "length": 109 }, { "offset": 378, "length": 456 }, { "offset": 836, "length": 149 }, { "offset": 987, "length": 202 }, { "offset": 1191, "length": 219 }, { "offset": 1412, "length": 376 }, { "offset": 1790, "length": 622 }, { "offset": 2414, "length": 766 }, { "offset": 3182, "length": 655 }, { "offset": 3839, "length": 222 }, { "offset": 4063, "length": 13 }, { "offset": 4078, "length": 425 }, { "offset": 4505, "length": 119 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 140 }, { "offset": 162, "length": 79 }, { "offset": 244, "length": 21 }, { "offset": 267, "length": 109 }, { "offset": 378, "length": 125 }, { "offset": 504, "length": 70 }, { "offset": 576, "length": 165 }, { "offset": 743, "length": 90 }, { "offset": 836, "length": 149 }, { "offset": 987, "length": 202 }, { "offset": 1191, "length": 77 }, { "offset": 1269, "length": 140 }, { "offset": 1412, "length": 142 }, { "offset": 1555, "length": 188 }, { "offset": 1745, "length": 42 }, { "offset": 1790, "length": 161 }, { "offset": 1952, "length": 149 }, { "offset": 2103, "length": 99 }, { "offset": 2204, "length": 207 }, { "offset": 2414, "length": 271 }, { "offset": 2686, "length": 167 }, { "offset": 2855, "length": 113 }, { "offset": 2970, "length": 209 }, { "offset": 3182, "length": 242 }, { "offset": 3425, "length": 248 }, { "offset": 3675, "length": 107 }, { "offset": 3784, "length": 52 }, { "offset": 3839, "length": 222 }, { "offset": 4063, "length": 13 }, { "offset": 4078, "length": 284 }, { "offset": 4363, "length": 139 }, { "offset": 4505, "length": 119 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=67152c3a-0f07-4f09-9574-f0279389ba73&verdictid=40ee3c26-efcf-4a49-b0d7-ad4a157160e6" }
191/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli aliðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, I-kvk-nf E-kvk-nf og J-kk-nf F-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 16. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. febrúar 2018. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 16. febrúar 2018, í málinu nr. R[…]/2018, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 23. febrúar 2018 klukkan 15 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
2231e858-69f8-40a2-9e01-914af3028edf
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_191_2018", "publish_timestamp": "2018-02-21T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 110 }, { "offset": 302, "length": 422 }, { "offset": 726, "length": 71 }, { "offset": 799, "length": 54 }, { "offset": 855, "length": 68 }, { "offset": 925, "length": 13 }, { "offset": 940, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 110 }, { "offset": 302, "length": 125 }, { "offset": 428, "length": 71 }, { "offset": 501, "length": 145 }, { "offset": 648, "length": 75 }, { "offset": 726, "length": 71 }, { "offset": 799, "length": 54 }, { "offset": 855, "length": 68 }, { "offset": 925, "length": 13 }, { "offset": 940, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=93af031a-8e9d-4d52-816d-0809f2347954&verdictid=c6815b74-aa8d-4fcc-bb47-ff5587d68749" }
192/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli aliðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, I-kvk-nf E-kvk-nf og J-kk-nf F-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 16. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. febrúar 2018. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 16. febrúar 2018, í málinu nr. R[…]/2018, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 23. febrúar 2018 klukkan 15 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími og jafnframt að honum verði ekki gert að sæta einangrun. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
b8fb83d9-abbc-4331-8682-140228b14ab5
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_192_2018", "publish_timestamp": "2018-02-21T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 110 }, { "offset": 302, "length": 422 }, { "offset": 726, "length": 188 }, { "offset": 916, "length": 54 }, { "offset": 972, "length": 68 }, { "offset": 1042, "length": 13 }, { "offset": 1057, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 144 }, { "offset": 167, "length": 21 }, { "offset": 190, "length": 110 }, { "offset": 302, "length": 125 }, { "offset": 428, "length": 71 }, { "offset": 501, "length": 145 }, { "offset": 648, "length": 75 }, { "offset": 726, "length": 188 }, { "offset": 916, "length": 54 }, { "offset": 972, "length": 68 }, { "offset": 1042, "length": 13 }, { "offset": 1057, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=a82b27a3-11c5-4409-b5e0-c9aba124b527&verdictid=cf77f44b-b043-4cef-ba7e-22bc06e6b2ef" }
193/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu Á um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli cliðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir R-kvk-nf B-kvk-nf, S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf og V-kk-nf H. V-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 19. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur þann dag, í málinu nr. R129/2018, þar sem kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi til föstudagsins 16. mars 2018, klukkan 16. var hafnað. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hnekkt og að krafa hans um gæsluvarðhald yfir varnaraðila verði tekin til greina. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði var gefin út ákæra 12. þessa mánaðar á hendur varnaraðila þar sem henni er gefin að sök í alls 29 ákæruliðum ýmis refsiverð háttsemi, meðal annars brot gegn umferðarlögum nr. 50/1987, lögum um ávana og fíkniefni nr. 65/1974 og almennum hegningarlögum nr. 19/1940, sem talin eru hafa verið framin á tímabilinu 3. mars til 13. nóvember 2017. Telja verður að uppi sé rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi framið þessi brot. Þá verður að telja að uppi sé rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi 17. þessa mánaðar gerst sek um innbrot á heimili, nytjastuld, akstur undir áhrifum áfengis og akstur svipt ökurétti en hin meintu brot eru til rannsóknar hjá lögreglu. Samkvæmt framansögðu virðist hafa orðið rúmlega þriggja mánaða hlé á brotum varnaraðila eftir langa brotahrinu sem lauk 13. nóvember 2017. Varnaraðili virðist hafa sjálfviljug gengist undir meðferð vegna veikinda sinna og fíknar á sjúkrahúsi og meðferðarstofnunum frá 15. nóvember 2017 til 30. janúar 2018. Þá liggur fyrir í málinu yfirlýsing áfangaheimilisins/sambýlisins […] 20. þessa mánaðar um fasta búsetu varnaraðila á heimilinu. Með vísan til þessa, og að öðru leyti til forsendna hins kærða úrskurðar, þykir ekki nægilega sýnt fram á að uppfyllt séu skilyrði cliðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til þess að taka nú til greina gæsluvarðhaldskröfu sóknaraðila. Hinn kærði úrskurður verður því staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
53e16186-891c-457f-9ed0-d25ac511ce28
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_193_2018", "publish_timestamp": "2018-02-22T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 172 }, { "offset": 195, "length": 21 }, { "offset": 218, "length": 118 }, { "offset": 338, "length": 431 }, { "offset": 771, "length": 135 }, { "offset": 908, "length": 54 }, { "offset": 964, "length": 463 }, { "offset": 1429, "length": 238 }, { "offset": 1669, "length": 435 }, { "offset": 2106, "length": 278 }, { "offset": 2386, "length": 13 }, { "offset": 2401, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 172 }, { "offset": 195, "length": 21 }, { "offset": 218, "length": 118 }, { "offset": 338, "length": 117 }, { "offset": 456, "length": 64 }, { "offset": 522, "length": 157 }, { "offset": 681, "length": 10 }, { "offset": 693, "length": 75 }, { "offset": 771, "length": 135 }, { "offset": 908, "length": 54 }, { "offset": 964, "length": 379 }, { "offset": 1344, "length": 82 }, { "offset": 1429, "length": 238 }, { "offset": 1669, "length": 138 }, { "offset": 1808, "length": 166 }, { "offset": 1976, "length": 127 }, { "offset": 2106, "length": 234 }, { "offset": 2341, "length": 42 }, { "offset": 2386, "length": 13 }, { "offset": 2401, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=14e5afa7-f8f8-4021-acad-de24ee44092d&verdictid=c39542eb-3d90-4d26-b84b-a9194b1ce315" }
194/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að A skyldi vistaður utan heimilis í sex mánuði. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir I-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf F-kk-nf og O-kvk-nf M-kvk-nf A-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 19. febrúar 2018, en kærumálsgögn bárust réttinum 5. mars sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 5. febrúar 2018 í málinu nr. U[…]/2017 þar sem fallist var á kröfu varnaraðila, barnarverndarnefndar Kópavogs, um að sóknaraðili skyldi vistaður utan heimilis í sex mánuði frá uppkvaðningu úrskurðarins að telja. Kæruheimild er í 1. mgr. 64. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. 2 Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að vistun hans utan heimilis verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. 3 Varnaraðilar krefjast hvert um sig staðfestingar hins kærða úrskurðar. Þá krefjast varnaraðilar, B og C, þess að,,þeim tilmælum [verði] beint til varnaraðila, Barnaverndarnefndar Kópavogs, að sóknaraðila verði útvegað vistunar og meðferðarúrræði sem hentar honum og hans vanda“. Þá krefjast þessir varnaraðilar kærumálskostnaðar eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Niðurstaða 4 Dómarar Landsréttar hafa horft á upptökur af framburði aðila og vitna fyrir héraðsdómi. 5 Málsatvik eru rakin í hinum kærða úrskurði. Þar kemur fram að afskipti barnaverndaryfirvalda af málefnum sóknaraðila hafi hafist á árinu 2014 vegna kannabisneyslu hans, en þá var hann […] ára. Síðan þá hefur neysla hans farið stigvaxandi og er komin á alvarlegt stig, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir barnaverndaryfirvalda til að hjálpa honum við að ná tökum á fíkniefnaneyslu sinni og alvarlegri áhættuhegðun. 6 Héraðsdómari ræddi við sóknaraðila um afstöðu hans til kröfu varnaraðila. Var sóknaraðili því ekki mótfallinn að vistast í skamman tíma á meðferðarheimilinu að […] en taldi sex mánaða vistun þar of langan tíma. Í greinargerð varnaraðila, barnaverndarnefndar Kópavogs, til Landsréttar er rakið að frá því að hinn kærði úrskurður var kveðinn upp hafi sóknaraðili verið færður af meðferðarheimilinu að […] yfir á […]. Foreldrar sóknaraðila undirrituðu 23. febrúar 2018 áætlun um meðferð máls samkvæmt 23. gr. barnaverndarlaga sem felur í sér að hann fái einstaklingsmiðaða meðferð á […]. Gert er ráð fyrir að þar muni hann reglulega hitta sálfræðing, geðlækni og vímuefnaráðgjafa. Þá verði honum gert kleift að stunda áhugamál sín. Meðferðaráætlun þessi mun eiga að standa til 6. apríl 2018. Í greinargerð varnaraðila, barnaverndarnefndar Kópavogs, kemur einnig fram að unnið sé að því á vegum barnaverndaryfirvalda að finna sóknaraðila meðferðarúrræði sem hentar honum sérstaklega. 7 Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. barnaverndarlaga er markmið laganna að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur fram að í barnaverndarstarfi skuli beita þeim ráðstöfunum sem ætla megi að barni séu fyrir bestu. Hagsmunir barna skuli ávallt hafðir í fyrirrúmi í starfsemi barnaverndaryfirvalda. 8 Af gögnum málsins verður ráðið að varnaraðili, barnaverndarnefnd Kópavogs, hafi í samræmi við 7. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga beitt margvíslegum úrræðum til stuðnings sóknaraðila og fjölskyldu hans áður en gripið var til þess úrræðis að óska eftir því að hann yrði vistaður utan heimilis. Jafnframt er ljóst að fylgt var ákvæðum 1. mgr. 41. gr. barnaverndarlaga og 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 áður en tekin var ákvörðun um vistun sóknaraðila utan heimilis. 9 Með vísan til framangreinds, 1. mgr. 2. gr. og 1. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga standa brýnir hagsmunir sóknaraðila til þess að hann verði, gegn vilja sínum, vistaður áfram utan heimilis, sbr. 1. mgr. 28. gr. og blið 1. mgr. 27. gr. laganna. Þykja hagsmunir hans ekki verða nægjanlega tryggðir með öðrum og vægari úrræðum og hefur meðalhófs verið gætt við ákvörðun um lengd vistunar hans. Þá hefur komið fram í greinargerð varnaraðila, barnaverndarnefndar Kópavogs, að unnið sé að því á vegum barnaverndaryfirvalda að finna sóknaraðila meðferðarúrræði sem hentar honum sérstaklega. Verður hinn kærði úrskurður staðfestur, þar með talið ákvæði hans um málskostnað. 10 Kærumálskostnaður verður felldur niður en um gjafsóknarkostnað sóknaraðila og varnaraðila, B og C, fyrir Landsrétti fer eins og í úrskurðarorði segir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður sóknaraðila, A, fyrir Landsrétti, þar með talin þóknun lögmanns hans, 350.000 krónur og gjafsóknarkostnaður varnaraðila, B og C, fyrir Landsrétti, þar með talin þóknun lögmanns þeirra, 350.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
65b312fd-2e25-4661-88f7-21bc2b7c824d
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_194_2018", "publish_timestamp": "2018-03-16T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 87 }, { "offset": 110, "length": 21 }, { "offset": 133, "length": 118 }, { "offset": 253, "length": 30 }, { "offset": 285, "length": 435 }, { "offset": 722, "length": 250 }, { "offset": 974, "length": 369 }, { "offset": 1345, "length": 100 }, { "offset": 1447, "length": 411 }, { "offset": 1860, "length": 981 }, { "offset": 2843, "length": 399 }, { "offset": 3244, "length": 466 }, { "offset": 3712, "length": 664 }, { "offset": 4378, "length": 153 }, { "offset": 4533, "length": 13 }, { "offset": 4548, "length": 35 }, { "offset": 4585, "length": 31 }, { "offset": 4618, "length": 244 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 87 }, { "offset": 110, "length": 21 }, { "offset": 133, "length": 118 }, { "offset": 253, "length": 30 }, { "offset": 285, "length": 118 }, { "offset": 404, "length": 69 }, { "offset": 475, "length": 181 }, { "offset": 658, "length": 61 }, { "offset": 722, "length": 152 }, { "offset": 875, "length": 96 }, { "offset": 974, "length": 72 }, { "offset": 1047, "length": 206 }, { "offset": 1255, "length": 87 }, { "offset": 1345, "length": 100 }, { "offset": 1447, "length": 45 }, { "offset": 1493, "length": 147 }, { "offset": 1642, "length": 215 }, { "offset": 1860, "length": 75 }, { "offset": 1936, "length": 135 }, { "offset": 2073, "length": 202 }, { "offset": 2277, "length": 168 }, { "offset": 2447, "length": 91 }, { "offset": 2540, "length": 49 }, { "offset": 2591, "length": 58 }, { "offset": 2651, "length": 189 }, { "offset": 2843, "length": 187 }, { "offset": 3031, "length": 127 }, { "offset": 3160, "length": 81 }, { "offset": 3244, "length": 290 }, { "offset": 3535, "length": 174 }, { "offset": 3712, "length": 242 }, { "offset": 3955, "length": 145 }, { "offset": 4102, "length": 191 }, { "offset": 4295, "length": 80 }, { "offset": 4378, "length": 153 }, { "offset": 4533, "length": 13 }, { "offset": 4548, "length": 35 }, { "offset": 4585, "length": 31 }, { "offset": 4618, "length": 244 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=9de24d10-8ed0-48c7-85aa-c54bc081a151&verdictid=4f51c312-ad7c-4b8e-9a48-3d58759e7608" }
196/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir R-kvk-nf B-kvk-nf, S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf og V-kk-nf H. V-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 19. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. febrúar 2018. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 16. febrúar 2018, í málinu nr. R[…]/2018, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 16. mars 2018, klukkan 15. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Samkvæmt gögnum málsins er varnaraðili undir sterkum grun um kynferðisbrot á árunum 1998 til 2010 gagnvart sjö einstaklingum sem þá voru á barnsaldri en þessi brot geta varðað allt að 16 ára fangelsi. Þá eru brotin þess eðlis og atvik að öðru leyti með þeim hætti að ætla má gæsluvarðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Að þessu virtu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er fullnægt skilyrðum 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til þess að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi eins og krafist er. Hinn kærði úrskurður verður því staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
bc35e67e-a2d9-4d93-813a-e8ddb932e60e
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_196_2018", "publish_timestamp": "2018-02-23T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 137 }, { "offset": 160, "length": 21 }, { "offset": 183, "length": 118 }, { "offset": 303, "length": 387 }, { "offset": 692, "length": 140 }, { "offset": 834, "length": 54 }, { "offset": 890, "length": 573 }, { "offset": 1465, "length": 13 }, { "offset": 1480, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 137 }, { "offset": 160, "length": 21 }, { "offset": 183, "length": 118 }, { "offset": 303, "length": 125 }, { "offset": 429, "length": 71 }, { "offset": 502, "length": 110 }, { "offset": 614, "length": 75 }, { "offset": 692, "length": 140 }, { "offset": 834, "length": 54 }, { "offset": 890, "length": 200 }, { "offset": 1091, "length": 131 }, { "offset": 1224, "length": 194 }, { "offset": 1420, "length": 42 }, { "offset": 1465, "length": 13 }, { "offset": 1480, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=6336ed86-bc00-40a6-9048-5babc0157b93&verdictid=bcba27c1-2a63-4fe4-9bc9-0930abbd40c1" }
197/2018 Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu JJ og AJ um að stefnu í máli þeirra á hendur JKB mætti þinglýsa á fasteignina B. Landsréttur taldi að kröfugerð JJ og AJ fullnægði skilyrði fyrri málsliðar 1. mgr. 28. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 um að mál þeirra á hendur varnaraðila varðaði réttindi yfir fasteign. Taldi rétturinn að þótt í málinu yrði ekki tekin efnisleg afstaða til ágreiningsefna aðila hefðu JJ og AJ eigi að síður fært nægileg rök fyrir þeirri staðhæfingu þeirra að þau kynnu að eiga slík réttindi yfir fasteigninni B að rétt væri að fallast á kröfu þeirra um þinglýsingu stefnunnar. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir K-kvk-nf S-kvk-nf, R-kvk-nf B-kvk-nf og V-kk-nf H. V-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðilar skutu málinu til Landsréttar með kæru 14. febrúar 2018, sem barst héraðsdómi þann dag, en kærumálsgögn bárust Landsrétti 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. febrúar 2018 í málinu nr. E[…]/2017, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að þinglýsa mætti stefnu í máli þeirra á hendur varnaraðila á fasteignina að Brautarholti 16 í Reykjavík. Kæruheimild er í 1. mgr. 28. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. 2 Sóknaraðilar krefjast þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og að krafa þeirra um þinglýsingu verði tekin til greina. Þá krefjast þau kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefst hún kærumálskostnaðar óskipt úr hendi sóknaraðila. Niðurstaða Landsréttar 4 Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði stofnaði J-kk-nf J-kk-nf, faðir sóknaraðila, sameignarfélagið Kistufell um miðja síðustu öld ásamt bróður sínum G-kk-þgf, sem lést árið 1995. Frá árinu 1997 voru þeir feðgar J-kk-nf J-kk-nf og B-kk-nf J-kk-nf, bróðir sóknaraðila og faðir varnaraðila, skráðir félagsmenn í sameignarfélaginu. J-kk-nf lést árið 2001 og sat ekkja hans, J-kvk-nf B-kvk-nf, móðir sóknaraðila og B-kk-ef J-kk-ef, í óskiptu búi þar til hún lést í janúar 2011. Höfðu þá lög nr. 50/1997 um sameignarfélög tekið gildi, en samkvæmt 1. mgr. 31. gr. þeirra laga erfist félagsaðild ekki við andlát félagsmanns heldur skal dánarbú hins látna innleysa eignarhlut hans í félaginu. Fyrir liggur að ekki var gengið frá innlausn á eignarhluta J-kk-ef í sameignarfélaginu við andlát eiginkonu hans á þann hátt sem kveðið er á um í lögum nr. 50/1997 og mun B-kk-nf sonur hans hafa staðið einn að rekstri félagsins þar til hann lést í október 2015. Varnaraðili var einkaerfingi B-kk-ef og lauk einkaskiptum á búi hans 15. febrúar 2016. 5 Með tveimur samhljóða kaupsamningum 31. desember 2015 keypti varnaraðili af sóknaraðilum samtals 66.66% hlutafjár í Varahlutaversluninni Kistufelli ehf., kt. […], og eignarhluta sóknaraðila í Kistufelli ehf., kt. […]. Í 3. gr. kaupsamninganna er tekið fram að aðilar hans séu jafnframt eigendur Kistufells sf., kt. […], að einum þriðja hver en félagið eigi fasteign að Brautarholti 16 í Reykjavík með fastanúmerinu 2010735. Af gögnum málsins má ráða að fasteignin hafi verið eina umtalsverða eign sameignarfélagsins. Í kaupsamningunum er jafnframt kveðið á um að allir eigendur sameignarfélagsins skuldbindi sig til að selja fasteignina svo fremi að söluverð hennar nemi ákveðinni lágmarksfjárhæð. Þá er tekið fram að varnaraðili skuli ekki greiða kaupverð fyrir hlut sóknaraðila í Varahlutaversluninni Kistufelli ehf. fyrr en að lokinni sölu á fasteign sameignarfélagsins. 6 Með úrskurði héraðsdóms 6. desember 2016 var kröfu varnaraðila um opinber skipti á sameignarfélaginu hafnað með þeim rökum að félaginu teldist hafa verið slitið 16. júlí 2011 þegar sex mánuðir voru liðnir frá andláti J-kvk-ef B-kvk-ef, en þá hefðu félagsmenn orðið færri en tveir, sbr. 1. og 2. mgr. 37. gr. laga nr. 50/2007. Jafnframt var vísað til athugasemda með 37. gr. í frumvarpi til laganna um að þegar svo háttaði til tilheyrðu eignir og skuldir sameignarfélagsins, að minnsta kosti að formi til, síðasta félagsmanninum án þess að til sérstakrar skiptameðferðar þyrfti að koma. Að gengnum þessum úrskurði óskaði varnaraðili eftir því 23. mars 2017 að sameignarfélagið yrði afskráð og að fasteigninni að Brautarholti 16 yrði þinglýst á dánarbú föður hennar, B-kk-ef J-kk-ef. 7 Enn fremur liggur fyrir í málinu að varnaraðili hefur fyrir hönd dánarbúsins veðsett Íslandsbanka hf. fasteignina Brautarholt 16 til tryggingar greiðslu veðskuldabréfs að fjárhæð 161.700.000 krónur. Var veðskuldabréfið gefið út 29. nóvember 2017 eða daginn eftir að sóknaraðilar settu fram þá kröfu við meðferð málsins fyrir héraðsdómi að stefnu í málinu yrði þinglýst á fasteignina. 8 Í 1. mgr. 28. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 segir að ef mál sem varðar réttindi yfir fasteign er sótt fyrir dómstóli geti dómurinn ákveðið með úrskurði að stefnunni eða útdrætti úr henni megi þinglýsa. Eins og fram kemur í dómum Hæstaréttar 24. október 2013 í máli nr. 663/2013 og 15. apríl 2015 í máli nr. 247/2015 felur úrræði þetta í sér heimild til að þinglýsa til bráðabirgða stefnu máls og hafi það að markmiði að gera viðsemjendum þinglýsts eiganda fasteignar viðvart um ágreining sem varði réttindi yfir eigninni. Með þessu úrræði sé stefnanda, sem geri tilkall til réttinda yfir fasteign, veitt færi á að verja hagsmuni sína meðan beðið er dóms um hinn efnislega rétt. Þjóni þinglýsingin því markmiði að koma í veg fyrir að grandlaus viðsemjandi þinglýsts eiganda geti í skjóli traustfangsreglna unnið rétt yfir eigninni ósamrýmanlegan réttindum stefnanda. 9 Í 1. mgr. 28. gr. þinglýsingalaga er ekki tilgreint hver séu skilyrði þess að heimildar samkvæmt ákvæðinu verði neytt en í lögskýringargögnum kemur fram að dómara myndi ekki vera rétt að ákveða þetta nema aðstæður væru svipaðar því sem 2. mgr. 27. gr. laganna gerir ráð fyrir. Af því má ráða að stefnandi þurfi að færa veigamikil rök fyrir staðhæfingu sinni um að hann kunni að hafa öðlast tiltekin réttindi yfir viðkomandi fasteign. 10 Sóknaraðilar höfðuðu mál þetta á hendur varnaraðila 2. júní 2017. Með dómkröfum sínum leita sóknaraðilar meðal annars viðurkenningar á nánar tilgreindum eignarhlut sínum í fasteigninni Brautarholti 16. Eins og sóknaraðilar haga kröfugerð sinni er fullnægt því skilyrði fyrri málsliðar 1. mgr. 28. gr. þinglýsingalaga að mál þeirra á hendur varnaraðila varði réttindi yfir fasteign. 11 Í kærumáli þessu verður ekki tekin afstaða til ágreinings aðila í efnisþætti málsins enda verður það einungis gert og dómur lagður á málið eftir að ágreiningsefni málsins hafa verið skýrð við meðferð þess fyrir dómi. Allt að einu hafa sóknaraðilar fært nægjanleg rök fyrir þeirri staðhæfingu sinni að þeir kunni að eiga slík réttindi yfir fasteign þeirri er málið varðar að rétt sé að fallast á kröfu þeirra um þinglýsingu stefnunnar. 12 Eftir þessari niðurstöðu er varnaraðila gert að greiða sóknaraðilum 350.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurðarorð: Sóknaraðilum, J-kk-þgf J-kk-þgf og A-kvk-þgf J-kvk-þgf, er heimilt að láta þinglýsa stefnu í máli sínu á hendur varnaraðila, J-kvk-þgf K-kvk-þgf B-kvk-þgf, á fasteignina Brautarholt 16 í Reykjavík með fastanúmerinu 2010735. Varnaraðili greiði sóknaraðilum 350.000 krónur í kærumálskostnað.
64808ac6-86a7-4423-a277-d79549cc9874
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_197_2018", "publish_timestamp": "2018-04-10T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 616 }, { "offset": 639, "length": 21 }, { "offset": 662, "length": 112 }, { "offset": 776, "length": 30 }, { "offset": 808, "length": 444 }, { "offset": 1254, "length": 159 }, { "offset": 1415, "length": 128 }, { "offset": 1545, "length": 1060 }, { "offset": 2607, "length": 875 }, { "offset": 3484, "length": 783 }, { "offset": 4269, "length": 1255 }, { "offset": 5526, "length": 435 }, { "offset": 5963, "length": 384 }, { "offset": 6349, "length": 437 }, { "offset": 6788, "length": 104 }, { "offset": 6894, "length": 13 }, { "offset": 6909, "length": 223 }, { "offset": 7134, "length": 65 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 326 }, { "offset": 348, "length": 288 }, { "offset": 639, "length": 21 }, { "offset": 662, "length": 112 }, { "offset": 776, "length": 30 }, { "offset": 808, "length": 153 }, { "offset": 962, "length": 70 }, { "offset": 1034, "length": 155 }, { "offset": 1191, "length": 60 }, { "offset": 1254, "length": 124 }, { "offset": 1379, "length": 33 }, { "offset": 1415, "length": 67 }, { "offset": 1483, "length": 59 }, { "offset": 1545, "length": 206 }, { "offset": 1752, "length": 147 }, { "offset": 1901, "length": 143 }, { "offset": 2046, "length": 209 }, { "offset": 2257, "length": 260 }, { "offset": 2519, "length": 85 }, { "offset": 2607, "length": 219 }, { "offset": 2827, "length": 204 }, { "offset": 3033, "length": 91 }, { "offset": 3126, "length": 179 }, { "offset": 3307, "length": 174 }, { "offset": 3484, "length": 327 }, { "offset": 3812, "length": 258 }, { "offset": 4072, "length": 194 }, { "offset": 4269, "length": 200 }, { "offset": 4470, "length": 183 }, { "offset": 4655, "length": 204 }, { "offset": 4861, "length": 318 }, { "offset": 5181, "length": 154 }, { "offset": 5337, "length": 186 }, { "offset": 5526, "length": 278 }, { "offset": 5805, "length": 155 }, { "offset": 5963, "length": 68 }, { "offset": 6032, "length": 134 }, { "offset": 6168, "length": 178 }, { "offset": 6349, "length": 219 }, { "offset": 6569, "length": 216 }, { "offset": 6788, "length": 104 }, { "offset": 6894, "length": 13 }, { "offset": 6909, "length": 223 }, { "offset": 7134, "length": 65 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=93d98aaa-ce68-411c-9f71-1ba338125af9&verdictid=317b25b5-a684-48ee-a1c1-1db9ea7f28f3" }
198/2018 Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu X um að ákæruvaldinu yrði gert að afla nánar tiltekinna gagna frá A hf. Talið var að úrskurður þess efnis sætti kæru til Landsréttar samkvæmt plið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Landsréttur taldi að eins og málsvörn X væri háttað yrði ekki loku fyrir það skotið að gögnin hefðu sönnunargildi í málinu. Gögnin voru, eins og þeim væri lýst í kröfugerð X, talin tengjast málsvörn hans og lytu að þeim viðskiptum sem væru tilefni ákæru á hendur honum. Þá væru gögnin þess eðlis að starfsmönnum A hf. væri skylt og heimilt að bera vitni um efni þeirra samkvæmt 116. gr., sbr. 119. gr. laga nr. 88/2008. Var því lagt til grundvallar að skilyrðum 1. mgr. 135. gr. laga nr. 88/2008 væri fullnægt til þess að ákæruvaldinu yrði gert að leggja hald á gögnin. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, Á-kk-nf H-kk-nf og H-kvk-nf Þ-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 14. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. febrúar 2018, í málinu nr. S[…]/2017, þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að lagt yrði fyrir sóknaraðila að leggja hald á nánar tiltekin gögn. Um kæruheimild er vísað til c og gliða 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, en til vara til p og qliða sama ákvæðis. 2 Varnaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hnekkt og að teknar verði til greina kröfur hans sem gerðar voru í þessum þætti málsins fyrir héraðsdómi. 3 Sóknaraðili krefst aðallega frávísunar kærunnar en til vara staðfestingar hins kærða úrskurðar. 4 Í málinu krefst varnaraðili úrskurðar á grundvelli 1. mgr. 135. gr. laga nr. 88/2008 um að sóknaraðili leggi hald á nánar tilgreind gögn í vörslu A hf. sem A hf. hefur neitað að afhenda honum án atbeina sóknaraðila. Í 2. málslið ákvæðisins er kveðið á um að ákærandi skuli samkvæmt úrskurði dómara leggja hald á skjal eða annars konar gagn sem er í vörslum manns sem er ekki aðili að máli, hafi hann ekki orðið við áskorun um að afhenda það. Samkvæmt plið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 sætir úrskurður héraðsdóms um meðal annars skyldu til að láta af hendi sönnunargagn til framlagningar í máli eða hald til að fylgja slíkri skyldu eftir, kæru til Landsréttar. Úrskurður héraðsdóms varðar skyldu ákæranda til að leggja hald á gögn í vörslu A hf. til framlagningar sem sönnunargögn í málinu sem nú er rekið fyrir héraðsdómi. Samkvæmt orðalagi pliðar 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 eru úrskurðir héraðsdóms um slíka skyldu kæranlegir til Landsréttar, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 670/2012. Samkvæmt því er varnaraðila heimilt að kæra úrskurð héraðsdóms til Landsréttar, en aðrir liðir 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008, sem vísað er til í málatilbúnaði varnaraðila, eiga ekki við. Ekki er því efni til þess að fallast á aðalkröfu sóknaraðila um að vísa málinu frá Landsrétti. 5 Í málinu liggur fyrir að varnaraðili óskaði eftir því við A hf. að fá afhent annars vegar „Yfirlit yfir alla verkreikninga, vegna krafna á hendur B, sem Y lagði fram sem kröfuveð gegn lánveitingu frá A hf.“ og hins vegar „Yfirlit yfir yfirdráttarlán sem Y var veitt, á grundvelli veðsetningu ofangreindra reikninga“. Af gögnum málsins má ráða að enginn ágreiningur er um tilvist þessara skjala eða að þau séu í vörslu A hf. Jafnframt liggur fyrir að varnaraðila hefur ekki tekist að afla þessara gagna frá B eða þrotabúi Y. A hf. varð ekki við ósk varnaraðila um afhendingu gagnanna, en af svari A hf. má ráða að til greina komi að afhenda þau fari sóknaraðili fram á það. Sóknaraðili hefur neitað að óska eftir gögnunum á þeim grundvelli að þau hafi ekki þýðingu fyrir sönnunarfærslu í málinu og byggir niðurstaða hins kærða úrskurðar á sama grundvelli. 6 Í III. kafla ákæru er varnaraðila gefið að sök að hafa brotið gegn 2. tölulið 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa „tekið ákvörðun um og beint þeim tilmælum til starfsmanna B að greiða andvirði tveggja lokauppgjöra“ að fjárhæð 50.105.000 krónur inn á nánar tilgreindan reikning hjá C hf. „þrátt fyrir að ákærða hafi verið kunnugt um eða mátt vera kunnugt um að greiðslurnar væru veðsettar D hf.“ (nú A hf.). 7 Varnaraðili reisir málsvörn sína á því að kröfur samkvæmt þeim lokauppgjörum sem ákæran lýtur að hafi ekki verið veðsettar D hf. Því hafi ráðstöfun greiðslnanna ekki raskað réttindum D hf. Í þessu efni vísar varnaraðili til þess hvernig staðið var að fjármögnun þeirra tveggja verka sem greitt var að lokum fyrir með lokagreiðslunum. Kveður hann D hf. hafa samþykkt að veita reglulega lán í formi yfirdráttar á reikningi, sem var handveðsettur D hf., þegar verktakinn, Y lagði fram verkreikninga sem samþykktir höfðu verið af verkkaupanum, B. Hafi hvert yfirdráttarlán numið tilteknu hlutfalli af fjárhæð viðkomandi reiknings. Þegar verkgreiðslur hafi að lokum verið inntar af hendi hafi þær verið lagðar inn á reikninginn og þannig gengið upp í höfuðstól yfirdráttarins auk áfallinna vaxta. 8 Varnaraðili heldur því fram að reikningar vegna fyrrgreindra lokagreiðslna hafi aldrei verið lagðir fram af hálfu verktakans. Þeir hafi því aldrei „orðið grundvöllur veðsetningar og lánveitingar“ hjá bankanum, eins og það er orðað í kröfu hans um úrskurð dómara um að leggja hald á umrædd gögn. Er þá ljóslega á því byggt að einungis þær kröfur, sem notaðar voru til lántöku, hafi verið veðsettar til tryggingar á yfirdráttarskuldinni. Telur hann að umbeðin yfirlit komi til með að sýna fram á þetta, sem og að yfirdráttarskuldin á handveðsetta reikningnum eigi rætur að rekja til vanefnda verkkaupans við að greiða reikninga sem hann hafði samþykkt. 9 Til að úrskurður verði kveðinn upp á grundvelli 1. mgr. 135. gr. laga nr. 88/2008 og ákæranda gert að leggja hald á skjal í vörslum manns sem er ekki aðili máls þarf í fyrsta lagi að liggja fyrir að ákærandi eða ákærði hafi krafist þess að fá það afhent til framlagningar, í öðru lagi verður að mega ætla að skjalið hafi sönnunargildi í málinu, í þriðja lagi að vörslumanni skjals sé skylt og heimilt að bera vitni um efni þess og í fjórða lagi að vörslumaður hafi ekki orðið við áskorun um að afhenda skjalið. 10 Eins og fyrr greinir hefur varnaraðili óskað eftir því að fá fyrrgreind gögn afhent. Þá hefur vörsluaðili þeirra, A hf., neitað að afhenda þau. Eins og málsvörn varnaraðila er háttað, og lýst er hér að framan, verður ekki loku fyrir það skotið að gögnin hafi sönnunargildi, þótt hér verði ekki lagt mat á þýðingu þeirra að öðru leyti. Gögnin, eins og þeim er lýst í kröfugerð varnaraðila, tengjast málsvörn hans og lúta að þeim viðskiptum sem eru tilefni III. kafla ákærunnar á hendur ákærða. Þau eru þess eðlis að starfsmönnum A hf. væri skylt og heimilt að bera vitni um efni þeirra samkvæmt 116. gr., sbr. 119. gr. laga nr. 88/2008. Rétt er að geta þess að dómur Hæstaréttar í máli nr. […] fjallaði um það álitaefni hvort veðréttur á þeim kröfum sem voru gerðar upp með fyrrgreindu lokauppgjöri hefði fallið niður við riftun undirliggjandi verksamninga. Varnaraðili átti ekki aðild að því máli, sem rekið var á grundvelli laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Hann á þess kost í sakamáli á hendur sér að færa sönnur á að málsatvik hafi verið önnur en gengið er út frá í framangreindu einkamáli, sbr. 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 og 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008. 11 Samkvæmt framangreindu verður hér lagt til grundvallar að skilyrðum 1. mgr. 135. gr. laga nr. 88/2008 sé fullnægt. Af 2. málslið ákvæðisins leiðir að eingöngu sóknaraðili máls þessa getur lagt hald á gögnin samkvæmt úrskurði dómara. Í þessu ljósi ber að fallast á kröfu varnaraðila eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Sóknaraðila er gert að leggja hald á yfirlit eða önnur sýnileg sönnunargögn í fórum A hf., er lúta annars vegar að öllum verkreikningum á hendur B, sem Y lagði fram gegn lánveitingu frá A hf., og hins vegar um þau yfirdráttarlán sem Y var veitt á grundvelli sömu reikninga.
00dbd12d-2a8b-4bf2-932b-2222f390d53d
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_198_2018", "publish_timestamp": "2018-02-27T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 828 }, { "offset": 851, "length": 21 }, { "offset": 874, "length": 110 }, { "offset": 986, "length": 457 }, { "offset": 1445, "length": 161 }, { "offset": 1608, "length": 1383 }, { "offset": 2993, "length": 856 }, { "offset": 3851, "length": 440 }, { "offset": 4293, "length": 793 }, { "offset": 5088, "length": 652 }, { "offset": 5742, "length": 512 }, { "offset": 6256, "length": 1179 }, { "offset": 7437, "length": 317 }, { "offset": 7756, "length": 13 }, { "offset": 7771, "length": 315 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 128 }, { "offset": 150, "length": 128 }, { "offset": 280, "length": 122 }, { "offset": 404, "length": 144 }, { "offset": 550, "length": 148 }, { "offset": 700, "length": 148 }, { "offset": 851, "length": 21 }, { "offset": 874, "length": 110 }, { "offset": 986, "length": 127 }, { "offset": 1114, "length": 72 }, { "offset": 1188, "length": 118 }, { "offset": 1308, "length": 134 }, { "offset": 1445, "length": 161 }, { "offset": 1608, "length": 97 }, { "offset": 1706, "length": 216 }, { "offset": 1924, "length": 224 }, { "offset": 2150, "length": 221 }, { "offset": 2373, "length": 161 }, { "offset": 2536, "length": 168 }, { "offset": 2706, "length": 189 }, { "offset": 2897, "length": 93 }, { "offset": 2993, "length": 318 }, { "offset": 3312, "length": 105 }, { "offset": 3419, "length": 247 }, { "offset": 3668, "length": 180 }, { "offset": 3851, "length": 440 }, { "offset": 4293, "length": 130 }, { "offset": 4424, "length": 58 }, { "offset": 4484, "length": 143 }, { "offset": 4629, "length": 291 }, { "offset": 4922, "length": 163 }, { "offset": 5088, "length": 127 }, { "offset": 5216, "length": 167 }, { "offset": 5385, "length": 139 }, { "offset": 5526, "length": 213 }, { "offset": 5742, "length": 512 }, { "offset": 6256, "length": 87 }, { "offset": 6344, "length": 57 }, { "offset": 6403, "length": 189 }, { "offset": 6594, "length": 156 }, { "offset": 6752, "length": 141 }, { "offset": 6895, "length": 219 }, { "offset": 7116, "length": 106 }, { "offset": 7224, "length": 210 }, { "offset": 7437, "length": 117 }, { "offset": 7555, "length": 116 }, { "offset": 7673, "length": 80 }, { "offset": 7756, "length": 13 }, { "offset": 7771, "length": 41 }, { "offset": 7813, "length": 272 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=2c63b676-1324-4cb7-b2ef-81a05d9c9beb&verdictid=20fb4565-97b1-479c-b6f7-a1b55c43ab89" }
199/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu X um að haldi H á fjármunum sem H hafði lagt hald á vegna rannsóknar sinnar á tilteknu máli yrði aflétt. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf S-kk-nf og K-kvk-nf S-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 19. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. febrúar 2018, í málinu nr. R22/2018, þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að aflétt yrði haldi sóknaraðila á fjármunum hans, sem voru á tilgreindum bankareikningum varnaraðila og sem sóknaraðili lagði hald á 22. desember 2017. Kæruheimild er í glið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að framangreind krafa verði tekin til greina. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir héraðsdómi og kærumálskostnaðar. 3 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða Landsréttar 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Með vísan til 38. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 1. mgr. 234. gr. og 1. mgr. 235. gr. sömu laga, kemur krafa varnaraðila um málskostnað fyrir héraðsdómi ekki til álita. Kærumálskostnaður verður ekki úrskurðaður, sbr. 3. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
8583858c-baf5-461b-8bb6-44c78a12aaa9
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_199_2018", "publish_timestamp": "2018-02-28T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 165 }, { "offset": 188, "length": 21 }, { "offset": 211, "length": 109 }, { "offset": 322, "length": 30 }, { "offset": 354, "length": 481 }, { "offset": 837, "length": 189 }, { "offset": 1028, "length": 56 }, { "offset": 1086, "length": 22 }, { "offset": 1110, "length": 70 }, { "offset": 1182, "length": 249 }, { "offset": 1433, "length": 13 }, { "offset": 1448, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 165 }, { "offset": 188, "length": 21 }, { "offset": 211, "length": 109 }, { "offset": 322, "length": 30 }, { "offset": 354, "length": 127 }, { "offset": 482, "length": 72 }, { "offset": 556, "length": 201 }, { "offset": 759, "length": 75 }, { "offset": 837, "length": 121 }, { "offset": 959, "length": 66 }, { "offset": 1028, "length": 56 }, { "offset": 1086, "length": 22 }, { "offset": 1110, "length": 70 }, { "offset": 1182, "length": 166 }, { "offset": 1349, "length": 81 }, { "offset": 1433, "length": 13 }, { "offset": 1448, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=41b915b3-f7de-44dc-99c5-7771362d4ecc&verdictid=f02db2c1-ba44-4c66-a2ef-e2ded6d4d242" }
19/2018 Útdráttur L var sakfelldur fyrir brot gegn lögum um ávana og fíkniefni, þjófnað, nytjastuld og að hafa ekið bifreiðum sviptur ökurétti. Að sakaferli hans virtum, því að hann hafði rofið skilorð eldri dóms sem dæmdur var upp samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 77. og 78. gr. sömu laga, var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna til tveggja ára. Þá var honum gert að sæta upptöku muna og fíkniefna og greiða brotaþola skaðabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir K-kvk-nf S-kvk-nf, R-kvk-nf B-kvk-nf og V-kk-nf H. V-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut tveimur dómum, dómi Héraðsdóms Suðurlands 15. mars 2017 í málinu nr. S[…]/2016 og dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 17. sama mánaðar í málinu nr. S[…]/2016, til Hæstaréttar Íslands með áfrýjunarstefnum 12. apríl 2017. Málin voru sameinuð fyrir Hæstarétti og bárust gögn hins sameinaða máls Landsrétti 2. janúar 2018 en samkvæmt 1. mgr. 78. gr. laga nr. 49/2016, sbr. 76. gr. laga nr. 117/2016 og 4. gr. laga nr. 53/2017, hefur málið verið rekið fyrir Landsrétti frá þeim tíma. 2 Ákæruvaldið gerir kröfu um að refsing verði þyngd og að hún verði óskilorðsbundin. Þá er þess krafist að niðurstöður um upptöku og greiðslur sakarkostnaðar verði staðfestar og að ákærði greiði auk þess allan áfrýjunarkostnað málsins. 3 Ákærði krefst staðfestingar á refsingum hinna áfrýjuðu dóma. Niðurstaða 4 Með fyrri dóminum var ákærði sakfelldur fyrir nytjastuld 31. júlí 2015 og að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og jafnframt fyrir vörslur fíkniefna 30. og 31. júlí 2016. Var ákærði dæmdur í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár en með dóminum var dæmd upp fjögurra mánaða fangelsisrefsing, skilorðsbundin í tvö ár, sem hann hafði verið dæmdur í með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 30. ágúst 2012. 5 Með síðari dóminum var ákærði sakfelldur fyrir þjófnað 21. apríl 2016, að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti 1. maí sama ár og fyrir fíkniefnalagabrot 14. maí 2016. Var honum með hliðsjón af fyrri dóminum gerður hegningarauki og hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. 6 Ákærði á að baki sakaferil frá árinu 2009 fyrir hegningarlagabrot, ávana og fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Árið 2009 var hann dæmdur fyrir þjófnað og nytjastuld auk aksturs án ökuréttinda og annarra umferðarlagabrota. Var ákvörðun refsingar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Með sátt hjá lögreglustjóra 4. október 2011 samþykkti ákærði 34.000 króna sektargreiðslu fyrir fíkniefnalagabrot og með dómi 3. maí 2012 var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára fyrir sams konar brot og þjófnað. Hinn 30. ágúst sama ár var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, aftur fyrir þjófnað, en með dómnum var honum gerður hegningarauki við dóminn frá 3. maí sama ár og var refsing þess dóms tekin upp og ákærða gerð refsing í einu lagi. Með sátt hjá lögreglustjóra 28. maí 2014 gekkst hann undir 350.000 króna sektargreiðslu fyrir brot gegn lögum um ávana og fíkniefni og fyrir akstur undir áhrifum slíkra efna, auk þess sem hann var sviptur ökurétti í tólf mánuði frá sama degi að telja. Ákærði gekkst undir 60.000 króna sektargreiðslu 7. febrúar 2015 fyrir akstur sviptur ökurétti. Sama dag gekkst ákærði einnig undir 340.000 króna sektargreiðslu fyrir ölvunarakstur, akstur undir áhrifum fíkniefna og akstur sviptur ökurétti. Þá var hann jafnframt sviptur ökurétti í 24 mánuði frá 28. maí 2015. Hann gekkst undir tvær sektargreiðslur með sáttum hjá lögreglustjóra 20. maí sama ár fyrir ýmis brot, þar af 90.000 króna sekt fyrir brot gegn lögum um ávana og fíkniefni. Loks samþykkti hann tvær sektargreiðslur 1. apríl 2016, báðar fyrir brot gegn lögum um ávana og fíkniefni, að fjárhæð 50.000 krónur og 65.000 krónur. 7 Brot ákærða í máli þessu eru réttilega heimfærð til refsiákvæða. Samkvæmt lögskýringargögnum er heimild 1. málsliðar 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 7. gr. laga nr. 22/1955, til að láta skilorðsbundinn dóm halda sér, bundin við að síðari dómur sé þá ekki bundinn skilorði þar sem ekki þyki hentugt að tveir eða fleiri skilorðsdómar hvíli samtímis á aðila. Eftir því og á grundvelli orðalags 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 78. gr. sömu laga, hefði Héraðsdómur Reykjavíkur því að réttu lagi átt að taka upp dóm Héraðsdóms Suðurlands, sem féll tveimur dögum áður og dæma bæði málin í einu lagi. 8 Með hinum áfrýjuðu dómum var ákærði sakfelldur fyrir vörslur ávana og fíkniefna, meðal annars fyrir vörslur nokkurs magns slíkra efna í sölu og dreifingarskyni og þjófnað í félagi við annan mann þar sem þjófnaðarandlagið nam samtals 689.970 krónum. Þá var hann sakfelldur fyrir nytjastuld og akstur bifreiða sviptur ökurétti. Hluta brota sinna framdi hann áður en hann samþykkti sektargreiðslur með sáttum hjá lögreglustjóra 1. apríl 2016 og er honum að því leyti gerður hegningarauki við þær sáttir. Þá rauf hann skilorð dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. ágúst 2012 með þeim brotum sem hann framdi 31. júlí 2015 og ber því að dæma upp refsingu þess dóms og gera ákærða refsingu í einu lagi, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 77. og 78. gr. sömu laga. Við ákvörðun refsingar verður litið til sakaferils ákærða sem og þess að ákærði játaði brot sín hreinskilnislega. Að þessu virtu verður refsing ákærða ákveðin fangelsi í tólf mánuði en rétt þykir að fresta fullnustu níu mánaða af hennar og að sá hluti refsingarinnar falli niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. 9 Ákvæði hins áfrýjaða dóms frá 15. mars 2017 um upptöku ávana og fíkniefna, greiðslu skaðabóta og sakarkostnað verða staðfest, sem og ákvæði hins áfrýjaða dóms frá 17. sama mánaðar um sakarkostnað og upptöku muna og ávana og fíkniefna. 10 Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti, eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, L-x-x Ó-kk-nf E-kk-nf, sæti fangelsi í tólf mánuði en fresta skal fullnustu níu mánaða af refsingunni og falli sá hluti hennar niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákvæði hinna áfrýjuðu dóma um greiðslu skaðabóta, sakarkostnað og upptöku muna og ávana og fíkniefna, skulu vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, samtals 337.032 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Landsrétti, S-kk-ef K-kk-ef K-kk-ef lögmanns, 316.600 krónur.
41ec35e1-b3f0-4b2a-b097-3361c060e351
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_19_2018", "publish_timestamp": "2018-06-15T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 7 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 7 }, { "offset": 9, "length": 9 }, { "offset": 20, "length": 469 }, { "offset": 491, "length": 17 }, { "offset": 510, "length": 96 }, { "offset": 608, "length": 30 }, { "offset": 640, "length": 494 }, { "offset": 1136, "length": 235 }, { "offset": 1373, "length": 62 }, { "offset": 1437, "length": 10 }, { "offset": 1449, "length": 403 }, { "offset": 1854, "length": 291 }, { "offset": 2147, "length": 1677 }, { "offset": 3826, "length": 628 }, { "offset": 4456, "length": 1149 }, { "offset": 5607, "length": 236 }, { "offset": 5845, "length": 198 }, { "offset": 6045, "length": 8 }, { "offset": 6055, "length": 274 }, { "offset": 6331, "length": 121 }, { "offset": 6454, "length": 188 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 7 }, { "offset": 9, "length": 9 }, { "offset": 20, "length": 125 }, { "offset": 146, "length": 258 }, { "offset": 406, "length": 82 }, { "offset": 491, "length": 17 }, { "offset": 510, "length": 96 }, { "offset": 608, "length": 30 }, { "offset": 640, "length": 92 }, { "offset": 733, "length": 69 }, { "offset": 804, "length": 70 }, { "offset": 876, "length": 257 }, { "offset": 1136, "length": 84 }, { "offset": 1221, "length": 149 }, { "offset": 1373, "length": 62 }, { "offset": 1437, "length": 10 }, { "offset": 1449, "length": 172 }, { "offset": 1622, "length": 229 }, { "offset": 1854, "length": 166 }, { "offset": 2021, "length": 123 }, { "offset": 2147, "length": 116 }, { "offset": 2264, "length": 109 }, { "offset": 2375, "length": 54 }, { "offset": 2431, "length": 243 }, { "offset": 2676, "length": 264 }, { "offset": 2942, "length": 250 }, { "offset": 3194, "length": 93 }, { "offset": 3289, "length": 143 }, { "offset": 3434, "length": 67 }, { "offset": 3503, "length": 170 }, { "offset": 3675, "length": 148 }, { "offset": 3826, "length": 66 }, { "offset": 3893, "length": 306 }, { "offset": 4201, "length": 252 }, { "offset": 4456, "length": 250 }, { "offset": 4707, "length": 75 }, { "offset": 4784, "length": 173 }, { "offset": 4959, "length": 259 }, { "offset": 5220, "length": 112 }, { "offset": 5334, "length": 270 }, { "offset": 5607, "length": 236 }, { "offset": 5845, "length": 198 }, { "offset": 6045, "length": 8 }, { "offset": 6055, "length": 274 }, { "offset": 6331, "length": 121 }, { "offset": 6454, "length": 188 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=d97f7fe2-2983-4817-87fc-2738fc908fdf&verdictid=4b5ccd97-b89c-4c4c-a732-e9f96c3898c5" }
1/2018 Útdráttur Með hinum áfrýjaða dómi, sem kveðinn var upp sem útivistardómur með vísan til 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008, var ákærði sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa á tilteknum stað og tíma ekið bifreið sviptur ökurétti og án þess að nota öryggisbelti. Landsréttur vísaði til þess að við þingfestingu málsins hefði verið mættur lögmaður sem skipaður hafi verið verjandi ákærða og málinu frestað til fyrirtöku 2. desember 2015. Með því að ekki lá fyrir að ákærði hefði vitað af því þinghaldi væri ekki unnt að líta svo á að útivist hefði orðið af hálfu ákærða við fyrirtöku málsins 2. desember 2015 þannig að skilyrði hafi verið til að fella dóm á málið eftir ákvæðum 161. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 24. gr. laga nr. 78/2015. Dómur héraðsdóms var því ómerktur ásamt meðferð málsins frá og með þinghaldi 2. desember 2015 og málinu vísað heim í hérað til nýrrar meðferðar. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir H-kvk-nf Þ-kvk-nf, A-kk-nf E. J-kk-nf og Á-kk-nf H-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 18. apríl 2016 að fengnu áfrýjunarleyfi. Með vísan til 1. mgr. 78. gr. laga nr. 49/2016, um breytingu á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála (millidómstig), sbr. 4. gr. laga nr. 53/2017, um breytingu á lögum um dómstóla og fleira, er málið nú rekið fyrir Landsrétti. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. desember 2015 í málinu nr. S[…]/2015. 2 Í málinu gerir ákæruvaldið þá kröfu að refsing ákærða verði þyngd. Þá er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða allan sakarkostnað í málinu. 3 Ákærði krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað. Til vara krefst hann sýknu af kröfum ákæruvaldsins, en að því frágengnu að sér verði gerð vægasta refsing sem lög heimila. Þá krefst hann málsvarnarlauna úr ríkissjóði til handa skipuðum verjanda sínum. 4 Mál þetta var munnlega flutt fyrir Landsrétti um ómerkingarkröfu ákærða, sbr. 1. mgr. 204. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Málsatvik 5 Mál þetta var höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 18. ágúst 2015. Þar er ákærða gefið að sök brot á umferðarlögum nr. 50/1987 með því að hafa föstudaginn 20. mars 2015 ekið bifreiðinni […] suður Höfðabakka í Reykjavík, á móts við Fálkabakka, sviptur ökurétti og án þess að hafa notað öryggisbelti, en lögregla hafði afskipti af ákærða skömmu síðar. Í ákæru var háttsemi ákærða heimfærð til 1. mgr. 48. gr. og 1. mgr. 71. gr. umferðarlaga, sbr. 1. mgr. 100. gr. sömu laga. 6 Héraðsdómur gaf út fyrirkall 16. september 2015, sem var birt ákærða 5. október sama ár. Þar var tekið fram að málið yrði tekið fyrir á dómþingi 8. sama mánaðar þar sem málið yrði þingfest. Var ákærði „kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi“. Í fyrirkallinu var meðal annars tekið fram að yrði þing ekki sótt mætti búast við því að fjarvist ákærða yrði metin til jafns við það að hann viðurkenndi að hafa framið brot það sem hann var ákærður fyrir og að dómur yrði „lagður á málið að honum fjarstöddum“. Í áritun á fyrirkallið, sem undirritað var af ákærða, var þess óskað að G-kk-nf S-x-x R-kk-nf lögmaður yrði skipaður verjandi hans. 7 Við þingfestingu málsins var ákærði ekki mættur. Hins vegar sótti G-kk-nf S-x-x R-kk-nf lögmaður þing og var skipaður verjandi ákærða. Í þingbók kemur fram að dómari hafi bent á að mætti ákærði ekki fyrir dóminn við næstu fyrirtöku mætti hann búast við því að fjarvist hans yrði metin til jafns við það að hann viðurkenndi að hafa framið það brot sem hann var ákærður fyrir og að dómur yrði lagður á málið að honum fjarstöddum. Málinu var því næst frestað til 2. desember 2015. 8 Við fyrirtöku málsins þann dag var ekki sótt þing af hálfu ákærða og ekki voru boðuð forföll. Því næst bókaði dómari að hann teldi framlögð gögn nægjanleg og að ekki væri þörf á því að fram færi frekari sönnunarfærsla í málinu. Var málið dómtekið á grundvelli 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, og hinn áfrýjaði dómur kveðinn upp. Með honum var ákærða gert að greiða 110.000 krónur í sekt innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins en ella sæta fangelsi í átta daga. Niðurstaða 9 Þrátt fyrir kröfugerð ákæruvaldsins kemur málið ekki til úrlausnar að efni til ef á því eru þeir annmarkar sem valdið geta því að héraðsdómur verði ómerktur. 10 Samkvæmt alið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 má leggja dóm á mál ef ákærði kemur ekki fyrir dóm við þingfestingu þess þótt honum hafi löglega verið birt ákæra og þess getið í fyrirkalli að mál kunni að verða dæmt að honum fjarstöddum, sbr. 1. mgr. 155. gr. laganna, eða hann sækir ekki þing á síðari stigum þess, enda sé ekki kunnugt um lögmæt forföll hans og brot þykir ekki varða þyngri viðurlögum en sex mánaða fangelsi, upptöku eigna og sviptingu réttinda og dómari telur framlögð gögn nægileg til sakfellingar. Eins og rakið hefur verið var við þingfestingu málsins mættur lögmaður sem skipaður var verjandi ákærða og var málinu frestað til fyrirtöku 2. desember 2015. Ekki liggur fyrir að ákærða hafi verið kunnungt um það þinghald eða að honum hafi verið gerð grein fyrir því að ef hann sækti ekki þing þann dag yrði það metið til jafns við að hann viðurkenndi að hafa framið brot það sem honum var gefið að sök og dómur yrði lagður á málið að honum fjarstöddum. Þegar af þeirri ástæðu er ekki unnt að líta svo á að útivist hafi orðið af hálfu ákærða við fyrirtöku málsins 2. desember 2015 þannig að skilyrði hafi verið til að fella dóm á málið eftir ákvæðum 161. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 24. gr. laga nr. 78/2015. Verður héraðsdómur því ómerktur ásamt meðferð málsins frá og með þinghaldi 2. desember 2015 og málinu vísað heim í hérað til nýrrar meðferðar. 11 Ákvörðun sakarkostnaðar í héraði bíður nýs efnisdóms en allur áfrýjunarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur ásamt meðferð málsins frá og með þinghaldi 2. desember 2015 og málinu vísað heim í hérað til meðferðar að nýju. Allur áfrýjunarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, B-kk-ef J-kk-ef lögmanns, 300.000 krónur.
7d5c1e2a-b6fc-4d26-a366-d84471e1c06a
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_1_2018", "publish_timestamp": "2018-02-16T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 6 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 6 }, { "offset": 8, "length": 9 }, { "offset": 19, "length": 878 }, { "offset": 899, "length": 21 }, { "offset": 922, "length": 110 }, { "offset": 1034, "length": 30 }, { "offset": 1066, "length": 432 }, { "offset": 1500, "length": 153 }, { "offset": 1655, "length": 300 }, { "offset": 1957, "length": 135 }, { "offset": 2094, "length": 9 }, { "offset": 2105, "length": 492 }, { "offset": 2599, "length": 675 }, { "offset": 3276, "length": 479 }, { "offset": 3757, "length": 488 }, { "offset": 4247, "length": 10 }, { "offset": 4259, "length": 159 }, { "offset": 4420, "length": 1372 }, { "offset": 5794, "length": 240 }, { "offset": 6036, "length": 13 }, { "offset": 6051, "length": 143 }, { "offset": 6196, "length": 144 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 6 }, { "offset": 8, "length": 9 }, { "offset": 19, "length": 261 }, { "offset": 281, "length": 172 }, { "offset": 455, "length": 296 }, { "offset": 753, "length": 143 }, { "offset": 899, "length": 21 }, { "offset": 922, "length": 110 }, { "offset": 1034, "length": 30 }, { "offset": 1066, "length": 107 }, { "offset": 1174, "length": 243 }, { "offset": 1419, "length": 67 }, { "offset": 1488, "length": 9 }, { "offset": 1500, "length": 68 }, { "offset": 1569, "length": 83 }, { "offset": 1655, "length": 97 }, { "offset": 1753, "length": 121 }, { "offset": 1876, "length": 78 }, { "offset": 1957, "length": 135 }, { "offset": 2094, "length": 9 }, { "offset": 2105, "length": 86 }, { "offset": 2192, "length": 281 }, { "offset": 2475, "length": 121 }, { "offset": 2599, "length": 90 }, { "offset": 2690, "length": 99 }, { "offset": 2791, "length": 89 }, { "offset": 2882, "length": 259 }, { "offset": 3143, "length": 130 }, { "offset": 3276, "length": 50 }, { "offset": 3327, "length": 84 }, { "offset": 3413, "length": 291 }, { "offset": 3706, "length": 48 }, { "offset": 3757, "length": 95 }, { "offset": 3853, "length": 132 }, { "offset": 3987, "length": 122 }, { "offset": 4111, "length": 133 }, { "offset": 4247, "length": 10 }, { "offset": 4259, "length": 159 }, { "offset": 4420, "length": 521 }, { "offset": 4942, "length": 156 }, { "offset": 5100, "length": 294 }, { "offset": 5396, "length": 252 }, { "offset": 5650, "length": 141 }, { "offset": 5794, "length": 240 }, { "offset": 6036, "length": 13 }, { "offset": 6051, "length": 143 }, { "offset": 6196, "length": 144 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=ea654d3a-202a-4cc0-9245-deec6fce5eb0&verdictid=48f432d5-7fdb-4497-aef3-5e54d8d9359d" }
200/2018 Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu X um að aflétt yrði haldi H á inneign á nánar tilteknum bankareikningi hans. Í úrskurði Landsréttar var vísað til þess að X væri grunaður um brot á 109. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa fengið greiðslur frá aflandsfélagi inn á bankareikning í sinni eigu og vantalið tekjur í skattframtölum um tiltekna fjárhæð. Landsréttur rakti efni 1. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og 1. mgr. 69. gr. og 1. mgr. 69. gr. b almennra hegningarlaga og tók fram að á grundvelli þeirra upplýsinga sem lægu fyrir í málinu mætti ætla að hina haldlögðu fjármuni mætti gera upptæka og því væru skilyrði uppfyllt fyrir haldlagningunni. Að þessu gættu var hinn kærði úrskurður staðfestur að öðru leyti með vísan til forsendna hans. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf S-kk-nf og K-kvk-nf S-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 19. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum þann 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. febrúar 2018, í málinu nr. R34/2018, þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að aflétt yrði haldi sóknaraðila á fjármunum hans, 27.000.000 króna, sem voru á bankareikningi varnaraðila nr. […] og sóknaraðili lagði hald á 22. desember 2017. Kæruheimild er í glið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að krafa hans um afléttingu haldsins verði tekin til greina. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir héraðsdómi og kærumálskostnaðar. 3 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða Landsréttar 4 Í hinum kærða úrskurði kemur fram að skattrannsóknarstjóri hefur til rannsóknar ætluð stórfelld brot varnaraðila í tengslum við rekstur fyrirtækis hans. Rannsókn málsins er á frumstigi og ljóst að hún er umfangsmikil. Grunur leikur á að varnaraðili hafi brotið gegn 109. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og geta brot varðað allt að sex ára fangelsi. Í rannsóknargögnum sem lögð eru fram í málinu kemur fram að rannsóknin lýtur að því að varnaraðili hafi fengið greiðslur frá aflandsfélagi, sem hann er talinn vera í eignar og stjórnunartengslum við, inn á bankareikning í eigu varnaraðila hjá banka í Lúxemborg. Telur sóknaraðili að tekjur varnaraðila í skattframtölum, fyrir tekjuárin 2011, 2013 og 2016, séu vantaldar um 236.850.925 krónur og að ætluð brot varnaraðila teljist meiri háttar. Áætlar sóknaraðili að sektar og skattfjárhæð vegna þessara brota geti numið 326.852.277 krónum. 5 Varnaraðili hefur ekki andmælt því að hafa fengið framangreindar greiðslur inn á bankareikning sem er í hans eigu. Hann hefur heldur ekki gefið skýringar á því hvernig þær eru tilkomnar. 6 Samkvæmt 1. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. laga nr. 88/2008 er lögreglu rétt að leggja hald á muni við rannsókn á ætlaðri refsiverðri háttsemi ef ætla má að þeirra hafi verið aflað á refsiverðan hátt eða þeir kunni að verða gerðir upptækir. Í þessum tilgangi er meðal annars heimilt að leggja hald á inneign á bankareikningi, sbr. dóma Hæstaréttar 21. maí 2010 í máli nr. 301/2010 og 31. ágúst 2017 í máli nr. 536/2017. 7 Í 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er kveðið á um að gera megi upptækan ávinning af broti eða fjárhæð sem svarar til hans í heild eða að hluta. Þá kemur fram í 1. mgr. 69. gr. b að gera megi verðmæti upptæk hjá einstaklingi, jafnvel þótt þau teljist ekki til ávinnings af broti, ef einstaklingur hefur gerst sekur um saknæmt brot sem fallið er til að skapa verulegan ávinning og brotið geti varðað sex ára fangelsi. 8 Á grundvelli þeirra upplýsinga sem liggja fyrir í málinu má ætla að fjármunina sem haldlagðir voru megi gera upptæka og eru því uppfyllt skilyrði fyrir haldlagningunni. Að gættu því sem að framan greinir verður hinn kærði úrskurður staðfestur að öðru leyti með vísan til forsendna hans. 9 Samkvæmt 38. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 1. mgr. 234. gr. og 1. mgr. 235. gr. sömu laga, kemur krafa varnaraðila um málskostnað fyrir héraðsdómi ekki til álita. Kærumálskostnaður verður ekki úrskurðaður, sbr. 3. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008.
df323ac0-43f8-4e67-8751-60a0b1a1cfc5
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_200_2018", "publish_timestamp": "2018-02-28T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 873 }, { "offset": 896, "length": 21 }, { "offset": 919, "length": 109 }, { "offset": 1030, "length": 30 }, { "offset": 1062, "length": 495 }, { "offset": 1559, "length": 261 }, { "offset": 1822, "length": 22 }, { "offset": 1846, "length": 947 }, { "offset": 2795, "length": 188 }, { "offset": 2985, "length": 422 }, { "offset": 3409, "length": 435 }, { "offset": 3846, "length": 288 }, { "offset": 4136, "length": 244 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 133 }, { "offset": 155, "length": 305 }, { "offset": 462, "length": 336 }, { "offset": 800, "length": 93 }, { "offset": 896, "length": 21 }, { "offset": 919, "length": 109 }, { "offset": 1030, "length": 30 }, { "offset": 1062, "length": 132 }, { "offset": 1195, "length": 72 }, { "offset": 1269, "length": 210 }, { "offset": 1481, "length": 75 }, { "offset": 1559, "length": 136 }, { "offset": 1696, "length": 66 }, { "offset": 1764, "length": 55 }, { "offset": 1822, "length": 22 }, { "offset": 1846, "length": 154 }, { "offset": 2001, "length": 63 }, { "offset": 2066, "length": 187 }, { "offset": 2255, "length": 260 }, { "offset": 2517, "length": 179 }, { "offset": 2698, "length": 94 }, { "offset": 2795, "length": 116 }, { "offset": 2912, "length": 70 }, { "offset": 2985, "length": 243 }, { "offset": 3229, "length": 177 }, { "offset": 3409, "length": 163 }, { "offset": 3573, "length": 270 }, { "offset": 3846, "length": 170 }, { "offset": 4017, "length": 116 }, { "offset": 4136, "length": 161 }, { "offset": 4298, "length": 81 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=200e3a09-e1cb-44ea-8124-022de26c6ec3&verdictid=f4d07f5d-4cf0-4531-b98c-db1e10239059" }
201/2018 Útdráttur A krafðist viðurkenningar á skaðabótaskyldu Í vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir í vinnuslysi á Landspítala þegar sjúklingur lagðist af fullum þunga ofan á hana þar sem hún var á hækjum sér við að hjálpa honum í sokka. Í kjarasamningi, sem gildir um starf A, segir að bæta skuli starfsmanni líkams eða munatjón sem hann verður fyrir við að sinna einstaklingi sem að takmörkuðu eða engu leyti getur borið ábyrgð á gerðum sínum. Í dómi héraðsdóms, sem staðfestur var með vísan til forsendna, þótti A hafa sýnt fram á að hún hafi orðið fyrir líkamstjóni er hún var að störfum fyrir Í og að sjúkdómsástand sjúklingsins hafi átt þátt í því hvernig fór. Var bótaábyrgð Í á líkamstjóni A því viðurkennd. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Á-kk-nf H-kk-nf, H-kvk-nf Þ-kvk-nf og R-kvk-nf H-kvk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 16. febrúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 22. janúar 2018, í málinu nr. E[…]/2017. 2 Áfrýjandi krefst sýknu af öllum kröfum stefndu auk málskostnaðar fyrir héraðsdómi og fyrir Landsrétti. 3 Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 5 Áfrýjandi greiði stefndu 800.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, íslenska ríkið, greiði stefndu, A, 800.000 krónur í málskostnað.
a3d0afc4-0be5-4ae5-9ce8-87d19de29f84
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_201_2018", "publish_timestamp": "2018-11-16T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 698 }, { "offset": 721, "length": 17 }, { "offset": 740, "length": 93 }, { "offset": 835, "length": 30 }, { "offset": 867, "length": 138 }, { "offset": 1007, "length": 104 }, { "offset": 1113, "length": 85 }, { "offset": 1200, "length": 10 }, { "offset": 1212, "length": 68 }, { "offset": 1282, "length": 73 }, { "offset": 1357, "length": 8 }, { "offset": 1367, "length": 116 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 220 }, { "offset": 242, "length": 206 }, { "offset": 450, "length": 219 }, { "offset": 671, "length": 47 }, { "offset": 721, "length": 17 }, { "offset": 740, "length": 93 }, { "offset": 835, "length": 30 }, { "offset": 867, "length": 58 }, { "offset": 926, "length": 67 }, { "offset": 995, "length": 9 }, { "offset": 1007, "length": 104 }, { "offset": 1113, "length": 85 }, { "offset": 1200, "length": 10 }, { "offset": 1212, "length": 68 }, { "offset": 1282, "length": 73 }, { "offset": 1357, "length": 8 }, { "offset": 1367, "length": 40 }, { "offset": 1408, "length": 74 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=207c3587-de76-4a39-a454-f3b22af82516&verdictid=bb04c7ed-8daf-4326-8d23-588639a4e6ac" }
202/2018 Útdráttur X kærði úrskurð héraðsdóms þar sem viðeigandi fjarskiptafyrirtæki var gert að afhenda L tilgreindar upplýsingar um símanúmer og símtæki X á tilteknu tímabili. Þá var L heimiluð leit í hinu haldlagða símtæki. Þar sem leit L í símtæki X hefði þegar farið fram og L þegar fengið þær upplýsingar um símasamskipti X sem hinn kærði úrskurður heimilaði var málinu vísað frá Landsrétti á grundvelli 4. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir R-kvk-nf B-kvk-nf, S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf og V-kk-nf H. V-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 16. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 15. febrúar 2018, í málinu nr. R12/2018, þar sem sóknaraðila var heimilað að afla gagna um notkun á GSM síma með símanúmerinu [...], sem var í notkun og vörslum varnaraðila. Viðeigandi fjarskiptafyrirtæki skyldu láta sóknaraðila í té upplýsingar um hringd og móttekin símtöl auk upplýsinga um SMS samskipti og gagnanotkun. Þá var fjarskiptafyrirtækjum einnig gert að upplýsa um hvaða fjarskiptasendi viðkomandi símanúmer hafi tengst hverju sinni og hvert hafi verið IMEI númer símtækisins sem notað hafi verið. Það tímabil sem afla mátti upplýsinga um var frá 7. til 9. febrúar 2018. Þá var sóknaraðila heimiluð leit í hinu haldlagða símtæki í því skyni að afla gagna um samskipti sem síminn var nýttur til á sama tímabili. Kæruheimild er í ilið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að hinum kærða úrskurði verði markaður skemmri tími og að leit lögreglu í símtæki verði takmörkuð. Sóknaraðili krefst þess aðallega að kærunni verði vísað frá dómi en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Samkvæmt gögnum málsins hefur leit sóknaraðila í símtæki varnaraðila þegar farið fram og sóknaraðili fengið þær upplýsingar um símasamskipti varnaraðila sem hinn kærði úrskurður heimilaði. Samkvæmt þessu er ljóst að það ástand, sem leitt hefur af hinum kærða úrskurði, er þegar um garð gengið. Verður málinu því vísað frá Landsrétti, sbr. 4. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Landsrétti.
d4d63e57-a13b-4e6a-9c63-9a26e48278eb
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_202_2018", "publish_timestamp": "2018-02-23T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 445 }, { "offset": 468, "length": 21 }, { "offset": 491, "length": 118 }, { "offset": 611, "length": 976 }, { "offset": 1589, "length": 190 }, { "offset": 1781, "length": 118 }, { "offset": 1901, "length": 373 }, { "offset": 2276, "length": 13 }, { "offset": 2291, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 158 }, { "offset": 180, "length": 47 }, { "offset": 229, "length": 236 }, { "offset": 468, "length": 21 }, { "offset": 491, "length": 118 }, { "offset": 611, "length": 125 }, { "offset": 737, "length": 79 }, { "offset": 818, "length": 141 }, { "offset": 961, "length": 147 }, { "offset": 1110, "length": 186 }, { "offset": 1298, "length": 71 }, { "offset": 1371, "length": 138 }, { "offset": 1511, "length": 75 }, { "offset": 1589, "length": 190 }, { "offset": 1781, "length": 118 }, { "offset": 1901, "length": 188 }, { "offset": 2090, "length": 103 }, { "offset": 2195, "length": 78 }, { "offset": 2276, "length": 13 }, { "offset": 2291, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=776fa79c-62f4-4fc5-ae9c-dbacbee0978a&verdictid=fa68ac9f-96a4-459d-899a-80976f327a11" }
203/2018 Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu X um að L yrði gert að tryggja að skipaður verjandi X gæti sinnt starfsskyldum sínum samkvæmt 35. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála með því að tryggja að við skýrslutöku af X og við fyrirtökur fyrir dómi yrði heimilt að nota fjarfundarbúnað. Í úrskurði Landsréttar kom fram að krafa X beindist ekki að tiltekinni skýrslutöku hjá lögreglu eða fyrir dómi. Þá ætti krafan enga stoð í lögum nr. 88/2008. Með vísan til þessa og forsendna hins kærða úrskurðar að öðru leyti var hann staðfestur. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir R-kvk-nf B-kvk-nf, S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf og V-kk-nf H. V-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 16. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. febrúar 2018. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 15. febrúar 2018, í málinu nr. R[…], þar sem kröfu varnaraðila um að sóknaraðila verði gert að tryggja að skipaður verjandi hans geti sinnt starfsskyldum sínum samkvæmt 35. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála með því að tryggja að við skýrslutöku af varnaraðila og við fyrirtökur fyrir dómi verði heimilt að nota fjarfundarbúnað. Kæruheimild er í dlið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og breytt til samræmis við kröfu hans í héraði. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Krafa varnaraðila beinist ekki að tiltekinni skýrslutöku hjá lögreglu eða fyrir dómi. Krafan á enga stoð í lögum nr. 88/2008. Með vísan til þess og forsendna hins kærða úrskurðar að öðru leyti verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
a2660960-98ce-493b-8c9b-a543a5d150fa
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_203_2018", "publish_timestamp": "2018-02-23T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 552 }, { "offset": 575, "length": 21 }, { "offset": 598, "length": 118 }, { "offset": 718, "length": 567 }, { "offset": 1287, "length": 118 }, { "offset": 1407, "length": 54 }, { "offset": 1463, "length": 216 }, { "offset": 1681, "length": 13 }, { "offset": 1696, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 305 }, { "offset": 327, "length": 110 }, { "offset": 439, "length": 44 }, { "offset": 485, "length": 87 }, { "offset": 575, "length": 21 }, { "offset": 598, "length": 118 }, { "offset": 718, "length": 125 }, { "offset": 844, "length": 79 }, { "offset": 925, "length": 302 }, { "offset": 1229, "length": 55 }, { "offset": 1287, "length": 118 }, { "offset": 1407, "length": 54 }, { "offset": 1463, "length": 85 }, { "offset": 1549, "length": 38 }, { "offset": 1589, "length": 89 }, { "offset": 1681, "length": 13 }, { "offset": 1696, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=d6f9fadf-6187-4f5b-90f8-fd10a436c6f2&verdictid=aa9efa96-c8c4-4e5b-bc61-490714f90be6" }
205/2018 Útdráttur K auglýsti á árinu 2014 eftir tilboðum í leigu á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar í Kópavogsbæ. L gerði tilboð ásamt B ehf. Tilboð þess síðarnefnda var metið ógilt vegna annmarka á formi en tilboði L var hafnað þar sem það uppfyllti ekki kröfur í útboðslýsingu. L ehf. höfðaði mál á hendur K og krafðist skaðabóta vegna ákvörðunar K um að hafna tilboði L ehf. Landsréttur taldi að ákvörðun K um að hafna tilboði L ehf. hefði ekki verið stjórnvaldsákvörðun, heldur ákvörðun einkaréttarlegs eðlis. Lagt var til grundvallar að innkaupareglur K hefðu átt við um útboðið. Í ljósi þess að 17. gr. innkaupareglnanna gerði almennt ráð fyrir því að ekki yrði samið við bjóðanda sem væri með neikvætt eigið fé og að K hafði metið það svo að útskýringar L ehf. á eiginfjárstöðu hefðu ekki verið fullnægjandi yrði að leggja til grundvallar að ákvörðun K um að hafna tilboði L ehf. hefði verið byggð á málefnalegum forsendum. Var K sýknaður af kröfum L ehf. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir D-kk-nf Þ-kk-nf B-kk-nf, J-kk-nf S-kk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar með áfrýjunarstefnu 21. febrúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 12. febrúar 2018 í málinu nr. E1147/2015. 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 110.000.000 króna með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 13. maí 2014 til 1. janúar 2015 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst hann þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 81.500.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laganna frá 13. maí 2014 til 1. janúar 2015, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. þeirra frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Stefndi lagði fram í Landsrétti innkaupareglur Kópavogsbæjar 1. mars 2008 sem vísað er til í glið 3. mgr. greinar 0.1.3 og flið 1. mgr. greinar 0.2.2 í útboðs og útleigulýsingu Kópavogsbæjar frá marsmánuði 2014 um útleigu á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar bæjarins. 5 Á grundvelli útboðslýsingar stefnda gerði áfrýjandi tilboð 26. mars 2014 í útleigu á líkamsræktaraðstöðunni. Auk áfrýjanda gerði Gym heilsa ehf. tilboð í útleiguna. Kópavogsbær ákvað 8. maí 2014 að staðfesta ákvörðun framkvæmdarráðs bæjarins um að hafna báðum tilboðunum. Tilboð Gym heilsu ehf. var metið ógilt en tilboð áfrýjanda var ekki talið uppfylla kröfur útboðsskilmálum framlagningu endurskoðaðra ársreikninga. Í málinu er deilt um það hvort höfnun stefnda á tilboði áfrýjanda í leiguna hafi verið reist á málefnalegum grunni og hvort hún hafi verið í samræmi við útboðsskilmála og grunnreglur stjórnsýslu og útboðsréttar. 6 Samkvæmt útboðslýsingunni skyldi aðstaðan í sundlaugum stefnda leigð til átta ára með möguleika á fjögurra ára framlengingu. Í 2. mgr. greinar 0.1.3 í útboðslýsingunni kemur fram að fjárhagsstaða bjóðanda skuli vera það trygg að hann geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart leigusala. Þá kemur fram í alið 3. mgr. sömu greinar að bjóðendur skuli leggja fram ársreikninga fyrir árin 2012 og 2013 yfirfarna og endurskoðaða af endurskoðanda. Þá kemur fram í glið sömu málsgreinar að bjóðandi skuli gera grein fyrir viðskiptasögu sinni og að stefndi áskilji „sér rétt til að kanna viðskiptasögu bjóðanda, s.b.r. gr. 17 í innkaupareglum Kópavogsbæjar“. Samkvæmt flið 1. mgr. greinar 0.2.2 voru innkaupareglur Kópavogsbæjar hluti af útboðsskilmálum. Þá er mælt fyrir um það í grein 0.3.3 í útboðslýsingunni að leigusali áskilji sér rétt til að ganga ekki til samninga við bjóðanda sem ekki leggur fram þau fylgigögn sem krafist er með tilboðinu. Í niðurlagi sömu greinar er áskilið að bjóðendur skili inn öllum umbeðnum upplýsingum með tilboðum og áskilinn réttur til að hafna þeim tilboðum þar sem „verulega vantar á upplýsingar“. Í grein 0.3.7 í útboðslýsingunni er að finna almennan áskilnað um að leigusala sé einhliða heimilt að hafna öllum tilboðum og fella útboðið úr gildi. Þá er jafnframt tekið fram í greininni að hagstæðasta tilboðinu sem uppfyllir kröfur útboðsskilmála, að mati leigusala, verði tekið. 7 Tilboði áfrýjanda 26. mars 2014 í útleiguna fylgdu ýmis gögn um fjárhagslegt hæfi hans og greiðslugetu. Þar á meðal voru áskildar trygging frá banka, yfirlýsing frá banka um skilvísi áfrýjanda og staðfestingar opinberra aðila á því að áfrýjandi væri ekki í vanskilum með opinber gjöld og iðgjöld til lífeyrissjóða. 8 Í kjölfar þess að tilboð höfðu verið opnuð 26. mars 2014 fól stefndi verkfræðistofunni EFLU að leggja mat á þau. EFLA skilaði 28. mars 2014 minnisblaði og lagði til að stefndi fæli bæjarlögmanni að fara yfir bæði tilboðin með tilliti til innkaupareglna bæjarins, gildandi laga og reglugerða og úrskurða um hvort þau uppfylltu kröfur eða hvort rétt væri að kalla eftir frekari upplýsingum. 9 EFLA gerði þrjár athugasemdir við tilboð áfrýjanda. Í fyrsta lagi var tekið fram að ársreikningar félagsins sem fylgdu tilboðinu hafi ekki verið endurskoðaðir. Í öðru lagi var bent á að eigið fé áfrýjanda væri neikvætt samkvæmt ársreikningunum og því beint til stefnda að yfirfara tilboðið með tilliti til innkaupareglna bæjarins. Í þriðja lagi kom fram að verð árskorta samkvæmt tilboðinu tæki mið af því að eingöngu væri hægt að nýta þau í líkamsræktarstöðvum áfrýjanda í Kópavogi. 10 Með tölvupósti 27. mars 2014 til áfrýjanda óskaði bæjarlögmaður eftir tilteknum upplýsingum vegna skoðunar hans á neikvæðri eiginfjárstöðu í ársreikningum áfrýjanda. Fyrirspurnin var þríþætt og laut í fyrsta lagi að því hvort búið væri að endurreikna gengislán sem getið er um í skýrslu stjórnar með ársreikningi 2013, í öðru lagi að láni til hluthafa félagsins að fjárhæð 32 milljónir króna og í þriðja lagi að kröfuréttindum ALMC að fjárhæð 320 milljónir króna. Í niðurlagi tölvupóstsins tekur bæjarlögmaður fram að hann þurfi að fá svör við þessum atriðum áður en hann geti tekið afstöðu til þess hvort áfrýjandi uppfylli skilyrði 17. gr. innkaupareglna stefnda. Þann 29. mars 2014 óskaði bæjarlögmaður síðan eftir skýringum áfrýjanda á því af hverju framlagðir ársreikningar væru ekki endurskoðaðir. 11 Þessum erindum svaraði áfrýjandi með tölvupósti 1. apríl 2014. Þar vísaði hann til þess að gengislánið hefði verið endurreiknað hjá Landsbankanum í samræmi við skjal sem fylgdi póstinum og myndi eigið fé áfrýjanda því hækka um 230 milljónir króna. Skjalið bar þess hvorki merki að það stafaði frá Landsbankanum né var það áritað eða staðfest með öðrum hætti af bankanum. Þá er upplýst að lánið til hluthafans sé komið til vegna kaupa hans á sumarhúsi af félaginu og að það muni greiðast að fullu. Jafnframt koma fram í svarinu nokkrar útskýringar á kröfuréttindum sem keypt voru af ALMC og tekið fram að minnsta kosti hluti þeirra muni greiðast. Loks er vísað til þess að von sé á frekari endurreikningi lána vegna fjármögnunarleigusamninga frá SP fjármögnun. Tölvupóstinum fylgdu einnig endurskoðaðir ársreikningar áfrýjanda fyrir árin 2012 og 2013. Voru þeir sama efnis og ársreikningarnir sem fylgdu tilboði áfrýjanda 26. mars 2014 fyrir utan áritun endurskoðanda. Ársreikningurinn fyrir árið 2012 var endurskoðaður 6. nóvember 2013 en ársreikningurinn fyrir árið 2013 er áritaður af endurskoðanda 31. mars 2014. 12 Í minnisblaði bæjarlögmanns 29. mars 2014 til deildarstjóra framkvæmdadeildar stefnda um minnisblað EFLU er fjallað um athugasemdir sem gerðar voru við tilboðin. Þar kemur fram álit bæjarlögmannsins um að ekki hafi verið heimilt að taka við endurskoðuðum ársreikningum frá áfrýjanda eftir opnun tilboða þar sem það bryti gegn jafnræðissjónarmiðum. Var það niðurstaða bæjarlögmanns að tilboð áfrýjanda uppfyllti af þessum sökum ekki útboðskröfur um framlagningu gagna um fjárhagslegt hæfi áfrýjanda. Eins og áður er rakið var tilboði áfrýjanda í framhaldinu hafnað af bæjarráði. 13 Með bréfi 23. maí 2014 krafðist áfrýjandi rökstuðnings fyrir höfnuninni frá stefnda. Í rökstuðningi stefnda 25. júní 2014 kemur fram að höfnunin hafi aðallega byggst á því að endurskoðaðir ársreikningar fyrir árin 2012 og 2013 hafi ekki verið lagðir fram með tilboðinu og að ekki hafi verið gefnar viðhlítandi skýringar á því. Tilboðið hafi að þessu leyti ekki verið í samræmi við útboðsgögn. Þá kemur einnig fram í rökstuðningnum að gögnin hafi ekki sýnt fram á jákvætt eigið fé hjá áfrýjanda. Einnig kom fram í rökstuðningnum að það samræmdist ekki jafnræðissjónarmiðum að taka tillit til gagna sem hefðu borist of seint. Niðurstaða 14 Fallist er á það með héraðsdómi að ákvörðun stefnda um höfnun á tilboði áfrýjanda hafi ekki verið stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 heldur ákvörðun einkaréttarlegs eðlis. Þá eiga ákvæði þágildandi laga um opinber innkaup nr. 84/2007 ekki við um útboðið þar sem ákvörðunin fól ekki í sér fjárhagslegt endurgjald til þátttakenda í útboðinu. 15 Með útboðinu var stefndi að úthluta takmörkuðum gæðum til borgaranna sem fólust í rétti til að nýta húsnæði fyrir líkamsræktarstöðvar í sundlaugum bæjarins. Við þær kringumstæður gildir sú meginregla í íslenskum rétti að allir, sem uppfylla sanngjörn og eðlileg lágmarksskilyrði, skuli standa jafnt að vígi þegar til úthlutunarinnar kemur. Stjórnvöld eiga því að gæta jafnræðis við val á milli umsækjenda varðandi ákvarðanir um úthlutun slíkra gæða auk þess sem ákvörðunin verður að styðjast við málefnaleg sjónarmið, sbr. dóm Hæstaréttar 24. nóvember 2011 í máli nr. 162/2011. Þá ber stjórnvaldi almennt að gæta hagkvæmni við úthlutun slíkra gæða með því að taka því tilboði sem er hagstæðast. Þótt játa verði sveitarfélögum nokkurt svigrúm til mats við töku ákvarðana sem snúa að einkaréttarlegum málefnum í starfsemi þeirra verða þær að styðjast við grunnsjónarmið sem liggja að baki stjórnsýslureglum og reglum um opinber innkaup eftir því sem við á hverju sinni. 16 Í útboðsskilmálum er lögð áhersla á að fjárhagsleg staða bjóðanda sé það trygg að hann geti staðið við skuldbindingar sínar. Í þessu skyni var lagt fyrir bjóðendur að leggja fram bankatryggingar og ýmsar staðfestingar til stuðnings því að fjárhagsleg staða þeirra væri traust. Áfrýjandi uppfyllti þessi skilyrði útboðsskilmálanna að því undanskildu að ársreikningar sem hann lagði fram voru ekki endurskoðaðir og eigið fé hans var neikvætt samkvæmt þeim. Endurskoðaða ársreikninga lagði áfrýjandi ekki fram fyrr en stefndi vakti athygli hans á þeim annmarka á tilboðinu. Samkvæmt endurskoðuðum ársreikningum var eigið fé áfrýjanda neikvætt um 88 milljónir króna í árslok 2012 og 54 milljónir króna í árslok 2013. Í skýrslu stjórnar áfrýjanda með ársreikningi fyrir árið 2013 kemur fram að samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í mars 2014 skyldi Landsbankinn endurreikna erlent lán félagsins og að stjórnin telji að sá endurútreikningur ætti að lækka lánið um 250 milljónir króna. 17 Innkaupareglur Kópavogsbæjar voru hluti af útboðsgögnum. Þótt þær eigi almennt ekki við um viðskipti af þeim toga sem deilt er um í þessu máli verður að breyttu breytanda að leggja til grundvallar að þær hafi átt við um útboðið. Þá var sérstaklega vísað til 17. gr. innkaupareglnanna í ákvæði gliðar 3. mgr. greinar 0.1.3 í útboðsskilmálunum. Þar sem fram kemur að stefnda sé „óheimilt að gera samning við aðila, ef ársreikningur sýnir neikvæða eiginfjárstöðu, enda liggi frekari skýringar ekki fyrir“. 18 Fyrir liggur að 27. mars 2014 beindi stefndi fyrirspurn í þremur liðum til áfrýjanda um atriði sem hann taldi sig þurfa frekari upplýsingar um til þess að getað metið eigið fé áfrýjanda og fjárhagslega getu hans. Vísaði stefndi til ákvæða 17. gr. innkaupareglnanna þessu til stuðnings. Þótt áfrýjandi hafi svarað fyrirspurnum stefnda og sett fram útskýringar og skoðanir sínar á því að eigið fé félagsins væri í raun jákvætt lagði hann ekki fram formlegar staðfestingar á leiðréttingum lána eða gögn sem styddu það frekar að tilteknar kröfur myndu innheimtast. Þá liggur fyrir að endurskoðandi félagsins taldi í áritun 31. mars 2014 að ársreikningur félagsins fyrir árið 2013 með hinni neikvæðu eiginfjárstöðu gæfi glögga mynd af stöðu félagsins. 19 Í ljósi þess að 17. gr. innkaupareglnanna gerði almennt ráð fyrir því að ekki yrði samið við bjóðanda sem væri með neikvætt eigið fé og að stefndi hafði metið það svo að útskýringar áfrýjanda á eiginfjárstöðu hafi ekki verið fullnægjandi verður að leggja til grundvallar að ákvörðun stefnda um að hafna tilboði áfrýjanda hafi verið byggð á málefnalegum forsendum. 20 Að fenginni þessari niðurstöðu er ekki þörf á að taka afstöðu til þess hvort það hafi verið málefnalegt að hafna tilboði áfrýjanda á þeim forsendum að endurskoðaðir ársreikningar hafi ekki borist fyrr en að tilboðsfresti liðnum. 21 Með vísan til þess sem að framan greinir er niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest. 22 Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu fyrir Landsrétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður.
4a73e421-43c4-437f-8992-480ebbd912e6
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_205_2018", "publish_timestamp": "2018-11-16T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 946 }, { "offset": 969, "length": 17 }, { "offset": 988, "length": 105 }, { "offset": 1095, "length": 30 }, { "offset": 1127, "length": 158 }, { "offset": 1287, "length": 603 }, { "offset": 1892, "length": 84 }, { "offset": 1978, "length": 27 }, { "offset": 2007, "length": 270 }, { "offset": 2279, "length": 632 }, { "offset": 2913, "length": 1416 }, { "offset": 4331, "length": 707 }, { "offset": 5040, "length": 485 }, { "offset": 5527, "length": 806 }, { "offset": 6335, "length": 1118 }, { "offset": 7455, "length": 580 }, { "offset": 8037, "length": 626 }, { "offset": 8665, "length": 10 }, { "offset": 8677, "length": 382 }, { "offset": 9061, "length": 970 }, { "offset": 10033, "length": 986 }, { "offset": 11021, "length": 505 }, { "offset": 11528, "length": 749 }, { "offset": 12279, "length": 366 }, { "offset": 12647, "length": 231 }, { "offset": 12880, "length": 86 }, { "offset": 12968, "length": 74 }, { "offset": 13044, "length": 8 }, { "offset": 13054, "length": 40 }, { "offset": 13096, "length": 44 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 97 }, { "offset": 119, "length": 26 }, { "offset": 147, "length": 136 }, { "offset": 285, "length": 96 }, { "offset": 383, "length": 134 }, { "offset": 519, "length": 69 }, { "offset": 590, "length": 344 }, { "offset": 936, "length": 30 }, { "offset": 969, "length": 17 }, { "offset": 988, "length": 105 }, { "offset": 1095, "length": 30 }, { "offset": 1127, "length": 78 }, { "offset": 1206, "length": 66 }, { "offset": 1274, "length": 10 }, { "offset": 1287, "length": 291 }, { "offset": 1579, "length": 246 }, { "offset": 1827, "length": 62 }, { "offset": 1892, "length": 84 }, { "offset": 1978, "length": 27 }, { "offset": 2007, "length": 270 }, { "offset": 2279, "length": 110 }, { "offset": 2390, "length": 54 }, { "offset": 2446, "length": 105 }, { "offset": 2553, "length": 145 }, { "offset": 2700, "length": 210 }, { "offset": 2913, "length": 126 }, { "offset": 3040, "length": 164 }, { "offset": 3206, "length": 152 }, { "offset": 3360, "length": 207 }, { "offset": 3569, "length": 94 }, { "offset": 3665, "length": 194 }, { "offset": 3861, "length": 184 }, { "offset": 4047, "length": 148 }, { "offset": 4197, "length": 131 }, { "offset": 4331, "length": 105 }, { "offset": 4437, "length": 209 }, { "offset": 4648, "length": 113 }, { "offset": 4763, "length": 274 }, { "offset": 5040, "length": 53 }, { "offset": 5094, "length": 106 }, { "offset": 5202, "length": 169 }, { "offset": 5373, "length": 151 }, { "offset": 5527, "length": 168 }, { "offset": 5696, "length": 296 }, { "offset": 5994, "length": 200 }, { "offset": 6196, "length": 136 }, { "offset": 6335, "length": 65 }, { "offset": 6401, "length": 183 }, { "offset": 6586, "length": 121 }, { "offset": 6709, "length": 124 }, { "offset": 6835, "length": 147 }, { "offset": 6984, "length": 112 }, { "offset": 7098, "length": 89 }, { "offset": 7189, "length": 115 }, { "offset": 7306, "length": 146 }, { "offset": 7455, "length": 164 }, { "offset": 7620, "length": 184 }, { "offset": 7806, "length": 149 }, { "offset": 7957, "length": 77 }, { "offset": 8037, "length": 87 }, { "offset": 8125, "length": 240 }, { "offset": 8367, "length": 64 }, { "offset": 8433, "length": 100 }, { "offset": 8535, "length": 127 }, { "offset": 8665, "length": 10 }, { "offset": 8677, "length": 214 }, { "offset": 8892, "length": 166 }, { "offset": 9061, "length": 159 }, { "offset": 9221, "length": 181 }, { "offset": 9404, "length": 236 }, { "offset": 9642, "length": 115 }, { "offset": 9759, "length": 271 }, { "offset": 10033, "length": 127 }, { "offset": 10161, "length": 150 }, { "offset": 10313, "length": 176 }, { "offset": 10491, "length": 114 }, { "offset": 10607, "length": 140 }, { "offset": 10749, "length": 269 }, { "offset": 11021, "length": 59 }, { "offset": 11081, "length": 170 }, { "offset": 11253, "length": 112 }, { "offset": 11367, "length": 158 }, { "offset": 11528, "length": 215 }, { "offset": 11744, "length": 71 }, { "offset": 11817, "length": 273 }, { "offset": 12092, "length": 184 }, { "offset": 12279, "length": 366 }, { "offset": 12647, "length": 231 }, { "offset": 12880, "length": 86 }, { "offset": 12968, "length": 74 }, { "offset": 13044, "length": 8 }, { "offset": 13054, "length": 40 }, { "offset": 13096, "length": 44 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=11e13375-1668-4bd4-8ff9-af3825f7da90&verdictid=b7c2cc0b-f455-453f-bc71-8a2b7880ab06" }
207/2018 Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem staðfest var kyrrsetning sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á 100% eignarhluta X í A ehf., en kyrrsetning sýslumanns að öðru leyti felld úr gildi. Í úrskurði Landsréttar var vísað til þess að X væri grunaður um brot á 109. gr. laga nr. 90/2003 og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa fengið greiðslur frá aflandsfélagi inn á bankareikning í sinni eigu og vantalið tekjur í skattframtölum um tiltekna fjárhæð. Einnig væri A ehf. grunað um brot á sömu lagaákvæðum með því að hafa vantalið tekjur á árunum 20112016 um tiltekna fjárhæð. Landsréttur benti á að kröfur sóknaraðila á hendur varnaraðila og A ehf. vegna skattrannsóknarinnar væru mjög háar þegar tekið væri mið af ætluðu verðmæti þekktra eigna varnaraðila og eigin fjár félagsins. Þá hefðu breytingar orðið á eignum varnaraðila sem hann hefði ekki að fullu gefið trúverðugar skýringar á. Varnaraðili hefði að auki ekki upplýst um aðrar eignir sem hann kynni að eiga og gætu staðið til tryggingar greiðslu. Að þessu gættu taldi Landsréttur fullnægt því skilyrði 6. mgr. 113. gr. laga nr. 90/2003 að hætta væri á undanskoti eigna. Landsréttur rakti að næði krafa tollstjóra um innheimtu á tiltekinni fjárhæð hjá A ehf. fram að ganga myndi hún þurrka út eigið fé félagsins og við þær aðstæður væri virði hlutabréfa félagsins lítið, ef þá nokkurt. Með vísan til alls þessa staðfesti Landsréttur kyrrsetningu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í eignum varnaraðila. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kvk-nf E-kvk-nf, J-kk-nf S-kk-nf og K-kvk-nf S-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 19. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt hluta af kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Endanleg gögn kærumálsins bárust réttinum 28. febrúar 2018. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. febrúar 2018, í málinu nr. K[…]/2018, þar sem staðfest var kyrrsetning sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á 100% eignarhluta sóknaraðila í A ehf. en að öðru leyti fallist á kröfu varnaraðila um að kyrrsetning sýslumanns yrði felld úr gildi. Kæruheimild er í klið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði felldur úr gildi og að kyrrsetningargerð sýslumannsins nr. […] á höfuðborgarsvæðinu verði staðfest að öllu leyti. 2 Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdóms til Landsréttar fyrir sitt leyti 19. febrúar 2018. Varnaraðili krefst þess að kæru tollstjóra verði vísað frá Landsrétti og þess að hinn kærði úrskurður um staðfestingu á kyrrsetningu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á 100% eignarhluta sóknaraðila í A ehf. verði felldur úr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir héraðsdómi og kærumálskostnaðar. Málsatvik 3 Í hinum kærða úrskurði kemur fram að skattrannsóknarstjóri hefur til rannsóknar ætluð stórfelld brot varnaraðila í tengslum við rekstur fyrirtækis hans A ehf. Rannsókn málsins er á frumstigi og ljóst að hún er umfangsmikil. Grunur leikur á að varnaraðili hafi brotið gegn 109. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og geta ætluð brot varðað allt að sex ára fangelsi. Í rannsóknargögnum málsins kemur fram að rannsóknin lýtur að því að varnaraðili hafi fengið greiðslur frá aflandsfélagi, sem hann er talinn vera í eignar og stjórnunartengslum við, inn á bankareikning í eigu varnaraðila hjá banka í Lúxemborg. Telur sóknaraðili að tekjur varnaraðila í skattframtölum, fyrir tekjuárin 2011, 2013 og 2016, séu vantaldar um 236.850.925 krónur og að ætluð brot varnaraðila teljist meiri háttar. Áætlar sóknaraðili að sektar og skattfjárhæð vegna þessara brota geti numið 326.800.000 krónum. 4 Varnaraðili hefur ekki andmælt því að hafa fengið framangreindar greiðslur inn á bankareikning sem er í hans eigu. Hann hefur heldur ekki gefið skýringar á því hvernig þær eru tilkomnar. 5 Í tengslum við framangreinda rannsókn lagði héraðssaksóknari 22. desember 2017 hald á bankainnstæðu varnaraðila að fjárhæð 27.000.000 króna, sbr. úrskurð Landsréttar í máli nr. 200/2018 sem kveðinn var upp 28. febrúar 2018. 6 Í gögnum málsins kemur fram að skattrannsóknarstjóri hefur einnig til rannsóknar ætlað brot A ehf. gegn 109. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Sóknaraðili telur að rökstuddur grunur sé um að A ehf. hafi vantalið tekjur á árunum 20112016 um 1.275.115.886 krónur sbr. úrskurð Landréttar í máli nr. 199/2018 frá 28. febrúar 2018 og að vangoldinn skattur vegna þess nemi að minnsta kosti 430.000.000 króna. Telur sóknaraðili brotin vera meiri háttar og að sektargreiðslur vegna ætlaðra brota geti numið 870.000.000 króna. 7 Fyrir liggur að héraðssaksóknari hefur vegna framangreindrar rannsóknar lagt hald á innstæður á bankareikningum A ehf. sem eru að jafnvirði 153.348.202 krónur, sbr. úrskurð Landsréttar í máli nr. 199/2018. Þá kemur fram í gögnum málsins að 25. janúar 2018 kyrrsetti sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu bankainnstæður og ökutæki hjá A ehf. að verðmæti 82.752.040 krónur vegna kröfu sóknaraðila vegna væntanlegrar skattabreytingar og sektar að fjárhæð 1.300.000.000 króna, sbr. kyrrsetningargerð nr. […]. Gerðinni var lokið með árangurslausri kyrrsetningu að hluta. 8 Hinn 22. desember 2017 krafðist sóknaraðili kyrrsetningar á eignum varnaraðila til tryggingar kröfu að fjárhæð 326.800.000 krónur vegna væntanlegrar skattbreytingar og sektar. Krafan var gerð með vísan til 6. og 7. mgr. 113. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt vegna ætlaðra brota varnaraðila gegn 109. gr. sömu laga og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Forsenda beiðninnar var ætluð hætta á undanskoti eigna. Hinn 28. desember 2017 kyrrsetti sýslumaður tvær fasteignir, bankainnstæðu, eignarhlut í einkahlutafélagi og kröfur samkvæmt kaupsamningi um fasteign eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði, sbr. kyrrsetningargerð nr. […]. 9 Varnaraðili telur verðmæti eigna sem voru kyrrsettar hjá honum 28. desember 2017 vera 666.041.307 krónur og þar af sé verðmæti hlutabréfa í A ehf. hið sama og virði eigin fjár félagsins miðað við ársreikning fyrir árið 2016 eða 520.715.055 krónur. 10 Í hinum kærða úrskurði er staðfest kyrrsetning í 100% eignarhluta varnaraðila í A ehf. en kyrrsetningu hafnað í öðrum eignum á þeim grundvelli að virði hlutabréfanna sé nægjanlegt til þess að tryggja kröfu að fjárhæð 326.800.000 krónur. Niðurstaða Landsréttar 11 Áður er rakið að heimild til að kæra úrskurð héraðsdóms um kyrrsetningu er í klið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Sú heimild er ekki takmörkuð við endurskoðun á úrskurði héraðsdóms um kyrrsetningu hlutabréfanna heldur nær hún einnig til úrskurðar um höfnun á kyrrsetningu á öðrum eignum. Kröfu varnaraðila um frávísun á kröfu sóknaraðila er því hafnað. 12 Kyrrsetning samkvæmt 6. og 7. mgr. 113. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt er þvingunaraðgerð í þágu meðferðar sakamáls og hefur það markmið að tryggja fjármuni til greiðslu sektar, sakarkostnaðar og upptöku ávinnings, sem aflað hefur verið með broti. Skilyrði kyrrsetningar samkvæmt ákvæðinu er að hætta þyki á að eignum verði skotið undan eða þær glatist eða rýrni að mun. 13 Að framan er rakið að sóknaraðili telur að kröfur á varnaraðila og fyrirtæki hans, A ehf., vegna skattrannsóknarinnar geti numið um 1.626.800.000 krónum, sem skiptist þannig að kröfur á varnaraðila nemi 326.800.000 krónum og kröfur á A ehf. nemi 1.300.000.000 króna. Ljóst er að ef þessar kröfur ná fram að ganga breyta þær verulega efnahag varnaraðila og A ehf. 14 Þegar tekin eru saman verðmæti eigna varnaraðila sem hafa verið haldlagðar og kyrrsettar, fyrir utan eignarhluta hans í A ehf., nemur verðmæti þeirra samkvæmt áætlun varnaraðila 172.326.252 krónum. 15 Sóknaraðili byggir málatilbúnað sinn á því að eignabreytingar hjá varnaraðila á undanförnum misserum gefi tilefni til að ætla að hætta sé á undanskoti eigna. Hins vegar byggir varnaraðili á því í greinargerð sinni að hann hafi gefið trúverðugar skýringar á þeim eignabreytingum sem átt hafi sér stað á undangengum misserum vegna sölu á bifreið og fasteignum að […] og […]. Fallast má á með varnaraðila að sjónarmið sóknaraðila um sölu á bifreið og fasteign að […] styðji ekki sérstaklega sjónarmið sóknaraðila um hættu á undanskoti eigna. 16 Varnaraðili byggir á því að hann hafi selt fasteign að […], sem hann búi í, og keypt í hennar stað fasteign að […], sem hann ætli að búa í þegar […] hafi verið afhent kaupanda. Þá hefur komið fram hjá varnaraðila að þær 60.000.000 króna sem hafi farið út af bankareikningi hans 20. desember 2017, eða tveimur dögum áður en haldlagning héraðssaksóknara fór fram, hafi verið greiðsla til félagsins B ehf. vegna kaupa á fasteigninni að […]. Þessi viðskipti séu eðlileg og bendi ekki til hættu á undanskoti eigna. 17 Í afsali, sem liggur frammi í málinu og dagsett er 14. desember 2017, kemur fram að fasteigninni að […] hafi verið afsalað frá B ehf. til varnaraðila. Skjal þetta er móttekið til þinglýsingar 21. desember 2017. Í afsalinu kemur fram að kaupverðið sé að fullu greitt og að það byggi á kaupsamningi frá 26. apríl 2017. Sú skýring varnaraðila að 60.000.000 króna hafi verið notaðar til að greiða kaupverð […] er ekki í samræmi við yfirlýsingu í afsali um að kaupverðið hafi verið að fullu greitt 14. desember 2017. Varnaraðili skrifaði undir afsalið bæði sem kaupandi og fyrir hönd seljanda. 18 Sóknaraðili hefur lagt fram í Landsrétti veðbandayfirlit fyrir […], Garðabæ, dagsett 19. febrúar 2018. Í því kemur fram í athugasemd að þinglýstur eigandi fasteignarinnar nú sé B ehf. á grundvelli skjals um riftun afsals. Varnaraðili heldur því fram að kyrrsetning sóknaraðila, sem fór fram 28. desember 2017, hafi leitt til verulegra vanefnda á kaupsamningi hans við B ehf. um […]. Varnaraðili hefur ekki gert grein fyrir því í hverju vanefndirnar hafi verið fólgnar í ljósi þess að í afsalinu, sem dagsett er 14. desember 2017, er fullyrt að kaupverðið hafi verið greitt. Þá kveður varnaraðili 60.000.000 króna hafa verið greiddar félaginu B ehf. eftir framangreinda yfirlýsingu í afsalinu. 19 Varnaraðili hefur í málatilbúnaði sínum ekki gert grein fyrir því að hann eigi nú aðrar eignir en þær sem voru haldlagðar eða kyrrsettar. Þá hefur hann ekki gert neina grein fyrir því uppgjöri, sem fullyrt er að hafi farið fram við riftun á afsalinu um […]. Varnaraðila hefði verið í lófa lagið að gera skýra grein fyrir því hvernig í þeim viðskiptum lá og uppgjöri á þeim. 20 Við mat á því hvort uppfyllt séu skilyrði kyrrsetningar, um að hætta þyki á að eignum verði ella skotið undan eða þær glatist eða rýrni að mun, ber einkum að líta til eðlis peningaeigna sem unnt er að færa af bankareikningum á skömmum tíma, fjárhæða krafna sem liggja að baki kyrrsetningu og eignastöðu þess sem þola þarf kyrrsetninguna, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands 26. febrúar 2010 í máli nr. 73/2010. 21 Að framan er rakið að kröfur á hendur varnaraðila og félagi hans A ehf. eru mjög háar þegar tekið er mið af ætluðu verðmæti þekktra eigna varnaraðila og eigin fjár félagsins. Þá liggur fyrir í málinu að breytingar hafa orðið á eignum varnaraðila á undangengnum mánuðum, sem varnaraðili hefur ekki að fullu gefið trúverðugar skýringar á. Varnaraðili hefur að auki ekki upplýst um aðrar eignir sem hann kann að eiga og þannig sýnt fram á að hann gæti greitt þær skuldir sem á hann gætu fallið vegna rannsóknar skattrannsóknarstjóra. 22 Að þessu gættu þykir því fullnægt skilyrðum 6. mgr. 113. gr. laga nr. 90/2003 fyrir lögmæti kyrrsetningargerðar sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 28. desember 2017 um að hætta sé á undanskoti eigna og verður hinn kærði úrskurður staðfestur að því leyti. 23 Í hinum kærða úrskurði er komist að þeirri niðurstöðu að hlutabréfin í A ehf. séu fullnægjandi trygging fyrir kröfum tollstjóra. Fyrir liggur að kyrrsetning, sem fór fram á eignum A ehf. 25. janúar 2018, lauk að hluta til með árangursleysi. Ekki liggja fyrir upplýsingar í málinu um að óskað hafi verið eftir endurupptöku á þeirri gerð svo að félagið gæti bent á frekari eignir til kyrrsetningar þannig að kyrrsetningunni hefði ekki þurft að ljúka að hluta með árangursleysi. Fyrir liggur að ef krafa tollstjóra um innheimtu á 1.300.000.000 króna hjá félaginu nær fram að ganga mun hún þurrka út eigið fé félagsins, sem nam 520.715.055 krónum samkvæmt ársreikningi 2016. Við þær aðstæður er líklegt að virði hlutabréfa félagsins sé lítið, ef þá nokkurt. Í öllu falli er virði þeirra óvíst. Varnaraðili hefur ekki óskað eftir endurupptöku á kyrrsetningargerðinni, sem fór fram hjá honum, í því skyni að láta meta virði hlutabréfanna, sbr. 15. og 22. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl., sbr. og ákvæði 38. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. 24 Með vísan til þess sem að fram er rakið ber að hafna kröfu varnaraðila um niðurfellingu kyrrsetningarinnar og staðfesta kyrrsetningu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 28. desember 2017 í eignum varnaraðila. 25 Með vísan til 38. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 1. mgr. 234. gr. og 1. mgr. 235. gr. sömu laga, kemur krafa varnaraðila um málskostnað fyrir héraðsdómi ekki til álita. Kærumálskostnaður verður ekki úrskurðaður, sbr. 3. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008.
23504d42-8957-415a-bb64-ebe2c1528eea
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_207_2018", "publish_timestamp": "2018-03-08T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 1477 }, { "offset": 1500, "length": 21 }, { "offset": 1523, "length": 109 }, { "offset": 1634, "length": 30 }, { "offset": 1666, "length": 729 }, { "offset": 2397, "length": 389 }, { "offset": 2788, "length": 9 }, { "offset": 2799, "length": 940 }, { "offset": 3741, "length": 188 }, { "offset": 3931, "length": 225 }, { "offset": 4158, "length": 576 }, { "offset": 4736, "length": 564 }, { "offset": 5302, "length": 657 }, { "offset": 5961, "length": 249 }, { "offset": 6212, "length": 239 }, { "offset": 6453, "length": 22 }, { "offset": 6477, "length": 378 }, { "offset": 6857, "length": 377 }, { "offset": 7236, "length": 566 }, { "offset": 7804, "length": 541 }, { "offset": 8347, "length": 512 }, { "offset": 8861, "length": 591 }, { "offset": 9454, "length": 695 }, { "offset": 10151, "length": 783 }, { "offset": 10936, "length": 533 }, { "offset": 11471, "length": 257 }, { "offset": 11730, "length": 1054 }, { "offset": 12786, "length": 210 }, { "offset": 12998, "length": 250 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 186 }, { "offset": 208, "length": 279 }, { "offset": 489, "length": 122 }, { "offset": 613, "length": 204 }, { "offset": 819, "length": 105 }, { "offset": 926, "length": 116 }, { "offset": 1044, "length": 121 }, { "offset": 1167, "length": 213 }, { "offset": 1382, "length": 115 }, { "offset": 1500, "length": 21 }, { "offset": 1523, "length": 109 }, { "offset": 1634, "length": 30 }, { "offset": 1666, "length": 136 }, { "offset": 1803, "length": 58 }, { "offset": 1863, "length": 72 }, { "offset": 1937, "length": 212 }, { "offset": 2151, "length": 75 }, { "offset": 2228, "length": 166 }, { "offset": 2397, "length": 89 }, { "offset": 2487, "length": 230 }, { "offset": 2719, "length": 66 }, { "offset": 2788, "length": 9 }, { "offset": 2799, "length": 160 }, { "offset": 2960, "length": 63 }, { "offset": 3025, "length": 193 }, { "offset": 3220, "length": 241 }, { "offset": 3463, "length": 179 }, { "offset": 3644, "length": 94 }, { "offset": 3741, "length": 116 }, { "offset": 3858, "length": 70 }, { "offset": 3931, "length": 225 }, { "offset": 4158, "length": 201 }, { "offset": 4360, "length": 258 }, { "offset": 4620, "length": 113 }, { "offset": 4736, "length": 207 }, { "offset": 4944, "length": 294 }, { "offset": 5240, "length": 59 }, { "offset": 5302, "length": 177 }, { "offset": 5480, "length": 194 }, { "offset": 5676, "length": 54 }, { "offset": 5732, "length": 226 }, { "offset": 5961, "length": 249 }, { "offset": 6212, "length": 239 }, { "offset": 6453, "length": 22 }, { "offset": 6477, "length": 139 }, { "offset": 6617, "length": 172 }, { "offset": 6791, "length": 63 }, { "offset": 6857, "length": 254 }, { "offset": 7112, "length": 121 }, { "offset": 7236, "length": 269 }, { "offset": 7506, "length": 295 }, { "offset": 7804, "length": 160 }, { "offset": 7965, "length": 213 }, { "offset": 8180, "length": 164 }, { "offset": 8347, "length": 179 }, { "offset": 8527, "length": 259 }, { "offset": 8788, "length": 70 }, { "offset": 8861, "length": 153 }, { "offset": 9015, "length": 58 }, { "offset": 9075, "length": 104 }, { "offset": 9181, "length": 193 }, { "offset": 9376, "length": 75 }, { "offset": 9454, "length": 105 }, { "offset": 9560, "length": 117 }, { "offset": 9679, "length": 159 }, { "offset": 9840, "length": 189 }, { "offset": 10031, "length": 117 }, { "offset": 10151, "length": 140 }, { "offset": 10292, "length": 118 }, { "offset": 10412, "length": 114 }, { "offset": 10528, "length": 405 }, { "offset": 10936, "length": 177 }, { "offset": 11114, "length": 160 }, { "offset": 11276, "length": 192 }, { "offset": 11471, "length": 257 }, { "offset": 11730, "length": 131 }, { "offset": 11862, "length": 110 }, { "offset": 11974, "length": 233 }, { "offset": 12209, "length": 193 }, { "offset": 12404, "length": 81 }, { "offset": 12487, "length": 34 }, { "offset": 12523, "length": 260 }, { "offset": 12786, "length": 210 }, { "offset": 12998, "length": 167 }, { "offset": 13166, "length": 81 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=bce38eb2-9783-4431-9a46-907657579885&verdictid=62fe5a7c-a32d-41f0-82e5-21ad3d55f245" }
208/2018 Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir K-kvk-nf S-kvk-nf, R-kvk-nf B-kvk-nf og S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 19. febrúar 2018 en kærumálsgögn bárust réttinum 22. mars sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. febrúar 2018, í málinu nr. A614/2017, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að sóknaraðili yrði með beinni aðfarargerð borin út úr húsnæði varnaraðila að Hjallavegi 28 í Reykjavík, fastanúmer 2017735 og 2017736, ásamt öllu því sem henni tilheyrði. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hún kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Sóknaraðili greiði varnaraðila kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
613e61eb-5567-4627-8280-baf978ddd618
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_208_2018", "publish_timestamp": "2018-03-26T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 21 }, { "offset": 33, "length": 117 }, { "offset": 152, "length": 30 }, { "offset": 184, "length": 477 }, { "offset": 663, "length": 106 }, { "offset": 771, "length": 77 }, { "offset": 850, "length": 10 }, { "offset": 862, "length": 70 }, { "offset": 934, "length": 81 }, { "offset": 1017, "length": 13 }, { "offset": 1032, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 21 }, { "offset": 33, "length": 117 }, { "offset": 152, "length": 30 }, { "offset": 184, "length": 118 }, { "offset": 303, "length": 71 }, { "offset": 376, "length": 224 }, { "offset": 602, "length": 58 }, { "offset": 663, "length": 73 }, { "offset": 737, "length": 31 }, { "offset": 771, "length": 77 }, { "offset": 850, "length": 10 }, { "offset": 862, "length": 70 }, { "offset": 934, "length": 81 }, { "offset": 1017, "length": 13 }, { "offset": 1032, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=3c097f5a-772f-4171-b30b-3dee82fd2b71&verdictid=348ea0f0-9e5e-4104-9701-f24b867bdf0f" }
209/2018 Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu B og C ehf. um að A yrði gert að setja málskostnaðartryggingu í máli sem hún höfðaði gegn þeim til ómerkingar ummæla, heimtu miskabóta og kostunar birtingar dómsins. Þrátt fyrir að sýnt þætti að A væri ófær um greiðslu málskostnaðar, yrði hún dæmd til greiðslu hans, var talið að það færi í bága við 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar yrði það gert að skilyrði fyrir því að hún fengi úrlausn um kröfur sínar fyrir dómstólum, að hún legði fram málskostnaðartryggingu. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir J-kk-nf F-kk-nf, O-kvk-nf M-kvk-nf A-kvk-nf og R-kvk-nf B-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 19. febrúar 2018 en kærumálsgögn bárust réttinum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. febrúar 2018 í málinu nr. E[…]/2017 þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að sóknaraðila yrði gert að setja 1.500.000 króna tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar í máli sínu á hendur þeim. Kæruheimild er í olið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að kröfu um málskostnaðartryggingu verði hafnað en til vara að fjárhæð málskostnaðartryggingar verði lækkuð og að gefinn verði rúmur tími til að leggja hana fram. Þá krefst hún málskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Niðurstaða Landsréttar 4 Í blið 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991 er þeim sem stefnt er til að þola dóm heimilað að krefjast þess að stefnandi leggi fram tryggingu ef leiddar eru líkur að því að stefnandi verði ófær um að greiða málskostnað sem hann kann að verða dæmdur til. Af orðum greinargerðar með frumvarpi er varð að lögum nr. 91/1991 má ráða að löggjafinn hafi hér fyrst og fremst haft í huga þau tilvik þegar aðili er nauðbeygður til að taka til varna gegn tilefnislausri eða tilgangslítilli málssókn og verður fyrir útgjöldum af vörnum sínum, þótt fyrir fram sé sýnt að útilokað sé að stefnandi muni geta greitt honum þann málskostnað, sem hann verði fyrirsjáanlega dæmdur til. 5 Skýra verður ákvæði 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991 með hliðsjón af 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. dóm Hæstaréttar frá 2. júní 2015 í máli nr. 340/2015. Þá ber einnig að líta til 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Við beitingu þess ákvæðis fer fram heildstætt mat á því hvort krafa um málskostnaðartryggingu takmarki um of rétt manna til að bera mál undir dómstóla en í því sambandi getur meðal annars haft þýðingu hvort samhliða er metið hvort málsóknin sé tilefnislaus eða tilgangslítil, sbr. til dæmis dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli T-x-x M-x-x gegn Bretlandi frá 13. júlí 1995. 6 Sóknaraðili höfðaði mál þetta í héraði og gerði þar meðal annars kröfur um ómerkingu ummæla og greiðslu miskabóta vegna frásagnar stefndu af dómsmáli fyrir dómstólum í […]. Varnaraðilar hafa sýnt nægilega fram á að líklegt sé að sóknaraðili muni ekki verða fær um greiðslu málskostnaðar sem hún kann að verða dæmd til að greiða, en málsókn hennar verður ekki talin tilefnislaus. Krafa um að sóknaraðili leggi fram málskostnaðartryggingu í þessu máli þykir því takmarka um of rétt hennar til að fá leyst úr kröfum sínum fyrir dómstólum, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. 7 Varnaraðilum verður gert að greiða sóknaraðila 300.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Varnaraðilar, B og C ehf., greiði sóknaraðila, A, óskipt 300.000 krónur í kærumálskostnað.
479660c1-b905-46d2-a23f-8fd99de04b52
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_209_2018", "publish_timestamp": "2018-03-09T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 573 }, { "offset": 596, "length": 21 }, { "offset": 619, "length": 118 }, { "offset": 739, "length": 30 }, { "offset": 771, "length": 437 }, { "offset": 1210, "length": 276 }, { "offset": 1488, "length": 77 }, { "offset": 1567, "length": 22 }, { "offset": 1591, "length": 664 }, { "offset": 2257, "length": 634 }, { "offset": 2893, "length": 628 }, { "offset": 3523, "length": 82 }, { "offset": 3607, "length": 13 }, { "offset": 3622, "length": 41 }, { "offset": 3665, "length": 90 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 225 }, { "offset": 247, "length": 299 }, { "offset": 548, "length": 45 }, { "offset": 596, "length": 21 }, { "offset": 619, "length": 118 }, { "offset": 739, "length": 30 }, { "offset": 771, "length": 118 }, { "offset": 890, "length": 70 }, { "offset": 962, "length": 167 }, { "offset": 1131, "length": 76 }, { "offset": 1210, "length": 247 }, { "offset": 1458, "length": 27 }, { "offset": 1488, "length": 77 }, { "offset": 1567, "length": 22 }, { "offset": 1591, "length": 252 }, { "offset": 1844, "length": 410 }, { "offset": 2257, "length": 166 }, { "offset": 2424, "length": 90 }, { "offset": 2516, "length": 374 }, { "offset": 2893, "length": 174 }, { "offset": 3068, "length": 204 }, { "offset": 3274, "length": 196 }, { "offset": 3472, "length": 48 }, { "offset": 3523, "length": 82 }, { "offset": 3607, "length": 13 }, { "offset": 3622, "length": 41 }, { "offset": 3665, "length": 90 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=cd379392-558c-421e-beb2-1e31d38265cf&verdictid=af6b8ddd-59c9-4f4b-99fe-f104196b88e4" }
20/2018 Útdráttur X var sakfelldur fyrir brot gegn 217. gr. og 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa ekið bifreið á aðra kyrrstæða á allt að 40 kílómetra hraða á klukkustund með þeim afleiðingum að ökumaður þeirrar bifreiðar slasaðist og lífi og heilsu hennar og farþega bifreiðarinnar var stofnað í augljósan háska. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að X hefði verið í mikilli geðshræringu umrætt sinn og ekki yrði talið að hann hafi haft sterk áform um að valda brotaþolum ótta um líf sitt eða þann ásetning að valda þeim skaða. Var refsing X ákveðin fangelsi í 45 daga en fullnustu hennar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir I-kvk-nf E-kvk-nf og J-kk-nf F-kk-nf og dr. H-kk-nf S-kk-nf umferðarverkfræðingur. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar Íslands 25. apríl 2017 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Gögn málsins bárust Landsrétti 2. janúar 2018 en samkvæmt 1. mgr. 78. gr. laga nr. 49/2016, sbr. 76. gr. laga nr. 117/2016 og 4. gr. laga nr. 53/2017, hefur málið verið rekið fyrir Landsrétti frá þeim tíma. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 31. mars 2017 í málinu nr. S204/2016. 2 Ákærði krefst aðallega sýknu, til vara að honum verði ekki gerð refsing, en til þrautavara að refsing verði milduð. 3 Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að refsing ákærða verði þyngd. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Atvikum er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Ákærða er gefin að sök líkamsárás og hættubrot með því að hafa ekið bifreið sinni á kyrrstæða bifreið, þar sem eiginkona hans og nafngreindur maður sátu. Í ákæru er háttsemi ákærða talin varða við 217. gr. og 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 5 Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi hefur ákærði neitað að hafa ekið á bifreiðina af ásetningi. Ákærði kom fyrir Landsrétt. Staðfesti hann framburð sem hann hafði gefið fyrir héraðsdómi og gaf viðbótarskýrslu. Ákærði hefur allt frá því að hann gaf skýrslu hjá lögreglu daginn eftir atvikið verið staðfastur í þeirri frásögn sinni að ákeyrslan hafi verið óhapp. Hann hafi ætlað að stöðva bifreið sína aftan við hina bifreiðina með því að taka í handbremsu hennar og koma eiginkonu sinni og hinum nafngreinda manni á óvart. Hann hafi misst stjórn á bifreiðinni þegar handbremsan slitnaði upp og samtímis hafi stýrið gengið til hliðar. Það hafi ekki verið ætlun sín að meiða einhvern. 6 E prófessor gerði skýrslu um ökuhraða bifreiðar ákærða. Byggði hann á tæknirannsókn á báðum bifreiðunum sem unnin hafði verið að tilhlutan lögreglu, svo og ljósmyndum af vettvangi og uppdráttum sem lögreglan hafði gert. Gerð er grein fyrir skýrslunni í hinum áfrýjaða dómi. Þar er talið að hraðinn hafi verið 37 km/klst., ekki minni en 34 km/klst. og ekki meiri en 40 km/klst. E kom fyrir Landsrétt og staðfesti skýrslu sína og framburð sem hann hafði gefið fyrir héraðsdómi. Í skýrslu hans fyrir Landsrétti kom fram að ákærði hefði hemlað við áreksturinn. Hann kvaðst draga þá ályktun af þeirri staðreynd að bil hefði verið á milli bifreiðanna eftir ákeyrsluna. E kvaðst ekki hafa áttað sig á þessari staðreynd fyrr en eftir að hann gaf skýrslu fyrir héraðsdómi. Þetta benti til þess að hraði bifreiðar ákærða hefði verið álíka og hann hefði talið í skýrslu sinni. Niðurstaða 7 Ályktunum E um líklegan ökuhraða ákærða hefur ekki verið hnekkt. Sú fullyrðing ákærða að hann hafi misst vald á bifreið sinni er ótrúverðug. Í hinum áfrýjaða dómi er gerð grein fyrir læknisvottorði vegna áverka sem eiginkona ákærða hlaut við ákeyrsluna. Matsgerð um örorku hennar vegna umferðaróhapps á árinu 2013 haggar ekki þessu vottorði. 8 Með framangreindum athugasemdum en að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 9 Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, sem eru ákveðin 744.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærði, X, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 782.198 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, G-kk-ef Ó-kk-ef H-kk-ef lögmanns, 744.000 krónur.
099142c4-0682-430a-9fcc-2d98781dab49
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_20_2018", "publish_timestamp": "2018-05-11T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 7 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 7 }, { "offset": 9, "length": 9 }, { "offset": 20, "length": 644 }, { "offset": 666, "length": 17 }, { "offset": 685, "length": 119 }, { "offset": 806, "length": 30 }, { "offset": 838, "length": 397 }, { "offset": 1237, "length": 117 }, { "offset": 1356, "length": 71 }, { "offset": 1429, "length": 27 }, { "offset": 1458, "length": 302 }, { "offset": 1762, "length": 685 }, { "offset": 2449, "length": 867 }, { "offset": 3318, "length": 10 }, { "offset": 3330, "length": 343 }, { "offset": 3675, "length": 122 }, { "offset": 3799, "length": 161 }, { "offset": 3962, "length": 8 }, { "offset": 3972, "length": 40 }, { "offset": 4014, "length": 169 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 7 }, { "offset": 9, "length": 9 }, { "offset": 20, "length": 328 }, { "offset": 349, "length": 220 }, { "offset": 571, "length": 92 }, { "offset": 666, "length": 17 }, { "offset": 685, "length": 119 }, { "offset": 806, "length": 30 }, { "offset": 838, "length": 114 }, { "offset": 953, "length": 205 }, { "offset": 1160, "length": 63 }, { "offset": 1225, "length": 9 }, { "offset": 1237, "length": 117 }, { "offset": 1356, "length": 71 }, { "offset": 1429, "length": 27 }, { "offset": 1458, "length": 40 }, { "offset": 1499, "length": 152 }, { "offset": 1653, "length": 106 }, { "offset": 1762, "length": 99 }, { "offset": 1862, "length": 26 }, { "offset": 1890, "length": 84 }, { "offset": 1976, "length": 149 }, { "offset": 2127, "length": 159 }, { "offset": 2288, "length": 109 }, { "offset": 2399, "length": 47 }, { "offset": 2449, "length": 57 }, { "offset": 2507, "length": 162 }, { "offset": 2671, "length": 52 }, { "offset": 2725, "length": 101 }, { "offset": 2828, "length": 97 }, { "offset": 2927, "length": 79 }, { "offset": 3008, "length": 104 }, { "offset": 3114, "length": 99 }, { "offset": 3215, "length": 100 }, { "offset": 3318, "length": 10 }, { "offset": 3330, "length": 66 }, { "offset": 3397, "length": 74 }, { "offset": 3473, "length": 111 }, { "offset": 3586, "length": 86 }, { "offset": 3675, "length": 122 }, { "offset": 3799, "length": 161 }, { "offset": 3962, "length": 8 }, { "offset": 3972, "length": 40 }, { "offset": 4014, "length": 169 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=11559708-ef47-4a5e-8a9b-54a89b3ffdb3&verdictid=646636bc-4133-450e-b16f-1041c0d3cc66" }
210/2018 Útdráttur Þ höfðaði mál og krafðist þess að nánar tiltekin ummæli, sem birtust í aðsendri grein eftir A á vefmiðlinum Kjarninn.is 13. júní 2016, yrðu dæmd dauð og ómerk. Jafnframt að A yrði dæmd til refsingar vegna þeirra og henni gert að greiða sér miskabætur. Héraðsdómur vísaði frá dómi kröfu Þ um að A yrði dæmd til refsingar fyrir ummæli sín en sýknaði hana af öðrum kröfum Þ. Í dómi sínum vísaði Landsréttur til þess að þar sem Þ hefði ekki gætt að því að skjóta til Landsréttar ákvæði héraðsdóms um frávísun eftir reglum XXIV. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, kæmi ákvæðið ekki til skoðunar fyrir réttinum, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 552/2017. Hvað varðaði ummæli A lagði Landsréttur til grundvallar að hún hefði eingöngu verið að lýsa sinni persónulegu upplifun og þar með skoðun sem henni yrði ekki gert að færa sönnur á. Þá taldi Landsréttur nægilega í ljós leitt að hluti ummæla A hefði ekki verið tilefnislaus með öllu eða úr lausu lofti gripinn auk þess sem hluti þeirra var ekki talinn fela í sér meira en vangaveltur hennar. Af þessum sökum voru ummælin ekki talin fela í sér ærumeiðandi aðdróttun í skilingi 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða móðgun í skilningi 234. gr. sömu laga. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, Á-kk-nf H-kk-nf og R-kvk-nf H-kvk-nf. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar með áfrýjunarstefnu 22. febrúar 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 31. janúar 2018, í málinu nr. E608/2017. Áfrýjandi krefst þess að nánar tiltekin ummæli, sem birtust í aðsendri grein eftir stefndu á vefmiðlinum Kjarninn.is 13. júní 2016, verði dæmd dauð og ómerk og stefnda dæmd til refsingar vegna þeirra samkvæmt 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara samkvæmt 234. gr. sömu laga. Þá krefst hann þess að stefndu verði gert að greiða sér 1.000.000 króna í miskabætur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. 2 Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Þá krefst hún málskostnaðar fyrir Landsrétti ásamt álagi. Niðurstaða 3 Kröfu áfrýjanda um að stefnda verði dæmd til refsingar fyrir ummæli sín var vísað frá héraðsdómi án kröfu. Til að koma fram endurskoðun á niðurstöðu héraðsdóms um frávísun þeirrar kröfu hefði áfrýjandi þurft að skjóta til Landsréttar ákvæði héraðsdóms um frávísun eftir reglum XXIV. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 7. júní 2018 í máli nr. 552/2017. Með því að þessa var ekki gætt kemur þessi krafa áfrýjanda ekki til skoðunar fyrir Landsrétti. 4 Málsatvik og málsástæður málsaðila eru rakin í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar kemur fram varðar ágreiningur máls það álitaefni hvort eftirfarandi ummæli, í stafliðum a til c, sem voru viðhöfð um áfrýjanda í aðsendri grein á vefmiðlinum Kjarninn.is hinn 13. júní 2016, verði dæmd dauð og ómerk, aðallega á þeim grundvelli að þau hafi stangast á við 235. gr. almennra hegningarlaga en til vara 234. gr. sömu laga: a. „Hann sagði þetta vera dýraníð og náttúruníð af verstu sort. En hann gat ekkert gert, sama hvernig hann fjargviðraðist og skammaðist og varaði fólk við. Því hestabóndinn var í rjúkandi feitu m viðskiptum og sennilega með nógu góð tök á hreppsnefndinni til að þetta fengi að viðgangast ár eftir ár – og enn þann dag í dag.“ b. „Mikið mátt þú skammast þín, P-kk-nf í Laxnessi. Karlkjáni með dollaraseðlana upp úr rassskorunni á reiðbuxunum þínum. Skammast u þín fyrir að eyðileggja náttúru Íslands og skammastu þín fyrir að fara svona illa með hestana þína að bjóða þeim upp á strá og mold.“ c. „Körlum og kerlingum eins og P-kk-þgf í Laxnessi sem eygja ekki náttúruna heldur bara peninga. Það sem hefur lifað og dafnað í þúsundir ára er skemmt á augabragði svo firrt fólk geti keypt sér nýtt sófasett eða farið í skemmtisiglingu, gott ef ekki stofnað póstkassafyrirtæki á suðrænni eyju og sent þangað féð sem ætti með réttu að vera burðarstoð samfélagsins.“ 5 Í dómaframkvæmd Hæstaréttar og Mannréttindadómstóls Evrópu hefur í málum sem þessum verið greint á milli svokallaðra gildisdóma og staðhæfinga um staðreyndir. Hefur þá verið lagt til grundvallar að almennt þurfi ekki að sanna sannleiksgildi gildisdóma, enda byggi þeir þá jafnframt á skoðun viðkomandi sem ekki er unnt að Samkvæmt framangreindu skiptir miklu máli við mat á því hvort ummæli stefndu í stafliðum a til c feli í sér ærumeiðandi aðdróttun í skilningi 235. gr. almennra hegningarlaga eða ærumeiðandi móðgun í skilningi 234. gr. sömu laga, hvort í þeim hafi falist gildisdómur eða staðhæfing um staðreynd. 7 Við mat á ummælunum í staflið a koma fyrst til skoðunar orðin „dýraníð“ og „náttúruníð“. Lagt hefur verið til grundvallar í dómaframkvæmd Hæstaréttar að með orðunum „níð“ eða „níðingur“ sé í daglegu tali vísað til smánarlegrar eða svívirðilegrar háttsemi, en ekki eingöngu vanrækslu á umhyggju. Hefur þannig verið talið að orðið „dýraníð“ geti falið í sér ásökun um slæma eða svívirðilega meðferð á dýrum og þannig verið ærumeiðandi fyrir þann sem þeim er beint að, sbr. dóm Hæstaréttar 17. desember 2015 í máli nr. 239/2015. Þrátt fyrir að orðið geti talist fela í sér ærumeiðandi aðdróttun eða móðgun er það ekki sjálfgefið. Við mat á því skiptir máli hvort ummælin hafi verið sett fram sem persónuleg skoðun viðkomandi en ekki sem hrein fullyrðing um staðreynd eins og talið var í síðastnefndum dómi Hæstaréttar. 8 Fyrrgreind ummæli í grein stefndu um „dýraníð“ og „náttúruníð“ voru sett fram í aðsendri grein í aðdraganda forsetakosninga árið 2016, en greinin bar fyrirsögnina:,,Forseti landsins“. Í greininni rifjar stefnda upp æskuár sín og samveru með afa sínum í Mosfellsdalnum, en beint á undan hinum tilvitnuðu ummælum segir orðrétt í henni: „Um hádegisbil, nánast á hverjum degi, rauk afi minn síðan upp til handa og fóta þegar hann gekk niður stigann í Gljúfrasteini, nýbúinn að baða sig fyrir hádegismatinn, því alltaf varð honum litið út um gluggann við miðjan stigann og alltaf blasti við honum sama sjón: Hestarnir hans P-kk-ef í Laxnesi að naga móana niður í rót.“ Beint í kjölfarið segir síðan orðrétt: „Hann sagði þetta vera dýraníð og náttúruníð af verstu sort.“. Séu ummælin skoðuð í þessu samhengi verður lagt til grundvallar að þau feli eingöngu í sér skírskotun stefndu til minningar sinnar um þá skoðun afa síns að ofbeit hrossa væri í landi L-kk-ef sem fæli að hans mati í sér „dýraníð“ og „náttúruníð af verstu sort“. Samkvæmt þessu verður ekki talið að þessi framsetning stefndu í grein sinni hafi falið í sér staðhæfingu um staðreynd sem hún verði að færa sönnur á. Breytir ekki þeirri niðurstöðu þótt í lok ummælanna í staflið a vísi stefnda til þess að umrætt ástand hafi enn verið til staðar þegar greinin var rituð, enda ljóst af lestri hennar að með þeim orðum var hún eingöngu að vísa til persónulegrar upplifunar sinnar á ástandi landsins á þeim tíma. Um það segir orðrétt á umræddum stað í greininni, í beinu framhaldi af fyrrgreindri tilvísun hennar til skoðunar afa síns: „Um daginn fór ég í fyrsta skipti í mörg ár í göngutúr í holtinu við æskuheimili mitt, nýkomin frá útlöndum. Það var í einu orði sagt hræðilegt að sjá landið. Þarna voru ekki lengur móar. Þarna var skrælnað lyng í moldarflögum, ryðgaður gaddavír, hrossaskítur. Girðing, sem mig grunaði að væri ef til vill rafmagnsgirðing, risti holtið þvert við hliðina á breiðri reiðgötu sem breiddi úr sér í báða enda, nánast jafn breið og þjóðvegurinn. Hinum upplifun og þar með skoðun sem henni verður ekki gert að færa sönnur á. Eins og nánar er rakið í forsendum héraðsdóms liggja fyrir ítarleg gögn sem renna stoðum undir að umrætt land hafi á tímabili verið ofbeitt, þótt unnið hafi verið að því síðastliðin ár að bæta beitarstjórn. Samkvæmt því er nægilega í ljós leitt að ummælin hafi ekki verið tilefnislaus með öllu eða úr lausu lofti gripin. Verða ummælin af þessum sökum ekki talin fela í sér ærumeiðandi aðdróttun í skilningi 235. gr. almennra hegningalaga eða móðgun í skilningi 234. gr. sömu laga. 9 Áfrýjandi byggir á því að í staflið a sé jafnframt að finna staðhæfingu stefndu um að hann hafi mútað hreppsnefndinni og þar með gerst sekur um refsiverða háttsemi samkvæmt almennum hegningarlögum. Nánar tiltekið er þar um að ræða ummælin um að áfrýjandi hefði „sennilega [verið] með nógu góð tök á hreppsnefndinni til að þetta fengi að viðgangast ár eftir ár – og enn þann dag í dag“. Ekki verður talið að í síðastnefndum orðum felist staðhæfing um að áfrýjandi hafi gerst sekur um mútur. Orðalagið er mjög almenns eðlis og verður ekki skilið öðruvísi en svo að afi stefndu og hún sjálf hafi talið sennilegt að áfrýjandi hafi verið áhrifamikill innan sveitarfélagsins. Verða ummælin því ekki talin fela í sér ærumeiðandi aðdróttun í skilningi 235. gr. almennra hegningarlaga eða móðgun í skilningi 234. gr. sömu laga. 10 Ummæli stefndu sem er að finna í staflið b um að áfrýjandi eigi að skammast sín fyrir að „eyðileggja náttúru Íslands“ og „fara svona illa með hestana“ sína að bjóða þeim „upp á strá og mold“, verða með sömu röksemdum og raktar eru í 8. málsgrein að framan eingöngu talin fela í sér persónulega skoðun stefndu sem henni verður ekki gert að færa sönnur á. Verða ummælin af sömu ástæðu og fyrr er rakin ekki talin hafa verið tilefnislaus með öllu eða úr lausu lofti gripin og verða af þeim sökum ekki talin fela í sér ærumeiðandi aðdróttun í skilningi 235. gr. almennra hegningarlaga eða móðgun í skilningi 234. gr. sömu laga. 11 Að því er varðar ummælin í staflið c hefur áfrýjandi vísað sérstaklega til þess að í þeim felist staðhæfing stefndu um að hann hafi gerst sekur um skattaundanskot. Er þar vísað til orðalagsins: „gott ef ekki stofnað póstkassafyrirtæki á suðrænni eyju“. Ekki verður talið að í síðastnefndum orðum felist staðhæfing um að áfrýjandi hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Ummælin eru almenns eðlis og er beint að „Körlum og kerlingum“ sem stefnda telur að láti peninga hafa forgang gagnvart náttúrunni. Ummælin verða ekki talin fela meira í sér en vangaveltur stefndu, en ekki staðhæfingu um staðreynd. 12 Samkvæmt öllu framangreindu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. fallast kröfu stefndu um álag á málskostnað. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Þ-kk-nf J-kk-nf, greiði stefndu, A-kvk-þgf J-kvk-þgf, 1.000.000 króna í málskostnað.
06df1223-f36d-4213-beb7-e16fdccea6fc
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_210_2018", "publish_timestamp": "2018-10-12T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 1218 }, { "offset": 1241, "length": 17 }, { "offset": 1260, "length": 94 }, { "offset": 1356, "length": 30 }, { "offset": 1388, "length": 578 }, { "offset": 1968, "length": 108 }, { "offset": 2078, "length": 10 }, { "offset": 2090, "length": 493 }, { "offset": 2585, "length": 418 }, { "offset": 3005, "length": 296 }, { "offset": 3303, "length": 28 }, { "offset": 3333, "length": 266 }, { "offset": 3601, "length": 363 }, { "offset": 3966, "length": 618 }, { "offset": 4586, "length": 817 }, { "offset": 5405, "length": 2593 }, { "offset": 8000, "length": 820 }, { "offset": 8822, "length": 626 }, { "offset": 9450, "length": 604 }, { "offset": 10056, "length": 159 }, { "offset": 10217, "length": 8 }, { "offset": 10227, "length": 40 }, { "offset": 10269, "length": 95 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 159 }, { "offset": 181, "length": 90 }, { "offset": 273, "length": 405 }, { "offset": 680, "length": 178 }, { "offset": 860, "length": 207 }, { "offset": 1069, "length": 169 }, { "offset": 1241, "length": 17 }, { "offset": 1260, "length": 94 }, { "offset": 1356, "length": 30 }, { "offset": 1388, "length": 78 }, { "offset": 1467, "length": 67 }, { "offset": 1536, "length": 9 }, { "offset": 1547, "length": 293 }, { "offset": 1842, "length": 123 }, { "offset": 1968, "length": 50 }, { "offset": 2019, "length": 56 }, { "offset": 2078, "length": 10 }, { "offset": 2090, "length": 108 }, { "offset": 2199, "length": 288 }, { "offset": 2489, "length": 93 }, { "offset": 2585, "length": 69 }, { "offset": 2655, "length": 347 }, { "offset": 3005, "length": 60 }, { "offset": 3066, "length": 90 }, { "offset": 3158, "length": 142 }, { "offset": 3303, "length": 25 }, { "offset": 3329, "length": 1 }, { "offset": 3333, "length": 48 }, { "offset": 3382, "length": 68 }, { "offset": 3452, "length": 143 }, { "offset": 3597, "length": 1 }, { "offset": 3601, "length": 94 }, { "offset": 3696, "length": 267 }, { "offset": 3966, "length": 160 }, { "offset": 4127, "length": 456 }, { "offset": 4586, "length": 90 }, { "offset": 4677, "length": 204 }, { "offset": 4883, "length": 229 }, { "offset": 5114, "length": 99 }, { "offset": 5215, "length": 187 }, { "offset": 5405, "length": 185 }, { "offset": 5591, "length": 478 }, { "offset": 6071, "length": 99 }, { "offset": 6172, "length": -1 }, { "offset": 6173, "length": 259 }, { "offset": 6434, "length": 148 }, { "offset": 6584, "length": 291 }, { "offset": 6877, "length": 230 }, { "offset": 7109, "length": 48 }, { "offset": 7159, "length": 27 }, { "offset": 7188, "length": 71 }, { "offset": 7261, "length": 177 }, { "offset": 7440, "length": 76 }, { "offset": 7518, "length": 205 }, { "offset": 7725, "length": 112 }, { "offset": 7839, "length": 158 }, { "offset": 8000, "length": 199 }, { "offset": 8200, "length": 186 }, { "offset": 8388, "length": 102 }, { "offset": 8492, "length": 178 }, { "offset": 8672, "length": 147 }, { "offset": 8822, "length": 356 }, { "offset": 9179, "length": 268 }, { "offset": 9450, "length": 166 }, { "offset": 9617, "length": 87 }, { "offset": 9706, "length": 116 }, { "offset": 9824, "length": 129 }, { "offset": 9955, "length": 98 }, { "offset": 10056, "length": 114 }, { "offset": 10171, "length": 43 }, { "offset": 10217, "length": 8 }, { "offset": 10227, "length": 40 }, { "offset": 10269, "length": 95 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=7e04dc0b-e3c2-45ba-aa9c-2ccb71c37b27&verdictid=493c556c-9187-4e88-95f8-9746eb0d3b44" }
211/2018 Útdráttur Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála var felldur úr gildi. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir J-kk-nf F-kk-nf, K-kvk-nf S-kvk-nf og O-kvk-nf M-kvk-nf A-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 21. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. febrúar 2018. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. febrúar 2018, í málinu nr. R[…]/2018, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 20. mars 2018 kl. 15.30. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. 3 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 4 Sóknaraðili byggir á því að fullnægt sé skilyrðum 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi. Samkvæmt þessu ákvæði er unnt að beita gæsluvarðhaldi ef sterkur grunur leikur á að sakborningur hafi framið afbrot sem að lögum geti varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. 5 Landsréttur úrskurðaði þann 25. janúar að skilyrði 2. mgr. 95. gr. væru uppfyllt gagnvart varnaraðila. Síðan hafa verið teknar skýrslur af öðrum grunuðum sem benda til þess að hlutur varnaraðila sé ekki eins veigamikill og áður virtist vera. 6 Þegar krafa er gerð um framlengingu gæsluvarðhalds þarf í hvert sinn að meta með sjálfstæðum hætti hvort skilyrði ákvæðisins séu enn uppfyllt og gæta verður þess að gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna samkvæmt 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 sé ekki sjálfkrafa beitt til framlengingar gæsluvarðhaldsvistar, sbr. meðal annars dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli I-x-x gegn Rússlandi frá 22. maí 2012. 7 Málið varðar innflutning á miklu magni fíkniefna og hefur vakið athygli í samfélaginu. Talið var í úrskurði Landsréttar 25. janúar að hlutur varnaraðila hafi verið veigamikill. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði er einkum litið til tveggja atriða þegar aðild varnaraðila er skoðuð. Upplýsingar frá hraðflutningaþjónustu um sendinguna fundust í síma varnaraðila. Þá fékk hann annan aðila til að sækja sendinguna þegar henni var skilað á tiltekinn stað í […]. Þessu til viðbótar hefur komið fram að varnaraðili greiddi síðla árs í fyrra rúmlega eina og hálfa milljón króna til aðila sem virðist vera aðalmaður í umræddu broti. 8 Varnaraðili hefur játað að hafa fengið aðila til að sækja sendinguna og ekki getað skýrt tilvist áðurnefndrar tilkynningar í síma sínum. Hann neitar þó að hafa vitað hvers konar efni voru í sendingunni. Af þessu leiðir að kærði er undir sterkum grun í skilningi 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um að eiga nokkurn þátt í brotinu. Áðurnefnd peningagreiðsla fellir aðeins rökstuddan grun á hann um að eiga veigameiri þátt í brotinu. Sterkur grunur nær þó ekki til annars en að varnaraðili hafi átt nokkurn hlut í móttöku efnanna hér á landi. Að því virtu er nú ekki fullnægt skilyrðum 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, eins og hana ber að skýra með hliðsjón af 3. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar og 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Verður að fella hinn kærða úrskurð úr gildi. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi.
7272e51d-a3ce-4355-abf1-83ee4681f058
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_211_2018", "publish_timestamp": "2018-02-26T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 157 }, { "offset": 180, "length": 21 }, { "offset": 203, "length": 118 }, { "offset": 323, "length": 375 }, { "offset": 700, "length": 134 }, { "offset": 836, "length": 56 }, { "offset": 894, "length": 389 }, { "offset": 1285, "length": 657 }, { "offset": 1944, "length": 630 }, { "offset": 2576, "length": 779 }, { "offset": 3357, "length": 13 }, { "offset": 3372, "length": 41 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 157 }, { "offset": 180, "length": 21 }, { "offset": 203, "length": 118 }, { "offset": 323, "length": 127 }, { "offset": 451, "length": 72 }, { "offset": 525, "length": 95 }, { "offset": 622, "length": 75 }, { "offset": 700, "length": 134 }, { "offset": 836, "length": 56 }, { "offset": 894, "length": 138 }, { "offset": 1033, "length": 249 }, { "offset": 1285, "length": 104 }, { "offset": 1390, "length": 137 }, { "offset": 1529, "length": 412 }, { "offset": 1944, "length": 88 }, { "offset": 2033, "length": 88 }, { "offset": 2123, "length": 107 }, { "offset": 2232, "length": 78 }, { "offset": 2312, "length": 94 }, { "offset": 2408, "length": 165 }, { "offset": 2576, "length": 138 }, { "offset": 2715, "length": 64 }, { "offset": 2781, "length": 125 }, { "offset": 2908, "length": 99 }, { "offset": 3009, "length": 107 }, { "offset": 3118, "length": 191 }, { "offset": 3311, "length": 43 }, { "offset": 3357, "length": 13 }, { "offset": 3372, "length": 41 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=623c93a4-75a3-4d8b-a86d-44dfe0e5d364&verdictid=11195ec2-9078-42e1-8d00-08ad6bc181b2" }
212/2018 Útdráttur Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála var felldur úr gildi. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir J-kk-nf F-kk-nf, K-kvk-nf S-kvk-nf og O-kvk-nf M-kvk-nf A-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 22. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. febrúar 2018. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 22. febrúar 2018, í málinu nr. R[…]/2018, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 8. mars 2018 klukkan 16. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Varnaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið eða að vægari úrræðum verði beitt, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. 3 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 4 Sóknaraðili krefst þess að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi samkvæmt heimild í 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Sakargiftum er lýst í hinum kærða úrskurði. 5 Ákvæði 95. gr. laga nr. 88/2008 verður að skýra með hliðsjón af 3. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar og 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, og meginreglunni um að maður teljist saklaus uns sekt sé sönnuð, sbr. 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans. Samkvæmt 3. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar skal maður aldrei sæta gæsluvarðhaldi lengur en nauðsyn krefur, en í framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu hefur meðal annars verið talið heimilt að beita gæsluvarðhaldi með tilliti til almannahagsmuna ef ætlað brot hins grunaða telst sérstaklega alvarlegt og lausn viðkomandi er talin líkleg til að valda óróa í samfélaginu, sbr. dóm í máli L-x-x gegn Frakklandi frá 26. júní 1991. Til að sakborningur verði úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 er því ekki nóg að vísa með almennum hætti til alvarleika brots. Jafnframt verður að gæta þess að ákvæðinu sé ekki sjálfkrafa beitt til framlengingar gæsluvarðhaldsvistar, sbr. einnig dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli I-x-x gegn Rússlandi frá 22. maí 2012. 6 Varnaraðili er undir sterkum grun um aðild að innflutningi á miklu magni af kókaíni eins og rakið er í hinum kærða úrskurði. Þáttur hans sýnist þó ekki svo mikill að talið verði nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna í skilningi 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 að hann sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Verður því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi.
786a64ac-6935-4e04-bb32-6fe8bc0cd0cd
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_212_2018", "publish_timestamp": "2018-02-26T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 151 }, { "offset": 174, "length": 21 }, { "offset": 197, "length": 118 }, { "offset": 317, "length": 388 }, { "offset": 707, "length": 159 }, { "offset": 868, "length": 56 }, { "offset": 926, "length": 157 }, { "offset": 1085, "length": 1097 }, { "offset": 2184, "length": 360 }, { "offset": 2546, "length": 13 }, { "offset": 2561, "length": 41 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 151 }, { "offset": 174, "length": 21 }, { "offset": 197, "length": 118 }, { "offset": 317, "length": 127 }, { "offset": 445, "length": 71 }, { "offset": 518, "length": 109 }, { "offset": 629, "length": 75 }, { "offset": 707, "length": 159 }, { "offset": 868, "length": 56 }, { "offset": 926, "length": 113 }, { "offset": 1040, "length": 42 }, { "offset": 1085, "length": 308 }, { "offset": 1394, "length": 425 }, { "offset": 1821, "length": 163 }, { "offset": 1986, "length": 195 }, { "offset": 2184, "length": 126 }, { "offset": 2311, "length": 183 }, { "offset": 2496, "length": 47 }, { "offset": 2546, "length": 13 }, { "offset": 2561, "length": 41 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=c14a0257-3e50-4592-97a9-c21dd1e0cf2b&verdictid=429ec869-3d26-4336-926d-4f497644b748" }
213/2018 Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli A á hendur Í var vísað frá dómi. Í úrskurði Landsréttar var rakið að með dómi Hæstaréttar í máli nr. […]/2017 hefði Í verið sýknað af þeim kröfum A sem hann hefði uppi í málinu. Af málatilbúnaði A yrði ekki ráðið að hann bæri við málsástæðum sem ekki hefði verið haldið fram eða tilefni verið til að hafa uppi í fyrra málinu. Var málinu því vísað frá dómi, sbr. 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, H-kvk-nf Þ-kvk-nf og R-kvk-nf H-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 22. febrúar 2018. Kærumálsgögn bárust réttinum 8. mars sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. febrúar 2018 í málinu nr. E2391/2017 þar sem máli sóknaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í jlið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili þess að málskostnaður verði felldur niður. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og að sóknaraðila verði gert að greiða honum málskostnað að mati réttarins. Málsatvik og niðurstaða Eins og greinir í hinum kærða úrskurði höfðaði sóknaraðili mál á hendur varnaraðila í september 2015, þar sem hann krafðist þess að viðurkennd yrði bótaskylda varnaraðila vegna ætlaðrar ólögmætrar frelsissviptingar sem sóknaraðili hefði sætt í mars 2014, þegar hann var færður nauðugur af lögreglu frá heimili sínu á geðdeild Landspítalans og haldið þar. Þá var þess krafist að varnaraðili greiddi sóknaraðila nánar tilgreindar bætur vegna miska og skaða, auk dráttarvaxta frá stefnubirtingardegi til greiðsludags. Kröfum sínum til stuðnings vísaði sóknaraðili til 19. gr. og 32. gr. lögræðislaga nr. 71/1997, 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Sýknað var af þessari kröfu sóknaraðila með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur […] janúar 2017. Með dómi Hæstaréttar […] 2018, í málinu nr. […]/2017, var kröfum sóknaraðila um viðurkenningu á skaðabótaskyldu varnaraðila, íslenska ríkisins, vísað frá héraðsdómi en dómur héraðsdóms staðfestur að öðru leyti. Sóknaraðili hefur nú höfðað mál þetta gegn varnaraðila með sömu kröfum vegna sömu atvika. Af málatilbúnaði sóknaraðila verður ekki ráðið að hann beri við, svo neinu nemi í þetta sinn, málsástæðum sem ekki var haldið fram eða tilefni var til að hafa uppi í fyrra skiptið. Samkvæmt þessu og með vísan til þeirrar meginreglu sem fram kemur í 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest um annað en málskostnað. Rétt er að aðilar beri hvor sinn kostnað af málinu fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Málskostnaður fellur niður.
89706c3e-46a1-479a-8449-b6b6edc7ee62
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_213_2018", "publish_timestamp": "2018-03-19T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 463 }, { "offset": 486, "length": 21 }, { "offset": 509, "length": 112 }, { "offset": 623, "length": 30 }, { "offset": 655, "length": 322 }, { "offset": 979, "length": 198 }, { "offset": 1179, "length": 142 }, { "offset": 1323, "length": 23 }, { "offset": 1348, "length": 1436 }, { "offset": 2786, "length": 82 }, { "offset": 2870, "length": 13 }, { "offset": 2885, "length": 59 }, { "offset": 2946, "length": 27 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 77 }, { "offset": 99, "length": 143 }, { "offset": 244, "length": 146 }, { "offset": 392, "length": 91 }, { "offset": 486, "length": 21 }, { "offset": 509, "length": 112 }, { "offset": 623, "length": 30 }, { "offset": 655, "length": 69 }, { "offset": 725, "length": 44 }, { "offset": 771, "length": 71 }, { "offset": 844, "length": 54 }, { "offset": 900, "length": 76 }, { "offset": 979, "length": 133 }, { "offset": 1113, "length": 63 }, { "offset": 1179, "length": 142 }, { "offset": 1323, "length": 23 }, { "offset": 1348, "length": 354 }, { "offset": 1703, "length": 158 }, { "offset": 1863, "length": 174 }, { "offset": 2039, "length": 87 }, { "offset": 2128, "length": 209 }, { "offset": 2339, "length": 88 }, { "offset": 2429, "length": 179 }, { "offset": 2610, "length": 173 }, { "offset": 2786, "length": 82 }, { "offset": 2870, "length": 13 }, { "offset": 2885, "length": 59 }, { "offset": 2946, "length": 27 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=a0c6178c-0dd3-42a6-a2e9-8c9fad8e5c32&verdictid=d1d0352b-af63-41ec-a698-7a507fad3b96" }
214/2018 Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli aliðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kk-nf E. J-kk-nf, J-kk-nf F-kk-nf og O-kvk-nf M-kvk-nf A-kvk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 23. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26. febrúar 2018. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 23. febrúar 2018, í málinu nr. R[…]/2018, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 2. mars 2018 klukkan 15 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í llið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. 3 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða Landsréttar 4 Í forsendum hins kærða úrskurðar hefur nafn annars grunaðs manns misritast. Með þessari athugasemd ber að staðfesta hinn kærða úrskurð með vísan til forsendna hans. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
5bacc746-c07b-4ae4-b9a2-e0876c73b5e6
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_214_2018", "publish_timestamp": "2018-02-27T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 150 }, { "offset": 173, "length": 21 }, { "offset": 196, "length": 119 }, { "offset": 317, "length": 30 }, { "offset": 349, "length": 420 }, { "offset": 771, "length": 134 }, { "offset": 907, "length": 56 }, { "offset": 965, "length": 22 }, { "offset": 989, "length": 166 }, { "offset": 1157, "length": 13 }, { "offset": 1172, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 150 }, { "offset": 173, "length": 21 }, { "offset": 196, "length": 119 }, { "offset": 317, "length": 30 }, { "offset": 349, "length": 127 }, { "offset": 477, "length": 71 }, { "offset": 550, "length": 141 }, { "offset": 693, "length": 75 }, { "offset": 771, "length": 134 }, { "offset": 907, "length": 56 }, { "offset": 965, "length": 22 }, { "offset": 989, "length": 77 }, { "offset": 1067, "length": 87 }, { "offset": 1157, "length": 13 }, { "offset": 1172, "length": 35 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=aeef432d-7f70-4a2b-9c25-62a8b3818d73&verdictid=1325f7a9-2505-40fb-8754-85a1bf11016b" }
217/2018 Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu B hf. um að héraðsdómarinn Á viki sæti í máli B hf. gegn L ehf. Þau atvik sem lágu að baki ákvörðun héraðsdómara um að víkja sæti í málinu voru að lögmaður, sem starfaði á sömu lögmannsstofu og lögmaður B hf., gætti hagsmuna dómarans í dómsmáli sem hann höfðaði á hendur íslenska ríkinu og lauk með dómi Hæstaréttar 19. desember 2017. Í greinargerð sinni til Landsréttar tilgreindi lögmaður B hf. að auki sem vanhæfisástæðu að lögmaður L ehf. hefði verið einn af fimm dómurum sem dæmdu í málinu í Hæstarétti. Þá var vísað til þess að málsmeðferð héraðsdómarans hefði haft það yfirbragð að hann hefði verið búinn að taka afstöðu til álitaefna sem sneru að formhlið málsins. Landsréttur taldi að framangreind tengsl gæfu ekki tilefni til þess að með réttu mætti draga í efa óhlutdrægni héraðsdómarans til að fara með málið, sbr. glið 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og dóm Hæstaréttar 25. maí 1998 í máli nr. 197/1998. Hið sama ætti við um önnur atvik eða aðstæður sem vísað hefði verið til af hálfu B hf. Þá hefði ekki reynt á vanhæfisástæður samkvæmt öðrum stafliðum 5. gr. laganna. Lög stæðu því ekki til þess að Á teldist vanhæfur til að fara með málið. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A-kvk-nf E-kvk-nf, S-kk-nf T-kk-nf M-kk-nf og Þ-kk-nf I-kk-nf N-kk-nf kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 19. febrúar 2018 en kærumálsgögn bárust réttinum 1. þessa mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. febrúar 2018, í málinu nr. E2189/2017, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að Á-kk-nf H-kk-nf héraðsdómari viki sæti í því. Kæruheimild er í alið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Niðurstaða Landsréttar 4 Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði liggja þau atvik að baki ákvörðun héraðsdómara um að víkja sæti í málinu, að lögmaður, sem starfar á sömu lögmannsstofu og lögmaður varnaraðila, gætti hagsmuna dómarans í dómsmáli sem hann höfðaði á hendur íslenska ríkinu og lauk með dómi Hæstaréttar 19. desember 2017. Í greinargerð sinni til Landsréttar tilgreinir lögmaður varnaraðila að auki sem vanhæfisástæðu að lögmaður sóknaraðila hafi verið einn af fimm dómurum sem dæmdu í málinu í Hæstarétti. Þá er jafnframt vísað til þess í greinargerðinni að málsmeðferð héraðsdómarans hafi haft það yfirbragð að hann væri búinn að taka afstöðu til álitaefna sem snúa að formhlið málsins. 5 Í úrskurði sínum kemst héraðsdómarinn að þeirri niðurstöðu að vanhæfisástæður samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 91/1991 séu ekki fyrir hendi. Hann telur engu að síður rétt að víkja sæti í málinu í „varúðarskyni“ og tilgreinir í því sambandi framangreinda tengingu sína við þá lögmannsstofu sem fari með málið fyrir varnaraðila. Þá leit héraðsdómarinn til þess að skammur tími væri liðinn frá því að umræddum málarekstri lauk og taldi ekki unnt að útiloka að þessi aðstaða gæti leitt til þess „að einhver [teldi] ástæðu til að freista þess að gera tengslin tortryggileg“. 6 Þau tengsl, sem að framan er getið, gefa ekki tilefni til þess að með réttu megi draga í efa óhlutdrægni héraðsdómarans til að fara með málið, sbr. glið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 91/1991. Má þessu til stuðnings vísa til dóms Hæstaréttar 25. maí 1998 í máli nr. 197/1998, sem birtur er í dómasafni þess árs á bls. 2088. Hið sama þykir eiga við um önnur atvik eða aðstæður sem vísað hefur verið til af hálfu varnaraðila samkvæmt framansögðu. Þá reynir ekki á vanhæfisástæður samkvæmt öðrum stafliðum 1. mgr. 5. gr. laganna. 7 Samkvæmt þessu standa lög ekki til þess að Á-kk-nf H-kk-nf héraðsdómari teljist vanhæfur til að fara með málið. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. 8 Rétt er að kærumálskostnaður falli niður. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Kærumálskostnaður fellur niður.
9ee706ce-0686-4e28-8681-0f84cf66abb6
{ "author": null, "fetch_timestamp": "2025-05-22T00:00:00", "xml_id": "IGC-Adjud2_landsrettur_217_2018", "publish_timestamp": "2018-03-13T00:00:00", "title": { "offset": 0, "length": 8 }, "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 1275 }, { "offset": 1298, "length": 21 }, { "offset": 1321, "length": 123 }, { "offset": 1446, "length": 30 }, { "offset": 1478, "length": 481 }, { "offset": 1961, "length": 77 }, { "offset": 2040, "length": 22 }, { "offset": 2064, "length": 679 }, { "offset": 2745, "length": 571 }, { "offset": 3318, "length": 521 }, { "offset": 3841, "length": 163 }, { "offset": 4006, "length": 43 }, { "offset": 4051, "length": 13 }, { "offset": 4066, "length": 41 }, { "offset": 4109, "length": 31 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 8 }, { "offset": 10, "length": 9 }, { "offset": 21, "length": 123 }, { "offset": 145, "length": 269 }, { "offset": 416, "length": 172 }, { "offset": 590, "length": 162 }, { "offset": 754, "length": 255 }, { "offset": 1011, "length": 85 }, { "offset": 1098, "length": 77 }, { "offset": 1177, "length": 71 }, { "offset": 1250, "length": 45 }, { "offset": 1298, "length": 21 }, { "offset": 1321, "length": 123 }, { "offset": 1446, "length": 30 }, { "offset": 1478, "length": 118 }, { "offset": 1597, "length": 71 }, { "offset": 1670, "length": 102 }, { "offset": 1774, "length": 76 }, { "offset": 1852, "length": 72 }, { "offset": 1926, "length": 32 }, { "offset": 1961, "length": 77 }, { "offset": 2040, "length": 22 }, { "offset": 2064, "length": 313 }, { "offset": 2378, "length": 182 }, { "offset": 2562, "length": 180 }, { "offset": 2745, "length": 142 }, { "offset": 2888, "length": 184 }, { "offset": 3074, "length": 241 }, { "offset": 3318, "length": 187 }, { "offset": 3506, "length": 129 }, { "offset": 3637, "length": 119 }, { "offset": 3758, "length": 80 }, { "offset": 3841, "length": 113 }, { "offset": 3955, "length": 48 }, { "offset": 4006, "length": 43 }, { "offset": 4051, "length": 13 }, { "offset": 4066, "length": 41 }, { "offset": 4109, "length": 31 } ], "source": "http://landsrettur.is/?PageId=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&Id=69c8744d-1af4-400c-aeda-798448bdbd65&verdictid=580931a4-b374-4eaf-bf8a-11eb5686e491" }